Strepsils med Honning og Citron

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Strepsils med Honning og Citron Munnsogstafla / Munnsogstafla /
 • Skammtar:
 • Munnsogstafla /
 • Lyfjaform:
 • Munnsogstafla /
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Strepsils med Honning og Citron Munnsogstafla / Munnsogstafla /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f8602759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Strepsils med Honning og Citron munnsogstöflur

2,4-tvíklórbensýlalkóhól 1,2 mg/amýlmetakresól 0,6 mg

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur

hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan nokkurra daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Strepsils med Honning og Citron og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Strepsils med Honning og Citron

Hvernig nota á Strepsils med Honning og Citron

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Strepsils med Honning og Citron

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Strepsils med Honning og Citron og við hverju það er notað

Strepsils med Honning og Citron munnsogstöflur draga úr eymslum og hafa bakteríudrepandi verkun.

Strepsils med Honning og Citron er notað við eymslum og ertingu í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldri en

6 ára.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan nokkurra daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Strepsils med Honning og Citron

Ekki má nota Strepsils med Honning og Citron:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir 2,4-tvíklórbensýlalkóhóli og/eða amýlmetakresóli eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Strepsils med Honning og Citron er notað.

ef þú ert með arfgengt frúktósaóþol, glúkósa-galaktósavanfrásog eða súkrasa-ísómaltasaþurrð.

ef þú ert með sykursýki, þar sem Strepsils med Honning og Citron inniheldur 1,0 g af glúkósa og 1,5 g af

súkrósa í hverri munnsogstöflu.

Notkun annarra lyfja samhliða Strepsils med Honning og Citron

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Nota má Strepsils med Honning og Citron á meðgöngu. Eins og á við um öll lyf skal sýna aðgát ef lyfið er

notað á meðgöngu og leita ráða hjá lækni ef nauðsyn krefur. Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir

um hvort nota má Strepsils med Honning og Citron á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Nota má Strepsils med Honning og Citron meðan barn er haft á brjósti. Ekki er vitað hvort

2,4-tvíklórbensýlalkóhól, amýlmetakresól eða umbrotsefni þeirra berist í brjóstamjólk. Ekki er hægt að

útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Strepsils med Honning og Citron hafi áhrif á frjósemi.

Akstur og notkun véla

Strepsils med Honning og Citron hefur engin áhrif á öryggi við stjórnun véla og hæfni til aksturs.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því

sem getur haft áhrif á slíkt er lyf vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum

er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða

lyfjafræðing.

Strepsils med Honning og Citron inniheldur glúkósa og súkrósa, gæta skal varúðar

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

Strepils med Honning og Citron getur valdið tannskemmdum við langtímanotkun.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

3.

Hvernig nota á Strepsils med Honning og Citron

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur

hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða

lyfjafræðingi.

Til notkunar í munnhol. Strepsils med Honning og Citron er látið leysast hægt upp í munni.

Ráðlagður skammtur

Fullorðnir: 1 munnsogstafla á 2-3 klst. fresti. Ekki skal nota meira en 12 munnsogstöflur á 24 klst. tímabili.

Nota skal lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er.

Notkun handa börnum

Börn eldri en 6 ára:

Notkun eins og lýst er fyrir fullorðna hér að ofan.

Börn á aldrinum 6-11 ára:

Lyfið á að gefa undir eftirliti fullorðins aðila.

Börn yngri en 6 ára:

Vegna lyfjaformsins skal ekki nota lyfið handa börnum yngri en 6 ára.

Aldraðir

Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum handa öldruðum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband

við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Við ofskömmtun er hætta á magaóþægindum.

Ef gleymist að nota Strepsils med Honning og Citron

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur

þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengustu aukaverkanirnar eru ofnæmisviðbrögð. Við langtímanotkun getur komið fram erting í slímhúð.

Einnig getur verið hætta á tannskemmdum við langtímanotkun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir.

Koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 10.000 einstaklingum:

Ofnæmisviðbrögð. Náladofi, sviði eða þroti í munni eða koki. Verkir í tungu geta komið fyrir.

Óþægindi í munni og erting í hálsi. Útbrot.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir.

Koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum:

Ógleði ásamt brjóstsviða / nábít.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Magaverkur.

Gert er ráð fyrir að tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana sé sá sami hjá börnum eldri en 6 ára og

fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka

upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Strepsils med Honning og Citron

Geymið

lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Strepsils med Honning og Citron í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Strepsils med Honning og Citron, munnsogstöflur innihalda:

Virku innihaldsefnin eru: 2,4-tvíklórbensýlalkóhól og amýlmetakresól.

Önnur innihaldsefni eru: Fljótandi súkrósi, fljótandi glúkósi, hunang, vínsýra (E 334), terpenlaus

sítrónuolía, piparmyntuolía.

Lýsing á útliti Strepsils med Honning og Citron og pakkningastærðir

Strepsils med Honning og Citron eru glærar, kringlóttar munnsogstöflur merktar S á hvorri hlið.

Strepsils med Honning og Citron er fáanlegt í þynnupakkningu með 10, 12, 16, 24 og 36 munnsogstöflum og

í stauk með 10 munnsogstöflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Reckitt Benckiser Healthcare International Limited,

103-105 Bath Road

Slough

Berkshire

SL1 3UH

England.

Framleiðandi

Reckitt Benckiser Healthcare International Limited,

Thane Road

Nottingham

NG90 2DB

England.

Umboð á Íslandi

Artasan ehf.,

Suðurhrauni 12a,

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2016.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is