Strefen

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Strefen Munnsogstafla 8,75 mg
 • Skammtar:
 • 8,75 mg
 • Lyfjaform:
 • Munnsogstafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Strefen Munnsogstafla 8,75 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f5602759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur

Flurbiprofen

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Strefen og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Strefen

Hvernig nota á Strefen

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Strefen

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Strefen og við hverju það er notað

Strefen inniheldur flurbiprofen.

Flurbiprofen tilheyrir flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID). Þessi lyf verka með því að

breyta því hvernig líkaminn bregst við sársauka, bólgu og háum hita. Strefen er notað til að draga

tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi eins og verk í hálsi, eymslum og bólgu í hálsi og erfiðleikum

við að kyngja hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Strefen

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Strefen:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir flurbiprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú hefur einhvern tímann fengið astma, óvænt önghljóð eða mæði, nefrennsli, þrota í andliti eða

útbrot með kláða (ofsakláði) eftir að hafa tekið asetýlsalisýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf

ef þú ert með eða hefur fengið magasár eða blæðingar frá maga eða þörmum (tvisvar sinnum eða

oftar)

ef þú hefur áður fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi, alvarlega ristilbólgu (bólgu í þörmum) eða

blæðingarsjúkdóma við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja

ef þú ert að taka stóra skammta af asetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (eins og

celecoxib, ibuprofen, diclofenacnatríum o.s.frv.)

ef þú ert á síðustu þrem mánuðum meðgöngu.

ef þú ert með alvarlega hjarta-, nýrna- eða lifrarbilun.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Strefen er notað:

ef þú hefur verið með astma eða ert með ofnæmi

ef þú ert með eitlabólgu (bólgnir eitlar) eða heldur að þú getir verið með bakteríusýkingu í hálsi

(vegna þess að þú gætir þurft sýklalyf)

ert með hjarta-, nýrna- eða lifrarvandamál

ef þú hefur fengið heilablóðfall

ef þú ert með sögu um sjúkdóm í þörmum (ristilbólgu, Crohns sjúkdóm)

ef þú ert með langvinnan sjálfsnæmissjúkdóm eins og rauða úlfa (systemic lupus erythematosus) og

blandaðan bandvefssjúkdóm (mixed connective tissue disease)

ef þú ert aldraður/öldruð, vegna þess að meiri líkur eru á að þú fáir þær aukaverkanir sem taldar eru

upp í þessum fylgiseðli

ert á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eða með barn á brjósti.

Á meðan Strefen er notað

Við fyrstu merki um húðviðbrögð (útbrot, flögnun, blöðrur) eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða

skal hætta notkun munnsogstaflnanna og hafa samstundis samband við lækni.

Láttu lækninn vita um öll óvenjuleg einkenni í kvið (sérstaklega blæðingar).

Ef einkenni lagast ekki, versna eða ef ný einkenni koma fram skaltu hafa samband við lækni.

Lyf eins og Strefen geta tengst lítillega aukinni hættu á hjartaáfalli (hjartadrepi) eða heilablóðfalli.

Hættan eykst með stærri skömmtum og langtímameðferð. Notaðu lyfið ekki í stærri skömmtum eða

í lengri tíma (3 sólarhringa) en ráðlagt er.

Börn

Ekki skal nota lyfið handa börnum yngri en 12 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Strefen

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Þetta á sérstaklega við ef þú notar:

lágskammta asetýlsalisýlsýru (allt að 75 mg á sólarhring)

lyf við háum blóðþrýstingi eða hjartabilun (blóðþrýstingslækkandi lyf, hjartaglýkósíðar)

vatnslosandi töflur (þvagræsilyf, þar með talið kalíumsparandi lyf)

lyf til að þynna blóðið (blóðþynningarlyf, blóðflöguhemjandi lyf)

lyf við gigt (probenecid, sulfinpyrazon)

önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða barkstera (t.d. celecoxib, ibuprofen, diclofenac natríum eða

prednisolon)

mifepriston (lyf notað til að framkalla fósturlát)

sýklalyf af flokki kínólóna (eins og ciprofloxacin)

ciklosporin eða takrolimus (til að bæla ónæmiskerfið)

fenytoin (lyf við flogaveiki)

metotrexat (lyf við sjálfsnæmissjúkdómum eða krabbameini)

litíum eða SSRI (lyf við þunglyndi)

sykursýkislyf til inntöku (við sykursýki)

zidovudin (lyf við HIV)

Notkun Strefen samhliða mat, drykk eða áfengi

Forðast skal neyslu áfengis meðan á meðferð með Strefen stendur vegna þess að það eykur hættuna á

blæðingu í maga eða þörmum.

Meðganga,brjóstagjöf og frjósemi

Ekki

taka þetta lyf ef þú ert

á síðasta þriðjungi meðgöngu

. Ef þú ert á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eða

með barn á brjósti skaltu tala við lækninn áður en þú tekur þessar munnsogstöflur.

Strefen munnsogstöflur tilheyra flokki lyfja sem geta haft skaðleg áhrif á frjósemi kvenna. Áhrifin ganga

til baka þegar notkun lyfsins er hætt. Ólíklegt er að munnsogstöflur, sem notaðar eru stöku sinnum, hafi

áhrif á líkurnar á að þú verðir þunguð. En áður en þú notar lyfið skaltu greina lækninum frá því ef þú hefur

átt í erfiðleikum með að verða þunguð.

Akstur og notkun véla

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á hæfni til aksturs eða stjórnun véla. Sundl og sjóntruflanir eru

hins vegar mögulegar aukaverkanir eftir inntöku bólgueyðandi gigtarlyfja. Ef þú finnur fyrir þessum

áhrifum skaltu ekki aka eða stjórna vélum

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt eru lyf, vegna verkunar þeirra eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Strefen inniheldur glúkósa og súkrósa, gæta skal varúðar

Strefen inniheldur 1.069 mg glúkósa og 1.407 mg súkrósa í hverri munnsogstöflu. Taka þarf tillit til þess

hjá sjúklingum með sykursýki.

Hafðu samband við lækni áður en þetta lyf er notað ef læknir hefur sagt þér að þú sért með óþol fyrir

tilteknum sykrutegundum.

3.

Hvernig nota á Strefen

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í fylgiseðlinum eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um.

Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri

Settu eina munnsogstöflu upp í munninn og sjúgðu hana hægt.

Ávallt skal velta munnsogstöflunni um í munninum á meðan hún er sogin.

Munnsogstaflan á að byrja að virka innan 30 mínútna.

Notaðu síðan eina munnsogstöflu á 3-6 klukkustunda fresti, eftir þörfum.

Notið ekki fleiri en 5 munnsogstöflur á sólarhring.

Ekki skal nota lyfið hjá börnum yngri en 12 ára.

Munnsogstöflurnar eru einungis ætlaðar til notkunar í stuttan tíma.

Notaðu eins fáar munnsogstöflur og hægt er og í eins stuttan tíma og hægt er til að draga úr einkennum. Ef

erting í munni kemur fram skal hætta flurbiprofen meðferð.

Ekki nota Strefen lengur en í 3 sólarhringa,

nema í samráði við lækni.

Ef þér líður ekki betur, þér hefur versnað, eða ný einkenni koma fram skaltu hafa samband við lækninn

eða lyfjafræðing

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins meðferðis.

Einkenni ofskömmtunar eru meðal annars: ógleði eða uppköst, kviðverkur eða niðurgangur, sem er

sjaldgæfara.Suð fyrir eyrum, höfuðverkur og blæðing í meltingarvegi er einnig möguleg.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Ef gleymist að taka Strefen

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Strefen

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyfið valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

HÆTTU NOTKUN lyfsins og hafðu strax samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú færð:

Einkenni ofnæmisviðbragða eins og astma, óvænt önghljóð eða mæði, kláða, nefrennsli, húðútbrot

o.s.frv.

Þrota í andliti, tungu eða hálsi sem valda öndunarerfiðleikum, hjartsláttarónot og blóðþrýstingsfall

sem leiðir til losts (þetta getur komið fram jafnvel þegar lyfið er notað í fyrsta skipti).

Alvarleg húðviðbrögð eins og flagnandi húð eða blöðrumyndun á húð.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við eftirfarandi aukaverkanir eða aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli:

Algengar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

sundl, höfuðverkur

erting í hálsi

sár eða verkur í munni

verkur í hálsi

óþægindi eða óvenjuleg tilfinning í munni (eins og hiti, bruni, doði, stingir o.s.frv.)

ógleði og niðurgangur

stingandi tilfinning og kláði í húðinni

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum)

syfja

blöðrur í munni eða hálsi, doði í hálsi

uppþemba, verkur í kvið, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, uppköst

munnþurrkur

brunatilfinning í munni, breytt bragðskyn

húðútbrot, kláði í húð

hiti, verkir

tilfinning um syfju eða erfiðleikar við að sofna

versnun astma, önghljóð, mæði

minni tilfinning í hálsi

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum)

skyndileg útbrot, öndunarerfiðleikar og sundl (innan mínútna til klst.) vegna ofnæmis

(bráðaofnæmisviðbragð). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

breytingar á blóði (sem geta valdið mari, hita, sárum í munni, fölri húð og máttleysi)

þroti (bjúgur), hækkaður blóðþrýstingur, hjartabilun eða hjartaáfall

alvarleg húðviðbrögð, þ.m.t. Stevens-Johnson heilkenni (útbrot með blöðrum og bólga í húð,

einkum á höndum og fótum sem og í kringum munn ásamt hita) og Lyells heilkenni (roði og eymsli

með flögnun í húð) og eitrunardreplos húðþekju (mikil húðflögnun og los húðar). Hafið samband

við lækni eða bráðamóttöku.

lifrarbólga (bólga í lifur). Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Strefen

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Strefen 8,75 mg inniheldur

Virka innihaldsefnið er flurbiprofen 8,75 mg.

Önnur innihaldsefni eru macrogól 300, kalíumhýdroxíð (E525), sítrónubragðefni, levomentól,

hunang, fljótandi glúkósi og fljótandi súkrósi.

Lýsing á útliti Strefen og pakkningastærðir

Munnsogstöflurnar eru kringlóttar með ígreyptu vörumerki, ógagnsæjar og ljósgular.

Pakkningarnar innihalda 8 eða 16 munnsogstöflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Reckitt Benckiser Healthcare International Limited

103-105 Bath Road, Slough,

Berkshire, SL1 3HU

Bretland

Framleiðandi

Reckitt Benckiser Healthcare Int. Ltd

Thane Road, Nottingham,

Nottinghamshire, NG90 2DB

Bretland

Umboð á Íslandi

Artasan ehf.

Suðurhrauni 12a

210 Garðabær

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðissins undir eftirfarandi

heitum:

Bretland

Streflam 8.75mg lozenges

Austurríki

Strepfen 8,75 mg - Lutschtabletten

Þýskaland

Dobendan Direkt Flurbiprofen 8,75 mg Lutschtabletten

Portúgal

Strepfen Mel e Limão 8,75 mg Pastilhas

Belgía

Strepfen 8,75 mg zuigtablet

Kýpur

Strefen 8,75 mg Τροχίσκοι

Danmörk

Strefen 8,75mg Sugetabletter

Eistland

Strepsils Intensive, 8,75 mg, Loseng

Grikkland

Strepfen 8,75 mg Τροχίσκοι

Spánn

Strepfen 8,75mg pastillas para chupar sabor miel y limón

Finnland

Strefen 8,75mg Imeskelytabletti

Ísland

Strefen 8,75mg Munnsogstafla

Litháen

Strepsils Intensive, 8,75 mg, Kietoji pastilė

Lúxemborg

Strepfen 8,75 mg pastille

Holland

Strepsils Strepfen, zuigtabletten 8,75 mg

Svíþjóð

Strefen 8,75mg Sugtablett

Slóvenía

Strepfen 8.75mg pastile

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2016.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is