Stelara

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Stelara
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Stelara
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ónæmisbælandi,
 • Lækningarsvæði:
 • Psoriasis, Liðagigt, Psoriasis, Crohn Sjúkdómur
 • Ábendingar:
 • Crohn-Sjúkdóm Miðgildi er ætlað fyrir meðferð fullorðinn sjúklinga með nokkuð að alvarlega virka Crohn-sjúkdóm sem hafa verið ófullnægjandi að bregðast við, misst að bregðast við, eða voru óþol að annaðhvort hefðbundin meðferð eða TNFa hemla eða hafa læknis frábendingar til slíkra meðferða. Sýklum psoriasis Miðgildi er ætlað fyrir meðferð í meðallagi til alvarlega sýklum psoriasis í fullorðnir sem tókst ekki að bregðast við, eða sem hafa frábending, eða þola öðrum almenn meðferð þar á meðal ciclosporin, stendur og psoralen útfjólubláum A. Börn sýklum psoriasis Miðgildi er ætlað fyrir meðferð í meðallagi til alvarlega sýklum psoriasis í unglingum sjúklingar frá 12 ára aldri ára og eldri, sem eru ekki nægilega stjórnað af, eða eru þola, hinn almenna meðferð eða phototherapies. Psoriasis liðagigt Miðgildi, einn eða ásamt stendur, er ætlað fyrir meðferð virk psoriasis liðagigt í fullorðinn sjúklinga þegar svar til fyrri ekki líffræðileg sjúkdómur-að breyta verkjalyf eiturlyf (DMARD) meðferð hefur verið ófullnægja
 • Vörulýsing:
 • Revision: 27

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000958
 • Leyfisdagur:
 • 14-01-2009
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000958
 • Síðasta uppfærsla:
 • 25-03-2019

Opinber matsskýrsla

VIÐAUKI I

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

STELARA 45 mg stungulyf, lausn.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 45 mg af ustekinumabi í 0,5 ml.

Ustekinumab er að öllu leyti manna IgGκ einstofna mótefni fyrir interleukin (IL)-12/23 framleitt í

mergæxlisfrumum úr músum með DNA samrunaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Lausnin er tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða ljósgul.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Skellupsoriasis

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá fullorðnum sem ekki hafa svarað, hafa frábendingu eða óþol fyrir annarri altækri meðferð þar á

meðal ciclosporini, methotrexati (MTX) eða PUVA (psoralen og útfjólubláir geislar A) (sjá kafla 5.1).

Skellupsoriasis hjá börnum

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá unglingum 12 ára og eldri þar sem ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn með annarri altækri

meðferð eða ljósameðferð eða óþol er fyrir þessum meðferðum (sjá kafla 5.1).

Psoriasis liðagigt

Stelara eitt sér eða í samsettri meðferð með MTX er ætlað til meðferðar við virkri psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum sjúklingum þegar svörun við fyrri meðferð með ólífrænum sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum (DMARD) hefur reynst ófullnægjandi (sjá kafla 5.1).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

STELARA er ætlað til notkunar undir leiðsögn og eftirliti læknis sem hefur reynslu í greiningu og

meðferð á psoriasis eða psoriasis liðagigt.

Skammtar

Skellupsoriasis

Ráðlagður skammtur af STELARA er 45 mg upphafsskammtur gefinn undir húð fylgt eftir með 45 mg

skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Sjúklingar með líkamsþyngd > 100 kg

Fyrir sjúklinga sem eru > 100 kg að þyngd er upphafsskammturinn 90 mg undir húð, sem fylgt er eftir

með 90 mg skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það. Sýnt var fram á að hjá þessum

sjúklingum voru 45 mg einnig gagnleg. Hins vegar leiddu 90 mg til meiri virkni. (sjá kafla 5.1, töflu 4)

Psoriasis liðagigt

Ráðlögð skömmtun STELARA er 45 mg upphafsskammtur, gefinn undir húð, eftir það er gefinn

45 mg skammtur 4 vikum síðar og síðan á 12 vikna fresti eftir það. Sem annan valkost má nota 90 mg

hjá sjúklingum sem vega > 100 kg.

Íhuga ætti að hætta meðferð hjá sjúklingum sem hafa enga svörun sýnt þegar meðferð hefur staðið allt

að 28 vikur.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða (sjá kafla 4.4).

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

STELARA hefur ekki verið rannsakað í þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar

varðandi skammtastærðir.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun STELARA hjá börnum yngri en 12 ára.

Skellupsoriasis hjá börnum (12 ára og eldri)

Ráðlagður skammtur af STELARA miðað við líkamsþyngd kemur fram hér fyrir neðan (töflur 1 og 2).

STELARA á að gefa á viku 0 og 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Tafla 1

Ráðlagður skammtur af STELARA við psoriasis hjá börnum

Líkamsþyngd þegar skammtur er gefinn

Ráðlagður skammtur

< 60 kg

0,75 mg/kg

≥ 60-≤ 100 kg

45 mg

> 100 kg

90 mg

Til að reikna inndælingarrúmmálið (ml) fyrir sjúklinga < 60 kg, skal nota eftirfarandi formúlu: líkamsþyngd (kg) x

0,0083 (ml/kg) eða sjá töflu 2. Námunda skal reiknaða rúmmálið að næsta 0,01 ml og gefa lyfið með sprautu með 1 ml

kvarða.

Tafla 2

Inndælingarrúmmál STELARA við psoriasis hjá börnum < 60 kg

Líkamsþyngd þegar

skammtur er gefinn (kg)

Skammtur (mg)

Inndælingarrúmmál (ml)

22,5

0,25

23,3

0,26

24,0

0,27

24,8

0,27

25,5

0,28

26,3

0,29

27,0

0,30

27,8

0,31

28,5

0,32

29,3

0,32

30,0

0,33

30,8

0,34

31,5

0,35

32,3

0,36

33,0

0,37

33,8

0,37

34,5

0,38

35,3

0,39

36,0

0,40

36,8

0,41

37,5

0,42

38,3

0,42

39,0

0,43

39,8

0,44

40,5

0,45

41,3

0,46

42,0

0,46

42,8

0,47

43,5

0,48

44,3

0,49

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Lyfjagjöf

STELARA er til notkunar undir húð. Forðast skal að velja stungustað á húð þar sem einkenni eru um

psoriasis ef hægt er.

Eftir viðeigandi þjálfun í inndælingu undir húð geta sjúklingar eða umönnunaraðilar þeirra gefið

inndælingu með STELARA ef læknirinn telur að það sé viðeigandi. Engu að síður skal læknirinn

tryggja viðeigandi eftirfylgni með sjúklingunum. Sjúklingum eða umönnunaraðilum þeirra skal kennt

að sprauta ávísuðum skammti af STELARA samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar eru í fylgiseðlinum.

Heildarleiðbeiningar um lyfjagjöf eru gefnar í fylgiseðlinum.

Sjá kafla 6.6 fyrir nánari fyrirmæli um undirbúning og sérstakar varúðarráðstafanir við meðhöndlun.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar sýkingar sem hafa klíníska þýðingu (t.d. virk berklasýking, sjá kafla 4.4).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýkingar

Ustekinumab getur haft tilhneigingu til að auka hættuna á sýkingum og endurvirkjun óvirkra sýkinga.

Í klínískum rannsóknum hafa sést alvarlegar bakteríu-, sveppa- og veirusýkingar hjá sjúklingum á

STELARA (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar íhugað er hvort gefa skuli sjúklingum með langvinna sýkingu eða sögu um

endurtekna sýkingu STELARA (sjá kafla 4.3).

Áður en meðferð með STELARA er hafin skal athuga hvort sjúklingur sé sýktur af berklum.

STELARA á ekki gefa sjúklingum með virka berklasýkingu (sjá kafla 4.3). Hefja skal meðferð á

óvirkri berklasýkingu áður en STELARA er gefið. Berklameðferð skal einnig íhuguð áður en meðferð

með STELARA er hafin hjá sjúklingum með sögu um óvirka eða virka berkla þar sem viðeigandi

meðferð hefur ekki verið staðfest. Fylgjast skal vel með ummerkjum og einkennum virkrar

berklasýkingar hjá sjúklingum á STELARA meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð lýkur.

Sjúklingum skal sagt að leita læknishjálpar ef ummerki eða einkenni sem gefa til kynna sýkingu koma

í ljós. Ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu skal fylgjast náið með honum og ekki skal gefa STELARA

fyrr en komist hefur verið fyrir sýkinguna.

Illkynja sjúkdómar

Ónæmisbælandi lyf eins og ustekinumab hafa tilhneigingu til að auka hættuna á illkynja sjúkdómum.

Sumir sjúklinganna sem fengu STELARA í klínískum rannsóknum fengu illkynja sjúkdóma í húð eða

annars staðar í líkamanum (sjá kafla 4.8).

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með sögu um illkynja sjúkdóma eða sjúklingum

sem halda áfram meðferð eftir að hafa fengið illkynja sjúkdóm meðan þeir voru á STELARA meðferð.

Þess vegna skal gæta varúðar þegar íhugað er að gefa þessum sjúklingum STELARA.

Fylgjast ætti með öllum sjúklingum með tilliti til þess hvort húðkrabbamein sem er ekki sortuæxli

(non-melanoma) komi fram, sérstaklega þeim sem eru eldri en 60 ára, með sögu um langvarandi

ónæmisbælandi meðferð eða sögu um PUVA meðferð (sjá kafla 4.8).

Ofnæmisviðbrögð

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum eftir markaðssetningu lyfsins, sem í sumum

tilvikum hafa komið fram nokkrum dögum eftir meðferð. Bráðaofnæmi og ofsabjúgur hafa komið

fram. Ef bráðaofnæmisviðbrögð eða önnur alvarleg ofnæmisviðbrögð eiga sér stað skal hefja

viðeigandi meðferð og hætta gjöf STELARA. (sjá kafla 4.8).

Ónæmisaðgerðir

Mælt er með því að gefa ekki lifandi veiru- eða bakteríubóluefni (svo sem Bacillus of Calmette and

Guérin (BCG)) samhliða STELARA. Sértækar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum sem

höfðu nýlega fengið lifandi veirubóluefni eða lifandi bakteríubóluefni. Engin gögn eru til um smit

vegna lifandi bóluefna (secondary transmission) hjá sjúklingum á STELARA meðferð. Fyrir

bólusetningu með lifandi veiru- eða bakteríubóluefni skulu líða að minnsta kosti 15 vikur frá síðasta

skammti af STELARA og hægt er að hefja meðferðina að nýju í fyrsta lagi 2 vikum eftir

bólusetninguna. Læknar skulu leita upplýsinga og leiðbeininga um samhliða notkun ónæmisbælandi

lyfs eftir gjöf bóluefnis í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir viðkomand bóluefni.

Sjúklingum sem eru á STELARA meðferð má gefa óvirkjað bóluefni eða bóluefni sem ekki er lifandi.

Langvarandi meðferð með STELARA bælir ekki vessabundna (humoral) ónæmissvörun við

pneumókokka fjölsykra- eða stífkrampabóluefnum (sjá kafla 5.1).

Samtímis ónæmisbælandi meðferð

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og verkun STELARA samhliða ónæmisbælandi efnum, þar á

meðal lífefnalyfjum eða ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA. Gæta skal varúðar þegar íhuguð

er samhliða notkun ónæmisbælandi efna og STELARA og þegar verið er að skipta úr öðru

ónæmisbælandi lífefnalyfi (sjá kafla 4.5).

Afnæmingarmeðferð

STELARA hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum sem hafa gengist undir afnæmingarmeðferð

(allergy immunotherapy). Ekki er vitað hvort STELARA geti haft áhrif á afnæmingarmeðferð.

Alvarlegir húðkvillar

Greint hefur verið frá skinnflagningsbólgu (exfoliative dermatitis) eftir ustekinumab-meðferð hjá

sjúklingum með psoriasis (sjá kafla 4.8). Sjúklingar sem eru með skellupsoriasis geta þróað með sér

psoriasis ásamt roða (erythrodermic psoriasis) með einkennum sem kunna að vera klínískt ógreinanleg

frá skinnflagningsbólgu, en það er hluti af náttúrulegu ferli sjúkdómsins. Læknar ættu að líta á það

sem hluta af eftirliti að vera vakandi fyrir einkennum psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu hjá

psoriasis sjúklingi. Ef slík einkenni koma fyrir skal grípa til viðeigandi meðferðar. Stöðva skal

meðferð með STELARA ef grunur er um viðbrögð við lyfinu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar (≥ 65 ára)

Samanburður á sjúklingum eldri en 65 ára og yngri sjúklingum sem fengu STELARA leiddi ekki í ljós

neinn heildarmun á virkni og öryggi, hins vegar var fjöldi sjúklinga sem voru 65 ára og eldri ekki

nægjanlegur til að ákvarða hvort þeir svari meðferð á annan hátt en yngri sjúklingar. Vegna þess að

almennt er tíðni sýkinga hærri meðal eldri sjúklinga ætti að gæta varúðar við meðferð fyrir aldraða.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lifandi bóluefni skulu ekki gefin samhliða STELARA (sjá kafla 4.4).

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum í mönnum. Í greiningum á lyfjahvörfum hjá

þýði í III. stigs rannsóknunum voru áhrif þeirra lyfja sem algengast er að séu notuð samhliða hjá

psoriasis sjúklingum (þar á meðal parasetamól, íbúprófen, acetýlsalicýlsýra, metformin, atorvastatín

og levótýroxín) á lyfjahvörf ustekinumabs rannsökuð. Við samhliða gjöf voru engar vísbendingar um

milliverkanir við þessi lyf. Grundvöllurinn fyrir þessari greiningu var sá að að minnsta kosti

100 sjúklingar (> 5% af rannsóknarþýði) væru meðhöndlaðir með þessum lyfjum samhliða, í að

minnsta kosti 90% af tímalengd rannsóknarinnar. Samhliða notkun MTX, bólgueyðandi verkjalyfja

(NSAID) og barkstera til inntöku eða fyrri útsetning fyrir and-TNFα lyfjum hafði ekki áhrif á

lyfjahvörf ustekinumabs hjá sjúklingum með psoriasis liðagigt.

Niðurstöður úr in vitro rannsókn benda ekki til þess að aðlaga þurfi skammta hjá sjúklingum sem fá

samhliða CYP450 hvarfefni (sjá kafla 5.2).

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og virkni STELARA samhliða öðrum ónæmisbælandi efnum,

þar á meðal lífefnalyfjum og ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA (sjá kafla 4.4).

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri ættu að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í að minnsta

kosti 15 vikur eftir meðferð.

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun ustekinumab á meðgöngu.

Dýrarannsóknir gefa ekki til kynna bein eða óbein skaðleg áhrif í tengslum við meðgöngu,

fósturvísi/fóstur þroska, fæðingu eða þroska ungbarna (sjá kafla 5.3). Til varúðar er ráðlegt að forðast

notkun STELARA á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort ustekinumab skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt útskilnað

ustekinumabs í mjólk í litlu magni. Ekki er vitað hvort ustekinumab frásogast út í blóðið eftir inntöku.

Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum hjá börnum sem eru á brjósti, af völdum ustekinumabs,

verður að taka ákvörðun um hvort hætta skuli brjóstagjöf meðan á meðferð stendur og í allt að

15 vikur eftir meðferð eða hvort hætta skuli meðferð með STELARA, m.t.t. ávinnings af brjóstagjöf

fyrir barnið og ávinnings af STELARA meðferð fyrir konuna.

Frjósemi

Áhrif ustekinumabs á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið metin (sjá kafla 5.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

STELARA hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar (> 5%) á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt hjá fullorðnum, þar sem ustekinumab var notað, voru nefkoksbólga, höfuðverkur og

sýking í efri hluta öndunarvegar. Flestar þeirra voru álitnar vægar og kröfðust ekki stöðvunar

meðferðar. Alvarlegasta aukaverkun af STELARA sem greint hefur verið frá er ofnæmisviðbrögð,

þ.m.t. bráðaofnæmi (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Gögn um öryggi sem lýst er að neðan sýna útsetningu hjá fullorðnum fyrir ustekinumabi í 7 annars og

þriðja stigs samanburðarrannsóknum hjá 4.135 sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, þar

af fengu 3.256 meðferð með ustekinumabi í að minnsta kosti 6 mánuði, 1.482 fengu meðferð í að

minnsta kosti 4 ár og 838 fengu meðferð í að minnsta kosti 5 ár.

Tafla 3 sýnir lista yfir aukaverkanir í klínískum rannsóknum á psoriasis og psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum og einnig aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Aukaverkanirnar

eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000),

koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi

gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 3

Listi yfir aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

Tíðni: Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og

sníkjudýra

Algengar: Tannsýkingar, sýking í efri hluta öndunarvegar,

nefkoksbólgaSjaldgæfar: Húðbeðsbólga, ristill, veirusýking

í efri hluta öndunarvegar.

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar: Ofnæmisviðbrögð (þar á meðal útbrot,

ofsakláði)

Mjög sjaldgæfar: Alvarleg ofnæmisviðbrögð (þar á meðal

bráðaofnæmi, ofsabjúgur)

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar: Þunglyndi

Taugakerfi

Algengar: Svimi, höfuðverkur

Sjaldgæfar: andlitstaugarlömun

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar: Verkur í munnkoki

Sjaldgæfar: Nefstífla

Meltingarfæri

Algengar: Niðurgangur, ógleði

Húð og undirhúð

Algengar: Kláði

Sjaldgæfar: Graftarbólupsoriasis, húðflögnun

Mjög sjaldgæfar: Skinnflagningsbólga

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: Bakverkur, vöðvaþrautir, liðverkir

Almennar aukaverkanir og

aukaverkanir á íkomustað

Algengar: Þreyta, roði á stungustað, verkur á stungustað

Sjaldgæfar: Viðbrögð á stungustað (þar á meðal blæðing,

margúll, hersli, bólga og kláði)

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sýkingar

Í samanburðarrannsóknum með lyfleysu á sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt var tíðni

sýkinga eða alvarlegra sýkinga svipuð hjá sjúklingum sem fengu ustekinumabmeðferð og þeim sem

fengu lyfleysu. Í þeim hluta klínískra rannsókna á sjúklingum með psoriasis og sjúklingum með

psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður við lyfleysu var tíðni sýkinga 1,27 á hvert

sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi og 1,17 hjá sjúklingum sem

fengu lyfleysu. Alvarlegar sýkingar voru 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (5 alvarlegar sýkingar á 616 sjúklingaár í eftirfylgni) og 0,01 hjá

sjúklingum sem fengu lyfleysu (4 alvarlegar sýkingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4).

Á bæði þeim tímabilum klínískra rannsókna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem var

samanburðarhópur og ekki, sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingaár hjá 4.135 sjúklingum, var

miðgildi eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt.

Tíðni sýkinga var 0,86 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með

ustekinumabi og tíðni alvarlegra aukaverkana var 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (107 alvarlegar sýkingar á 9.848 sjúklingaárum í eftirfylgni) og á

meðal alvarlegra sýkinga sem greint var frá voru sarpbólga, húðbeðsbólga, lungnabólga, sýklasótt,

botnlangabólga og gallblöðrubólga.

Í klínískum rannsóknum fengu sjúklingar með óvirkar berklasýkingar, sem voru meðhöndlaðir

samhliða með isoníazíði, ekki berkla.

Illkynja sjúkdómar

Í þeim hluta klínísku rannsóknanna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður

við lyfleysu var tíðni illkynja sjúkdóma að undanskildu húðkrabbameini sem ekki var sortuæxli, 0,16 á

100 sjúklingaár í eftirfylgni fyrir sjúklinga meðhöndlaða með ustekinumabi (1 sjúklingur á

615 sjúklingaár í eftirfylgni) samanborið við 0,35 hjá sjúklingum á lyfleysu (1 sjúklingur á

287 sjúklingaár í eftirfylgni). Tíðni húðkrabbameins sem ekki var sortuæxli var 0,65 á 100 sjúklingaár

í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi (4 sjúklingar á 615 sjúklingaár í

eftirfylgni) samanborið við 0,70 hjá sjúklingum á lyfleysu (2 sjúklingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni).

Á samanburðartímabilum og tímabilum án samanburðar í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingár hjá 4.135 sjúklingum, var miðgildi

eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt.

Greint var frá illkynja sjúkdómum, að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er sortuæxli, hjá

55 sjúklingum á 9.830 sjúklingaár í eftirfylgni (tíðnin var 0,56 á 100 sjúklingaár í eftirfylgni hjá

sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi). Þessi tíðni illkynja sjúkdóma sem skráð var hjá

sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með ustekinumabi var sambærileg þeirri tíðni sem búast má við í

samfélaginu almennt (staðlað tíðnihlutfall = 0,92 [95% öryggisbil: 0,69, 1,20], aðlagað fyrir aldri, kyni

og kynstofni). Þeir illkynja sjúkdómar sem komu oftast fyrir að undanskildu húðkrabbameini sem ekki

er sortuæxli voru krabbamein í blöðruhálskirtli, sortuæxli, krabbamein í ristli og endaþarmi og

brjóstakrabbamein. Tíðni húðkrabbameina sem ekki eru sortuæxli var 0,50 á 100 sjúklingaár í

eftirfylgni hjá súklingum sem voru meðhöndlaðir með ustekinumabi (49 sjúklingur á 9.815 sjúklingaár

í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4). Hlutfall sjúklinga með grunnfrumukrabbamein á móti þeim sem voru með

flöguþekjukrabbamein (4:1) er sambærilegt því hlutfalli sem búast má við í samfélaginu almennt (sjá

kafla 4.4).

Ofnæmisviðbrögð

Á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á ustekinumabi hjá sjúklingum með psoriasis og

sjúklingum með psoriasis liðagigt var greint frá útbrotum og ofsakláða hjá < 1% sjúklinga (sjá

kafla 4.4).

Mótefnamyndun

Innan við 8% sjúklinga sem fengu ustekinumab í klínískum rannsóknum mynduðu mótefni gegn

ustekinumabi. Engin augljós tengsl komu fram á milli myndunar mótefna gegn ustekinumabi og

viðbragða á stungustað. Meirihluti sjúklinga sem mældust með mótefni gegn ustekinumabi voru með

hlutleysandi mótefni. Tilhneiging var til minni virkni hjá sjúklingum sem höfðu myndað mótefni gegn

ustekinumabi, hins vegar útilokuðu mótefnin ekki klíníska svörun.

Börn

Aukaverkanir hjá börnum 12 ára og eldri með skellupsoriasis

Öryggi ustekinumabs hefur verið rannsakað í 3. stigs rannsókn hjá 110 sjúklingum á aldrinum frá 12

til 17 ára í allt að 60 vikur. Í þessari rannsókn voru tilkynntar aukaverkanir svipaðar þeim sem komu

fram í fyrri rannsóknum á skellupsoriasis hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir stakir 6 mg/kg skammtar í æð án skammtatakmarkandi

eituráhrifa. Ef um ofskömmtun er að ræða er mælt með að fylgst sé með sjúklingnum með tilliti til

ummerkja eða einkenna um aukaverkanir og viðeigandi meðhöndlun einkenna hafin samstundis.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf til ónæmisbælingar, interleukin hemlar, ATC flokkur: L04AC05.

Verkunarháttur

Ustekinumab er einstofna mótefni sem er að öllu leyti manna IgGκ sem binst með mikilli sérhæfni

sameiginlegu p40 próteinbyggingareiningu frumuboðefnanna interleukin (IL)-12 og IL-23 hjá

mönnum. Ustekinumab hamlar virkni IL-12 og IL-23 hjá mönnum með því að hindra að p40 bindist

IL-12Rβ1 viðtakapróteini sem tjáð er á yfirborði ónæmisfrumna. Ustekinumab getur ekki bundist IL-

12 eða IL-23 sem þegar er bundið IL-12Rβ1 viðtaka á yfirborði frumu. Þess vegna er ekki líklegt að

ustekinumab eigi þátt í komplement- eða mótefna-miðlaðri eiturverkun á frumur með IL-12 og/eða

IL-23 viðtaka. IL-12 og IL-23 eru frumuboðefni sem eru misleit tvennd (heterodimeric) og sem er

seytt af virkjuðum frumum sem tjá mótefnavaka, svo sem átfrumum og griplufrumum (dendritic cells)

og bæði frumuboðefnin taka þátt í ónæmisstarfsemi. IL-12 örvar náttúrlulegar drápsfrumur (natural

killers (NK)) og ræsir sérhæfingu CD4+ Tfrumna gegn T hjálparfrumu 1(Th1) svipgerð, IL-23 virkjar

leið fyrir T 17 hjálparfrumur (Th17). Hins vegar hefur óeðlileg stjórnun á IL 12 og IL 23 verið tengd

ónæmismiðluðum sjúkdómum eins og psoriasis og psoriasis liðagigt.

Með því að bindast sameiginlegri p40 undireiningu IL-12 og IL-23 hefur ustekinumab klíníska verkun

bæði á psoriasis og psoriasis liðagigt með því að trufla leiðir Th1 og Th17 frumuboðefna sem eru

meginþættir í meinafræði þessara sjúkdóma.

Ónæming

Meðan á langtíma framlengingu á psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) stóð sýndu fullorðnir sjúklingar,

sem fengu meðferð með STELARA í að minnsta kosti 3,5 ár, svipaða móefnasvörun við bæði

pneumókokka fjölsykra- og stífkrampabóluefnum og samanburðarhópur psoriasissjúklinga sem ekki

fékk altæka (systemic) meðferð. Svipað hlutfall fullorðinna sjúklinga myndaði verndandi magn af

and-pneumókokka- og and-stífkrampamótefnum og mótefnatítrar voru svipaðir hjá sjúklingum sem

fengu meðferð með STELARA og sjúklingum í samanburðarhópnum.

Verkun

Skellupsoriasis (fullorðnir)

Öryggi og verkun ustekinumabs voru metin hjá 1.996 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum,

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með miðlungsmikinn eða verulegan

skellupsoriasis sem gátu gengist undir ljósameðferð eða altæka meðferð. Auk þess voru ustekinumab

og etanercept borin saman í slembiraðaðri samanburðarrannsókn með lyfi þar sem matsaðilinn var

blindaður hjá sjúklingum með miðlungs mikinn eða verulegan skellupsoriasis sem höfðu sýnt

ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir ciclosporini, MTX eða PUVA.

Í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) voru 766 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 53% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingar fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu

ustekinumab skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

sama skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í

viku 0 og viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16, sem

fylgt var eftir með skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem upphaflega fengu ustekinumab skv.

slembiröðun og sem náðu PASI 75 (Psoriasis Area and Severity Index - að minnsta kosti 75% bati

miðað við grunngildi) bæði í viku 28 og viku 40 var slembiraðað á ný til að fá annaðhvort

ustekinumab á 12 vikna fresti eða lyfleysu (þ.e. afturköllun meðferðar). Sjúklingum sem var

slembiraðað á ný og fengu lyfleysu í viku 40 byrjuðu aftur að nota ustekinumab í upphaflegum

skömmtum þegar þeir fundu fyrir 50% minnkun á þeim árangri sem náðist í viku 40 samkvæmt PASI.

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 76 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) voru 1.230 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 61% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingu fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu ustekinumab

skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

viðbótarskammti í viku 16. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í viku 0 og

viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16. Öllum

sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT) voru 903 sjúklingar, með miðlungs mikinn eða verulegan psoriasis

sem höfðu sýnt ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir öðrum altækum meðferðum

metnir, verkun ustekinumabs og etanercepts var borin saman og öryggi ustekinumabs og etanercepts

metið. Í 12 vikna hluta samanburðarrannsóknarinnar með lyfi var sjúklingum slembiraðað og fengu

etanercept (50 mg tvisvar í viku), ustekinumab 45 mg í viku 0 og 4 eða ustekinumab 90 mg í viku 0 og

Sjúkdómseinkenni voru í upphafi almennt sambærileg fyrir alla meðferðarhópana í psoriasis

rannsóknum 1 og 2 með PASI miðgildi í upphafi frá 17 til 18, miðgildi yfirborðsflatarmáls líkamans

í ≥ 20 og miðgildi DLQI (Dermatology Life Quality Index) á bilinu 10 til 12. Um það bil einn þriðji

(psoriasis rannsókn 1) og einn fjórði (psoriasis rannsókn 2) hluti sjálfboðaliðanna hafði psoriasis gigt

(Psoriatic Arthritis (PsA). Svipaður alvarleiki sjúkdóms sást einnig í psoriasis rannsókn 3.

Aðalendapunkturinn í þessum rannsóknum var hlutfall sjúklinga sem sýndu svörun samkvæmt

PASI 75 frá upphafi að viku 12 (sjá töflur 4 og 5).

Tafla 4

Samantekt á klínískri svörun í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) og psoriasis

rannsókn 2 (PHOENIX 2)

Vika 12

2 skammtar (vika 0 og vika 4)

Vika 28

3 skammtar (vika 0,

vika 4 og vika 16)

lyfleysa

45 mg

90 mg

45 mg

90 mg

Psoriasis rannsókn 1

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

26 (10%)

213 (84%)

220 (86%)

228 (91%)

234 (96%)

PASI 75 svörun N (%)

8 (3%)

171 (67%)

170 (66%)

178 (71%)

191 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

5 (2%)

106 (42%)

94 (37%)

123 (49%)

135 (56%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

10 (4%)

151 (59%)

156 (61%)

146 (58%)

160 (66%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

6 (4%)

124 (74%)

107 (65%)

130 (79%)

124 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

2 (2%)

47 (54%)

63 (68%)

48 (56%)

67 (74%)

Psoriasis rannsókn 2

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

41 (10%)

342 (84%)

367 (89%)

369 (93%)

380 (95%)

PASI 75 svörun N (%)

15 (4%)

273 (67%)

311 (76%)

276 (70%)

314 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

3 (1%)

173 (42%)

209 (51%)

178 (45%)

217 (54%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

18 (4%)

277 (68%)

300 (73%)

241 (61%)

279 (70%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

12 (4%)

218 (73%)

225 (78%)

217 (76%)

226 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

3 (3%)

55 (49%)

86 (71%)

59 (54%)

88 (74%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við lyfleysu

PGA = Heildarmat læknis (Pysician Global Assessment)

Tafla 5

Samantekt á klínískri svörun í viku 12 í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT)

Psoriasis rannsókn 3

Etanercept

24 skammtar

(50 mg tvisvar í viku)

Ustekinumab

2 skammtar (vika 0 and vika 4)

45 mg

90 mg

Fjöldi slembiraðaðra sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

286 (82%)

181 (87%)

320 (92%)

PASI 75 svörun N (%)

197 (57%)

141 (67%)

256 (74%)

PASI 90 svörun N (%)

80 (23%)

76 (36%)

155 (45%)

PGA án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

170 (49%)

136 (65%)

245 (71%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

154 (61%)

109 (72%)

189 (77%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

43 (45%)

32 (55%)

67 (65%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við etanercept.

p = 0,012 fyrir ustekinumab 45 mg miðað with etanercept.

Í psoriasis rannsókn 1 hélst PASI 75 skor marktækt betur með samfelldri meðferð samanborið við að

hætta meðferð (p < 0,001). Svipaðar niðurstöður sáust fyrir hvern skammt af ustekinumabi. Á 1 ári (í

viku 52) höfðu 89% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun

samanborið við 63% af sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð hætt) (p < 0,001).

Á 18 mánuðum(í viku 76) höfðu 84% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun samanborið við 19% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð

hætt). Á 3 árum (í viku 148) höfðu 82% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun. Á 5 árum (í viku 244) höfðu 80% sjúklinga sem var slembiraðað á ný í

viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun.

Hjá sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu og sem hófu að nýju upphaflega ustekinumab

meðferð eftir að hafa misst ≥ 50% af árangrinum skv. PASI kvarða sýndu 85% PASI 75 svörun á ný

innan 12 vikna eftir að meðferð var hafin að nýju.

Í psoriasis rannsókn 1 sást marktækt meiri hækkun frá upphafi í viku 2 og viku 12 á DLQI hjá báðum

ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Árangurinn hélst framyfir viku 28. Á sama

hátt sást marktækur árangur í psoriasis rannsókn 2 í viku 4 og viku 12 sem hélst fram yfir viku 24. Í

psoriasis rannsókn 1 var árangur m.t.t. psoriasis í nöglum (Nail Psoriasis Severity Index),

heildarstigum líkamlegra og andlegra þátta á SF-36 og kláða VAS (Visual Analogue Scale) marktækur

hjá báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Í psoriasis rannsókn 2 var einnig

marktækur árangur skv. HADS (Hospital Anxiety and Depression Scale) og WLQ (Work Limitations

Questionnaire) í báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu.

Psoriasis liðagigt (fullorðnir)

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dregur úr einkennum og bætir líkamlega færni og eykur

heilsutengd lífsgæði og dregur úr framvindu útlægra liðskemmda hjá sjúklingum með virka psoriasis

liðagigt.

Öryggi og verkun ustekinumabs var metin hjá 927 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með virka psoriasis liðagigt (≥ 5 bólgnir liðir

og ≥ 5 aumir liðir) þrátt fyrir meðferð með bólgueyðandi verkjalyfi (NSAID) eða sjúkdómstemprandi

gigtarlyfi (DMARD). Að minnsta kosti 6 mánuðir voru síðan sjúklingarnir í þessum rannsóknum

höfðu greinst með psoriasis liðagigt. Sjúklingar með sérhverja undirtegund psoriasis liðagigtar voru

teknir inn í rannsóknirnar, þ.m.t. fjölliðabólga án vísbendinga um gigtarhnúta (39%), hryggikt með

útlægri libólgu (28%), ósamhverf útlæg liðbólga (21%), sjúkdómur sem náði til liða milli fjarkjúka

(12%) og liðbólga með afmyndun liða (0,5%). Yfir 70% og 40% sjúklinganna í báðum rannsóknunum

voru með festumein (enthesitis) og fingurbólgur (dactylitis) við grunnlínu, talið í sömu röð.

Sjúklingum var slembiraðað til að fá meðferð með ustekinumabi 45 mg, 90 mg, eða lyfleysu undir húð

í viku 0 og 4. viku og eftir það var gefinn skammtur á 12 vikna fresti. Um það bil 50% sjúklinganna

var áfram á stöðugum skammti af MTX (≤ 25 mg/viku).

Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT I) og rannsókn 2 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT II)

höfðu 80% og 86% sjúklinganna, talið í sömu röð, áður fengið meðferð með sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum. Í rannsókn 1 máttu sjúklingarnir ekki hafa fengið fyrri meðferð með and-TNF α

(anti-tumour necrosis factor (TNF)α lyfi. Í rannsókn 2 hafði meirihluti (58%, n = 180) sjúklingannna

fengið áður meðferð með a.m.k. einu and-TNFα lyfi, af þeim höfðu yfir 70% hætt á and-TNFα

meðferð á einhvejum tímapunkti meðferðarinnar vegna verkunarbrests eða óþols.

Einkenni

Meðferð með ustekinumabi leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á viðmiðunarþáttum

sjúkdómsvirkni í 24. viku, samanborið við lyfleysu. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem

náðu ACR 20 svörun (American College of Rheumatology) í 24. viku. Lykilniðurstöður verkunar eru

sýndar í töflu 6 hér fyrir neðan.

Tafla 6

Fjöldi sjúklinga sem höfðu náð klínískri svörun í 24. viku í rannsókn 1 (PSUMMIT I) og

rannsókn 2 (PSUMMIT II) á psoriasis liðagigt.

Psoriasis liðagigt, rannsókn 1

Psoriasis liðagigt, rannsókn 2

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Fjöldi sjúklinga

sem völdust í

rannsóknina

206

205

204

104

103

105

ACR 20

svörun, N (%)

47 (23%)

87 (42%)

(50%)

21 (20%)

45 (44%)

46 (44%)

ACR 50

svörun, N (%)

18 (9%)

51 (25%)

57 (28%)

7 (7%)

18 (17%)

24 (23%)

ACR 70

svörun, N (%)

5 (2%)

25 (12%)

29 (14%)

3 (3%)

7 (7%)

9 (9%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

16 (11%)

83 (57%)

93 (62%)

4 (5%)

41 (51%)

45 (56%)

PASI 90

svörun, N (%)

4 (3%)

60 (41%)

65 (44%)

3 (4%)

24 (30%)

36 (44%)

Bæði PASI 75

og ACR 20

svörun, N (%)

8 (5%)

40 (28%)

62 (42%)

2 (3%)

24 (30%)

31 (38%)

Fjöldi sjúklinga

≤ 100 kg

ACR 20

svörun, N (%)

39 (25%)

67 (44%)

78 (51%)

17 (23%)

32 (43%)

34 (47%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

14 (13%)

64 (61%)

73 (66%)

4 (7%)

31 (53%)

32 (56%)

Fjöldi sjúklinga

> 100 kg

ACR 20

svörun, N (%)

8 (15%)

20 (38%)

23 (46%)

4 (13%)

13 (45%)

12 (39%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

2 (5%)

19 (48%)

20 (53%)

10 (45%)

13 (54%)

p < 0,001

p < 0,05

p = ekki marktækt

Fjöldi sjúklinga með psoriasis á húð á ≥ 3% líkamsyfirborðs (BSA) við grunnlínu

Breyting til batnaðar á ACR 20, 50 og 70 svörun hélt áfram eða hélst út viku 52 (rannsókn 1 og 2 á

psoriasis liðagigt) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt). Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt var

ACR 20 svörun náð í viku 100 hjá 57% eftir 45 mg og hjá 64% eftir 90 mg. Í rannsókn 2 á psoriasis

liðagigt var ACR 20 svörun náð í viku 52 hjá 47% eftir 45 mg og hjá 48% eftir 90 mg.

Hlutfall sjúklinga sem hafði svarað meðferð í 24. viku, samkvæmt aðlöguðum viðmiðunum svörunar

við meðferð psoriasis liðagigtar (PsARC), var einnig marktækt stærra í hópunum sem fengu meðferð

með ustekinumabi samanborið við lyfleysu. Svörun samkvæmt viðmiðun svörunar við meðferð

psoriasis liðagigtar hélst út viku 52 og viku 100. Hjá hærra hlutfalli sjúklinga á meðferð með

ustekinumabi, sem voru með hryggikt með útlægri liðbólgu sem aðalbirtingarmynd, kom fram 50 og

70 prósent breyting til batnaðar samkvæmt mælikvarða á sjúkdómsvirkni hjá fólki með hryggikt (Bath

Ankylosing Spondylitis Disease Activity Index (BASDAI)) samanborið við lyfleysu í 24. viku.

Svörun sem kom fram í hópunum sem fengu ustekinumab var svipuð hjá þeim sjúklingum sem fengu

samhliða MTX og þeim sem fengu ekki MTX samhliða og hélst út viku 52 og viku 100. Sjúklingar

sem höfðu áður fengið meðferð með and-TNFα lyfjum sem fengu ustekinumab náðu betri svörun í

24. viku en sjúklingar sem fengu lyfleysu (ACR 20 svörun í 24. viku varð hjá 37% í hópnum sem fékk

45 mg og 34% í hópnum sem fékk 90 mg, samanborið við 15% í lyfleysuhópnum; p < 0,05) og svörun

hélst út viku 52.

Hjá sjúklingum með festumein og/eða fingurbólgur við grunnlínu í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt varð

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og fingurbólgur í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt kom fram

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og tölulegur munur (ekki

tölfræðilega marktækur) samkvæmt skori á mælikvarða varðandi fingurbólgur í hópnum sem fékk

90 mg, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á

festumeini og fingurbólgu hélst út viku 52 og viku 100.

Svörun samkvæmt myndgreiningu

Vefrænar skemmdir í hand- og fótleggjum voru tjáðar sem breyting miðað við grunngildi á

heildarskori van der Heijde-Sharp (vdH-S score), kvarðanum var breytt fyrir psoriasis liðagigt með því

að bæta við liðum í fjarkjúku handa. Fyrirframskilgreind samþætt greining var gerð með sameinuðum

niðurstöðum frá 927 þátttakendum úr rannsóknum 1 og 2 á psoriasis liðagigt. Ustekinumab dró

tölfræðilega marktækt úr framvindu vefrænna skemmda samanaborið við lyfleysu mælt sem breyting

frá grunngildi að viku 24 á breyttu heildarskori vdH-S (meðaltal ± SD skor var 0,97 ± 3,85 í

lyfleysuhópnum samanborið við 0,40 ± 2,11 í ustekinumab hópnum sem fékk 45 mg (p < 0,05) og

0,39 ± 2,40 í hópnum sem fékk 90 mg (p < 0,001). Þessi áhrif komu fram í rannsókn 1 á psoriasis

liðagigt. Áhrifin eru talin koma fram án tillits til samhliða notkunar MTX og héldust út viku 52

(samþætt greining) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt).

Líkamleg færni og heilsutengd lífsgæði

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með ustekinumabi kom fram marktæk breyting til batnaðar á

líkamlegri færni samkvæmt mælikvarða á fötlun (Disability Index of the Health Assessment

Questionnaire (HAQ-DI)) í 24. viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt þýðingamikilli ≥ 0,3

breytingu til batnaðar frá grunnlínu samkvæmt HAQ-DI skori var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar á HAQ-DI skori frá grunngildi

hélst út viku 52 og viku 100.

Marktæk breyting varð til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á lífsgæði hjá fólki með

húðsjúkdóma (Dermatology Life Quality Index (DLQI)) í hópunum sem fengu ustekinumab,

samanborið við lyfleysu í 24. viku sem hélst út viku 52 og viku 100. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt

varð marktæk breyting til batnaðar hjá hópunum sem fengu ustekinumab, samkvæmt skori á

mælikvarða á þreytu hjá fólki á meðferð við langvinnum sjúkdómum (Chronic Illness Therapy -

Fatigue (FACIT-F)), samanborið við lyfleysu í 24 viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt marktækri

breytingu til batnaðar með tilliti til þreytu (4 stig á FACIT-F) var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar með tilliti til FACIT stiga hélst

út viku 52.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á

ustekinumabi hjá einum eða fleiri undirhópum barna á aldrinum 6 til 11 ára við meðal til alvarlegu

skellupsoriasis í börnum og barnaliðagigt (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Skellupsoriasis hjá börnum

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dragi úr einkennum og auki heilsutengd lífsgæði hjá börnum

12 ára og eldri með skellupsoriasis.

Verkun ustekinumabs var rannsökuð hjá 110 börnum á aldrinum 12 til 17 ára með miðlungsmikinn

eða verulegan skellupsoriasis í fjölsetra, 3. stigs slembaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn með

lyfleysu (CADMUS). Sjúklingum var slembiraðað og fengu annaðhvort lyfleysu (n = 37) eða

ráðlagðan skammt af ustekinumabi (sjá kafla 4.2; n = 36) eða hálfan ráðlagðan skammt af

ustekinumabi (n = 37) með inndælingu undir húð í viku 0 og viku 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Sjúklingar sem fengið höfðu lyfleysu fóru yfir á ustekinumab í viku 12.

Sjúklingar með PASI ≥ 12, PGA ≥ 3 og einkenni á a.m.k. 10% líkamsyfirborðs (BSA), sem gátu

gengist undir altæka meðferð eða ljósameðferð, þóttu hæfir til að taka þátt í rannsókninni. Um það bil

60% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir hefðbundinni altækri meðferð eða ljósameðferð. Um

það bil 11% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir lífefnalyfjum.

Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem nær PGA skorinu „án einkenna“ (0) eða „með

lágmarks einkenni“ (1) í viku 12. Aukaendapunktar voru m.a. PASI 75, PASI 90, breyting frá

grunngildi á mælikvarða á lífsgæði hjá börnum með húðsjúkdóma (Children’s Dermatology Life

Quality Index (CDLQI)), breyting frá grunngildi á heildarskori skv. mælikvarða á lífsgæðum barna

(Paediatric Quality of Life Inventory (PedsQL)) í viku 12. Þátttakendur sem voru meðhöndlaðir með

ustekinumabi sýndu í viku 12 marktækt meiri breytingu til batnaðar á psoriasis og heilsutengdum

lífsgæðum miðað við lyfleysu (tafla 7).

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni til

að fylgjast með virkni. Hlutfall sjúklinga með PGA skorið „án einkenna“ (0) eða „með lágmarks

einkenni“ (1) og hlutfall sem náði PASI 75 sýndi fram á að munur var, milli hópsins sem var

meðhöndlaður með ustekinumabi og hópsins sem fékk lyfleysu, í fyrstu heimsókninni eftir upphaf

rannsóknar í viku 4 og sem náði síðan hámarki eftir 12 vikur. Breyting til batnaðar m.t.t. PGA, PASI,

CDLQI og PedsQL viðhélst út viku 52 (tafla 7).

Tafla 7

Samantekt á aðal- og aukaendapunktum í viku 12 og viku 52

Rannsókn á psoriasis hjá börnum (CADMUS)

Vika 12

Vika 52

Lyfleysa

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

N (%)

N (%)

N (%)

Slembiraðaðir sjúklingar

PGA

PGA „án einkenna“ (0) eða

„með lágmarks einkenni“ (1)

2 (5,4%)

25 (69,4%)

20 (57,1%)

PGA „án einkenna“ (0)

1 (2,7%)

17 (47,2%)

13 (37,1%)

PASI

PASI 75 svörun

4 (10,8%)

29 (80,6%)

28 (80,0%)

PASI 90 svörun

2 (5,4%)

22 (61,1%)

23 (65,7%)

PASI 100 svörun

1 (2,7%)

14 (38,9%)

13 (37,1%)

CDLQI

CDLQI skor 0 eða 1

6 (16,2%)

18 (50,0%)

20 (57,1%)

PedsQL

Breyting frá grunngildi

Meðaltal (SD)

3,35 (10,04)

8,03 (10,44)

7,26 (10,92)

p < 0,001

CDLQI: CDLQI er mælitæki sem er notað í tengslum við húðsjúkdóma til að meta áhrif húðvandamáls á heilsutengd

lífsgæði hjá börnum. CDLQI skor 0 eða 1 gefur til kynna að það séu engin áhrif á lífsgæði barns.

p = 0,002

PedsQL: Heildarskor skv. PedsQL er mælikvarði á almenn heilsutengd lífsgæði, þróaður til notkunar hjá börnum og

unglingum. N = 36 fyrir lyfleysuhópinn í viku 12.

p = 0,028

Á meðan á lyfleysutímabilinu stóð út viku 12 var virknin, hjá bæði hópnum sem fékk ráðlagðan

skammt og hópnum sem fékk hálfan ráðlagðan skammt, almennt sambærileg við aðalendapunktinum

(69,4% og 67,6%) þó að vísbendingar hafi verið um skammtatengda svörun þegar notuð eru hærri

viðmið fyrir virkni (t.d. PGA skorið „án einkenna“ (0), PASI 90). Eftir viku 12 var virkni almennt

meiri og henni betur viðhaldið hjá hópnum sem fékk ráðlagðan skammt samanborið við hópinn sem

fékk hálfan ráðlagðan skammt þar sem lítilsháttar minnkun á virkni kom oftar fram við lok hvers

12 vikna hlés milli skammta. Öryggi við ráðlagðan skammt og hálfan ráðlagðan skammt var

sambærilegt.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog

Miðgildi tímans sem það tók að ná hámarksþéttni í sermi (t

) var 8,5 dagar eftir stakan 90 mg

skammt undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Miðgildi t

ustekinumabs eftir stakan 45 mg eða

90 mg skammt undir húð hjá sjúklingum með psoriasis var sambærilegt við það sem fram kom hjá

heilbrigðum einstaklingum.

Nýting (absolute bioavailability) ustekinumabs eftir gjöf staks skammts undir húð var áætlað 57,2%

hjá sjúklingum með psoriasis.

Dreifing

Miðgildi dreifigarrúmmáls á lokastigi (Vz) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá psoriasis sjúklingum

var frá 57 til 83 ml/kg.

Umbrot

Nákvæmur umbrotsferill ustekinumabs er ekki þekktur.

Brotthvarf

Miðgildi úthreinsunar (CL) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá sjúklingum með psoriasis var á bilinu

1,99 til 2,34 ml/sólarhring/kg. Meðalhelmingunartími (t

) ustekinumabs var um það bil 3 vikur hjá

sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, á bilinu 15-32 dagar í öllum rannsóknum á

psoriasis og psoriasis liðagigt. Í greiningu á lyfjahvörfum ákveðinna hópa, var greinanleg úthreinsun

(CL/F) og greinanlegt dreifingarrúmmál (V/F) 0,465 l/sólarhring og 15,7 l, hvort um sig, hjá

sjúklingum með psoriasis. Kyn hafði ekki áhrif á CL/F ustekinumabs. Greining á lyfjahvörfum

ákveðinna hópa sýndi tilhneigingu til meiri úthreinsunar ustekinumabs hjá sjúklingum sem greindir

hafa verið jákvæðir fyrir mótefnum gegn ustekinumabi.

Línulegt samband

Altæk útsetning ustekinumabs (C

og AUC) jókst í um það bil réttu hlutfalli við skammta eftir gjöf

staks skammts í bláæð á bilinu 0,09 mg/kg til 4,5 mg/kg eða eftir gjöf staks skammts undir húð á

bilinu 24 mg til 240 mg hjá sjúklingum með psoriasis.

Stakur skammtur og endurteknir skammtar

Yfirleitt var hægt að meta þéttni ustekinumabs í sermi eftir gjöf staks skammts eða endurtekinna

skammta undir húð. Jafnvægisþéttni ustekinumabs í sermi náðist í viku 28 eftir gjöf undir húð í viku 0

og viku 4 sem fylgt var eftir með skömmtum á 12 vikna fresti. Miðgildi lágmarksþéttni við jafnvægi

var á bilinu 0,21 μg/ml til 0,26 μg/ml (45 mg) og á bilinu 0,47 μg/ml til 0,49 μg/ml (90 mg) hjá

sjúklingum með psoriasis. Það varð engin sýnileg uppsöfnun á ustekinumabi m.t.t. þéttni í sermi þegar

það var gefið undir húð á 12 vikna fresti.

Áhrif líkamsþyngdar á lyfjahvörf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis

reyndist líkamsþyngd vera mikilvægasta breytan sem hafði áhrif á úthreinsun ustekinumabs. Miðgildi

CL/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 55% hærra en hjá sjúklingum sem vógu

≤ 100 kg. Miðgildi V/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 37% hærra en hjá

sjúklingum sem vógu ≤ 100 kg. Miðgildi lágmarksþéttni ustekinumabs í sermi hjá þyngri

sjúklingunum (> 100 kg) í 90 mg hópnum var svipað og hjá léttari sjúklingunum (≤ 100 kg) í 45 mg

hópnum. Svipaðar niðurstöður komu fram í staðfestandi þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem

notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis liðagigt.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar lyfjahvarfafræðilegar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða skerta

lifrarstarfsemi.

Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar á öldruðum sjúklingum.

Lyfjahvörf ustekinumabs voru almennt sambærileg milli asískra sjúklinga með psoriasis og sjúklinga

með psoriasis sem eru ekki asískir.

Í greiningu á lyfjahvörfum hjá ákveðnum hópum voru engin merki um áhrif tóbaks og alkóhóls á

lyfjahvörf ustekinumabs.

Þéttni ustekinumabs í sermi hjá börnum með psoriasis á aldrinum 12 til 17 ára, meðhöndluð með

ráðlögðum skammti miðað við þyngd, var almennt sambærileg við þéttni hjá fullorðnum psoriasis

sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með fullorðinsskammti, hins vegar var þéttni ustekinumabs í

sermi hjá börnum með psoriasis, meðhöndluð með hálfum ráðlögðum skammti miðað við þyngd,

almennt minni en hjá fullorðnum.

Stjórnun á CYP450 ensímum

Áhrif IL-12 eða IL-23 á stjórnun á CYP450 ensímum voru metin í in vitro rannsókn, þar sem notaðar

voru lifrarfrumur úr mönnum, sem sýndi fram á að IL-12 og/eða IL-23 í þéttninni 10 ng/ml breytti

ekki CYP450 ensímvirkni í mönnum (CYP1A2, 2B6, 2C9, 2C19, 2D6 eða 3A4; sjá kafla 4.5).

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu (t.d. eituráhrifa á líffæri) fyrir menn, á

grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta

og eiturverkunum á þroska og æxlun. Í rannsóknum á eituráhrifum á þroska og æxlun hjá cynomolgus

öpum sáust engar aukaverkanir á frjósemi karldýra og hvorki fæðingargallar né eituráhrif á þroska.

Engar aukaverkanir á frjósemi kvendýra sáust við notkun hliðstæðs mótefnis gegn IL-12/23 í músum.

Skammtastærðir í dýrarannsóknum voru allt að um það bil 45-falt stærri en stærstu sambærilegir

skammtar ætlaðir til meðferðar psoriasis sjúklinga og leiddu til hámarksþéttni í sermi hjá öpum sem er

meira en 100-falt hærri en sést hjá mönnum.

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum ustekinumabs voru ekki framkvæmdar vegna skorts á

viðeigandi líkönum fyrir mótefni sem ekki hafa milliverkun við IL-12/23 p40 úr nagdýrum.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

L-histídín

L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat

Pólýsorbat 80

Súkrósi

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið

gerðar.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglas í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

0,5 ml lausn í 2 ml hettuglasi af gerð I lokuðu með húðuðum bútýlgúmmítappa. STELARA er afgreitt

í pakkningu með 1 hettuglasi.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki skal hrista lausnina í STELARA hettuglasinu. Lausnina skal skoða sjónrænt með tilliti til agna

eða mislitunar fyrir gjöf undir húð. Lausnin er tær eða örlítið ógegnsæ, litlaus eða ljósgul og getur

innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Þetta útlit er ekki óalgengt í próteinlausnum.

Ekki skal nota lyfið ef lausnin er mislituð eða skýjuð, eða ef framandi agnir eru til staðar. Fyrir notkun

á að láta STELARA ná stofuhita (í u.þ.b. 30 mínútur). Nákvæmar leiðbeiningar um notkun er að finna

í fylgiseðlinum.

STELARA inniheldur ekki rotvarnarefni og þess vegna á ekki að nota lyf sem verður eftir í

hettuglasinu eða sprautunni. Stelara fæst í sæfðu, einnota hettuglasi. Aldrei má endurnota sprautuna,

nálina eða hettuglasið. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/001

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16.01.2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. september 2013

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1.

HEITI LYFS

STELARA 90 mg stungulyf, lausn.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 90 mg af ustekinumabi í 1 ml.

Ustekinumab er að öllu leyti manna IgGκ einstofna mótefni fyrir interleukin (IL)-12/23 framleitt í

mergæxlisfrumum úr músum með DNA samrunaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Lausnin er tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða ljósgul.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Skellupsoriasis

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá fullorðnum sem ekki hafa svarað, hafa frábendingu eða óþol fyrir annarri altækri meðferð þar á

meðal ciclosporini, methotrexati (MTX) eða PUVA (psoralen og útfjólubláir geislar A) (sjá kafla 5.1).

Skellupsoriasis hjá börnum

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá unglingum 12 ára og eldri þar sem ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn með annarri altækri

meðferð eða ljósameðferð eða óþol er fyrir þessum meðferðum (sjá kafla 5.1).

Psoriasis liðagigt

Stelara eitt sér eða í samsettri meðferð með MTX er ætlað til meðferðar við virkri psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum sjúklingum þegar svörun við fyrri meðferð með ólífrænum sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum (DMARD) hefur reynst ófullnægjandi (sjá kafla 5.1).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

STELARA er ætlað til notkunar undir leiðsögn og eftirliti læknis sem hefur reynslu í greiningu og

meðferð á psoriasis eða psoriasis liðagigt.

Skammtar

Skellupsoriasis

Ráðlagður skammtur af STELARA er 45 mg upphafsskammtur gefinn undir húð fylgt eftir með 45 mg

skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Sjúklingar með líkamsþyngd > 100 kg

Fyrir sjúklinga sem eru > 100 kg að þyngd er upphafsskammturinn 90 mg undir húð, sem fylgt er eftir

með 90 mg skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það. Sýnt var fram á að hjá þessum

sjúklingum voru 45 mg einnig gagnleg. Hins vegar leiddu 90 mg til meiri virkni. (sjá kafla 5.1, töflu 4)

Psoriasis liðagigt

Ráðlögð skömmtun STELARA er 45 mg upphafsskammtur, gefinn undir húð, eftir það er gefinn

45 mg skammtur 4 vikum síðar og síðan á 12 vikna fresti eftir það. Sem annan valkost má nota 90 mg

hjá sjúklingum sem vega > 100 kg.

Íhuga ætti að hætta meðferð hjá sjúklingum sem hafa enga svörun sýnt þegar meðferð hefur staðið allt

að 28 vikur.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða (sjá kafla 4.4).

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

STELARA hefur ekki verið rannsakað í þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar

varðandi skammtastærðir.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun STELARA hjá börnum yngri en 12 ára.

Skellupsoriasis hjá börnum (12 ára og eldri)

Ráðlagður skammtur af STELARA miðað við líkamsþyngd kemur fram hér fyrir neðan (töflur 1 og 2).

STELARA á að gefa á viku 0 og 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Tafla 1

Ráðlagður skammtur af STELARA við psoriasis hjá börnum

Líkamsþyngd þegar skammtur er gefinn

Ráðlagður skammtur

< 60 kg

0,75 mg/kg

≥ 60-≤ 100 kg

45 mg

> 100 kg

90 mg

Til að reikna inndælingarrúmmálið (ml) fyrir sjúklinga < 60 kg, skal nota eftirfarandi formúlu: líkamsþyngd (kg) x

0,0083 (ml/kg) eða sjá töflu 2. Námunda skal reiknaða rúmmálið að næsta 0,01 ml og gefa lyfið með sprautu með 1 ml

kvarða. Til er 45 mg hettuglas fyrir börn sem þurfa að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Tafla 2

Inndælingarrúmmál STELARA við psoriasis hjá börnum < 60 kg

Líkamsþyngd þegar

skammtur er gefinn (kg)

Skammtur (mg)

Inndælingarrúmmál (ml)

22,5

0,25

23,3

0,26

24,0

0,27

24,8

0,27

25,5

0,28

26,3

0,29

27,0

0,30

27,8

0,31

28,5

0,32

29,3

0,32

30,0

0,33

30,8

0,34

31,5

0,35

32,3

0,36

33,0

0,37

33,8

0,37

34,5

0,38

35,3

0,39

36,0

0,40

36,8

0,41

37,5

0,42

38,3

0,42

39,0

0,43

39,8

0,44

40,5

0,45

41,3

0,46

42,0

0,46

42,8

0,47

43,5

0,48

44,3

0,49

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Lyfjagjöf

STELARA er til notkunar undir húð. Forðast skal að velja stungustað á húð þar sem einkenni eru um

psoriasis ef hægt er.

Eftir viðeigandi þjálfun í inndælingu undir húð geta sjúklingar eða umönnunaraðilar þeirra gefið

inndælingu með STELARA ef læknirinn telur að það sé viðeigandi. Engu að síður skal læknirinn

tryggja viðeigandi eftirfylgni með sjúklingunum. Sjúklingum eða umönnunaraðilum þeirra skal kennt

að sprauta ávísuðum skammti af STELARA samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar eru í fylgiseðlinum.

Heildarleiðbeiningar um lyfjagjöf eru gefnar í fylgiseðlinum.

Sjá kafla 6.6 fyrir nánari fyrirmæli um undirbúning og sérstakar varúðarráðstafanir við meðhöndlun.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar sýkingar sem hafa klíníska þýðingu (t.d. virk berklasýking, sjá kafla 4.4).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýkingar

Ustekinumab getur haft tilhneigingu til að auka hættuna á sýkingum og endurvirkjun óvirkra sýkinga.

Í klínískum rannsóknum hafa sést alvarlegar bakteríu-, sveppa- og veirusýkingar hjá sjúklingum á

STELARA (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar íhugað er hvort gefa skuli sjúklingum með langvinna sýkingu eða sögu um

endurtekna sýkingu STELARA (sjá kafla 4.3).

Áður en meðferð með STELARA er hafin skal athuga hvort sjúklingur sé sýktur af berklum.

STELARA á ekki gefa sjúklingum með virka berklasýkingu (sjá kafla 4.3). Hefja skal meðferð á

óvirkri berklasýkingu áður en STELARA er gefið. Berklameðferð skal einnig íhuguð áður en meðferð

með STELARA er hafin hjá sjúklingum með sögu um óvirka eða virka berkla þar sem viðeigandi

meðferð hefur ekki verið staðfest. Fylgjast skal vel með ummerkjum og einkennum virkrar

berklasýkingar hjá sjúklingum á STELARA meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð lýkur.

Sjúklingum skal sagt að leita læknishjálpar ef ummerki eða einkenni sem gefa til kynna sýkingu koma

í ljós. Ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu skal fylgjast náið með honum og ekki skal gefa STELARA

fyrr en komist hefur verið fyrir sýkinguna.

Illkynja sjúkdómar

Ónæmisbælandi lyf eins og ustekinumab hafa tilhneigingu til að auka hættuna á illkynja sjúkdómum.

Sumir sjúklinganna sem fengu STELARA í klínískum rannsóknum fengu illkynja sjúkdóma í húð eða

annars staðar í líkamanum (sjá kafla 4.8).

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með sögu um illkynja sjúkdóma eða sjúklingum

sem halda áfram meðferð eftir að hafa fengið illkynja sjúkdóm meðan þeir voru á STELARA meðferð.

Þess vegna skal gæta varúðar þegar íhugað er að gefa þessum sjúklingum STELARA.

Fylgjast ætti með öllum sjúklingum með tilliti til þess hvort húðkrabbamein sem er ekki sortuæxli

(non-melanoma) komi fram, sérstaklega þeim sem eru eldri en 60 ára, með sögu um langvarandi

ónæmisbælandi meðferð eða sögu um PUVA meðferð (sjá kafla 4.8).

Ofnæmisviðbrögð

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum eftir markaðssetningu lyfsins, sem í sumum

tilvikum hafa komið fram nokkrum dögum eftir meðferð. Bráðaofnæmi og ofsabjúgur hafa komið

fram. Ef bráðaofnæmisviðbrögð eða önnur alvarleg ofnæmisviðbrögð eiga sér stað skal hefja

viðeigandi meðferð og hætta gjöf STELARA. (sjá kafla 4.8).

Ónæmisaðgerðir

Mælt er með því að gefa ekki lifandi veiru- eða bakteríubóluefni (svo sem Bacillus of Calmette and

Guérin (BCG)) samhliða STELARA. Sértækar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum sem

höfðu nýlega fengið lifandi veirubóluefni eða lifandi bakteríubóluefni. Engin gögn eru til um smit

vegna lifandi bóluefna (secondary transmission) hjá sjúklingum á STELARA meðferð. Fyrir

bólusetningu með lifandi veiru- eða bakteríubóluefni skulu líða að minnsta kosti 15 vikur frá síðasta

skammti af STELARA og hægt er að hefja meðferðina að nýju í fyrsta lagi 2 vikum eftir

bólusetninguna. Læknar skulu leita upplýsinga og leiðbeininga um samhliða notkun ónæmisbælandi

lyfs eftir gjöf bóluefnis í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir viðkomand bóluefni.

Sjúklingum sem eru á STELARA meðferð má gefa óvirkjað bóluefni eða bóluefni sem ekki er lifandi.

Langvarandi meðferð með STELARA bælir ekki vessabundna (humoral) ónæmissvörun við

pneumókokka fjölsykra- eða stífkrampabóluefnum (sjá kafla 5.1).

Samtímis ónæmisbælandi meðferð

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og verkun STELARA samhliða ónæmisbælandi efnum, þar á

meðal lífefnalyfjum eða ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA. Gæta skal varúðar þegar íhuguð

er samhliða notkun ónæmisbælandi efna og STELARA og þegar verið er að skipta úr öðru

ónæmisbælandi lífefnalyfi (sjá kafla 4.5).

Afnæmingarmeðferð

STELARA hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum sem hafa gengist undir afnæmingarmeðferð

(allergy immunotherapy). Ekki er vitað hvort STELARA geti haft áhrif á afnæmingarmeðferð.

Alvarlegir húðkvillar

Greint hefur verið frá skinnflagningsbólgu (exfoliative dermatitis) eftir ustekinumab-meðferð hjá

sjúklingum með psoriasis (sjá kafla 4.8). Sjúklingar sem eru með skellupsoriasis geta þróað með sér

psoriasis ásamt roða (erythrodermic psoriasis) með einkennum sem kunna að vera klínískt ógreinanleg

frá skinnflagningsbólgu, en það er hluti af náttúrulegu ferli sjúkdómsins. Læknar ættu að líta á það

sem hluta af eftirliti að vera vakandi fyrir einkennum psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu hjá

psoriasis sjúklingi. Ef slík einkenni koma fyrir skal grípa til viðeigandi meðferðar. Stöðva skal

meðferð með STELARA ef grunur er um viðbrögð við lyfinu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar (≥ 65 ára)

Samanburður á sjúklingum eldri en 65 ára og yngri sjúklingum sem fengu STELARA leiddi ekki í ljós

neinn heildarmun á virkni og öryggi, hins vegar var fjöldi sjúklinga sem voru 65 ára og eldri ekki

nægjanlegur til að ákvarða hvort þeir svari meðferð á annan hátt en yngri sjúklingar. Vegna þess að

almennt er tíðni sýkinga hærri meðal eldri sjúklinga ætti að gæta varúðar við meðferð fyrir aldraða.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lifandi bóluefni skulu ekki gefin samhliða STELARA (sjá kafla 4.4).

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum í mönnum. Í greiningum á lyfjahvörfum hjá

þýði í III. stigs rannsóknunum voru áhrif þeirra lyfja sem algengast er að séu notuð samhliða hjá

psoriasis sjúklingum (þar á meðal parasetamól, íbúprófen, acetýlsalicýlsýra, metformin, atorvastatín

og levótýroxín) á lyfjahvörf ustekinumabs rannsökuð. Við samhliða gjöf voru engar vísbendingar um

milliverkanir við þessi lyf. Grundvöllurinn fyrir þessari greiningu var sá að að minnsta kosti

100 sjúklingar (> 5% af rannsóknarþýði) væru meðhöndlaðir með þessum lyfjum samhliða, í að

minnsta kosti 90% af tímalengd rannsóknarinnar. Samhliða notkun MTX, bólgueyðandi verkjalyfja

(NSAID) og barkstera til inntöku eða fyrri útsetning fyrir and-TNFα lyfjum hafði ekki áhrif á

lyfjahvörf ustekinumabs hjá sjúklingum með psoriasis liðagigt.

Niðurstöður úr in vitro rannsókn benda ekki til þess að aðlaga þurfi skammta hjá sjúklingum sem fá

samhliða CYP450 hvarfefni (sjá kafla 5.2).

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og virkni STELARA samhliða öðrum ónæmisbælandi efnum,

þar á meðal lífefnalyfjum og ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA (sjá kafla 4.4).

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri ættu að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í að minnsta

kosti 15 vikur eftir meðferð.

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun ustekinumab á meðgöngu.

Dýrarannsóknir gefa ekki til kynna bein eða óbein skaðleg áhrif í tengslum við meðgöngu,

fósturvísi/fóstur þroska, fæðingu eða þroska ungbarna (sjá kafla 5.3). Til varúðar er ráðlegt að forðast

notkun STELARA á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort ustekinumab skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt útskilnað

ustekinumabs í mjólk í litlu magni. Ekki er vitað hvort ustekinumab frásogast út í blóðið eftir inntöku.

Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum hjá börnum sem eru á brjósti, af völdum ustekinumabs,

verður að taka ákvörðun um hvort hætta skuli brjóstagjöf meðan á meðferð stendur og í allt að

15 vikur eftir meðferð eða hvort hætta skuli meðferð með STELARA, m.t.t. ávinnings af brjóstagjöf

fyrir barnið og ávinnings af STELARA meðferð fyrir konuna.

Frjósemi

Áhrif ustekinumabs á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið metin (sjá kafla 5.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

STELARA hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar (> 5%) á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt hjá fullorðnum, þar sem ustekinumab var notað, voru nefkoksbólga, höfuðverkur og

sýking í efri hluta öndunarvegar. Flestar þeirra voru álitnar vægar og kröfðust ekki stöðvunar

meðferðar. Alvarlegasta aukaverkun af STELARA sem greint hefur verið frá er ofnæmisviðbrögð,

þ.m.t. bráðaofnæmi (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Gögn um öryggi sem lýst er að neðan sýna útsetningu hjá fullorðnum fyrir ustekinumabi í 7 annars og

þriðja stigs samanburðarrannsóknum hjá 4.135 sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, þar

af fengu 3.256 meðferð með ustekinumabi í að minnsta kosti 6 mánuði, 1.482 fengu meðferð í að

minnsta kosti 4 ár og 838 fengu meðferð í að minnsta kosti 5 ár.

Tafla 3 sýnir lista yfir aukaverkanir í klínískum rannsóknum á psoriasis og psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum og einnig aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Aukaverkanirnar

eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000),

koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi

gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 3

Listi yfir aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

Tíðni: Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og

sníkjudýra

Algengar: Tannsýkingar, sýking í efri hluta öndunarvegar,

nefkoksbólgaSjaldgæfar: Húðbeðsbólga, ristill, veirusýking

í efri hluta öndunarvegar.

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar: Ofnæmisviðbrögð (þar á meðal útbrot,

ofsakláði)

Mjög sjaldgæfar: Alvarleg ofnæmisviðbrögð (þar á meðal

bráðaofnæmi, ofsabjúgur)

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar: Þunglyndi

Taugakerfi

Algengar: Svimi, höfuðverkur

Sjaldgæfar: andlitstaugarlömun

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar: Verkur í munnkoki

Sjaldgæfar: Nefstífla

Meltingarfæri

Algengar: Niðurgangur, ógleði

Húð og undirhúð

Algengar: Kláði

Sjaldgæfar: Graftarbólupsoriasis, húðflögnun

Mjög sjaldgæfar: Skinnflagningsbólga

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: Bakverkur, vöðvaþrautir, liðverkir

Almennar aukaverkanir og

aukaverkanir á íkomustað

Algengar: Þreyta, roði á stungustað, verkur á stungustað

Sjaldgæfar: Viðbrögð á stungustað (þar á meðal blæðing,

margúll, hersli, bólga og kláði)

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sýkingar

Í samanburðarrannsóknum með lyfleysu á sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt var tíðni

sýkinga eða alvarlegra sýkinga svipuð hjá sjúklingum sem fengu ustekinumabmeðferð og þeim sem

fengu lyfleysu. Í þeim hluta klínískra rannsókna á sjúklingum með psoriasis og sjúklingum með

psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður við lyfleysu var tíðni sýkinga 1,27 á hvert

sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi og 1,17 hjá sjúklingum sem

fengu lyfleysu. Alvarlegar sýkingar voru 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (5 alvarlegar sýkingar á 616 sjúklingaár í eftirfylgni) og 0,01 hjá

sjúklingum sem fengu lyfleysu (4 alvarlegar sýkingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4).

Á bæði þeim tímabilum klínískra rannsókna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem var

samanburðarhópur og ekki, sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingaár hjá 4.135 sjúklingum, var

miðgildi eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt.

Tíðni sýkinga var 0,86 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með

ustekinumabi og tíðni alvarlegra aukaverkana var 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (107 alvarlegar sýkingar á 9.848 sjúklingaárum í eftirfylgni) og á

meðal alvarlegra sýkinga sem greint var frá voru sarpbólga, húðbeðsbólga, lungnabólga, sýklasótt,

botnlangabólga og gallblöðrubólga.

Í klínískum rannsóknum fengu sjúklingar með óvirkar berklasýkingar, sem voru meðhöndlaðir

samhliða með isoníazíði, ekki berkla.

Illkynja sjúkdómar

Í þeim hluta klínísku rannsóknanna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður

við lyfleysu var tíðni illkynja sjúkdóma að undanskildu húðkrabbameini sem ekki var sortuæxli, 0,16 á

100 sjúklingaár í eftirfylgni fyrir sjúklinga meðhöndlaða með ustekinumabi (1 sjúklingur á

615 sjúklingaár í eftirfylgni) samanborið við 0,35 hjá sjúklingum á lyfleysu (1 sjúklingur á

287 sjúklingaár í eftirfylgni). Tíðni húðkrabbameins sem ekki var sortuæxli var 0,65 á 100 sjúklingaár

í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi (4 sjúklingar á 615 sjúklingaár í

eftirfylgni) samanborið við 0,70 hjá sjúklingum á lyfleysu (2 sjúklingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni).

Á samanburðartímabilum og tímabilum án samanburðar í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingár hjá 4.135 sjúklingum, var miðgildi

eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt. Greint

var frá illkynja sjúkdómum, að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er sortuæxli, hjá 55 sjúklingum

á 9.830 sjúklingaár í eftirfylgni (tíðnin var 0,56 á 100 sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi). Þessi tíðni illkynja sjúkdóma sem skráð var hjá sjúklingum sem

voru meðhöndlaðir með ustekinumabi var sambærileg þeirri tíðni sem búast má við í samfélaginu

almennt (staðlað tíðnihlutfall = 0,92 [95% öryggisbil: 0,69, 1,20], aðlagað fyrir aldri, kyni og

kynstofni). Þeir illkynja sjúkdómar sem komu oftast fyrir að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er

sortuæxli voru krabbamein í blöðruhálskirtli, sortuæxli, krabbamein í ristli og endaþarmi og

brjóstakrabbamein. Tíðni húðkrabbameina sem ekki eru sortuæxli var 0,50 á 100 sjúklingaár í

eftirfylgni hjá súklingum sem voru meðhöndlaðir með ustekinumabi (49 sjúklingur á 9.815 sjúklingaár

í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4). Hlutfall sjúklinga með grunnfrumukrabbamein á móti þeim sem voru með

flöguþekjukrabbamein (4:1) er sambærilegt því hlutfalli sem búast má við í samfélaginu almennt (sjá

kafla 4.4).

Ofnæmisviðbrögð

Á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á ustekinumabi hjá sjúklingum með psoriasis og

sjúklingum með psoriasis liðagigt var greint frá útbrotum og ofsakláða hjá < 1% sjúklinga (sjá

kafla 4.4).

Mótefnamyndun

Innan við 8% sjúklinga sem fengu ustekinumab í klínískum rannsóknum mynduðu mótefni gegn

ustekinumabi. Engin augljós tengsl komu fram á milli myndunar mótefna gegn ustekinumabi og

viðbragða á stungustað. Meirihluti sjúklinga sem mældust með mótefni gegn ustekinumabi voru með

hlutleysandi mótefni. Tilhneiging var til minni virkni hjá sjúklingum sem höfðu myndað mótefni gegn

ustekinumabi, hins vegar útilokuðu mótefnin ekki klíníska svörun.

Börn

Aukaverkanir hjá börnum 12 ára og eldri með skellupsoriasis

Öryggi ustekinumabs hefur verið rannsakað í 3. stigs rannsókn hjá 110 sjúklingum á aldrinum frá 12

til 17 ára í allt að 60 vikur. Í þessari rannsókn voru tilkynntar aukaverkanir svipaðar þeim sem komu

fram í fyrri rannsóknum á skellupsoriasis hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir stakir 6 mg/kg skammtar í æð án skammtatakmarkandi

eituráhrifa. Ef um ofskömmtun er að ræða er mælt með að fylgst sé með sjúklingnum með tilliti til

ummerkja eða einkenna um aukaverkanir og viðeigandi meðhöndlun einkenna hafin samstundis.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf til ónæmisbælingar, interleukin hemlar, ATC flokkur: L04AC05.

Verkunarháttur

Ustekinumab er einstofna mótefni sem er að öllu leyti manna IgGκ sem binst með mikilli sérhæfni

sameiginlegu p40 próteinbyggingareiningu frumuboðefnanna interleukin (IL)-12 og IL-23 hjá

mönnum. Ustekinumab hamlar virkni IL-12 og IL-23 hjá mönnum með því að hindra að p40 bindist

IL-12Rβ1 viðtakapróteini sem tjáð er á yfirborði ónæmisfrumna. Ustekinumab getur ekki bundist IL-

12 eða IL-23 sem þegar er bundið IL-12Rβ1 viðtaka á yfirborði frumu. Þess vegna er ekki líklegt að

ustekinumab eigi þátt í komplement- eða mótefna-miðlaðri eiturverkun á frumur með IL-12 og/eða

IL-23 viðtaka. IL-12 og IL-23 eru frumuboðefni sem eru misleit tvennd (heterodimeric) og sem er

seytt af virkjuðum frumum sem tjá mótefnavaka, svo sem átfrumum og griplufrumum (dendritic cells)

og bæði frumuboðefnin taka þátt í ónæmisstarfsemi. IL-12 örvar náttúrlulegar drápsfrumur (natural

killers (NK)) og ræsir sérhæfingu CD4+ Tfrumna gegn T hjálparfrumu 1(Th1) svipgerð, IL-23 virkjar

leið fyrir T 17 hjálparfrumur (Th17). Hins vegar hefur óeðlileg stjórnun á IL 12 og IL 23 verið tengd

ónæmismiðluðum sjúkdómum eins og psoriasis og psoriasis liðagigt.

Með því að bindast sameiginlegri p40 undireiningu IL-12 og IL-23 hefur ustekinumab klíníska verkun

bæði á psoriasis og psoriasis liðagigt með því að trufla leiðir Th1 og Th17 frumuboðefna sem eru

meginþættir í meinafræði þessara sjúkdóma.

Ónæming

Meðan á langtíma framlengingu á psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) stóð sýndu fullorðnir sjúklingar,

sem fengu meðferð með STELARA í að minnsta kosti 3,5 ár, svipaða móefnasvörun við bæði

pneumókokka fjölsykra- og stífkrampabóluefnum og samanburðarhópur psoriasissjúklinga sem ekki

fékk altæka (systemic) meðferð. Svipað hlutfall fullorðinna sjúklinga myndaði verndandi magn af

and-pneumókokka- og and-stífkrampamótefnum og mótefnatítrar voru svipaðir hjá sjúklingum sem

fengu meðferð með STELARA og sjúklingum í samanburðarhópnum.

Verkun

Skellupsoriasis (fullorðnir)

Öryggi og verkun ustekinumabs voru metin hjá 1.996 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum,

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með miðlungsmikinn eða verulegan

skellupsoriasis sem gátu gengist undir ljósameðferð eða altæka meðferð. Auk þess voru ustekinumab

og etanercept borin saman í slembiraðaðri samanburðarrannsókn með lyfi þar sem matsaðilinn var

blindaður hjá sjúklingum með miðlungs mikinn eða verulegan skellupsoriasis sem höfðu sýnt

ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir ciclosporini, MTX eða PUVA.

Í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) voru 766 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 53% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingar fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu

ustekinumab skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

sama skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í

viku 0 og viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16, sem

fylgt var eftir með skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem upphaflega fengu ustekinumab skv.

slembiröðun og sem náðu PASI 75 (Psoriasis Area and Severity Index - að minnsta kosti 75% bati

miðað við grunngildi) bæði í viku 28 og viku 40 var slembiraðað á ný til að fá annaðhvort

ustekinumab á 12 vikna fresti eða lyfleysu (þ.e. afturköllun meðferðar). Sjúklingum sem var

slembiraðað á ný og fengu lyfleysu í viku 40 byrjuðu aftur að nota ustekinumab í upphaflegum

skömmtum þegar þeir fundu fyrir 50% minnkun á þeim árangri sem náðist í viku 40 samkvæmt PASI.

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 76 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) voru 1.230 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 61% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingu fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu ustekinumab

skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

viðbótarskammti í viku 16. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í viku 0 og

viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16. Öllum

sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT) voru 903 sjúklingar með miðlungs mikinn eða verulegan psoriasis

sem höfðu sýnt ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir öðrum altækum meðferðum

metnir, verkun ustekinumabs og etanercepts var borin saman og öryggi ustekinumabs og etanercepts

metið. Í 12 vikna hluta samanburðarrannsóknarinnar með lyfi var sjúklingum slembiraðað og fengu

etanercept (50 mg tvisvar í viku), ustekinumab 45 mg í viku 0 og 4 eða ustekinumab 90 mg í viku 0 og

Sjúkdómseinkenni voru í upphafi almennt sambærileg fyrir alla meðferðarhópana í psoriasis

rannsóknum 1 og 2 með PASI miðgildi í upphafi frá 17 til 18, miðgildi yfirborðsflatarmáls líkamans

í ≥ 20 og miðgildi DLQI (Dermatology Life Quality Index) á bilinu 10 til 12. Um það bil einn þriðji

(psoriasis rannsókn 1) og einn fjórði (psoriasis rannsókn 2) hluti sjálfboðaliðanna hafði psoriasis gigt

(Psoriatic Arthritis (PsA). Svipaður alvarleiki sjúkdóms sást einnig í psoriasis rannsókn 3.

Aðalendapunkturinn í þessum rannsóknum var hlutfall sjúklinga sem sýndu svörun samkvæmt

PASI 75 frá upphafi að viku 12 (sjá töflur 4 og 5).

Tafla 4

Samantekt á klínískri svörun í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) og psoriasis

rannsókn 2 (PHOENIX 2)

Vika 12

2 skammtar (vika 0 og vika 4)

Vika 28

3 skammtar (vika 0,

vika 4 og vika 16)

lyfleysa

45 mg

90 mg

45 mg

90 mg

Psoriasis rannsókn 1

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

26 (10%)

213 (84%)

220 (86%)

228 (91%)

234 (96%)

PASI 75 svörun N (%)

8 (3%)

171 (67%)

170 (66%)

178 (71%)

191 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

5 (2%)

106 (42%)

94 (37%)

123 (49%)

135 (56%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

10 (4%)

151 (59%)

156 (61%)

146 (58%)

160 (66%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

6 (4%)

124 (74%)

107 (65%)

130 (79%)

124 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

2 (2%)

47 (54%)

63 (68%)

48 (56%)

67 (74%)

Psoriasis rannsókn 2

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

41 (10%)

342 (84%)

367 (89%)

369 (93%)

380 (95%)

PASI 75 svörun N (%)

15 (4%)

273 (67%)

311 (76%)

276 (70%)

314 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

3 (1%)

173 (42%)

209 (51%)

178 (45%)

217 (54%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

18 (4%)

277 (68%)

300 (73%)

241 (61%)

279 (70%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

12 (4%)

218 (73%)

225 (78%)

217 (76%)

226 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

3 (3%)

55 (49%)

86 (71%)

59 (54%)

88 (74%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við lyfleysu

PGA = Heildarmat læknis (Pysician Global Assessment)

Tafla 5

Samantekt á klínískri svörun í viku 12 í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT)

Psoriasis rannsókn 3

Etanercept

24 skammtar

(50 mg tvisvar í viku)

Ustekinumab

2 skammtar (vika 0 and vika 4)

45 mg

90 mg

Fjöldi slembiraðaðra sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

286 (82%)

181 (87%)

320 (92%)

PASI 75 svörun N (%)

197 (57%)

141 (67%)

256 (74%)

PASI 90 svörun N (%)

80 (23%)

76 (36%)

155 (45%)

PGA án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

170 (49%)

136 (65%)

245 (71%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

154 (61%)

109 (72%)

189 (77%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

43 (45%)

32 (55%)

67 (65%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við etanercept.

p = 0,012 fyrir ustekinumab 45 mg miðað with etanercept.

Í psoriasis rannsókn 1 hélst PASI 75 skor marktækt betur með samfelldri meðferð samanborið við að

hætta meðferð (p < 0,001). Svipaðar niðurstöður sáust fyrir hvern skammt af ustekinumabi. Á 1 ári (í

viku 52) höfðu 89% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun

samanborið við 63% af sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð hætt) (p < 0,001).

Á 18 mánuðum (í viku 76) höfðu 84% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun samanborið við 19% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð

hætt). Á 3 árum (í viku 148) höfðu 82% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun. Á 5 árum (í viku 244) höfðu 80% sjúklinga sem var slembiraðað á ný í

viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun.

Hjá sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu og sem hófu að nýju upphaflega ustekinumab

meðferð eftir að hafa misst ≥ 50% af árangrinum skv. PASI kvarða sýndu 85% PASI 75 svörun á ný

innan 12 vikna eftir að meðferð var hafin að nýju.

Í psoriasis rannsókn 1 sást marktækt meiri hækkun frá upphafi í viku 2 og viku 12 á DLQI hjá báðum

ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Árangurinn hélst framyfir viku 28. Á sama

hátt sást marktækur árangur í psoriasis rannsókn 2 í viku 4 og viku 12 sem hélst fram yfir viku 24. Í

psoriasis rannsókn 1 var árangur m.t.t. psoriasis í nöglum (Nail Psoriasis Severity Index),

heildarstigum líkamlegra og andlegra þátta á SF-36 og kláða VAS (Visual Analogue Scale) marktækur

hjá báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Í psoriasis rannsókn 2 var einnig

marktækur árangur skv. HADS (Hospital Anxiety and Depression Scale) og WLQ (Work Limitations

Questionnaire) í báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu.

Psoriasis liðagigt (fullorðnir)

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dregur úr einkennum og bætir líkamlega færni og eykur

heilsutengd lífsgæði og dregur úr framvindu útlægra liðskemmda hjá sjúklingum með virka psoriasis

liðagigt.

Öryggi og verkun ustekinumabs var metin hjá 927 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með virka psoriasis liðagigt (≥ 5 bólgnir liðir

og ≥ 5 aumir liðir) þrátt fyrir meðferð með bólgueyðandi verkjalyfi (NSAID) eða sjúkdómstemprandi

gigtarlyfi (DMARD). Að minnsta kosti 6 mánuðir voru síðan sjúklingarnir í þessum rannsóknum

höfðu greinst með psoriasis liðagigt. Sjúklingar með sérhverja undirtegund psoriasis liðagigtar voru

teknir inn í rannsóknirnar, þ.m.t. fjölliðabólga án vísbendinga um gigtarhnúta (39%), hryggikt með

útlægri libólgu (28%), ósamhverf útlæg liðbólga (21%), sjúkdómur sem náði til liða milli fjarkjúka

(12%) og liðbólga með afmyndun liða (0,5%). Yfir 70% og 40% sjúklinganna í báðum rannsóknunum

voru með festumein (enthesitis) og fingurbólgur (dactylitis) við grunnlínu, talið í sömu röð.

Sjúklingum var slembiraðað til að fá meðferð með ustekinumabi 45 mg, 90 mg, eða lyfleysu undir húð

í viku 0 og 4. viku og eftir það var gefinn skammtur á 12 vikna fresti. Um það bil 50% sjúklinganna

var áfram á stöðugum skammti af MTX (≤ 25 mg/viku).

Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT I) og rannsókn 2 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT II)

höfðu 80% og 86% sjúklinganna, talið í sömu röð, áður fengið meðferð með sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum. Í rannsókn 1 máttu sjúklingarnir ekki hafa fengið fyrri meðferð með

and-TNF α (anti-tumour necrosis factor (TNF)α lyfi. Í rannsókn 2 hafði meirihluti (58%, n = 180)

sjúklingannna fengið áður meðferð með a.m.k. einu and-TNFα lyfi, af þeim höfðu yfir 70% hætt á

and-TNFα meðferð á einhvejum tímapunkti meðferðarinnar vegna verkunarbrests eða óþols.

Einkenni

Meðferð með ustekinumabi leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á viðmiðunarþáttum

sjúkdómsvirkni í 24. viku, samanborið við lyfleysu. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem

náðu ACR 20 svörun (American College of Rheumatology) í 24. viku. Lykilniðurstöður verkunar eru

sýndar í töflu 6 hér fyrir neðan.

Tafla 6

Fjöldi sjúklinga sem höfðu náð klínískri svörun í 24. viku í rannsókn 1 (PSUMMIT I) og

rannsókn 2 (PSUMMIT II) á psoriasis liðagigt.

Psoriasis liðagigt, rannsókn 1

Psoriasis liðagigt, rannsókn 2

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Fjöldi sjúklinga sem

völdust í

rannsóknina

206

205

204

104

103

105

ACR 20 svörun,

N (%)

47 (23%)

87 (42%)

(50%)

21 (20%)

45 (44%)

46 (44%)

ACR 50 svörun,

N (%)

18 (9%)

51 (25%)

57 (28%)

7 (7%)

18 (17%)

24 (23%)

ACR 70 svörun,

N (%)

5 (2%)

25 (12%)

29 (14%)

3 (3%)

7 (7%)

9 (9%)

Fjöldi sjúklinga með

≥ 3% BSA

d

PASI 75 svörun,

N (%)

16 (11%)

83 (57%)

93 (62%)

4 (5%)

41 (51%)

45 (56%)

PASI 90 svörun,

N (%)

4 (3%)

60 (41%)

65 (44%)

3 (4%)

24 (30%)

36 (44%)

Bæði PASI 75 og

ACR 20 svörun,

N (%)

8 (5%)

40 (28%)

62 (42%)

2 (3%)

24 (30%)

31 (38%)

Fjöldi sjúklinga

≤ 100 kg

ACR 20 svörun,

N (%)

39 (25%)

67 (44%)

78 (51%)

17 (23%)

32 (43%)

34 (47%)

Fjöldi sjúklinga með

≥ 3% BSA

d

PASI 75 svörun,

N (%)

14 (13%)

64 (61%)

73 (66%)

4 (7%)

31 (53%)

32 (56%)

Fjöldi sjúklinga

> 100 kg

ACR 20 svörun,

N (%)

8 (15%)

20 (38%)

23 (46%)

4 (13%)

13 (45%)

12 (39%)

Fjöldi sjúklinga með

≥ 3% BSA

d

PASI 75 svörun,

N (%)

2 (5%)

19 (48%)

20 (53%)

10 (45%)

13 (54%)

p < 0,001

p < 0,05

p = ekki marktækt

Fjöldi sjúklinga með psoriasis á húð á ≥ 3% líkamsyfirborðs (BSA) við grunnlínu

Breyting til batnaðar á ACR 20, 50 og 70 svörun hélt áfram eða hélst út viku 52 (rannsókn 1 og 2 á

psoriasis liðagigt) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt). Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt var

ACR 20 svörun náð í viku 100 hjá 57% eftir 45 mg og hjá 64% eftir 90 mg. Í rannsókn 2 á psoriasis

liðagigt var ACR 20 svörun náð í viku 52 hjá 47% eftir 45 mg og hjá 48% eftir 90 mg.

Hlutfall sjúklinga sem hafði svarað meðferð í 24. viku, samkvæmt aðlöguðum viðmiðunum svörunar

við meðferð psoriasis liðagigtar (PsARC), var einnig marktækt stærra í hópunum sem fengu meðferð

með ustekinumabi samanborið við lyfleysu. Svörun samkvæmt viðmiðun svörunar við meðferð

psoriasis liðagigtar hélst út viku 52 og viku 100. Hjá hærra hlutfalli sjúklinga á meðferð með

ustekinumabi, sem voru með hryggikt með útlægri liðbólgu sem aðalbirtingarmynd, kom fram 50 og

70 prósent breyting til batnaðar samkvæmt mælikvarða á sjúkdómsvirkni hjá fólki með hryggikt (Bath

Ankylosing Spondylitis Disease Activity Index (BASDAI)) samanborið við lyfleysu í 24. Viku.

Svörun sem kom fram í hópunum sem fengu ustekinumab var svipuð hjá þeim sjúklingum sem fengu

samhliða MTX og þeim sem fengu ekki MTX samhliða og hélst út viku 52 og viku 100. Sjúklingar

sem höfðu áður fengið meðferð með and-TNFα lyfjum sem fengu ustekinumab náðu betri svörun í 24.

viku en sjúklingar sem fengu lyfleysu (ACR 20 svörun í 24. viku varð hjá 37% í hópnum sem fékk

45 mg og 34% í hópnum sem fékk 90 mg, samanborið við 15% í lyfleysuhópnum; p < 0,05) og svörun

hélst út viku 52.

Hjá sjúklingum með festumein og/eða fingurbólgur við grunnlínu í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt varð

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og fingurbólgur í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt kom fram

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og tölulegur munur (ekki

tölfræðilega marktækur) samkvæmt skori á mælikvarða varðandi fingurbólgur í hópnum sem fékk

90 mg, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á

festumeini og fingurbólgu hélst út viku 52 og viku 100.

Svörun samkvæmt myndgreiningu

Vefrænar skemmdir í hand- og fótleggjum voru tjáðar sem breyting miðað við grunngildi á

heildarskori van der Heijde-Sharp (vdH-S score), kvarðanum var breytt fyrir psoriasis liðagigt með því

að bæta við liðum í fjarkjúku handa. Fyrirframskilgreind samþætt greining var gerð með sameinuðum

niðurstöðum frá 927 þátttakendum úr rannsóknum 1 og 2 á psoriasis liðagigt. Ustekinumab dró

tölfræðilega marktækt úr framvindu vefrænna skemmda samanaborið við lyfleysu mælt sem breyting

frá grunngildi að viku 24 á breyttu heildarskori vdH-S (meðaltal ± SD skor var 0,97 ± 3,85 í

lyfleysuhópnum samanborið við 0,40 ± 2,11 í ustekinumab hópnum sem fékk 45 mg (p < 0,05) og

0,39 ± 2,40 í hópnum sem fékk 90 mg (p < 0,001). Þessi áhrif komu fram í rannsókn 1 á psoriasis

liðagigt. Áhrifin eru talin koma fram án tillits til samhliða notkunar MTX og héldust út viku 52

(samþætt greining) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt).

Líkamleg færni og heilsutengd lífsgæði

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með ustekinumabi kom fram marktæk breyting til batnaðar á

líkamlegri færni samkvæmt mælikvarða á fötlun (Disability Index of the Health Assessment

Questionnaire (HAQ-DI)) í 24. viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt þýðingamikilli ≥ 0,3

breytingu til batnaðar frá grunnlínu samkvæmt HAQ-DI skori var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar á HAQ-DI skori frá grunngildi

hélst út viku 52 og viku 100.

Marktæk breying varð til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á lífsgæði hjá fólki með

húðsjúkdóma (Dermatology Life Quality Index (DLQI)) í hópunum sem fengu ustekinumab,

samanborið við lyfleysu í 24. Viku sem hélst út viku 52 og viku 100. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt

varð marktæk breyting til batnaðar hjá hópunum sem fengu ustekinumab, samkvæmt skori á

mælikvarða á þreytu hjá fólki á meðferð við langvinnum sjúkdómum (Chronic Illness Therapy -

Fatigue (FACIT-F)), samanborið við lyfleysu í 24 viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt marktækri

breytingu til batnaðar með tilliti til þreytu (4 stig á FACIT-F) var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar með tilliti til FACIT stiga hélst

út viku 52.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á

ustekinumabi hjá einum eða fleiri undirhópum barna á aldrinum 6 til 11 ára við meðal til alvarlegu

skellupsoriasis í börnum og barnaliðagigt (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Skellupsoriasis hjá börnum

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dragi úr einkennum og auki heilsutengd lífsgæði hjá börnum

12 ára og eldri með skellupsoriasis.

Verkun ustekinumabs var rannsökuð hjá 110 börnum á aldrinum 12 til 17 ára með miðlungsmikinn

eða verulegan skellupsoriasis í fjölsetra, 3. stigs slembaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn með

lyfleysu (CADMUS). Sjúklingum var slembiraðað og fengu annaðhvort lyfleysu (n = 37) eða

ráðlagðan skammt af ustekinumabi (sjá kafla 4.2; n = 36) eða hálfan ráðlagðan skammt af

ustekinumabi (n = 37) með inndælingu undir húð í viku 0 og viku 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Sjúklingar sem fengið höfðu lyfleysu fóru yfir á ustekinumab í viku 12.

Sjúklingar með PASI ≥ 12, PGA ≥ 3 og einkenni á a.m.k. 10% líkamsyfirborðs (BSA), sem gátu

gengist undir altæka meðferð eða ljósameðferð, þóttu hæfir til að taka þátt í rannsókninni. Um það bil

60% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir hefðbundinni altækri meðferð eða ljósameðferð. Um

það bil 11% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir lífefnalyfjum.

Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem nær PGA skorinu „án einkenna“ (0) eða „með

lágmarks einkenni“ (1) í viku 12. Aukaendapunktar voru m.a. PASI 75, PASI 90, breyting frá

grunngildi á mælikvarða á lífsgæði hjá börnum með húðsjúkdóma (Children’s Dermatology Life

Quality Index (CDLQI)), breyting frá grunngildi á heildarskori skv. mælikvarða á lífsgæðum barna

(Paediatric Quality of Life Inventory (PedsQL)) í viku 12. Þátttakendur sem voru meðhöndlaðir með

ustekinumabi sýndu í viku 12 marktækt meiri breytingu til batnaðar á psoriasis og heilsutengdum

lífsgæðum miðað við lyfleysu (tafla 7).

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni til

að fylgjast með virkni. Hlutfall sjúklinga með PGA skorið „án einkenna“ (0) eða „með lágmarks

einkenni“ (1) og hlutfall sem náði PASI 75 sýndi fram á að munur var, milli hópsins sem var

meðhöndlaður með ustekinumabi og hópsins sem fékk lyfleysu, í fyrstu heimsókninni eftir upphaf

rannsóknar í viku 4 og sem náði síðan hámarki eftir 12 vikur. Breyting til batnaðar m.t.t. PGA, PASI,

CDLQI og PedsQL viðhélst út viku 52 (tafla 7).

Tafla 7

Samantekt á aðal- og aukaendapunktum í viku 12 og viku 52

Rannsókn á psoriasis hjá börnum (CADMUS)

Vika 12

Vika 52

Lyfleysa

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

N (%)

N (%)

N (%)

Slembiraðaðir sjúklingar

PGA

PGA „án einkenna“ (0) eða

„með lágmarks einkenni“ (1)

2 (5,4%)

25 (69,4%)

20 (57,1%)

PGA „án einkenna“ (0)

1 (2,7%)

17 (47,2%)

13 (37,1%)

PASI

PASI 75 svörun

4 (10,8%)

29 (80,6%)

28 (80,0%)

PASI 90 svörun

2 (5,4%)

22 (61,1%)

23 (65,7%)

PASI 100 svörun

1 (2,7%)

14 (38,9%)

13 (37,1%)

CDLQI

CDLQI skor 0 eða 1

6 (16,2%)

18 (50,0%)

20 (57,1%)

PedsQL

Breyting frá grunngildi

Meðaltal (SD)

3,35 (10,04)

8,03 (10,44)

7,26 (10,92)

p < 0,001

CDLQI: CDLQI er mælitæki sem er notað í tengslum við húðsjúkdóma til að meta áhrif húðvandamáls á heilsutengd

lífsgæði hjá börnum. CDLQI skor 0 eða 1 gefur til kynna að það séu engin áhrif á lífsgæði barns.

p = 0,002

PedsQL: Heildarskor skv. PedsQL er mælikvarði á almenn heilsutengd lífsgæði, þróaður til notkunar hjá börnum og

unglingum. N = 36 fyrir lyfleysuhópinn í viku 12.

p = 0,028

Á meðan á lyfleysutímabilinu stóð út viku 12 var virknin, hjá bæði hópnum sem fékk ráðlagðan

skammt og hópnum sem fékk hálfan ráðlagðan skammt, almennt sambærileg við aðalendapunktinum

(69,4% og 67,6%) þó að vísbendingar hafi verið um skammtatengda svörun þegar notuð eru hærri

viðmið fyrir virkni (t.d. PGA skorið „án einkenna“ (0), PASI 90). Eftir viku 12 var virkni almennt

meiri og henni betur viðhaldið hjá hópnum sem fékk ráðlagðan skammt samanborið við hópinn sem

fékk hálfan ráðlagðan skammt þar sem lítilsháttar minnkun á virkni kom oftar fram við lok hvers

12 vikna hlés milli skammta. Öryggi við ráðlagðan skammt og hálfan ráðlagðan skammt var

sambærilegt.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog

Miðgildi tímans sem það tók að ná hámarksþéttni í sermi (t

) var 8,5 dagar eftir stakan 90 mg

skammt undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Miðgildi t

ustekinumabs eftir stakan 45 mg eða

90 mg skammt undir húð hjá sjúklingum með psoriasis var sambærilegt við það sem fram kom hjá

heilbrigðum einstaklingum.

Nýting (absolute bioavailability) ustekinumabs eftir gjöf staks skammts undir húð var áætlað 57,2%

hjá sjúklingum með psoriasis.

Dreifing

Miðgildi dreifigarrúmmáls á lokastigi (Vz) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá psoriasis sjúklingum

var frá 57 til 83 ml/kg.

Umbrot

Nákvæmur umbrotsferill ustekinumabs er ekki þekktur.

Brotthvarf

Miðgildi úthreinsunar (CL) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá sjúklingum með psoriasis var á bilinu

1,99 til 2,34 ml/sólarhring/kg. Meðalhelmingunartími (t

) ustekinumabs var um það bil 3 vikur hjá

sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, á bilinu 15-32 dagar í öllum rannsóknum á

psoriasis og psoriasis liðagigt. Í greiningu á lyfjahvörfum ákveðinna hópa, var greinanleg úthreinsun

(CL/F) og greinanlegt dreifingarrúmmál (V/F) 0,465 l/sólarhring og 15,7 l, hvort um sig, hjá

sjúklingum með psoriasis. Kyn hafði ekki áhrif á CL/F ustekinumabs. Greining á lyfjahvörfum

ákveðinna hópa sýndi tilhneigingu til meiri úthreinsunar ustekinumabs hjá sjúklingum sem greindir

hafa verið jákvæðir fyrir mótefnum gegn ustekinumabi.

Línulegt samband

Altæk útsetning ustekinumabs (C

og AUC) jókst í um það bil réttu hlutfalli við skammta eftir gjöf

staks skammts í bláæð á bilinu 0,09 mg/kg til 4,5 mg/kg eða eftir gjöf staks skammts undir húð á

bilinu 24 mg til 240 mg hjá sjúklingum með psoriasis.

Stakur skammtur og endurteknir skammtar

Yfirleitt var hægt að meta þéttni ustekinumabs í sermi eftir gjöf staks skammts eða endurtekinna

skammta undir húð. Jafnvægisþéttni ustekinumabs í sermi náðist í viku 28 eftir gjöf undir húð í viku 0

og viku 4 sem fylgt var eftir með skömmtum á 12 vikna fresti. Miðgildi lágmarksþéttni við jafnvægi

var á bilinu 0,21 μg/ml til 0,26 μg/ml (45 mg) og á bilinu 0,47 μg/ml til 0,49 μg/ml (90 mg) hjá

sjúklingum með psoriasis. Það varð engin sýnileg uppsöfnun á ustekinumabi m.t.t. þéttni í sermi þegar

það var gefið undir húð á 12 vikna fresti.

Áhrif líkamsþyngdar á lyfjahvörf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis

reyndist líkamsþyngd vera mikilvægasta breytan sem hafði áhrif á úthreinsun ustekinumabs. Miðgildi

CL/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 55% hærra en hjá sjúklingum sem vógu

≤ 100 kg. Miðgildi V/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 37% hærra en hjá

sjúklingum sem vógu ≤ 100 kg. Miðgildi lágmarksþéttni ustekinumabs í sermi hjá þyngri

sjúklingunum (> 100 kg) í 90 mg hópnum var svipað og hjá léttari sjúklingunum (≤ 100 kg) í 45 mg

hópnum. Svipaðar niðurstöður komu fram í staðfestandi þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem

notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis liðagigt.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar lyfjahvarfafræðilegar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða skerta

lifrarstarfsemi.

Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar á öldruðum sjúklingum.

Lyfjahvörf ustekinumabs voru almennt sambærileg milli asískra sjúklinga með psoriasis og sjúklinga

með psoriasis sem eru ekki asískir.

Í greiningu á lyfjahvörfum hjá ákveðnum hópum voru engin merki um áhrif tóbaks og alkóhóls á

lyfjahvörf ustekinumabs.

Þéttni ustekinumabs í sermi hjá börnum með psoriasis á aldrinum 12 til 17 ára, meðhöndluð með

ráðlögðum skammti miðað við þyngd, var almennt sambærileg við þéttni hjá fullorðnum psoriasis

sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með fullorðinsskammti, hins vegar var þéttni ustekinumabs í

sermi hjá börnum með psoriasis, meðhöndluð með hálfum ráðlögðum skammti miðað við þyngd,

almennt minni en hjá fullorðnum.

Stjórnun á CYP450 ensímum

Áhrif IL-12 eða IL-23 á stjórnun á CYP450 ensímum voru metin í in vitro rannsókn, þar sem notaðar

voru lifrarfrumur úr mönnum, sem sýndi fram á að IL-12 og/eða IL-23 í þéttninni 10 ng/ml breytti

ekki CYP450 ensímvirkni í mönnum (CYP1A2, 2B6, 2C9, 2C19, 2D6 eða 3A4; sjá kafla 4.5).

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu (t.d. eituráhrifa á líffæri) fyrir menn, á

grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta

og eiturverkunum á þroska og æxlun. Í rannsóknum á eituráhrifum á þroska og æxlun hjá cynomolgus

öpum sáust engar aukaverkanir á frjósemi karldýra og hvorki fæðingargallar né eituráhrif á þroska.

Engar aukaverkanir á frjósemi kvendýra sáust við notkun hliðstæðs mótefnis gegn IL-12/23 í músum.

Skammtastærðir í dýrarannsóknum voru allt að um það bil 45-falt stærri en stærstu sambærilegir

skammtar ætlaðir til meðferðar psoriasis sjúklinga og leiddu til hámarksþéttni í sermi hjá öpum sem er

meira en 100-falt hærri en sést hjá mönnum.

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum ustekinumabs voru ekki framkvæmdar vegna skorts á

viðeigandi líkönum fyrir mótefni sem ekki hafa milliverkun við IL-12/23 p40 úr nagdýrum.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

L-histídín

L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat

Pólýsorbat 80

Súkrósi

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið

gerðar.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglas í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

1 ml lausn í 2 ml hettuglasi af gerð I lokuðu með húðuðum bútýlgúmmítappa. STELARA er afgreitt í

pakkningu með 1 hettuglasi.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki skal hrista lausnina í STELARA hettuglasinu. Lausnina skal skoða sjónrænt með tilliti til agna

eða mislitunar fyrir gjöf undir húð. Lausnin er tær eða örlítið ógegnsæ, litlaus eða ljósgul og getur

innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Þetta útlit er ekki óalgengt í próteinlausnum.

Ekki skal nota lyfið ef lausnin er mislituð eða skýjuð, eða ef framandi agnir eru til staðar. Fyrir notkun

á að láta STELARA ná stofuhita (í u.þ.b. 30 mínútur). Nákvæmar leiðbeiningar um notkun er að finna

í fylgiseðlinum.

STELARA inniheldur ekki rotvarnarefni og þess vegna á ekki að nota lyf sem verður eftir í

hettuglasinu eða sprautunni. Stelara fæst í sæfðu, einnota hettuglasi. Aldrei má endurnota sprautuna,

nálina eða hettuglasið. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/002

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16.01.2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. september 2013

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1.

HEITI LYFS

STELARA 45 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 45 mg af ustekinumabi í 0,5 ml.

Ustekinumab er að öllu leyti manna IgGκ einstofna mótefni fyrir interleukin (IL)-12/23 framleitt í

mergæxlisfrumum úr músum með DNA samrunaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Lausnin er tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða ljósgul.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Skellupsoriasis

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá fullorðnum sem ekki hafa svarað, hafa frábendingu eða óþol fyrir annarri altækri meðferð þar á

meðal ciclosporini, methotrexati (MTX) eða PUVA (psoralen og útfjólubláir geislar A) (sjá kafla 5.1).

Skellupsoriasis hjá börnum

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá unglingum 12 ára og eldri þar sem ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn með annarri altækri

meðferð eða ljósameðferð eða óþol er fyrir þessum meðferðum (sjá kafla 5.1).

Psoriasis liðagigt

Stelara eitt sér eða í samsettri meðferð með MTX er ætlað til meðferðar við virkri psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum sjúklingum þegar svörun við fyrri meðferð með ólífrænum sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum (DMARD) hefur reynst ófullnægjandi (sjá kafla 5.1).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

STELARA er ætlað til notkunar undir leiðsögn og eftirliti læknis sem hefur reynslu í greiningu og

meðferð á psoriasis eða psoriasis liðagigt.

Skammtar

Skellupsoriasis

Ráðlagður skammtur af STELARA er 45 mg upphafsskammtur gefinn undir húð fylgt eftir með 45 mg

skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Sjúklingar með líkamsþyngd > 100 kg

Fyrir sjúklinga sem eru > 100 kg að þyngd er upphafsskammturinn 90 mg undir húð, sem fylgt er eftir

með 90 mg skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það. Sýnt var fram á að hjá þessum

sjúklingum voru 45 mg einnig gagnleg. Hins vegar leiddu 90 mg til meiri virkni. (sjá kafla 5.1, töflu 4)

Psoriasis liðagigt

Ráðlögð skömmtun STELARA er 45 mg upphafsskammtur, gefinn undir húð, eftir það er gefinn

45 mg skammtur 4 vikum síðar og síðan á 12 vikna fresti eftir það. Sem annan valkost má nota 90 mg

hjá sjúklingum sem vega > 100 kg.

Íhuga ætti að hætta meðferð hjá sjúklingum sem hafa enga svörun sýnt þegar meðferð hefur staðið allt

að 28 vikur.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða (sjá kafla 4.4).

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

STELARA hefur ekki verið rannsakað í þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar

varðandi skammtastærðir.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun STELARA hjá börnum yngri en 12 ára.

Skellupsoriasis hjá börnum (12 ára og eldri)

Ráðlagður skammtur af STELARA miðað við líkamsþyngd kemur fram hér fyrir neðan (töflur 1 og 2).

STELARA á að gefa á viku 0 og 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Tafla 1

Ráðlagður skammtur af STELARA við psoriasis hjá börnum

Líkamsþyngd þegar skammtur er gefinn

Ráðlagður skammtur

< 60 kg

0,75 mg/kg

≥ 60-≤ 100 kg

45 mg

> 100 kg

90 mg

Til að reikna inndælingarrúmmálið (ml) fyrir sjúklinga < 60 kg, skal nota eftirfarandi formúlu: líkamsþyngd (kg) x

0,0083 (ml/kg) eða sjá töflu 2. Námunda skal reiknaða rúmmálið að næsta 0,01 ml og gefa lyfið með sprautu með 1 ml

kvarða. Til er 45 mg hettuglas fyrir börn sem þurfa að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Tafla 2

Inndælingarrúmmál STELARA við psoriasis hjá börnum < 60 kg

Líkamsþyngd þegar

skammtur er gefinn (kg)

Skammtur (mg)

Inndælingarrúmmál (ml)

22,5

0,25

23,3

0,26

24,0

0,27

24,8

0,27

25,5

0,28

26,3

0,29

27,0

0,30

27,8

0,31

28,5

0,32

29,3

0,32

30,0

0,33

30,8

0,34

31,5

0,35

32,3

0,36

33,0

0,37

33,8

0,37

34,5

0,38

35,3

0,39

36,0

0,40

36,8

0,41

37,5

0,42

38,3

0,42

39,0

0,43

39,8

0,44

40,5

0,45

41,3

0,46

42,0

0,46

42,8

0,47

43,5

0,48

44,3

0,49

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Lyfjagjöf

STELARA er til notkunar undir húð. Forðast skal að velja stungustað á húð þar sem einkenni eru um

psoriasis ef hægt er.

Eftir viðeigandi þjálfun í inndælingu undir húð geta sjúklingar eða umönnunaraðilar þeirra gefið

inndælingu með STELARA ef læknirinn telur að það sé viðeigandi. Engu að síður skal læknirinn

tryggja viðeigandi eftirfylgni með sjúklingunum. Sjúklingum eða umönnunaraðilum þeirra skal kennt

að sprauta öllum skammtinum af STELARA samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar eru í

fylgiseðlinum. Heildarleiðbeiningar um lyfjagjöf eru gefnar í fylgiseðlinum.

Sjá kafla 6.6 fyrir nánari fyrirmæli um undirbúning og sérstakar varúðarráðstafanir við meðhöndlun.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar sýkingar sem hafa klíníska þýðingu (t.d. virk berklasýking, sjá kafla 4.4).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýkingar

Ustekinumab getur haft tilhneigingu til að auka hættuna á sýkingum og endurvirkjun óvirkra sýkinga.

Í klínískum rannsóknum hafa sést alvarlegar bakteríu-, sveppa- og veirusýkingar hjá sjúklingum á

STELARA (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar íhugað er hvort gefa skuli sjúklingum með langvinna sýkingu eða sögu um

endurtekna sýkingu STELARA (sjá kafla 4.3).

Áður en meðferð með STELARA er hafin skal athuga hvort sjúklingur sé sýktur af berklum.

STELARA á ekki gefa sjúklingum með virka berklasýkingu (sjá kafla 4.3). Hefja skal meðferð á

óvirkri berklasýkingu áður en STELARA er gefið. Berklameðferð skal einnig íhuguð áður en meðferð

með STELARA er hafin hjá sjúklingum með sögu um óvirka eða virka berkla þar sem viðeigandi

meðferð hefur ekki verið staðfest. Fylgjast skal vel með ummerkjum og einkennum virkrar

berklasýkingar hjá sjúklingum á STELARA meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð lýkur.

Sjúklingum skal sagt að leita læknishjálpar ef ummerki eða einkenni sem gefa til kynna sýkingu koma

í ljós. Ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu skal fylgjast náið með honum og ekki skal gefa STELARA

fyrr en komist hefur verið fyrir sýkinguna.

Illkynja sjúkdómar

Ónæmisbælandi lyf eins og ustekinumab hafa tilhneigingu til að auka hættuna á illkynja sjúkdómum.

Sumir sjúklinganna sem fengu STELARA í klínískum rannsóknum fengu illkynja sjúkdóma í húð eða

annars staðar í líkamanum (sjá kafla 4.8).

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með sögu um illkynja sjúkdóma eða sjúklingum

sem halda áfram meðferð eftir að hafa fengið illkynja sjúkdóm meðan þeir voru á STELARA meðferð.

Þess vegna skal gæta varúðar þegar íhugað er að gefa þessum sjúklingum STELARA.

Fylgjast ætti með öllum sjúklingum með tilliti til þess hvort húðkrabbamein sem er ekki sortuæxli

(non-melanoma) komi fram, sérstaklega þeim sem eru eldri en 60 ára, með sögu um langvarandi

ónæmisbælandi meðferð eða sögu um PUVA meðferð (sjá kafla 4.8).

Ofnæmisviðbrögð

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum eftir markaðssetningu lyfsins, sem í sumum

tilvikum hafa komið fram nokkrum dögum eftir meðferð. Bráðaofnæmi og ofsabjúgur hafa komið

fram. Ef bráðaofnæmisviðbrögð eða önnur alvarleg ofnæmisviðbrögð eiga sér stað skal hefja

viðeigandi meðferð og hætta gjöf STELARA. (sjá kafla 4.8).

Latex næmi

Nálarhettan á áfylltu sprautunni er framleidd úr náttúrulegu þurru gúmmíi (latexafleiða) sem getur

valdið ofnæmisviðbrögðum hjá einstaklingum sem eru latex næmir.

Ónæmisaðgerðir

Mælt er með því að gefa ekki lifandi veiru- eða bakteríubóluefni (svo sem Bacillus of Calmette and

Guérin (BCG)) samhliða STELARA. Sértækar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum sem

höfðu nýlega fengið lifandi veirubóluefni eða lifandi bakteríubóluefni. Engin gögn eru til um smit

vegna lifandi bóluefna (secondary transmission) hjá sjúklingum á STELARA meðferð. Fyrir

bólusetningu með lifandi veiru- eða bakteríubóluefni skulu líða að minnsta kosti 15 vikur frá síðasta

skammti af STELARA og hægt er að hefja meðferðina að nýju í fyrsta lagi 2 vikum eftir

bólusetninguna. Læknar skulu leita upplýsinga og leiðbeininga um samhliða notkun ónæmisbælandi

lyfs eftir gjöf bóluefnis í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir viðkomand bóluefni.

Sjúklingum sem eru á STELARA meðferð má gefa óvirkjað bóluefni eða bóluefni sem ekki er lifandi.

Langvarandi meðferð með STELARA bælir ekki vessabundna (humoral) ónæmissvörun við

pneumókokka fjölsykra- eða stífkrampabóluefnum (sjá kafla 5.1).

Samtímis ónæmisbælandi meðferð

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og verkun STELARA samhliða ónæmisbælandi efnum, þar á

meðal lífefnalyfjum eða ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA. Gæta skal varúðar þegar íhuguð

er samhliða notkun ónæmisbælandi efna og STELARA og þegar verið er að skipta úr öðru

ónæmisbælandi lífefnalyfi (sjá kafla 4.5).

Afnæmingarmeðferð

STELARA hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum sem hafa gengist undir afnæmingarmeðferð

(allergy immunotherapy). Ekki er vitað hvort STELARA geti haft áhrif á afnæmingarmeðferð.

Alvarlegir húðkvillar

Greint hefur verið frá skinnflagningsbólgu (exfoliative dermatitis) eftir ustekinumab-meðferð hjá

sjúklingum með psoriasis (sjá kafla 4.8). Sjúklingar sem eru með skellupsoriasis geta þróað með sér

psoriasis ásamt roða (erythrodermic psoriasis) með einkennum sem kunna að vera klínískt ógreinanleg

frá skinnflagningsbólgu, en það er hluti af náttúrulegu ferli sjúkdómsins. Læknar ættu að líta á það

sem hluta af eftirliti að vera vakandi fyrir einkennum psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu hjá

psoriasis sjúklingi. Ef slík einkenni koma fyrir skal grípa til viðeigandi meðferðar. Stöðva skal

meðferð með STELARA ef grunur er um viðbrögð við lyfinu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar (≥ 65 ára)

Samanburður á sjúklingum eldri en 65 ára og yngri sjúklingum sem fengu STELARA leiddi ekki í ljós

neinn heildarmun á virkni og öryggi, hins vegar var fjöldi sjúklinga sem voru 65 ára og eldri ekki

nægjanlegur til að ákvarða hvort þeir svari meðferð á annan hátt en yngri sjúklingar. Vegna þess að

almennt er tíðni sýkinga hærri meðal eldri sjúklinga ætti að gæta varúðar við meðferð fyrir aldraða.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lifandi bóluefni skulu ekki gefin samhliða STELARA (sjá kafla 4.4).

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum í mönnum. Í greiningum á lyfjahvörfum hjá

þýði í III. stigs rannsóknunum voru áhrif þeirra lyfja sem algengast er að séu notuð samhliða hjá

psoriasis sjúklingum (þar á meðal parasetamól, íbúprófen, acetýlsalicýlsýra, metformin, atorvastatín

og levótýroxín) á lyfjahvörf ustekinumabs rannsökuð. Við samhliða gjöf voru engar vísbendingar um

milliverkanir við þessi lyf. Grundvöllurinn fyrir þessari greiningu var sá að að minnsta kosti

100 sjúklingar (> 5% af rannsóknarþýði) væru meðhöndlaðir með þessum lyfjum samhliða, í að

minnsta kosti 90% af tímalengd rannsóknarinnar. Samhliða notkun MTX, bólgueyðandi verkjalyfja

(NSAID) og barkstera til inntöku eða fyrri útsetning fyrir and-TNFα lyfjum hafði ekki áhrif á

lyfjahvörf ustekinumabs hjá sjúklingum með psoriasis liðagigt.

Niðurstöður úr in vitro rannsókn benda ekki til þess að aðlaga þurfi skammta hjá sjúklingum sem fá

samhliða CYP450 hvarfefni (sjá kafla 5.2).

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og virkni STELARA samhliða öðrum ónæmisbælandi efnum,

þar á meðal lífefnalyfjum og ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA (sjá kafla 4.4).

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri ættu að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í að minnsta

kosti 15 vikur eftir meðferð.

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun ustekinumab á meðgöngu.

Dýrarannsóknir gefa ekki til kynna bein eða óbein skaðleg áhrif í tengslum við meðgöngu,

fósturvísi/fóstur þroska, fæðingu eða þroska ungbarna (sjá kafla 5.3). Til varúðar er ráðlegt að forðast

notkun STELARA á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort ustekinumab skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt útskilnað

ustekinumabs í mjólk í litlu magni. Ekki er vitað hvort ustekinumab frásogast út í blóðið eftir inntöku.

Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum hjá börnum sem eru á brjósti, af völdum ustekinumabs,

verður að taka ákvörðun um hvort hætta skuli brjóstagjöf meðan á meðferð stendur og í allt að 15

vikur eftir meðferð eða hvort hætta skuli meðferð með STELARA, m.t.t. ávinnings af brjóstagjöf fyrir

barnið og ávinnings af STELARA meðferð fyrir konuna.

Frjósemi

Áhrif ustekinumabs á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið metin (sjá kafla 5.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

STELARA hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar (> 5%) á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt hjá fullorðnum, þar sem ustekinumab var notað, voru nefkoksbólga, höfuðverkur og

sýking í efri hluta öndunarvegar. Flestar þeirra voru álitnar vægar og kröfðust ekki stöðvunar

meðferðar. Alvarlegasta aukaverkun af STELARA sem greint hefur verið frá er ofnæmisviðbrögð,

þ.m.t. bráðaofnæmi (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Gögn um öryggi sem lýst er að neðan sýna útsetningu hjá fullorðnum fyrir ustekinumabi í 7 annars og

þriðja stigs samanburðarrannsóknum hjá 4.135 sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, þar

af fengu 3.256 meðferð með ustekinumabi í að minnsta kosti 6 mánuði, 1.482 fengu meðferð í að

minnsta kosti 4 ár og 838 fengu meðferð í að minnsta kosti 5 ár.

Tafla 3 sýnir lista yfir aukaverkanir í klínískum rannsóknum á psoriasis og psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum og einnig aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Aukaverkanirnar

eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000),

koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi

gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 3

Listi yfir aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

Tíðni: Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og

sníkjudýra

Algengar: Tannsýkingar, sýking í efri hluta öndunarvegar,

nefkoksbólgaSjaldgæfar: Húðbeðsbólga, ristill, veirusýking

í efri hluta öndunarvegar.

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar: Ofnæmisviðbrögð (þar á meðal útbrot,

ofsakláði)

Mjög sjaldgæfar: Alvarleg ofnæmisviðbrögð (þar á meðal

bráðaofnæmi, ofsabjúgur)

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar: Þunglyndi

Taugakerfi

Algengar: Svimi, höfuðverkur

Sjaldgæfar: andlitstaugarlömun

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar: Verkur í munnkoki

Sjaldgæfar: Nefstífla

Meltingarfæri

Algengar: Niðurgangur, ógleði

Húð og undirhúð

Algengar: Kláði

Sjaldgæfar: Graftarbólupsoriasis, húðflögnun

Mjög sjaldgæfar: Skinnflagningsbólga

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: Bakverkur, vöðvaþrautir, liðverkir

Almennar aukaverkanir og

aukaverkanir á íkomustað

Algengar: Þreyta, roði á stungustað, verkur á stungustað

Sjaldgæfar: Viðbrögð á stungustað (þar á meðal blæðing,

margúll, hersli, bólga og kláði)

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sýkingar

Í samanburðarrannsóknum með lyfleysu á sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt var tíðni

sýkinga eða alvarlegra sýkinga svipuð hjá sjúklingum sem fengu ustekinumabmeðferð og þeim sem

fengu lyfleysu. Í þeim hluta klínískra rannsókna á sjúklingum með psoriasis og sjúklingum með

psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður við lyfleysu var tíðni sýkinga 1,27 á hvert

sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi og 1,17 hjá sjúklingum sem

fengu lyfleysu. Alvarlegar sýkingar voru 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (5 alvarlegar sýkingar á 616 sjúklingaár í eftirfylgni) og 0,01 hjá

sjúklingum sem fengu lyfleysu (4 alvarlegar sýkingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4).

Á bæði þeim tímabilum klínískra rannsókna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem var

samanburðarhópur og ekki, sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingaár hjá 4.135 sjúklingum, var

miðgildi eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt.

Tíðni sýkinga var 0,86 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með

ustekinumabi og tíðni alvarlegra aukaverkana var 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (107 alvarlegar sýkingar á 9.848 sjúklingaárum í eftirfylgni) og á

meðal alvarlegra sýkinga sem greint var frá voru sarpbólga, húðbeðsbólga, lungnabólga, sýklasótt,

botnlangabólga og gallblöðrubólga.

Í klínískum rannsóknum fengu sjúklingar með óvirkar berklasýkingar, sem voru meðhöndlaðir

samhliða með isoníazíði, ekki berkla.

Illkynja sjúkdómar

Í þeim hluta klínísku rannsóknanna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður

við lyfleysu var tíðni illkynja sjúkdóma að undanskildu húðkrabbameini sem ekki var sortuæxli, 0,16 á

100 sjúklingaár í eftirfylgni fyrir sjúklinga meðhöndlaða með ustekinumabi (1 sjúklingur á

615 sjúklingaár í eftirfylgni) samanborið við 0,35 hjá sjúklingum á lyfleysu (1 sjúklingur á

287 sjúklingaár í eftirfylgni). Tíðni húðkrabbameins sem ekki var sortuæxli var 0,65 á 100 sjúklingaár

í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi (4 sjúklingar á 615 sjúklingaár í

eftirfylgni) samanborið við 0,70 hjá sjúklingum á lyfleysu (2 sjúklingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni).

Á samanburðartímabilum og tímabilum án samanburðar í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingár hjá 4.135 sjúklingum, var miðgildi

eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt. Greint

var frá illkynja sjúkdómum, að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er sortuæxli, hjá 55 sjúklingum

á 9.830 sjúklingaár í eftirfylgni (tíðnin var 0,56 á 100 sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi). Þessi tíðni illkynja sjúkdóma sem skráð var hjá sjúklingum sem

voru meðhöndlaðir með ustekinumabi var sambærileg þeirri tíðni sem búast má við í samfélaginu

almennt (staðlað tíðnihlutfall = 0,92 [95% öryggisbil: 0,69, 1,20], aðlagað fyrir aldri, kyni og

kynstofni). Þeir illkynja sjúkdómar sem komu oftast fyrir að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er

sortuæxli voru krabbamein í blöðruhálskirtli, sortuæxli, krabbamein í ristli og endaþarmi og

brjóstakrabbamein. Tíðni húðkrabbameina sem ekki eru sortuæxli var 0,50 á 100 sjúklingaár í

eftirfylgni hjá súklingum sem voru meðhöndlaðir með ustekinumabi (49 sjúklingur á 9.815 sjúklingaár

í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4). Hlutfall sjúklinga með grunnfrumukrabbamein á móti þeim sem voru með

flöguþekjukrabbamein (4:1) er sambærilegt því hlutfalli sem búast má við í samfélaginu almennt (sjá

kafla 4.4).

Ofnæmisviðbrögð

Á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á ustekinumabi hjá sjúklingum með psoriasis og

sjúklingum með psoriasis liðagigt var greint frá útbrotum og ofsakláða hjá < 1% sjúklinga (sjá

kafla 4.4).

Mótefnamyndun

Innan við 8% sjúklinga sem fengu ustekinumab í klínískum rannsóknum mynduðu mótefni gegn

ustekinumabi. Engin augljós tengsl komu fram á milli myndunar mótefna gegn ustekinumabi og

viðbragða á stungustað. Meirihluti sjúklinga sem mældust með mótefni gegn ustekinumabi voru með

hlutleysandi mótefni. Tilhneiging var til minni virkni hjá sjúklingum sem höfðu myndað mótefni gegn

ustekinumabi, hins vegar útilokuðu mótefnin ekki klíníska svörun.

Börn

Aukaverkanir hjá börnum 12 ára og eldri með skellupsoriasis

Öryggi ustekinumabs hefur verið rannsakað í 3. stigs rannsókn hjá 110 sjúklingum á aldrinum frá 12

til 17 ára í allt að 60 vikur. Í þessari rannsókn voru tilkynntar aukaverkanir svipaðar þeim sem komu

fram í fyrri rannsóknum á skellupsoriasis hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir stakir 6 mg/kg skammtar í æð án skammtatakmarkandi

eituráhrifa. Ef um ofskömmtun er að ræða er mælt með að fylgst sé með sjúklingnum með tilliti til

ummerkja eða einkenna um aukaverkanir og viðeigandi meðhöndlun einkenna hafin samstundis.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf til ónæmisbælingar, interleukin hemlar, ATC flokkur: L04AC05.

Verkunarháttur

Ustekinumab er einstofna mótefni sem er að öllu leyti manna IgGκ sem binst með mikilli sérhæfni

sameiginlegu p40 próteinbyggingareiningu frumuboðefnanna interleukin (IL)-12 og IL-23 hjá

mönnum. Ustekinumab hamlar virkni IL-12 og IL-23 hjá mönnum með því að hindra að p40 bindist

IL-12Rβ1 viðtakapróteini sem tjáð er á yfirborði ónæmisfrumna. Ustekinumab getur ekki bundist IL-

12 eða IL-23 sem þegar er bundið IL-12Rβ1 viðtaka á yfirborði frumu. Þess vegna er ekki líklegt að

ustekinumab eigi þátt í komplement- eða mótefna-miðlaðri eiturverkun á frumur með IL-12 og/eða

IL-23 viðtaka. IL-12 og IL-23 eru frumuboðefni sem eru misleit tvennd (heterodimeric) og sem er

seytt af virkjuðum frumum sem tjá mótefnavaka, svo sem átfrumum og griplufrumum (dendritic cells)

og bæði frumuboðefnin taka þátt í ónæmisstarfsemi. IL-12 örvar náttúrlulegar drápsfrumur (natural

killers (NK)) og ræsir sérhæfingu CD4+ Tfrumna gegn T hjálparfrumu 1(Th1) svipgerð, IL-23 virkjar

leið fyrir T 17 hjálparfrumur (Th17). Hins vegar hefur óeðlileg stjórnun á IL 12 og IL 23 verið tengd

ónæmismiðluðum sjúkdómum eins og psoriasis og psoriasis liðagigt.

Með því að bindast sameiginlegri p40 undireiningu IL-12 og IL-23 hefur ustekinumab klíníska verkun

bæði á psoriasis og psoriasis liðagigt með því að trufla leiðir Th1 og Th17 frumuboðefna sem eru

meginþættir í meinafræði þessara sjúkdóma.

Ónæming

Meðan á langtíma framlengingu á psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) stóð sýndu fullorðnir sjúklingar,

sem fengu meðferð með STELARA í að minnsta kosti 3,5 ár, svipaða móefnasvörun við bæði

pneumókokka fjölsykra- og stífkrampabóluefnum og samanburðarhópur psoriasissjúklinga sem ekki

fékk altæka (systemic) meðferð. Svipað hlutfall fullorðinna sjúklinga myndaði verndandi magn af

and-pneumókokka- og and-stífkrampamótefnum og mótefnatítrar voru svipaðir hjá sjúklingum sem

fengu meðferð með STELARA og sjúklingum í samanburðarhópnum.

Verkun

Skellupsoriasis (fullorðnir)

Öryggi og verkun ustekinumabs voru metin hjá 1.996 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum,

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með miðlungsmikinn eða verulegan

skellupsoriasis sem gátu gengist undir ljósameðferð eða altæka meðferð. Auk þess voru ustekinumab

og etanercept borin saman í slembiraðaðri samanburðarrannsókn með lyfi þar sem matsaðilinn var

blindaður hjá sjúklingum með miðlungs mikinn eða verulegan skellupsoriasis sem höfðu sýnt

ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir ciclosporini, MTX eða PUVA.

Í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) voru 766 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 53% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingar fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu

ustekinumab skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

sama skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í

viku 0 og viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16, sem

fylgt var eftir með skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem upphaflega fengu ustekinumab skv.

slembiröðun og sem náðu PASI 75 (Psoriasis Area and Severity Index - að minnsta kosti 75% bati

miðað við grunngildi) bæði í viku 28 og viku 40 var slembiraðað á ný til að fá annaðhvort

ustekinumab á 12 vikna fresti eða lyfleysu (þ.e. afturköllun meðferðar). Sjúklingum sem var

slembiraðað á ný og fengu lyfleysu í viku 40 byrjuðu aftur að nota ustekinumab í upphaflegum

skömmtum þegar þeir fundu fyrir 50% minnkun á þeim árangri sem náðist í viku 40 samkvæmt PASI.

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 76 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) voru 1.230 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 61% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingu fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu ustekinumab

skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

viðbótarskammti í viku 16. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í viku 0 og

viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16. Öllum

sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT) voru 903 sjúklingar, með miðlungs mikinn eða verulegan psoriasis

sem höfðu sýnt ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir öðrum altækjum meðferðum

metnir, verkun ustekinumabs og etanercepts var borin saman og öryggi ustekinumabs og etanercepts

metið. Í 12 vikna hluta samanburðarrannsóknarinnar með lyfi var sjúklingum slembiraðað og fengu

etanercept (50 mg tvisvar í viku), ustekinumab 45 mg í viku 0 og 4 eða ustekinumab 90 mg í viku 0 og

Sjúkdómseinkenni voru í upphafi almennt sambærileg fyrir alla meðferðarhópana í psoriasis

rannsóknum 1 og 2 með PASI miðgildi í upphafi frá 17 til 18, miðgildi yfirborðsflatarmáls líkamans

í ≥ 20 og miðgildi DLQI (Dermatology Life Quality Index) á bilinu 10 til 12. Um það bil einn þriðji

(psoriasis rannsókn 1) og einn fjórði (psoriasis rannsókn 2) hluti sjálfboðaliðanna hafði psoriasis gigt

(Psoriatic Arthritis (PsA). Svipaður alvarleiki sjúkdóms sást einnig í psoriasis rannsókn 3.

Aðalendapunkturinn í þessum rannsóknum var hlutfall sjúklinga sem sýndu svörun samkvæmt

PASI 75 frá upphafi að viku 12 (sjá töflur 4 og 5).

Tafla 4

Samantekt á klínískri svörun í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) og psoriasis

rannsókn 2 (PHOENIX 2)

Vika 12

2 skammtar (vika 0 og vika 4)

Vika 28

3 skammtar (vika 0,

vika 4 og vika 16)

lyfleysa

45 mg

90 mg

45 mg

90 mg

Psoriasis rannsókn 1

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

26 (10%)

213 (84%)

220 (86%)

228 (91%)

234 (96%)

PASI 75 svörun N (%)

8 (3%)

171 (67%)

170 (66%)

178 (71%)

191 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

5 (2%)

106 (42%)

94 (37%)

123 (49%)

135 (56%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

10 (4%)

151 (59%)

156 (61%)

146 (58%)

160 (66%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

6 (4%)

124 (74%)

107 (65%)

130 (79%)

124 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

2 (2%)

47 (54%)

63 (68%)

48 (56%)

67 (74%)

Psoriasis rannsókn 2

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

41 (10%)

342 (84%)

367 (89%)

369 (93%)

380 (95%)

PASI 75 svörun N (%)

15 (4%)

273 (67%)

311 (76%)

276 (70%)

314 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

3 (1%)

173 (42%)

209 (51%)

178 (45%)

217 (54%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

18 (4%)

277 (68%)

300 (73%)

241 (61%)

279 (70%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

12 (4%)

218 (73%)

225 (78%)

217 (76%)

226 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

3 (3%)

55 (49%)

86 (71%)

59 (54%)

88 (74%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við lyfleysu

PGA = Heildarmat læknis (Pysician Global Assessment)

Tafla 5

Samantekt á klínískri svörun í viku 12 í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT)

Psoriasis rannsókn 3

Etanercept

24 skammtar

(50 mg tvisvar í viku)

Ustekinumab

2 skammtar (vika 0 and vika 4)

45 mg

90 mg

Fjöldi slembiraðaðra sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

286 (82%)

181 (87%)

320 (92%)

PASI 75 svörun N (%)

197 (57%)

141 (67%)

256 (74%)

PASI 90 svörun N (%)

80 (23%)

76 (36%)

155 (45%)

PGA án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

170 (49%)

136 (65%)

245 (71%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

154 (61%)

109 (72%)

189 (77%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

43 (45%)

32 (55%)

67 (65%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við etanercept.

p = 0,012 fyrir ustekinumab 45 mg miðað with etanercept.

Í psoriasis rannsókn 1 hélst PASI 75 skor marktækt betur með samfelldri meðferð samanborið við að

hætta meðferð (p < 0,001). Svipaðar niðurstöður sáust fyrir hvern skammt af ustekinumabi. Á 1 ári (í

viku 52) höfðu 89% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun

samanborið við 63% af sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð hætt) (p < 0,001).

Á 18 mánuðum (í viku 76) höfðu 84% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun samanborið við 19% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð

hætt). Á 3 árum (í viku 148) höfðu 82% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun. Á 5 árum (í viku 244) höfðu 80% sjúklinga sem var slembiraðað á ný í

viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun.

Hjá sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu og sem hófu að nýju upphaflega ustekinumab

meðferð eftir að hafa misst ≥ 50% af árangrinum skv. PASI kvarða sýndu 85% PASI 75 svörun á ný

innan 12 vikna eftir að meðferð var hafin að nýju.

Í psoriasis rannsókn 1 sást marktækt meiri hækkun frá upphafi í viku 2 og viku 12 á DLQI hjá báðum

ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Árangurinn hélst framyfir viku 28. Á sama

hátt sást marktækur árangur í psoriasis rannsókn 2 í viku 4 og viku 12 sem hélst fram yfir viku 24. Í

psoriasis rannsókn 1 var árangur m.t.t. psoriasis í nöglum (Nail Psoriasis Severity Index),

heildarstigum líkamlegra og andlegra þátta á SF-36 og kláða VAS (Visual Analogue Scale) marktækur

hjá báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Í psoriasis rannsókn 2 var einnig

marktækur árangur skv. HADS (Hospital Anxiety and Depression Scale) og WLQ (Work Limitations

Questionnaire) í báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu.

Psoriasis liðagigt (fullorðnir)

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dregur úr einkennum og bætir líkamlega færni og eykur

heilsutengd lífsgæði og dregur úr framvindu útlægra liðskemmda hjá sjúklingum með virka psoriasis

liðagigt.

Öryggi og verkun ustekinumabs var metin hjá 927 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með virka psoriasis liðagigt (≥ 5 bólgnir liðir

og ≥ 5 aumir liðir) þrátt fyrir meðferð með bólgueyðandi verkjalyfi (NSAID) eða sjúkdómstemprandi

gigtarlyfi (DMARD). Að minnsta kosti 6 mánuðir voru síðan sjúklingarnir í þessum rannsóknum

höfðu greinst með psoriasis liðagigt. Sjúklingar með sérhverja undirtegund psoriasis liðagigtar voru

teknir inn í rannsóknirnar, þ.m.t. fjölliðabólga án vísbendinga um gigtarhnúta (39%), hryggikt með

útlægri libólgu (28%), ósamhverf útlæg liðbólga (21%), sjúkdómur sem náði til liða milli fjarkjúka

(12%) og liðbólga með afmyndun liða (0,5%). Yfir 70% og 40% sjúklinganna í báðum rannsóknunum

voru með festumein (enthesitis) og fingurbólgur (dactylitis) við grunnlínu, talið í sömu röð.

Sjúklingum var slembiraðað til að fá meðferð með ustekinumabi 45 mg, 90 mg, eða lyfleysu undir húð

í viku 0 og 4. viku og eftir það var gefinn skammtur á 12 vikna fresti. Um það bil 50% sjúklinganna

var áfram á stöðugum skammti af MTX (≤ 25 mg/viku).

Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT I) og rannsókn 2 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT II)

höfðu 80% og 86% sjúklinganna, talið í sömu röð, áður fengið meðferð með sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum. Í rannsókn 1 máttu sjúklingarnir ekki hafa fengið fyrri meðferð með

and-TNF α (anti-tumour necrosis factor (TNF)α lyfi. Í rannsókn 2 hafði meirihluti (58%, n = 180)

sjúklingannna fengið áður meðferð með a.m.k. einu and-TNFα lyfi, af þeim höfðu yfir 70% hætt á

and-TNFα meðferð á einhvejum tímapunkti meðferðarinnar vegna verkunarbrests eða óþols.

Einkenni

Meðferð með ustekinumabi leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á viðmiðunarþáttum

sjúkdómsvirkni í 24. viku, samanborið við lyfleysu. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem

náðu ACR 20 svörun (American College of Rheumatology) í 24. viku. Lykilniðurstöður verkunar eru

sýndar í töflu 6 hér fyrir neðan.

Tafla 6

Fjöldi sjúklinga sem höfðu náð klínískri svörun í 24. viku í rannsókn 1 (PSUMMIT I) og

rannsókn 2 (PSUMMIT II) á psoriasis liðagigt.

Psoriasis liðagigt, rannsókn 1

Psoriasis liðagigt, rannsókn 2

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Fjöldi sjúklinga

sem völdust í

rannsóknina

206

205

204

104

103

105

ACR 20

svörun, N (%)

47 (23%)

87 (42%)

(50%)

21 (20%)

45 (44%)

46 (44%)

ACR 50

svörun, N (%)

18 (9%)

51 (25%)

57 (28%)

7 (7%)

18 (17%)

24 (23%)

ACR 70

svörun, N (%)

5 (2%)

25 (12%)

29 (14%)

3 (3%)

7 (7%)

9 (9%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

16 (11%)

83 (57%)

93 (62%)

4 (5%)

41 (51%)

45 (56%)

PASI 90

svörun, N (%)

4 (3%)

60 (41%)

65 (44%)

3 (4%)

24 (30%)

36 (44%)

Bæði PASI 75

og ACR 20

svörun, N (%)

8 (5%)

40 (28%)

62 (42%)

2 (3%)

24 (30%)

31 (38%)

Fjöldi sjúklinga

≤ 100 kg

ACR 20

svörun, N (%)

39 (25%)

67 (44%)

78 (51%)

17 (23%)

32 (43%)

34 (47%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

14 (13%)

64 (61%)

73 (66%)

4 (7%)

31 (53%)

32 (56%)

Fjöldi sjúklinga

> 100 kg

ACR 20

svörun, N (%)

8 (15%)

20 (38%)

23 (46%)

4 (13%)

13 (45%)

12 (39%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

2 (5%)

19 (48%)

20 (53%)

10 (45%)

13 (54%)

p < 0,001

p < 0,05

p = ekki marktækt

Fjöldi sjúklinga með psoriasis á húð á ≥ 3% líkamsyfirborðs (BSA) við grunnlínu

Breyting til batnaðar á ACR 20, 50 og 70 svörun hélt áfram eða hélst út viku 52 (rannsókn 1 og 2 á

psoriasis liðagigt) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt). Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt var

ACR 20 svörun náð í viku 100 hjá 57% eftir 45 mg og hjá 64% eftir 90 mg. Í rannsókn 2 á psoriasis

liðagigt var ACR 20 svörun náð í viku 52 hjá 47% eftir 45 mg og hjá 48% eftir 90 mg.

Hlutfall sjúklinga sem hafði svarað meðferð í 24. viku, samkvæmt aðlöguðum viðmiðunum svörunar

við meðferð psoriasis liðagigtar (PsARC), var einnig marktækt stærra í hópunum sem fengu meðferð

með ustekinumabi samanborið við lyfleysu. Svörun samkvæmt viðmiðun svörunar við meðferð

psoriasis liðagigtar hélst út viku 52 og viku 100. Hjá hærra hlutfalli sjúklinga á meðferð með

ustekinumabi, sem voru með hryggikt með útlægri liðbólgu sem aðalbirtingarmynd, kom fram 50 og

70 prósent breyting til batnaðar samkvæmt mælikvarða á sjúkdómsvirkni hjá fólki með hryggikt (Bath

Ankylosing Spondylitis Disease Activity Index (BASDAI)) samanborið við lyfleysu í 24. Viku.

Svörun sem kom fram í hópunum sem fengu ustekinumab var svipuð hjá þeim sjúklingum sem fengu

samhliða MTX og þeim sem fengu ekki MTX samhliða og hélst út viku 52 og viku 100. Sjúklingar

sem höfðu áður fengið meðferð með and-TNFα lyfjum sem fengu ustekinumab náðu betri svörun í 24.

viku en sjúklingar sem fengu lyfleysu (ACR 20 svörun í 24. viku varð hjá 37% í hópnum sem fékk

45 mg og 34% í hópnum sem fékk 90 mg, samanborið við 15% í lyfleysuhópnum; p < 0,05) og svörun

hélst út viku 52.

Hjá sjúklingum með festumein og fingurbólgur við grunnlínu í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt varð

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og fingurbólgur í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt kom fram

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og tölulegur munur (ekki

tölfræðilega marktækur) samkvæmt skori á mælikvarða varðandi fingurbóglur í hópnum sem fékk

90 mg, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á

festumeini og fingurbólgu hélst út viku 52 og viku 100.

Svörun samkvæmt myndgreiningu

Vefrænar skemmdir í hand- og fótleggjum voru tjáðar sem breyting miðað við grunngildi á

heildarskori van der Heijde-Sharp (vdH-S score), kvarðanum var breytt fyrir psoriasis liðagigt með því

að bæta við liðum í fjarkjúku handa. Fyrirframskilgreind samþætt greining var gerð með sameinuðum

niðurstöðum frá 927 þátttakendum úr rannsóknum 1 og 2 á psoriasis liðagigt. Ustekinumab dró

tölfræðilega marktækt úr framvindu vefrænna skemmda samanaborið við lyfleysu mælt sem breyting

frá grunngildi að viku 24 á breyttu heildarskori vdH-S (meðaltal ± SD skor var 0,97 ± 3,85 í

lyfleysuhópnum samanborið við 0,40 ± 2,11 í ustekinumab hópnum sem fékk 45 mg (p < 0,05) og

0,39 ± 2,40 í hópnum sem fékk 90 mg (p < 0,001). Þessi áhrif komu fram í rannsókn 1 á psoriasis

liðagigt. Áhrifin eru talin koma fram án tillits til samhliða notkunar MTX og héldust út viku 52

(samþætt greining) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt).

Líkamleg færni og heilsutengd lífsgæði

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með ustekinumabi kom fram marktæk breyting til batnaðar á

líkamlegri færni samkvæmt mælikvarða á fötlun (Disability Index of the Health Assessment

Questionnaire (HAQ-DI)) í 24. viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt þýðingamikilli ≥ 0,3

breytingu til batnaðar frá grunnlínu samkvæmt HAQ-DI skori var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar á HAQ-DI skori frá grunngildi

hélst út viku 52 og viku 100.

Marktæk breying varð til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á lífsgæði hjá fólki með

húðsjúkdóma (Dermatology Life Quality Index (DLQI)) í hópunum sem fengu ustekinumab,

samanborið við lyfleysu í 24. viku sem hélst út viku 52 og viku 100. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt

varð marktæk breyting til batnaðar hjá hópunum sem fengu ustekinumab, samkvæmt skori á

mælikvarða á þreytu hjá fólki á meðferð við langvinnum sjúkdómum (Chronic Illness Therapy -

Fatigue (FACIT-F)), samanborið við lyfleysu í 24 viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt marktækri

breytingu til batnaðar með tilliti til þreytu (4 stig á FACIT-F) var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar með tilliti til FACIT stiga hélst

út viku 52.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á

ustekinumabi hjá einum eða fleiri undirhópum barna á aldrinum 6 til 11 ára við meðal til alvarlegu

skellupsoriasis í börnum og barnaliðagigt (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Skellupsoriasis hjá börnum

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dragi úr einkennum og auki heilsutengd lífsgæði hjá börnum

12 ára og eldri með skellupsoriasis.

Verkun ustekinumabs var rannsökuð hjá 110 börnum á aldrinum 12 til 17 ára með miðlungsmikinn

eða verulegan skellupsoriasis í fjölsetra, 3. stigs slembaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn með

lyfleysu (CADMUS). Sjúklingum var slembiraðað og fengu annaðhvort lyfleysu (n = 37) eða

ráðlagðan skammt af ustekinumabi (sjá kafla 4.2; n = 36) eða hálfan ráðlagðan skammt af

ustekinumabi (n = 37) með inndælingu undir húð í viku 0 og viku 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Sjúklingar sem fengið höfðu lyfleysu fóru yfir á ustekinumab í viku 12.

Sjúklingar með PASI ≥ 12, PGA ≥ 3 og einkenni á a.m.k. 10% líkamsyfirborðs (BSA), sem gátu

gengist undir altæka meðferð eða ljósameðferð, þóttu hæfir til að taka þátt í rannsókninni. Um það bil

60% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir hefðbundinni altækri meðferð eða ljósameðferð. Um

það bil 11% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir lífefnalyfjum.

Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem nær PGA skorinu „án einkenna“ (0) eða „með

lágmarks einkenni“ (1) í viku 12. Aukaendapunktar voru m.a. PASI 75, PASI 90, breyting frá

grunngildi á mælikvarða á lífsgæði hjá börnum með húðsjúkdóma (Children’s Dermatology Life

Quality Index (CDLQI)), breyting frá grunngildi á heildarskori skv. mælikvarða á lífsgæðum barna

(Paediatric Quality of Life Inventory (PedsQL)) í viku 12. Þátttakendur sem voru meðhöndlaðir með

ustekinumabi sýndu í viku 12 marktækt meiri breytingu til batnaðar á psoriasis og heilsutengdum

lífsgæðum miðað við lyfleysu (tafla 7).

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni til

að fylgjast með virkni. Hlutfall sjúklinga með PGA skorið „án einkenna“ (0) eða „með lágmarks

einkenni“ (1) og hlutfall sem náði PASI 75 sýndi fram á að munur var, milli hópsins sem var

meðhöndlaður með ustekinumabi og hópsins sem fékk lyfleysu, í fyrstu heimsókninni eftir upphaf

rannsóknar í viku 4 og sem náði síðan hámarki eftir 12 vikur. Breyting til batnaðar m.t.t. PGA, PASI,

CDLQI og PedsQL viðhélst út viku 52 (tafla 7).

Tafla 7

Samantekt á aðal- og aukaendapunktum í viku 12 og viku 52

Rannsókn á psoriasis hjá börnum (CADMUS)

Vika 12

Vika 52

Lyfleysa

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

N (%)

N (%)

N (%)

Slembiraðaðir sjúklingar

PGA

PGA „án einkenna“ (0) eða

„með lágmarks einkenni“ (1)

2 (5,4%)

25 (69,4%)

20 (57,1%)

PGA „án einkenna“ (0)

1 (2,7%)

17 (47,2%)

13 (37,1%)

PASI

PASI 75 svörun

4 (10,8%)

29 (80,6%)

28 (80,0%)

PASI 90 svörun

2 (5,4%)

22 (61,1%)

23 (65,7%)

PASI 100 svörun

1 (2,7%)

14 (38,9%)

13 (37,1%)

CDLQI

CDLQI skor 0 eða 1

6 (16,2%)

18 (50,0%)

20 (57,1%)

PedsQL

Breyting frá grunngildi

Meðaltal (SD)

3,35 (10,04)

8,03 (10,44)

7,26 (10,92)

p < 0,001

CDLQI: CDLQI er mælitæki sem er notað í tengslum við húðsjúkdóma til að meta áhrif húðvandamáls á heilsutengd

lífsgæði hjá börnum. CDLQI skor 0 eða 1 gefur til kynna að það séu engin áhrif á lífsgæði barns.

p = 0,002

PedsQL: Heildarskor skv. PedsQL er mælikvarði á almenn heilsutengd lífsgæði, þróaður til notkunar hjá börnum og

unglingum. N = 36 fyrir lyfleysuhópinn í viku 12.

p = 0,028

Á meðan á lyfleysutímabilinu stóð út viku 12 var virknin, hjá bæði hópnum sem fékk ráðlagðan

skammt og hópnum sem fékk hálfan ráðlagðan skammt, almennt sambærileg við aðalendapunktinum

(69,4% og 67,6%) þó að vísbendingar hafi verið um skammtatengda svörun þegar notuð eru hærri

viðmið fyrir virkni (t.d. PGA skorið „án einkenna“ (0), PASI 90). Eftir viku 12 var virkni almennt

meiri og henni betur viðhaldið hjá hópnum sem fékk ráðlagðan skammt samanborið við hópinn sem

fékk hálfan ráðlagðan skammt þar sem lítilsháttar minnkun á virkni kom oftar fram við lok hvers

12 vikna hlés milli skammta. Öryggi við ráðlagðan skammt og hálfan ráðlagðan skammt var

sambærilegt.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog

Miðgildi tímans sem það tók að ná hámarksþéttni í sermi (t

) var 8,5 dagar eftir stakan 90 mg

skammt undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Miðgildi t

ustekinumabs eftir stakan 45 mg eða

90 mg skammt undir húð hjá sjúklingum með psoriasis var sambærilegt við það sem fram kom hjá

heilbrigðum einstaklingum.

Nýting (absolute bioavailability) ustekinumabs eftir gjöf staks skammts undir húð var áætlað 57,2%

hjá sjúklingum með psoriasis.

Dreifing

Miðgildi dreifigarrúmmáls á lokastigi (Vz) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá psoriasis sjúklingum

var frá 57 til 83 ml/kg.

Umbrot

Nákvæmur umbrotsferill ustekinumabs er ekki þekktur.

Brotthvarf

Miðgildi úthreinsunar (CL) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá sjúklingum með psoriasis var á bilinu

1,99 til 2,34 ml/sólarhring/kg. Meðalhelmingunartími (t

) ustekinumabs var um það bil 3 vikur hjá

sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, á bilinu 15-32 dagar í öllum rannsóknum á

psoriasis og psoriasis liðagigt. Í greiningu á lyfjahvörfum ákveðinna hópa, var greinanleg úthreinsun

(CL/F) og greinanlegt dreifingarrúmmál (V/F) 0,465 l/sólarhring og 15,7 l, hvort um sig, hjá

sjúklingum með psoriasis. Kyn hafði ekki áhrif á CL/F ustekinumabs. Greining á lyfjahvörfum

ákveðinna hópa sýndi tilhneigingu til meiri úthreinsunar ustekinumabs hjá sjúklingum sem greindir

hafa verið jákvæðir fyrir mótefnum gegn ustekinumabi.

Línulegt samband

Altæk útsetning ustekinumabs (C

og AUC) jókst í um það bil réttu hlutfalli við skammta eftir gjöf

staks skammts í bláæð á bilinu 0,09 mg/kg til 4,5 mg/kg eða eftir gjöf staks skammts undir húð á

bilinu 24 mg til 240 mg hjá sjúklingum með psoriasis.

Stakur skammtur og endurteknir skammtar

Yfirleitt var hægt að meta þéttni ustekinumabs í sermi eftir gjöf staks skammts eða endurtekinna

skammta undir húð. Jafnvægisþéttni ustekinumabs í sermi náðist í viku 28 eftir gjöf undir húð í viku 0

og viku 4 sem fylgt var eftir með skömmtum á 12 vikna fresti. Miðgildi lágmarksþéttni við jafnvægi

var á bilinu 0,21 μg/ml til 0,26 μg/ml (45 mg) og á bilinu 0,47 μg/ml til 0,49 μg/ml (90 mg) hjá

sjúklingum með psoriasis. Það varð engin sýnileg uppsöfnun á ustekinumabi m.t.t. þéttni í sermi þegar

það var gefið undir húð á 12 vikna fresti.

Áhrif líkamsþyngdar á lyfjahvörf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis

reyndist líkamsþyngd vera mikilvægasta breytan sem hafði áhrif á úthreinsun ustekinumabs. Miðgildi

CL/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 55% hærra en hjá sjúklingum sem vógu

≤ 100 kg. Miðgildi V/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 37% hærra en hjá

sjúklingum sem vógu ≤ 100 kg. Miðgildi lágmarksþéttni ustekinumabs í sermi hjá þyngri

sjúklingunum (> 100 kg) í 90 mg hópnum var svipað og hjá léttari sjúklingunum (≤ 100 kg) í 45 mg

hópnum. Svipaðar niðurstöður komu fram í staðfestandi þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem

notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis liðagigt.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar lyfjahvarfafræðilegar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða skerta

lifrarstarfsemi.

Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar á öldruðum sjúklingum.

Lyfjahvörf ustekinumabs voru almennt sambærileg milli asískra sjúklinga með psoriasis og sjúklinga

með psoriasis sem eru ekki asískir.

Í greiningu á lyfjahvörfum hjá ákveðnum hópum voru engin merki um áhrif tóbaks og alkóhóls á

lyfjahvörf ustekinumabs.

Þéttni ustekinumabs í sermi hjá börnum með psoriasis á aldrinum 12 til 17 ára, meðhöndluð með

ráðlögðum skammti miðað við þyngd, var almennt sambærileg við þéttni hjá fullorðnum psoriasis

sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með fullorðinsskammti, hins vegar var þéttni ustekinumabs í

sermi hjá börnum með psoriasis, meðhöndluð með hálfum ráðlögðum skammti miðað við þyngd,

almennt minni en hjá fullorðnum.

Stjórnun á CYP450 ensímum

Áhrif IL-12 eða IL-23 á stjórnun á CYP450 ensímum voru metin í in vitro rannsókn, þar sem notaðar

voru lifrarfrumur úr mönnum, sem sýndi fram á að IL-12 og/eða IL-23 í þéttninni 10 ng/ml breytti

ekki CYP450 ensímvirkni í mönnum (CYP1A2, 2B6, 2C9, 2C19, 2D6 eða 3A4; sjá kafla 4.5).

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu (t.d. eituráhrifa á líffæri) fyrir menn, á

grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta

og eiturverkunum á þroska og æxlun. Í rannsóknum á eituráhrifum á þroska og æxlun hjá cynomolgus

öpum sáust engar aukaverkanir á frjósemi karldýra og hvorki fæðingargallar né eituráhrif á þroska.

Engar aukaverkanir á frjósemi kvendýra sáust við notkun hliðstæðs mótefnis gegn IL-12/23 í músum.

Skammtastærðir í dýrarannsóknum voru allt að um það bil 45-falt stærri en stærstu sambærilegir

skammtar ætlaðir til meðferðar psoriasis sjúklinga og leiddu til hámarksþéttni í sermi hjá öpum sem er

meira en 100-falt hærri en sést hjá mönnum.

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum ustekinumabs voru ekki framkvæmdar vegna skorts á

viðeigandi líkönum fyrir mótefni sem ekki hafa milliverkun við IL-12/23 p40 úr nagdýrum.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

L-histídín

L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat

Pólýsorbat 80

Súkrósi

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið

gerðar.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

0,5 ml lausn í 1 ml sprautu úr gleri af gerð I með áfastri nál úr ryðfríu stáli og nálarhettu sem

inniheldur náttúrulegt þurrt gúmmí (latexafleiða). Sprautan er með nálarhlíf sem þarf að virkja.

STELARA er afgreitt í pakkningu með 1 áfylltri sprautu.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki skal hrista lausnina í STELARA áfylltu sprautunni. Lausnina skal skoða sjónrænt með tilliti til

agna eða mislitunar fyrir gjöf undir húð. Lausnin er tær eða örlítið ógegnsæ, litlaus eða ljósgul og

getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Þetta útlit er ekki óalgengt í

próteinlausnum. Ekki skal nota lyfið ef lausnin er mislituð eða skýjuð, eða ef framandi agnir eru til

staðar. Fyrir notkun á að láta STELARA ná stofuhita (í u.þ.b. 30 mínútur). Nákvæmar leiðbeiningar

um notkun er að finna í fylgiseðlinum.

STELARA inniheldur ekki rotvarnarefni og þess vegna á ekki að nota lyf sem verður eftir í

sprautunni. Stelara fæst í sæfðri, einnota sprautu sem má aldrei endurnota. Farga skal öllum

lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/003

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16.01.2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. september 2013

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1.

HEITI LYFS

STELARA 90 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 90 mg af ustekinumabi í 1 ml.

Ustekinumab er að öllu leyti manna IgGκ einstofna mótefni fyrir interleukin (IL)-12/23 framleitt í

mergæxlisfrumum úr músum með DNA samrunaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Lausnin er tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða ljósgul.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Skellupsoriasis

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá fullorðnum sem ekki hafa svarað, hafa frábendingu eða óþol fyrir annarri altækri meðferð þar á

meðal ciclosporini, methotrexati (MTX) eða PUVA (psoralen og útfjólubláir geislar A) (sjá kafla 5.1).

Skellupsoriasis hjá börnum

STELARA er ætlað til meðferðar á miðlungsmiklum og verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis)

hjá unglingum 12 ára og eldri þar sem ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn með annarri altækri

meðferð eða ljósameðferð eða óþol er fyrir þessum meðferðum (sjá kafla 5.1).

Psoriasis liðagigt

Stelara eitt sér eða í samsettri meðferð með MTX er ætlað til meðferðar við virkri psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum sjúklingum þegar svörun við fyrri meðferð með ólífrænum sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum (DMARD) hefur reynst ófullnægjandi (sjá kafla 5.1).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

STELARA er ætlað til notkunar undir leiðsögn og eftirliti læknis sem hefur reynslu í greiningu og

meðferð á psoriasis eða psoriasis liðagigt.

Skammtar

Skellupsoriasis

Ráðlagður skammtur af STELARA er 45 mg upphafsskammtur gefinn undir húð fylgt eftir með 45 mg

skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Sjúklingar með líkamsþyngd > 100 kg

Fyrir sjúklinga sem eru > 100 kg að þyngd er upphafsskammturinn 90 mg undir húð, sem fylgt er eftir

með 90 mg skammti 4 vikum seinna og svo á 12 vikna fresti eftir það. Sýnt var fram á að hjá þessum

sjúklingum voru 45 mg einnig gagnleg. Hins vegar leiddu 90 mg til meiri virkni. (sjá kafla 5.1, töflu 4)

Psoriasis liðagigt

Ráðlögð skömmtun STELARA er 45 mg upphafsskammtur, gefinn undir húð, eftir það er gefinn

45 mg skammtur 4 vikum síðar og síðan á 12 vikna fresti eftir það. Sem annan valkost má nota 90 mg

hjá sjúklingum sem vega > 100 kg.

Íhuga ætti að hætta meðferð hjá sjúklingum sem hafa enga svörun sýnt þegar meðferð hefur staðið allt

að 28 vikur.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða (sjá kafla 4.4).

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

STELARA hefur ekki verið rannsakað í þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar

varðandi skammtastærðir.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun STELARA hjá börnum yngri en 12 ára.

Skellupsoriasis hjá börnum (12 ára og eldri)

Ráðlagður skammtur af STELARA miðað við líkamsþyngd kemur fram hér fyrir neðan (töflur 1 og 2).

STELARA á að gefa á viku 0 og 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Tafla 1

Ráðlagður skammtur af STELARA við psoriasis hjá börnum

Líkamsþyngd þegar skammtur er gefinn

Ráðlagður skammtur

< 60 kg

0,75 mg/kg

≥ 60-≤ 100 kg

45 mg

> 100 kg

90 mg

Til að reikna inndælingarrúmmálið (ml) fyrir sjúklinga < 60 kg, skal nota eftirfarandi formúlu: líkamsþyngd (kg) x

0,0083 (ml/kg) eða sjá töflu 2. Námunda skal reiknaða rúmmálið að næsta 0,01 ml og gefa lyfið með sprautu með 1 ml

kvarða. Til er 45 mg hettuglas fyrir börn sem þurfa að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Tafla 2

Inndælingarrúmmál STELARA við psoriasis hjá börnum < 60 kg

Líkamsþyngd þegar

skammtur er gefinn (kg)

Skammtur (mg)

Inndælingarrúmmál (ml)

22,5

0,25

23,3

0,26

24,0

0,27

24,8

0,27

25,5

0,28

26,3

0,29

27,0

0,30

27,8

0,31

28,5

0,32

29,3

0,32

30,0

0,33

30,8

0,34

31,5

0,35

32,3

0,36

33,0

0,37

33,8

0,37

34,5

0,38

35,3

0,39

36,0

0,40

36,8

0,41

37,5

0,42

38,3

0,42

39,0

0,43

39,8

0,44

40,5

0,45

41,3

0,46

42,0

0,46

42,8

0,47

43,5

0,48

44,3

0,49

Íhuga skal að hætta meðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa sýnt neina svörun eftir 28 vikna meðferð.

Lyfjagjöf

STELARA er til notkunar undir húð. Forðast skal að velja stungustað á húð þar sem einkenni eru um

psoriasis ef hægt er.

Eftir viðeigandi þjálfun í inndælingu undir húð geta sjúklingar eða umönnunaraðilar þeirra gefið

inndælingu með STELARA ef læknirinn telur að það sé viðeigandi. Engu að síður skal læknirinn

tryggja viðeigandi eftirfylgni með sjúklingunum. Sjúklingum eða umönnunaraðilum þeirra skal kennt

að sprauta öllum skammtinum af STELARA samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar eru í

fylgiseðlinum. Heildarleiðbeiningar um lyfjagjöf eru gefnar í fylgiseðlinum.

Sjá kafla 6.6 fyrir nánari fyrirmæli um undirbúning og sérstakar varúðarráðstafanir við meðhöndlun.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar sýkingar sem hafa klíníska þýðingu (t.d. virk berklasýking, sjá kafla 4.4).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýkingar

Ustekinumab getur haft tilhneigingu til að auka hættuna á sýkingum og endurvirkjun óvirkra sýkinga.

Í klínískum rannsóknum hafa sést alvarlegar bakteríu-, sveppa- og veirusýkingar hjá sjúklingum á

STELARA (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar íhugað er hvort gefa skuli sjúklingum með langvinna sýkingu eða sögu um

endurtekna sýkingu STELARA (sjá kafla 4.3).

Áður en meðferð með STELARA er hafin skal athuga hvort sjúklingur sé sýktur af berklum.

STELARA á ekki gefa sjúklingum með virka berklasýkingu (sjá kafla 4.3). Hefja skal meðferð á

óvirkri berklasýkingu áður en STELARA er gefið. Berklameðferð skal einnig íhuguð áður en meðferð

með STELARA er hafin hjá sjúklingum með sögu um óvirka eða virka berkla þar sem viðeigandi

meðferð hefur ekki verið staðfest. Fylgjast skal vel með ummerkjum og einkennum virkrar

berklasýkingar hjá sjúklingum á STELARA meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð lýkur.

Sjúklingum skal sagt að leita læknishjálpar ef ummerki eða einkenni sem gefa til kynna sýkingu koma

í ljós. Ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu skal fylgjast náið með honum og ekki skal gefa STELARA

fyrr en komist hefur verið fyrir sýkinguna.

Illkynja sjúkdómar

Ónæmisbælandi lyf eins og ustekinumab hafa tilhneigingu til að auka hættuna á illkynja sjúkdómum.

Sumir sjúklinganna sem fengu STELARA í klínískum rannsóknum fengu illkynja sjúkdóma í húð eða

annars staðar í líkamanum (sjá kafla 4.8).

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með sögu um illkynja sjúkdóma eða sjúklingum

sem halda áfram meðferð eftir að hafa fengið illkynja sjúkdóm meðan þeir voru á STELARA meðferð.

Þess vegna skal gæta varúðar þegar íhugað er að gefa þessum sjúklingum STELARA.

Fylgjast ætti með öllum sjúklingum með tilliti til þess hvort húðkrabbamein sem er ekki sortuæxli

(non-melanoma) komi fram, sérstaklega þeim sem eru eldri en 60 ára, með sögu um langvarandi

ónæmisbælandi meðferð eða sögu um PUVA meðferð (sjá kafla 4.8).

Ofnæmisviðbrögð

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum eftir markaðssetningu lyfsins, sem í sumum

tilvikum hafa komið fram nokkrum dögum eftir meðferð. Bráðaofnæmi og ofsabjúgur hafa komið

fram. Ef bráðaofnæmisviðbrögð eða önnur alvarleg ofnæmisviðbrögð eiga sér stað skal hefja

viðeigandi meðferð og hætta gjöf STELARA. (sjá kafla 4.8).

Latex næmi

Nálarhettan á áfylltu sprautunni er framleidd úr náttúrulegu þurru gúmmíi (latexafleiða) sem getur

valdið ofnæmisviðbrögðum hjá einstaklingum sem eru latex næmir.

Ónæmisaðgerðir

Mælt er með því að gefa ekki lifandi veiru- eða bakteríubóluefni (svo sem Bacillus of Calmette and

Guérin (BCG)) samhliða STELARA. Sértækar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum sem

höfðu nýlega fengið lifandi veirubóluefni eða lifandi bakteríubóluefni. Engin gögn eru til um smit

vegna lifandi bóluefna (secondary transmission) hjá sjúklingum á STELARA meðferð. Fyrir

bólusetningu með lifandi veiru- eða bakteríubóluefni skulu líða að minnsta kosti 15 vikur frá síðasta

skammti af STELARA og hægt er að hefja meðferðina að nýju í fyrsta lagi 2 vikum eftir

bólusetninguna. Læknar skulu leita upplýsinga og leiðbeininga um samhliða notkun ónæmisbælandi

lyfs eftir gjöf bóluefnis í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir viðkomand bóluefni.

Sjúklingum sem eru á STELARA meðferð má gefa óvirkjað bóluefni eða bóluefni sem ekki er lifandi.

Langvarandi meðferð með STELARA bælir ekki vessabundna (humoral) ónæmissvörun við

pneumókokka fjölsykra- eða stífkrampabóluefnum (sjá kafla 5.1).

Samtímis ónæmisbælandi meðferð

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og verkun STELARA samhliða ónæmisbælandi efnum, þar á

meðal lífefnalyfjum eða ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA. Gæta skal varúðar þegar íhuguð

er samhliða notkun ónæmisbælandi efna og STELARA og þegar verið er að skipta úr öðru

ónæmisbælandi lífefnalyfi (sjá kafla 4.5).

Afnæmingarmeðferð

STELARA hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum sem hafa gengist undir afnæmingarmeðferð

(allergy immunotherapy). Ekki er vitað hvort STELARA geti haft áhrif á afnæmingarmeðferð.

Alvarlegir húðkvillar

Greint hefur verið frá skinnflagningsbólgu (exfoliative dermatitis) eftir ustekinumab-meðferð hjá

sjúklingum með psoriasis (sjá kafla 4.8). Sjúklingar sem eru með skellupsoriasis geta þróað með sér

psoriasis ásamt roða (erythrodermic psoriasis) með einkennum sem kunna að vera klínískt ógreinanleg

frá skinnflagningsbólgu, en það er hluti af náttúrulegu ferli sjúkdómsins. Læknar ættu að líta á það

sem hluta af eftirliti að vera vakandi fyrir einkennum psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu hjá

psoriasis sjúklingi. Ef slík einkenni koma fyrir skal grípa til viðeigandi meðferðar. Stöðva skal

meðferð með STELARA ef grunur er um viðbrögð við lyfinu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar (≥ 65 ára)

Samanburður á sjúklingum eldri en 65 ára og yngri sjúklingum sem fengu STELARA leiddi ekki í ljós

neinn heildarmun á virkni og öryggi, hins vegar var fjöldi sjúklinga sem voru 65 ára og eldri ekki

nægjanlegur til að ákvarða hvort þeir svari meðferð á annan hátt en yngri sjúklingar. Vegna þess að

almennt er tíðni sýkinga hærri meðal eldri sjúklinga ætti að gæta varúðar við meðferð fyrir aldraða.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lifandi bóluefni skulu ekki gefin samhliða STELARA (sjá kafla 4.4).

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum í mönnum. Í greiningum á lyfjahvörfum hjá

þýði í III. stigs rannsóknunum voru áhrif þeirra lyfja sem algengast er að séu notuð samhliða hjá

psoriasis sjúklingum (þar á meðal parasetamól, íbúprófen, acetýlsalicýlsýra, metformin, atorvastatín

og levótýroxín) á lyfjahvörf ustekinumabs rannsökuð. Við samhliða gjöf voru engar vísbendingar um

milliverkanir við þessi lyf. Grundvöllurinn fyrir þessari greiningu var sá að að minnsta kosti

100 sjúklingar (> 5% af rannsóknarþýði) væru meðhöndlaðir með þessum lyfjum samhliða, í að

minnsta kosti 90% af tímalengd rannsóknarinnar. Samhliða notkun MTX, bólgueyðandi verkjalyfja

(NSAID) og barkstera til inntöku eða fyrri útsetning fyrir and-TNFα lyfjum hafði ekki áhrif á

lyfjahvörf ustekinumabs hjá sjúklingum með psoriasis liðagigt.

Niðurstöður úr in vitro rannsókn benda ekki til þess að aðlaga þurfi skammta hjá sjúklingum sem fá

samhliða CYP450 hvarfefni (sjá kafla 5.2).

Í rannsóknum á psoriasis hafa öryggi og virkni STELARA samhliða öðrum ónæmisbælandi efnum,

þar á meðal lífefnalyfjum og ljósameðferð, ekki verið metin. Í rannsóknum á psoriasis liðagigt virtist

samhliða notkun MTX ekki hafa áhrif á öryggi og verkun STELARA (sjá kafla 4.4).

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri ættu að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í að minnsta

kosti 15 vikur eftir meðferð.

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun ustekinumab á meðgöngu.

Dýrarannsóknir gefa ekki til kynna bein eða óbein skaðleg áhrif í tengslum við meðgöngu,

fósturvísi/fóstur þroska, fæðingu eða þroska ungbarna (sjá kafla 5.3). Til varúðar er ráðlegt að forðast

notkun STELARA á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort ustekinumab skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt útskilnað

ustekinumabs í mjólk í litlu magni. Ekki er vitað hvort ustekinumab frásogast út í blóðið eftir inntöku.

Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum hjá börnum sem eru á brjósti, af völdum ustekinumabs,

verður að taka ákvörðun um hvort hætta skuli brjóstagjöf meðan á meðferð stendur og í allt að 15

vikur eftir meðferð eða hvort hætta skuli meðferð með STELARA, m.t.t. ávinnings af brjóstagjöf fyrir

barnið og ávinnings af STELARA meðferð fyrir konuna.

Frjósemi

Áhrif ustekinumabs á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið metin (sjá kafla 5.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

STELARA hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar (> 5%) á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt hjá fullorðnum, þar sem ustekinumab var notað, voru nefkoksbólga, höfuðverkur og

sýking í efri hluta öndunarvegar. Flestar þeirra voru álitnar vægar og kröfðust ekki stöðvunar

meðferðar. Alvarlegasta aukaverkun af STELARA sem greint hefur verið frá er ofnæmisviðbrögð,

þ.m.t. bráðaofnæmi (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Gögn um öryggi sem lýst er að neðan sýna útsetningu hjá fullorðnum fyrir ustekinumabi í 7 annars og

þriðja stigs samanburðarrannsóknum hjá 4.135 sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, þar

af fengu 3.256 meðferð með ustekinumabi í að minnsta kosti 6 mánuði, 1.482 fengu meðferð í að

minnsta kosti 4 ár og 838 fengu meðferð í að minnsta kosti 5 ár.

Tafla 3 sýnir lista yfir aukaverkanir í klínískum rannsóknum á psoriasis og psoriasis liðagigt hjá

fullorðnum og einnig aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Aukaverkanirnar

eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000),

koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi

gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 3

Listi yfir aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

Tíðni: Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og

sníkjudýra

Algengar: Tannsýkingar, sýking í efri hluta öndunarvegar,

nefkoksbólgaSjaldgæfar: Húðbeðsbólga, ristill, veirusýking

í efri hluta öndunarvegar.

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar: Ofnæmisviðbrögð (þar á meðal útbrot,

ofsakláði)

Mjög sjaldgæfar: Alvarleg ofnæmisviðbrögð (þar á meðal

bráðaofnæmi, ofsabjúgur)

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar: Þunglyndi

Taugakerfi

Algengar: Svimi, höfuðverkur

Sjaldgæfar: andlitstaugarlömun

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar: Verkur í munnkoki

Sjaldgæfar: Nefstífla

Meltingarfæri

Algengar: Niðurgangur, ógleði

Húð og undirhúð

Algengar: Kláði

Sjaldgæfar: Graftarbólupsoriasis, húðflögnun

Mjög sjaldgæfar: Skinnflagningsbólga

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: Bakverkur, vöðvaþrautir, liðverkir

Almennar aukaverkanir og

aukaverkanir á íkomustað

Algengar: Þreyta, roði á stungustað, verkur á stungustað

Sjaldgæfar: Viðbrögð á stungustað (þar á meðal blæðing,

margúll, hersli, bólga og kláði)

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sýkingar

Í samanburðarrannsóknum með lyfleysu á sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt var tíðni

sýkinga eða alvarlegra sýkinga svipuð hjá sjúklingum sem fengu ustekinumabmeðferð og þeim sem

fengu lyfleysu. Í þeim hluta klínískra rannsókna á sjúklingum með psoriasis og sjúklingum með

psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður við lyfleysu var tíðni sýkinga 1,27 á hvert

sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi og 1,17 hjá sjúklingum sem

fengu lyfleysu. Alvarlegar sýkingar voru 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (5 alvarlegar sýkingar á 616 sjúklingaár í eftirfylgni) og 0,01 hjá

sjúklingum sem fengu lyfleysu (4 alvarlegar sýkingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4).

Á bæði þeim tímabilum klínískra rannsókna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem var

samanburðarhópur og ekki, sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingaár hjá 4.135 sjúklingum, var

miðgildi eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt.

Tíðni sýkinga var 0,86 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með

ustekinumabi og tíðni alvarlegra aukaverkana var 0,01 á hvert sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi (107 alvarlegar sýkingar á 9.848 sjúklingaárum í eftirfylgni) og á

meðal alvarlegra sýkinga sem greint var frá voru sarpbólga, húðbeðsbólga, lungnabólga, sýklasótt,

botnlangabólga og gallblöðrubólga.

Í klínískum rannsóknum fengu sjúklingar með óvirkar berklasýkingar, sem voru meðhöndlaðir

samhliða með isoníazíði, ekki berkla.

Illkynja sjúkdómar

Í þeim hluta klínísku rannsóknanna á psoriasis og psoriasis liðagigt þar sem gerður var samanburður

við lyfleysu var tíðni illkynja sjúkdóma að undanskildu húðkrabbameini sem ekki var sortuæxli, 0,16 á

100 sjúklingaár í eftirfylgni fyrir sjúklinga meðhöndlaða með ustekinumabi (1 sjúklingur á

615 sjúklingaár í eftirfylgni) samanborið við 0,35 hjá sjúklingum á lyfleysu (1 sjúklingur á

287 sjúklingaár í eftirfylgni). Tíðni húðkrabbameins sem ekki var sortuæxli var 0,65 á 100 sjúklingaár

í eftirfylgni hjá sjúklingum meðhöndluðum með ustekinumabi (4 sjúklingar á 615 sjúklingaár í

eftirfylgni) samanborið við 0,70 hjá sjúklingum á lyfleysu (2 sjúklingar á 287 sjúklingaár í eftirfylgni).

Á samanburðartímabilum og tímabilum án samanburðar í klínískum rannsóknum á psoriasis og

psoriasis liðagigt sem gefa mynd af útsetningu í 9.848 sjúklingár hjá 4.135 sjúklingum, var miðgildi

eftirfylgni 1,1 ár, 3,2 ár í rannsóknum á psoriasis og 1,0 ár í rannsóknum á psoriasis liðagigt. Greint

var frá illkynja sjúkdómum, að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er sortuæxli, hjá 55 sjúklingum

á 9.830 sjúklingaár í eftirfylgni (tíðnin var 0,56 á 100 sjúklingaár í eftirfylgni hjá sjúklingum

meðhöndluðum með ustekinumabi). Þessi tíðni illkynja sjúkdóma sem skráð var hjá sjúklingum sem

voru meðhöndlaðir með ustekinumabi var sambærileg þeirri tíðni sem búast má við í samfélaginu

almennt (staðlað tíðnihlutfall = 0,92 [95% öryggisbil: 0,69, 1,20], aðlagað fyrir aldri, kyni og

kynstofni). Þeir illkynja sjúkdómar sem komu oftast fyrir að undanskildu húðkrabbameini sem ekki er

sortuæxli voru krabbamein í blöðruhálskirtli, sortuæxli, krabbamein í ristli og endaþarmi og

brjóstakrabbamein. Tíðni húðkrabbameina sem ekki eru sortuæxli var 0,50 á 100 sjúklingaár í

eftirfylgni hjá súklingum sem voru meðhöndlaðir með ustekinumabi (49 sjúklingur á 9.815 sjúklingaár

í eftirfylgni) (sjá kafla 4.4). Hlutfall sjúklinga með grunnfrumukrabbamein á móti þeim sem voru með

flöguþekjukrabbamein (4:1) er sambærilegt því hlutfalli sem búast má við í samfélaginu almennt (sjá

kafla 4.4).

Ofnæmisviðbrögð

Á samanburðartímabilum í klínískum rannsóknum á ustekinumabi hjá sjúklingum með psoriasis og

sjúklingum með psoriasis liðagigt var greint frá útbrotum og ofsakláða hjá < 1% sjúklinga (sjá

kafla 4.4).

Mótefnamyndun

Innan við 8% sjúklinga sem fengu ustekinumab í klínískum rannsóknum mynduðu mótefni gegn

ustekinumabi. Engin augljós tengsl komu fram á milli myndunar mótefna gegn ustekinumabi og

viðbragða á stungustað. Meirihluti sjúklinga sem mældust með mótefni gegn ustekinumabi voru með

hlutleysandi mótefni. Tilhneiging var til minni virkni hjá sjúklingum sem höfðu myndað mótefni gegn

ustekinumabi, hins vegar útilokuðu mótefnin ekki klíníska svörun.

Börn

Aukaverkanir hjá börnum 12 ára og eldri með skellupsoriasis

Öryggi ustekinumabs hefur verið rannsakað í 3. stigs rannsókn hjá 110 sjúklingum á aldrinum frá 12

til 17 ára í allt að 60 vikur. Í þessari rannsókn voru tilkynntar aukaverkanir svipaðar þeim sem komu

fram í fyrri rannsóknum á skellupsoriasis hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir stakir 6 mg/kg skammtar í æð án skammtatakmarkandi

eituráhrifa. Ef um ofskömmtun er að ræða er mælt með að fylgst sé með sjúklingnum með tilliti til

ummerkja eða einkenna um aukaverkanir og viðeigandi meðhöndlun einkenna hafin samstundis.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf til ónæmisbælingar, interleukin hemlar, ATC flokkur: L04AC05.

Verkunarháttur

Ustekinumab er einstofna mótefni sem er að öllu leyti manna IgGκ sem binst með mikilli sérhæfni

sameiginlegu p40 próteinbyggingareiningu frumuboðefnanna interleukin (IL)-12 og IL-23 hjá

mönnum. Ustekinumab hamlar virkni IL-12 og IL-23 hjá mönnum með því að hindra að p40 bindist

IL-12Rβ1 viðtakapróteini sem tjáð er á yfirborði ónæmisfrumna. Ustekinumab getur ekki bundist IL-

12 eða IL-23 sem þegar er bundið IL-12Rβ1 viðtaka á yfirborði frumu. Þess vegna er ekki líklegt að

ustekinumab eigi þátt í komplement- eða mótefna-miðlaðri eiturverkun á frumur með IL-12 og/eða

IL-23 viðtaka. IL-12 og IL-23 eru frumuboðefni sem eru misleit tvennd (heterodimeric) og sem er

seytt af virkjuðum frumum sem tjá mótefnavaka, svo sem átfrumum og griplufrumum (dendritic cells)

og bæði frumuboðefnin taka þátt í ónæmisstarfsemi. IL-12 örvar náttúrlulegar drápsfrumur (natural

killers (NK)) og ræsir sérhæfingu CD4+ Tfrumna gegn T hjálparfrumu 1(Th1) svipgerð, IL-23 virkjar

leið fyrir T 17 hjálparfrumur (Th17). Hins vegar hefur óeðlileg stjórnun á IL 12 og IL 23 verið tengd

ónæmismiðluðum sjúkdómum eins og psoriasis og psoriasis liðagigt.

Með því að bindast sameiginlegri p40 undireiningu IL-12 og IL-23 hefur ustekinumab klíníska verkun

bæði á psoriasis og psoriasis liðagigt með því að trufla leiðir Th1 og Th17 frumuboðefna sem eru

meginþættir í meinafræði þessara sjúkdóma.

Ónæming

Meðan á langtíma framlengingu á psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) stóð sýndu fullorðnir sjúklingar,

sem fengu meðferð með STELARA í að minnsta kosti 3,5 ár, svipaða móefnasvörun við bæði

pneumókokka fjölsykra- og stífkrampabóluefnum og samanburðarhópur psoriasissjúklinga sem ekki

fékk altæka (systemic) meðferð. Svipað hlutfall fullorðinna sjúklinga myndaði verndandi magn af

and-pneumókokka- og and-stífkrampamótefnum og mótefnatítrar voru svipaðir hjá sjúklingum sem

fengu meðferð með STELARA og sjúklingum í samanburðarhópnum.

Verkun

Skellupsoriasis (fullorðnir)

Öryggi og verkun ustekinumabs voru metin hjá 1.996 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum,

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með miðlungsmikinn eða verulegan

skellupsoriasis sem gátu gengist undir ljósameðferð eða altæka meðferð. Auk þess voru ustekinumab

og etanercept borin saman í slembiraðaðri samanburðarrannsókn með lyfi þar sem matsaðilinn var

blindaður hjá sjúklingum með miðlungs mikinn eða verulegan skellupsoriasis sem höfðu sýnt

ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir ciclosporini, MTX eða PUVA.

Í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) voru 766 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 53% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingar fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu

ustekinumab skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

sama skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í

viku 0 og viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16, sem

fylgt var eftir með skammti á 12 vikna fresti. Sjúklingar sem upphaflega fengu ustekinumab skv.

slembiröðun og sem náðu PASI 75 (Psoriasis Area and Severity Index - að minnsta kosti 75% bati

miðað við grunngildi) bæði í viku 28 og viku 40 var slembiraðað á ný til að fá annaðhvort

ustekinumab á 12 vikna fresti eða lyfleysu (þ.e. afturköllun meðferðar). Sjúklingum sem var

slembiraðað á ný og fengu lyfleysu í viku 40 byrjuðu aftur að nota ustekinumab í upphaflegum

skömmtum þegar þeir fundu fyrir 50% minnkun á þeim árangri sem náðist í viku 40 samkvæmt PASI.

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 76 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 2 (PHOENIX 2) voru 1.230 sjúklingar metnir. Af þeim sýndu 61% ýmist engin

viðbrögð eða óþol, eða höfðu frábendingu fyrir annarri altækri meðferð. Sjúklingar fengu ustekinumab

skv. slembiröðun, 45 mg eða 90 mg skammta í viku 0 og viku 4 og var fylgt eftir með

viðbótarskammti í viku 16. Sjúklingar sem fengu lyfleysu skv. slembiröðun, fengu lyfleysu í viku 0 og

viku 4 en fengu síðan ustekinumab (annaðhvort 45 mg eða 90 mg) í viku 12 og viku 16. Öllum

sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni.

Í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT) voru 903 sjúklingar með miðlungs mikinn eða verulegan psoriasis

sem höfðu sýnt ófullnægjandi svörun, óþol eða höfðu frábendingar fyrir öðrum altækum meðferðum

metnir, verkun ustekinumabs og etanercepts var borin saman og öryggi ustekinumabs og etanercepts

metið. Í 12 vikna hluta samanburðarrannsóknarinnar með lyfi var sjúklingum slembiraðað og fengu

etanercept (50 mg tvisvar í viku), ustekinumab 45 mg í viku 0 og 4 eða ustekinumab 90 mg í viku 0 og

Sjúkdómseinkenni voru í upphafi almennt sambærileg fyrir alla meðferðarhópana í psoriasis

rannsóknum 1 og 2 með PASI miðgildi í upphafi frá 17 til 18, miðgildi yfirborðsflatarmáls líkamans

í ≥ 20 og miðgildi DLQI (Dermatology Life Quality Index) á bilinu 10 til 12. Um það bil einn þriðji

(psoriasis rannsókn 1) og einn fjórði (psoriasis rannsókn 2) hluti sjálfboðaliðanna hafði psoriasis gigt

(Psoriatic Arthritis (PsA). Svipaður alvarleiki sjúkdóms sást einnig í psoriasis rannsókn 3.

Aðalendapunkturinn í þessum rannsóknum var hlutfall sjúklinga sem sýndu svörun samkvæmt

PASI 75 frá upphafi að viku 12 (sjá töflur 4 og 5).

Tafla 4

Samantekt á klínískri svörun í psoriasis rannsókn 1 (PHOENIX 1) og psoriasis

rannsókn 2 (PHOENIX 2)

Vika 12

2 skammtar (vika 0 og vika 4)

Vika 28

3 skammtar (vika 0,

vika 4 og vika 16)

lyfleysa

45 mg

90 mg

45 mg

90 mg

Psoriasis rannsókn 1

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

26 (10%)

213 (84%)

220 (86%)

228 (91%)

234 (96%)

PASI 75 svörun N (%)

8 (3%)

171 (67%)

170 (66%)

178 (71%)

191 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

5 (2%)

106 (42%)

94 (37%)

123 (49%)

135 (56%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

10 (4%)

151 (59%)

156 (61%)

146 (58%)

160 (66%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

6 (4%)

124 (74%)

107 (65%)

130 (79%)

124 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

2 (2%)

47 (54%)

63 (68%)

48 (56%)

67 (74%)

Psoriasis rannsókn 2

Fjöldi slembiraðaðra

sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

41 (10%)

342 (84%)

367 (89%)

369 (93%)

380 (95%)

PASI 75 svörun N (%)

15 (4%)

273 (67%)

311 (76%)

276 (70%)

314 (79%)

PASI 90 svörun N (%)

3 (1%)

173 (42%)

209 (51%)

178 (45%)

217 (54%)

án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

18 (4%)

277 (68%)

300 (73%)

241 (61%)

279 (70%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

12 (4%)

218 (73%)

225 (78%)

217 (76%)

226 (81%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

3 (3%)

55 (49%)

86 (71%)

59 (54%)

88 (74%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við lyfleysu

PGA = Heildarmat læknis (Pysician Global Assessment)

Tafla 5

Samantekt á klínískri svörun í viku 12 í psoriasis rannsókn 3 (ACCEPT)

Psoriasis rannsókn 3

Etanercept

24 skammtar

(50 mg tvisvar í viku)

Ustekinumab

2 skammtar (vika 0 and vika 4)

45 mg

90 mg

Fjöldi slembiraðaðra sjúklinga

PASI 50 svörun N (%)

286 (82%)

181 (87%)

320 (92%)

PASI 75 svörun N (%)

197 (57%)

141 (67%)

256 (74%)

PASI 90 svörun N (%)

80 (23%)

76 (36%)

155 (45%)

PGA án einkenna eða með

lágmarks einkenni N (%)

170 (49%)

136 (65%)

245 (71%)

Fjöldi sjúklinga ≤ 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

154 (61%)

109 (72%)

189 (77%)

Fjöldi sjúklinga > 100 kg

PASI 75 svörun N (%)

43 (45%)

32 (55%)

67 (65%)

p < 0,001 fyrir ustekinumab 45 mg eða 90 mg miðað við etanercept.

p = 0,012 fyrir ustekinumab 45 mg miðað with etanercept.

Í psoriasis rannsókn 1 hélst PASI 75 skor marktækt betur með samfelldri meðferð samanborið við að

hætta meðferð (p < 0,001). Svipaðar niðurstöður sáust fyrir hvern skammt af ustekinumabi. Á 1 ári (í

viku 52) höfðu 89% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun

samanborið við 63% af sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð hætt) (p < 0,001).

Á 18 mánuðum (í viku 76) höfðu 84% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun samanborið við 19% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu (meðferð

hætt). Á 3 árum (í viku 148) höfðu 82% sjúklinga sem var slembiraðað á ný fyrir viðhaldsmeðferð

PASI 75 svörun. Á 5 árum (í viku 244) höfðu 80% sjúklinga sem var slembiraðað á ný í

viðhaldsmeðferð PASI 75 svörun.

Hjá sjúklingum sem var slembiraðað á ný fyrir lyfleysu og sem hófu að nýju upphaflega ustekinumab

meðferð eftir að hafa misst ≥ 50% af árangrinum skv. PASI kvarða sýndu 85% PASI 75 svörun á ný

innan 12 vikna eftir að meðferð var hafin að nýju.

Í psoriasis rannsókn 1 sást marktækt meiri hækkun frá upphafi í viku 2 og viku 12 á DLQI hjá báðum

ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Árangurinn hélst framyfir viku 28. Á sama

hátt sást marktækur árangur í psoriasis rannsókn 2 í viku 4 og viku 12 sem hélst fram yfir viku 24. Í

psoriasis rannsókn 1 var árangur m.t.t. psoriasis í nöglum (Nail Psoriasis Severity Index),

heildarstigum líkamlegra og andlegra þátta á SF-36 og kláða VAS (Visual Analogue Scale) marktækur

hjá báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu. Í psoriasis rannsókn 2 var einnig

marktækur árangur skv. HADS (Hospital Anxiety and Depression Scale) og WLQ (Work Limitations

Questionnaire) í báðum ustekinumab meðferðarhópunum samanborið við lyfleysu.

Psoriasis liðagigt (fullorðnir)

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dregur úr einkennum og bætir líkamlega færni og eykur

heilsutengd lífsgæði og dregur úr framvindu útlægra liðskemmda hjá sjúklingum með virka psoriasis

liðagigt.

Öryggi og verkun ustekinumabs var metin hjá 927 sjúklingum í tveimur slembuðum, tvíblindum

samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með virka psoriasis liðagigt (≥ 5 bólgnir liðir

og ≥ 5 aumir liðir) þrátt fyrir meðferð með bólgueyðandi verkjalyfi (NSAID) eða sjúkdómstemprandi

gigtarlyfi (DMARD). Að minnsta kosti 6 mánuðir voru síðan sjúklingarnir í þessum rannsóknum

höfðu greinst með psoriasis liðagigt. Sjúklingar með sérhverja undirtegund psoriasis liðagigtar voru

teknir inn í rannsóknirnar, þ.m.t. fjölliðabólga án vísbendinga um gigtarhnúta (39%), hryggikt með

útlægri libólgu (28%), ósamhverf útlæg liðbólga (21%), sjúkdómur sem náði til liða milli fjarkjúka

(12%) og liðbólga með afmyndun liða (0,5%). Yfir 70% og 40% sjúklinganna í báðum rannsóknunum

voru með festumein (enthesitis) og fingurbólgur (dactylitis) við grunnlínu, talið í sömu röð.

Sjúklingum var slembiraðað til að fá meðferð með ustekinumabi 45 mg, 90 mg, eða lyfleysu undir húð

í viku 0 og 4. viku og eftir það var gefinn skammtur á 12 vikna fresti. Um það bil 50% sjúklinganna

var áfram á stöðugum skammti af MTX (≤ 25 mg/viku).

Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT I) og rannsókn 2 á psoriasis liðagigt (PSUMMIT II)

höfðu 80% og 86% sjúklinganna, talið í sömu röð, áður fengið meðferð með sjúkdómstemprandi

gigtarlyfjum. Í rannsókn 1 máttu sjúklingarnir ekki hafa fengið fyrri meðferð með and-TNF α

(anti-tumour necrosis factor (TNF)α lyfi. Í rannsókn 2 hafði meirihluti (58%, n = 180) sjúklingannna

fengið áður meðferð með a.m.k. einu and-TNFα lyfi, af þeim höfðu yfir 70% hætt á and-TNFα

meðferð á einhvejum tímapunkti meðferðarinnar vegna verkunarbrests eða óþols.

Einkenni

Meðferð með ustekinumabi leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á viðmiðunarþáttum

sjúkdómsvirkni í 24. viku, samanborið við lyfleysu. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem

náðu ACR 20 svörun (American College of Rheumatology) í 24. viku. Lykilniðurstöður verkunar eru

sýndar í töflu 6 hér fyrir neðan.

Tafla 6

Fjöldi sjúklinga sem höfðu náð klínískri svörun í 24. viku í rannsókn 1 (PSUMMIT I) og

rannsókn 2 (PSUMMIT II) á psoriasis liðagigt.

Psoriasis liðagigt, rannsókn 1

Psoriasis liðagigt, rannsókn 2

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Lyfleysa

45 mg

90 mg

Fjöldi sjúklinga

sem völdust í

rannsóknina

206

205

204

104

103

105

ACR 20

svörun, N (%)

47 (23%)

87 (42%)

(50%)

21 (20%)

45 (44%)

46 (44%)

ACR 50

svörun, N (%)

18 (9%)

51 (25%)

57 (28%)

7 (7%)

18 (17%)

24 (23%)

ACR 70

svörun, N (%)

5 (2%)

25 (12%)

29 (14%)

3 (3%)

7 (7%)

9 (9%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

16 (11%)

83 (57%)

93 (62%)

4 (5%)

41 (51%)

45 (56%)

PASI 90

svörun, N (%)

4 (3%)

60 (41%)

65 (44%)

3 (4%)

24 (30%)

36 (44%)

Bæði PASI 75

og ACR 20

svörun, N (%)

8 (5%)

40 (28%)

62 (42%)

2 (3%)

24 (30%)

31 (38%)

Fjöldi sjúklinga

≤ 100 kg

ACR 20

svörun, N (%)

39 (25%)

67 (44%)

78 (51%)

17 (23%)

32 (43%)

34 (47%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

14 (13%)

64 (61%)

73 (66%)

4 (7%)

31 (53%)

32 (56%)

Fjöldi sjúklinga

> 100 kg

ACR 20

svörun, N (%)

8 (15%)

20 (38%)

23 (46%)

4 (13%)

13 (45%)

12 (39%)

Fjöldi sjúklinga

með ≥ 3% BSA

d

PASI 75

svörun, N (%)

2 (5%)

19 (48%)

20 (53%)

10 (45%)

13 (54%)

p < 0,001

p < 0,05

p = ekki marktækt

Fjöldi sjúklinga með psoriasis á húð á ≥ 3% líkamsyfirborðs (BSA) við grunnlínu

Breyting til batnaðar á ACR 20, 50 og 70 svörun hélt áfram eða hélst út viku 52 (rannsókn 1 og 2 á

psoriasis liðagigt) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt). Í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt var

ACR 20 svörun náð í viku 100 hjá 57% eftir 45 mg og hjá 64% eftir 90 mg. Í rannsókn 2 á psoriasis

liðagigt var ACR 20 svörun náð í viku 52 hjá 47% eftir 45 mg og hjá 48% eftir 90 mg.

Hlutfall sjúklinga sem hafði svarað meðferð í 24. viku, samkvæmt aðlöguðum viðmiðunum svörunar

við meðferð psoriasis liðagigtar (PsARC), var einnig marktækt stærra í hópunum sem fengu meðferð

með ustekinumabi samanborið við lyfleysu. Svörun samkvæmt viðmiðun svörunar við meðferð

psoriasis liðagigtar hélst út viku 52 og viku 100. Hjá hærra hlutfalli sjúklinga á meðferð með

ustekinumabi, sem voru með hryggikt með útlægri liðbólgu sem aðalbirtingarmynd, kom fram 50 og

70 prósent breyting til batnaðar samkvæmt mælikvarða á sjúkdómsvirkni hjá fólki með hryggikt (Bath

Ankylosing Spondylitis Disease Activity Index (BASDAI)) samanborið við lyfleysu í 24. Viku.

Svörun sem kom fram í hópunum sem fengu ustekinumab var svipuð hjá þeim sjúklingum sem fengu

samhliða MTX og þeim sem fengu ekki MTX samhliða og hélst út viku 52 og viku 100. Sjúklingar

sem höfðu áður fengið meðferð með and-TNFα lyfjum sem fengu ustekinumab náðu betri svörun í 24.

viku en sjúklingar sem fengu lyfleysu (ACR 20 svörun í 24. viku varð hjá 37% í hópnum sem fékk

45 mg og 34% í hópnum sem fékk 90 mg, samanborið við 15% í lyfleysuhópnum; p < 0,05) og svörun

hélst út viku 52.

Hjá sjúklingum með festumein og fingurbólgur við grunnlínu í rannsókn 1 á psoriasis liðagigt varð

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og fingurbólgur í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt kom fram

marktæk breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á festumein og tölulegur munur (ekki

tölfræðilega marktækur) samkvæmt skori á mælikvarða varðandi fingurbólgur í hópnum sem fékk

90 mg, samanborið við lyfleysu í 24. viku. Breyting til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á

festumeini og fingurbólgu hélst út viku 52 og viku 100.

Svörun samkvæmt myndgreiningu

Vefrænar skemmdir í hand- og fótleggjum voru tjáðar sem breyting miðað við grunngildi á

heildarskori van der Heijde-Sharp (vdH-S score), kvarðanum var breytt fyrir psoriasis liðagigt með því

að bæta við liðum í fjarkjúku handa. Fyrirframskilgreind samþætt greining var gerð með sameinuðum

niðurstöðum frá 927 þátttakendum úr rannsóknum 1 og 2 á psoriasis liðagigt. Ustekinumab dró

tölfræðilega marktækt úr framvindu vefrænna skemmda samanaborið við lyfleysu mælt sem breyting

frá grunngildi að viku 24 á breyttu heildarskori vdH-S (meðaltal ± SD skor var 0,97 ± 3,85 í

lyfleysuhópnum samanborið við 0,40 ± 2,11 í ustekinumab hópnum sem fékk 45 mg (p < 0,05) og

0,39 ± 2,40 í hópnum sem fékk 90 mg (p < 0,001). Þessi áhrif komu fram í rannsókn 1 á psoriasis

liðagigt. Áhrifin eru talin koma fram án tillits til samhliða notkunar MTX og héldust út viku 52

(samþætt greining) og viku 100 (rannsókn 1 á psoriasis liðagigt).

Líkamleg færni og heilsutengd lífsgæði

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með ustekinumabi kom fram marktæk breyting til batnaðar á

líkamlegri færni samkvæmt mælikvarða á fötlun (Disability Index of the Health Assessment

Questionnaire (HAQ-DI)) í 24. viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt þýðingamikilli ≥ 0,3

breytingu til batnaðar frá grunnlínu samkvæmt HAQ-DI skori var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar á HAQ-DI skori frá grunngildi

hélst út viku 52 og viku 100.

Marktæk breying varð til batnaðar samkvæmt skori á mælikvarða á lífsgæði hjá fólki með

húðsjúkdóma (Dermatology Life Quality Index (DLQI)) í hópunum sem fengu ustekinumab,

samanborið við lyfleysu í 24. viku sem hélst út viku 52 og viku 100. Í rannsókn 2 á psoriasis liðagigt

varð marktæk breyting til batnaðar hjá hópunum sem fengu ustekinumab, samkvæmt skori á

mælikvarða á þreytu hjá fólki á meðferð við langvinnum sjúkdómum (Chronic Illness Therapy -

Fatigue (FACIT-F)), samanborið við lyfleysu í 24 viku. Hlutfall sjúklinga sem náði klínískt marktækri

breytingu til batnaðar með tilliti til þreytu (4 stig á FACIT-F) var einnig marktækt stærra í hópunum

sem fengu ustekinumab, samanborið við lyfleysu. Breyting til batnaðar með tilliti til FACIT stiga hélst

út viku 52.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á

ustekinumabi hjá einum eða fleiri undirhópum barna á aldrinum 6 til 11 ára við meðal til alvarlegu

skellupsoriasis í börnum og barnaliðagigt (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Skellupsoriasis hjá börnum

Sýnt hefur verið fram á að ustekinumab dragi úr einkennum og auki heilsutengd lífsgæði hjá börnum

12 ára og eldri með skellupsoriasis.

Verkun ustekinumabs var rannsökuð hjá 110 börnum á aldrinum 12 til 17 ára með miðlungsmikinn

eða verulegan skellupsoriasis í fjölsetra, 3. stigs slembaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn með

lyfleysu (CADMUS). Sjúklingum var slembiraðað og fengu annaðhvort lyfleysu (n = 37) eða

ráðlagðan skammt af ustekinumabi (sjá kafla 4.2; n = 36) eða hálfan ráðlagðan skammt af

ustekinumabi (n = 37) með inndælingu undir húð í viku 0 og viku 4 og svo á 12 vikna fresti eftir það.

Sjúklingar sem fengið höfðu lyfleysu fóru yfir á ustekinumab í viku 12.

Sjúklingar með PASI ≥ 12, PGA ≥ 3 og einkenni á a.m.k. 10% líkamsyfirborðs (BSA), sem gátu

gengist undir altæka meðferð eða ljósameðferð, þóttu hæfir til að taka þátt í rannsókninni. Um það bil

60% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir hefðbundinni altækri meðferð eða ljósameðferð. Um

það bil 11% sjúklinganna höfðu áður verið útsettir fyrir lífefnalyfjum.

Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem nær PGA skorinu „án einkenna“ (0) eða „með

lágmarks einkenni“ (1) í viku 12. Aukaendapunktar voru m.a. PASI 75, PASI 90, breyting frá

grunngildi á mælikvarða á lífsgæði hjá börnum með húðsjúkdóma (Children’s Dermatology Life

Quality Index (CDLQI)), breyting frá grunngildi á heildarskori skv. mælikvarða á lífsgæðum barna

(Paediatric Quality of Life Inventory (PedsQL)) í viku 12. Þátttakendur sem voru meðhöndlaðir með

ustekinumabi sýndu í viku 12 marktækt meiri breytingu til batnaðar á psoriasis og heilsutengdum

lífsgæðum miðað við lyfleysu (tafla 7).

Öllum sjúklingum var fylgt eftir í allt að 52 vikur eftir að þeir fengu fyrstu meðferð í rannsókninni til

að fylgjast með virkni. Hlutfall sjúklinga með PGA skorið „án einkenna“ (0) eða „með lágmarks

einkenni“ (1) og hlutfall sem náði PASI 75 sýndi fram á að munur var, milli hópsins sem var

meðhöndlaður með ustekinumabi og hópsins sem fékk lyfleysu, í fyrstu heimsókninni eftir upphaf

rannsóknar í viku 4 og sem náði síðan hámarki eftir 12 vikur. Breyting til batnaðar m.t.t. PGA, PASI,

CDLQI og PedsQL viðhélst út viku 52 (tafla 7).

Tafla 7

Samantekt á aðal- og aukaendapunktum í viku 12 og viku 52

Rannsókn á psoriasis hjá börnum (CADMUS)

Vika 12

Vika 52

Lyfleysa

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

Ráðlagður skammtur

af ustekinumabi

N (%)

N (%)

N (%)

Slembiraðaðir sjúklingar

PGA

PGA „án einkenna“ (0) eða

„með lágmarks einkenni“ (1)

2 (5,4%)

25 (69,4%)

20 (57,1%)

PGA „án einkenna“ (0)

1 (2,7%)

17 (47,2%)

13 (37,1%)

PASI

PASI 75 svörun

4 (10,8%)

29 (80,6%)

28 (80,0%)

PASI 90 svörun

2 (5,4%)

22 (61,1%)

23 (65,7%)

PASI 100 svörun

1 (2,7%)

14 (38,9%)

13 (37,1%)

CDLQI

CDLQI skor 0 eða 1

6 (16,2%)

18 (50,0%)

20 (57,1%)

PedsQL

Breyting frá grunngildi

Meðaltal (SD)

3,35 (10,04)

8,03 (10,44)

7,26 (10,92)

p < 0,001

CDLQI: CDLQI er mælitæki sem er notað í tengslum við húðsjúkdóma til að meta áhrif húðvandamáls á heilsutengd

lífsgæði hjá börnum. CDLQI skor 0 eða 1 gefur til kynna að það séu engin áhrif á lífsgæði barns.

p = 0,002

PedsQL: Heildarskor skv. PedsQL er mælikvarði á almenn heilsutengd lífsgæði, þróaður til notkunar hjá börnum og

unglingum. N = 36 fyrir lyfleysuhópinn í viku 12.

p = 0,028

Á meðan á lyfleysutímabilinu stóð út viku 12 var virknin, hjá bæði hópnum sem fékk ráðlagðan

skammt og hópnum sem fékk hálfan ráðlagðan skammt, almennt sambærileg við aðalendapunktinum

(69,4% og 67,6%) þó að vísbendingar hafi verið um skammtatengda svörun þegar notuð eru hærri

viðmið fyrir virkni (t.d. PGA skorið „án einkenna“ (0), PASI 90). Eftir viku 12 var virkni almennt

meiri og henni betur viðhaldið hjá hópnum sem fékk ráðlagðan skammt samanborið við hópinn sem

fékk hálfan ráðlagðan skammt þar sem lítilsháttar minnkun á virkni kom oftar fram við lok hvers

12 vikna hlés milli skammta. Öryggi við ráðlagðan skammt og hálfan ráðlagðan skammt var

sambærilegt.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog

Miðgildi tímans sem það tók að ná hámarksþéttni í sermi (t

) var 8,5 dagar eftir stakan 90 mg

skammt undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Miðgildi t

ustekinumabs eftir stakan 45 mg eða

90 mg skammt undir húð hjá sjúklingum með psoriasis var sambærilegt við það sem fram kom hjá

heilbrigðum einstaklingum.

Nýting (absolute bioavailability) ustekinumabs eftir gjöf staks skammts undir húð var áætlað 57,2%

hjá sjúklingum með psoriasis.

Dreifing

Miðgildi dreifigarrúmmáls á lokastigi (Vz) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá psoriasis sjúklingum

var frá 57 til 83 ml/kg.

Umbrot

Nákvæmur umbrotsferill ustekinumabs er ekki þekktur.

Brotthvarf

Miðgildi úthreinsunar (CL) eftir gjöf staks skammts í bláæð hjá sjúklingum með psoriasis var á bilinu

1,99 til 2,34 ml/sólarhring/kg. Meðalhelmingunartími (t

) ustekinumabs var um það bil 3 vikur hjá

sjúklingum með psoriasis og/eða psoriasis liðagigt, á bilinu 15-32 dagar í öllum rannsóknum á

psoriasis og psoriasis liðagigt. Í greiningu á lyfjahvörfum ákveðinna hópa, var greinanleg úthreinsun

(CL/F) og greinanlegt dreifingarrúmmál (V/F) 0,465 l/sólarhring og 15,7 l, hvort um sig, hjá

sjúklingum með psoriasis. Kyn hafði ekki áhrif á CL/F ustekinumabs. Greining á lyfjahvörfum

ákveðinna hópa sýndi tilhneigingu til meiri úthreinsunar ustekinumabs hjá sjúklingum sem greindir

hafa verið jákvæðir fyrir mótefnum gegn ustekinumabi.

Línulegt samband

Altæk útsetning ustekinumabs (C

og AUC) jókst í um það bil réttu hlutfalli við skammta eftir gjöf

staks skammts í bláæð á bilinu 0,09 mg/kg til 4,5 mg/kg eða eftir gjöf staks skammts undir húð á

bilinu 24 mg til 240 mg hjá sjúklingum með psoriasis.

Stakur skammtur og endurteknir skammtar

Yfirleitt var hægt að meta þéttni ustekinumabs í sermi eftir gjöf staks skammts eða endurtekinna

skammta undir húð. Jafnvægisþéttni ustekinumabs í sermi náðist í viku 28 eftir gjöf undir húð í viku 0

og viku 4 sem fylgt var eftir með skömmtum á 12 vikna fresti. Miðgildi lágmarksþéttni við jafnvægi

var á bilinu 0,21 μg/ml til 0,26 μg/ml (45 mg) og á bilinu 0,47 μg/ml til 0,49 μg/ml (90 mg) hjá

sjúklingum með psoriasis. Það varð engin sýnileg uppsöfnun á ustekinumabi m.t.t. þéttni í sermi þegar

það var gefið undir húð á 12 vikna fresti.

Áhrif líkamsþyngdar á lyfjahvörf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis

reyndist líkamsþyngd vera mikilvægasta breytan sem hafði áhrif á úthreinsun ustekinumabs. Miðgildi

CL/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 55% hærra en hjá sjúklingum sem vógu

≤ 100 kg. Miðgildi V/F hjá sjúklingum sem vógu > 100 kg var um það bil 37% hærra en hjá

sjúklingum sem vógu ≤ 100 kg. Miðgildi lágmarksþéttni ustekinumabs í sermi hjá þyngri

sjúklingunum (> 100 kg) í 90 mg hópnum var svipað og hjá léttari sjúklingunum (≤ 100 kg) í 45 mg

hópnum. Svipaðar niðurstöður komu fram í staðfestandi þýðisgreiningu á lyfjahvörfum þar sem

notaðar voru upplýsingar varðandi sjúklinga með psoriasis liðagigt.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar lyfjahvarfafræðilegar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða skerta

lifrarstarfsemi.

Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar á öldruðum sjúklingum.

Lyfjahvörf ustekinumabs voru almennt sambærileg milli asískra sjúklinga með psoriasis og sjúklinga

með psoriasis sem eru ekki asískir.

Í greiningu á lyfjahvörfum hjá ákveðnum hópum voru engin merki um áhrif tóbaks og alkóhóls á

lyfjahvörf ustekinumabs.

Þéttni ustekinumabs í sermi hjá börnum með psoriasis á aldrinum 12 til 17 ára, meðhöndluð með

ráðlögðum skammti miðað við þyngd, var almennt sambærileg við þéttni hjá fullorðnum psoriasis

sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með fullorðinsskammti, hins vegar var þéttni ustekinumabs í

sermi hjá börnum með psoriasis, meðhöndluð með hálfum ráðlögðum skammti miðað við þyngd,

almennt minni en hjá fullorðnum.

Stjórnun á CYP450 ensímum

Áhrif IL-12 eða IL-23 á stjórnun á CYP450 ensímum voru metin í in vitro rannsókn, þar sem notaðar

voru lifrarfrumur úr mönnum, sem sýndi fram á að IL-12 og/eða IL-23 í þéttninni 10 ng/ml breytti

ekki CYP450 ensímvirkni í mönnum (CYP1A2, 2B6, 2C9, 2C19, 2D6 eða 3A4; sjá kafla 4.5).

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu (t.d. eituráhrifa á líffæri) fyrir menn, á

grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta

og eiturverkunum á þroska og æxlun. Í rannsóknum á eituráhrifum á þroska og æxlun hjá cynomolgus

öpum sáust engar aukaverkanir á frjósemi karldýra og hvorki fæðingargallar né eituráhrif á þroska.

Engar aukaverkanir á frjósemi kvendýra sáust við notkun hliðstæðs mótefnis gegn IL-12/23 í músum.

Skammtastærðir í dýrarannsóknum voru allt að um það bil 45-falt stærri en stærstu sambærilegir

skammtar ætlaðir til meðferðar psoriasis sjúklinga og leiddu til hámarksþéttni í sermi hjá öpum sem er

meira en 100-falt hærri en sést hjá mönnum.

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum ustekinumabs voru ekki framkvæmdar vegna skorts á

viðeigandi líkönum fyrir mótefni sem ekki hafa milliverkun við IL-12/23 p40 úr nagdýrum.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

L-histídín

L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat

Pólýsorbat 80

Súkrósi

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið

gerðar.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

1 ml lausn í 1 ml sprautu úr gleri af gerð I með áfastri nál úr ryðfríu stáli og nálarhettu sem inniheldur

náttúrulegt þurrt gúmmí (latexafleiða). Sprautan er með nálarhlíf sem þarf að virkja. STELARA er

afgreitt í pakkningu með 1 áfylltri sprautu.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki skal hrista lausnina í STELARA áfylltu sprautunni. Lausnina skal skoða sjónrænt með tilliti til

agna eða mislitunar fyrir gjöf undir húð. Lausnin er tær eða örlítið ógegnsæ, litlaus eða ljósgul og

getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Þetta útlit er ekki óalgengt í

próteinlausnum. Ekki skal nota lyfið ef lausnin er mislituð eða skýjuð, eða ef framandi agnir eru til

staðar. Fyrir notkun á að láta STELARA ná stofuhita (í u.þ.b. 30 mínútur). Nákvæmar leiðbeiningar

um notkun er að finna í fylgiseðlinum.

STELARA inniheldur ekki rotvarnarefni og þess vegna á ekki að nota lyf sem verður eftir í

sprautunni. Stelara fæst í sæfðri, einnota sprautu sem má aldrei endurnota. Farga skal öllum

lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/004

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16.01.2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. september 2013

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

VIÐAUKI II

A.

FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG

FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

B.

FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG

NOTKUN

C.

AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

D.

FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN

VIÐ NOTKUN LYFSINS

A.

FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG FRAMLEIÐENDUR

SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

Heiti og heimilisfang framleiðenda líffræðilegra virkra efna

Patheon Biologics LLC

4766 LaGuardia Drive

St. Louis, MO 63134

Bandaríkin

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

NL-2333 CB Leiden

Holland

Janssen Biologics (Ireland)

Barnahely

Ringaskiddy

Co. Cork

Írland

Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

NL-2333 CB Leiden

Holland

B.

FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN

Ávísun lyfsins er háð sérstökum takmörkunum (sjá viðauka I: Samantekt á eiginleikum lyfs,

kafla 4.2).

C

AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

Samantektir um öryggi lyfsins (PSUR)

Markaðsleyfishafi skal leggja fram samantektir um öryggi lyfsins í samræmi við skilyrði sem koma

fram í lista yfir viðmiðunardagsetningar Evrópusambandsins (EURD lista) sem gerð er krafa um í

grein 107c(7) í tilskipun 2001/83 og er birtur í vefgátt fyrir evrópsk lyf.

D.

FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ

NOTKUN LYFSINS

Áætlun um áhættustjórnun

Markaðsleyfishafi skal sinna lyfjagátaraðgerðum sem sem krafist er, sem og öðrum ráðstöfunum eins

og fram kemur í áætlun um áhættustjórnun í kafla 1.8.2 í markaðsleyfinu og öllum uppfærslum á

áætlun um áhættustjórnun sem ákveðnar verða.

Leggja skal fram uppfærða áætlun um áhættustjórnun:

Að beiðni Lyfjastofnunar Evrópu.

Þegar áhættustjórnunarkerfinu er breytt, sérstaklega ef það gerist í kjölfar þess að nýjar

upplýsingar berast sem geta leitt til mikilvægra breytinga á hlutfalli ávinnings/áhættu eða vegna

þess að mikilvægur áfangi (tengdur lyfjagát eða lágmörkun áhættu) næst.

Ef skil á samantekt um öryggi lyfsins og uppfærsla á áætlun um áhættustjórnun er áætluð á svipuðum

tíma má skila þeim saman.

Viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu

Markaðsleyfishafi verður að tryggja að fyrir markaðssetningu Stelara fái allir heilbrigðisstarfsmenn

sem búist er við að ávísi/noti Stelara kennsluefni sem inniheldur eftirfarandi:

Kennsluefni fyrir heilbrigðisstarfsmenn

Upplýsingapakki fyrir sjúklinga

Helstu skilaboðin og efni sem tilheyrir kennsluefninu fyrir heilbrigðisstarfsmenn er skilgreint sem

eftirfarandi:

Samantekt á eiginleikum lyfs,

Leiðbeiningar í hverju landi varðandi skimun á berklum,

Hætta á alvarlegum sýkingum, þar með taldar sýkingar af völdum salmonella, berkla og öðrum

sýkingum af völdum mycobacteria,

Hætta á ofnæmisviðbrögðum, þ.á m. ofnæmi fyrir latexi sem er til staðar í nálarhlíf áfylltrar

sprautu,

Hætta á illkynja sjúkdómum.

Helstu skilaboðin í upplýsingapakka fyrir sjúklinga eru skilgreind sem eftirfarandi:

Fylgiseðill,

Hætta á endurkomu óvirkrar berklasýkingar og upplýsingar um skimun á berklum í hverju landi,

Hætta á alvarlegum sýkingum, þar með taldar sýkingar af völdum salmonella, berkla og öðrum

sýkingum af völdum mycobacteria,

Hætta á ofnæmisviðbrögðum, þ. á m. á ofnæmi fyrir latexi sem er til staðar í nálarhlíf áfylltrar

sprautu,

Hugsanleg hætta á illkynja sjúkdómum,

Viðeigandi aðferðir við að gefa sér Stelara, þ. á m. hvernig á að nota áfylltar sprautur.

VIÐAUKI III

ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL

A. ÁLETRANIR

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

ASKJA MEÐ HETTUGLASI (45 mg)

1.

HEITI LYFS

STELARA 45 mg, stungulyf, lausn

ustekinumab

2.

VIRK(T) EFNI

Hvert hettuglas inniheldur 45 mg ustekinumab í 0,5 ml.

3.

HJÁLPAREFNI

Hjálparefni: Súkrósa, L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80, vatn fyrir

stungulyf.

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Stungulyf, lausn

45 mg/0,5 ml

1 hettuglas

5.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Má ekki hrista.

Til notkunar undir húð.

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN

HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli.

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA

ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/001

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

STELARA 45 mg

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA

EININGA

MERKIMIÐI HETTUGLASS (45 mg)

1.

HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

STELARA 45 mg stungulyf, lausn

ustekinumab

2.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

45 mg/0,5 ml

6.

ANNAÐ

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

ASKJA MEÐ HETTUGLASI (90 mg)

1.

HEITI LYFS

STELARA 90 mg, stungulyf, lausn

ustekinumab

2.

VIRK(T) EFNI

Hvert hettuglas inniheldur 90 mg ustekinumab í 1 ml.

3.

HJÁLPAREFNI

Hjálparefni: Súkrósa, L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80, vatn fyrir

stungulyf.

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Stungulyf, lausn

90 mg/1 ml

1 hettuglas

5.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Má ekki hrista.

Til notkunar undir húð.

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN

HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli.

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA

ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/002

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf.

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

STELARA 90 mg

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA

EININGA

MERKIMIÐI HETTUGLASS (90 mg)

1.

HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

STELARA 90 mg stungulyf, lausn

ustekinumab

2.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

90 mg/1 ml

6.

ANNAÐ

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

ASKJA MEÐ ÁFYLLTRI SPRAUTU (45 mg)

1.

HEITI LYFS

STELARA 45 mg, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

ustekinumab

2.

VIRK(T) EFNI

Hver áfyllt sprauta inniheldur 45 mg ustekinumab í 0,5 ml.

3.

HJÁLPAREFNI

Hjálparefni: Súkrósa, L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80, vatn fyrir

stungulyf. Umbúðir lyfsins innihalda latex gúmmí. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli.

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

45 mg/0,5 ml

1 áfyllt sprauta

5.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Má ekki hrista.

Til notkunar undir húð.

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN

HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli.

Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA

ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/003

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

STELARA 45 mg

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA

EININGA

MERKIMIÐI ÁFYLLTRAR SPRAUTU (45 mg)

1.

HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

STELARA 45 mg stungulyf

ustekinumab

2.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

45 mg/0,5 ml

6.

ANNAÐ

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

ASKJA MEÐ ÁFYLLTRI SPRAUTU (90 mg)

1.

HEITI LYFS

STELARA 90 mg, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

ustekinumab

2.

VIRK(T) EFNI

Hver áfyllt sprauta inniheldur 90 mg ustekinumab í 1 ml.

3.

HJÁLPAREFNI

Hjálparefni: Súkrósa, L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80, vatn fyrir

stungulyf. Umbúðir lyfsins innihalda latex gúmmí. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli.

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

90 mg/1 ml

1 áfyllt sprauta

5.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Má ekki hrista.

Til notkunar undir húð.

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN

HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli.

Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA

ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/494/004

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf.

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

STELARA 90 mg

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA

EININGA

MERKIMIÐI ÁFYLLTRAR SPRAUTU (90 mg)

1.

HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

STELARA 90 mg stungulyf

ustekinumab

2.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

90 mg/1 ml

6.

ANNAÐ

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 45 mg stungulyf, lausn

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins. Ef þú ert foreldri eða

umönnunaraðili sem munt gefa barni Stelara skalt þú lesa þessar upplýsingar vandlega.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig nota á Stelara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla eftirfarandi bólgusjúkdóma:

Skellupsoriasis - hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Psoriasis liðagigt - hjá fullorðnum

Skellupsoriasis

Skellupsoriasis (plaque psoriasis) er sjúkdómur sem hefur áhrif á húð og neglur. Stelara dregur úr

bólgunni og öðrum einkennum sjúkdómsins.

Stelara er notað hjá fullorðnum með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn skellupsoriasis, sem geta

ekki notað ciclosporin, methotrexat eða ljósameðferð eða ef þessar meðferðir hafa ekki virkað.

Stelara er notað hjá börnum 12 ára og eldri með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn

skellupsoriasis, sem þola ekki ljósameðferð eða aðrar altækar meðferðir eða ef þessar meðferðir hafa

ekki virkað.

Psoriasis liðagigt

Psoriasis liðagigt er bólgusjúkdómur í liðum, yfirleitt er húðpsoriasis jafnframt til staðar. Ef þú ert

með virka psoriasis liðagigt verða þér fyrst gefin önnur lyf. Ef þú svarar ekki nægjanlega þessum

lyfjum er hugsanlegt að þér verði gefið Stelara til þess að:

draga úr einkennum sjúkdómsins.

bæta líkamlega færni.

hægja á liðskemmdum.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt áður en hver meðferð hefst. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum

sjúkdómum sem þú ert með áður en hver meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú

hefur nýlega umgengist einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera

berklapróf áður en þú færð Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að

hann gefi þér lyf til meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu.

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 12 ára þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá

þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Stelara

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í greiningu

og meðferð psoriasis og psoriasis liðbólgu.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá sprauturnar og hvenær þú þarft

að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að nota og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Ráðlagður upphafsskammtur er 45 mg af Stelara. Sjúklingum sem eru þyngri en 100 kílógrömm

(kg) má gefa upphafsskammtinn 90 mg í stað 45 mg.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Skammtar sem gefnir eru eftir þetta eru venjulega þeir sömu og upphafsskammtur.

Börn og unglingar 12 ára og eldri

Læknirinn mun reikna út réttan skammt fyrir þig, þar með talið magnið (rúmmálið) af Stelara

sem á að sprauta til að gefa réttan skammt. Réttur skammtur fyrir þig er háður líkamsþyngd

þinni þegar hver skammtur er gefinn.

Ef þú vegur minna en 60 kg er ráðlagður skammtur 0,75 mg af Stelara á hvert kg

líkamsþyngdar.

Ef þú vegur 60 kg til 100 kg er ráðlagður skammtur 45 mg af Stelara.

Ef þú vegur meira en 100 kg er ráðlagður skammtur 90 mg af Stelara.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Stelara er gefið sem inndæling undir húð. Í byrjun meðferðarinnar mun læknir eða

hjúkrunarfræðingur sprauta þig með Stelara.

Hins vegar getur þú í samráði við lækninn ákveðið að þú sprautir þig sjálf/-ur með Stelara. Þá

færð þú þjálfun í að sprauta þig sjálf/-ur með Stelara.

Sjá leiðbeiningar um hvernig gefa á Stelara inndælingu í „Leiðbeiningar um lyfjagjöf“ sem eru

aftast í fylgiseðlinum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú átt að sprauta þig sjálf/-ur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur notað of mikið eða þér hefur verið

gefið of mikið Stelara. Taktu ytri umbúðir lyfsins alltaf með þér, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Stelara

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú gleymir skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkenni psoriasis komið aftur ef notkun er

hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur fram. Segðu lækninum frá

því ef þú ert með einhvers konar sýkingu sem hverfur ekki eða kemur endurtekið aftur.

Læknirinn gæti ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara fyrr en sýkingin er horfin. Láttu

lækninn alltaf vita ef þú ert með einhverja opna skurði eða sár því þau geta sýkst.

Húðflögnun – aukinn roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum geta verið

einkenni um psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu sem eru alvarlegir húðkvillar.

Segðu lækninum þegar í stað frá því ef vart verður við þessi einkenni.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur

Ógleði

Þreyta

Sundl

Höfuðverkur

Kláði

Verkir í baki, vöðvum eða liðum

Særindi í hálsi

Tannsýkingar

Roði og verkur á stungustað

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Þunglyndi

Stífla eða þrengsli í nefi

Blæðing, mar, hersli, þroti og kláði á stungustað

Sigið augnlok og slappir vöðvar öðrum megin í andliti (andlitslömun eða Bell's lömun)

sem er venulega tímabundin

Breytingar á psoriasis með roða og nýtilkomnum örlitlum, gulum eða hvítum blöðrum,

stundum fylgir þessu hiti (psoriasis með graftarbólum)

Húðflögnun

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum, sem getur valdið kláða og sársauka

(skinnflagningsbólga). Svipuð einkenni þróast stundum sem náttúruleg breyting á gerð

psoriasis einkenna (psoriasis ásamt roða).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Stelara

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki Stelara hettuglösin. Kröftugur langvarandi hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki skal nota lyfið:

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

ef vökvinn er mislitur, skýjaður eða þú getur séð framandi agnir fljótandi í honum (sjá frekari

upplýsingar í kafla 6 „Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir“).

ef þú veist, eða heldur að lyfið hafi lent í miklum hitabreytingum (til dæmis að það hafi óvart

frosið eða verið hitað).

ef lyfið hefur verið hrist kröftuglega.

ef innsiglið er rofið.

Stelara er eingöngu einnota. Öllum lyfjaleifum í hettuglasinu og sprautunni á að farga. Ekki má skola

lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig

heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Stelara inniheldur

Virka innihaldsefnið er ustekinumab. Hvert hettuglas inniheldur 45 mg af ustekinumabi í

0,5 ml.

Önnur innihaldsefni eru L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80,

súkrósi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir

Stelara stungulyf er tær eða örlítið ópallýsandi (svipað og gljái á perlu), litlaus eða ljósgul lausn.

Lausnin getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Lyfið kemur í öskju með

1 skammti í 2 ml hettuglasi. Hvert hettuglas inniheldur 45 mg af ustekinumabi í 0,5 ml af stungulyfi,

lausn.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 649 411

Lietuva

UAB „Johnson & Johnson“

Geležinio Vilko g. 18A

LT-08104 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

JANSSEN-CILAG s.r.o.

Karla Engliše 3201/06

CZ-15000 Praha 5 - Smíchov

Česká republika

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

JANSSEN-CILAG Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

JANSSEN-CILAG A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

A.M. Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq ġdida fi triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Malta

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

JANSSEN-CILAG GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137-955-955

Nederland

JANSSEN-CILAG B.V.

Dr. Paul Janssenweg 150

NL-5026 RH Tilburg

Tel: +31 13 583 73 73

Eesti

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

JANSSEN-CILAG AS

Postboks 144

NO-1325 Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

JANSSEN-CILAG Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη

Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

JANSSEN-CILAG Pharma GmbH

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

España

JANSSEN-CILAG, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

JANSSEN–CILAG

POLSKA Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02–135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

JANSSEN-CILAG

1, rue Camille Desmoulins

TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux

Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / +33 (0)1 55 00 40 03

Portugal

JANSSEN-CILAG FARMACÊUTICA, LDA.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România S.R.L.

Str. Tipografilor nr. 11-15,

Clădirea S-Park,

Corp A2, Etaj 5

013714 Bucureşti - RO

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way,

High Wycombe,

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. +386 1 401 18 30

Ísland

JANSSEN-CILAG AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel: +421 232 408 400

Italia

JANSSEN-CILAG SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

JANSSEN-CILAG OY

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Tηλ: +357 22 20 77 00

Sverige

JANSSEN-CILAG AB

Box 7073

SE-192 07 Sollentuna

Tel +46 8 626 50 00

Latvija

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

filiāle Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Leiðbeiningar um lyfjagjöf

Í upphafi meðferðar mun heilbrigðisstarfsmaður aðstoða þig við fyrstu inndælinguna. Hins vegar getur

læknirinn metið það svo að þú getir sjálf/ur sprautað þig með Stelara. Ef svo er færð þú þjálfun í að

sprauta þig með Stelara. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú

átt að sprauta þig.

Ekki blanda Stelara saman við önnur stungulyf.

Ekki hrista Stelara hettuglös. Þetta er vegna þess að kröftugur hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki nota lyfið ef það hefur verið hrist kröftuglega.

1. Athugaðu fjölda hettuglasa og undirbúðu lyfjagjöf:

Taktu hettuglasið (hettuglösin) úr kæli. Láttu hettuglasið standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Með því

nær vökvinn þægilegu hitastigi fyrir inndælingu (stofuhita).

Skoðaðu hettuglasið (hettuglösin) til að ganga úr skugga um að:

fjöldi hettuglasa og styrkur lyfsins sé réttur.

Ef skammturinn er 45 mg eða minna notar þú eitt 45 mg hettuglas af Stelara.

Ef skammturinn er 90 mg notar þú tvö 45 mg hettuglös af Stelara og þarft þá að gefa þér

tvær inndælingar. Veldu tvo mismunandi staði fyrir inndælingarnar (til dæmis eina

inndælingu í hægra læri og hina inndælinguna í vinstra læri) og gefðu inndælingarnar

hvora á eftir annarri. Notaðu nýja nál og sprautu fyrir hvora inndælingu.

um rétt lyf sé að ræða.

ekki sé komið fram yfir fyrningardagsetningu.

hettuglasið sé óskemmt og innsigli órofið.

lausnin í hettuglasinu sé tær eða örlítið ópallýsandi (með perlulíkt endurskin) og litlaus eða

ljósgul.

lausnin sé ekki mislit eða skýjuð og í henni séu ekki framandi agnir.

lausnin sé ekki frosin.

Börn sem vega minna en 60 kg þurfa skammt sem er minni en 45 mg. Gakktu úr skugga um að þú vitir

rétt magn (rúmmál) sem á að taka úr hettuglasinu og hvers konar sprautu á að nota fyrir skammtinn. Ef

þú veist ekki magnið eða hvers konar sprautu á að nota skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfsmann

fyrir frekari upplýsingar.

Taktu til allt sem þú þarft á að halda og leggðu á hreint yfirborð. Þetta á við um sprautu, nál,

sótthreinsandi þurrkur, bómullarhnoðra eða grisju og nálarbox (sjá mynd 1).

Mynd 1

2. Veldu og undirbúðu stungustaðinn:

Veldu stungustað (sjá mynd 2)

Stelara er gefið með inndælingu undir húð.

Góðir stungustaðir eru á ofanverðu læri og á kviðnum að minnsta kosti 5 cm frá naflanum.

Ef mögulegt er skal ekki nota staði þar sem einkenni eru um psoriasis.

Ef einhver aðstoðar þig við að sprauta lyfinu má einnig velja stungustað á upphandleggjum.

Mynd 2

Undirbúðu stungustaðinn

Þvoðu hendur vandlega með sápu og heitu vatni.

Strjúktu yfir húðina á þeim stað sem þú ætlar að stinga með sótthreinsandi þurrku.

Ekki snerta þetta svæði aftur áður en inndælingin fer fram.

3. Undirbúðu skammtinn:

Taktu lokið af hettuglasinu (sjá mynd 3).

Mynd 3

Ekki fjarlægja tappann.

Hreinsaðu tappann með sótthreinsandi þurrku.

Settu hettuglasið á slétt yfirborð.

Taktu upp sprautuna og fjarlægðu nálarhlífina

Ekki snerta nálina eða láta hana snerta neitt.

Þrýstu nálinni í gegnum gúmmítappann.

Snúðu hettuglasinu og sprautunni á hvolf.

Togaðu í sprautustimpilinn til að draga það magn af vökvanum upp í sprautuna sem læknirinn

hefur sagt til um.

Mikilvægt er að nálaroddurinn sé allan tímann ofan í vökvanum. Það kemur í veg fyrir að

loftbólur myndist í sprautunni (sjá mynd 4).

Mynd 4

Fjarlægðu nálina úr hettuglasinu.

Haltu sprautunni þannig að nálin snúi upp til að sjá hvort einhverjar loftbólur séu í henni.

Séu loftbólur til staðar skaltu slá létt á hlið sprautunnar þar til loftbólurnar fara efst upp í

sprautuna (sjá mynd 5).

Mynd 5

Ýttu þá á sprautustimpilinn þar til allt loftið (en ekkert af vökvanum) hefur verið fjarlægt.

Ekki leggja sprautuna niður eða láta nálina snerta neitt.

4. Sprautaðu skammtinum:

Taktu varlega utan um hreinsaða húðina með þumli og vísifingri. Ekki kreista hana.

Þrýstu nálinni inn í húðina.

Ýttu á sprautustimpilinn með þumalfingri eins langt og hann kemst, til þess að sprauta inn öllum

vökvanum. Ýttu honum hægt og jafnt á meðan þú heldur takinu á húðinni.

Þegar stimpillinn er kominn alla leið, dragðu þá nálina út og slepptu takinu á húðinni.

5. Eftir inndælingu:

Þrýstu sótthreinsandi þurrku að stungustaðnum í nokkrar sekúndur eftir inndælinguna.

Smá blæðing eða vökvi getur komið á stungustaðnum. Það er eðlilegt.

Hægt er að þrýsta bómullarhnoðra eða grisju á stungustaðinn í 10 sek.

Ekki nudda húðina á stungustaðnum. Ef þarf má setja plástur á stungustaðinn.

6. Förgun:

Notaðar sprautur og nálar skal setja í þar til gert ílát, eins og nálarbox. Aldrei má endurnota

nálar og sprautur vegna heilsu þinnar og öryggis þíns og annarra. Farga skal ílátinu samkvæmt

reglum á hverjum stað.

Tómum hettuglösum, sótthreinsandi þurrkum og öðrum áhöldum má fleygja með heimilissorpi.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 90 mg stungulyf, lausn

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins. Ef þú ert foreldri eða

umönnunaraðili sem munt gefa barni Stelara skalt þú lesa þessar upplýsingar vandlega.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig nota á Stelara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla eftirfarandi bólgusjúkdóma:

Skellupsoriasis hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Psoriasis liðagigt hjá fullorðnum

Skellupsoriasis

Skellupsoriasis (plaque psoriasis) er sjúkdómur sem hefur áhrif á húð og neglur. Stelara dregur úr

bólgunni og öðrum einkennum sjúkdómsins.

Stelara er notað hjá fullorðnum með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn skellupsoriasis, sem geta

ekki notað ciclosporin, methotrexat eða ljósameðferð eða ef þessar meðferðir hafa ekki virkað.

Stelara er notað hjá börnum 12 ára og eldri með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn

skellupsoriasis, sem þola ekki ljósameðferð eða aðrar altækar meðferðir eða ef þessar meðferðir hafa

ekki virkað.

Psoriasis liðagigt

Psoriasis liðagigt er bólgusjúkdómur í liðum, yfirleitt er húðpsoriasis jafnframt til staðar. Ef þú ert

með virka psoriasis liðagigt verða þér fyrst gefin önnur lyf. Ef þú svarar ekki nægjanlega þessum

lyfjum er hugsanlegt að þér verði gefið Stelara til þess að:

draga úr einkennum sjúkdómsins.

bæta líkamlega færni.

hægja á liðskemmdum.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt áður en hver meðferð hefst. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum

sjúkdómum sem þú ert með áður en hver meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú

hefur nýlega umgengist einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera

berklapróf áður en þú færð Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að

hann gefi þér lyf til meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu.

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 12 ára þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá

þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Stelara

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í greiningu

og meðferð psoriasis og psoriasis liðbólgu.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá sprauturnar og hvenær þú þarft

að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að nota og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Ráðlagður upphafsskammtur er 45 mg af Stelara. Sjúklingum sem eru þyngri en 100 kílógrömm

(kg) má gefa upphafsskammtinn 90 mg í stað 45 mg.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Skammtar sem gefnir eru eftir þetta eru venjulega þeir sömu og upphafsskammtur.

Börn og unglingar 12 ára og eldri

Læknirinn mun reikna út réttan skammt fyrir þig, þar með talið magnið (rúmmálið) af Stelara

sem á að sprauta til að gefa réttan skammt. Réttur skammtur fyrir þig er háður líkamsþyngd

þinni þegar hver skammtur er gefinn.

Til er 45 mg hettuglas ef þú þarft að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Ef þú vegur minna en 60 kg er ráðlagður skammtur 0,75 mg af Stelara á hvert kg

líkamsþyngdar.

Ef þú vegur 60 kg til 100 kg er ráðlagður skammtur 45 mg af Stelara.

Ef þú vegur meira en 100 kg er ráðlagður skammtur 90 mg af Stelara.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Stelara er gefið sem inndæling undir húð. Í byrjun meðferðarinnar mun læknir eða

hjúkrunarfræðingur sprauta þig með Stelara.

Hins vegar getur þú í samráði við lækninn ákveðið að þú sprautir þig sjálf/-ur með Stelara. Þá

færð þú þjálfun í að sprauta þig sjálf/-ur með Stelara.

Sjá leiðbeiningar um hvernig gefa á Stelara inndælingu í „Leiðbeiningar um lyfjagjöf“ sem eru

aftast í fylgiseðlinum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú átt að sprauta þig sjálf/-ur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur notað of mikið eða þér hefur verið

gefið of mikið Stelara. Taktu ytri umbúðir lyfsins alltaf með þér, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Stelara

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú gleymir skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkenni psoriasis komið aftur ef notkun er

hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að

1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur fram. Segðu lækninum frá

því ef þú ert með einhvers konar sýkingu sem hverfur ekki eða kemur endurtekið aftur.

Læknirinn gæti ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara fyrr en sýkingin er horfin. Láttu

lækninn alltaf vita ef þú ert með einhverja opna skurði eða sár því þau geta sýkst.

Húðflögnun – aukinn roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum geta verið

einkenni um psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu sem eru alvarlegir húðkvillar.

Segðu lækninum þegar í stað frá því ef vart verður við þessi einkenni.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur

Ógleði

Þreyta

Sundl

Höfuðverkur

Kláði

Verkir í baki, vöðvum eða liðum

Særindi í hálsi

Tannsýkingar

Roði og verkur á stungustað

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Þunglyndi

Stífla eða þrengsli í nefi

Blæðing, mar, hersli, þroti og kláði á stungustað

Sigið augnlok og slappir vöðvar öðrum megin í andliti (andlitslömun eða Bell's lömun)

sem er venulega tímabundin

Breytingar á psoriasis með roða og nýtilkomnum örlitlum, gulum eða hvítum blöðrum,

stundum fylgir þessu hiti (psoriasis með graftarbólum)

Húðflögnun

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum, sem getur valdið kláða og sársauka

(skinnflagningsbólga). Svipuð einkenni þróast stundum sem náttúruleg breyting á gerð

psoriasis einkenna (psoriasis ásamt roða).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Stelara

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki Stelara hettuglösin. Kröftugur langvarandi hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki skal nota lyfið:

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

ef vökvinn er mislitur, skýjaður eða þú getur séð framandi agnir fljótandi í honum (sjá frekari

upplýsingar í kafla 6 „Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir“).

ef þú veist, eða heldur að lyfið hafi lent í miklum hitabreytingum (til dæmis að það hafi óvart

frosið eða verið hitað).

ef lyfið hefur verið hrist kröftuglega.

ef innsiglið er rofið.

Stelara er eingöngu einnota. Öllum lyfjaleifum í hettuglasinu og sprautunni á að farga. Ekki má skola

lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig

heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Stelara inniheldur

Virka innihaldsefnið er ustekinumab. Hvert hettuglas inniheldur 90 mg af ustekinumabi í 1 ml.

Önnur innihaldsefni eru L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80,

súkrósi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir

Stelara stungulyf er tær eða örlítið ópallýsandi (svipað og gljái á perlu), litlaus eða ljósgul lausn.

Lausnin getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Lyfið kemur í öskju með

1 skammti í 2 ml hettuglasi. Hvert hettuglas inniheldur 90 mg af ustekinumabi í 1 ml af stungulyfi,

lausn.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 649 411

Lietuva

UAB „Johnson & Johnson“

Geležinio Vilko g. 18A

LT-08104 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

JANSSEN-CILAG s.r.o.

Karla Engliše 3201/06

CZ-15000 Praha 5 - Smíchov

Česká republika

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

JANSSEN-CILAG Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

JANSSEN-CILAG A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

A.M. Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq ġdida fi triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Malta

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

JANSSEN-CILAG GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137-955-955

Nederland

JANSSEN-CILAG B.V.

Dr. Paul Janssenweg 150

NL-5026 RH Tilburg

Tel: +31 13 583 73 73

Eesti

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

JANSSEN-CILAG AS

Postboks 144

NO-1325 Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

JANSSEN-CILAG Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη

Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

JANSSEN-CILAG Pharma GmbH

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

España

JANSSEN-CILAG, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

JANSSEN–CILAG

POLSKA Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02–135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

JANSSEN-CILAG

1, rue Camille Desmoulins

TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux

Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / +33 (0)1 55 00 40 03

Portugal

JANSSEN-CILAG FARMACÊUTICA, LDA.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România S.R.L.

Str. Tipografilor nr. 11-15,

Clădirea S-Park,

Corp A2, Etaj 5

013714 Bucureşti - RO

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way,

High Wycombe,

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. +386 1 401 18 30

Ísland

JANSSEN-CILAG AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel: +421 232 408 400

Italia

JANSSEN-CILAG SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

JANSSEN-CILAG OY

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Tηλ: +357 22 20 77 00

Sverige

JANSSEN-CILAG AB

Box 7073

SE-192 07 Sollentuna

Tel +46 8 626 50 00

Latvija

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

filiāle Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Leiðbeiningar um lyfjagjöf

Í upphafi meðferðar mun heilbrigðisstarfsmaður aðstoða þig við fyrstu inndælinguna. Hins vegar getur

læknirinn metið það svo að þú getir sjálf/ur sprautað þig með Stelara. Ef svo er færð þú þjálfun í að

sprauta þig með Stelara. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú

átt að sprauta þig.

Ekki blanda Stelara saman við önnur stungulyf.

Ekki hrista Stelara hettuglös. Þetta er vegna þess að kröftugur hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki nota lyfið ef það hefur verið hrist kröftuglega.

1. Athugaðu fjölda hettuglasa og undirbúðu lyfjagjöf:

Taktu hettuglasið (hettuglösin) úr kæli. Láttu hettuglasið standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Með því

nær vökvinn þægilegu hitastigi fyrir inndælingu (stofuhita).

Skoðaðu hettuglasið (hettuglösin) til að ganga úr skugga um að:

fjöldi hettuglasa og styrkur lyfsins sé réttur.

Ef skammturinn er 90 mg notar þú eitt 90 mg hettuglas af Stelara.

um rétt lyf sé að ræða.

ekki sé komið fram yfir fyrningardagsetningu.

hettuglasið sé óskemmt og innsigli órofið.

lausnin í hettuglasinu sé tær eða örlítið ópallýsandi (með perlulíkt endurskin) og litlaus eða

ljósgul.

lausnin sé ekki mislit eða skýjuð og í henni séu ekki framandi agnir.

lausnin sé ekki frosin.

Taktu til allt sem þú þarft á að halda og leggðu á hreint yfirborð. Þetta á við um sprautu, nál,

sótthreinsandi þurrkur, bómullarhnoðra eða grisju og nálarbox (sjá mynd 1).

Mynd 1

2. Veldu og undirbúðu stungustaðinn:

Veldu stungustað (sjá mynd 2)

Stelara er gefið með inndælingu undir húð.

Góðir stungustaðir eru á ofanverðu læri og á kviðnum að minnsta kosti 5 cm frá naflanum.

Ef mögulegt er skal ekki nota staði þar sem einkenni eru um psoriasis.

Ef einhver aðstoðar þig við að sprauta lyfinu má einnig velja stungustað á upphandleggjum.

Mynd 2

Undirbúðu stungustaðinn

Þvoðu hendur vandlega með sápu og heitu vatni.

Strjúktu yfir húðina á þeim stað sem þú ætlar að stinga með sótthreinsandi þurrku.

Ekki snerta þetta svæði aftur áður en inndælingin fer fram.

3. Undirbúðu skammtinn:

Taktu lokið af hettuglasinu (sjá mynd 3).

Mynd 3

Ekki fjarlægja tappann.

Hreinsaðu tappann með sótthreinsandi þurrku.

Settu hettuglasið á slétt yfirborð.

Taktu upp sprautuna og fjarlægðu nálarhlífina

Ekki snerta nálina eða láta hana snerta neitt.

Þrýstu nálinni í gegnum gúmmítappann.

Snúðu hettuglasinu og sprautunni á hvolf.

Togaðu í sprautustimpilinn til að draga það magn af vökvanum upp í sprautuna sem læknirinn

hefur sagt til um.

Mikilvægt er að nálaroddurinn sé allan tímann ofan í vökvanum. Það kemur í veg fyrir að

loftbólur myndist í sprautunni(sjá mynd 4).

Mynd 4

Fjarlægðu nálina úr hettuglasinu.

Haltu sprautunni þannig að nálin snúi upp til að sjá hvort einhverjar loftbólur séu í henni.

Séu loftbólur til staðar skaltu slá létt á hlið sprautunnar þar til loftbólurnar fara efst upp í

sprautuna (sjá mynd 5).

Mynd 5

Ýttu þá á sprautustimpilinn þar til allt loftið (en ekkert af vökvanum) hefur verið fjarlægt.

Ekki leggja sprautuna niður eða láta nálina snerta neitt.

4. Sprautaðu skammtinum:

Taktu varlega utan um hreinsaða húðina með þumli og vísifingri. Ekki kreista hana.

Þrýstu nálinni inn í húðina.

Ýttu á sprautustimpilinn með þumalfingri eins langt og hann kemst, til þess að sprauta inn öllum

vökvanum. Ýttu honum hægt og jafnt á meðan þú heldur takinu á húðinni.

Þegar stimpillinn er kominn alla leið, dragðu þá nálina út og slepptu takinu á húðinni.

5. Eftir inndælingu:

Þrýstu sótthreinsandi þurrku að stungustaðnum í nokkrar sekúndur eftir inndælinguna.

Smá blæðing eða vökvi getur komið á stungustaðnum. Það er eðlilegt.

Hægt er að þrýsta bómullarhnoðra eða grisju á stungustaðinn í 10 sek.

Ekki nudda húðina á stungustaðnum. Ef þarf má setja plástur á stungustaðinn.

6. Förgun:

Notaðar sprautur og nálar skal setja í þar til gert ílát, eins og nálarbox. Aldrei má endurnota

nálar og sprautur vegna heilsu þinnar og öryggis þíns og annarra. Farga skal ílátinu samkvæmt

reglum á hverjum stað.

Tómum hettuglösum, sótthreinsandi þurrkum og öðrum áhöldum má fleygja með heimilissorpi.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 45 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins. Ef þú ert foreldri eða

umönnunaraðili sem munt gefa barni Stelara skalt þú lesa þessar upplýsingar vandlega.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig nota á Stelara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla eftirfarandi bólgusjúkdóma:

Skellupsoriasis hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Psoriasis liðagigt hjá fullorðnum

Skellupsoriasis

Skellupsoriasis (plaque psoriasis) er sjúkdómur sem hefur áhrif á húð og neglur. Stelara dregur úr

bólgunni og öðrum einkennum sjúkdómsins.

Stelara er notað hjá fullorðnum með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn skellupsoriasis, sem geta

ekki notað ciclosporin, methotrexat eða ljósameðferð eða ef þessar meðferðir hafa ekki virkað.

Stelara er notað hjá börnum 12 ára og eldri með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn

skellupsoriasis, sem þola ekki ljósameðferð eða aðrar altækar meðferðir eða ef þessar meðferðir hafa

ekki virkað.

Psoriasis liðagigt

Psoriasis liðagigt er bólgusjúkdómur í liðum, yfirleitt er húðpsoriasis jafnframt til staðar. Ef þú ert

með virka psoriasis liðagigt verða þér fyrst gefin önnur lyf. Ef þú svarar ekki nægjanlega þessum

lyfjum er hugsanlegt að þér verði gefið Stelara til þess að:

draga úr einkennum sjúkdómsins.

bæta líkamlega færni.

hægja á liðskemmdum.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt áður en hver meðferð hefst. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum

sjúkdómum sem þú ert með áður en hver meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú

hefur nýlega umgengist einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera

berklapróf áður en þú færð Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að

hann gefi þér lyf til meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu.

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við latexi eða Stelara stungulyfi

umbúðir lyfsins innihalda latex gúmmí, sem getur valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum hjá

fólki sem er viðkvæmt fyrir latexi. Sjá „Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum“ í kafla 4

um einkenni ofnæmisviðbragða.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 12 ára þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá

þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Stelara

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í greiningu

og meðferð psoriasis og psoriasis liðbólgu.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá sprauturnar og hvenær þú þarft

að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að nota og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Ráðlagður upphafsskammtur er 45 mg af Stelara. Sjúklingum sem eru þyngri en 100 kílógrömm

(kg) má gefa upphafsskammtinn 90 mg í stað 45 mg.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Skammtar sem gefnir eru eftir þetta eru venjulega þeir sömu og upphafsskammtur.

Börn og unglingar 12 ára og eldri

Læknirinn mun reikna út réttan skammt fyrir þig, þar með talið magnið (rúmmálið) af Stelara

sem á að sprauta til að gefa réttan skammt. Réttur skammtur fyrir þig er háður líkamsþyngd

þinni þegar hver skammtur er gefinn.

Til er 45 mg hettuglas fyrir börn sem þurfa að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Ef þú vegur minna en 60 kg er ráðlagður skammtur 0,75 mg af Stelara á hvert kg

líkamsþyngdar.

Ef þú vegur 60 kg til 100 kg er ráðlagður skammtur 45 mg af Stelara.

Ef þú vegur meira en 100 kg er ráðlagður skammtur 90 mg af Stelara.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Stelara er gefið sem inndæling undir húð. Í byrjun meðferðarinnar mun læknir eða

hjúkrunarfræðingur sprauta þig með Stelara.

Hins vegar getur þú í samráði við lækninn ákveðið að þú sprautir þig sjálf/-ur með Stelara. Þá

færð þú þjálfun í að sprauta þig sjálf/-ur með Stelara.

Sjá leiðbeiningar um hvernig gefa á Stelara inndælingu í „Leiðbeiningar um lyfjagjöf“ sem eru

aftast í fylgiseðlinum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú átt að sprauta þig sjálf/-ur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur notað of mikið eða þér hefur verið

gefið of mikið Stelara. Taktu ytri umbúðir lyfsins alltaf með þér, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Stelara

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú gleymir skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkenni psoriasis komið aftur ef notkun er

hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að

1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur fram. Segðu lækninum frá

því ef þú ert með einhvers konar sýkingu sem hverfur ekki eða kemur endurtekið aftur.

Læknirinn gæti ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara fyrr en sýkingin er horfin. Láttu

lækninn alltaf vita ef þú ert með einhverja opna skurði eða sár því þau geta sýkst.

Húðflögnun – aukinn roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum geta verið

einkenni um psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu sem eru alvarlegir húðkvillar.

Segðu lækninum þegar í stað frá því ef vart verður við þessi einkenni.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur

Ógleði

Þreyta

Sundl

Höfuðverkur

Kláði

Verkir í baki, vöðvum eða liðum

Særindi í hálsi

Tannsýkingar

Roði og verkur á stungustað

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Þunglyndi

Stífla eða þrengsli í nefi

Blæðing, mar, hersli, þroti og kláði á stungustað

Sigið augnlok og slappir vöðvar öðrum megin í andliti (andlitslömun eða Bell's lömun)

sem er venulega tímabundin

Breytingar á psoriasis með roða og nýtilkomnum örlitlum, gulum eða hvítum blöðrum,

stundum fylgir þessu hiti (psoriasis með graftarbólum)

Húðflögnun

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum, sem getur valdið kláða og sársauka

(skinnflagningsbólga). Svipuð einkenni þróast stundum sem náttúruleg breyting á gerð

psoriasis einkenna (psoriasis ásamt roða).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Stelara

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki Stelara áfylltar sprautur. Kröftugur langvarandi hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki skal nota lyfið:

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

ef vökvinn er mislitur, skýjaður eða þú getur séð framandi agnir fljótandi í honum (sjá frekari

upplýsingar í kafla 6 „Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir“).

ef þú veist, eða heldur að lyfið hafi lent í miklum hitabreytingum (til dæmis að það hafi óvart

frosið eða verið hitað).

ef lyfið hefur verið hrist kröftuglega.

Stelara er eingöngu einnota. Öllum lyfjaleifum í sprautunni á að farga. Ekki má skola lyfjum niður í

frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er

að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Stelara inniheldur

Virka innihaldsefnið er ustekinumab. Hver áfyllt sprauta inniheldur 45 mg af ustekinumabi í

0,5 ml.

Önnur innihaldsefni eru L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80,

súkrósi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir

Stelara stungulyf er tær eða örlítið ópallýsandi (svipað og gljái á perlu), litlaus eða ljósgul lausn.

Lausnin getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Lyfið kemur í öskju með

1 skammti í 1 ml áfylltri sprautu úr gleri. Hver áfyllt sprauta inniheldur 45 mg af ustekinumabi í

0,5 ml af stungulyfi, lausn.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 649 411

Lietuva

UAB „Johnson & Johnson“

Geležinio Vilko g. 18A

LT-08104 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

JANSSEN-CILAG s.r.o.

Karla Engliše 3201/06

CZ-15000 Praha 5 - Smíchov

Česká republika

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

JANSSEN-CILAG Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

JANSSEN-CILAG A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

A.M. Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq ġdida fi triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Malta

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

JANSSEN-CILAG GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137-955-955

Nederland

JANSSEN-CILAG B.V.

Dr. Paul Janssenweg 150

NL-5026 RH Tilburg

Tel: +31 13 583 73 73

Eesti

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

JANSSEN-CILAG AS

Postboks 144

NO-1325 Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

JANSSEN-CILAG Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη

Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

JANSSEN-CILAG Pharma GmbH

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

España

JANSSEN-CILAG, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

JANSSEN–CILAG

POLSKA Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02–135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

JANSSEN-CILAG

1, rue Camille Desmoulins

TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux

Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / +33 (0)1 55 00 40 03

Portugal

JANSSEN-CILAG FARMACÊUTICA, LDA.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România S.R.L.

Str. Tipografilor nr. 11-15,

Clădirea S-Park,

Corp A2, Etaj 5

013714 Bucureşti - RO

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way,

High Wycombe,

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. +386 1 401 18 30

Ísland

JANSSEN-CILAG AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel: +421 232 408 400

Italia

JANSSEN-CILAG SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

JANSSEN-CILAG OY

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Tηλ: +357 22 20 77 00

Sverige

JANSSEN-CILAG AB

Box 7073

SE-192 07 Sollentuna

Tel +46 8 626 50 00

Latvija

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

filiāle Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Leiðbeiningar um lyfjagjöf

Í upphafi meðferðar mun heilbrigðisstarfsmaður aðstoða þig við fyrstu inndælinguna. Hins vegar getur

læknirinn metið það svo að þú getir sjálf/ur sprautað þig með Stelara. Ef svo er færð þú þjálfun í að

sprauta þig með Stelara. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú

átt að sprauta þig.

Ekki blanda Stelara saman við önnur stungulyf.

Ekki hrista Stelara áfylltar sprautur. Þetta er vegna þess að kröftugur hristingur getur skemmt

lyfið. Ekki nota lyfið ef það hefur verið hrist kröftuglega.

Mynd 1 sýnir hvernig áfyllt sprauta lítur út.

Mynd 1

1. Athugaðu fjölda áfylltra sprautna og undirbúðu lyfjagjöf:

Undirbúningur áfylltrar sprautu fyrir notkun

Taktu áfylltu sprautuna (sprauturnar) úr kæli. Láttu áfylltu sprautuna standa utan öskjunnar í

u.þ.b. hálfa klukkustund. Með því nær vökvinn þægilegu hitastigi fyrir inndælingu (stofuhita).

Ekki fjarlægja nálarhettuna af sprautunni á meðan vökvinn er að ná stofuhita.

Haltu um bol áfylltu sprautunnar og láttu nálina með nálarhettunni vísa upp.

Ekki halda um stimpilhausinn, stimpilinn, nálarhlífavængina eða nálarhettuna.

Aldrei má toga í stimpilinn.

Ekki fjarlægja nálarhettuna af áfylltu sprautunni fyrr en ráðlagt er að gera það.

Ekki snerta klemmurnar sem virkja nálarhlífina (merkt með stjörnum * á mynd 1) til að koma í

veg fyrir að nálarhlífin fari of fljótt yfir nálina.

Skoðaðu áfylltu sprautuna (sprauturnar) til að ganga úr skugga um að:

fjöldi og styrkleiki áfylltra sprautna sé réttur.

Ef skammturinn er 45 mg notar þú eina 45 mg áfyllta sprautu af Stelara.

Ef skammturinn er 90 mg notar þú tvær 45 mg áfylltar sprautur af Stelara og þarft þá að

gefa þér tvær inndælingar. Veldu tvo mismunandi staði fyrir inndælingarnar (t.d. aðra

inndælinguna í hægra læri og hina inndælinguna í vinstra lærið) og gefðu inndælingarnar

hvora á eftir annarri.

um rétt lyf sé að ræða.

ekki sé komið fram yfir fyrningardagsetningu.

áfyllta sprautan sé óskemmd.

lausnin í áfylltu sprautunni sé tær eða örlítið ópallýsandi (með perlulíkt endurskin) og litlaus eða

ljósgul.

lausnin í áfylltu sprautunni sé ekki mislit eða skýjuð og í henni séu ekki framandi agnir.

lausnin í áfylltu sprautunni sé ekki frosin.

Taktu til allt sem þú þarft á að halda og leggðu á hreint yfirborð. Þetta á við um sótthreinsandi þurrkur,

bómullarhnoðra eða grisju og nálarbox.

2. Veldu og undirbúðu stungustaðinn:

Veldu stungustað (sjá mynd 2)

Stelara er gefið með inndælingu undir húð.

Góðir stungustaðir eru á ofanverðu læri og á kviðnum að minnsta kosti 5 cm frá naflanum.

Ef mögulegt er skal ekki nota staði þar sem einkenni eru um psoriasis.

Ef einhver aðstoðar þig við að sprauta lyfinu má einnig velja stungustað á upphandleggjum.

Mynd 2

Undirbúðu stungustaðinn

Þvoðu hendur vandlega með sápu og heitu vatni.

Strjúktu yfir húðina á þeim stað sem þú ætlar að stinga með sótthreinsandi þurrku.

Ekki snerta þetta svæði aftur áður en inndælingin fer fram.

3. Fjarlægðu nálarhettuna (sjá mynd 3):

Nálarhettuna á ekki að fjarlægja fyrr en þú ert tilbúin/-inn að gefa skammtinn.

Taktu áfylltu sprautuna upp, haltu um bol sprautunnar með annarri hendi.

Togaðu nálarhettuna beint af og hentu henni. Ekki snerta stimpilinn á meðan þú gerir þetta.

Mynd 3

Þú gætir séð loftbólu í áfylltu sprautunni eða dropa á nálaroddinum. Þetta er hvoru tveggja

eðlilegt og óþarfi að fjarlægja.

Ekki snerta nálina eða láta hana snerta neitt.

Ekki nota áfylltu sprautuna ef hún hefur dottið án nálarhettunnar. Ef slík aðstaða kemur upp

skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Sprautaðu skammtinum inn strax eftir að nálarhettan hefur verið fjarlægð.

4. Sprautaðu skammtinum:

Haltu áfylltu sprautunni með annarri hendi á milli löngutangar og vísifingurs og staðsettu

þumalfingur ofan á stimpilhausnum og notaðu hina höndina til að klípa varlega um hreinsaða

húðina með þumli og vísifingri. Ekki kreista hana.

Aldrei má toga í stimpilinn.

Í einni skjótri hreyfingu skaltu stinga nálinni í gegnum húðina eins djúpt og hún kemst (sjá

mynd 4).

Mynd 4

Sprautaðu öllu lyfinu inn með því að þrýsta á stimpilinn þar til hann er allur á milli nálarhlífa-

vængjanna (sjá mynd 5).

Mynd 5

Þegar stimplinum er ýtt eins langt og hann kemst á að halda honum áfram niðri með því að

þrýsta á stimpilhausinn. Dragið nálina út og sleppið húðinni (sjá mynd 6).

Mynd 6

Lyftu þumalfingrinum hægt af stimpilhausnum svo að tóma sprautan dragist upp aftur eða þar

til nálin hefur verið hulin með nálarhlífinni, eins og sýnt er á mynd 7:

Mynd 7

5. Eftir inndælingu:

Þrýstu sótthreinsandi þurrku að stungustaðnum í nokkrar sekúndur eftir inndælinguna.

Smá blæðing eða vökvi getur komið á stungustaðnum. Það er eðlilegt.

Hægt er að þrýsta bómullarhnoðra eða grisju á stungustaðinn í 10 sek.

Ekki nudda húðina á stungustaðnum. Ef þarf má setja plástur á stungustaðinn.

6. Förgun:

Notaðar sprautur skal setja í þar til gert ílát, eins og nálarbox (sjá mynd 8). Aldrei má endurnota

sprautu vegna heilsu þinnar og öryggis þíns og annarra. Farga skal ílátinu samkvæmt reglum á

hverjum stað.

Sótthreinsandi þurrkum og öðrum áhöldum má fleygja með heimilissorpi.

Mynd 8

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 90 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins. Ef þú ert foreldri eða

umönnunaraðili sem munt gefa barni Stelara skalt þú lesa þessar upplýsingar vandlega.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig nota á Stelara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla eftirfarandi bólgusjúkdóma:

Skellupsoriasis hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Psoriasis liðagigt hjá fullorðnum

Skellupsoriasis

Skellupsoriasis (plaque psoriasis) er sjúkdómur sem hefur áhrif á húð og neglur. Stelara dregur úr

bólgunni og öðrum einkennum sjúkdómsins.

Stelara er notað hjá fullorðnum með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn skellupsoriasis, sem geta

ekki notað ciclosporin, methotrexat eða ljósameðferð eða ef þessar meðferðir verka ekki.

Stelara er notað hjá börnum 12 ára og eldri með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn

skellupsoriasis, sem þola ekki ljósameðferð eða aðrar altækar meðferðir eða ef þessar meðferðir hafa

ekki virkað.

Psoriasis liðagigt

Psoriasis liðagigt er bólgusjúkdómur í liðum, yfirleitt er húðpsoriasis jafnframt til staðar. Ef þú ert

með virka psoriasis liðagigt verða þér fyrst gefin önnur lyf. Ef þú svarar ekki nægjanlega þessum

lyfjum er hugsanlegt að þér verði gefið Stelara til þess að:

draga úr einkennum sjúkdómsins.

bæta líkamlega færni.

hægja á liðskemmdum.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt áður en hver meðferð hefst. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum

sjúkdómum sem þú ert með áður en hver meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú

hefur nýlega umgengist einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera

berklapróf áður en þú færð Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að

hann gefi þér lyf til meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu.

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við latexi eða Stelara stungulyfi

umbúðir lyfsins innihalda latex gúmmí, sem getur valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum hjá

fólki sem er viðkvæmt fyrir latexi. Sjá „Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum“ í kafla 4

um einkenni ofnæmisviðbragða.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 12 ára þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá

þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Stelara

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í greiningu

og meðferð psoriasis og psoriasis liðbólgu.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá sprauturnar og hvenær þú þarft

að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að nota og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Ráðlagður upphafsskammtur er 45 mg af Stelara. Sjúklingum sem eru þyngri en 100 kílógrömm

(kg) má gefa upphafsskammtinn 90 mg í stað 45 mg.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Skammtar sem gefnir eru eftir þetta eru venjulega þeir sömu og upphafsskammtur.

Börn og unglingar 12 ára og eldri

Læknirinn mun reikna út réttan skammt fyrir þig, þar með talið magnið (rúmmálið) af Stelara

sem á að sprauta til að gefa réttan skammt. Réttur skammtur fyrir þig er háður líkamsþyngd

þinni þegar hver skammtur er gefinn.

Til er 45 mg hettuglas fyrir börn sem þurfa að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Ef þú vegur minna en 60 kg er ráðlagður skammtur 0,75 mg af Stelara á hvert kg

líkamsþyngdar.

Ef þú vegur 60 kg til 100 kg er ráðlagður skammtur 45 mg af Stelara.

Ef þú vegur meira en 100 kg er ráðlagður skammtur 90 mg af Stelara.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Stelara er gefið sem inndæling undir húð. Í byrjun meðferðarinnar mun læknir eða

hjúkrunarfræðingur sprauta þig með Stelara.

Hins vegar getur þú í samráði við lækninn ákveðið að þú sprautir þig sjálf/-ur með Stelara. Þá

færð þú þjálfun í að sprauta þig sjálf/-ur með Stelara.

Sjá leiðbeiningar um hvernig gefa á Stelara inndælingu í „Leiðbeiningar um lyfjagjöf“ sem eru

aftast í fylgiseðlinum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú átt að sprauta þig sjálf/-ur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur notað of mikið eða þér hefur verið

gefið of mikið Stelara. Taktu ytri umbúðir lyfsins alltaf með þér, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Stelara

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú gleymir skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkenni psoriasis komið aftur ef notkun er

hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að

1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur fram. Segðu lækninum frá

því ef þú ert með einhvers konar sýkingu sem hverfur ekki eða kemur endurtekið aftur.

Læknirinn gæti ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara fyrr en sýkingin er horfin. Láttu

lækninn alltaf vita ef þú ert með einhverja opna skurði eða sár því þau geta sýkst.

Húðflögnun – aukinn roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum geta verið

einkenni um psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu sem eru alvarlegir húðkvillar.

Segðu lækninum þegar í stað frá því ef vart verður við þessi einkenni.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur

Ógleði

Þreyta

Sundl

Höfuðverkur

Kláði

Verkir í baki, vöðvum eða liðum

Særindi í hálsi

Tannsýkingar

Roði og verkur á stungustað

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Þunglyndi

Stífla eða þrengsli í nefi

Blæðing, mar, hersli, þroti og kláði á stungustað

Sigið augnlok og slappir vöðvar öðrum megin í andliti (andlitslömun eða Bell's lömun)

sem er venulega tímabundin

Breytingar á psoriasis með roða og nýtilkomnum örlitlum, gulum eða hvítum blöðrum,

stundum fylgir þessu hiti (psoriasis með graftarbólum)

Húðflögnun

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum, sem getur valdið kláða og sársauka

(skinnflagningsbólga). Svipuð einkenni þróast stundum sem náttúruleg breyting á gerð

psoriasis einkenna (psoriasis ásamt roða).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Stelara

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki Stelara áfylltar sprautur. Kröftugur langvarandi hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki skal nota lyfið:

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

ef vökvinn er mislitur, skýjaður eða þú getur séð framandi agnir fljótandi í honum (sjá frekari

upplýsingar í kafla 6 „Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir“).

ef þú veist, eða heldur að lyfið hafi lent í miklum hitabreytingum (til dæmis að það hafi óvart

frosið eða verið hitað).

ef lyfið hefur verið hrist kröftuglega.

Stelara er eingöngu einnota. Öllum lyfjaleifum í sprautunni á að farga. Ekki má skola lyfjum niður í

frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er

að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Stelara inniheldur

Virka innihaldsefnið er ustekinumab. Hver áfyllt sprauta inniheldur 90 mg af ustekinumabi í

1 ml.

Önnur innihaldsefni eru L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80,

súkrósi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir

Stelara stungulyf er tær eða örlítið ópallýsandi (svipað og gljái á perlu), litlaus eða ljósgul lausn.

Lausnin getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Lyfið kemur í öskju með

1 skammti í 1 ml áfylltri sprautu úr gleri. Hver áfyllt sprauta inniheldur 90 mg af ustekinumabi í 1 ml

af stungulyfi, lausn.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 649 411

Lietuva

UAB „Johnson & Johnson“

Geležinio Vilko g. 18A

LT-08104 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

JANSSEN-CILAG NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

JANSSEN-CILAG s.r.o.

Karla Engliše 3201/06

CZ-15000 Praha 5 - Smíchov

Česká republika

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

JANSSEN-CILAG Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

JANSSEN-CILAG A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

A.M. Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq ġdida fi triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Malta

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

JANSSEN-CILAG GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137-955-955

Nederland

JANSSEN-CILAG B.V.

Dr. Paul Janssenweg 150

NL-5026 RH Tilburg

Tel: +31 13 583 73 73

Eesti

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

JANSSEN-CILAG AS

Postboks 144

NO-1325 Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

JANSSEN-CILAG Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη

Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

JANSSEN-CILAG Pharma GmbH

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

España

JANSSEN-CILAG, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

JANSSEN–CILAG

POLSKA Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02–135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

JANSSEN-CILAG

1, rue Camille Desmoulins

TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux

Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / +33 (0)1 55 00 40 03

Portugal

JANSSEN-CILAG FARMACÊUTICA, LDA.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România S.R.L.

Str. Tipografilor nr. 11-15,

Clădirea S-Park,

Corp A2, Etaj 5

013714 Bucureşti - RO

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way,

High Wycombe,

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. +386 1 401 18 30

Ísland

JANSSEN-CILAG AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel: +421 232 408 400

Italia

JANSSEN-CILAG SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

JANSSEN-CILAG OY

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Tηλ: +357 22 20 77 00

Sverige

JANSSEN-CILAG AB

Box 7073

SE-192 07 Sollentuna

Tel +46 8 626 50 00

Latvija

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

filiāle Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

JANSSEN-CILAG Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Leiðbeiningar um lyfjagjöf

Í upphafi meðferðar mun heilbrigðisstarfsmaður aðstoða þig við fyrstu inndælinguna. Hins vegar getur

læknirinn metið það svo að þú getir sjálf/ur sprautað þig með Stelara. Ef svo er færð þú þjálfun í að

sprauta þig með Stelara. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú

átt að sprauta þig.

Ekki blanda Stelara saman við önnur stungulyf.

Ekki hrista Stelara áfylltar sprautur. Þetta er vegna þess að kröftugur hristingur getur skemmt

lyfið. Ekki nota lyfið ef það hefur verið hrist kröftuglega.

Mynd 1 sýnir hvernig áfyllt sprauta lítur út.

Mynd 1

1. Athugaðu fjölda áfylltra sprautna og undirbúðu lyfjagjöf:

Undirbúningur áfylltrar sprautu fyrir notkun

Taktu áfylltu sprautuna (sprauturnar) úr kæli. Láttu áfylltu sprautuna standa utan öskjunnar í

u.þ.b. hálfa klukkustund. Með því nær vökvinn þægilegu hitastigi fyrir inndælingu (stofuhita).

Ekki fjarlægja nálarhettuna af sprautunni á meðan vökvinn er að ná stofuhita.

Haltu um bol áfylltu sprautunnar og láttu nálina með nálarhettunni vísa upp.

Ekki halda um stimpilhausinn, stimpilinn, nálarhlífavængina eða nálarhettuna.

Aldrei má toga í stimpilinn.

Ekki fjarlægja nálarhettuna af áfylltu sprautunni fyrr en ráðlagt er að gera það.

Ekki snerta klemmurnar sem virkja nálarhlífina (merkt með stjörnum * á mynd 1) til að koma í

veg fyrir að nálarhlífin fari of fljótt yfir nálina.

Skoðaðu áfylltu sprautuna (sprauturnar) til að ganga úr skugga um að:

fjöldi og styrkleiki áfylltra sprautna sé réttur.

Ef skammturinn er 90 mg notar þú eina 90 mg áfyllta sprautu af Stelara.

um rétt lyf sé að ræða.

ekki sé komið fram yfir fyrningardagsetningu.

áfyllta sprautan sé óskemmd.

lausnin í áfylltu sprautunni sé tær eða örlítið ópallýsandi (með perlulíkt endurskin) og litlaus eða

ljósgul.

lausnin í áfylltu sprautunni sé ekki mislit eða skýjuð og í henni séu ekki framandi agnir.

lausnin í áfylltu sprautunni sé ekki frosin.

Taktu til allt sem þú þarft á að halda og leggðu á hreint yfirborð. Þetta á við um sótthreinsandi þurrkur,

bómullarhnoðra eða grisju og nálarbox.

2. Veldu og undirbúðu stungustaðinn:

Veldu stungustað (sjá mynd 2)

Stelara er gefið með inndælingu undir húð.

Góðir stungustaðir eru á ofanverðu læri og á kviðnum að minnsta kosti 5 cm frá naflanum.

Ef mögulegt er skal ekki nota staði þar sem einkenni eru um psoriasis.

Ef einhver aðstoðar þig við að sprauta lyfinu má einnig velja stungustað á upphandleggjum.

Mynd 2

Undirbúðu stungustaðinn

Þvoðu hendur vandlega með sápu og heitu vatni.

Strjúktu yfir húðina á þeim stað sem þú ætlar að stinga með sótthreinsandi þurrku.

Ekki snerta þetta svæði aftur áður en inndælingin fer fram.

3. Fjarlægðu nálarhettuna (sjá mynd 3):

Nálarhettuna á ekki að fjarlægja fyrr en þú ert tilbúin/-inn að gefa skammtinn.

Taktu áfylltu sprautuna upp, haltu um bol sprautunnar með annarri hendi.

Togaðu nálarhettuna beint af og hentu henni í sorp. Ekki snerta stimpilinn á meðan þú gerir

þetta.

Mynd 3

Þú gætir séð loftbólu í áfylltu sprautunni eða dropa á nálaroddinum. Þetta er hvoru tveggja

eðlilegt og óþarfi að fjarlægja.

Ekki snerta nálina eða láta hana snerta neitt.

Ekki nota áfylltu sprautuna ef hún hefur dottið án nálarhettunnar. Ef slík aðstaða kemur upp

skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Sprautaðu skammtinum inn strax eftir að nálarhettan hefur verið fjarlægð.

4. Sprautaðu skammtinum:

Haltu áfylltu sprautunni með annarri hendi á milli löngutangar og vísifingurs og staðsettu

þumalfingur ofan á stimpilhausnum og notaðu hina höndina til að klípa varlega um hreinsaða

húðina með þumli og vísifingri. Ekki kreista hana.

Aldrei má toga í stimpilinn.

Í einni skjótri hreyfingu skaltu stinga nálinni í gegnum húðina eins djúpt og hún kemst (sjá

mynd 4).

Mynd 4

Sprautaðu öllu lyfinu inn með því að þrýsta á stimpilinn þar til hann er allur á milli nálarhlífa-

vængjanna (sjá mynd 5).

Mynd 5

Þegar stimplinum er ýtt eins langt og hann kemst á að halda honum áfram niðri með því að

þrýsta á stimpilhausinn. Dragið nálina út og sleppið húðinni (sjá mynd 6).

Mynd 6

Lyftu þumalfingrinum hægt af stimpilhausnum svo að tóma sprautan dragist upp aftur eða þar

til nálin hefur verið hulin með nálarhlífinni, eins og sýnt er á mynd 7:

Mynd 7

5. Eftir inndælingu:

Þrýstu sótthreinsandi þurrku að stungustaðnum í nokkrar sekúndur eftir inndælinguna.

Smá blæðing eða vökvi getur komið á stungustaðnum. Það er eðlilegt.

Hægt er að þrýsta bómullarhnoðra eða grisju á stungustaðinn í 10 sek.

Ekki nudda húðina á stungustaðnum. Ef þarf má setja plástur á stungustaðinn.

6. Förgun:

Notaðar sprautur skal setja í þar til gert ílát, eins og nálarbox (sjá mynd 8). Aldrei má endurnota

sprautur vegna heilsu þinnar og öryggis þíns og annarra. Farga skal ílátinu samkvæmt reglum á

hverjum stað.

Sótthreinsandi þurrkum og öðrum áhöldum má fleygja með heimilissorpi.

Mynd 8

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 130 mg innrennslisþykkni, lausn

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig Stelara verður gefið

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla meðalalvarlegan og alvarlegan Crohns sjúkdóm hjá fullorðnum.

Crohns sjúkdómur

Crohns sjúkdómur er bólgusjúkdómur í þörmum. Ef þú ert með Crohns sjúkdóm færðu fyrst önnur lyf.

Ef þú svarar þeim ekki nógu vel eða ef þú þolir þau ekki er þér hugsanlega gefið Stelara til að draga úr

einkennum sjúkdómsins.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt fyrir meðferðina. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum sjúkdómum sem

þú ert með áður en meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú hefur nýlega umgengist

einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera berklapróf áður en þú færð

Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að hann gefi þér lyf til

meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu eða ef þú ert með óeðlileg op á húðinni

(fistla).

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 18 ára með Crohns sjúkdóm þar sem það hefur

ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Stelara inniheldur natríum

Stelara inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er sem næst

natríumlaust. Hins vegar er Stelara þynnt með lausn sem inniheldur natríum áður en þér er gefið lyfið.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert á natríumskertu mataræði.

3.

Hvernig Stelara verður gefið

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í greiningu

og meðferð á Crohns sjúkdómi.

Stelara 130 mg innrennslisþykkni, lausn er gefið af lækninum með dreypi í bláæð á handlegg

(innrennsli í bláæð) á minnst einni klukkustund. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá

sprauturnar og hvenær þú þarft að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að fá og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Læknirinn reiknar út frá líkamsþyngd þinni ráðlagðan innrennslisskammt í bláæð.

Líkamsþyngd

Skammtur

≤ 55 kg

260 mg

> 55 kg til ≤ 85 kg

390 mg

> 85 kg

520 mg

Eftir upphafsskammt í bláæð færðu næsta 90 mg skammt af Stelara með inndælingu undir húð

8 vikum síðar og þar eftir á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Fyrsti skammtur Stelara við meðferð á Crohns sjúkdómi er gefinn af lækni með dreypi í bláæð á

handlegg (innrennsli í bláæð).

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi gjöf Stelara.

Ef gleymist að nota Stelara

Ef þú gleymir skammti eða missir af tíma hjá lækninum til að fá skammt skaltu hafa samband við

lækninn til þess að fá nýjan tíma.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkennin komið aftur ef notkun er hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að

1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Einkenni eins og hósti, mæði og hiti geta einnig verið vísbending um ofnæmisviðbrögð frá

lungum vegna Stelara, en það er mjög sjaldgæft.

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Sýkingar í neðri hluta öndunarfæra eru sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur fram. Þetta geta verið

merki um sýkingar eins og sýkingar í neðri hluta öndunarfæra eða húðsýkingar eða ristil sem

geta haft alvarlega fylgikvilla. Segðu lækninum frá því ef þú ert með einhvers konar sýkingu

sem hverfur ekki eða kemur endurtekið aftur. Læknirinn gæti ákveðið að þú eigir ekki að nota

Stelara fyrr en sýkingin er horfin. Láttu lækninn alltaf vita ef þú ert með einhverja opna skurði

eða sár því þau geta sýkst.

Húðflögnun – aukinn roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum geta verið

einkenni um psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu sem eru alvarlegir húðkvillar.

Segðu lækninum þegar í stað frá því ef vart verður við þessi einkenni.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur

Ógleði

Uppköst

Þreyta

Sundl

Höfuðverkur

Kláði

Verkir í baki, vöðvum eða liðum

Særindi í hálsi

Roði og verkur á stungustað

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Tannsýkingar

Sveppasýking í leggöngum

Þunglyndi

Stífla eða þrengsli í nefi

Blæðing, mar, hersli, þroti og kláði á stungustað

Máttleysistilfinning

Sigið augnlok og slappir vöðvar öðrum megin í andliti (andlitslömun eða Bell's lömun)

sem er venjulega tímabundin

Breytingar á psoriasis með roða og nýtilkomnum örlitlum, gulum eða hvítum blöðrum,

stundum fylgir þessu hiti (psoriasis með graftarbólum)

Húðflögnun

Þrymlabólur

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum, sem getur valdið kláða og sársauka

(skinnflagningsbólga). Svipuð einkenni þróast stundum sem náttúruleg breyting á gerð

psoriasis einkenna (psoriasis ásamt roða).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Stelara

Stelara 130 mg innrennslisþykkni, lausn er gefið á sjúkrahúsi eða á læknastofu og sjúklingar

eiga ekki að þurfa að geyma það eða handleika.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki Stelara hettuglösin. Kröftugur langvarandi hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki skal nota lyfið:

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

ef vökvinn er mislitur, skýjaður eða þú getur séð framandi agnir fljótandi í honum (sjá frekari

upplýsingar í kafla 6 „Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir“).

ef þú veist, eða heldur að lyfið hafi lent í miklum hitabreytingum (til dæmis að það hafi óvart

frosið eða verið hitað).

ef lyfið hefur verið hrist kröftuglega.

ef innsiglið er rofið.

Stelara er eingöngu einnota. Þynntri innrennslislausn og lyfjaleifum í hettuglasinu og sprautunni á að

farga í samræmi við gildandi reglur.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Stelara inniheldur

Virka innihaldsefnið er ustekinumab. Hvert hettuglas inniheldur 130 mg af ustekinumabi í

26 ml.

Önnur innihaldsefni eru EDTA dínatríum díhýdrat, L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð

mónóhýdrat, L-metíónín, pólýsorbat 80, súkrósi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir

Stelara stungulyf er tært, litlaust eða ljósgult innrennslisþykkni, lausn. Lyfið kemur í öskju með

1 skammti í 30 ml glerhettuglasi. Hvert hettuglas inniheldur 130 mg af ustekinumabi í 26 ml af

innrennslisþykkni, lausn.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 649 411

Lietuva

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Konstitucijos pr. 21C

LT-08130 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

Janssen-Cilag s.r.o.

Walterovo náměstí 329/1

CZ158 00 Praha 5 – Jinonice

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

Janssen-Cilag Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

Janssen-Cilag A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

AM Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq ġdida fi triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

Janssen-Cilag GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137-955-955

Nederland

Janssen-Cilag B.V.

Graaf Engelbertlaan 75

NL-4837 DS Breda

Tel: +31 76 711 1111

Eesti

UAB "JOHNSON & JOHNSON" Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

Janssen-Cilag AS

Postboks 144

NO-1325 Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη

Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

Janssen-Cilag Pharma GmbH

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

España

Janssen-Cilag, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02–135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

Janssen-Cilag

1, rue Camille Desmoulins

TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux

Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / +33 (0)1 55 00 40 03

Portugal

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

Lagoas Park, Edifício 9

P-2740-262 Porto Salvo

Tel: +351 21 43 68 600

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România S.R.L.

Str. Tipografilor nr. 11-15,

Clădirea S-Park,

Corp B3-B4, Etaj 3

013714 Bucureşti - RO

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

Janssen Sciences Ireland UC

Barnahely

Ringaskiddy

IRL – Co. Cork P43 FA46

Tel: +353 1 800 709 122

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. +386 1 401 18 00

Ísland

Janssen-Cilag AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel: +421 232 408 400

Italia

Janssen-Cilag SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

Janssen-Cilag Oy

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Tηλ: +357 22 20 77 00

Sverige

Janssen-Cilag AB

Box 4042

SE-16904 Solna

Tel +46 8 626 50 00

Latvija

UAB "JOHNSON & JOHNSON" filiāle

Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

Janssen-Cilag Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Rekjanleiki:

Til að bæta rekjanleika líffræðilegra lyfja á að skrá sérlyfjaheiti og lotunúmur lyfsins sem gefið er á

greinilegan hátt.

Leiðbeiningar um þynningu:

Heilbrigðisstarfsmaður á að þynna og undirbúa Stelara innrennslisþykkni, lausn að viðhafðri smitgát.

Reiknið út skammtinn og fjölda Stelara hettuglasa sem þarf, byggt á þyngd sjúklings (sjá

kafla 4.2, töflu 1). Hvert 26 ml Stelara hettuglas inniheldur 130 mg ustekinumab. Notið aðeins

heil Stelara hettuglös.

Dragið upp og fleygið sama magni af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) lausninni úr 250 ml

innrennslispokanum og því magni Stelara sem á að bæta í pokann (fleygið 26 ml af

natríumklóríði fyrir hvert Stelara hettuglas sem þarf, fyrir 2 hettuglös er 52 ml fleygt, fyrir

3 hettuglös er 78 ml fleygt og fyrir 4 hettuglös er 104 ml fleygt).

Dragið 26 ml af Stelara upp úr hverju hettuglasi sem þarf að nota og bætið í 250 ml

innrennslispokann. Endanlegt magn í innrennslispokanum á að vera 250 ml. Blandið gætilega.

Skoðið þynntu lausnina fyrir gjöf. Notið lausnina ekki ef hún inniheldur sjáanlegar ógegnsæjar

agnir, er mislit eða inniheldur aðskotaagnir.

Gefið þynntu lausnina á minnst einni klukkustund. Eftir þynningu skal ljúka innrennslinu innan

átta klukkustunda frá þynningu í innrennslispokann.

Notið aðeins innrennslissett með sæfðri síu (in-line), án sótthitavalda, með litla próteinbindingu

(gatastærð 0,2 míkrómetrar).

Hvert hettuglas er einnota og öllum lyfjaleifum skal farga í samræmi við gildandi reglur.

Geymsla

Ef nauðsyn krefur má geyma þynnta innrennslislausnina við stofuhita. Ljúka skal innrennslinu innan

8 klst. frá þynningu í innrennslispokann. Má ekki frjósa.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 45 mg stungulyf, lausn

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins. Ef þú ert foreldri eða

umönnunaraðili sem munt gefa barni Stelara skalt þú lesa þessar upplýsingar vandlega.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig nota á Stelara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla eftirfarandi bólgusjúkdóma:

Skellupsoriasis - hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Psoriasis liðagigt - hjá fullorðnum

Meðalalvarlegan og alvarlegan Crohns sjúkdóm – hjá fullorðnum

Skellupsoriasis

Skellupsoriasis (plaque psoriasis) er sjúkdómur sem hefur áhrif á húð og neglur. Stelara dregur úr

bólgunni og öðrum einkennum sjúkdómsins.

Stelara er notað hjá fullorðnum með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn skellupsoriasis, sem geta

ekki notað ciclosporin, methotrexat eða ljósameðferð eða ef þessar meðferðir hafa ekki virkað.

Stelara er notað hjá börnum 12 ára og eldri með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn

skellupsoriasis, sem þola ekki ljósameðferð eða aðrar altækar meðferðir eða ef þessar meðferðir hafa

ekki virkað.

Psoriasis liðagigt

Psoriasis liðagigt er bólgusjúkdómur í liðum, yfirleitt er húðpsoriasis jafnframt til staðar. Ef þú ert

með virka psoriasis liðagigt verða þér fyrst gefin önnur lyf. Ef þú svarar ekki nægjanlega þessum

lyfjum er hugsanlegt að þér verði gefið Stelara til þess að:

draga úr einkennum sjúkdómsins.

bæta líkamlega færni.

hægja á liðskemmdum.

Crohns sjúkdómur

Crohns sjúkdómur er bólgusjúkdómur í þörmum. Ef þú ert með Crohns sjúkdóm færðu fyrst önnur lyf.

Ef þú svarar þeim ekki nógu vel eða ef þú þolir þau ekki er þér hugsanlega gefið Stelara til að draga úr

einkennum sjúkdómsins.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt áður en hver meðferð hefst. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum

sjúkdómum sem þú ert með áður en hver meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú

hefur nýlega umgengist einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera

berklapróf áður en þú færð Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að

hann gefi þér lyf til meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu.

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 12 ára með psoriasis eða börn yngri en 18 ára

með psoriasis liðagigt eða Crohns sjúkdóm þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þessum

aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Stelara

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á

þeim sjúkdómum þar sem Stelara er ætlað til notkunar.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá sprauturnar og hvenær þú þarft

að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að nota og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Psoriasis og psoriasis liðagigt

Ráðlagður upphafsskammtur er 45 mg af Stelara. Sjúklingum sem eru þyngri en 100 kílógrömm

(kg) má gefa upphafsskammtinn 90 mg í stað 45 mg.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Skammtar sem gefnir eru eftir þetta eru venjulega þeir sömu og upphafsskammtur.

Crohns sjúkdómur

Í meðferðinni verður fyrsti skammturinn af u.þ.b. 6 mg/kg Stelara gefinn af lækni með dreypi í

bláæð á handlegg (innrennsli í bláæð). Eftir upphafsskammtinn færðu næsta 90 mg skammt af

Stelara 8 vikum síðar og þar eftir á 12 vikna fresti, gefið með inndælingu undir húð.

Eftir fyrstu inndælinguna undir húð geta sumir sjúklingar fengið 90 mg af Stelara á 8 vikna

fresti. Læknirinn ákveður hvenær þú átt að fá næsta skammt.

Börn og unglingar 12 ára og eldri

Psoriasis

Læknirinn mun reikna út réttan skammt fyrir þig, þar með talið magnið (rúmmálið) af Stelara

sem á að sprauta til að gefa réttan skammt. Réttur skammtur fyrir þig er háður líkamsþyngd

þinni þegar hver skammtur er gefinn.

Ef þú vegur minna en 60 kg er ráðlagður skammtur 0,75 mg af Stelara á hvert kg

líkamsþyngdar.

Ef þú vegur 60 kg til 100 kg er ráðlagður skammtur 45 mg af Stelara.

Ef þú vegur meira en 100 kg er ráðlagður skammtur 90 mg af Stelara.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Stelara er gefið sem inndæling undir húð. Í byrjun meðferðarinnar mun læknir eða

hjúkrunarfræðingur sprauta þig með Stelara.

Hins vegar getur þú í samráði við lækninn ákveðið að þú sprautir þig sjálf/-ur með Stelara. Þá

færð þú þjálfun í að sprauta þig sjálf/-ur með Stelara.

Sjá leiðbeiningar um hvernig gefa á Stelara inndælingu í „Leiðbeiningar um lyfjagjöf“ sem eru

aftast í fylgiseðlinum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú átt að sprauta þig sjálf/-ur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur notað of mikið eða þér hefur verið

gefið of mikið Stelara. Taktu ytri umbúðir lyfsins alltaf með þér, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Stelara

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú gleymir skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkennin komið aftur ef notkun er hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að

1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Einkenni eins og hósti, mæði og hiti geta einnig verið vísbending um ofnæmisviðbrögð frá

lungum vegna Stelara, en það er mjög sjaldgæft.

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Sýkingar í neðri hluta öndunarfæra eru sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur fram. Þetta geta verið

merki um sýkingar eins og sýkingar í neðri hluta öndunarfæra eða húðsýkingar eða ristil sem

geta haft alvarlega fylgikvilla. Segðu lækninum frá því ef þú ert með einhvers konar sýkingu

sem hverfur ekki eða kemur endurtekið aftur. Læknirinn gæti ákveðið að þú eigir ekki að nota

Stelara fyrr en sýkingin er horfin. Láttu lækninn alltaf vita ef þú ert með einhverja opna skurði

eða sár því þau geta sýkst.

Húðflögnun – aukinn roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum geta verið

einkenni um psoriasis ásamt roða eða skinnflagningsbólgu sem eru alvarlegir húðkvillar.

Segðu lækninum þegar í stað frá því ef vart verður við þessi einkenni.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur

Ógleði

Uppköst

Þreyta

Sundl

Höfuðverkur

Kláði

Verkir í baki, vöðvum eða liðum

Særindi í hálsi

Roði og verkur á stungustað

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Tannsýkingar

Sveppasýking í leggöngum

Þunglyndi

Stífla eða þrengsli í nefi

Blæðing, mar, hersli, þroti og kláði á stungustað

Máttleysistilfinning

Sigið augnlok og slappir vöðvar öðrum megin í andliti (andlitslömun eða Bell's lömun)

sem er venjulega tímabundin

Breytingar á psoriasis með roða og nýtilkomnum örlitlum, gulum eða hvítum blöðrum,

stundum fylgir þessu hiti (psoriasis með graftarbólum)

Húðflögnun

Þrymlabólur

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Roði og húðflögnun á stækkandi svæði á líkamanum, sem getur valdið kláða og sársauka

(skinnflagningsbólga). Svipuð einkenni þróast stundum sem náttúruleg breyting á gerð

psoriasis einkenna (psoriasis ásamt roða).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Stelara

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki Stelara hettuglösin. Kröftugur langvarandi hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki skal nota lyfið:

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

ef vökvinn er mislitur, skýjaður eða þú getur séð framandi agnir fljótandi í honum (sjá frekari

upplýsingar í kafla 6 „Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir“).

ef þú veist, eða heldur að lyfið hafi lent í miklum hitabreytingum (til dæmis að það hafi óvart

frosið eða verið hitað).

ef lyfið hefur verið hrist kröftuglega.

ef innsiglið er rofið.

Stelara er eingöngu einnota. Öllum lyfjaleifum í hettuglasinu og sprautunni á að farga. Ekki má skola

lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig

heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Stelara inniheldur

Virka innihaldsefnið er ustekinumab. Hvert hettuglas inniheldur 45 mg af ustekinumabi í

0,5 ml.

Önnur innihaldsefni eru L-histidín, L-histidín mónóhýdróklóríð mónóhýdrat, pólýsorbat 80,

súkrósi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Stelara og pakkningastærðir

Stelara stungulyf er tær eða örlítið ópallýsandi (svipað og gljái á perlu), litlaus eða ljósgul lausn.

Lausnin getur innihaldið nokkrar litlar glærar eða hvítar próteinagnir. Lyfið kemur í öskju með

1 skammti í 2 ml hettuglasi. Hvert hettuglas inniheldur 45 mg af ustekinumabi í 0,5 ml af stungulyfi,

lausn.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 649 411

Lietuva

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Konstitucijos pr. 21C

LT-08130 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

Janssen-Cilag s.r.o.

Walterovo náměstí 329/1

CZ158 00 Praha 5 – Jinonice

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

Janssen-Cilag Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

Janssen-Cilag A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

AM Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq ġdida fi triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

Janssen-Cilag GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137-955-955

Nederland

Janssen-Cilag B.V.

Graaf Engelbertlaan 75

NL-4837 DS Breda

Tel: +31 76 711 1111

Eesti

UAB "JOHNSON & JOHNSON" Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

Janssen-Cilag AS

Postboks 144

NO-1325 Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη

Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

Janssen-Cilag Pharma GmbH

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

España

Janssen-Cilag, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02–135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

Janssen-Cilag

1, rue Camille Desmoulins

TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux

Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / +33 (0)1 55 00 40 03

Portugal

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

Lagoas Park, Edifício 9

P-2740-262 Porto Salvo

Tel: +351 21 43 68 600

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România S.R.L.

Str. Tipografilor nr. 11-15,

Clădirea S-Park,

Corp B3-B4, Etaj 3

013714 Bucureşti - RO

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

Janssen Sciences Ireland UC

Barnahely

Ringaskiddy

IRL – Co. Cork P43 FA46

Tel: +353 1 800 709 122

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. +386 1 401 18 00

Ísland

Janssen-Cilag AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel: +421 232 408 400

Italia

Janssen-Cilag SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

Janssen-Cilag Oy

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Tηλ: +357 22 20 77 00

Sverige

Janssen-Cilag AB

Box 4042

SE-16904 Solna

Tel +46 8 626 50 00

Latvija

UAB "JOHNSON & JOHNSON" filiāle

Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

Janssen-Cilag Ltd.

50 -100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire, HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Leiðbeiningar um lyfjagjöf

Í upphafi meðferðar mun heilbrigðisstarfsmaður aðstoða þig við fyrstu inndælinguna. Hins vegar getur

læknirinn metið það svo að þú getir sjálf/ur sprautað þig með Stelara. Ef svo er færð þú þjálfun í að

sprauta þig með Stelara. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú

átt að sprauta þig.

Ekki blanda Stelara saman við önnur stungulyf.

Ekki hrista Stelara hettuglös. Þetta er vegna þess að kröftugur hristingur getur skemmt lyfið.

Ekki nota lyfið ef það hefur verið hrist kröftuglega.

1. Athugaðu fjölda hettuglasa og undirbúðu lyfjagjöf:

Taktu hettuglasið (hettuglösin) úr kæli. Láttu hettuglasið standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Með því

nær vökvinn þægilegu hitastigi fyrir inndælingu (stofuhita).

Skoðaðu hettuglasið (hettuglösin) til að ganga úr skugga um að:

fjöldi hettuglasa og styrkur lyfsins sé réttur.

Ef skammturinn er 45 mg eða minna notar þú eitt 45 mg hettuglas af Stelara.

Ef skammturinn er 90 mg notar þú tvö 45 mg hettuglös af Stelara og þarft þá að gefa þér

tvær inndælingar. Veldu tvo mismunandi staði fyrir inndælingarnar (til dæmis eina

inndælingu í hægra læri og hina inndælinguna í vinstra læri) og gefðu inndælingarnar

hvora á eftir annarri. Notaðu nýja nál og sprautu fyrir hvora inndælingu.

um rétt lyf sé að ræða.

ekki sé komið fram yfir fyrningardagsetningu.

hettuglasið sé óskemmt og innsigli órofið.

lausnin í hettuglasinu sé tær eða örlítið ópallýsandi (með perlulíkt endurskin) og litlaus eða

ljósgul.

lausnin sé ekki mislit eða skýjuð og í henni séu ekki framandi agnir.

lausnin sé ekki frosin.

Börn sem vega minna en 60 kg þurfa skammt sem er minni en 45 mg. Gakktu úr skugga um að þú vitir

rétt magn (rúmmál) sem á að taka úr hettuglasinu og hvers konar sprautu á að nota fyrir skammtinn. Ef

þú veist ekki magnið eða hvers konar sprautu á að nota skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfsmann

fyrir frekari upplýsingar.

Taktu til allt sem þú þarft á að halda og leggðu á hreint yfirborð. Þetta á við um sprautu, nál,

sótthreinsandi þurrkur, bómullarhnoðra eða grisju og nálarbox (sjá mynd 1).

Mynd 1

2. Veldu og undirbúðu stungustaðinn:

Veldu stungustað (sjá mynd 2)

Stelara er gefið með inndælingu undir húð.

Góðir stungustaðir eru á ofanverðu læri og á kviðnum að minnsta kosti 5 cm frá naflanum.

Ef mögulegt er skal ekki nota staði þar sem einkenni eru um psoriasis.

Ef einhver aðstoðar þig við að sprauta lyfinu má einnig velja stungustað á upphandleggjum.

Mynd 2

Undirbúðu stungustaðinn

Þvoðu hendur vandlega með sápu og heitu vatni.

Strjúktu yfir húðina á þeim stað sem þú ætlar að stinga með sótthreinsandi þurrku.

Ekki snerta þetta svæði aftur áður en inndælingin fer fram.

3. Undirbúðu skammtinn:

Taktu lokið af hettuglasinu (sjá mynd 3).

Mynd 3

Ekki fjarlægja tappann.

Hreinsaðu tappann með sótthreinsandi þurrku.

Settu hettuglasið á slétt yfirborð.

Taktu upp sprautuna og fjarlægðu nálarhlífina

Ekki snerta nálina eða láta hana snerta neitt.

Þrýstu nálinni í gegnum gúmmítappann.

Snúðu hettuglasinu og sprautunni á hvolf.

Togaðu í sprautustimpilinn til að draga það magn af vökvanum upp í sprautuna sem læknirinn

hefur sagt til um.

Mikilvægt er að nálaroddurinn sé allan tímann ofan í vökvanum. Það kemur í veg fyrir að

loftbólur myndist í sprautunni (sjá mynd 4).

Mynd 4

Fjarlægðu nálina úr hettuglasinu.

Haltu sprautunni þannig að nálin snúi upp til að sjá hvort einhverjar loftbólur séu í henni.

Séu loftbólur til staðar skaltu slá létt á hlið sprautunnar þar til loftbólurnar fara efst upp í

sprautuna (sjá mynd 5).

Mynd 5

Ýttu þá á sprautustimpilinn þar til allt loftið (en ekkert af vökvanum) hefur verið fjarlægt.

Ekki leggja sprautuna niður eða láta nálina snerta neitt.

4. Sprautaðu skammtinum:

Taktu varlega utan um hreinsaða húðina með þumli og vísifingri. Ekki kreista hana.

Þrýstu nálinni inn í húðina.

Ýttu á sprautustimpilinn með þumalfingri eins langt og hann kemst, til þess að sprauta inn öllum

vökvanum. Ýttu honum hægt og jafnt á meðan þú heldur takinu á húðinni.

Þegar stimpillinn er kominn alla leið, dragðu þá nálina út og slepptu takinu á húðinni.

5. Eftir inndælingu:

Þrýstu sótthreinsandi þurrku að stungustaðnum í nokkrar sekúndur eftir inndælinguna.

Smá blæðing eða vökvi getur komið á stungustaðnum. Það er eðlilegt.

Hægt er að þrýsta bómullarhnoðra eða grisju á stungustaðinn í 10 sek.

Ekki nudda húðina á stungustaðnum. Ef þarf má setja plástur á stungustaðinn.

6. Förgun:

Notaðar sprautur og nálar skal setja í þar til gert ílát, eins og nálarbox. Aldrei má endurnota

nálar og sprautur vegna heilsu þinnar og öryggis þíns og annarra. Farga skal ílátinu samkvæmt

reglum á hverjum stað.

Tómum hettuglösum, sótthreinsandi þurrkum og öðrum áhöldum má fleygja með heimilissorpi.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

STELARA 90 mg stungulyf, lausn

Ustekinumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þessi fylgiseðill hefur verið skrifaður fyrir notanda lyfsins. Ef þú ert foreldri eða

umönnunaraðili sem munt gefa barni Stelara skalt þú lesa þessar upplýsingar vandlega.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Stelara

Hvernig nota á Stelara

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Stelara

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Stelara og við hverju það er notað

Upplýsingar um Stelara

Stelara inniheldur virka efnið ustekinumab, sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru prótein

sem bera kennsl á og bindast sértækt við ákveðin prótein í líkamanum.

Stelara tilheyrir flokki lyfja sem kallast ónæmisbælandi lyf. Verkun þessara lyfja felst í því að veikja

hluta ónæmiskerfisins.

Við hverju er Stelara notað

Stelara er notað til að meðhöndla eftirfarandi bólgusjúkdóma:

Skellupsoriasis - hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Psoriasis liðagigt - hjá fullorðnum

Meðalalvarlegan og alvarlegan Crohns sjúkdóm – hjá fullorðnum

Skellupsoriasis

Skellupsoriasis (plaque psoriasis) er sjúkdómur sem hefur áhrif á húð og neglur. Stelara dregur úr

bólgunni og öðrum einkennum sjúkdómsins.

Stelara er notað hjá fullorðnum með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn skellupsoriasis, sem geta

ekki notað ciclosporin, methotrexat eða ljósameðferð eða ef þessar meðferðir hafa ekki virkað.

Stelara er notað hjá börnum 12 ára og eldri með í meðallagi mikinn eða verulega mikinn

skellupsoriasis, sem þola ekki ljósameðferð eða aðrar altækar meðferðir eða ef þessar meðferðir hafa

ekki virkað.

Psoriasis liðagigt

Psoriasis liðagigt er bólgusjúkdómur í liðum, yfirleitt er húðpsoriasis jafnframt til staðar. Ef þú ert

með virka psoriasis liðagigt verða þér fyrst gefin önnur lyf. Ef þú svarar ekki nægjanlega þessum

lyfjum er hugsanlegt að þér verði gefið Stelara til þess að:

draga úr einkennum sjúkdómsins.

bæta líkamlega færni.

hægja á liðskemmdum.

Crohns sjúkdómur

Crohns sjúkdómur er bólgusjúkdómur í þörmum. Ef þú ert með Crohns sjúkdóm færðu fyrst önnur lyf.

Ef þú svarar þeim ekki nógu vel eða ef þú þolir þau ekki er þér hugsanlega gefið Stelara til að draga úr

einkennum sjúkdómsins.

2.

Áður en byrjað er að nota Stelara

Ekki má nota Stelara:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ustekinumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert með virka sýkingu sem læknirinn heldur að skipti máli.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ráðfærðu þig þá við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar Stelara.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Stelara er notað. Læknirinn mun meta

heilsufarsástand þitt áður en hver meðferð hefst. Mikilvægt er að þú segir lækninum frá öllum

sjúkdómum sem þú ert með áður en hver meðferð hefst. Þú skalt einnig segja lækninum frá því ef þú

hefur nýlega umgengist einhvern sem gæti verið með berkla. Læknirinn mun skoða þig og gera

berklapróf áður en þú færð Stelara. Ef læknirinn telur að þú sért í hættu á að fá berkla er hugsanlegt að

hann gefi þér lyf til meðferðar við þeim.

Verið vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Stelara getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.á m. ofnæmisviðbrögðum og sýkingum. Þú þarft að

vera vakandi fyrir ákveðnum sjúkdómseinkennum á meðan þú notar Stelara. Sjá heildarlista yfir þessar

aukaverkanir undir „Alvarlegar aukaverkanir“ í kafla 4.

Segðu lækninum frá því áður en þú byrjar að nota Stelara:

ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð við Stelara. Spyrðu lækninn ef þú ert ekki

viss.

ef þú hefur einhvern tíma verið með einhverja tegund krabbameins – það er vegna þess að

ónæmisbælandi lyf eins og Stelara veikja hluta ónæmiskerfisins. Þetta getur aukið hættuna á

krabbameini.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu.

ef þú ert með einhver ný sár eða sár sem hafa breyst á psoriasissvæðum eða á húð sem var

eðlileg.

ef þú ert á annarri meðferð við psoriasis og/eða psoriasis liðbólgu – eins og öðrum

ónæmisbælandi lyfjum eða ljósameðferð (meðhöndlun líkamans með sérstöku útfjólubláu (UV)

ljósi). Þessar meðferðir geta einnig valdið veiklun á hluta ónæmiskerfisins. Samhliða notkun

þessara meðferða og Stelara hefur ekki verið rannsökuð. Samt sem áður er hugsanlegt að þetta

geti aukið hættuna á sjúkdómum sem tengjast veiklun ónæmiskerfisins.

ef þú ert að fá eða hefur einhvern tíma fengið sprautur við ofnæmi – ekki er þekkt hvort

Stelara geti haft áhrif á þetta.

ef þú ert 65 ára eða eldri – hugsanlega eru meiri líkur á að þú fáir sýkingar.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofangreindu eigi við

um þig, áður en þú notar Stelara.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Stelara fyrir börn yngri en 12 ára með psoriasis eða börn yngri en 18 ára

með psoriasis liðagigt eða Crohns sjúkdóm þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þessum

aldurshópi.

Notkun annarra lyfja og bóluefna samhliða Stelara

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita:

ef þú ert að nota, hefur nýlega notað eða gætir notað einhver önnur lyf.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Sumar gerðir af

bóluefni (lifandi bóluefni) má ekki gefa á meðan Stelara er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Æskilegt er að forðast notkun Stelara á meðgöngu. Áhrif Stelara á þungaðar konur eru ekki

þekkt. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðið frá því að verða þunguð og þú verður að nota

örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Stelara stendur og í allt að 15 vikur eftir síðustu

Stelara meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er

fyrirhuguð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ef brjóstagjöf er fyrirhuguð. Þú

ákveður í samráði við lækninn hvort þú átt að hafa barn á brjósti eða nota Stelara - ekki gera

hvort tveggja.

Akstur og notkun véla

Stelara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Stelara

Stelara er ætlað til notkunar samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á

þeim sjúkdómum þar sem Stelara er ætlað til notkunar.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum. Talaðu við lækninn um hvenær þú átt að fá sprauturnar og hvenær þú þarft

að koma í eftirlit.

Hversu mikið Stelara er gefið

Læknirinn ákveður hve mikið Stelara þú þarft að nota og í hve langan tíma.

Fullorðnir 18 ára og eldri

Psoriasis og psoriasis liðagigt

Ráðlagður upphafsskammtur er 45 mg af Stelara. Sjúklingum sem eru þyngri en 100 kílógrömm

(kg) má gefa upphafsskammtinn 90 mg í stað 45 mg.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Skammtar sem gefnir eru eftir þetta eru venjulega þeir sömu og upphafsskammtur.

Crohns sjúkdómur

Í meðferðinni verður fyrsti skammturinn af u.þ.b. 6 mg/kg Stelara gefinn af lækni með dreypi í

bláæð á handlegg (innrennsli í bláæð). Eftir upphafsskammtinn færðu næsta 90 mg skammt af

Stelara 8 vikum síðar og þar eftir á 12 vikna fresti, gefið með inndælingu undir húð.

Eftir fyrstu inndælinguna undir húð geta sumir sjúklingar fengið 90 mg af Stelara á 8 vikna

fresti. Læknirinn ákveður hvenær þú átt að fá næsta skammt.

Börn og unglingar 12 ára og eldri

Psoriasis

Læknirinn mun reikna út réttan skammt fyrir þig, þar með talið magnið (rúmmálið) af Stelara

sem á að sprauta til að gefa réttan skammt. Réttur skammtur fyrir þig er háður líkamsþyngd

þinni þegar hver skammtur er gefinn.

Til er 45 mg hettuglas ef þú þarft að fá minna en fullan 45 mg skammt.

Ef þú vegur minna en 60 kg er ráðlagður skammtur 0,75 mg af Stelara á hvert kg

líkamsþyngdar.

Ef þú vegur 60 kg til 100 kg er ráðlagður skammtur 45 mg af Stelara.

Ef þú vegur meira en 100 kg er ráðlagður skammtur 90 mg af Stelara.

Næsti skammtur er gefinn 4 vikum eftir upphafsskammtinn og síðan á 12 vikna fresti.

Hvernig Stelara er gefið

Stelara er gefið sem inndæling undir húð. Í byrjun meðferðarinnar mun læknir eða

hjúkrunarfræðingur sprauta þig með Stelara.

Hins vegar getur þú í samráði við lækninn ákveðið að þú sprautir þig sjálf/-ur með Stelara. Þá

færð þú þjálfun í að sprauta þig sjálf/-ur með Stelara.

Sjá leiðbeiningar um hvernig gefa á Stelara inndælingu í „Leiðbeiningar um lyfjagjöf“ sem eru

aftast í fylgiseðlinum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú átt að sprauta þig sjálf/-ur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur notað of mikið eða þér hefur verið

gefið of mikið Stelara. Taktu ytri umbúðir lyfsins alltaf með þér, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Stelara

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú gleymir skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Stelara

Ekki er hættulegt að hætta notkun Stelara. Hins vegar geta einkennin komið aftur ef notkun er hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sumir sjúklingar geta fengið alvarlegar aukaverkanir sem krefjast tafarlausrar meðferðar.

Ofnæmisviðbrögð – þau geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn eða

fáðu bráða læknismeðferð ef eitthvert eftirfarandi einkenna koma fram.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) eru mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að

1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Einkenni eru m.a.:

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar

lágur blóðþrýstingur, sem getur valdið sundli eða svima

bólga í andliti, vörum, munni eða koki.

Algeng einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot á húð og ofsakláði (þau geta komið

fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Einkenni eins og hósti, mæði og hiti geta einnig verið vísbending um ofnæmisviðbrögð frá

lungum vegna Stelara, en það er mjög sjaldgæft.

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð getur læknirinn ákveðið að þú eigir ekki að nota Stelara

aftur.

Sýkingar – þær geta krafist tafarlausrar meðferðar. Talaðu strax við lækninn ef eitthvert

eftirfarandi einkenna koma fram.

Sýkingar í nefi eða hálsi og venjulegt kvef er algengt (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 10 einstaklingum).

Sýkingar í neðri hluta öndunarfæra eru sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Bólga í vef undir húðinni (netjubólga) er sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Ristill (sársaukafull útbrot með blöðrum) er sjaldgæfur (getur komið fyrir hjá allt að 1 af

hverjum 100 einstaklingum).

Stelara getur minnkað hæfni þína til að vinna bug á sýkingum og sumar sýkingar geta orðið

alvarlegar.

Þú verður að vera vakandi fyrir einkennum um sýkingu á meðan þú notar Stelara. Þau eru m.a.:

hiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreyta eða mæði, þrálátur hósti

hiti, roði og sársauki í húð eða sársaukafull útbrot í húð með blöðrum

sviði við þvaglát

niðurgangur

Talaðu strax við lækninn ef eitthvert þessara einkenna sýkinga kemur