Sprimeo

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Sprimeo
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Sprimeo
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Umboðsmenn starfa á renín ace kerfi
 • Lækningarsvæði:
 • Háþrýstingur
 • Ábendingar:
 • Meðferð við nauðsynlegum háþrýstingi.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 5

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000851
 • Leyfisdagur:
 • 21-08-2007
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000851
 • Síðasta uppfærsla:
 • 31-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Sprimeo 150 mg filmuhúðaðar töflur

Aliskiren

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Sprimeo og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Sprimeo

Hvernig nota á Sprimeo

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Sprimeo

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM SPRIMEO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Sprimeo tilheyrir nýjum lyfjaflokki sem kallast renínhemlar. Sprimeo er blóðþrýstingslækkandi.

Renínhemlar minnka það magn angíótensíns II sem líkaminn getur myndað. Angíótensín II veldur því

að æðarnar dragast saman, sem hækkar blóðþrýsting. Þegar magn angíótensíns II minnkar slaknar á

æðunum, sem lækkar blóðþrýsting.

Hár blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og slagæðar. Ef þetta ástand varir lengi getur það leitt til

skemmda á æðum í heila, hjarta og nýrum og getur leitt til heilaslags, hjartabilunar, hjartaáfalls eða

nýrnabilunar. Með því að lækka blóðþrýsting niður í eðlileg gildi dregur úr hættu á þessum

sjúkdómum.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SPRIMEO

Ekki má nota Sprimeo

ef þú ert með ofnæmi fyrir aliskireni eða einhverju öðru innihaldsefni Sprimeo. Þeir sem telja

sig hugsanlega hafa ofnæmi fyrir lyfinu eiga að ræða það við lækni áður en byrjað er að nota

lyfið.

ef þú hefur fundið fyrir eftirtöldum gerðum ofsabjúgs (öndunarerfiðleikar eða

kyngingarerfiðleikar, eða þroti í andliti, á höndum og fótum, kringum augu, í vörum og/eða

tungu):

ofsabjúg við notkun aliskirens.

arfgengum ofsabjúg.

ofsabjúg án þekktrar ástæðu.

síðustu 6 mánuði meðgöngu eða ef þú ert með barn á brjósti, sjá kaflann „Meðganga og

brjóstagjöf“.

ef þú notar ciclosporin (lyf sem notað er við líffæraígræðslur til að koma í veg fyrir höfnun á

líffæri eða við öðrum sjúkdómum, t.d. iktsýki eða ofnæmishúðbólgu), itraconazol (lyf sem notað

er við sveppasýkingum) eða kínidín (lyf sem notað er til að laga hjartsláttartruflanir)

ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og þú ert á meðferð með lyfi af öðrum

hvorum eftirtalinna flokka lyfja sem notuð eru við háum blóðþrýstingi:

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

„ACE hemli“, t.d. enalapril, lisinopril, ramipril o.s.frv.,

eða

„angíótensín II viðtakablokka“, t.d. valsartan, telmisartan, irbesartan o.s.frv..

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Sprimeo

ef þú notar þvagræsilyf (lyfjaflokkur sem einnig nefnist bjúgtöflur og eykur þvagmyndun).

ef þú ert á meðferð með lyfi af öðrum hvorum eftirtalinna flokka lyfja sem notuð eru við háum

blóðþrýstingi:

„ACE hemli“, t.d. enalapril, lisinopril, ramipril o.s.frv.,

eða

„angíótensín II viðtakablokka“, t.d. valsartan, telmisartan, irbesartan o.s.frv.

ef þú þú ert með skerta nýrnastarfsemi mun læknirinn íhuga vandlega hvort Sprimeo henti þér

og hann gæti viljað hafa náið eftirlit með þér.

ef þú færð ofsabjúg (öndunarerfiðleika eða kyngingarerfiðleika, eða þrota í andlit, á hendur og

fætur, kringum augu, í varir og/eða tungu) Ef þetta á sér stað skaltu hætta að nota Sprimeo og

hafa samband við lækninn.

Ef eitthvað af framangreindu á við skal segja lækninum frá því áður en byrjað er að nota Sprimeo.

Ekki er mælt með notkun Sprimeo handa börnum og unglingum.

Venjulegur skammtur af Sprimeo handa sjúklingum 65 ára eða eldri er 150 mg.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Vera má að læknirinn þurfi að breyta skömmtum og/eða grípa til annarra varúðarráðstafana ef þú notar

einhver eftirtalinna lyfja:

Lyf sem auka magn kalíums í blóðinu. Þar á meðal eru kalíumsparandi þvagræsilyf, kalíum

uppbót.

Furosemíð, sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnast þvagræsilyf, eða bjúgtöflur, og notuð eru til að

auka þvagmyndum.

Lyf af öðrum hvorum eftirtalinna flokka lyfja sem notuð eru við háum blóðþrýstingi:

„ACE hemli“, t.d. enalapril, lisinopril, ramipril o.s.frv.,

eða

„angíótensín II viðtakablokka“, t.d. valsartan, telmisartan, irbesartan o.s.frv.

Ketoconazol, lyf sem notað er við sveppasýkingum.

Verapamil, lyf sem notað er til að lækka blóðþrýsting, til að laga hjartsláttartruflanir eða

meðhöndla hjartaöng.

Ákveðin tegund verkjalyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf.

Ef Sprimeo er tekið með mat eða drykk

Sprimeo á að taka ásamt léttri máltíð einu sinni á sólarhring, helst alltaf á sama tíma sólarhringsins. Þú

átt ekki að taka Sprimeo með greipaldinsafa.

Meðganga og brjóstagjöf

Þungaðar konur mega ekki nota Sprimeo. Mikilvægt er að leita tafarlaust til læknis ef þú heldur að þú

sért þunguð eða hyggst verða þunguð. Ekki má hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Sprimeo

stendur.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Lyfið getur valdið sundli og getur slíkt haft áhrif á einbeitingargetu. Áður en þú stundar akstur, stjórnar

vélum eða framkvæmir önnur störf sem krefjast einbeitingar skaltu ganga úr skugga um hvaða áhrif

Sprimeo hefur á þig.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

3.

HVERNIG NOTA Á SPRIMEO

Notið Sprimeo alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi

Þeir sem eru með of háan blóðþrýsting eru oft einkennalausir. Mörgum getur liðið alveg eðlilega. Það

er mikilvægt að þú notir þetta lyf nákvæmlega eins og læknirinn hefur mælt fyrir um, til þess að ná

sem bestum árangri og draga úr hættu á aukaverkunum. Mættu í reglulegt eftirlit hjá lækninum jafnvel

þó þér líði vel.

Venjulegur upphafsskammtur er ein 150 mg tafla einu sinni á sólarhring.

Það fer eftir því hvernig lyfið verkar á hvern og einn hvort læknirinn ákveður að auka skammtinn í

eina 300 mg töflu einu sinni á sólarhring. Hugsanlegt er að læknirinn ávísi Sprimeo ásamt öðrum

blóðþrýstingslækkandi lyfjum.

Notkun lyfsins

Mælt er með að taka töflurnar með vatni. Sprimeo á að taka ásamt léttri máltíð einu sinni á sólarhring,

helst alltaf á sama tíma sólarhringsins. Þú átt ekki að taka Sprimeo með greipaldinsafa.

Ef stærri skammtur af Sprimeo en mælt er fyrir um er tekinn

Ef þú hefur fyrir slysni tekið inn of margar Sprimeo töflur skaltu tafarlaust ráðfæra þig við lækni. Þú

gætir þurft á læknisaðstoð að halda.

Ef gleymist að taka Sprimeo

Ef gleymist að nota lyfið skal taka það inn strax og eftir því er munað. Síðan skal taka næsta skammt á

venjulegum tíma. Ef hins vegar er nánast komið að næsta skammti skal sleppa þeim skammtinum sem

gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Sprimeo valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þú gætir þurft að hætta að nota

Sprimeo.

Algengar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10 sjúklingum): Niðurgangur, liðverkir, mikið magn

kalíums í blóði, sundl.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 100 sjúklingum): Útbrot (þetta geta einnig verið

merki um ofnæmisviðbrögð eða ofsabjúg – sjá „Mjög sjaldgæfar“ aukaverkanir hér á eftir),

nýrnasjúkdómur þar með talið bráð nýrnabilun (verulega minnkuð þvaglosun), þroti á höndum,

ökklum eða fótum (bjúgur á útlimum), veruleg viðbrögð í húð (eitrunardreplos húðþekju og/eða áhrif á

slímhúð í munni – húðroði, blöðrumyndun á vörum, augum eða í munni, húðflögnun, hiti), lágur

blóðþrýstingur.

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 1.000 sjúklingum): Ofnæmisviðbrögð

(ofnæmi) og ofsabjúgur (einkenni þess geta verið öndunarerfiðleikar eða kyngingarerfiðleikar, útbrot,

kláði, ofsakláði eða þroti í andliti, á höndum og fótum, kringum augu, í vörum og/eða tungu, sundl),

aukið magn kreatíníns í blóði.

5.

HVERNIG GEYMA Á SPRIMEO

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Ekki skal nota Sprimeo eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnu. Fyrningar-

dagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í uprunalegum pakkningum til varnar gegn raka.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Sprimeo

Virka innihaldsefnið er aliskiren (sem hemifumarat) 150 mg.

Önnur innihaldsefni eru crospovidon, hýprómellósa, magnesíumsterat, macrogol, örkristölluð

sellulósa, povidon, vatnsfrí kísilkvoða, talkúm, títantvíoxíð (E 171), svart járnoxíð (E 172), rautt

járnoxíð (E 172).

Útlit Sprimeo og pakkningastærðir

Sprimeo 150 mg filmuhúðaðar töflur eru ljósbleikar, kringlóttar töflur, kúptar á báðum hliðum, með

áletruninni „IL” á annarri hliðinni og „NVR” á hinni hliðinni.

Sprimeo fæst í pakkningum sem innihalda 7, 14, 28, 30, 50, 56, 84, 90, 98 eða 280 töflur. Pakkningar

sem innihalda 84 (3x28), 98 (2x49) eða 280 (20x14) töflur eru fjölpakkningar. Ekki er víst að allar

pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Wimblehurst Road

Horsham

West Sussex, RH12 5AB

Bretland

Framleiðandi

Novartis Farma S.p.A.

Via Provinciale Schito 131

I-80058 Torre Annunziata/NA

Ítalía

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á

hverjum stað:

België/Belgique/Belgien

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma GmbH

Tél/Tel: +49 911 273 0

България

Novartis Pharma Services Inc.

Тел.: +359 2 489 98 28

Magyarország

Novartis Hungária Kft. Pharma

Tel.: +36 1 457 65 00

Česká republika

Novartis s.r.o.

Tel: +420 225 775 111

Malta

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +356 2298 3217

Danmark

Novartis Healthcare A/S

Tlf: +45 39 16 84 00

Nederland

Novartis Pharma B.V.

Tel: +31 26 37 82 111

Deutschland

Novartis Pharma GmbH

Tel: +49 911 273 0

Norge

Novartis Norge AS

Tlf: +47 23 05 20 00

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Eesti

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +372 66 30 810

Österreich

Novartis Pharma GmbH

Tel: +43 1 86 6570

Ελλάδα

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Τηλ: +30 210 281 17 12

Polska

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 375 4888

España

Novartis Farmacéutica, S.A.

Tel: +34 93 306 42 00

Portugal

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tel: +351 21 000 8600

France

Novartis Pharma S.A.S.

Tél: +33 1 55 47 66 00

România

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Novartis Ireland Limited

Tel: +353 1 260 12 55

Slovenija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Novartis Slovakia s.r.o.

Tel: +421 2 5542 5439

Italia

Novartis Farma S.p.A.

Tel: +39 02 96 54 1

Suomi/Finland

Novartis Finland Oy

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Novartis Pharma Services Inc.

Τηλ: +357 22 690 690

Sverige

Novartis Sverige AB

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +371 67 887 070

United Kingdom

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +44 1276 698370

Lietuva

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +370 5 269 16 50

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Sprimeo 300 mg filmuhúðaðar töflur

Aliskiren

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Sprimeo og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Sprimeo

Hvernig nota á Sprimeo

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Sprimeo

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM SPRIMEO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Sprimeo tilheyrir nýjum lyfjaflokki sem kallast renínhemlar. Sprimeo er blóðþrýstingslækkandi.

Renínhemlar minnka það magn angíótensíns II sem líkaminn getur myndað. Angíótensín II veldur því

að æðarnar dragast saman, sem hækkar blóðþrýsting. Þegar magn angíótensíns II minnkar slaknar á

æðunum, sem lækkar blóðþrýsting.

Hár blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og slagæðar. Ef þetta ástand varir lengi getur það leitt til

skemmda á æðum í heila, hjarta og nýrum og getur leitt til heilaslags, hjartabilunar, hjartaáfalls eða

nýrnabilunar. Með því að lækka blóðþrýsting niður í eðlileg gildi dregur úr hættu á þessum

sjúkdómum.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SPRIMEO

Ekki má nota Sprimeo

ef þú ert með ofnæmi fyrir aliskireni eða einhverju öðru innihaldsefni Sprimeo. Þeir sem telja

sig hugsanlega hafa ofnæmi fyrir lyfinu eiga að ræða það við lækni áður en byrjað er að nota

lyfið.

ef þú hefur fundið fyrir einhverjum gerðum ofsabjúgs (öndunarerfiðleikar eða

kyngingarerfiðleikar, eða þroti í andliti, á höndum og fótum, kringum augu, í vörum og/eða

tungu):

ofsabjúg við notkun aliskirens.

arfgengum ofsabjúg.

ofsabjúg án þekktrar ástæðu.

síðustu 6 mánuði meðgöngu eða ef þú ert með barn á brjósti, sjá kaflann „Meðganga og

brjóstagjöf“.

ef þú notar ciclosporin (lyf sem notað er við líffæraígræðslur til að koma í veg fyrir höfnun á

líffæri eða við öðrum sjúkdómum, t.d. iktsýki eða ofnæmishúðbólgu), itraconazol (lyf sem notað

er við sveppasýkingum) eða kínidín (lyf sem notað er til að laga hjartsláttartruflanir).

ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og þú ert á meðferð með lyfi af öðrum

hvorum eftirtalinna flokka lyfja sem notuð eru við háum blóðþrýstingi:

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

„ACE hemli“, t.d. enalapril, lisinopril, ramipril o.s.frv.,

eða

„angíótensín II viðtakablokka“, t.d. valsartan, telmisartan, irbesartan o.s.frv.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Sprimeo

ef þú notar þvagræsilyf (lyfjaflokkur sem einnig nefnist bjúgtöflur og eykur þvagmyndun).

ef þú ert á meðferð með lyfi af öðrum hvorum eftirtalinna flokka lyfja sem notuð eru við háum

blóðþrýstingi:

„ACE hemli“, t.d. enalapril, lisinopril, ramipril o.s.frv.,

eða

„angíótensín II viðtakablokka“, t.d. valsartan, telmisartan, irbesartan o.s.frv.

ef þú þú ert með skerta nýrnastarfsemi mun læknirinn íhuga vandlega hvort Sprimeo henti þér

og hann gæti viljað hafa náið eftirlit með þér.

ef þú færð ofsabjúg (öndunarerfiðleika eða kyngingarerfiðleika, eða þrota í andlit, á hendur og

fætur, kringum augu, í varir og/eða tungu) Ef þetta á sér stað skaltu hætta að nota Sprimeo og

hafa samband við lækninn.

Ef eitthvað af framangreindu á við skal segja lækninum frá því áður en byrjað er að nota Sprimeo.

Ekki er mælt með notkun Sprimeo handa börnum og unglingum.

Venjulegur skammtur af Sprimeo handa sjúklingum 65 ára eða eldri er 150 mg.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Vera má að læknirinn þurfi að breyta skömmtum og/eða grípa til annarra varúðarráðstafana ef þú notar

einhver eftirtalinna lyfja:

Lyf sem auka magn kalíums í blóðinu. Þar á meðal eru kalíumsparandi þvagræsilyf, kalíum

uppbót.

Furosemíð, sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnast þvagræsilyf, eða bjúgtöflur, og notuð eru til að

auka þvagmyndum.

Lyf af öðrum hvorum eftirtalinna flokka lyfja sem notuð eru við háum blóðþrýstingi:

„ACE hemli“, t.d. enalapril, lisinopril, ramipril o.s.frv.,

eða

„angíótensín II viðtakablokka“, t.d. valsartan, telmisartan, irbesartan o.s.frv.

Ketoconazol, lyf sem notað er við sveppasýkingum.

Verapamil, lyf sem notað er til að lækka blóðþrýsting, til að laga hjartsláttartruflanir eða

meðhöndla hjartaöng.

Ákveðin tegund verkjalyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf.

Ef Sprimeo er tekið með mat eða drykk

Sprimeo á að taka ásamt léttri máltíð einu sinni á sólarhring, helst alltaf á sama tíma sólarhringsins. Þú

átt ekki að taka Sprimeo með greipaldinsafa.

Meðganga og brjóstagjöf

Þungaðar konur mega ekki nota Sprimeo. Mikilvægt er að leita tafarlaust til læknis ef þú heldur að þú

sért þunguð eða hyggst verða þunguð. Ekki má hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Sprimeo

stendur.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Lyfið getur valdið sundli og getur slíkt haft áhrif á einbeitingargetu. Áður en þú stundar akstur, stjórnar

vélum eða framkvæmir önnur störf sem krefjast einbeitingar skaltu ganga úr skugga um hvaða áhrif

Sprimeo hefur á þig.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

3.

HVERNIG NOTA Á SPRIMEO

Notið Sprimeo alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi

Þeir sem eru með of háan blóðþrýsting eru oft einkennalausir. Mörgum getur liðið alveg eðlilega. Það

er mikilvægt að þú notir þetta lyf nákvæmlega eins og læknirinn hefur mælt fyrir um, til þess að ná

sem bestum árangri og draga úr hættu á aukaverkunum. Mættu í reglulegt eftirlit hjá lækninum jafnvel

þó þér líði vel.

Venjulegur upphafsskammtur er ein 150 mg tafla einu sinni á sólarhring.

Það fer eftir því hvernig lyfið verkar á hvern og einn hvort læknirinn ákveður að auka skammtinn í

eina 300 mg töflu einu sinni á sólarhring. Hugsanlegt er að læknirinn ávísi Sprimeo ásamt öðrum

blóðþrýstingslækkandi lyfjum.

Notkun lyfsins

Mælt er með að taka töflurnar með vatni. Sprimeo á að taka ásamt léttri máltíð einu sinni á sólarhring,

helst alltaf á sama tíma sólarhringsins. Þú átt ekki að taka Sprimeo með greipaldinsafa.

Ef stærri skammtur af Sprimeo en mælt er fyrir um er tekinn

Ef þú hefur fyrir slysni tekið inn of margar Sprimeo töflur skaltu tafarlaust ráðfæra þig við lækni. Þú

gætir þurft á læknisaðstoð að halda.

Ef gleymist að taka Sprimeo

Ef gleymist að nota lyfið skal taka það inn strax og eftir því er munað. Síðan skal taka næsta skammt á

venjulegum tíma. Ef hins vegar er nánast komið að næsta skammti skal sleppa þeim skammtinum sem

gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Sprimeo valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þú gætir þurft að hætta að nota

Sprimeo.

Algengar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10 sjúklingum): Niðurgangur, liðverkir, mikið magn

kalíums í blóði, sundl.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 100 sjúklingum): Útbrot (þetta geta einnig verið

merki um ofnæmisviðbrögð eða ofsabjúg – sjá „Mjög sjaldgæfar“ aukaverkanir hér á eftir),

nýrnasjúkdómur þar með talið bráð nýrnabilun (verulega minnkuð þvaglosun), þroti á höndum,

ökklum eða fótum (bjúgur á útlimum), veruleg viðbrögð í húð (eitrunardreplos húðþekju og/eða áhrif á

slímhúð í munni – húðroði, blöðrumyndun á vörum, augum eða í munni, húðflögnun, hiti), lágur

blóðþrýstingur.

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 1.000 sjúklingum): Ofnæmisviðbrögð

(ofnæmi) og ofsabjúgur (einkenni þess geta verið öndunarerfiðleikar eða kyngingarerfiðleikar, útbrot,

kláði, ofsakláði eða þroti í andliti, á höndum og fótum, kringum augu, í vörum og/eða tungu, sundl),

aukið magn kreatíníns í blóði.

5.

HVERNIG GEYMA Á SPRIMEO

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Ekki skal nota Sprimeo eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnu. Fyrningar-

dagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í uprunalegum pakkningum til varnar gegn raka.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Sprimeo

Virka innihaldsefnið er aliskiren (sem hemifumarat) 300 mg.

Önnur innihaldsefni eru crospovidon, hýprómellósa, magnesíumsterat, macrogol, örkristölluð

sellulósa, povidon, vatnsfrí kísilkvoða, talkúm, títantvíoxíð (E 171), svart járnoxíð (E 172), rautt

járnoxíð (E 172).

Útlit Sprimeo og pakkningastærðir

Sprimeo 300 mg filmuhúðaðar töflur eru ljósrauðar, tvíkúptar, sporöskjulaga töflur með áletruninni

„IU” á annarri hliðinni og „NVR” á hinni hliðinni.

Sprimeo fæst í pakkningum sem innihalda 7, 14, 28, 30, 50, 56, 84, 90, 98 eða 280 töflur. Pakkningar

sem innihalda 84 (3x28), 90 (3x30), 98 (2x49) eða 280 (20x14) töflur eru fjölpakkningar. Ekki er víst

að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Wimblehurst Road

Horsham

West Sussex, RH12 5AB

Bretland

Framleiðandi

Novartis Farma S.p.A.

Via Provinciale Schito 131

I-80058 Torre Annunziata/NA

Ítalía

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á

hverjum stað:

België/Belgique/Belgien

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma GmbH

Tél/Tel: +49 911 273 0

България

Novartis Pharma Services Inc.

Тел.: +359 2 489 98 28

Magyarország

Novartis Hungária Kft. Pharma

Tel.: +36 1 457 65 00

Česká republika

Novartis s.r.o.

Tel: +420 225 775 111

Malta

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +356 2298 3217

Danmark

Novartis Healthcare A/S

Tlf: +45 39 16 84 00

Nederland

Novartis Pharma B.V.

Tel: +31 26 37 82 111

Deutschland

Novartis Pharma GmbH

Tel: +49 911 273 0

Norge

Novartis Norge AS

Tlf: +47 23 05 20 00

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Eesti

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +372 66 30 810

Österreich

Novartis Pharma GmbH

Tel: +43 1 86 6570

Ελλάδα

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Τηλ: +30 210 281 17 12

Polska

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 375 4888

España

Novartis Farmacéutica, S.A.

Tel: +34 93 306 42 00

Portugal

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tel: +351 21 000 8600

France

Novartis Pharma S.A.S.

Tél: +33 1 55 47 66 00

România

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Novartis Ireland Limited

Tel: +353 1 260 12 55

Slovenija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Novartis Slovakia s.r.o.

Tel: +421 2 5542 5439

Italia

Novartis Farma S.p.A.

Tel: +39 02 96 54 1

Suomi/Finland

Novartis Finland Oy

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Novartis Pharma Services Inc.

Τηλ: +357 22 690 690

Sverige

Novartis Sverige AB

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +371 67 887 070

United Kingdom

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +44 1276 698370

Lietuva

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +370 5 269 16 50

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi