Spiriva

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Spiriva Innöndunarduft, hart hylki 18 míkróg/hylki
 • Skammtar:
 • 18 míkróg/hylki
 • Lyfjaform:
 • Innöndunarduft, hart hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Spiriva Innöndunarduft, hart hylki 18 míkróg/hylki
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a5602759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Spiriva

®

18 míkrógrömm, innöndunarduft, hart hylki

tíótrópíum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Spiriva og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Spiriva

Hvernig nota á Spiriva

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Spiriva

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Spiriva og við hverju það er notað

Spiriva auðveldar öndun hjá fólki með langvinna lungnateppu (LLT).

Langvinn lungnateppa er langvarandi lungnasjúkdómur sem veldur mæði og hósta. Hugtakið langvinn

lungnateppa tengist sjúkdómunum langvinnri berkjubólgu og lungnaþembu.

Þar sem langvinn lungnateppa er langvarandi sjúkdómur á að nota Spiriva á hverjum degi en ekki

einungis þegar öndunarerfiðleikar eða önnur einkenni langvarandi lungnateppu koma fram.

Spiriva er langvinnt berkjuvíkkandi lyf sem hjálpar til við að opna öndunarveginn og auðveldar fólki

öndun. Dagleg notkun Spiriva getur einnig hjálpað til ef um er að ræða samfelld andþyngsli í tengslum

við sjúkdóminn og mun hjálpa til við að minnka áhrif sjúkdómsins á daglegt líf. Það getur einnig bætt

úthald við líkamlega áreynslu. Dagleg notkun Spiriva hjálpar til við að fyrirbyggja bráða versnun

einkenna langvinnrar lungnateppu, sem geta varað í nokkra daga.

Lyfið verkar í 24 klst., svo einungis þarf að nota það einu sinni á sólarhring. Nákvæmar upplýsingar

um skömmtun Spiriva er að finna í kafla 3. „Hvernig nota á Spiriva“ og í notkunarleiðbeiningum sem

eru einnig í þessum fylgiseðli.

2.

Áður en byrjað er að nota Spiriva

Vera má að læknirinn hafi ráðlagt aðra notkun eða í öðrum skömmtum en gefnir eru upp í þessum

fylgiseðli. Fylgið alltaf leiðbeiningum læknisins og upplýsingunum á merkimiðanum frá apótekinu.

Ekki má nota Spiriva

ef um er að ræða ofnæmi fyrir tíótrópíumi, virka efninu, eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

ef þú ert með ofnæmi fyrir atrópíni eða skyldum lyfjum, t.d. ípratrópíumi eða oxítrópíumi.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Spiriva er notað

Ef þú ert með þrönghornsgláku, blöðruhálskirtilsvandamál eða átt í erfiðleikum með þvaglát.

Ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi, hafðu samband við lækninn.

Spiriva er ætlað sem viðhaldsmeðferð við langvinnri lungnateppu og á ekki að nota til

meðhöndlunar á bráðri andnauð eða hvæsandi andardrætti.

Bráð ofnæmisviðbrögð, eins og útbrot, þroti, kláði, hvæsandi andardráttur og öndunarerfiðleikar,

geta komið fram eftir notkun Spiriva. Hafið tafarlaust samband við lækninn ef þetta kemur fram.

Innöndunarlyf svo sem Spiriva geta valdið þyngslum fyrir brjósti, hósta, hvæsandi andardrætti

og mæði strax eftir innöndun. Hafið tafarlaust samband við lækninn ef þetta kemur fram.

Forðist að innöndunarduftið berist í augu því það getur valdið þrönghornsgláku eða því að hún

versni, en þrönghornsgláka er augnsjúkdómur. Verkir eða óþægindi í auga, þokusýn,

geislabaugar umhverfis ljós eða litaðir blettir ásamt roða í augum geta verið einkenni um bráða

þrönghornsgláku (gláku). Einkennum frá augum getur fylgt höfuðverkur, ógleði eða uppköst.

Hætta skal notkun tíótrópíumbrómíðs og hafa tafarlaust samband við lækni, helst augnlækni, ef

fram koma einkenni þrönghornsgláku.

Munnþurrkur, sem komið hefur fram í tengslum við andkólínvirka meðferð, getur til langs tíma

litið tengst tannskemmdum. Gætið því sérstaklega að því að viðhalda góðu hreinlæti í munni.

Ef þú hefur fengið hjartadrep síðastliðna 6 mánuði eða óstöðugar eða lífshættulegar

hjartsláttatruflanir eða alvarlega hjartabilun síðastliðið ár, láttu lækninn vita. Þetta er mikilvægt

til þess að meta hvort Spiriva er rétta lyfið fyrir þig.

Ekki má nota Spiriva oftar en einu sinni á dag.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Spiriva 18 míkrógrömm fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Spiriva

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú notar/hefur nýlega notað svipuð lyf við lungnasjúkdómnum,

t.d. ípratrópíum eða oxítrópíum.

Ekki hefur verið greint frá sérstökum aukaverkunum í tengslum við notkun Spiriva samhliða öðrum

lyfjum sem notuð eru við langvinnri lungnateppu, eins og lyfjum sem notuð eru eftir þörfum (t.d.

salbútamól til innöndunar), metýlxantíni (t.d. theófyllín) og/eða sterum til innöndunar eða í töflum (t.d.

prednisólon).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingu áður en lyfið er notað. Ekki má nota lyfið nema læknirinn ráðleggi það sérstaklega.

Akstur og notkun véla

Notkun Spiriva getur valdið aukaverkunum sem geta í mismiklum mæli haft áhrif á öryggi við vinnu

og hæfni til aksturs. Þessar aukaverkanir eru sundl, þokusýn og höfuðverkur.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Spiriva inniheldur laktósaeinhýdrat

Þegar notaðir eru ráðlagðir skammtar, eitt hylki einu sinni á sólarhring, inniheldur hver skammtur allt

að 5,5 mg af laktósaeinhýdrati. Ef óþol fyrir sykrum eða ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum (sem gætu

verið í litlu magni í innihaldsefninu laktósaeinhýdrati) hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni

áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Spiriva

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er innihald úr einu hylki (18 míkrógrömm af tíótrópíum) til innöndunar einu

sinni á sólarhring. Ekki má nota meira en ráðlagðan skammt.

Ekki er mælt með notkun Spiriva fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Reynið að nota hylkið alltaf á sama tíma sólarhringsins. Þetta er mikilvægt þar sem Spiriva verkar í

24 klst.

Hylkin eru eingöngu ætluð til innöndunar og ekki til inntöku.

Ekki má gleypa hylkin.

HandiHaler innöndunartækið, sem Spiriva hylkið er sett í, gerir gat á hylkið og gerir þar með mögulegt

að anda að sér duftinu sem er í hylkinu.

Gakktu úr skugga um að þú eigir HandiHaler innöndunartæki og að þú kunnir að nota það rétt.

Leiðbeiningar um notkun HandiHaler innöndunartækisins er einnig að finna í þessum fylgiseðli undir

fyrirsögninni „Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun“.

Gættu þess að anda ekki frá þér inn í HandiHaler innöndunartækið.

Fáðu leiðbeiningar um notkun HandiHaler innöndunartækisins hjá lækninum, hjúkrunarfræðingi eða

lyfjafræðingi ef þú átt í erfiðleikum með notkun þess.

Hreinsa skal HandiHaler innöndunartækið einu sinni í mánuði. Leiðbeiningar um hreinsun HandiHaler

innöndunartækisins er að finna í þessum fylgiseðli.

Við notkun Spiriva skal forðast að duftið berist í augun. Ef duft kemst í snertingu við augun getur

komið fram þokusýn, verkir og/eða roði í augunum. Skolið augun strax með volgu vatni og hafið

samband við lækni til að fá frekari leiðbeiningar.

Ef öndunarerfiðleikar aukast, skal hafa samband við lækninn eins fljótt og hægt er.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn, bráðamóttöku eða lyfjafræðing ef þú hefur notað stærri skammt af

Spiriva en fram kemur í fylgiseðlinum eða meira en læknirinn hefur ráðlagt.

Hætta er á að fram komi aukaverkanir eins og t.d. munnþurrkur, hægðatregða, erfiðleikar við þvaglát,

aukinn hjartsláttur eða þokusýn.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Spiriva

Ef gleymist að nota einn skammt skal nota hann um leið og eftir því er munað, nema komið sé að

næsta skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Notið næsta skammt eins og vant er.

Ef hætt er að nota Spiriva

Áður en hætt er að nota Spiriva skal hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing. Ef hætt er að nota

Spiriva eykst hættan á því að einkenni langvarandi lungnateppu versni.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanirnar sem lýst er hér á eftir hafa komið fram hjá sjúklingum sem hafa notað þetta lyf og

þær eru taldar upp samkvæmt tíðni sem algengar, sjaldgæfar, mjög sjaldgæfar eða tíðni ekki þekkt.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

munnþurrkur (yfirleitt vægur), sem getur aukið hættu á tannskemmdum

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

sundl

höfuðverkur

truflun á bragðskyni

þokusýn

óreglulegur hjartsláttur (gáttatitringur)

bólga í hálsi (kokbólga)

hæsi (raddtruflun)

hósti

brjóstsviði (vélindabakflæði)

hægðatregða

sveppasýking í munni og hálsi (candidasýking í munni og hálsi)

útbrot

erfiðleikar við þvaglát (þvagteppa)

sársauki við þvaglát (þvaglátstregða)

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

svefnerfiðleikar (svefnleysi)

geislabaugar umhverfis ljós eða litaðir blettir ásamt roða í augum (gláka)

aukinn augnþrýstingur

óreglulegur hjartsláttur (ofanslegilshraðtaktur)

hraðari hjartsláttur (hraðtaktur)

hjartsláttarónót

þyngsli fyrir brjósti, ásamt hósta, hvæsandi öndun eða mæði strax eftir innöndun lyfsins

(berkjukrampi)

blóðnasir

barkakýlisbólga

kinnholubólga

þrengingar í þörmum eða þarmalömun

tannholdsbólga

tungubólga

erfiðleikar við að kyngja

munnbólga

ógleði

ofnæmi, þar á meðal bráðaofnæmi

alvarleg ofnæmisviðbrögð sem valda bólgu í andliti eða hálsi (ofsabjúgur)

ofsakláði

kláði

þvagfærasýking

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

ofþornun (vessaþurrð)

tannskemmdir

alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmisviðbrögð)

sýkingar eða sár á húð

þurrkur í húð

liðbólgur

Alvarlegar aukaverkanir eru m.a. ofnæmisviðbrögð sem orsaka bólgu í andliti eða hálsi (ofsabjúgur)

eða önnur ofnæmisviðbrögð (eins og skyndileg lækkun á blóðþrýstingi eða sundl) geta komið fram ein

og sér eða sem hluti af alvarlegum ofnæmisviðbrögðum (bráðaofnæmisviðbrögð) eftir notkun Spiriva.

Að auki, sem er sameiginlegt með öllum innöndunarlyfjum, geta sumir sjúklingar fundið fyrir

óvæntum þyngslum fyrir brjósti, hósta, hvæsandi öndun eða mæði strax eftir innöndun lyfsins

(berkjukrampi). Komi eitthvað af þessu fyrir á tafarlaust að hafa samband við lækninn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Spiriva

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Þegar fyrsta hylkið hefur verið tekið úr þynnunni skal halda áfram að nota sömu þynnuna næstu

9 daga, eitt hylki á sólarhring.

Fargið HandiHaler innöndunartækinu 12 mánuðum eftir fyrstu notkun.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Spiriva má ekki frjósa.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Spiriva inniheldur

Virka innihaldsefnið er tíótrópíum. Hvert hylki inniheldur 18 míkrógrömm af virka

innihaldsefninu tíótrópíum (sem brómíð einhýdrat). Við innöndun losna 10 míkrógrömm af

tíótrópíum úr munnstykki HandiHaler innöndunartækisins.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat (sem gæti innihaldið lítið magn af mjólkurpróteinum).

Lýsing á útliti Spiriva og pakkningastærðir

Spiriva, innöndunarduft, hart hylki er ljósgrænt hart hylki með kóða lyfsins, TI 01, og merki

fyrirtækisins prentað á hylkin.

Lyfið er fáanlegt í eftirfarandi pakkningastærðum:

Pakkning sem inniheldur 30 hylki

Pakkning sem inniheldur 60 hylki

Pakkning sem inniheldur 90 hylki

Pakkning sem inniheldur 10 hylki + 1 HandiHaler innöndunartæki

Pakkning sem inniheldur 30 hylki + 1 HandiHaler innöndunartæki

Sjúkrahúspakkning: Búnt sem inniheldur 5 pappaöskjur með 30 hylkjum og 1 HandiHaler

innöndunartæki.

Sjúkrahúspakkning: Búnt sem inniheldur 5 pappaöskjur með 60 hylkjum.

Að auki eru fáanlegar pakkningar sem innihalda 1 HandiHaler innöndunartæki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi Spiriva er:

Boehringer Ingelheim International GmbH

Binger Strasse 173

D-55216 Ingelheim am Rhein

Þýskaland

Framleiðandi Spiriva og HandiHaler innöndunartækisins er:

Boehringer Ingelheim Pharma GmbH & Co. KG

Binger Strasse 173

D-55216 Ingelheim am Rhein

Þýskaland

Umboð á Íslandi:

Vistor hf.,

Sími: 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Belgía

Spiriva – 18 mcg poudre pour inhalation en gélule

Búlgaría

СПИРИВА 18 микрограма прах за инхалация, твърди капсули

Danmörk

Spiriva, inhalationspulver i kapsler 18 mikrogram

Eistland

SPIRIVA, Inhalatsioonipulber kõvakapslis 18mcg

Finnland

SPIRIVA 18 mikrog inhalaatiojauhe, kapseli, kova

Frakkland

SPIRIVA 18 microgrammes, poudre pour inhalation en gélule

Grikkland

Spiriva Κόνις για εισπνοή, σκληρό καψάκιο INHPD.CAP 18mcg/CAP

Holland

Spiriva 18 microgram, inhalatiepoeder in harde capsules

Írland, Malta,

Stóra Bretland

Spiriva 18 microgram inhalation powder, hard capsule

Ísland

Spiriva 18 míkrógrömm, innöndunarduft, hart hylki

Ítalía

SPIRIVA 18 microgrammi, polvere per inalazione, capsula rigida

Kýpur

Spiriva Κόνις για εισπνοή, σκληρό καψάκιο 18mcg

Lettland

Spiriva 18 mikrogrami, inhalācijas pulveris cietās kapsulā

Liechtenstein, Austurríki

Spiriva 18 Microgramm Kapseln mit Inhalationspulver

Litháen

Spiriva 18 mikrogramų įkvepiamieji milteliai, (kietosios kapsulės)

Lúxemborg

SPIRIVA GELULES 18 MCG

Noregur

SPIRIVA inhalasjonspulver, hard kapsel 18 mikrog

Portúgal

SPIRIVA, PÓ PARA INALAÇÃO, CÁPSULA DURA 0,018 mg

Rúmenía

SPIRIVA 18 micrograme capsule cu pulbere de inhalat

Slóvakía

Spiriva 18 mikrogramov, inhalačný prášok v tvrdej kapsule

Slóvenía

SPIRIVA 18 mikrogramov prašek za inhaliranje, trde kapsule

Spánn

SPIRIVA 18 microgramos, polvo para inhalación

Svíþjóð

Spiriva, inhalationspulver, hård kapsel 18 mikrog

Tékkland

Spiriva 18 µg prášek k inhalaci v tvrdých tobolkách

Ungverjaland

Spiriva 18 mikrogramm inhalációs por kemény kapszulában

Þýskaland

Spiriva 18 Microgramm Kapsel mit Inhalationspulver

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2017.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun HandiHaler innöndunartækisins:

Ágæti sjúklingur,

HandiHaler innöndunartæki á að nota við innöndun lyfsins í Spiriva hylkjunum sem hefur verið ávísað

vegna öndunarörðugleika.

Fylgið nákvæmlega leiðbeiningum sem læknirinn hefur gefið um notkun

Spiriva. HandiHaler innöndunartækið er sérstaklega hannað til innöndunar

á Spiriva og ekki má nota það fyrir neitt annað lyf.

Eftir um eins árs notkun skal taka nýtt HandiHaler innöndunartæki í

notkun.

HandiHaler innöndunartæki

Hlífðarlok.

Munnstykki.

Botn.

Hnappur til að stinga gat á hylkin.

Miðhólf.

1. Ýtið á hnappinn (4) og hlífðarlokið opnast.

2. Opnið hlífðarlokið alveg með því að ýta því upp á við.

Opnið síðan munnstykkið með því að ýta því upp á við.

3. Losið eitt Spiriva hylki af þynnuspjaldinu (rétt fyrir notkun) og látið

það í miðhólfið (5) eins og sýnt er á myndinni. Ekki skiptir máli hvernig

hylkið snýr í hólfinu – látið það aðeins í hólfið.

4. Lokið munnstykkinu ákveðið þar til

smellur

heyrist en hlífðarlokið er

haft opið.

5. Haldið HandiHaler innöndunartækinu þannig að munnstykkið snúi upp.

Ýtið græna hnappnum alveg inn

(aðeins einu sinni)

og sleppið honum

síðan. Með þessu eru gerð göt á hylkið og hægt er að anda innihaldinu að

sér.

6. Tæmið lungun vel.

ATHUGIÐ: Það er mikilvægt að forðast að anda frá sér í gegnum

munnstykkið þar sem duftið getur orðið rakt og hlaupið í kekki.

7. Lyftið HandiHaler innöndunartækinu að munninum og setjið varirnar

þétt um munnstykkið. Haldið höfðinu uppréttu og andið að, hægt og djúpt

en nægilega hratt til að heyra eða finna hylkið titra.

Dragið inn andann þar til lungun eru alveg full. Haldið síðan niðri

andanum eins lengi og hægt er með góðu móti og takið HandiHaler

innöndunartækið samtímis út úr munninum. Andið rólega frá og haldið

síðan áfram að anda eðlilega.

Endurtakið síðan lið 6 og 7 til að tæma hylkið alveg.

8. Opnið munnstykkið aftur. Takið notaða hylkið úr og hendið því. Lokið

munnstykkinu og hlífðarlokinu aftur áður en HandiHaler innöndunartækið

er lagt til hliðar.

Hreinsun HandiHaler innöndunartækisins

Hreinsið HandiHaler innöndunartækið einu sinni í mánuði. Opnið hlífðarlokið

og munnstykkið. Opnið síðan botninn með því að lyfta hnappnum upp.

Skolið allt tækið með volgu vatni til að fjarlægja allt þurrefni.

Þurrkið HandiHaler innöndunartækið með því að hella vatninu úr og e.t.v.

hrista það til að fjarlægja dropa. Setjið HandiHaler innöndunartækið síðan á

pappírsþurrku og látið hlífðarlokið, munnstykkið og botninn vera opinn á

meðan HandiHaler innöndunartækið er loftþurrkað. Það tekur 24 klst. að

loftþurrka tækið og því skal hreinsa það strax eftir notkun til að það verði

tilbúið til notkunar þegar kemur að næsta skammti. Ef nauðsyn krefur má

hreinsa munnstykkið að utan með hreinum, rökum (ekki blautum) klút.

Hylki tekin af þynnuspjaldi

A. Skiptið þynnuspjaldinu í tvennt með því að rífa eftir götuninni.

B. Losið álþynnuna varlega (rétt fyrir notkun) með því að toga í flipann þar

til allt hylkið kemur í ljós. Álþynnuna má aðeins fjarlægja af einu hylki í

einu.

Ef álþynnan er fjarlægð af öðru hylki og hylkið kemst í snertingu við

andrúmsloftið á að farga því hylki.

C.Takið hylki af spjaldinu – hristið e.t.v spjaldið til að losa hylki.

Spiriva hylki innihalda aðeins lítið magn af dufti. Hylkið er því aðeins fyllt að hluta.

Framleiðandi HandiHaler innöndunartækis:

Boehringer Ingelheim Pharma GmbH & Co. KG

D-55216 Ingelheim am Rhein

Þýskaland

CE0123