Sotalol Mylan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Sotalol Mylan Tafla 40 mg
 • Skammtar:
 • 40 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Sotalol Mylan Tafla 40 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 9c602759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Sotalol Mylan 40 mg, 80 mg og 160 mg töflur

d,l-sótalólhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Sotalol Mylan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Sotalol Mylan

Hvernig nota á Sotalol Mylan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Sotalol Mylan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Sotalol Mylan og við hverju það er notað

Virka efnið í Sotalol Mylan er sótalól. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast beta-blokkar. Sotalol

Mylan vinnur gegn hjartsláttartruflunum með því að hafa áhrif á rafboð hjartans. Sotalol Mylan er

notað til meðferðar við hjartsláttartruflunum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Sotalol Mylan

Ekki má nota Sotalol Mylan

ef um er að ræða ofnæmi fyrir sótalóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með tilteknar tegundir raskana á rafboðum í hjarta, ómeðhöndlaða hjartabilun eða lost,

þarft að gangast undir svæfingu með tilteknum svæfingalyfjum, ert með æxli sem mynda efni

sem hækka blóðþrýsting (svonefnd krómfíklaæxli), lágan blóðþrýsting, alvarlegar raskanir á

blóðrás í höndum og fótum, astma eða aðra öndunarkvilla eða alvarlega nýrnabilun.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Sotalol Mylan er notað.

ef þú ert með sykursýki, þar sem sótalól getur falið einkenni blóðsykursfalls og þannig valdið

erfiðleikum við að ákveða lyfjaskammta.

ef þú ert með lítið af magnesíum eða kalíum í blóði.

ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi. Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta.

ef þú ert með blóðrásartruflanir í útlimum.

Ef þú finnur fyrir sundli eða líður yfir þig skaltu hafa samband við lækni tafarlaust.

Í sjaldgæfum tilvikum getur sótalól valdið því að einkenni sóra (psoriasis) versna.

Áður en meðferð með sótalóli er hafin er mikilvægt að hafa í huga að lyf úr þessum flokki geta valdið

því að einkenni hjartabilunar og astmakvilla versna.

Ekki má hætta meðferð með Sotalol Mylan skyndilega.

Notkun annarra lyfja samhliða Sotalol Mylan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Sotalol Mylan getur haft áhrif á verkun annarra lyfja og verkun þess getur orðið fyrir áhrifum af

öðrum lyfjum.

Einkum er mikilvægt að þú látir lækninn vita ef þú notar einhver eftirtalinna lyfja:

lyf við hjarta- og æðasjúkdómum, ofnæmi, sykursýki, bólgukvillum, gigtsjúkdómum eða

geðrænum kvillum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Hugsanlegt er að lyfið hafi áhrif á fóstur. Leitaðu alltaf ráða hjá lækni áður en þú notar Sotalol Mylan

á meðgöngu.

Hætta á meðferð með Sotalol Mylan 48–72 klukkustundum fyrir áætlaðan fæðingardag. Ef það er ekki

hægt á að fylgjast náið með barninu í 48–72 klukkustundir eftir fæðingu.

Brjóstagjöf

Hugsanlegt er að lyfið hafi áhrif á börn sem höfð eru á brjósti. Því á ekki að nota Sotalol Mylan meðan

á brjóstagjöf stendur nema samkvæmt fyrirmælum læknis.

Akstur og notkun véla

Sotalol Mylan hefur yfirleitt ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Hafðu í huga að hætta er á

að þú finnir fyrir þreytu eða sundli, einkum við upphaf meðferðar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Sotalol Mylan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður skammtinn samkvæmt þörfum þínum.

Venjulegur upphafsskammtur er 80 mg einu sinni á dag eða skipt í tvo skammta. Viðhaldsskammtur er

oft 160-320 mg á dag, skipt í tvo skammta. Sumir sjúklingar gætu þurft stærri skammta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Við ofskömmtun getur komið fram minnkuð hjartsláttartíðni eða lækkaður blóðþrýstingur,

öndunarerfiðleikar og hægur hjartsláttur. Í mjög stórum skömmtum geta einnig aðrar truflanir á

starfsemi hjartans komi fram.

Ef gleymist að taka Sotalol Mylan

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Sotalol Mylan

Ekki má hætta notkun Sotalol Mylan nema að höfðu samráði við lækni og á þá að minnka skammtinn

smám saman á 1-2 vikum.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum)

svefntruflanir

höfuðverkur, yfirliðstilfinning, sundl

hægur hjartsláttur, breytingar á hjartarafriti, hjartsláttarónot

andnauð

niðurgangur, uppköst

máttleysi, brjóstverkur, vökvasöfnun (bjúgur)

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum)

þunglyndi, skapsveiflur, kvíði

dofi í höndum og fótum, breytingar á bragðskyni

sjóntruflanir

truflanir á heyrn

hjartsláttartruflanir, hjartabilun, yfirlið

lágur blóðþrýstingur

vélindabakflæði, vindgangur, ógleði, magaverkur

útbrot á húð

krampar

raskanir á kynhvöt

hiti, þreyta

Tíðni ekki þekkt

versnun blóðrásar í höndum og fótum

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Sotalol Mylan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið lyfið í upprunalegum pakkningum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum eða öskjunni á eftir

Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Sotalol Mylan inniheldur

Virka innihaldsefnið er d,l-sótalólhýdróklóríð 40 mg, 80 mg eða 160 mg.

Önnur innihaldsefni eru kalsíumhýdrógenfosfat, maíssterkja, talkúm, póvídon,

natríumsterkjuglýkólat og magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Sotalol Mylan og pakkningastærðir

40 mg: hvítar kringlóttar töflur 6mm, merktar SL og 40.

80 mg: hvítar kringlóttar töflur með deilistriki 7 mm, merktar SL og 80.

160mg: hvítar kringlóttar töflur með deilistriki 9,5mm, merktar SL og 160.

Lyfið er fáanlegt í eftirfarandi pakkningastærðum:

40 mg: 100stk

80 mg: 100stk

160 mg: 100 stk

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Mylan AB

Box 23033

104 35 Stockholm

Svíþjóð

Umboðsaðili

Icepharma hf

Lyngháls 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2014.