Sinemet 25/100

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Sinemet 25/100 Tafla 25 mg/100 mg
 • Skammtar:
 • 25 mg/100 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Sinemet 25/100 Tafla 25 mg/100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 42602759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Sinemet

®

12,5 mg/50 mg; 25 mg/100 mg töflur

karbídópa/levódópa

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Sinemet og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Sinemet

Hvernig nota á Sinemet

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Sinemet

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Sinemet og við hverju það er notað

Sinemet er lyf við Parkinsonsveiki og það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast dópamínvirk lyf.

Sinemet eykur virkni dópamíns (sem er boðefni í heilanum). Það dregur þar með úr einkennum

Parkinsonsveiki svo sem vöðvastífni og skjálfta. Sinemet inniheldur tvö efni, annars vegar

levódópa sem bætir upp dópamínskort í heilanum og hins vegar karbídópa sem gerir það að

verkum að minna magn þarf af levódópa.

Sinemet er ætlað til meðferðar við Parkinsonsveiki.

2.

Áður en byrjað er að nota Sinemet

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð

Ekki má nota Sinemet:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir levódópa eða karbídópa eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

ef þú ert með eða hefur haft sár eða æxli í húð sem ekki er vitað með vissu að séu eða hafi verið

góðkynja.

ef þú tekur ísókarboxazíð við þunglyndi. Sinemet má ekki taka fyrr en 2 vikum eftir að

þunglyndismeðferðinni hefur verið hætt. Ráðfærðu þig við lækninn.

ef þú ert á meðferð með móklóbemíði við þunglyndi samhliða selegilíni eða rasagilíni við

Parkinsonsveiki.

ef þú hefur hækkaðan augnþrýsting (gláku).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður Sinemet er notað ef þú:

ert á meðferð með öðrum lyfjum við Parkinsonsveiki (levódópa). Læknirinn stöðvar venjulega

meðferð með levódópa í að minnsta kosti 12 klukkustundir áður byrjað er á meðferð með

Sinemet.

ert með eða hefur haft geðræna sjúkdóma. Það á einnig við um þunglyndi.

hefur fengið kransæðastíflu og hefur hraðan, ef til vill óreglulegan hjartslátt.

ert með alvarlegan sjúkdóm í hjarta eða æðum.

ert með lungnasjúkdóma t.d. astma.

ert með skerta nýrnastarfsemi.

ert með skerta lifrarstarfsemi.

ert með sjúkdóm í heiladingli, skjaldkirtli eða nýrnahettum.

hefur haft magasár.

hefur fengið krampa.

ert með gláku. Sumar tegundir gláku (langvinn gleiðhornsgláka) eru þess eðlis að hægt er að

taka Sinemet ef augnsjúkdómurinn er vel meðhöndlaður. Ráðfærðu þig undir öllum

kringumstæðum við lækninn.

Hafðu strax samband við lækninn ef þú:

færð hita, vöðvastífleika eða ef breytingar verða á hugarástandi. Einkennin geta verið

lífshættuleg og þarfnast læknismeðferðar án tafar.

Hafðu samband við lækninn ef:

Þú færð ósjálfráðar hreyfingar meðan á meðferðinni stendur. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga

skammtinn.

Breytingar verða á hugarástandi.

Láttu lækninn vita ef þú eða fjölskyldan/umönnunaraðili tekur eftir því að þú ert að fá fíknilík

einkenni sem leiða til löngunar í stóra skammta af Sinemet og öðrum lyfjum sem notuð eru til

að meðhöndla Parkinsonsveiki.

Láttu lækninn vita ef þú eða fjölskylda þín/umönnunaraðili takið eftir knýjandi þörf eða löngun

hjá þér til að hegða þér á annan hátt en þér er eiginlegt eða að þú getur ekki haldið aftur af hvöt,

knýjandi þörf eða getur ekki staðist freistinguna til að gera eitthvað sem gæti skaðað þig eða

aðra. Slík hegðun er kölluð hvatastjórnunarröskun og getur m.a. falist í spilafíkn, óhóflegu áti

eða óhóflegri peningaeyðslu, óeðlilega mikilli kynhvöt eða að fólk er gagntekið af auknum

hugsunum um kynlíf eða tilfinningum sem tengjast kynlífi. Læknirinn gæti þurft að endurskoða

lyfjameðferðina.

Þú átt að gangast undir skurðaðgerð í svæfingu. Láttu lækninn vita að þú sért að meðferð með

Sinemet.

Gæta skal sérstaklega að eftirfarandi:

Ef þú hefur áður verið á meðferð með levódópa einu sér gætir þú fengið ósjálfráðar

hreyfingatruflanir. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammtinn. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ef þú hefur sykursýki þarftu að fylgjast oft með blóðsykrinum og ef til vill ræða við lækninn um

breytingar á sykursýkilyfinu.

Læknirinn fylgist með hjartastarfsemi þinni meðan á meðferðinni stendur.

Á meðan þú ert á meðferð með Sinemet þarf að gera reglulegar rannsóknir á blóði og þvagi.

Láttu alltaf vita þegar tekin eru blóðsýni og þvagsýni að þú sért á meðferð með Sinemet. Það

getur haft áhrif á niðurstöður rannsóknanna.

Meðferð með Sinemet getur valdið því að þú sofnir skyndilega, stundum án þess að um syfju sé

að ræða. Því þarftu að gæta varúðar ef þú ekur bíl, vélhjóli eða reiðhjóli eða stjórnar vélum á

meðan þú ert á Sinemet meðferð. Ráðfærðu þig við lækninn.

Notkun annarra lyfja samhliða Sinemet

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru erlendis, náttúrulyf, sterk

vítamín og steinefni ásamt fæðubótarefnum.

Þú mátt ekki taka Sinemet ef þú ert á meðferð með ísókarboxazíði (lyfi við þunglyndi). Ráðfærðu þig

við lækninn.

Ef þú tekur selegilín við Parkinsonsveiki samhliða Sinemet máttu ekki taka móklóbemíð við

þunglyndi. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú tekur:

annað lyf við Parkinsonsveiki. Nauðsynlegt getur verið að breyta skammtinum af Sinemet.

lyf við astma eða langvinnri lungnateppu.

lyf við þunglyndi (t.d. móklóbemíð, þríhringlaga þunglyndislyf). Nauðsynlegt getur verið að

breyta skammtinum.

járn (járnsúlfat, járnglúkónat). Járn og Sinemet skal taka á sitt hvorum tímanum. Ráðfærðu þig

við lækninn.

lyf við ógleði og uppköstum (metóklópramíð).

lyf við geðklofa og öðrum geðrænum sjúkdómum (risperidón, fenótíazín og bútýrofenón).

lyf við miklum verkjum (ópíóíðar).

lyf við berklum (ísóníazíð).

lyf við of háum blóðþrýstingi. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum.

lyf við flogaveiki (fenýtóín).

lyf við sinadráttum (papaverín).

lyf sem hafa áhrif á taugakerfið (amfetamín).

lyf við öðrum sjúkdómum sem tengjast ósjálfráðum hreyfingum.

Sinemet getur haft áhrif á ákveðnar aðrar rannsóknaniðurstöður t.d. mælingar á blóðsykri. Ráðfærðu

þig við lækninn.

Hafðu samband við lækninn. Það getur verið nauðsynlegt að breyta skammtinum.

Athugaðu að þetta getur einnig átt við um lyf sem þú hefur tekið fyrir allt að 2 vikum eða lyf sem þú

tekur samhliða Sinemet.

Ef þú færð skyndilega mjög lágan blóðþrýsting, sem þarfnast læknismeðferðar með inndælingu lyfs

(t.d. adrenalíns, noradrenalíns, ísóprenalíns eða dópamíns) átt þú eða aðstandandi þinn að láta lækninn

vita að þú sért á meðferð með Sinemet.

Notkun Sinemet með mat eða drykk

Sinemet á að taka með glasi af vatni.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert á próteinríku fæði.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef þú ert þunguð máttu aðeins taka Sinemet eftir að hafa rætt það við lækninn.

Brjóstagjöf

Ef þú ert með barn á brjósti máttu aðeins taka Sinemet eftir að hafa rætt það við lækninn

Akstur og notkun véla

Sinemet getur valdið aukaverkunum sem geta að miklu eða litlu leyti haft áhrif á öryggi við akstur og

notkun véla.

Sinemet getur haft sljóvgandi verkun á suma og það getur haft áhrif á öryggi við akstur og notkun

véla.

Meðferð með Sinemet getur valdið skyndilegum svefni, í sumum tilvikum fyrirvaralaust. Því skal gæta

varúðar við akstur bíla og vélhjóla og notkun reiðhjóla og við notkun véla meðan á meðferð með

Sinemet stendur.

Ef þú finnur fyrir syfju eða sofnar fyrirvaralaust máttu ekki aka bíl eða vélhjóli eða hjóla og ekki nota

vélar, vegna þess að minnkuð árvekni getur stofnað lífi og heilsu þinni og annarra í hættu. Ráðfærðu

þig við lækninn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Sinemet

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Sinemet 12,5 mg/50 mg töflurnar eru með deiliskoru. Ef nauðsynlegt er má skipta töflunum í tvennt.

Sinemet 25 mg/100 mg töflurnar eru sléttar og þeim er ekki hægt að skipta í tvennt.

Læknirinn ákveður skammtinn. Sinemet skammtar eru mismunandi og læknirinn ákvarðar þá í

samræmi við sjúkdómsástand þitt og svörun við meðferðinni. Hafðu strax samband við lækninn ef

breytingar verða á líkamsástandi þínu. Ef þú færð ógleði og uppköst eða um óeðlilegar hreyfingar er

að ræða gæti verið nauðsynlegt að breyta skammtinum.

Ekki má breyta skömmtum eða hætta á meðferðinni nema samkvæmt fyrirmælum læknis. Ef

meðferðinni er hætt skyndilega geta alvarlegar aukaverkanir komið fram, sérstaklega ef þú ert á

samhliða meðferð við geðrænum sjúkdómum. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ráðlagður skammtur er

Sinemet 25 mg/100 mg

Venjulega er byrjað með 1 töflu af Sinemet 25 mg/100 mg, þrisvar sinnum á sólarhring. Læknirinn

getur aukið skammtinn um 1 töflu af Sinemet 25 mg/100 mg á dag eða annan hvern dag.

Hámarksskammtur er 8 töflur af Sinemet 25 mg/100 mg á sólarhring. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Sinemet 12,5 mg /50 mg

Venjulega er byrjað með 1 töflu af Sinemet 12,5 mg/50 mg þrisvar til fjórum sinnum á sólarhring.

Læknirinn getur aukið skammtinn um 1 töflu af Sinemet 12,5 mg/50 mg á dag eða annan hvern dag.

Hámarksskammtur er 8 töflur af Sinemet 12,5 mg/50 mg á sólarhring. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki má gefa börnum yngri en 18 ára Sinemet nema læknirinn hafi ávísað því.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu umbúðirnar meðferðis.

Einkenni um ofskömmtun eru ógleði, uppköst, ósjálfráðar hreyfingar, eirðarleysi og óróleiki. Einnig

geta þau verið ofskynjanir, krampar, hraður hjartsláttur, of hár blóðþrýstingur, sem fylgt getur of lágur

blóðþrýstingur þegar sest er upp úr útafliggjandi stöðu eða staðið upp úr sitjandi stöðu, truflanir á

jafnvægi blóðsalta og nýrnabilun. Að auki vöðvasjúkdómur með vöðvamáttleysi, hita og rauðu þvagi.

Ef gleymist að taka Sinemet

Ef þú hefur gleymt að taka skammt, taktu hann þá strax og þú manst eftir því. Ef komið er að næsta

skammti skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt

sem gleymst hefur að taka. Haltu áfram að taka lyfið eins og venjulega svo fljótt sem auðið er.

Ef hætt er að nota Sinemet

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. Ekki má

breyta skammti eða hætta meðferð nema í samráði við lækninn. Ef minnka á skammtinn þarf að gera

það smám saman. Ef meðferðinni er hætt skyndilega eða skammturinn minnkaður snögglega, geta

ýmsar mjög alvarlegar aukaverkanir átt sér stað, svo sem hiti, verulegur vöðvastífleiki og breytt

hugarástand. Einkennin geta verið lífshættuleg og þau þarfnast læknismeðferðar samstundis.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum)

Þunglyndi, í alvarlegum tilvikum ásamt sjálfsvígshugsunum. Hafið samband við lækni.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Almennur slappleiki, tilhneiging til að fá sýkingar, sérstaklega hálsbólgu og hita, vegna

breytinga á blóði (alvarlegur skortur á hvítum blóðkornum).

Óreglulegur hjartsláttur. Hafið strax samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið ef til vill í 112.

Alvarlegt blóðleysi ásamt gulu. Hafið strax samband við lækni.

Blæðingar frá húð og slímhúð og marblettir vegna breytinga á blóði (of fáar blóðflögur). Hafið

strax samband við lækni.

Hár hiti, vöðvastífleiki, mikil svitamyndun (illkynja sefunarheilkenni). Hringið í 112

(lífshættulegt).

Blóðug uppköst og/eða svartar hægðir vegna blæðingar í maga eða þörmum. Hafið strax

samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið ef til vill í 112.

Magasár með verkjum í efri hluta magans. Hafið samband við lækni.

Þroti í andliti, vörum og tungu. Það getur valdið lokun öndunarvega. Hringið í 112.

Skyndileg blæðing í húð og/eða slímhúð, verkir og þroti í liðum, oft samhliða bráðum

kviðverkjum og -blæðingum (Henoch-Schönlein purpuri). Hafið strax samband við lækni eða

bráðamóttöku.

Geðrofsástand með ranghugmyndum og vænisýki. Hafið samband við lækni.

Krampar. Hafið strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið ef til vill í 112.

Tíðni ekki þekkt

(ekk hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Húðkrabbamein. Hafið tafarlaust samband við lækni ef nýir fæðingarblettir koma fram eða

fæðingarblettir sem voru til staðar stækka eða breytast á einhvern hátt.

Krampar í augnvöðvum með störu upp á við. Hafið samband við lækni.

Viðvarandi, sársaukafull standpína. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum)

Ósjálfráðar og tilgangslausar hreyfingar líkamans, sem geta verið sveiflur, hnykkir eða kippir.

Algengar til mjög algengar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

100 sjúklingum)

Hjartsláttarónot.

Algengar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum)

Óeðlileg þreyta og syfja. Örsjaldan getur verið um verulega þreytu að degi til að ræða og

skyndilegan svefn við dagleg störf. Getur verið eða orðið alvarlegt. Ræðið við lækninn.

Ofskynjanir. Getur verið alvarlegt. Hafið ef til vill samband við lækni eða bráðamóttöku.

Andþyngsli. Getur hjá sumum orðið alvarleg aukaverkun. Ræðið við lækninn.

Sundl. Ef þú hefur of lágan blóðþrýsting getur þig sundlað, ef til vill fundið fyrir

yfirliðstilfinningu við að setjast upp úr útafliggjandi stöðu eða við að standa upp úr sitjandi

stöðu.

Tímabil þar sem skiptast á yfirdrifnar hreyfingar og fullkominn stífleiki.

Stingandi, skringileg tilfinning eða dofi í húð.

Uppköst, niðurgangur, ógleði, lystarleysi.

Brjóstverkir.

Óeðlilegir draumar.

Ringlun.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Sinadráttur. Hafið samband við lækninn. Læknirinn gæti mögulega breytt skammtinum.

Yfirlið.

Ofsakláði.

Eirðarleysi og óróleiki.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(getur komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Æðabólga með verkjum og þrota eftir endilöngum blóðæðum. Þetta getur hjá sumum orðið

alvarleg aukaverkun. Ræðið við lækninn.

Of hár blóðþrýstingur. Ræðið við lækninn. Meðhöndla verður of háan blóðþrýsting. Mjög hár

blóðþrýstingur er alvarlegt mál.

Minnistap eða minnisskerðing.

Dökkur litur á hráka, dökkt þvag.

Kláði, hárlos, útbrot, dökkur litur á svita.

Tíðni ekki þekkt

(ekk hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Krampar í augnlokum. Hafið samband við lækninn. Læknirinn gæti breytt skammtinum.

Erfiðleikar við þvaglát, hugsanlega þvagteppa. Hjá sumum getur þetta orðið alvarleg

aukaverkun. Ræðið við lækninn.

Vökvasöfnun í líkamanum. Hafið samband við lækni.

Þyngdaraukning, þyngdartap.

Beiskt bragð.

Aukinn handskjálfti, ósamhæfðar hreyfingar, mjög hægar ósjálfráðar snúningshreyfingar.

Höfuðverkur, óskýr sjón, minnkuð skynjun.

Ljósopsþrenging, slöpp augnlok og pírð augu (Horners heilkenni).

Tilfinningaleysi.

Örvunartilfinning.

Tvísýni, þokusýn, ljósopsvíkkun.

Hæsi, óeðlileg öndun, hiksti.

Munnþurrkur, sem getur aukið hættu á tannskemmdum.

Aukið munnvatnsrennsli, kyngingartregða.

Kviðverkir og óþægindi, hægðatregða, vindgangur, meltingartruflanir, sviðatilfinning á tungu.

Ósjálfráð þvaglát.

Aukin svitamyndun, roði.

Vöðvakrampar, krampi í tyggingarvöðvum.

Byltur.

Hitakóf, vanlíðan.

Þróttleysi, máttleysi og þreyta.

Óeðlilegt göngulag.

Kvíði, skortur á áttun, æsingur.

Svefnleysi.

Gnístrun tanna.

Þú gætir einnig fengið eftirfarandi aukaverkanir:

Óhófleg löngun í stóra skammta af Sinemet umfram það sem þörf er á til að stjórna

hreyfieinkennum, þekkt sem dópamín vanstjórnarheilkenni. Sumir sjúklingar finna fyrir

verulegum óeðlilegum ósjálfráðum hreyfingum (hreyfitruflanir), geðsveiflum eða öðrum

aukaverkunum eftir að taka stóra skammta af Sinemet

verið ófær um að halda aftur af hvöt til að framkvæma eitthvað sem gæti verið skaðlegt, sem

gæti m.a. verið:

Knýjandi þörf fyrir að spila fjárhættuspil, þrátt fyrir að það hafi alvarlegar afleiðingar

fyrir þig eða fjölskyldu þína.

Breyttur eða aukinn áhugi á kynlífi og hegðun sem veldur þér eða öðrum verulegum

áhyggjum, t.d. aukin kynhvöt.

Stjórnlaus eða yfirdrifin innkaup eða peningaeyðsla.

Lotugræðgi (mikils matar neytt á skömmum tíma) eða matarfíkn (borðað meira en

venjulega og meira en þarf til að seðja hungrið).

Láttu lækninn vita ef þú ferð að hegða þér á einhvern ofangreindan hátt, hann ræðir við þig um úrræði

til að ráða við eða draga úr þessum einkennum.

Sinemet getur einnig valdið aukaverkunum sem þú tekur venjulega ekki eftir. Það á við um breytingar

á niðurstöðum ýmissa rannsókna, t.d. vegna áhrifa á lifur, áhrifa á nýru og hækkunar á blóðsykri.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Sinemet

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Sinemet 12,5 mg/50 mg og 25 mg/100 mg töflur innihalda:

Virk innihaldsefni:

Sinemet 12,5 mg/50 mg

: 12,5 mg karbídópa og 50 mg levódópa.

Sinemet 25 mg/100 mg

: 25 mg karbídópa og 100 mg levódópa.

Önnur innihaldsefni:

Sinemet 12,5 mg/50 mg

: Maíssterkja, forhleypt sterkja, örkristallaður sellulósi,

magnesíumsterat, kínólíngult (E104).

Sinemet 25 mg/100 mg

: Forhleypt sterkja, örkristallaður sellulósi, magnesíumsterat,

krospóvidón, hýdroxýprópýlsellulósi, kínólíngult (E104).

Lýsing á útliti Sinemet og pakkningastærðir

Útlit

Sinemet 12,5 mg/50 mg eru gular, sporöskjulaga töflur með deiliskoru á annarri hliðinni og

merktar með áletruninni „520“ á hinni hliðinni.

Sinemet 25 mg/100 mg eru gular, hringlaga töflur sléttar á annarri hliðinni og merktar með

áletruninni „650“ á hinni hliðinni.

Pakkningastærðir

Sinemet 12,5 mg/50 mg: PVC/álþynnupakkning sem inniheldur 100 töflur.

Sinemet 25 mg/100 mg: HDPE töfluílát sem inniheldur 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastæðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme B.V., Postbus 581, 2003 PC Haarlem, Holland.

Framleiðandi

Merck Sharp & Dohme B.V., Waarderweg 39, NL-2031 BN Haarlem, Holland.

Fulltrúi markaðsleyfishafa á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.