Simvastatin Bluefish

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Simvastatin Bluefish Filmuhúðuð tafla 40 mg
 • Skammtar:
 • 40 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Simvastatin Bluefish Filmuhúðuð tafla 40 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d591693e-b771-e111-b50c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Simvastatin Bluefish 10 mg filmuhúðaðar töflur

Simvastatin Bluefish 20 mg filmuhúðaðar töflur

Simvastatin Bluefish 40 mg filmuhúðaðar töflur

Simvastatin Bluefish 80 mg filmuhúðaðar töflur

(Simvastatin)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Simvastatin Bluefish og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Simvastatin Bluefish

Hvernig nota á Simvastatin Bluefish

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Simvastatin Bluefish

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Simvastatin Bluefish og við hverju það er notað

Simvastatin Bluefish er lyf sem notað er til að lækka gildi kólesteróls, „slæms“ kólesteróls (LDL kólesteról)

og ákveðinna fituefna sem kallast þríglýseríð, í blóði. Að auki hækkar Simvastatin Bluefish gildi „góðs“

kólesteróls (HDL kólesteról). Þú átt að neyta fæðis sem stuðlar að lækkun kólesteróls meðan þú tekur

þetta lyf.

Simvastatin Bluefish er notað samhliða sérstöku mataræði ef þú hefur:

hækkað gildi kólesteróls í blóði (primary hypercholesterolaemin) eða hækkuð gildi þríglýseríða í

blóði

arfgengt hátt gildi kólesteróls í blóði (arfhrein arfgeng kólesterólhækkun). Vera má að þörf sé á

annarri meðferð að auki.

kransæðasjúkdóm eða ert í hættu á að fá kransæðasjúkdóm (þar sem þú hefur sykursýki eða hefur

sögu um slag eða aðra æðasjúkdóma). Simvastatin Bluefish getur lengt líf þitt með því að minnka

hættu á vandamálum vegna hjartasjúkdóma, óháð magni kólesteróls í blóði.

Hátt kólesteról hefur ekki nein bráð einkenni hjá flestu fólk. Læknirinn getur mælt kólesteról þitt með

einfaldri blóðmælingu. Þú átt að hitta lækninn reglulega, fylgjast með kólesteróli þínu í blóði og ræða

meðferðarmarkmið þín við lækninn.

2.

Áður en byrjað er að nota Simvastatin Bluefish

Ekki má nota Simvastatin Bluefish

ef þú ert með ofnæmi fyrir simvastatini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með lifrarsjúkdóm

ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti

ef þú ert með alvarlega öndunarerfiðleika

ef þú tekur eitt eða fleiri eftirfarandi lyfja, sem hemja sterklega ákveðið lifrarensím (CYP3A4):

ákveðin sveppalyf, svo sem ketoconazol, itraconazol, fluconazol eða posaconazol

ákveðin sýklalyf, svo sem erythromycin, clarithromycin eða telithromycin

HIV-lyf, svo sem indinavir, nelfinavir, ritonavir og saquinavir

þunglyndislyfið nefazodon.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Simvastatin Bluefish er notað.

ef þú ert með nýrnasjúkdóm

ef þú ert með ómeðhöndlaðan skjaldkirtilssjúkdóm (vanstarfsemi skjaldkirtils)

ef þú finnur fyrir eða hefur fundið fyrir vöðvaverkjum, eymslum eða máttleysi í vöðvum á meðan

þú ert á meðferð með statínum (flokkur kólesteról-lækkandi lyfja) eða á meðan þú ert á meðferð

með fíbrötum (flokkur lyfja sem minnkar magn fitu í blóði)

ef þú eða náinn ættingi er með arfgengan vöðvasjúkdóm eða sögu um vöðvasjúkdóma

ef þú neytir eða hefur neytt áfengis í miklu magni

ef þú þarft að fara í skurðaðgerð skalt þú segja lækninum frá því.

Hugsanlegt er að þú þurfir að hætta að nota Simvastatin Bluefish töflur í stuttan tíma

ef þú hefur haft lifrarvandamál eða lifrarsjúkdóma

ef þú ert 65 ára eða eldri

ef þú ert kona

ef þú ert með alvarlega öndunarerfiðleika skalt þú segja lækninum frá því.

Læknirinn gerir hugsanlega blóðpróf til að athuga lifrarstarfsemi þína áður og eftir að meðferð hefst.

Einungis er ráðlagt að gefa 80 mg skammt þeim sjúklingum sem hafa verulega hækkað kólesterólgildi í

blóði og mikla hættu á hjarta og æðasjúkdómum.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú finnur fyrir óútskýrðum vöðvaverkjum, ofurnæmi í vöðvum eða

máttleysi í vöðvum eða krömpum.

Simvastatin getur stöku sinnum valdið niðurbroti vöðva samhliða

vöðvakrömpum, ofurnæmi, máttleysi eða krömpum í vöðvum, sótthita og rauðbrúnleitu þvagi. Hætta á

vandamálum í vöðvum getur aukist samhliða notkun ákveðinna lyfja (sjá „Notkun annarra lyfja“)

Segðu lækninum frá því ef eitthvert framangreint atriði á við þig eða hefur átt við þig. Láttu lækninn eða

lyfjafræðing einnig vita ef þú ert með stöðugan vöðvaslappleika. Það getur verið þörf á fleiri prófum og

lyfjum til greiningar og meðhöndlunar.

Á meðan þú notar þetta lyf mun læknirinn hafa nákvæmt eftirlit með þér ef þú ert með sykursýki eða átt á

hættu að fá sykursýki. Líklegra er að þú eigir á hættu að fá sykursýki ef gildi sykra og fitu í blóðinu eru

há, þyngd þín of mikil og blóðþrýstingurinn hár.

Börn og unglingar

Öryggi og virkni hefur verið rannsökuð hjá 10-17 ára drengjum og hjá stúlkum sem byrjað höfðu á

blæðingum a.m.k einu ári fyrr (sjá „Hvernig nota á Simvastatin Bluefish“).

Simvastatin Bluefish hefur ekki verið rannsakað hjá börnum yngri en 10 ára.

Ræðið við lækninn ef þörf er á frekari upplýsingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Simvastatin Bluefish

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð. Hættan á vöðvasjúkdómum getur aukist ef simvastatin er notað með þessum lyfjum (sum

þeirra hafa þegar verið talin upp í kaflanum hér á undan „Ekki má nota Simvastatin Bluefish“):

ciclosporin (ónæmisbælandi lyf)

danazol (lyf notað við legslímuflakki og blöðrum í brjóstum kvenna)

itraconazol, fluconazol, posaconazol eða ketoconazol (sveppalyf)

fíbröt, svo sem gemfibrozil og bezafibrat (kólesteról-lækkandi lyf)

erythromycin, clarithromycin, telithromycin eða fusidicsýra (sýklalyf)

HIV próteasa hemlar, svo sem indinavir, nelfinavir, ritonavir og saquinavir (lyf við alnæmi, AIDS)

nefazodon (þunglyndislyf)

amiodaron (lyf við óreglulegum hjartslætti)

verapamil, amlodipin eða diltiazem (lyf við háum blóðþrýstingi, brjóstverk í tengslum við

hjartasjúkdóma eða öðrum hjartakvillum)

colchicin (lyf við þvagsýrugigt)

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um lyfin talin upp hér að framan og einnig um öll önnur lyf sem eru

notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Það er

sérstaklega mikilvægt að láta lækninum vita ef einhver eftirtalin lyf eru notuð:

lyf sem koma í veg fyrir myndun blóðsega, svo sem warfarin, phenprocumon eða acenocumarol

(blóðþynningarlyf).

fenofibrat (annað lyf til lækkunar á kólesteróli).

mikið magn (a.m.k. 1 g/dag) af niasini eða nicotínsýru (lyf til lækkunar á kólesteróli).

rifampicin (lyf við berklum).

Segðu lækninum einnig frá því ef þú ert að nota niasin (nikótínsýru) eða vöru sem inniheldur nikótínsýru

og ef þú ert af kínverskum ættum.

Notkun Simvastatin Bluefish með mat eða drykk

Greipaldinsafi inniheldur eitt eða fleiri efni sem breyta því hvernig líkaminn nýtir sum lyf, þar á meðal

simvastatin. Því ber að forðast neyslu greipaldinsafa.

Meðganga og brjóstagjöf

Þungaðar konur, konur sem eru að reyna að verða þungaðar eða grunar að þær séu það, ættu ekki að nota

simvastatin þar sem öryggi lyfsins handa þunguðum konum hefur ekki verið staðfest. Verðir þú þunguð

meðan á meðferð með simvastatini stendur skaltu tafarlaust hætta að nota lyfið og hafa samband við

lækninn.

Konur með barn á brjósti skulu ekki nota Simvastatin Bluefish, þar sem upplýsingar skortir um útskilnað

simvastatins í brjóstamjólk.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Simvastatin hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hafa skal samt í huga að örsjaldan hefur verið tilkynnt um svima eftir notkun simvastatin taflna.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta

við lækni eða lyfjafræðing.

Simvastatin Bluefish inniheldur mjólkursykur

Simvastatin Bluefish töflur innihalda mjólkursykur (laktósa einhýdrat). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið

staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Simvastatin Bluefish

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú átt að vera á fæði sem stuðlar að lækkun á kólesteróli á meðan þú notar simvastatin.

Ráðlagður skammtur er ein Simvastatin Bluefish tafla, 10 mg, 20 mg, 40 mg eða 80 mg daglega, tekin inn

að kvöldi.

Fyrir börn (10-17 ára) með arfgenga hækkun á kólesteróli er ráðlagður upphafsskammtur 10 mg að kvöldi.

Ráðlagður hámarksskammtur er 40 mg á dag.

80 mg skammtur er einungis ætlaður fullorðnum sjúklingum með mjög hátt kólesteról og í mikilli hættu á

hjartasjúkdómum.

Lyfjagjöf

Taka skal Simvastatin Bluefish töflur með vatni. Töflurnar má taka með eða án matar.

Skammtar

Skammtar eru á bilinu 5-80 mg af simvastatini einu sinni á dag, að kvöldi. Læknirinn getur aukið

skammtinn þinn í að hámarki 80 mg á dag, gefin í einum skammti að kvöldi í að minnsta kosti 4 vikur.

80 mg skammtur er einungis ætlaður fullorðnum sjúklingum með alvarlega hækkað kólesterólgildi og í

mikilli hættu á að fá hjartasjúkdóma.

Skammtar vegna hás kólesterólgildis í blóði (Hypercholesterolaemia)

Þú átt að vera á fæði sem stuðlar að lækkun á kólesteróli áður en byrjað er á simvastatin meðferð og

halda því áfram á meðan þú notar simvastatin.

Venjulegur upphafsskammtur er 10 mg eða 20 mg af simvastatini, einu sinni á dag, að kvöldi.

Ef lækka þarf kólesterólið mikið, getur læknirinn ávísað í upphafi 20 mg eða 40 mg einu sinni á dag, að

kvöldi.

Ef breyting á skömmtum reynist nauðsynleg skal hún gerð eins og lýst er hér að framan undir

„Skammtar“.

Skammtar þegar um arfgengt hátt kólesteról í blóði er að ræða

Ráðlagður skammtur er 40 mg/dag, að kvöldi eða 80 mg/dag (tekinn í 3 aðskildum skömmtum;

20 mg, 20 mg og 40 mg að kvöldi). Simvastatin Bluefish á að nota samhliða annarri blóðfitu-lækkandi

meðferð (t.d. LDL-blóðhreinsun (apheresis)) eða ef slík meðferð er ekki tiltæk.

Fyrirbyggjandi skammtar við hjarta- og æðasjúkdómum

Venjulegur skammtur af simvastatini er 20 mg eða 40 mg á dag, að kvöldi, fyrir sjúklinga sem eru í mikilli

hættu á að fá kransæðasjúkdóm (með eða án of hárrar blóðfitu). Hefja má lyfjameðferð um leið og tekið er

upp ákveðið mataræði og líkamsþjálfun. Ef breyting á skömmtum reynist nauðsynleg skal hún gerð eins

og lýst er hér að framan undir „Skammtar“.

Skammtar samhliða annarri lyfjameðferð

Ef Simvastatin Bluefish er notað samhliða öðrum lyfjum til að lækka kólesterólgildi (svo sem colestipol

og cholestyramin), skal það tekið tveimur klst. fyrir eða fjórum klst. eftir töku þeirra lyfja.

Skammtur simvastatins má ekki vera stærri en 10 mg/dag ef þú notar ciklosporin (ónæmisbælandi lyf),

danazol (lyf við legslímuflakki og blöðrum í brjóstum kvenna) eða önnur ákveðin kólesteról-lækkandi lyf

(gemfibrozil, önnur fíbröt (fenofíbrat undanskilið)).

Skammtur simvastatins má ekki vera stærri en 20 mg/dag ef þú notar amiodaron eða verapamil (lyf við

hjartakvillum).

Skammtur simvastatins má ekki vera stærri en 40 mg/dag ef þú notar amlodipin eða diltiazem (lyf við

háum blóðþrýstingi og hjartakvillum). Sjá nánar undir „Notkun annarra lyfja“.

Skammtar fyrir einstaklinga með skerta nýrnastarfssemi

Ef þú ert með verulega skerta nýrnastarfssemi kann að vera að læknirinn ávísi minni upphafsskammti.

Skammtar fyrir aldraða

Ekki þarf að breyta skömmtum simvastatins fyrir aldraða sjúklinga.

Lengd meðferðar

Þú munt þurfa að nota simvastatin í langan tíma. Læknirinn segir þér hversu lengi þú þarft að nota

simvastatin.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband

við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Simvastatin Bluefish

Ef gleymist að taka Simvastatin Bluefish, skalt þú taka næsta skammt eins og venjulega.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Halda skal meðferð áfram samkvæmt venju næsta dag.

Ef hætt er að nota Simvastatin Bluefish

Mikilvægt er að þú ráðfærir þig við lækni áður en þú hættir meðferð. Ef þú hættir snögglega að nota lyfið

geta kólesterólgildin hækkað aftur.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf, getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tíðni eftirtaldra aukaverkana hefur verið skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög sjaldgæfar: getur komið fram hjá 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

Koma örsjaldan fyrir: getur komið fram hjá 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

Tíðni ekki þekkt: ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Eftirtaldar alvarlegar aukaverkanir hafa verið tilkynntar.

Ef einhver þessara alvarlegu aukaverkana kemur fram skaltu hætta að taka lyfið og hafa tafarlaust

samband við lækninn eða fara á næstu bráðamóttöku eða sjúkrahús.

Vöðvaverkur, eymsli, máttleysi eða krampar. Í sjaldgæfum tilfellum geta þessi vöðvavandamál

verið alvarleg, m.a. vöðvaniðurbrot sem veldur nýrnaskemmdum; og í einstaka, afar sjaldgæfum,

tilvikum leitt til dauða.

Ofnæmiseinkenni þ.m.t:

bólga í andliti, tungu og koki, sem getur leitt til öndunarerfiðleika (ofnæmisbjúgur)

verulegir vöðvaverkir, venjulega í öxlum og mjöðmum

útbrot, með máttleysi í útlimum og í hálsvöðvum

verkir eða bólga í liðum

blóðæðabólga

óvenjulegt mar, húðútbrot og bólga, ofsakláði, húð viðkvæm fyrir sól, hiti, andlitsroði

mæði og almenn vanlíðan

einkenni sem líkjast rauðum úlfum (þ.m.t útbrot, einkenni frá liðum og áhrif á blóðfrumur).

Lifrarbólga, með gulnun húðar og augna, kláða, dökku þvagi eða ljósum hægðum, lifrarbilun

(kemur örsjaldan fyrir)

Brisbólga, oft með verulegum kviðverk

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi alvarlega aukaverkun sem kemur örsjaldan fyrir:

alvarleg ofnæmisviðbrögð sem valda öndunarerfiðleikum eða sundli (bráðaofnæmi)

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukaverkanir í mjög sjaldgæfum tilvikum:

fækkun rauðkorna (blóðleysi)

tilfinningaleysi eða máttleysi í höndum og fótum

höfuðverkur, dofatilfinning, svimi

meltingartruflanir (kviðverkir, hægðatregða, vindgangur, meltingartregða, niðurgangur, ógleði,

uppköst)

útbrot, kláði, hárlos

máttleysi

erfiðleikar með svefn (koma örsjaldan fyrir)

lélegt minni (kemur örsjaldan fyrir).

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukarverkanir en ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

(tíðni ekki þekkt):

ristruflanir

þunglyndi

lungnabólga sem leiðir til öndunarerfiðleika með þrálátum hósta og/eða mæði eða sótthita

stöðugur vöðvaslappleiki

Hugsanlegar aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið eftir notkun sumra statína:

svefntruflanir, þar með talið martraðir

kynlífsvandamál

minnisleysi

Sykursýki. Meiri líkur eru á þessu ef þú ert með há gildi blóðsykur og blóðfitu, ert í yfirþyngd og

með háan blóðþrýsting. Læknirinn mun fylgjast með þér á meðan þú notar lyfið.

Rannsóknaniðurstöður

Vart hefur orðið við hækkun á sumum blóðgildum er varða lifrarstarfsemi og vöðvaensím (kreatín kínasa).

Ef einhver þessara aukaverkana verður alvarleg, eða ef þú verður vör/var við aukaverkun sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli, hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem

gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við

að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Simvastatin Bluefish

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Simvastatin Bluefish

Virka innihaldsefnið er simvastatin. Hver tafla inniheldur 10 mg, 20 mg, 40 mg eða 80 mg af virka

efninu.

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni:

Bútýlerað hýdroxýanisól (E320)

Askorbínsýra (E300)

Sítrónusýrueinhýdrat (E330)

Örkristallaður sellulósi (E460)

Forhleypt maíssterkja

Laktósaeinhýdrat

Magnesíumsterat (E470b)

Filmuhúð:

Hýprómellósi

Hydroxypropylsellulósi (E464)

Títantvíoxíð (E171)

Talkúm (E553b)

Gult járnoxíð (E172) – (10 og 20 mg styrkleikar)

Rautt járnoxíð (E172) – (10, 20,40 og 80 mg styrkleikar)

Útlit Simvastatin Bluefish og pakkningastærðir

Filmuhúðuð tafla.

Simvastatin Bluefish 10 mg filmuhúðuð tafla:

Ljósbleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greipt í aðra hliðina og „01“ greipt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 20 mg filmuhúðuð tafla:

Ljósbleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greipt í aðra hliðina og „02“ greipt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 40 mg filmuhúðuð tafla:

Bleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greipt í aðra hliðina og „03“ greipt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 80 mg filmuhúðuð tafla:

Bleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greipt í aðra hliðina og „04“ greipt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish filmuhúðaðar töflur eru fáanlegar í þynnupakkningum með 10, 14 , 28, 30, 50, 56,

84, 98 og 100 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Bluefish Pharmaceuticals AB

P.O. Box 49013

100 28 Stockholm

Svíþjóð

Framleiðandi

Bluefish Pharmaceuticals AB

Gävlegatan 22

113 30 Stockholm

Svíþjóð

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsingar um lyfið

Vistor hf., sími: 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40 mg Filmtabletten

Finnland:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40 /80 mg tabletti, kalvopäällysteinen

Holland:

Simvastatine Bluefish 10 /20 /40/80 mg filmomhulde tabletten

Írland:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40 mg film-coated tablets

Ísland:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40 /80 mg filmuhúðaðar töflur

Noegur:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40 mg tabletter, filmdrasjerte

Portúgal:

Simvastatina Bluefish

Pólland:

Simvastatin Bluefish

Svíþjóð:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40 /80 mg filmdragerade tabletter

Þýskaland:

Simvastatin Bluefish 10 /20 /40/80 mg Filmtabletten

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2018.