Serevent

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Serevent Innúðalyf, dreifa 25 míkróg/skammt
 • Skammtar:
 • 25 míkróg/skammt
 • Lyfjaform:
 • Innúðalyf, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Serevent Innúðalyf, dreifa 25 míkróg/skammt
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e4652759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Serevent 25 míkróg/skammt

Innúðalyf, dreifa

salmeteról

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Serevent og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Serevent

Hvernig nota á Serevent

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Serevent

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Serevent og við hverju það er notað

Serevent inniheldur lyfið salmeteról. Það er langvirkt berkjuvíkkandi lyf. Það stuðlar að því að

halda loftvegunum í lungunum opnum og auðveldar með því loftflæðið inn og út.

Áhrifa verður venjulega vart eftir 10 til 20 mínútur og þau vara í 12 klukkustundir eða lengur.

Læknirinn hefur ávísað lyfinu til þess að fyrirbyggja öndunarerfiðleika. Þeir gætu verið af völdum

astma. Reglubundin notkun Serevent getur hjálpað til við að koma í veg fyrir astmaköst.

Þetta á einnig við um astma af völdum áreynslu og astma sem eingöngu kemur fram á nóttunni.

Reglubundin notkun Serevent stuðlar einnig að því að fyrirbyggja öndunarerfiðleika vegna annarra

lungnasjúkdóma svo sem langvinnrar lungnateppu (LLT).

Serevent stuðlar að því að koma í veg fyrir mæði og surg. Það verkar ekki eftir að mæði eða surg

er komið fram. Ef það gerist þarf að nota skjótvirkt bráðalyf svo sem salbútamól.

Serevent kemur í úðastauk. Lyfinu er andað inn, beint niður í lungu.

Serevent inniheldur norflúran. Það er því ekki eins skaðlegt umhverfinu og eldri innöndunarlyf.

Eldri innöndunarlyf geta bragðast öðruvísi en Serevent. Það breytir engu um verkun lyfsins.

Ef þú ert í meðferð við astma áttu ávallt að fá bæði Serevent innúðalyf og innúðastera til

notkunar samhliða.

2.

Áður en byrjað er að nota Serevent

Ekki má nota Serevent

ef um er að ræða ofnæmi fyrir salmeterólxínafóati eða hinu innihaldsefninu, norflúrani

(HFA 134a).

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Serevent

Ef astminn eða öndunin versnar skaltu leita til læknis án tafar. Þér getur fundist þú vera með

meira surg, fá oftar andþyngsli eða að þú þurfir að nota skjótvirk bráðalyf oftar en áður.

Ef eitthvað af þessu gerist skaltu ekki taka fleiri skammta af Serevent. Lungnasjúkdómurinn gæti

verið að versna og þú gætir orðið alvarlega veik/ur. Hafðu samband við lækninn vegna þess að

hugsanlega þarf að breyta meðferðinni.

Þegar náðst hefur góð stjórn á astmanum getur verið að læknirinn telji rétt að minnka smám

saman skammtinn af Serevent.

Ef þér hefur verið ávísað Serevent við astma, áttu að halda áfram að nota önnur astmalyf sem þú

ert þegar á. Þetta geta verið innúðasterar eða steratöflur. Haltu áfram að taka sömu skammta og

venjulega nema læknirinn ráðleggi þér annað. Gerðu þetta jafnvel þó að þér líði mun betur.

Hættu ekki að taka innúðastera (eða steratöflur) þegar þú byrjar að nota Serevent.

Verið getur að læknirinn vilji fylgjast reglulega með heilsu þinni ef þú ert með ofvirkan

skjaldkirtil, sykursýki (Serevent getur hækkað blóðsykurinn) eða hjartasjúkdóm, þar á meðal

óreglulegan eða hraðan hjartslátt.

Notkun annarra lyfja samhliða Serevent

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð.

Þetta á einnig við um astmalyf og lyf sem fengin eru án lyfseðils. Í sumum tilvikum hentar ekki

að nota Serevent með öðrum lyfjum.

Láttu lækninn vita áður en þú notar Serevent ef þú ert í meðferð við sveppasýkingu með lyfjum

sem innihalda ketókónazól eða ítrakónazól, eða ef þú færð meðferð með rítónavíri gegn HIV.

Þessi lyf geta aukið hættuna á því að fram komi aukaverkanir vegna Serevent, þ. á m. óreglulegur

hjartsláttur, eða þau geta hugsanlega gert aukaverkanir verri.

Beta-blokka skal forðast meðan á notkun Serevent stendur, nema samkvæmt fyrirmælum læknis.

Beta-blokkar, m.a. atenólól, própranólól og sótalól eru aðallega notaðir við háum blóðþrýstingi og

hjartasjúkdómum. Segðu lækninum frá því ef þú tekur beta-blokka eða hefur nýlega fengið

lyfseðil fyrir beta-blokkum, vegna þess að þeir geta dregið úr eða eytt áhrifum salmeteróls.

Serevent getur dregið úr magni kalíums í blóði. Ef það gerist gætirðu tekið eftir óreglulegum

hjartslætti, vöðvaslappleika eða sárum vöðvasamdráttum. Þetta er líklegra ef þú tekur Serevent

samhliða sumum lyfjum við háum blóðþrýstingi (þvagræsilyfjum) og öðrum lyfjum við

öndunarfæraeinkennum, svo sem teófýllíni og sterum. Læknirinn gæti óskað eftir blóðrannsóknum

til þess að mæla magn kalíums í blóði. Leitaðu ráða hjá lækninum ef eitthvað er óljóst.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að hugsanlegar aukaverkanir í tengslum við notkun Serevent hafi áhrif á hæfni til aksturs

og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Serevent

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef þú ert í meðferð við astma átt þú ávallt að fá bæði Serevent og innúðastera til þess að nota

samhliða.

Notaðu Serevent á hverjum degi þar til læknirinn ráðleggur þér að hætta meðferðinni.

Þú byrjar að finna fyrir verkun lyfsins á fyrsta degi notkunar.

Serevent er eingöngu ætlað til innöndunar um munn.

Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri með astma

Venjulegur upphafsskammtur er 2 innúðaskammtar tvisvar á dag.

Fyrir fólk með alvarlegri astma getur læknirinn aukið skammtinn í 4 innúðaskammta tvisvar á dag.

Börn með astma

Venjulegur skammtur fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára er 2 innúðaskammtar tvisvar á dag.

Notkun Serevent er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 4 ára.

Fullorðnir með langvinna lungnateppu (LLT, þ.m.t. berkjubólgu og lungnaþembu)

Venjulegur upphafsskammtur er 2 innúðaskammtar tvisvar á dag.

Á ekki við um börn og unglinga.

Notkunarleiðbeiningar

Læknirinn, hjúkrunarfræðingur eða lyfjafræðingur eiga að leiðbeina þér um rétta notkun úðastauksins

og athuga öðru hvoru hvernig þú notar hann. Ef Serevent úðastaukurinn er ekki notaður rétt eða

samkvæmt fyrirmælum getur það orðið til þess að lyfjameðferðin beri ekki tilætlaðan árangur gegn

astma eða langvinnri lungnateppu.

Lyfið er í þrýstistauk sem er í plasthulstri með munnstykki.

Prófun úðastauksins

1. Þegar úðastaukurinn er notaður í fyrsta skipti skaltu prófa hvort hann

virkar. Hettan er tekin af munnstykkinu með því að halda á úðastauknum

milli þumalfingurs og vísifingurs. Hliðum hettunnar er þrýst varlega saman

og hún fjarlægð.

2. Til þess að ganga úr skugga um virkni úðastauksins hristirðu hann vandlega, beinir

munnstykkinu frá þér og þrýstir stauknum tvisvar sinnum niður til þess að gefa tvo skammta út í

loftið.

Ef þú hefur ekki notað úðastaukinn í viku eða lengur, losarðu einnig tvo skammta af lyfinu út í

loftið.

Notkun úðastauksins

Mikilvægt er að byrja að anda inn eins rólega og hægt er rétt áður en úðastaukurinn er notaður.

1. Þegar úðastaukurinn er notaður þarftu að standa eða sitja upprétt/ur.

2. Fjarlægðu hettuna af munnstykkinu (eins og sýnt er á fyrstu myndinni).

Athugaðu að munnstykkið sé hreint að utan og innan og að engir aðskotahlutir séu til staðar.

3. Hristu úðatækið 4 til 5 sinnum til að tryggja að engir aðskotahlutir séu til

staðar og lyfið sé vel blandað.

4. Haltu úðastauknum uppréttum með þumalfingur á botni hans undir

munnstykkinu. Andaðu frá þér eins mikið og þú getur með góðu móti.

5. Settu munnstykkið í munninn á milli tannanna.

Lokaðu munninum með varirnar þétt umhverfis munnstykkið.

Ekki bíta í munnstykkið.

6. Andaðu inn um munninn. Rétt eftir að þú byrjar að anda að þér þrýstirðu

úðastauknum niður til þess að losa einn skammt af lyfinu.

Á meðan þú gerir það heldurðu áfram að anda að þér hægt og rólega.

7. Haltu niðri í þér andanum, taktu úðastaukinn úr munninum og fingurinn ofan af

úðastauknum. Haltu niðri í þér andanum í nokkrar sekúndur, eða eins lengi og

þú getur með þægilegu móti.

8. Bíddu í u.þ.b. hálfa mínútu á milli þess sem hver skammtur af lyfinu er tekinn og endurtaktu

svo skref 3 til 7.

9. Eftir notkun skaltu ávallt setja hlífðarhettuna strax aftur á munnstykkið, til þess að verja það

fyrir ryki. Hlífðarhettan er sett aftur á með því að þrýsta henni á munnstykkið, þannig að hún

smelli í rétta stöðu.

Æfðu þig fyrir framan spegil í fyrstu skiptin. Ef þú sérð úða koma upp með úðastauknum eða út um

munnvikin skaltu byrja aftur.

Ef þér eða barni þínu reynist erfitt að nota úðastaukinn getur notkun úðabelgs auðveldað meðferðina.

Ræddu það við lækninn, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing.

Hreinsun úðastauksins

Til þess að koma í veg fyrir að úðastaukurinn stíflist er mikilvægt að hreinsa hann a.m.k. einu sinni í

viku.

Hreinsun úðastauksins:

Fjarlægðu hlífðarhettuna af munnstykkinu.

Fjarlægðu málmstaukinn aldrei úr plasthulstrinu.

Þurrkaðu munnstykkið að innan og utan og plasthylkið að utan með þurrum klút eða bréfþurrku.

Settu hlífðarhettuna aftur á munnstykkið.

Settu málmstaukinn ekki í vatn.

Ef notaður er stærri skammtur af Serevent en mælt er fyrir um

Mikilvægt er að nota úðastaukinn samkvæmt fyrirmælum læknisins. Ef þú tekur óvart stærri skammt

en ráðlagt er, ráðfærðu þig þá við lækni eða lyfjafræðing. Þú gætir fengið aukaverkanir svo sem

hraðari hjartslátt en venjulega og fundið fyrir skjálfta og/eða sundli. Þú gætir einnig fundið fyrir

höfuðverk, vöðvaslappleika eða liðverkjum.

Ef gleymist að nota Serevent

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Taka skal næsta

skammt á venjulegum tíma.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Til þess að draga úr líkum á aukaverkunum ávísar læknirinn minnsta mögulega skammti af Serevent til

þess að hafa stjórn á astma eða langvinnri lungnateppu. Eftirfarandi aukaverkanir hafa verið tilkynntar

hjá fólki á Serevent meðferð.

Ofnæmisviðbrögð: Öndunarerfiðleikar versna skyndilega eftir notkun Serevent.

Mikið surg getur komið fram og hósti. Kláði og þroti gætu einnig komið fram (venjulega í andliti,

vörum, tungu eða hálsi). Ef þessara einkenna verður vart eða þau koma skyndilega fram eftir töku

Serevent skaltu hafa samband við lækni samstundis. Ofnæmisviðbrögð við Serevent koma örsjaldan

fyrir (hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum).

Aðrar aukaverkanir eru eftirfarandi:

Algengar (færri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Sárir vöðvasamdrættir.

Skjálfti, hraður eða óreglulegur hjartsláttur (hjartsláttarónot), höfuðverkur. Handskjálfti (titringur).

Skjálfti er líklegri þegar teknir eru fleiri en tveir skammtar, tvisvar á dag. Þessar aukaverkanir

standa yfirleitt ekki lengi og minnka við áframhaldandi meðferð.

Sjaldgæfar (færri en 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Útbrot.

Mjög hraður hjartsláttur (hraðtaktur). Líklegra er að þetta gerist þegar teknir eru fleiri en tveir

skammtar tvisvar á dag.

Taugaóstyrkur.

Mjög sjaldgæfar (færri en 1 af hverjum 1000 einstaklingum):

Svimi.

Svefnleysi eða erfiðleikar við að sofna.

Kalíumlækkun í blóði (óreglulegur hjartsláttur, vöðvaslappleiki eða sinadrættir gætu komið fram).

Koma örsjaldan fyrir (færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Öndunarerfiðleikar eða surg versnar strax eftir notkun Serevent. Ef þetta gerist skaltu hætta

notkun Serevent. Notaðu skjótvirkt bráðalyf til þess að létta þér öndunina og hafðu strax

samband við lækni.

Óreglulegur hjartsláttur eða aukaslög (hjartsláttaróregla). Ef þetta gerist skaltu ekki hætta notkun

Serevent en segðu lækninum frá þessu.

Aukning á magni sykurs (glúkósa) í blóði (blóðsykurshækkun). Ef þú ert með sykursýki getur

þurft að mæla blóðsykurinn oftar og hugsanlega gera breytingar á venjulegri sykursýkismeðferð

þinni.

Eymsli í munni eða hálsi.

Ógleði.

Aumir, bólgnir liðir og brjóstverkur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Serevent

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Strax eftir notkun skal hlífðarhettan sett aftur á þannig að hún smelli í rétta stöðu.

Ekki beita miklum kröftum.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Málmstaukurinn inniheldur vökva undir þrýstingi. Hann má ekki gata, brjóta eða brenna, jafnvel

þótt hann sé talinn tómur.

Ekki skal nota Serevent eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Serevent inniheldur

Hver skammtur inniheldur 25 míkróg af virka efninu salmeteróli.

Hver staukur inniheldur 120 skammta.

Annað innihaldsefni er norflúran (HFA 134a).

Lýsing á útliti Serevent og pakkningastærðir

Innúðalyf, dreifa. Úðastaukurinn inniheldur hvíta eða beinhvíta dreifu til innöndunar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi:

Glaxo Wellcome Production

Zone Industrielle 2, Rue Lavoisier 23

27000 Evreux

Frakkland

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki

Serevent Evohaler

Belgía

Serevent Evohaler

Danmörk

Serevent

Eistland

Serevent

Ungverjaland

Serevent Evohaler

Ísland

Serevent

Írland

Serevent Evohaler

Litháen

Serevent

Lúxemburg

Serevent Evohaler

Malta

Serevent Evohaler

Holland

Serevent 25 Inhalator CFK vrij, suspensie 25 microgram /dosis

Noregur

Serevent

Pólland

Serevent

Slóvakía

Serevent Inhaler N

Slóvenia

Serevent 25 µg/vpih inhalacijska suspenzija pod tlakom

Svíþjóð

Serevent Evohaler

Bretland

Serevent Evohaler

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2015.

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is.