Sedaman vet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Sedaman vet Stungulyf, lausn 200 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 200 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Sedaman vet Stungulyf, lausn 200 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 39934941-9f43-e211-ac24-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL FYRIR:

Sedaman vet 200 mg/ml stungulyf, lausn

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Orion Corporation

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finland

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

Orion Corporation Orion Pharma

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finland

2.

HEITI DÝRALYFS

Sedaman vet 200 mg/ml stungulyf, lausn

magnesíumsúlfat

3.

VIRK INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

1 ml inniheldur:

Virk innihaldsefni: Magnesíumsúlfat 200 mg/ml, sem jafngildir 19,7 mg/ml af magnesíum.

Önnur innihaldsefni: Vatn fyrir stungulyf

Lýsing á lyfinu: Tær litlaus lausn.

4.

ÁBENDINGAR

Meðferð við magnesíumskorti við graskrampa (grass tetany) og doða (milk fever).

5.

FRÁBENDINGAR

Engar.

6.

AUKAVERKANIR

Magnesíum getur valdið syfju, en gæti líka verið merki um ofskömmtun.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUNDIR

Nautgripir og hross.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til notkunar í bláæð og undir húð.

Nautgripir og hross: 50

150 ml.

Inndælingu í bláæð verður að gefa hægt.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Notið strax og umbúðir hafa verið rofnar og fargið afgangslausn.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Kjöt og innmatur: Núll dagar.

Mjólk: Núll klukkustundir.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við herbergishita (+15°C–+25°C).

Notið strax og umbúðir hafa verið rofnar og fargið afgangslausn.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Doði hjá kúm getur tengst of litlu, eðlilegu eða of miklu magnesíum í blóði og því ber að gæta varúðar

þegar nautgripum með doða er gefið lyfið.

Ef veruleg aukning eða minnkun verður á hjartsláttarhraða meðan á innrennsli stendur skal

minnka innrennslishraða eða stöðva meðferð. Íhuga á þá kalsíumgjöf. Sérstakrar varúðar skal

gæta ef dýrið er með nýrnabilun.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Á ekki við.

Meðganga:

Nota má dýralyfið á meðgöngu.

Mjólkurgjöf:

Nota má dýralyfið við mjólkurgjöf.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Magnesíumsúlfat getur haft samlegðaráhrif með virkum efnum sem bæla miðtaugakerfið.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Ofskömmtun eða of hröð gjöf lyfsins í bláæð getur valdið skjálfta, skorti á samhæfingu,

hjartsláttartruflunum eða hjartastoppi. Gjöf skammts sem nemur 28 mg/kg í æð hefur leitt til

banvænna klínískra einkenna hjá nautgripum og hrossum. Meðhöndla má ofskömmtun með gjöf

kalsíumglúkónats í bláæð.

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda magnesíumsúlfati við lausnir sem innihalda kalsíum eða bíkarbónat.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Júní 2015

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Pakkningastærðir: 100 ml hettuglas úr gleri.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Icepharma hf

Lynghálsi 13

1100 Reykjavík

s.540 8080