Sandostatin LAR

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Sandostatin LAR Stungulyfsstofn og leysir, dreifa 30 mg
 • Skammtar:
 • 30 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn og leysir, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Sandostatin LAR Stungulyfsstofn og leysir, dreifa 30 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8c5f2759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Sandostatin LAR stungulyfsstofn og leysir, dreifa

10 mg, 20 mg og 30 mg

octreotid

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Sandostatin LAR og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Sandostatin LAR

Hvernig nota á Sandostatin LAR

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Sandostatin LAR

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Sandostatin LAR og við hverju það er notað

Sandostatin LAR inniheldur samtengt efni sem er afleiða somatostatins. Somatostatin finnst yfirleitt í

líkamanum og hamlar losun ákveðinna hormóna, svo sem vaxtarhormóns. Kostir Sandostatin LAR fram

yfir somatostatin eru að það er öflugra og áhrif þess vara lengur.

Sandostatin LAR er notað

til meðferðar við æsavexti.

Æsavöxtur er sjúkdómur sem veldur því að of mikið af vaxtarhormóni myndast í líkamanum. Venjulega

stjórnar vaxtarhormón vexti vefja, líffæra og beina. Of mikið af vaxtarhormóni veldur aukinni stærð beina

og vefja, sérstaklega í höndum og fótum. Sandostatin LAR dregur verulega úr einkennum æsavaxtar, sem

eru höfuðverkur, mikil svitamyndun, dofi í höndum og fótum, þreyta og liðverkir. Í flestum tilvikum er

offramleiðsla vaxtarhormóns vegna stækkunar á heiladingli (kirtilæxlis í heiladingli). Meðferð með

Sandostatin LAR getur dregið úr stærð kirtilæxlisins.

Sandostatin LAR er notað til meðferðar hjá sjúklingum með æsavöxt:

þegar önnur meðferð við æsavexti (skurðaðgerð eða geislameðferð) hentar ekki eða hefur ekki borið

árangur.

eftir geislameðferð, á tímabilinu þar til geislameðferðin nær fullri verkun.

til að daga úr einkennum sem tengjast offramleiðslu á sumum sérstökum hormónum og öðrum

tengdum efnum í maganum, þörmunum eða brisinu.

Offramleiðsla sérstakra hormóna og annarra tengdra náttúrulegra efna getur verið af völdum sumra mjög

sjaldgæfra sjúkdóma í maga, þörmum eða brisi. Þetta raskar náttúrulegu hormónajafnvægi líkamans og

leiðir til ýmissa einkenna, svo sem hitaroða, niðurgangs, lágs blóðþrýstings, útbrota og þyngdartaps.

Meðferð með Sandostatin LAR hjálpar til við að hafa stjórn á þessum einkennum.

til meðferðar við taugainnkirtlaæxlum í meltingarvegi (t.d. botnlanga, smáþörmum eða ristli).

Taugainnkirtlaæxli eru mjög sjaldgæf æxli sem geta fundist á mismunandi stöðum í líkamanum.

Sandostatin LAR er einnig notað til að stjórna vexti þessara æxla þegar þau eru staðsett í meltingarfærum

(t.d. botnlanga, smáþörmum eða ristli).

til meðferðar við æxlum í heiladingli sem mynda of mikið af skjaldvakahormóni (TSH).

Of mikið af skjaldvakahormóni (TSH) veldur ofvirkni skjaldkirtils. Sandostatin LAR er notað til

meðferðar hjá sjúklingum með æxli í heiladingli sem mynda of mikið af skjaldvakahormóni (TSH):

þegar önnur meðferðarúrræði (skurðaðgerð eða geislameðferð) henta ekki eða hafa ekki skilað

árangri;

eftir geislameðferð til að dekka tímabilið þar til geislameðferðin nær fullri verkun.

2.

Áður en byrjað er að nota Sandostatin LAR

Fylgdu vandlega öllum leiðbeiningum læknisins. Þær gætu verið aðrar en þær leiðbeiningar sem eru í

þessum fylgiseðli.

Lestu eftirfarandi útskýringar áður en þú notar Sandostatin LAR.

Ekki má nota Sandostatin LAR:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir octreotidi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Sandostatin LAR er notað:

ef þú ert með gallsteina, eða hefur verið með gallsteina skaltu láta lækninn vita því langvarandi

notkun Sandostatin LAR getur valdið gallsteinamyndun. Verið getur að læknirinn vilji rannsaka

gallblöðruna reglulega.

ef þú ert með sykursýki því Sandostatin LAR getur haft áhrif á blóðsykursmagn. Ef þú ert með

sykursýki skal mæla blóðsykursmagnið reglulega.

ef þú ert með sögu um B

-vítamínskort getur verið að læknirinn vilji rannsaka magn B

reglulega.

Rannsóknir

Verið getur að læknirinn vilji rannsaka skjaldkirtilsstarfsemina reglulega ef þú ert á langvarandi meðferð

með Sandostatin LAR.

Læknirinn mun rannsaka lifrarstarfsemina.

Börn

Lítil reynsla er af notkun Sandostatin LAR hjá börnum.

Notkun annarra lyfja samhliða Sandostatin LAR

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Þú getur yfirleitt haldið áfram að nota önnur lyf meðan þú ert á meðferð með Sandostatin LAR. Hinsvegar

hefur verið greint frá því að Sandostatin LAR hafi haft áhrif á ákveðin lyf, svo sem cimetidin, ciclosporin,

bromocriptin, kínidín og terfenadin.

Ef þú ert að nota lyf til að lækka blóðþrýsting (t.d. betablokka eða kalsíumgangaloka) eða lyf til að stjórna

vökva- og blóðsaltajafnvægi, getur verið að læknirinn þurfi að breyta skammtinum.

Ef þú ert með sykursýki getur verið að læknirinn þurfi að breyta insúlínskammtinum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Sandostatin LAR á einungis að nota á meðgöngu ef brýna nauðsyn ber til.

Konur á barneignaraldri eiga að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur. Ekki er vitað hvort

Sandostatin LAR berst í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Sandostatin LAR hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Hinsvegar geta

sumar af aukaverkununum sem geta komið fram meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur, svo sem

höfuðverkur og þreyta, dregið úr hæfni til aksturs og öruggrar notkunar véla.

Sandostatin LAR inniheldur natríum

Sandostatin LAR inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær

natríumfrítt.

3.

Hvernig nota á Sandostatin LAR

Sandostatin LAR verður alltaf að gefa með inndælingu í vöðvann í rasskinnunum. Við endurtekna gjöf

skal gefa til skiptis í vinstri og hægri rasskinn.

Ef notaður er stærri skammtur af Sandostatin LAR en mælt er fyrir um

Ekki hefur verið greint frá neinum lífshættulegum aukaverkunum eftir ofskömmtun Sandostatin LAR.

Einkenni ofskömmtunar eru: hitasteypur, tíð þvaglát, þreyta, þunglyndi, kvíði og einbeitingarskortur.

Ef þú telur að ofskömmtun hafi átt sér stað og þú finnur fyrir slíkum einkennum skaltu strax láta lækninn

vita.

Ef gleymist að nota Sandostatin LAR

Ef inndælingin gleymist er ráðlagt að gefa þér hana eins fljótt og eftir því er munað og halda síðan

meðferðinni áfram eins og venjulega. Það skaðar þig ekki þótt skammtur sé gefinn nokkrum dögum of

seint, en einkennin gætu komið tímabundið fram aftur þar til þú byrjar aftur að nota lyfið eftir

meðferðaráætlun.

Ef hætt er að nota Sandostatin LAR

Ef þú gerir hlé á meðferðinni með Sandostatin LAR geta einkennið komið fram að nýju. Því skaltu ekki

hætta að nota Sandostatin LAR nema að ráði læknisins.

Leitið til læknisins, hjúkrunarfræðingsins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar. Segðu lækninum strax frá því ef þú finnur fyrir

einhverju af eftirtöldu:

Mjög algengar

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Gallsteinar, valda skyndilegum verkjum í baki.

Of hár blóðsykur.

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Vanvirkur skjaldkirtill (skjaldvakabrestur) sem veldur breytingum á hjartsláttarhraða, matarlyst eða

þyngd; þreytu, kulvísi eða þrota framan á hálsi.

Breytingar á niðurstöðum rannsókna á starfsemi skjaldkirtils.

Gallblöðrubólga; einkennin geta verið verkur hægra megin í efri hluta kviðar, hiti, ógleði, gulnun

húðar og augna (gula).

Of lágur blóðsykur.

Skert sykurþol.

Hægur hjartsláttur.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Þorsti, lítil þvagmyndun, dökkleitt þvag, þurr og rauð húð.

Hraður hjartsláttur.

Aðrar alvarlegar aukaverkanir

Ofnæmisviðbrögð (ofnæmi), þar með talið húðútbrot.

Gerð ofnæmis (bráðaofnæmi) sem getur valdið erfiðleikum við að kyngja eða öndunarerfiðleikum,

þrota og dofa, hugsanlega ásamt blóðþrýstingsfalli sem fylgir sundl eða meðvitundarleysi.

Bólga í briskirtlinum (brisbólga); einkennin geta verið skyndilegur verkur í efri hluta kviðar, ógleði,

uppköst, niðurgangur.

Lifrarbólga. Einkennin geta verið gulnun húðar og augna (gula), ógleði, uppköst, lystarleysi, almenn

vanlíðan, kláði og ljósleitt þvag.

Óreglulegur hjartsláttur.

Fáar blóðflögur í blóði. Þetta getur valdið auknum blæðingum eða marblettamyndun.

Segðu lækninum strax frá því ef þú finnur fyrir einhverri framangreindra aukaverkana.

Aðrar aukaverkanir:

Segðu lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum frá ef þú finnur fyrir einhverri eftirtalinna

aukaverkana. Þær eru yfirleitt vægar og hafa tilhneigingu til að hverfa við áframhaldandi meðferð.

Mjög algengar

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Niðurgangur.

Kviðverkir.

Ógleði.

Hægðatregða.

Vindgangur.

Höfuðverkur.

Staðbundinn verkur á stungustað.

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Óþægindi í maga eftir máltíð (meltingartruflun).

Uppköst.

Mettutilfinning.

Fita í hægðum.

Lausar hægðir.

Mislitar hægðir.

Sundl.

Lystarleysi.

Breytingar á niðurstöðum rannsókna á lifrarstarfsemi.

Hárlos.

Mæði.

Slappleiki.

Látið lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka

upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Sandostatin LAR

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Geyma má Sandostatin LAR við lægri hita en 25°C á inndælingardeginum.

Ekki má geyma Sandostatin LAR eftir blöndun (það verður að nota það strax).

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við agnir eða litabreytingar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Sandostatin LAR inniheldur

Virka innihaldsefnið er octreotid

Eitt hettuglas inniheldur 10 mg, 20 mg eða 30 mg af octreotidi (sem octreotidacetat).

Önnur innihaldsefni eru:

Í stungulyfsstofnunum (hettuglas): Poly(DL-lactid-coglycolid) og mannitól (E421).

Í leysinum (áfyllt sprauta): Natríumcarmellósa, mannitól (E421), poloxamer 188 og vatn fyrir

stungulyf.

Lýsing á útliti Sandostatin LAR og pakkningastærðir

Stakar pakkningar sem innihalda eitt 6 ml hettuglas úr gleri með gúmmítappa (brómóbútýlgúmmí),

innsiglað með hlífðarhettu úr áli, sem inniheldur stungulyfsstofn fyrir dreifu til inndælingar og eina 3 ml

litlausa áfyllta sprautu úr gleri með tappa að framan og á stimplinum (klórbútýlgúmmí) sem inniheldur

2 ml af leysi, pakkað saman í innsiglaðan þynnubakka ásamt einu millistykki fyrir hettuglös og einni

öryggisnál til inndælingar.

Fjölpakkningar með þremur stökum pakkningum, sem hver inniheldur: eitt 6 ml hettuglas úr gleri með

gúmmítappa (brómóbútýlgúmmí), innsiglað með hlífðarhettu úr áli, sem inniheldur stungulyfsstofn fyrir

dreifu til inndælingar og eina 3 ml litlausa áfyllta sprautu úr gleri tappa að framan og á stimplinum

(klórbútýlgúmmí) sem inniheldur 2 ml af leysi, pakkað saman í innsiglaðan þynnubakka ásamt einu

millistykki fyrir hettuglös og einni öryggisnál til inndælingar.

Ekki er víst að allir styrkleikar og pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland,

Írland, Ísland, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Noregur, Pólland,

Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland,

Þýskaland

Sandostatin LAR

Belgía, Holland, Lúxemborg

Sandostatine LAR

Ítalía, Portúgal

Sandostatina LAR

Frakkland

Sandostatine L.P.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Hve mikið nota á af Sandostatin LAR

Æsavöxtur

Ráðlagt er að hefja meðferð með því að gefa 20 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti í 3 mánuði.

Sjúklingar á meðferð með Sandostatin undir húð geta hafið meðferð með Sandostatin LAR daginn eftir

síðasta skammt af Sandostatin gefnu undir húð. Síðari aðlögun á skömmtum skal byggjast á þéttni

vaxtarhormóns í sermi og þéttni IGF-1/somatomedin C (insulin-like growth factor 1) og klínískum

einkennum.

Auka má skammtinn í 30 mg á 4 vikna fresti hjá sjúklingum sem ekki hefur náðst full stjórn á klínískum

einkennum og lífefnafræðilegum gildum (vaxtarhormón, IGF-1) innan þessa 3 mánaða tímabils (þéttni

vaxtarhormóns enn hærri en 2,5 míkrógrömm/l). Ef ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn á

vaxtarhormónum, IGF-1 og/eða einkennum eftir 3 mánaða meðferð með 30 mg skammti má, auka

skammtinn í 40 mg á 4 vikna fresti.

Hjá sjúklingum með þéttni vaxtarhormóns stöðugt lægri en 1 míkrógramm/l, hjá þeim sem sermisþéttni

IGF-1 varð eðlileg og þeim sem flest einkenni æsavaxtar sem gátu gengið til baka hafa gengið til baka

eftir 3 mánaða meðferð með 20 mg, má gefa 10 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti. Þó er ráðlagt,

sérstaklega hjá sjúklingum sem eru á þessum lága skammti af Sandostatin LAR, að hafa náið eftirlit með

fullnægjandi stjórn á þéttni vaxtarhormóns í sermi og IGF-1 og klínískum einkennum.

Mæla skal vaxtarhormón og IGF-1 á 6 mánaða fresti hjá sjúklingum á stöðugum skammti af

Sandostatin LAR.

Innkirtlaæxli í meltingarvegi og brisi (GEP-æxli)

Meðferð hjá sjúklingum með einkenni sem tengjast virkum taugainnkirtlaæxlum í meltingarvegi og

brisi (GEP-æxlum)

Ráðlagt er að hefja meðferð með því að gefa 20 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti. Sjúklingar á

meðferð með Sandostatin gefnu undir húð eiga að halda áfram meðferð með þeim virka skammti sem

hafði verið notaður í 2 vikur eftir fyrstu inndælingu Sandostatin LAR.

Hjá sjúklingum þar sem einkennum og líffræðilegum gildum er haldið vel í skefjum eftir 3 mánaða

meðferð má minnka skammt Sandostatin LAR í 10 mg á 4 vikna fresti.

Hjá sjúklingum þar sem einungis næst stjórn á einkennum að hluta til eftir 3 mánaða meðferð má auka

skammtinn í 30 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti.

Þá daga sem einkenni tengd GEP æxlum aukast hugsanlega meðan á meðferð með Sandostatin LAR

stendur, er ráðlagt að gefa aukalega Sandostatin undir húð í þeim skömmtum sem voru notaðir áður en

meðferð með Sandostatin LAR hófst. Þetta getur aðallega komið fyrir á fyrstu 2 mánuðunum þar til

meðferðarþéttni octreotids er náð.

Meðferð hjá sjúklingum með langt gengin taugainnkirtlaæxli (neuroendocrine tumours) í miðgirni

eða af óþekktum uppruna þegar upprunastaður annars staðar en í miðgirni hefur verið útilokaður

Ráðlagður skammtur af Sandostatin LAR er 30 mg á 4 vikna fresti. Halda skal meðferð með

Sandostatin LAR áfram til að hafa stjórn á æxli þótt æxlið sé ekki í vexti.

Meðferð við kirtilæxlum í heiladingli sem seyta TSH

Hefja skal meðferð með Sandostatin LAR með 20 mg skammti á 4 vikna fresti í 3 mánuði áður en íhugað

er að breyta skömmtum. Skammtinum er síðan breytt á grundvelli svörunar við TSH og

skjaldkirtilshormónum.

Leiðbeiningar um undirbúning og inndælingu Sandostatin LAR í vöðva.

AÐEINS TIL INNDÆLINGAR DJÚPT Í RASSVÖÐVA.

Innihald inndælingarsettsins

Eitt hettuglas með Sandostatin LAR stungulyfsstofni

Ein áfyllt sprauta með leysi til blöndunar

Eitt millistykki fyrir hettuglös til notkunar við blöndun lyfsins

Ein öryggisnál

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum nákvæmlega til þess að tryggja fullkomna blöndun Sandostatin LAR

fyrir inndælingu djúpt í rassvöðva.

Það eru 3 mikilvæg skref við blöndun Sandostatin LAR.

Ef þeim er ekki fylgt getur það valdið því að

ekki er hægt að gefa lyfið rétt.

Inndælingarsettið verður að ná stofuhita.

Takið inndælingarsettið úr kælinum og látið það standa

við stofuhita í að minnsta kosti 30 mínútur áður en blöndun fer fram, en það má ekki standa lengur

en í 24 klst. utan kælis.

Látið hettuglasið standa í 5 mínútur eftir að leysinum hefur verið bætt út í

til að tryggja að duftið

sé alveg gegnblautt.

Þegar duftið er orðið gegnblautt:

Hristið hettuglasið varlega

í láréttri stöðu í að minnsta kosti

30 sekúndur

þar til einsleit dreifa hefur myndast.

Sandostatin LAR dreifu skal ekki útbúa fyrr en

rétt fyrir

notkun.

Einungis þjálfað heilbrigðisstarfsfólk skal gefa Sandostatin LAR.

Skref 1

Takið Sandostatin LAR inndælingarsettið úr kælinum.

ATHUGIÐ: Það er mikilvægt að hefja ekki blöndunarferlið

fyrr en inndælingarsettið hefur náð stofuhita.

Látið inndælingarsettið standa við stofuhita í að minnsta

kosti 30 mínútur fyrir blöndun, en lyfið má ekki standa

lengur en 24 klst. utan kælis.

Athugið: Ef þörf krefur má kæla inndælingarsettið aftur.

Skref 2

Fjarlægið plasthettuna af hettuglasinu og hreinsið

gúmmítappann á hettuglasinu með sprittþurrku.

Fjarlægið filmuna af pakkningunni með millistykkinu fyrir

hettuglös en takið EKKI millistykkið úr pakkningunni.

Haldið um pakkninguna með millistykkinu fyrir hettuglös

meðan millistykkið er sett ofan á hettuglasið og ýtið því

alveg niður, þannig að það smelli á sinn stað með

heyranlegum smelli.

Lyftið pakkningunni af millistykkinu fyrir hettuglös með

lóðréttri hreyfingu.

Skref 3

Fjarlægið hlífðarhettuna af sprautunni með leysinum og

skrúfið sprautuna á millistykkið.

Ýtið stimplinum hægt alveg niður í botn til að dæla öllum

leysinum yfir í hettuglasið.

Skref 4

ATHUGIÐ: Mikilvægt er að láta hettuglasið standa í

5 mínútur

til að tryggja að leysirinn hafi gegnbleytt duftið að

fullu.

Athugið: Eðlilegt er að stimpillinn færist upp, þar sem örlítill

yfirþrýstingur getur verið í hettuglasinu.

Á þessum tímapunkti skal undirbúa sjúklinginn fyrir

inndælinguna.

Skref 5

Tryggið að stimpillinn sé alveg niðri í botninum á

sprautunni þegar duftið er orðið gegnblautt.

ATHUGIÐ:

Haldið stimplinum alveg niðri og hristið hettuglasið

varlega

í lárétta stefnu í

að minnsta kosti 30 sekúndur

þannig

að duftið leysist alveg upp (mjólkurlituð, einsleit dreifa).

Hristið

glasið aftur varlega í 30 sekúndur í viðbót ef duftið hefur

ekki leyst alveg upp.

Skref 6

Snúið sprautunni og hettuglasinu á hvolf, dragið stimpilinn

hægt

til baka og dragið allt innihald hettuglassins yfir í

sprautuna.

Skrúfið sprautuna af millistykkinu.

Skref 7

Skrúfið öryggisnálina á sprautuna.

Ef lyfið er ekki gefið strax skal hrista sprautuna varlega

aftur til að dreifan haldist mjólkurlituð og einsleit.

Undirbúið stungustaðinn með sprittþurrku.

Dragið hlífðarhettuna beint af nálinni.

Bankið varlega á sprautuna til að fjarlægja sýnilegar

loftbólur og dælið þeim út úr sprautunni.

Haldið

strax

áfram yfir á skerf 8 þar sem eru leiðbeiningar

um gjöf til sjúklinga. Öll töf getur valdið botnfalli.

Skref 8

Sandostatin LAR má eingöngu gefa með inndælingu djúpt

í rassvöðva,

ALDREI

í bláæð.

Stingið allri nálinni í vinstri eða hægri rassvöðva í

90° horni út frá húðinni.

Dragið stimpilinn hægt til baka til þess að athuga hvort

stungið hafi verið í æð (ef stungið hefur verið í æð skal

skipta um stungustað).

Ýtið stimplinum hægt alveg niður í botn þar til sprautan er

tóm. Dragið nálina úr stungustaðnum og virkið

öryggishlífina (eins og lýst er í

skrefi 9

Skref 9

Notið aðra hvora aðferðina sem sýnd er við virkjun

öryggishlífarinnar:

annaðhvort með því að þrýsta þeim hluta

öryggishlífarinnar sem er á hjörum á hart yfirborð

(mynd A)

eða með því að ýta hjörunum fram með fingrinum

(mynd B).

Þegar heyrist smellur hefur öryggishlífin verið virkjuð á

réttan máta.

Fargið sprautunni strax (í nálarbox fyrir beitta hluti).