Síprox

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Síprox Tafla 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Síprox Tafla 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 56602759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Síprox 500 mg filmuhúðaðar töflur

Cíprófloxacín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Síprox og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Síprox

Hvernig nota á Síprox

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Síprox

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Síprox og við hverju það er notað

Síprox er sýklalyf af flokki flúorókínólóna. Virka efnið er cíprófloxacín. Cíprófloxacín verkar með því

að drepa bakteríur sem valda sýkingum. Það verkar aðeins á vissa stofna baktería.

Fullorðnir

Síprox er notað hjá fullorðnum gegn eftirfarandi bakteríusýkingum:

sýkingum í öndunarfærum

langvarandi eða endurteknum sýkingum í eyrum eða kinn- og ennisholum

þvagfærasýkingum

sýkingum í eistum

sýkingum í kynfærum kvenna

sýkingum í meltingarfærum og í kviðarholi

sýkingum í húð og mjúkvef

sýkingum í beinum og liðum

til meðferðar á sýkingum hjá sjúklingum sem hafa mjög lítið af hvítum blóðkornum

(daufkyrningafæð)

til að fyrirbyggja sýkingar hjá sjúklingum sem hafa mjög lítið af hvítum blóðkornum

(daufkyrningafæð)

til að fyrirbyggja sýkingar af völdum bakteríunnar

Neisseria meningitidis

innöndunarmiltisbrandi.

Ef þú ert með alvarlega sýkingu eða sýkingu af völdum fleiri en einnar bakteríutegundar verða þér

e.t.v. gefin önnur sýklalyf til viðbótar við Síprox.

Börn og unglingar

Síprox er gefið börnum og unglingum undir sérstöku eftirliti sérfræðinga gegn eftirfarandi

bakteríusýkingum:

sýkingum í lungum og lungnaberkjum hjá börnum og unglingum með slímseigjusjúkdóm

(cystic fibrosis)

þvagfærasýkingu með fylgikvillum, þ.m.t. sýkingum sem náð hafa til nýrna (nýrna- og

skjóðubólga)

innöndunarmiltisbrandi.

Síprox gæti einnig verið notað til að meðhöndla aðrar sérstakar alvarlegar sýkingar hjá börnum og

unglingum þegar læknirinn metur það nauðsynlegt.

2.

Áður en byrjað er að nota Síprox

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Síprox

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum kínólónum eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú tekur tízanidín (sjá kafla 2 „Notkun annarra lyfja samhliða Síprox”).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Síprox er notað ef þú:

hefur einhverntíma verið með nýrnakvilla þar sem þá getur verið að breyta þurfi skömmtum

ert með flogaveiki eða aðra taugasjúkdóma

hefur sögu um sinavandamál við fyrri notkun sýklalyfja á borð við Síprox

ert með vöðvaslensfár (sérstök gerð vöðvaslappleika)

hefur sögu um hjartsláttaróreglu (takttruflanir).

Hjartavandamál

Gæta þarf sérstakrar varúðar við notkun lyfja af þessu tagi, ef þú hefur fæðst með eða hefur

fjölskyldusögu um lengt QT bil (kemur fram á hjartarafriti), ójafnvægi er á söltum í blóði þínu

(sérstaklega lítið kalíum eða magnesíum í blóðinu), hefur mjög hægan hjartslátt (kallað hægtaktur), ert

með veikt hjarta (hjartabilun), hefur fengið hjartaáfall (hjartadrep), ert kvenkyns eða aldraður/öldruð

eða tekur önnur lyf sem valda óeðlilegum breytingum á hjartarafriti (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja

samhliða Síprox“).

Meðan á notkun Síprox stendur

Þú skalt láta lækninn samstundis vita ef eitthvað af eftirtöldu gerist

meðan þú notar Síprox

Læknirinn ákveður hvort hætta þurfi meðferðinni.

kyndileg alvarleg ofnæmisviðbrögð

(ofnæmi/lost, ofnæmisbjúgur). Jafnvel eftir fyrsta

skammt eru smávægilegar líkur á að þú fáir alvarleg ofnæmisviðbrögð með eftirfarandi

einkennum: þyngsli fyrir brjósti, svimi, lasleiki eða yfirliðstilfinning, eða svimi þegar þú stendur

upp.

Ef þetta gerist skalt þú hætta töku Síprox og hafa strax samband við lækninn.

Verkir og bólgur í liðum og sinum

geta stundum komið fyrir, sérstaklega hjá öldruðum sem

samhliða nota barkstera. Við fyrstu merki um sársauka eða bólgur skalt þú hætta töku Síprox og

hvíla verkjasvæðið. Forðist alla ónauðsynlega áreynslu þar sem áreynsla eykur hættu á sinasliti.

Ef þú ert með

flogaveiki

eða aðra

taugasjúkdóma

svo sem heilablóðþurrð eða heilablóðfall,

gætir þú fundið fyrir aukaverkunum tengdum miðtaugakerfinu. Gerist það skalt þú hætta töku

Síprox og hafa strax samband við lækninn.

Þú gætir fundið fyrir

geðrænum áhrifum

í fyrsta skipti sem þú tekur Síprox. Ef þú þjáist af

þunglyndi eða geðrofi gætu einkennin versnað við meðferð með Síprox. Ef það gerist skalt þú

hætta töku Síprox og hafa strax samband við lækninn.

Þú gætir fundið fyrir einkennum frá taugakerfi eins og verkjum, brunatilfinningu, náladofa, dofa

og/eða máttleysi. Ef það gerist skalt þú hætta töku Síprox og hafa strax samband við lækninn.

Þú gætir fengið

niðurgang

meðan þú tekur sýklalyf á borð við Síprox eða jafnvel nokkrum

vikum eftir að þú hættir að taka þau. Verði niðurgangur alvarlegur eða langvarandi eða þú tekur

eftir blóði eða slími í hægðum, skalt þú strax hætta töku Síprox, þar sem þetta getur verið

lífshættulegt ástand. Ekki taka lyf sem hægja á eða stöðva þarmahreyfingar og hafðu samband

við lækninn.

Segðu lækni eða öðru starfsfólki frá því að þú takir Síprox ef tekin eru

blóð eða þvagsýni

Síprox getur valdið

lifrarskemmdum

. Ef þú tekur eftir einkennum eins og lystarleysi, gulu

(gulnun á húð), dökku þvagi, eymslum í kvið eða kláða, skalt þú hætta töku Síprox og hafa strax

samband við lækninn.

Síprox getur valdið fækkun hvítra blóðkorna þannig að

mótstaða þín gegn sýkingum getur

minnkað

. Ef þú færð sýkingu með einkennum eins og hita og verulega versnandi líkamsástandi,

eða hita með staðbundnum sýkingareinkennum eins og sárum hálsi/vélinda/munni eða

vandamálum við þvaglát, ættir þú að hafa strax samband við lækninn. Blóðprufa verður tekin til

að athuga mögulega fækkun hvítra blóðkorna (daufkyrningaskortur). Mikilvægt er að þú

upplýsir lækninn um lyfjatöku þína.

Segðu lækninum ef vitað er að þig eða einhvern í þinni fjölskyldu skortir glúkósu-6-fosfat

dehýdrógenasa (G6PD), þar sem þá getur þú átt á hættu blóðleysi við töku cíprófloxacíns.

Húð þín verður næmari fyrir

sólarljósi og útfjólubláu (UV) ljósi

þegar þú tekur Síprox.

Forðastu sterkt sólskin og útfjólublá ljós eins og frá ljósabekkjum.

Ef sjónin skerðist eða einhverjir aðrir augnkvillar koma fram á meðan þú tekur Síprox, hafðu þá

samband við augnsérfræðing.

Notkun annarra lyfja samhliða Síprox

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Notið ekki Síprox og tízanidín saman

þar sem það getur valdið aukaverkunum eins og lágum

blóðþrýstingi og syfju (sjá kafla 2 „Ekki má taka Síprox”).

Vitað er að eftirfarandi lyf milliverka við Síprox í líkamanum. Ef Síprox er tekið með þessum lyfjum

getur það haft áhrif á verkun lyfjanna. Það getur einnig aukið líkur á aukaverkunum.

Láttu lækninn vita ef þú tekur:

warfarín eða önnur blóðþynningarlyf til inntöku

próbenecíð (við þvagsýrugigt)

methotrexat (við vissum tegundum krabbameins, psoriasis, liðagigt)

theophyllín (við öndunarerfiðleikum)

tízanidín (við vöðvakrömpum hjá MS-sjúklingum)

clózapín (geðrofslyf)

olanzapín (sefandi lyf, geðlyf)

duloxetín (við geðsjúkdómum, taugaverkjum)

rópiniról (við Parkinsonsveiki)

fenýtóín (við flogaveiki)

ciclosporín (ónæmisbælandi lyf, notað við ýmsum sjúkdómum)

ómeprazól (við magasárum o.fl.)

glibenclamíð (við sykursýki)

lídókaín (deyfilyf)

síldenafíl (við ristruflunum)

agómelantín (við þunglyndi)

zolpidem (við svefnleysi).

Láttu lækninn vita ef þú tekur önnur lyf sem geta haft áhrif á hjartslátt þinn:

lyf við hjartsláttartruflunum (t.d. kínidín, hýdrókínidín, dísópýramíð, amíódarón, sótalól,

dófetilíð, ibútilíð)

þríhringja geðdeyfðarlyf

sum örverueyðandi lyf (þau sem tilheyra flokki makrólíða)

sum geðrofslyf.

Síprox getur

aukið magn

eftirfarandi lyfja í blóði þínu:

pentoxifyllín (við blóðrásarsjúkdómum)

koffíns.

Sum lyf

minnka

áhrif Síprox. Segðu lækninum frá því ef þú tekur eða ráðgerir að taka:

lyf við brjóstsviða

steinefni

súkralfat

fjölliða fosfat bindiefni (t.d. sevelamer)

lyf eða bætiefni sem innihalda kalk, magnesíum, ál eða járn.

Ef einhver ofangreindra efna eru þér nauðsynleg skalt þú taka Síprox u.þ.b. tveimur klst. áður

eða a.m.k. 4 klst. á eftir þeim.

Notkun Síprox með mat eða drykk

Ekki skal neyta neinna mjólkurvara (s.s. mjólkur eða jógúrts) eða drykkja með viðbættu kalki þegar þú

tekur töflurnar, nema því aðeins að töflurnar séu teknar með máltíð, þar sem það getur haft áhrif á

frásog virka efnisins.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Æskilegt er að forðast notkun Síprox á meðgöngu. Láttu lækninn vita ef þú ráðgerir að verða þunguð.

Takið ekki Síprox meðan á brjóstagjöf stendur þar sem cíprófloxacín skilst út í brjóstamjólk og getur

skaðað barnið.

Akstur og notkun véla

Síprox gæti dregið úr árvekni þinni. Vissar aukaverkanir á taugar geta komið fram. Því þarft þú að vera

viss um hvernig þú bregst við Síprox áður en þú ekur eða stjórnar vélum. Ef þú ert í vafa skalt þú ræða

það við lækninn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Síprox

Læknirinn útskýrir fyrir þér nákvæmlega hve mikið þú átt að taka af Síprox, hve oft og í hvað langan

tíma. Þetta fer eftir gerð sýkingar og hve alvarleg hún er.

Láttu lækninn vita ef þú ert með nýrnasjúkdóm þar sem verið getur að þá þurfi að breyta skammtinum.

Meðferðin stendur venjulega í 5 til 21 dag en getur tekið lengri tíma ef sýking er alvarleg. Takið lyfið

alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleyptu töflurnar með nægum vökva. Ekki tyggja töflurnar því þær eru ekki góðar á bragðið.

Reyndu að taka töflurnar alltaf á nokkurn veginn sama tíma á hverjum degi.

Þú mátt taka töflurnar með máltíðum eða milli mála. Kalk sem þú tekur með mat hefur ekki

afgerandi áhrif á upptöku lyfsins. Hinsvegar

skalt þú ekki taka

Síprox töflur með

mjólkurvörum eins og mjólk eða jógúrt eða með steinefnabættum ávaxtasafa (t.d.

kalsíumbættum appelsínusafa).

Mundu að drekka nægan vökva þegar þú tekur Síprox.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef gleymist að taka Síprox

Taktu venjulegan skammt eins fljótt og hægt er og haltu svo áfram skv. fyrirmælum. Ef hinsvegar tími

er næstum kominn fyrir næsta skammt skalt þú ekki taka skammtinn sem gleymdist heldur halda

áfram eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Mikilvægt er að ljúka meðferðinni eins og mælt er fyrir um.

Ef hætt er að nota Síprox

Mikilvægt er að ljúka meðferðinni

jafnvel þótt þér sé farið að líða betur eftir nokkra daga. Ef þú

hættir of snemma að taka þetta lyf getur sýkingarvaldurinn lifað af og sýkingin blossað upp aftur eða

versnað. Þú gætir einnig myndað ónæmi fyrir sýklalyfinu.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir

(líklegt er að 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum fái þessar):

ógleði, niðurgangur

liðverkir hjá börnum.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(líklegt er að 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum fái þessar):

eftirsýkingar af völdum sveppa

mikil fjölgun eósínfíkla, sem er tegund hvítra blóðkorna

lystarleysi

ofvirkni eða geðshræringar

höfuðverkur, svimi, svefntruflanir, truflanir á bragðskyni

uppköst, kviðverkir, meltingarvandamál eins og ólga í maga (meltingartruflanir/brjóstsviði) eða

vindgangur

aukið magn vissra efna í blóði (transamínasa og/eða gallrauða)

útbrot, kláði, ofsakláði

liðverkir hjá fullorðnum

minnkuð nýrnastarfsemi

verkir í vöðvum og beinum, lasleikatilfinning (mikil þreyta) eða hiti

aukning á alkalískum fosfatasa í blóði (ákveðið efni í blóði).

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(líklegt er að 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum fái þessar):

þarma- eða ristilbólga tengd sýklalyfjanotkun (getur verið lífshættulegt í einstöku tilfellum) (sjá

kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”)

breytingar á fjölda blóðkorna (hvítfrumnafæð, hvítfrumnafjölgun, daufkyrningafæð, blóðleysi),

aukið eða minnkað magn blóðstorkuþátta (blóðflagna)

ofnæmisviðbrögð, bjúgur eða hröð bólgnun á húð og slímhúðum (ofnæmisbjúgur)

blóðsykurhækkun

rugl, áttavilla, kvíðaviðbrögð, undarlegir draumar, þunglyndi, ofskynjanir

náladofi, óvenjulegt næmi fyrir örvun, minnkuð tilfinning í húð, skjálfti, krampar (sjá kafla 2:

„Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”), svimrandi

sjóntruflanir

suð fyrir eyrum, minnkuð heyrn eða heyrnarleysi

hraður hjartsláttur (hraðtaktur)

æðavíkkun, lágur blóðþrýstingur, yfirlið

mæði, þ.m.t. astmaeinkenni

lifrarvandamál, gula (gallteppa), lifrarbólga

ljósnæmi (sjá kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”)

vöðvaverkir, bólgur í liðum, vöðvaspenna, krampar

nýrnabilun, blóð eða kristallar í þvagi (sjá kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun

Síprox”), bólgur í þvagrás

vökvauppsöfnum eða mikil svitamyndun

óeðlileg magn blóðstorkuþátta (próþrombíns) eða aukning á ensíminu amýlasa.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(líklegt er að minna en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum fái

þessar):

sérstök gerð af fækkun rauðra blóðkorna (rauðalosblóðleysi), hættuleg fækkun á hvítum

blóðfrumum (daufkyrningafæð), fækkun á rauðum og hvítum blóðfrumum og blóðflögum

(blóðfrumnafæð) sem getur verið lífshættulegt, minnkuð starfsemi beinmergs sem einnig getur

verið lífshættulegt (sjá kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”)

alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi eða ofnæmislost sem getur verið lífshættulegt -

sermissótt) (sjá kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”)

geðrænar truflanir (geðrofsviðbrögð) (sjá kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun

Síprox”)

mígreni, truflanir á samhæfingu, óstöðugur gangur, truflanir á lyktarskyni, þrýstingur á heila

(innankúpuþrýstingur)

truflanir á litaskyni

æðabólga

brisbólga

drep í lifur sem leiðir örsjaldan til lífshættulegrar lifrarbilunar

depilblæðingar í húð, ýmsar breytingar og útbrot á húð (t.d. Stevens-Johnsons heilkenni sem

getur verið lífshættulegt eða drep í húðþekju)

máttleysi í vöðvum, sinabólga, sinaslit - sérstaklega á stóru sininni aftan á hælnum (hásin) (sjá

kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”), versnun á einkennum vöðvaslensfárs

(sjá kafla 2: „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Síprox”).

Tíðni aukaverkana ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

truflanir í taugakerfi eins og verkir, sviði, náladofi, dofi og/eða máttleysi í útlimum

oflæti, vægt oflæti

óeðlilega hraður hjartsláttur, lífshættulega óreglulegur hjartsláttur, breytingar á hjartslætti

(kallaðar lenging á QT bili; sjást á hjartarafriti)

bráð útbreidd graftarútþot – húðsjúkdómur með roða og blöðrumyndun á húð

alvarleg lyfjaviðbrögð með fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum

aukin blóðþynning við töku segavarnarlyfja svo sem warfarins.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Síprox

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á strimlinum eða öskjunni á eftir

”EXP:”. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Síprox inniheldur

Virka innihaldsefnið er cíprófloxacín. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg cíprófloxacín

(sem cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat)

Önnur innihaldsefni eru;

töflukjarni:

örkristallaður sellulósi, krospóvidón, vatnsfrí kísilkvoða, magnesíumstearat

filmuhúð:

hýprómellósa, makrógól 400, títantvíoxíð.

Lýsing á útliti Síprox og pakkningastærðir

Hvítar eða gulleitar, sporöskjulaga , tvíkúptar filmuhúðaðar töflur með deiliskoru á báðum flötum,

hliðarskoru, merktar C500 á annarri hliðinni.

Lyfið er fáanlegt í eftirtöldum styrkleikum og pakkningastærðum:

Þynnupakkningar (ál, PVC-plast) og plastglös (HDPE)

10 stk. og 20 stk.

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Actavis hf.,

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

sími 550 3300,

fax 550 3301

Actavis Ltd.

Bulebel Industrial Estate

Zejtun ZTN 08

Malta

Actavis Nordic A/S

Ørnegårdsvej 16

2820 Gentofte, Denmark.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2017.

Ráðleggingar/ Til fræðslu

Sýklalyf eru notuð til meðferðar gegn bakteríusýkingum. Þau virka ekki gegn veirusýkingum. Ef

læknirinn þinn hefur ávísað sýklalyfi, eru þau ætluð við þeirri sýkingu sem þú ert með núna. Sumar

bakteríur geta lifað af eða vaxið þrátt fyrir sýklalyf. Þetta fyrirbæri er kallað ónæmi: sumar

sýklalyfjameðferðir verða árangurslausar.

Misnotkun sýklalyfja eykur ónæmi. Stuðlað er að ónæmi bakteríunnar og þar með dregst bati á langinn

eða áhrif sýklalyfsins minnka ef ekki er tekið tillit til eftirfarandi atriða:

- skammtastærð

- hve oft á að taka lyfið

- meðferðarlengd.

Til þess að varðveita virkni lyfsis þarftu að:

1 – Nota sýklalyf aðeins samkvæmt ráðleggingum læknis.

2 – Fara eingöngu eftir ráðleggingum læknis.

3 – Ekki endurnota sýklalyf án ráðleggina frá lækni, jafnvel þótt þú viljir meðhöndla svipuð veikindi

4 – Aldrei gefa sýklalyfið þitt til annarrar manneskju; kannski hentar það ekki gegn hennar/hans

veikindum.

5 – Skilaðu ónotuðum lyfjum í apótek eftir að meðferð lýkur, til að vera viss um að þeim sé fargað á

viðeigandi máta.

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is.