Rivastigmine 3M Health Care Ltd

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Rivastigmine 3M Health Care Ltd
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Rivastigmine 3M Health Care Ltd
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Forðaplástur
 • Lækningarsvæði:
 • Alzheimer sjúkdómur
 • Ábendingar:
 • Einkennum meðferð vægt til nokkuð alvarlega Alzheimer heilabilun.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 1

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/003824
 • Leyfisdagur:
 • 03-04-2014
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/003824
 • Síðasta uppfærsla:
 • 19-01-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 4,6 mg/24 klst. forðaplástur

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 9,5 mg/24 klst. forðaplástur

rivastigmin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Rivastigmine 3M Health Care Ltd. og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Hvernig nota á Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Rivastigmine 3M Health Care Ltd. og við hverju það er notað

Virka innihaldsefnið í Rivastigmine 3M Health Care Ltd. er rivastigmin.

Rivastigmin tilheyrir flokki efna sem kallast kólínesterasahemlar. Hjá sjúklingum með

Alzheimersvitglöp deyja ákveðnar taugafrumur í heilanum, sem leiðir til lítils magns af

taugaboðefninu acetýlkólíni (efni sem gerir taugafrumunum kleift að hafa samskipti hver við aðra).

Rivastigmin verkar með því að hindra ensímin sem brjóta niður acetýlkólín, acetýlkólínesterasa og

bútýrýlkólínesterasa. Með því að hindra þessi ensím, veldur Rivastigmine 3M Health Care Ltd. því

að magn acetýlkólíns eykst í heilanum, sem aðstoðar við að draga úr einkennum

Alzheimerssjúkdóms.

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með væg eða í

meðallagi alvarleg Alzheimersvitglöp, versnandi heilasjúkdóm sem hefur stigvaxandi áhrif á minni,

vitsmunalega getu og hegðun.

2.

Áður en byrjað er að nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Ekki má nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

ef um er að ræða ofnæmi fyrir rivastigmini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú hefur áður fengið ofnæmi fyrir lyfi af svipaðri tegund (carbamatafleiðum).

ef þú ert með húðviðbrögð sem breiðast út fyrir plásturssvæðið, ef staðbundin viðbrögð eru

svæsnari (svo sem blöðrur, aukin bólga í húð, þroti) og ef þau minnka ekki innan

48 klukkustunda eftir að forðaplásturinn hefur verið fjarlægður.

Ef þetta á við um þig skaltu segja lækninum frá því og ekki setja Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

forðaplástur á

þig.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Rivastigmine 3M Health Care Ltd. er notað:

ef þú ert með eða hefur fengið hjartsláttaróreglu.

ef þú ert með eða hefur fengið virkt magasár.

ef þú átt í erfiðleikum eða hefur átt í erfiðleikum með þvaglát.

ef þú ert með eða hefur fengið krampa.

ef þú ert með eða hefur verið með astma eða alvarlegan sjúkdóm í öndunarfærum.

ef þú ert með skjálfta.

ef þú ert mjög léttur/létt.

ef þú ert með einkenni frá meltingarvegi svo sem ógleði, uppköst og niðurgang. Þú gætir

ofþornað (misst of mikinn vökva) ef uppköst og niðurgangur eru viðvarandi.

ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi.

Ef eitthvað af þessu á við um þig getur læknirinn þurft að hafa nánara eftirlit með þér á meðan þú

notar þetta lyf.

Ef þú hefur ekki notað plástur í nokkra daga, skaltu ekki setja nýjan á þig fyrr en þú hefur ráðfært þig

við lækninn.

Notkun hjá börnum og unglingum

Notkun Rivastigmine 3M Health Care Ltd. á ekki við hjá börnum sem meðferð við

Alzheimerssjúkdómi.

Notkun annarra lyfja samhliða Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. getur haft áhrif á andkólínvirk lyf, sem sum hver eru lyf sem

notuð eru til að draga úr magaverkjum eða magakrömpum (t.d. dicylomin), til meðferðar við

Parkinsonsveiki (t.d. amantadin) eða til að koma í veg fyrir ferðaveiki (t.d. difenhydramin,

scopolamin eða meclozin).

Ef skurðaðgerð er fyrirhuguð á meðan meðferð með Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

forðaplástrum stendur, skal láta lækninn vita, því þeir geta aukið áhrif sumra vöðvaslakandi lyfja í

svæfingu.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ef þú ert þunguð þarf að meta ávinning af notkun Rivastigmine 3M Health Care Ltd. á móti

hugsanlegum áhrifum á fóstrið. Rivastigmine 3M Health Care Ltd. á ekki að nota á meðgöngu nema

brýna nauðsyn beri til.

Konur sem nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástra eiga ekki að hafa barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Læknirinn mun segja þér hvort sjúkdómurinn komi í veg fyrir að þú getir ekið eða stjórnað vélum á

öruggan hátt. Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástrar geta valdið yfirliði og mikilli ringlun.

Ef þú finnur fyrir svima eða finnst þú vera ruglaður/rugluð skaltu ekki aka, stjórna vélum eða

framkvæma störf sem krefjast athygli.

3.

Hvernig nota á Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Alltaf skal nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástra nákvæmlega eins og lýst er í þessum

fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

MIKILVÆGT:

-

Fjarlægja skal eldri plásturinn áður en NÝR plástur er settur á.

-

Notaðu aðeins einn plástur á sólarhring.

-

Ekki klippa plásturinn niður í búta.

-

Þrýstu plástrinum þétt að húðinni, í að minnsta kosti 30 sekúndur, með lófanum.

Hvernig á að hefja meðferð

Læknirinn mun segja þér hvaða Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástur hentar þér best.

Meðferð er yfirleitt hafin með Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 4,6 mg/24 klst.

Venjulegur ráðlagður dagskammtur er Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 9,5 mg/24 klst. Ef

þolist vel getur verið að læknirinn íhugi að auka skammtinn í 13,3 mg/24 klst.

Markaðsleyfi

fyrir Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 13,3 mg/24 klst. plástra er ekki til staðar. Lyfið gæti

verið fáanlegt í þessum styrkleika frá öðrum markaðsleyfishöfum

Notaðu aðeins einn Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástur í einu og skiptu um plástur

og settu nýjan á eftir 24 klst.

Meðan á meðferðinni stendur er hugsanlegt að læknirinn breyti skömmtum á þann veg að þeir henti

persónulegum þörfum hvers og eins.

Ef þú hefur ekki notað plástur í þrjá daga, skaltu ekki setja nýjan plástur á þig fyrr en þú hefur

ráðfært þig við lækninn. Hefja má meðferð með forðaplástrum að nýju með sama skammti ef hlé á

meðferð hefur ekki staðið lengur en í þrjá daga. Annars mun læknirinn hefja meðferð að nýju með

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 4,6 mg/24 klst.

Nota má Rivastigmine 3M Health Care Ltd. með mat, drykk og áfengi.

Hvar á að setja Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

forðaplástur

Áður en þú setur á þig plástur, skaltu ganga úr skugga um að húðin sé hrein, þurr og hárlaus,

laus við púður, olíu, rakakrem eða áburð sem gætu komið í veg fyrir að plásturinn festist

almennilega við húðina, laus við sár, útbrot og/eða ertingu.

Fjarlægðu vandlega alla plástra af húðinni áður en nýr er settur á.

Ef fleiri en einn plástur

er á líkamanum í einu getur það valdið því að þú færð of mikið af lyfinu og það getur verið

hættulegt.

Settu

EINN

plástur á dag á

EINUNGIS EITT

af mögulegum svæðum, eins og sýnt er á

eftirfarandi myndum:

Á 24 klst. fresti skal fjarlægja eldri plásturinn áður en NÝR

plástur er settur á EINUNGIS EITT af eftirtöldum

mögulegum svæðum.

vinstri

eða

hægri upphandleggur

ofarlega á bringu vinstra megin

eða

hægra megin

(forðist að setja hann á brjóstin)

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

efri hluta baks vinstra megin

eða

hægra megin

neðri hluta baks vinstra megin

eða

hægra megin

Þegar skipt er um plástur, verður að fjarlægja plásturinn frá deginum á undan áður en nýi plásturinn

er settur á annan stað (t.d. á hægri hlið líkamans einn daginn og vinstri hliðina daginn eftir og á efri

hluta líkamans einn daginn og á neðri hluta líkamans daginn eftir). Að minnsta kosti 14 dagar skulu

líða milli þess sem nýr plástur er settur á sama húðsvæði.

Hvernig á að setja Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástur á húðina

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. plástrar eru

gegnsæir til hálfgegnsæir

plastplástrar sem límast

við húðina. Hver plástur er í innsigluðum poka sem hlífir honum þar til þú þarft nota hann. Opnið

hvorki pokann né fjarlægið plásturinn úr honum fyrr en rétt áður en hann er settur á.

Fjarlægðu varlega plásturinn sem er á húðinni áður en nýr er

settur á.

Sjúklingar sem eru að hefja meðferð í fyrsta skipti og sjúklingar

sem eru að hefja meðferð með Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

að nýju eftir hlé byrja á annarri myndinni.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Sérhver plástur er innsiglaður í sínum eigin verndandi poka.

Einungis skal opna pokann þegar þú ert tilbúin/n til að nota

plásturinn. Rífðu gat á pokann á ábentum stað, og fjarlægðu

lyfjaplásturinn úr pokanum. Hægt er að opna pokan á

tveimur stöðum.

Verndandi lag ver viðloðandi hlið plástursins. Taktu

helming lagsins af, og snertu ekki límhluta plástursins með

fingrunum.

Settu viðloðandi hlið plástursins á efri eða neðri hluta baks,

upphandlegg eða brjóst og síðan skaltu taka af það sem

eftir er af hinu verndandi lagi plástursins.

Þrýstu síðan plástrinum örugglega á sinn stað og haltu í

a.m.k. 30 sekúndur með því að nota lófann, til að tryggja að

brúnir plástursins loði vel við húðina.

Ef það hjálpar getur þú skrifað t.d. dagsetningu eða dag vikunnar,

á plásturinn með kúlupenna.

Plásturinn er hafður á samfellt, þar til tími er kominn til að skipta um plástur. Það getur verið gott

fyrir þig að prófa þig áfram með mismunandi staðsetningar þegar þú setur nýjan plástur á, þar til þú

finnur út hvaða staðir þér finnst þægilegastir og hvar fötin nuddast ekki við plásturinn.

Hvernig á að fjarlægja Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástur

Togið varlega í jaðarinn á plástrinum til að fjarlægja hann hægt af húðinni. Ef leifar af líminu eru

eftir á húðinni, skaltu bleyta svæðið varlega með heitu vatni og mildri sápu eða nota barnaolíu til að

fjarlægja það. Ekki skal nota alkóhól eða leysivökva (naglalakkshreinsi eða aðra leysa).

Þvo skal hendur með sápu og vatni eftir að plásturinn hefur verið fjarlægður. Ef snerting verður við

augu eða ef augun verða rauð eftir að plásturinn hefur verið meðhöndlaður, skal tafarlaust hreinsa

þau með miklu vatni og leita læknisaðstoðar ef einkennin ganga ekki til baka.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Má nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástur í baði, sundi eða í sól?

Böð, sund eða sturtubað ættu ekki að hafa áhrif á plásturinn. Gætið þess að plásturinn losni

ekki við þessar kringumstæður.

Hlífið plástrinum fyrir hvers konar utanaðkomandi hita (t.d. mikil sól, gufubað, sólarlampar) í

langan tíma í einu.

Hvað á að gera ef plástur losnar af

Ef plástur losnar af, skal setja nýjan á, það sem eftir er sólarhringsins, síðan skal skipta um plástur á

sama tíma og venjulega daginn eftir.

Hvenær og hve lengi á að nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástur

Til að hafa ávinning af meðferðinni þarf að skipta um plástur daglega, helst alltaf á sama tíma

sólarhringsins.

Notaðu aðeins einn forðaplástur í einu og skiptu um plástur og settu nýjan á eftir 24 klst.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur fyrir slysni sett fleiri en einn plástur á þig, skaltu fjarlægja alla plástrana af húðinni og

segja síðan lækninum frá því að þú hafir óvart sett á þig fleiri en einn plástur. Þú gætir þurft á læknis-

meðferð að halda. Sumir sem fyrir slysni hafa notað of mikið af Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

hafa fengið ógleði, uppköst, niðurgang, háan blóðþrýsting og ofskynjanir. Hægur hjartsláttur og

yfirlið geta einnig komið fyrir.

Ef gleymist að nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Ef þér verður ljóst að þú hefur gleymt að setja á þig plástur, skaltu tafarlaust setja á þig plástur. Þú

mátt nota næsta plástur, á venjulegum tíma daginn eftir. Ekki nota tvo plástra til að bæta upp plástur

sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef hætt er að nota plásturinn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf geta Rivastigmine 3M Health Care Ltd. forðaplástrar valdið aukaverkunum

en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir geta verið algengari í upphafi meðferðar með lyfinu eða þegar skammtar eru auknir.

Yfirleitt hverfa aukaverkanir smám saman þegar líkaminn hefur vanist lyfinu.

Ef þú finnur fyrir einhverri af eftirtöldum aukaverkunum, sem geta reynst alvarlegar, skaltu

fjarlægja plásturinn og láta lækninn tafarlaust vita:

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Lystarleysi

Sundl

Æsingur eða syfja

Þvagleki (vangeta til að halda í sér þvagi)

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Hjartsláttartruflanir, t.d. hægur hjartsláttur

Að sjá hluti sem eru ekki til staðar (ofskynjanir)

Magasár

Ofþornun (of mikið vökvatap)

Ofvirkni (of mikil virkni, eirðarleysi)

Árásargirni

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

-

Dettni

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Stífir útlimir

Handskjálfti

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Ofnæmisviðbrögð í húð undan plástrinum svo sem blöðrumyndun eða húðbólga

Einkenni Parkinsonsveiki versna – svo sem skjálfti, stífleiki og sjúklingar draga fætur við

göngu

Brisbólga – einkennin eru m.a. miklir verkir í efri hluta kviðar, oft með ógleði eða uppköstum

Hraður eða óreglulegur hjartsláttur

Hár blóðþrýstingur

Flog (krampar)

Lifrarsjúkdómar (gulleit húð, gulnun hvítunnar í augunum, óeðlilega dökkt þvag eða óútskýrð

ógleði, uppköst, þreyta og lystarleysi)

Breytingar á lifrarstarfsemi

Eirðarleysi

Ef þú finnur fyrir einhverju af þessu, skaltu fjarlægja plásturinn og láta lækninn tafarlaust vita.

Aðrar aukaverkanir sem komið hafa fram við notkun Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

hylkja eða mixtúru en gætu komið fram við notkun plástursins:

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Of mikil munnvatnsmyndun

Lystarleysi

Eirðarleysi

Almenn vanlíðan

Skjálfti eða ringlun

Aukin svitamyndun

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Óreglulegur hjartsláttur (t.d. hraður hjartsláttur)

Erfiðleikar með svefn

Fall fyrir slysni

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Flog (krampar)

Sár í meltingarvegi

Brjóstverkur – þetta getur verið af völdum krampa í hjarta

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Hár blóðþrýstingur

Brisbólga – einkennin eru m.a. miklir verkir í efri hluta kviðar, oft með ógleði eða

uppköstum

Blæðing í meltingarvegi – kemur fram sem blóð í hægðum eða uppköstum

Að sjá hluti sem eru ekki til staðar (ofskynjanir)

Sumir sjúklingar hafa fengið svæsin uppköst sem hafa leitt til þess að gat komi á vélindað

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að

tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

5.

Hvernig geyma á Rivastigmine 3M Health Care Ltd.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og pokanum á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi

Notið ekki plástur sem er skemmdur eða ber þess merki að átt hafi verið við hann.

Eftir að plásturinn hefur verið fjarlægður á að brjóta hann til helminga með límhliðina inn og

þrýsta saman. Setjið notaðan plástur aftur í pokann og fargið á þann hátt að börn hvorki nái né

sjái til. Snertið ekki augun með fingrunum og þvoið hendurnar með vatni og sápu eftir að búið

er að fjarlægja plásturinn. Ef að sveitarfélagið þar sem þú býrð brennir sorpi má farga

plástrinum með heimilissorpi. Annars skal skila notuðum plástrum í apótek, helst í

upprunalegum umbúðum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. inniheldur

Virka innihaldsefnið er rivastigmin.

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 4,6 mg/24 klst. forðaplástur: Hver plástur losar

4,6 mg af rivastigmini á 24 klst., er 4,1 cm

og inniheldur 7,17 mg af rivastigmini.

Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 9,5 mg/24 klst. forðaplástur: Hver plástur losar

9,5 mg af rivastigmini á 24 klst., er 8,3 cm

og inniheldur 14,33 mg af rivastigmini.

Önnur innihaldsefni eru pólýester, etýl vínyl asetat, akrýlat blandfjölliðu lím og ísóprópýl

mýristat.

Lýsing á útliti Rivastigmine 3M Health Care Ltd. og pakkningastærðir

Forðaplástrarnir eru ferhyrndir með ávölum hornum, um það bil 2,5 cm sinnum 1,8 cm að stærð

(Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 4,6 mg/24 klst. forðaplástur) eða 3,5 cm sinnum 2,6 cm

(Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 9,5 mg/24 klst. forðaplástur).

Sérhver forðaplástur er gerður úr þremur lögum: baklagi, viðloðandi lagi sem inniheldur lyfið og

gegnsæju losanlegu lagi eða borða. Baklagið er gegnsætt yfir í hálfgegnsætt og er merkt með „R5”

(Rivastigmine 3M Health Care Ltd. 4,6 mg/24 klst. forðaplástur) eða „R10” (Rivastigmine 3M

Health Care Ltd. 9,5 mg/24 klst. forðaplástur).

Hver forðaplástur fyrir sig er í innsigluðum poka. Plástrarnir fást í öskjum sem innihalda 7, 30, 60 og

90 pokum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar í þínu landi.

Markaðsleyfishafi

3M Health Care Limited,

1 Morley Street,

Loughborough,

Leicestershire,

LE11 1EP

Bretland

Framleiðandi

Enestia

Klöcknerstraat 1

3930 Hamont-Achel

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Belgía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

3M Health Care Limited,

1 Morley Street,

Loughborough,

Leicestershire,

LE11 1EP

Bretland

Tel: +44 (0)1509 611611

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi