Rhinocort Turbuhaler

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Rhinocort Turbuhaler Nefduft 100 míkróg/ skammt
 • Skammtar:
 • 100 míkróg/ skammt
 • Lyfjaform:
 • Nefduft
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Rhinocort Turbuhaler Nefduft 100 míkróg/skammt
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8f5e2759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Rhinocort

Turbuhaler 100 míkrógrömm/skammt, nefduft

búdesóníð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Rhinocort Turbuhaler og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Rhinocort Turbuhaler

Hvernig nota á Rhinocort Turbuhaler

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Rhinocort Turbuhaler

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Rhinocort Turbuhaler og við hverju það er notað

Rhinocort Turbuhaler inniheldur nýrnahettubarkarhormón sem kemur í veg fyrir bólgur og ertingu í nefi við

ofnæmi (kláða, nefstíflur og/eða nefrennsli).

Rhinocort Turbuhaler er notað staðbundið í nef til:

að fyrirbyggja árstíðabundnar og langvarandi ofnæmisbólgur í nefi.

meðferðar á sepageri í nefi og einnig til að fyrirbyggja að sepi myndist aftur eftir aðgerð (sepanám).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Rhinocort Turbuhaler

Ekki má nota Rhinocort Turbuhaler

ef um er að ræða ofnæmi fyrir búdesóníði.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Rhinocort Turbuhaler er notað.

ef þú ert með eða hefur fengið lungnaberkla.

Hafðu samband við lækni ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Notkun annarra lyfja samhliða Rhinocort Turbuhaler

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á líka við náttúrulyf, vítamín og steinefni .

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga:

Einungis má nota Rhinocort Turbuhaler á meðgöngu í samráði við lækninn.

Brjóstagjöf:

Konur sem hafa barn á brjósti mega nota Rhinocort Turbuhaler.

Rhinocort Trubuhaler skilst út í brjóstamjólk en ekki er búist við áhrifum á börn sem eru á brjósti.

Hafðu samband við lækninn ef einhverjar spurningar vakna.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því

sem getur haft áhrif á slíkt er lyf vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum

er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða

lyfjafræðing.

Rhinocort Turbuhaler hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Rhinocort Turbuhaler

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Skammtur er einstaklingsbundinn. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Einungis má breyta skammti eða hætta meðferð í samráði við lækni.

Ráðlagður skammtur er:

Til að fyrirbyggja árstíðabundnar og langvinnar bólgur í nefi:

Fullorðnir:

2 sog í hvora nös að morgni. Þegar tilætluðum áhrifum er náð skal prófa að minnka skammtinn í

1 sog í hvora nös að morgni.

Til að fyrirbyggja árstíðabundnar bólgur í nefi skal hefja meðferðina áður en ofnæmistímabilið hefst ef

mögulegt er.

Nota skal Rhinocort Turbuhaler reglulega eins og læknirinn hefur sagt til um.

Ef nefið er stíflað getur lyfið ekki dreifst eins og til er ætlast. Til að ná góðri verkun er gott að nota nefúða

við nefstíflum samhliða lyfinu fyrstu 2-3 daga meðferðarinnar.

Börn:

Ekki má nota Rhinocort Turbuhaler hjá börnum.

Meðferð við nefsepum eða fyrirbyggjandi meðferð gegn sepageri í nefi:

Fullorðnir:

1 sog í hvora nös tvisvar sinnum á dag (kvölds og morguns).

Börn:

Rhinocort Turbuhaler er ekki ætlað börnum.

Notkunarleiðbeiningar:

Hlífðarhetta

Nefstykki

Skammtamælir

Botnstykki

Nýtt Rhinocort Turbuhaler innöndunartæki undirbúið

Áður en þú notar

nýtt

Rhinocort Turbuhahler innöndunartæki

í fyrsta sinn

, verður að undirbúa það fyrir

notkun samkvæmt eftirfarandi:

Skrúfið hlífðarhettuna af.

Haldið Rhinocort Turbuhaler innöndunartækinu uppréttu þannig að botnstykkið vísi niður.

Snúið botnstykkinu í aðra áttina eins langt og hægt er. Snúið botnstykkinu svo í hina áttina eins langt

og hægt er (ekki skiptir máli í hvora áttina er fyrst snúið). Þú ættir að heyra smell.

Gerðu þetta aftur, þ.e. snúðu botnstykkinu í báðar áttir.

Rhinocort Turbuhaler innöndunartækið er nú tilbúið til notkunar.

Hvernig nota á tækið.

Fyrst á að snýta sér. Skrúfið hlífðarhettuna af.

Haldið tækinu uppréttu þannig að gráa botnstykkið vísi niður. Ekki halda í munnstykkið meðan þú

hleður innöndunartækið. Snúið botnstykkinu einu sinni fram og til baka. Ekki skiptir máli í hvora áttina

er snúið fyrst. Þú ættir að heyra smell. Rhinocort Turbuhaler innöndunartækið er nú hlaðið og tilbúið til

notkunar. Eingöngu skal hlaða Rhinocort Turbuhaler innöndunartækið þegar þú þarft að nota það.

Setjið nefstykkið upp í aðra nösina þannig að það loki henni og haldið fyrir hina nösina með fingri.

Sjúgið einu sinni snöggt (0,5 sek.) og kröftuglega upp í nefið.

Fjarlægið tækið frá nefinu áður en andað er frá sér.

Endurtakið skref 2-4 fyrir hina nösina.

Ef læknir hefur gefið fyrirmæli um fleiri en einn skammt í hvora nös eru skref 2-5 endurtekin.

Skrúfið hlífðarhettuna á.

Athugið!

Aldrei á að anda frá sér í gegnum nefstykkið. Skrúfið alltaf hlífðarhettuna á eftir notkun. Rhinocort

Turbuhaler gefur alltaf réttan skammt, einnig þó að botnstykkinu hafi verið snúið oftar en einu sinni.

Lyfið er bæði lyktar- og bragðlaust.

Hreinsun

Þurrkið af nefstykkinu 2-3 sinnum í viku með þurrum klút.

Ath! Ekki má þrífa nefstykkið með vatni.

Hvenær er Rhinocort Turbuhaler tækið tómt?

Þegar rautt merki birtist efst í skammtaglugganum eru um 20 skammtar eftir.

Þegar rauða merkið fyllir skammtagluggann er Rhinocort Turbuhaler tækið tómt og skal farga því.

20 skammtar

eftir

Turbuhaler tækið

er tómt

Athugið að hljóðið sem heyrist, þegar Rhinocort Turbuhaler tækið er hrist, kemur ekki frá lyfinu heldur frá

þurrkefni sem er í botni tækisins.

Vakin er athygli á að verkun Rhinocort Turbuhaler kemur ekki strax fram. Það getur tekið nokkra daga að ná

fram tilætlaðri verkun.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið, skal hafa samband

við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Mikilvægt er að þú takir skammtinn samkvæmt leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð, eða samkvæmt

fyrirmælum læknisins. Ekki taka meira en læknirinn hefur sagt fyrir um, ef þú tekur meira eða minna geta

einkennin sem þú hefur versnað.

Engin bráð hætta hlýst af því ef of stór skammtur af Rhinocort Turbuhaler er notaður í eitt skipti.

Ef gleymist að nota Rhinocort Turbuhaler

Ef gleymist að nota einn skammt af Rhinocort Turbuhaler skal taka hann svo fljótt sem munað er eftir því. Ef

komið er að næsta skammti skal sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta

upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir:

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Skyndileg útbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan mínútna til klukkustunda) vegna ofnæmis

(bráðaofnæmis). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Gat á miðsnesi. Leitið læknis.

Tíðni ekki þekkt

Ský á augasteini (þokusýn), gláka (höfuðverkur, ógleði, skert sjón og regnbogasýn vegna aukins þrýstings í

auganu).

Ekki alvarlegar aukaverkanir:

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Erting í nefi, t.d. þurrkur og hnerri eftir notkun lyfsins og blóðnasir.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Kláði, exem eða útbrot.

Vöðvakrampar.

Ofsakláði og bólgur. Getur verið alvarlegt. Hafið samband við lækninn. Ef andlit, varir og tunga bólgna getur

það verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Merki og einkenni altækra barksteraáhrifa, svo sem skert starfsemi nýrnahetta og seinkun á lengdarvexti hjá

börnum (sjá „Nánar um aukaverkanir hjá börnum og unglingum“).

Sáramyndun í nefi.

Raddtruflun.

Aukin tilhneiging til myndun marbletta.

Þokusýn.

Nánar um aukaverkanir hjá börnum og unglingum

Greint hefur verið frá vaxtarbælingu hjá börnum sem fá barkstera í nef. Læknirinn mun mæla hæð barnsins

reglulega, meðan það er á meðferð með Rhinocort Turbohaler.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Rhinocort Turbuhaler

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið á þurrum stað.

Rhinocort Turbuhaler skal geyma með hlífðarhettuna vel skrúfaða á.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Rhinocort Turbuhaler inniheldur

Virka innihaldsefnið er búdesóníð.

Lyfið inniheldur engin hjálparefni.

Lýsing á útliti Rhinocort Turbuhaler og pakkningastærðir

Útlit:

Rhinocort Turbuhaler er hvítt duft í innöndunartæki úr plasti.

Pakkningarstærð:

1 x 200 skammtar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca A/S

2300 København S

Danmörk

Framleiðandi:

AstraZeneca AB

Södertälje

Svíþjóð

Umboð á Íslandi:

Vistor hf., sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.