RescueFlow

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • RescueFlow Stungulyf/innrennslislyf, lausn 60/75 g/l
 • Skammtar:
 • 60/75 g/l
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf/innrennslislyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • RescueFlow Stungulyf/innrennslislyf, lausn 60/75 g/l
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 235c54df-d896-e611-80d3-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

RescueFlow

, stungulyf/innrennslislyf, lausn.

Dextran 70 og natríumklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um RescueFlow og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota RescueFlow

Hvernig nota á RescueFlow

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á RescueFlow

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um RescueFlow og við hverju það er notað

RescueFlow er stungulyf/innrennslislyf, lausn. Það er blóðvökvalíki sem eykur blóðrúmmálið hratt í

blóðrásarkerfinu og hjálpar við að hækka blóðþrýsting.

RescueFlow er notað við bráða aðstæður sem upphafsmeðferð við blóðmissi og lækkuðum

blóðþrýstingi vegna áverka.

2.

Áður en byrjað er að nota RescueFlow

Læknirinn kann að hafa ávísað lyfinu við annarri notkun og /eða í öðrum skömmtum en tilgreindir eru

í fylgiseðlinum. Fylgið ávallt fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða lyfsins.

Ekki má nota RescueFlow:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir dextrani eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en RescueFlow er notað

ef þú ert að nota lyf sem hafa áhrif á blóðstorknun

ef þú ert með hjartatengd vandamál

í ákveðnum alvarlegum tilfellum, ef þú er með sykursýki

ef þú ert með langvinna nýrnabilun

Það er hinsvegar ljóst að við neyðaraðstæður þar sem RescueFlow er notað hefur læknirinn oft ekki

þessar upplýsingar. Ef grunur leikur á að sjúklingur hafi einhverja þessara kvilla, skal læknirinn vega

hugsanlega aukna áhættu á móti væntanlegum ávinningi fyrir sjúklinginn.

Notkun annarra lyfja samhliða RescueFlow

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Það gildir einnig um lyf sem eru keypt án lyfseðils, erlendis, náttúrulyf, sterk vítamín og steinefni og

fæðubótarefni.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Ekki nota RescueFlow við lok meðgöngu eða við barnsburð.

3.

Hvernig nota á RescueFlow

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum.

Einn RescueFlow poki inniheldur 250 ml sem er gefið í bláæð á 2 – 5 mínútum sem upphafsmeðferð í

bráða- og neyðartilfellum vegna áverka. Aðeins er gefinn einn skammtur af lyfinu en venjulega fylgir

gjöf annarra vökva í æð eftir þörfum sjúklingsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Það getur komið fram staðbundinn verkur nálægt stungustað sem hægt er að minnka með því að nudda

varlega svæðið nálægt stungustaðnum. Engar aðrar aukaverkanir hafa komið fram í klínískum

rannsóknum.

Í einstaka tilvikum geta ofnæmisviðbrögð komið fram við meðferð með dextrani en engin slík

viðbrögð hafa komið fram í klínískum rannsóknum þegar RescueFlow var notað við bráðri meðferð

við áverka.

Yfirþrýstnar lausnir eins og RescueFlow á að nota með varúð hjá sykursýkissjúklingum með

blóðsykurshækkun (hátt gildi blóðsykurs).

RescueFlow á að nota með varúð hjá sjúklingum með hjartasjúkdóma af hvaða tegund sem er.

Varúðar er þörf hjá sjúklingum sem nota lyf sem þekkt eru að hafi áhrif á blóðstorknun, því aukið

vökvarúmmál getur leitt til aukinnar blæðingarhættu.

Verðir þú var við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli þá láttu lækninn vita.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í

hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á RescueFlow

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

RescueFlow má geyma við stofuhita.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á (eftir EXP).

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

RescueFlow inniheldur

Virku innihaldsefnin eru Dextran 70 til inndælingar 6% w/v, og natríumklóríð 7,5% w/v.

Önnur innihaldsefni eru vatn fyrir stungulyf og saltsýra/natríumhýdroxíð til að stilla sýrustig.

Lýsing á útliti RescueFlow og pakkningastærðir

Útlit: RescueFlow er tær, litlaus lausn.

Pakkningastærðir: 6x250 ml, 12x250 ml

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Pharmanovia A/S

Jægersborg Allé 164

DK-2820 Gentofte

Danmörk

Netfang info@pharmanovia.dk

Framleiðandi

Laboratoire BIOLUZ SCOP

Zone Industrielle de Jalday - BP 10129

FR-64500 Saint Jean de Luz credex

Frakklandi

Umboðsaðili á Íslandi

Williams & Halls ehf

Reykjavíkurvegi 62

220 Hafnarfjörður

Ísland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2016.