Removab

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Removab
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Removab
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • ÖNNUR ANTINEOPLASTIC LYFJUM
 • Lækningarsvæði:
 • Kviðarholi, Krabbamein
 • Ábendingar:
 • Removab er ætlað til að meðhöndla illkynja öndunarfærasjúkdóma hjá sjúklingum með epCAM jákvæða krabbamein þar sem hefðbundin meðferð er ekki tiltæk eða ekki lengur unnt.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 5

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000972
 • Leyfisdagur:
 • 19-04-2009
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000972
 • Síðasta uppfærsla:
 • 30-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

VIÐAUKI I

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

1.

HEITI LYFS

Removab 10 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

2.

INNIHALDSLÝSING

Ein áfyllt sprauta inniheldur 10 míkrógrömm af catumaxomab* í 0,1 ml lausn sem samsvarar

0,1 mg/ml.

*rottu-músar-blendings IgG2 einklóna mótefni framleitt í rottu-músar-blendings-blendingsfrumu

(hybridoma) frumulínu

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Innrennslisþykkni, lausn.

Tær og litlaus lausn.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Removab er ætlað til meðferðar í kviðarholi á illkynja skinuholsvökva hjá fullorðnum sjúklingum með

EpCAM jákvætt krabbamein þar sem stöðluð meðferð er ekki fyrir hendi eða þykir ekki lengur

ákjósanlegur valkostur.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Removab verður að gefa undir umsjón læknis sem hefur reynslu af notkun æxlishemjandi lyfja.

Skammtar

Áður en innrennsli í kviðarhol á sér stað er mælt með forgjöf

verkjastillandi/hitalækkandi/bólgueyðandi (ekki stera) lyfja (sjá kafla 4.4).

Removab skammtaáætlunin felur í sér fjögur skipti innrennslis í kviðarhol skv. eftirfarandi

upptalningu:

1. skammtur

10 míkrógrömm á degi 0

2. skammtur

20 míkrógrömm á degi 3

3. skammtur

50 míkrógrömm á degi 7

4. skammtur

150 míkrógrömm á degi 10

Removab þarf að gefa með innrennsli í kviðarhol með stöðugum hraða í lágmark 3 klukkustundir. Í

klínískum rannsóknum voru rannsökuð innrennsli sem tóku 3 klukkustundir og 6 klukkustundir. Íhuga

má að gefa fyrstu fjóra skammtana með 6 klukkustunda innrennsli ef heilsa sjúklings leyfir.

Að minnsta kosti tveir almanaksdagar án innrennslis verða að líða milli innrennslisdaga. Hlé á milli

innrennsla má lengja komi fram marktækar aukaverkanir. Meðferðartíminn í heild ætti ekki að vera

lengri en 20 dagar.

Eftirlit

Mælt er með nánu eftirliti með sjúklingi eftir að innrennsli með Removab lýkur. Í lykilrannsókninni

var haft eftirlit með sjúklingum í 24 klst. eftir hvert innrennsli.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Sjúklingar með meira en miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi og/eða með meinvörp í meira en

70% lifrar og/eða segamyndun/stíflu í portæð, hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á slíkum

sjúklingum með catumaxomab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á ávinningi/áhættu (sjá

kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi

Sjúklingar með meira en væga skerðingu á nýrnastarfsemi hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á

slíkum sjúklingum með catumaxomab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á

ávinningi/áhættu (sjá kafla 4.4).

Börn

Notkun Removab á ekki við hjá börnum við samþykkta ábendingu.

Lyfjagjöf

Removab á

aðeins

að gefa

sem innrennsli í kviðarhol

Removab

má hvorki

gefa í kviðarhol sem staka skammta né heldur með annarri íkomuleið.

Sjá upplýsingar um gegnflæðikerfi sem skal nota í kafla 4.4.

Varúðarráðstafanir sem þarf að gera áður en lyfið er gefið

Fyrir lyfjagjöf skal þynna Removab innrennslisþykkni með 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfi,

lausn. Þynnta lausnina skal svo gefa sem innrennsli í kviðarhol með stöðugu innrennsli og viðeigandi

dælingarkerfi.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ofnæmi fyrir músa- og/eða rottupróteinum.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Removab

má ekki

gefa sem staka skammta eða með annarri íkomuleið en í kviðarhol.

Einkenni tengd frumuboðalosun

Þegar bólgumyndandi og frumudrepandi frumuboðar losna fyrir tilstuðlan bindingar catumaxomab við

ónæmis- og æxlisfrumur, hefur mjög oft verið tilkynnt um klínísk einkenni sem tengjast frumuboðum

svo sem hita, ógleði, uppköst og kuldahroll á meðan Removab lyfjagjöf varir og eftir að henni lýkur

(sjá kafla 4.8). Mæði og lág-/háþrýstingur koma oft fram. Í klínískum rannsóknum á sjúklingum með

illkynja skinuholsvökva var 1.000 mg parasetamól gefið reglulega í bláæð áður en Removab

innrennsli hófst til að stilla verki og sótthita. Þrátt fyrir þessa forlyfjagjöf fundu sjúklingar fyrir

aukaverkunum sem lýst er hér að framan í allt að 3. gráðu samkvæmt Algengum hugtökum um viðmið

aukaverkana (CTCAE) hjá US National Cancer Institute, útgáfu 3.0. Mælt er með annarri eða

aukalegri forlyfjagjöf verkjastillandi/hitalækkandi/bólgueyðandi (án stera) lyfja.

Bólgusótt (SIRS) sem einnig getur oft komið fram fyrir tilstilli verkunarháttar catumaxomab, þróast

almennt innan 24 klukkustunda eftir Removab innrennsli, með einkennum svo sem sótthita, hraðtakti,

hraðöndun og hvítfrumnafjölgun í blóði (sjá kafla 4.8). Til að draga úr áhættu skal veita hefðbundna

meðferð eða forlyfjagjöf, t.d. með verkjastillandi/hitalækkandi/bólgueyðandi (án stera) lyfjum.

Kviðverkur

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Oft var tilkynnt um kviðverk sem aukaverkun. Þessi skammvinnu áhrif eru að hluta til talin afleiðing

lyfjagjafar í kviðarhol.

Hæfnisstaða og BMI

Sterk hæfnisstaða í formi líkamsmassastuðuls (Body Mass Index (BMI) >17 (skal metin eftir

frárennsli skinuholsvökva) og Karnofsky stuðuls (Karnofsky Index) >60, er forsenda fyrir Removab

meðferð.

Bráðar sýkingar

Séu til staðar þættir sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, einkum bráðar sýkingar, er ekki mælt með

Removab lyfjagjöf.

Frárennsli skinuholsvökva

Viðeigandi læknisfræðileg stjórnun á frárennsli skinuholsvökva er forsenda Removab meðferðar til

þess að tryggja stöðuga starfsemi blóðrásar og nýrna. Þetta á í það minnsta að fela í sér frárennsli

skinuholsvökva þar til lekinn kemur ekki lengur sjálfkrafa eða þar til einkenni hverfa, og ef við á,

uppbótarmeðferð til stuðnings með krystallslíki og/eða kvoðulausn.

Sjúklingar með blóðjafnvægisskort, bjúg eða blóðpróteinskort

Meta skal blóðmagn, prótín í blóði, blóðþrýsting, púls og nýrnastarfsemi fyrir hvert innrennsli með

Removab.

Ráða verður bót á ástandi svo sem blóðþurrð, blóðpróteinskorti, lágþrýstingi,

blóðrásarbilun og bráðri skerðingu á starfsemi nýrna fyrir hvert Removab innrennsli.

Skert lifrarstarfsemi eða segamyndun/stíflun portæðar

Sjúklingar með meira en miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi, og/eða með meinvörp í meira en

70% lifrar og/eða segamyndun/stíflun portæðar hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á þessum

sjúklingum með Removab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á ávinningi/áhættu.

Skert nýrnastarfsemi

Sjúklingar með meira en væga skerðingu á nýrnastarfsemi hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á

þessum sjúklingum með catumaxomab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á

ávinningi/áhættu.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun catumaxomab á meðgöngu. Fyrirliggjandi

upplýsingar úr dýrarannsóknum nægja ekki til að segja fyrir um eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Removab er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu eða handa konum sem ekki nota getnaðarvarnir

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort catumaxomab/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu

fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar

fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið

meðferð með Removab.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif catumaxomab á frjósemi.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Removab hefur lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Sjúklingum sem finna fyrir innrennslistengdum einkennum skyldi ráðlagt að hvorki aka né nota vélar

fyrr en einkennin dvína.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Þær aukaverkanir sem fram koma hér á eftir eru úr samþættri öryggisgreiningu á 12 klínískum

rannsóknum. 728 sjúklingar fengu catumaxomab í kviðarhol, 293 sjúklingar sem 6 klst. innrennsli og

435 sjúklingar sem 3 klst. innrennsli.

Heildaröryggisupplýsingar varðandi Removab greina frá einkennum tengdum frumuboðalosun og

einkennum frá meltingarfærum.

Einkenni tengd frumuboðalosun: SIRS, hugsanlega lífshættuleg samsetning hraðtakts, hita og/eða

mæði, getur þróast innan sólarhrings eftir innrennsli með catumaxomab, og lagast við einkennamiðaða

meðferð. Mjög oft var tilkynnt um önnur einkenni tengd frumuboðalosun, svo sem hita, kuldahroll,

ógleði og uppköst á CTCAE stigi 1 og 2 (US National Cancer Institute, útgáfa 4,0). Þessi einkenni

endurspegla virknihátt catumaxomab og eru almennt algjörlega afturkræf.

Einkenni frá meltingarfærum svo sem kviðverkur, ógleði, uppköst og niðurgangur eru mjög algeng og

koma oftast fram á CTCAE stigi 1 eða 2, en komu einnig fram á hærri stigum og svara fullnægjandi

einkennamiðaðri meðferð.

Öryggi catumaxomab með 3 klst. innrennsli annars vegar og með 6 klst. innrennsli hins vegar, var

almennt sambærilegt hvað varðar eðli, tíðni og vægi. Vart varð við aukna tíðni tiltekinna aukaverkana

í tengslum við 3 klst. lyfjagjöf, svo sem kuldahroll og lágþrýsting (stig 1 / 2), niðurgang (öll stig) og

þreytu (stig 1 / 2).

Tafla yfir aukaverkanir

Í töflu 1 koma fram aukaverkanir flokkaðar eftir líffærakerfi. Tíðniflokkar eru skilgreindir á

eftirfarandi hátt: mjög algengar (

1/10), algengar (

1/100 til <1/10), sjaldgæfar (

1/1.000 til <1/100).

Tafla 1

Aukaverkanir sem tilkynnt var um hjá sjúklingum sem fengu meðferð með

catumaxomab

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Algengar

Sýking.

Sjaldgæfar

Herslisroðaþot*, búnaðartengd sýking*.

Blóð og eitlar

Algengar

Blóðleysi*, eitlafrumnafæð, hvítfrumnafjölgun í blóði,

daufkyrningafjölgun.

Sjaldgæfar

Blóðflagnafæð*, storkukvilli*.

Ónæmiskerfi

Algengar

Frumuboðalosunarheilkenni*, ofnæmi*.

Efnaskipti og næring

Algengar

Minnkuð matarlyst*/lystarstol, vessaþurrð*, kalíumlækkun,

blóðalbúmínlækkun, blóðnatríumlækkun*, blóðkalsíumlækkun*,

blóðpróteinskortur.

Geðræn vandamál

Algengar

Kvíði, svefnleysi.

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur, sundl.

Sjaldgæfar

Krampi*.

Eyru og völundarhús

Algengar

Svimi.

Hjarta

Algengar

Hraðtaktur*, svo sem sínushraðtaktur.

Æðar

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Algengar

Lágþrýstingur*, háþrýstingur*, roði í andliti.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar

Mæði*, fleiðruvökvi*, hósti.

Sjaldgæfar

Lungnasegarek*, vefildisskortur*.

Meltingarfæri

Mjög algengar

Kviðverkur*, ógleði*, uppköst*, niðurgangur*.

Algengar

Hægðatregða*, meltingartruflun, þensla í kvið, garnastífluvottur*,

vindgangur, magatruflanir, garnastífla*, vélindisbakflæði, munnþurrkur.

Sjaldgæfar

Blæðing frá meltingarfærum*, stífla í meltingarvegi*.

Lifur og gall

Algengar

Gallrásarbólga*, gallrauðadreyri.

Húð og undirhúð

Algengar

Útbrot*, roðaþot*, ofsvitnun, kláði.

Sjaldgæfar

Húðviðbrögð*, ofnæmishúðbólga*

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar

Bakverkur, vöðvaþrautir, liðverkir.

Nýru og þvagfæri

Algengar

Prótínmiga.

Sjaldgæfar

Bráð nýrnabilun*.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar

Sótthiti*, þreyta*, kuldahrollur*.

Algengar

Verkir, þróttleysi*, bólgusvörunarheilkenni*, bjúgur, þar með talinn

útlimabjúgur*, almennur heilsubrestur*, brjóstverkur, sjúkdómar sem

líkjast inflúensu, vanlíðan*, roði kringum legg,

Sjaldgæfar

Rennsli lyfsins í vefi*, bólga á íkomustað*.

* var einnig skráð sem alvarlegar aukaverkanir.

Undirstrikað: sjá kafla „Lýsing á völdum aukaverkunum“

Lýsing á völdum aukaverkunum

Eftirfarandi skilgreiningar CTCAE viðmiðana US National Cancer Institute (útgáfa 4.0) eru notaðar:

CTCAE stig 1 = vægt, CTCAE stig 2 = miðlungs, CTCAE stig 3 = alvarlegt, CTCAE stig 4 =

lífshættulegt.

Einkenni tengd losun frumuboða á hærra stigi

Hjá 5,1 % sjúklinga náði sótthiti CTCAE stigi 3 og eins var með frumuboðalosunarheilkenni (1,0%),

kuldahroll (0,8 %), ógleði (3,4%), uppköst (4,4%), mæði (1,6%) og lág-/háþrýsting (2,1% / 0,8%).

Tilkynnt var um mæði hjá einum sjúklingi (0,1%) og lágþrýsting hjá 3 sjúklingum (0,4%) á CTCAE

stigi 4. Unnt er að fyrirbyggja eða bæta úr einkennum um verki og sótthita með forlyfjagjöf (sjá

kafla 4.2 og 4.4).

Bólgusótt (SIRS)

Hjá 3,8% sjúklinga komu fram einkenni um bólgusótt innan 24 klst. eftir innrennsli catumaxomab.

Vart varð við CTCAE stig 4 hjá 3 sjúklingum (0,4%). Þessar aukaverkanir hjöðnuðu þegar einkennin

voru meðhöndluð.

Kviðverkur

Hjá 43,7% sjúklinga var kviðverkur skráður sem aukaverkun og náði stigi 3 hjá 8,2% sjúklinga en

hann hjaðnaði þegar einkennin voru meðhöndluð.

Lifrarensím

Tímabundin aukning lifrarensíma kom oft fram eftir lyfjagjöf með catumaxomab. Almennt skiptu

breytingar í rannsóknastofugildum ekki klínískt máli og náðu yfirleitt aftur upphafsgildum að meðferð

lokinni.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Frekari sjúkdómsgreining eða meðferð er því aðeins nauðsynleg ef klínískt mikilvæg eða varanleg

aukning kemur fram.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að

tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun. Sjúklingar sem fengu stærri skammt af catumaxomab

en ráðlagt hafði verið fengu alvarlegri (stig 3) aukaverkanir.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Æxlishemjandi lyf, einstofna mótefni, ATC flokkur: L01XC09.

Verkunarháttur

Catumaxomab er þríverkandi rottu- og músablendings einklóna mótefni sem sérstaklega er beint gegn

viðloðunarsameind þekjuvefsfrumna (EpCAM) og CD3 mótenfavaka.

Ofuráhersla er lögð á EpCAM CD3 mótefnavakann í tengslum við krabbamein (Tafla 2). CD3 er tjáð

á fullþroska t-frumum sem hluti af t-frumuviðtaka. Þriðja virknibindisvæði mótefnaviðtaka Fc-hluta

(Fc-region) catumaxomab gerir mögulega milliverkun við aukalegar ónæmisfrumur fyrir tilstilli Fc

viðtaka.

Vegna bindingareiginleika catumaxomab komast æxlisfrumur, t-frumur og ónæmisfrumur í mikið

návígi. Með því móti er komið af stað samtaka ónæmissvörun gegn æxlisfrumum, að meðtöldum

margvíslegum verkunarháttum, svo sem virkjun t-frumna, mótefnaháðri frumumiðlaðri

frumueiturvirkni (ADCC), þáttaháðri frumueiturvirkni (CDC) og agnaáti. Þetta veldur eyðingu

æxlisfrumna.

Tafla 2

Tjáning EpCAM í flestum viðkomandi tegundum krabbameina sem valda skinuholsvökva

Útgefin gögn

Afturskyggn gögn úr

rannsókn

IP-CAT-AC-03

Tegund krabbameins

Hlutfall æxla sem tjá

EpCAM

Hlutfall jákvæðs

EpCAM útflæðis

Hlutfall jákvæðs

EpCAM útflæðis

Eggjastokka-

90-92

79-100

Maga-

75-100

Ristil-

87-100

Bris-

83-100

Brjósta-

45*-81

71-100

Legslímu-

*= bleðilkrabbamein (lobular breast cancer)

Lyfhrif

Sýnt hefur verið fram á virkni catumaxomab gegn æxlum, bæði

in vitro

in vivo

. Catumaxomab

reyndist árangursríkt við eyðingu æxlisfrumna

in vitro,

bæði hvað varðar markfrumur með lága og háa

tjáningu EpCAM mótefnavakans, óháð tegund upphaflegs æxlis. Virkni catumaxomab gegn æxlum

in

vivo

var staðfest í ónæmisfræðilega veiku músarlíkani með æxli í eggjastokkum, þar sem

æxlisþróuninni var seinkað með catumaxomab meðferð í kviðarhol og útlægum einkjarna blóðfrumum

úr mönnum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Verkun

Sýnt var fram á virkni catumaxomab í tveimur III-fasa klínískum rannsóknum. Ekki hafa aðrir

sjúklingar en hvítir einstaklingar verið teknir með í klínískum rannsóknum.

IP-REM-AC-01

Tveggja arma, slembiröðuð, opin klínísk II/III-fasa lykilrannsókn á 258 sjúklingum sem voru með

illkynja skinuholsvökva ásamt einkennum vegna EpCAM jákvæðs krabbameins og af þeim voru 170

valdir af handahófi til catumaxomab meðferðar í slembiraðaða hluta rannsóknarinnar. Í þessari

rannsókn var ástunga að viðbættu catumaxomab borin saman við ástungu eina sér

(samanburðarhópur).

Catumaxomab var notað handa sjúklingum þar sem hefðbundin meðferð var ekki í boði eða ekki

lengur ákvjósanleg og þátttaka bundin þeim sem voru að lágmarki með Karlofsky hæfnisstöðuna 60.

Catumaxomab var gefið sem fjögur innrennsli í kviðarhol í stækkuðum skömmtum sem nam 10, 20,

50 og 150 míkrógrömmum á dögum 0, 3, 7 og 10 (sjá kafla 4.2). Í meginrannsókninni IP-REM-AC-01

voru 98,1 % sjúklinganna lagðir inn í 11 daga að miðgildi.

Í þessari rannsókn var megin endapunktur til að sýna virkni lifun án ástungu, sem var samþættur

endapunktur skilgreindur sem tíminn þegar fyrsta þörf fyrir ástungumeðferð vegna skinuholsvökva

kom fram eða dauði, hvort sem kom fyrr. Niðurstöður hvað varðar lifun án ástungu og tímann fram að

fyrstu þörf fyrir ástungumeðferð vegna skinuholsvökva, með tilliti til miðgildis og áhættuhlutfalls,

koma fram á töflu 3. Kaplan Meier mat á tíma fram að fyrstu þörf fyrir ástungu vegna skinuholsvökva

koma fram á mynd 1.

Tafla 3

Verkunarniðurstöður (lifun án ástungu og tími fram að fyrstu þörf fyrir

ástungumeðferð

vegna skinuholsvökva) úr IP-REM-AC-01 rannsókninni

Breyta

Ástunga + catumaxomab

(N=170)

Ástunga (samanburður)

(N=88)

Lifun án ástungu

Miðgildi lifunar án ástungu (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[31; 49]

[9; 16]

p-gildi

(log-rank próf)

< 0,0001

Áhættuhlutfall (HR)

0,310

95% CI fyrir HR

[0,228; 0,423]

Tími fram að fyristu þörf fyrir ástungumeðferð vegna skinuholsvökva

Miðgildi tíma fram að fyrstu þörf fyrir

ástungumeðferð vegna skinuholsvökva

(dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[62;104]

[9; 17]

p-gildi

(log-rank próf)

< 0,0001

Áhættuhlutfall (HR)

0,169

95% CI fyrir HR

[0,114; 0,251]

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Mynd 1

Kaplan-Meier mat á tíma fram að fyrstu þörf fyrir ástungumeðferð vegna

skinuholsvökva úr rannsókn IP-REM-AC-01

Metnar líkur á lifun án ástungu (%)

Tími (dagar) fram að atviki

Meðferð:

Catumaxomab (N=170)

samanburður (N=88)

N: fjöldi sjúklinga í meðferðarhóp.

Verkun meðferðar við illkynja skinuholsvökva af völdum EpCAM jákvæðs krabbameins með ástungu

og catumaxomab skilaði tölfræðilega marktækt meiri árangri en meðferðin með ástungu einni saman,

þegar átt er við lifun án ástungu og tímann þegar fyrst kemur fram þörf á læknismeðferð með ástungu

vegna skinuholsvökva.

Eftir að rannsókn lauk var áfram haft eftirlit með sjúklingum til dánardags til að meta heildarlifun

(Tafla 4).

Tafla 4

Heildarlifun úr IP-REM-AC-01 rannsókninni í fasa að lokinni rannsókn

Ástunga + catumaxomab

(N=170)

Ástunga (samanburður)

(N=88)

Áhættuhlutfall (HR)

0,798

95% CI fyrir HR

[0,606; 1,051]

6 mánaða lifunarhlutfall

27,5%

17,1%

1 árs lifunarhlutfall

11,4%

2,6%

Miðgildi heildarlifunar (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[61; 98]

[54; 89]

p-gildi (log-rank próf)

0,1064

Alls 45 af 88 (51%) sjúklingum í samanburðararminum skiptu um hóp til þess að fá virka meðferð

með catumaxomab.

IP-CAT-AC-03

Þessi tveggja arma, slembiraðaða, opna IIIb-fasa rannsókn á 219 sjúklingum með krabbamein í

þekjuvef með illkynja skinuholsvökva með einkennum sem meðhöndla þurfti með ástungu, bar saman

þá sem fengu catumaxomab auk 25 mg prednísólóns sem lyfjaforgjöf og þá sem fengu catumaxomab

eitt og sér. Catumaxomab var gefið sem fjögur þriggja klukkustunda stöðug innrennsli í kviðarhol í

skömmtunum 10, 20, 50 og 150 míkrógrömm á dögum 0, 3, 7 og 10, í þessari röð, í báðum hópum.

Sjúklingahópurinn var sambærilegur við lykilrannsóknina.

Til þess að meta áhrif prednisólons lyfjaforgjafar á öryggi og verkun voru aðalendapunktur fyrir

öryggi „samanlögð öryggisstig“ (composite safety score) og aðalendapunktur fyrir verkun „lifun án

ástungu“ (puncture-fee survival) rannsakaðir.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Samanlögð öryggisstig lögðu mat á tíðni og alvarleika helstu þekktu aukaverkananna hita, ógleði,

uppkasta og kviðverkja í báðum meðferðahópum. Lyfjaforgjöf með prednisóloni dró ekki úr þessum

aukaverkunum.

Aðalendapunktur fyrir verkun, lifun án ástungu, var samsettur lokapunktur, skilgreindur sem tími fram

að þörf á meðferð með ástungu á skinuholsvökva eða andlát, hvort heldur bar fyrst að höndum

(jafngilt því sem fram kom í lykilrannsókninni).

Tafla 5

Verkunarniðurstöður (lifun án ástungu

-

og tíminn fram að fyrstu þörf á ástungu á

skinuholsvökva) í rannsókn IP-CAT-AC03

Breyta

Catumaxomab +

prednísóln

(N=111)

Catumaxomab

(N=108)

Samansafnaður

sjúklingahópur

(N=219)

Lifun án ástungu

Miðgildi lifunar án ástungu (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[23; 67]

[24; 61]

[26; 59]

p-gildi

(log-rank próf)

0,402

Áhættuhlutfall (HR) (catumaxomab

miðað við catumaxomab +

prednisólon)

1,130

95% CI fyrir HR

[0,845; 1,511]

Tíminn fram að fyrstu þörf á ástungu á skinuholsvökva

Miðgildi tíma fram að fyrstu þörf á

ástungu á skinuholsvökva (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[30; 223]

[69; 159]

[67; 155]

p-gildi

(log-rank próf)

0,599

Áhættuhlutfall (HR) (catumaxomab

miðað við catumaxomab +

prednisólon)

0,901

95% CI fyrir HR

[0,608; 1,335]

Heildarlifun (tafla 6) var metin sem aukaendapunktur fyrir verkun.

Tafla 6

Heildarlifun úr IP

-

CAT

-

AC

-

03 rannsókninni að lokinni rannsókn

Catumaxomab +

prednísóln

(N=111)

Catumaxomab

(N=108)

Samansafnaður

sjúklingahópur

(N=219)

Miðgildi heildarlifunar (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[97,0; 169,0]

[72,0; 126,0]

[82; 133]

p-gildi (log-rank próf)

0,186

Áhættuhlutfall (HR)

(catumaxomab miðað við

catumaxomab + prednísólon)

1,221

95% CI fyrir HR

[0,907; 1,645]

Mótefnamyndun

Íleiðsla músa- og rottumótefna úr mönnum (HAMAs/HARAs) er eðlislæg afleiðing einklóna músa- og

rottumótefna. Nýjustu upplýsingar um catumaxomab, fengnar úr meginrannsókninni sýna að aðeins

5,6% sjúklinga (7/124 sjúklinga) voru HAMA jákvæðir fyrir fjórða innrennslið. HAMA var til staðar

hjá 94% sjúklinga einum mánuði eftir síðasta innrennsli. Engar ofnæmissvaranir komu fram.

Sjúklingar sem fengu HAMA 8 dögum eftir catumaxomab meðferð fengu betri klíníska útkomu,

mælda með lifun án ástungu, tíma fram að næstu ástungu og heildarlifun, en HAMA-neikvæðir

sjúklingar.

Í frumathugun (feasibility study) þar sem lagt var mat á gjöf annarrar innrennslislotu í kviðarhol með

10, 20, 50 og 150 míkrógrömmum af catumaxomab hjá 8 sjúklingum með illkynja skinuholsvökva af

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

völdum krabbameins (IP-CAT-AC-04) greindist mótefni gegn lyfinu í öllum fáanlegum vökvasýnum

og blóðvökvasýnum við skimun. Sjúklingarnir voru áfram mótefna-jákvæðir meðan á meðferð og

eftirfylgni stóð. Þrátt fyrir að mótefni hafi verið fyrir hendi fengu allir sjúklingarnir öll 4

catumaxomab innrennslin. Miðgildi lifunartíma án ástungu var 47,5 dagar, miðgildi tíma fram að

fyrstu ástungu í meðferðarskyni 60,0 dagar og miðgildi heildarlifunar 406,5 dagar. Allir sjúklingarnir

fengu einkenni sem tengjast verkun catumaxomab og aukaverkanir voru í eðli sínu sambærilegar við

fyrstu meðferðarlotu í kviðarhol. Engin ofnæmisviðbrögð sáust.

5.2

Lyfjahvörf

Lyfjahvörf catumaxomab, meðan innrennsli stóðu yfir og eftir fjögur 10, 20, 50 og 150 míkrógramma

catumaxomab innrennsli, voru rannsökuð hjá 13 sjúklingum með einkenni illkynja skinuholsvökva af

völdum EpCAM jákvæðra krabbameina.

Breytileikinn milli sjúklinga var mikill. Margfeldismeðaltal C

í blóðvökva var um það bil 0,5 ng/ml

(á bilinu 0 til 2,3) og margfeldismeðaltal AUC í blóðvökva var um það bil 1,7 daga*ng/ml (á bilinu <

LLOQ (lægri magngreiningarmörk) til 13,5). Margfeldismeðaltal helmingunartíma brottfalls (t

) í

blóðvökva var u.þ.b. 2,5 dagar (á bilinu 0,7 til 17).

Catumaxomab kom fram í skinuholsvökva og í blóðvökva. Styrkurinn jókst í hlutfalli við fjölda skipta

innrennslis og þeirra skammta sem notaðir voru fyrir flesta sjúklinga. Styrkur í blóðvökva höfðu

tilhneigingu til að dvína eftir að þeir fengu hámarksskammt.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Lyfjagjöf með catumaxomab kallaði ekki fram nein merki um óeðlilega eða lyfjatengda bráðaeitrun né

heldur staðbundið óþol á stungu-/innrennslisstað í dýralíkönum. Þessar niðurstöður hafa samt sem

áður takmarkað gildi vegna hinnar miklu tegundartengdu sérhæfni catumaxomab.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni,

krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska hafa enn ekki verið framkvæmdar.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Natríumsítrat

Sítrínsýrueinhýdrat

Pólýsorbat 80

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3

Geymsluþol

2 ár

Eftir þynningu

Tilbúin lausn fyrir innrennsli er eðlis- og efnafræðilega stöðug í 48 klst. við 2 til 8°C og í 24 klst. við

hita sem er ekki hærri en 25°C. Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið tafarlaust. Ef lyfið er

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

ekki notað tafarlaust er geymslutími við notkun og skilyrði fyrir notkun á ábyrgð notanda og yfirleitt

ekki ekki lengri en 24 klst. við 2 til 8°C, nema þynning hafi farið fram undir ströngu eftirliti og í

sæfðu umhverfi.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C

8°C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5

Gerð íláts og innihald

0,1 ml af innrennslisþykkni, lausn í áfylltri sprautu (gler af gerð I, sílikonhúðað) með bullutappa

(brómóbútýlgúmmí) og luer-læsingu (sílikonhúðað polýprópýlen og pólýkarbonat) totuloki

(stýren-bútadíngúmmí) með dælu; pakkning með 1 einingu.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

Nauðsynleg efni og áhöld

Eftirfarandi hlutir eru nauðsynlegir fyrir þynningu og lyfjagjöf Removab þar sem Removab

samræmist aðeins þessum hlutum:

50 ml pólýprópýlen sprautur

pólýetýlen gegnflæðisslöngubúnaður, 1 mm að innra þvermáli og 150 cm að lengd

pólýkarbónat innrennslislokar/Y-tengingar

pólýúretan leggir, með eða án sílikonhúðar

Auk þess er þörf á eftirfarandi:

9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfi, lausn

gegnflæðismælingardæla

Leiðbeiningar um þynningu fyrir lyfjagjöf.

Removab skal undirbúið af heilbrigðisstarfmanni og með viðeigandi smitgátartækni.

Ytra borð áfylltrar sprautu er ekki sæft.

Í samræmi við skammtinn skal ná viðeigandi magni af natríumklóríð stungulyfi, lausn 9 mg/ml

(0,9%) upp í 50 ml sprautu (Tafla 7).

Hafa skal að minnsta kosti 3 ml loftstuðpúða til viðbótar í 50 ml sprautunni.

Fjarlægja skal totulokið af áfylltri Removab sprautunni og láta sprautuoddinn snúa upp.

Meðfylgjandi dælu skal festa við áfyllta Removab sprautuna. Nota skal nýja dælu fyrir hverja

sprautu.

Setja skal dælu áfylltu sprautunnar inn í opið á 50 ml gegnflæðissprautunni svo að nálin baðist í

natríumklóríð stungulyfi, lausn 9 mg/ml (0,9%) (Mynd 2).

Öllu innihaldi sprautunnar (Removab þykkni auk loftstuðpúða) úr áfylltri sprautunni skal

sprauta beint í natríumklóríð stungulyfi, lausn 9 mg/ml (0,9%).

EKKI SKAL draga bulluteininn til baka til að hreinsa áfyllta sprautu, svo að komast megi hjá

mengun og tryggja að réttu magni sé sprautað.

Loka skal 50 ml sprautunni með loki og hrista varlega til að blanda lausnina. Losa skal allar

loftbólur úr 50 ml sprautunni.

Límmiðann sem er á innri hlið Removab öskjunnar og á stendur „Þynnt Removab. Aðeins til

notkunar í kviðarhol.“ skal festa við 50 ml sprautuna sem hefur að geyma þynntu Removab

lausnina til innrennslis í kviðarhol. Þetta eru varúðarráðstafanir til að tryggja að Removab sé

aðeins gefið með innrennsli í kviðarhol.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Setja skal 50 ml sprautuna inn í innrennslisdæluna.

Tafla 7

Undirbúningur Removab lausnar fyrir innrennsli í kviðarhol

Fjöldi innrennsla

Skammtur

Fjöldi Removab áfylltra sprauta

Heildar-

rúmmál

Removab

innrennslis-

þykknis,

lausnar

9 mg/ml

(0,9%)

Natríum

klóríðlausn til

inndælingar

Endanlegt

rúmmál fyrir

lyfjagjöf

10 míkrógrömm,

áfyllt sprauta

50 míkrógrömm,

áfyllt sprauta

1. innrennsli

10 míkrógrömm

0,1 ml

10 ml

10,1 ml

2. innrennsli

20 míkrógrömm

0,2 ml

20 ml

20,2 ml

3. innrennsli

50 míkrógrömm

0,5 ml

49,5 ml

50 ml

4. innrennsli

150 míkrógrömm

1,5 ml

48,5 ml

50 ml

Mynd 2

Skýringarmynd af flutningi Removab úr áfylltri sprautu í 50 ml sprautuna

Áfyllt sprauta

Loftstuðpúði

Removab lausn

Loftstuðpúði

Natríum klóríð 9 mg/ml (0,9%)

50 ml sprauta

Lyfjagjöf

Legg fyrir lyfjagjöf í kviðarhol á að setja inn með aðstoð ómtækis í umsjón læknis með reynslu af

framkvæmd lyfjagjafar í kviðarhol. Leggurinn er notaður fyrir frárennsli skinuholsvökva og innrennsli

þynnts Removab og natríumklóríðlausnar 9 mg/ml (0,9%) lausnar. Mælt er með því að leggurinn sé

kyrr í kviðarholinu meðan á meðferðartímanum í heild stendur. Hann má fjarlægja daginn eftir síðasta

innrennsli.

Fyrir hverja Removab lyfjagjöf verður að láta skinuholsvökvann renna burt, í það minnsta þar til

vökvinn hættir að renna af sjálfsdáðum eða einkennin hætta (sjá kafla 4.4). Eftir það skal gefa

innrennsli með 500 ml af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir hverja lyfjagjöf með Removab til

að hjálpa til við dreifingu mótefnisins í kviðarholi.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Removab skal gefa í kviðarhol með innrennslistíma sem nemur minnst 3 klst. með stöðugu

innrennslisdælingarkerfi eins og hér segir:

Setjið 50 ml sprautuna með þynntri Removab innrennslislausninni í mælingardæluna.

Fyllið á tengdan gegnflæðisslöngubúnað á mælingardælunni með þynntri Removab

innrennslislausninni. Nota verður gegnflæðisslöngu með innra þvermál 1 mm og af lengdinni

150 cm.

Tengið gegnflæðisslönguna við Y-tengið.

Samtímis hverri notkun Removab skal gefa innrennsli með 250 ml af 9 mg/ml (0,9%)

natríumklóríðlausn með innrennslisventli/Y-tengi í gegnflæðisleiðslu leggjarins.

Stillið dæluhraðann til samræmis við það rúmmál lyfs sem gefa á og tilætlaðan innrennslistíma.

Þegar 50 ml sprautan með þynntu Removab innrennslislausninni er tóm skal skipta henni út

fyrir 50 ml sprautu með 20 ml af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð, stungulyf, lausn, þar til

tilætluðum innrennslistíma er lokið til að hreinsa út það sem eftir er í gegnflæðisleiðslunni

(u.þ.b. 2 ml) við óbreyttar aðstæður. Fleygja má því 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfi,

lausn sem eftir er.

Haldið leggnum lokuðum fram að næsta innrennsli.

Daginn eftir að síðasta innrennslið hefur farið fram þarf að framkalla frárennsli þar til vökvinn

hættir að renna af sjálfsdáðum. Að því loknu má fjarlægja legginn.

Mynd 3

Skýringaryfirlit um innrennsliskerfið

1

250 ml Natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%)

2

Removab lausn fyrir innrennsli í kviðarhol

3

Gegnflæðisslöngur (1 mm að innra þvermáli, 150 cm að lengd)

4

Innrennslisventill

5

Gegnflæðisleiðsla

6

Leggur

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/512/001

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20 apríl 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18 desember 2013

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

1.

HEITI LYFS

Removab 50 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

2.

INNIHALDSLÝSING

Ein áfyllt sprauta inniheldur 50 míkrógrömm af catumaxomab* í 0,5 ml lausn sem samsvarar

0,1 mg/ml.

*rottu-músar-blendings IgG2 einklóna mótefni framleitt í rottu-músar-blendings-blendingsfrumu

(hybridoma) frumulínu

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Innrennslisþykkni, lausn.

Tær og litlaus lausn.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Removab er ætlað til meðferðar í kviðarholi á illkynja skinuholsvökva hjá fullorðnum sjúklingum með

EpCAM jákvætt krabbamein þar sem stöðluð meðferð er ekki fyrir hendi eða þykir ekki lengur

ákjósanlegur valkostur.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Removab verður að gefa undir umsjón læknis sem hefur reynslu af notkun æxlishemjandi lyfja.

Skammtar

Áður en innrennsli í kviðarhol á sér stað er mælt með forgjöf

verkjastillandi/hitalækkandi/bólgueyðandi (ekki stera) lyfja (sjá kafla 4.4).

Removab skammtaáætlunin felur í sér fjögur skipti innrennslis í kviðarhol skv. eftirfarandi

upptalningu:

1. skammtur

10 míkrógrömm á degi 0

2. skammtur

20 míkrógrömm á degi 3

3. skammtur

50 míkrógrömm á degi 7

4. skammtur

150 míkrógrömm á degi 10

Removab þarf að gefa með innrennsli í kviðarhol með stöðugum hraða í lágmark 3 klukkustundir. Í

klínískum rannsóknum voru rannsökuð innrennsli sem tóku 3 klukkustundir og 6 klukkustundir. Íhuga

má að gefa fyrstu fjóra skammtana með 6 klukkustunda innrennsli ef heilsa sjúklings leyfir.

Að minnsta kosti tveir almanaksdagar án innrennslis verða að líða milli innrennslisdaga. Hlé á milli

innrennsla má lengja komi fram marktækar aukaverkanir. Meðferðartíminn í heild ætti ekki að vera

lengri en 20 dagar.

Eftirlit

Mælt er með nánu eftirliti með sjúklingi eftir að innrennsli með Removab lýkur. Í lykilrannsókninni

var haft eftirlit með sjúklingum í 24 klst. eftir hvert innrennsli.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Sjúklingar með meira en miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi og/eða með meinvörp í meira en

70% lifrar og/eða segamyndun/stíflu í portæð, hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á slíkum

sjúklingum með catumaxomab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á ávinningi/áhættu (sjá

kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi

Sjúklingar með meira en væga skerðingu á nýrnastarfsemi hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á

slíkum sjúklingum með catumaxomab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á

ávinningi/áhættu (sjá kafla 4.4).

Börn

Notkun Removab á ekki við hjá börnum við samþykkta ábendingu.

Lyfjagjöf

Removab á

aðeins

að gefa

sem innrennsli í kviðarhol

Removab

má hvorki

gefa í kviðarhol sem staka skammta né heldur með annarri íkomuleið.

Sjá upplýsingar um gegnflæðikerfi sem skal nota í kafla 4.4.

Varúðarráðstafanir sem þarf að gera áður en lyfið er gefið

Fyrir lyfjagjöf skal þynna Removab innrennslisþykkni með 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfi,

lausn. Þynnta lausnina skal svo gefa sem innrennsli í kviðarhol með stöðugu innrennsli og viðeigandi

dælingarkerfi.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ofnæmi fyrir músa- og/eða rottupróteinum.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Removab

má ekki

gefa sem staka skammta eða með annarri íkomuleið en í kviðarhol.

Einkenni tengd frumuboðalosun

Þegar bólgumyndandi og frumudrepandi frumuboðar losna fyrir tilstuðlan bindingar catumaxomab við

ónæmis- og æxlisfrumur, hefur mjög oft verið tilkynnt um klínísk einkenni sem tengjast frumuboðum

svo sem hita, ógleði, uppköst og kuldahroll á meðan Removab lyfjagjöf varir og eftir að henni lýkur

(sjá kafla 4.8). Mæði og lág-/háþrýstingur koma oft fram. Í klínískum rannsóknum á sjúklingum með

illkynja skinuholsvökva var 1.000 mg parasetamól gefið reglulega í bláæð áður en Removab

innrennsli hófst til að stilla verki og sótthita. Þrátt fyrir þessa forlyfjagjöf fundu sjúklingar fyrir

aukaverkunum sem lýst er hér að framan í allt að 3. gráðu samkvæmt Algengum hugtökum um viðmið

aukaverkana (CTCAE) hjá US National Cancer Institute, útgáfu 3.0. Mælt er með annarri eða

aukalegri forlyfjagjöf verkjastillandi/hitalækkandi/bólgueyðandi (án stera) lyfja.

Bólgusótt (SIRS) sem einnig getur oft komið fram fyrir tilstilli verkunarháttar catumaxomab, þróast

almennt innan 24 klukkustunda eftir Removab innrennsli, með einkennum svo sem sótthita, hraðtakti,

hraðöndun og hvítfrumnafjölgun í blóði (sjá kafla 4.8). Til að draga úr áhættu skal veita hefðbundna

meðferð eða forlyfjagjöf, t.d. með verkjastillandi/hitalækkandi/bólgueyðandi (án stera) lyfjum.

Kviðverkur

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Oft var tilkynnt um kviðverk sem aukaverkun. Þessi skammvinnu áhrif eru að hluta til talin afleiðing

lyfjagjafar í kviðarhol.

Hæfnisstaða og BMI

Sterk hæfnisstaða í formi líkamsmassastuðuls (Body Mass Index (BMI) >17 (skal metin eftir

frárennsli skinuholsvökva) og Karnofsky stuðuls (Karnofsky Index) >60, er forsenda fyrir Removab

meðferð.

Bráðar sýkingar

Séu til staðar þættir sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, einkum bráðar sýkingar, er ekki mælt með

Removab lyfjagjöf.

Frárennsli skinuholsvökva

Viðeigandi læknisfræðileg stjórnun á frárennsli skinuholsvökva er forsenda Removab meðferðar til

þess að tryggja stöðuga starfsemi blóðrásar og nýrna. Þetta á í það minnsta að fela í sér frárennsli

skinuholsvökva þar til lekinn kemur ekki lengur sjálfkrafa eða þar til einkenni hverfa, og ef við á,

uppbótarmeðferð til stuðnings með krystallslíki og/eða kvoðulausn.

Sjúklingar með blóðjafnvægisskort, bjúg eða blóðpróteinskort

Meta skal blóðmagn, prótín í blóði, blóðþrýsting, púls og nýrnastarfsemi fyrir hvert innrennsli með

Removab.

Ráða verður bót á ástandi svo sem blóðþurrð, blóðpróteinskorti, lágþrýstingi,

blóðrásarbilun og bráðri skerðingu á starfsemi nýrna fyrir hvert Removab innrennsli.

Skert lifrarstarfsemi eða segamyndun/stíflun portæðar

Sjúklingar með meira en miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi, og/eða með meinvörp í meira en

70% lifrar og/eða segamyndun/stíflun portæðar hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á þessum

sjúklingum með Removab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á ávinningi/áhættu.

Skert nýrnastarfsemi

Sjúklingar með meira en væga skerðingu á nýrnastarfsemi hafa ekki verið rannsakaðir. Meðferð á

þessum sjúklingum með catumaxomab kemur því aðeins til greina eftir nákvæmt mat á

ávinningi/áhættu.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun catumaxomab á meðgöngu. Fyrirliggjandi

upplýsingar úr dýrarannsóknum nægja ekki til að segja fyrir um eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Removab er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu eða handa konum sem ekki nota getnaðarvarnir.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort catumaxomab/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu

fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar

fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið

meðferð með Removab.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif catumaxomab á frjósemi.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Removab hefur lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Sjúklingum sem finna fyrir innrennslistengdum einkennum skyldi ráðlagt að hvorki aka né nota vélar

fyrr en einkennin dvína.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Þær aukaverkanir sem fram koma hér á eftir eru úr samþættri öryggisgreiningu á 12 klínískum

rannsóknum. 728 sjúklingar fengu catumaxomab í kviðarhol, 293 sjúklingar sem 6 klst. innrennsli og

435 sjúklingar sem 3 klst. innrennsli.

Heildaröryggisupplýsingar varðandi Removab greina frá einkennum tengdum frumuboðalosun og

einkennum frá meltingarfærum.

Einkenni tengd frumuboðalosun: SIRS, hugsanlega lífshættuleg samsetning hraðtakts, hita og/eða

mæði, getur þróast innan sólarhrings eftir innrennsli með catumaxomab, og lagast við einkennamiðaða

meðferð. Mjög oft var tilkynnt um önnur einkenni tengd frumuboðalosun, svo sem hita, kuldahroll,

ógleði og uppköst á CTCAE stigi 1 og 2 (US National Cancer Institute, útgáfa 4,0). Þessi einkenni

endurspegla virknihátt catumaxomab og eru almennt algjörlega afturkræf.

Einkenni frá meltingarfærum svo sem kviðverkur, ógleði, uppköst og niðurgangur eru mjög algeng og

koma oftast fram á CTCAE stigi 1 eða 2, en komu einnig fram á hærri stigum og svara fullnægjandi

einkennamiðaðri meðferð.

Öryggi catumaxomab með 3 klst. innrennsli annars vegar og með 6 klst. innrennsli hins vegar, var

almennt sambærilegt hvað varðar eðli, tíðni og vægi. Vart varð við aukna tíðni tiltekinna aukaverkana

í tengslum við 3 klst. lyfjagjöf, svo sem kuldahroll og lágþrýsting (stig 1 / 2), niðurgang (öll stig) og

þreytu (stig 1 / 2).

Tafla yfir aukaverkanir

Í töflu 1 koma fram aukaverkanir flokkaðar eftir líffærakerfi. Tíðniflokkar eru skilgreindir á

eftirfarandi hátt: mjög algengar (

1/10), algengar (

1/100 til <1/10), sjaldgæfar (

1/1.000 til <1/100).

Tafla 1

Aukaverkanir sem tilkynnt var um hjá sjúklingum sem fengu meðferð með

catumaxomab

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Algengar

Sýking.

Sjaldgæfar

Herslisroðaþot*, búnaðartengd sýking*.

Blóð og eitlar

Algengar

Blóðleysi*, eitlafrumnafæð, hvítfrumnafjölgun í blóði,

daufkyrningafjölgun.

Sjaldgæfar

Blóðflagnafæð*, storkukvilli*.

Ónæmiskerfi

Algengar

Frumuboðalosunarheilkenni*, ofnæmi*.

Efnaskipti og næring

Algengar

Minnkuð matarlyst*/lystarstol, vessaþurrð*, kalíumlækkun,

blóðalbúmínlækkun, blóðnatríumlækkun*, blóðkalsíumlækkun*,

blóðpróteinskortur.

Geðræn vandamál

Algengar

Kvíði, svefnleysi.

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur, sundl.

Sjaldgæfar

Krampi*.

Eyru og völundarhús

Algengar

Svimi.

Hjarta

Algengar

Hraðtaktur*, svo sem sínushraðtaktur.

Æðar

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Algengar

Lágþrýstingur*, háþrýstingur*, roði í andliti.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar

Mæði*, fleiðruvökvi*, hósti.

Sjaldgæfar

Lungnasegarek*, vefildisskortur*.

Meltingarfæri

Mjög algengar

Kviðverkur*, ógleði*, uppköst*, niðurgangur*.

Algengar

Hægðatregða*, meltingartruflun, þensla í kvið, garnastífluvottur*,

vindgangur, magatruflanir, garnastífla*, vélindisbakflæði, munnþurrkur.

Sjaldgæfar

Blæðing frá meltingarfærum*, stífla í meltingarvegi*.

Lifur og gall

Algengar

Gallrásarbólga*, gallrauðadreyri.

Húð og undirhúð

Algengar

Útbrot*, roðaþot*, ofsvitnun, kláði.

Sjaldgæfar

Húðviðbrögð*, ofnæmishúðbólga*

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar

Bakverkur, vöðvaþrautir, liðverkir.

Nýru og þvagfæri

Algengar

Prótínmiga.

Sjaldgæfar

Bráð nýrnabilun*.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar

Sótthiti*, þreyta*, kuldahrollur*.

Algengar

Verkir, þróttleysi*, bólgusvörunarheilkenni*, bjúgur, þar með talinn

útlimabjúgur*, almennur heilsubrestur*, brjóstverkur, sjúkdómar sem

líkjast inflúensu, vanlíðan*, roði kringum legg,

Sjaldgæfar

Rennsli lyfsins í vefi*, bólga á íkomustað*.

* var einnig skráð sem alvarlegar aukaverkanir.

Undirstrikað: sjá kafla „Lýsing á völdum aukaverkunum“

Lýsing á völdum aukaverkunum

Eftirfarandi skilgreiningar CTCAE viðmiðana US National Cancer Institute (útgáfa 4.0) eru notaðar:

CTCAE stig 1 = vægt, CTCAE stig 2 = miðlungs, CTCAE stig 3 = alvarlegt, CTCAE stig 4 =

lífshættulegt.

Einkenni tengd losun frumuboða á hærra stigi

Hjá 5,1 % sjúklinga náði sótthiti CTCAE stigi 3 og eins var með frumuboðalosunarheilkenni (1,0%),

kuldahroll (0,8 %), ógleði (3,4%), uppköst (4,4%), mæði (1,6%) og lág-/háþrýsting (2,1% / 0,8%).

Tilkynnt var um mæði hjá einum sjúklingi (0,1%) og lágþrýsting hjá 3 sjúklingum (0,4%) á CTCAE

stigi 4. Unnt er að fyrirbyggja eða bæta úr einkennum um verki og sótthita með forlyfjagjöf (sjá

kafla 4.2 og 4.4).

Bólgusótt (SIRS)

Hjá 3,8% sjúklinga komu fram einkenni um bólgusótt innan 24 klst. eftir innrennsli catumaxomab.

Vart varð við CTCAE stig 4 hjá 3 sjúklingum (0,4%). Þessar aukaverkanir hjöðnuðu þegar einkennin

voru meðhöndluð.

Kviðverkur

Hjá 43,7% sjúklinga var kviðverkur skráður sem aukaverkun og náði stigi 3 hjá 8,2% sjúklinga en

hann hjaðnaði þegar einkennin voru meðhöndluð.

Lifrarensím

Tímabundin aukning lifrarensíma kom oft fram eftir lyfjagjöf með catumaxomab. Almennt skiptu

breytingar í rannsóknastofugildum ekki klínískt máli og náðu yfirleitt aftur upphafsgildum að meðferð

lokinni.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Frekari sjúkdómsgreining eða meðferð er því aðeins nauðsynleg ef klínískt mikilvæg eða varanleg

aukning kemur fram.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að

tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun. Sjúklingar sem fengu stærri skammt af catumaxomab

en ráðlagt hafði verið fengu alvarlegri (stig 3) aukaverkanir.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Æxlishemjandi lyf, einstofna mótefni, ATC flokkur: L01XC09.

Verkunarháttur

Catumaxomab er þríverkandi rottu- og músablendings einklóna mótefni sem sérstaklega er beint gegn

viðloðunarsameind þekjuvefsfrumna (EpCAM) og CD3 mótenfavaka.

Ofuráhersla er lögð á EpCAM CD3 mótefnavakann í tengslum við krabbamein (Tafla 2). CD3 er tjáð

á fullþroska t-frumum sem hluti af t-frumuviðtaka. Þriðja virknibindisvæði mótefnaviðtaka Fc-hluta

(Fc-region) catumaxomab gerir mögulega milliverkun við aukalegar ónæmisfrumur fyrir tilstilli Fc

viðtaka.

Vegna bindingareiginleika catumaxomab komast æxlisfrumur, t-frumur og ónæmisfrumur í mikið

návígi. Með því móti er komið af stað samtaka ónæmissvörun gegn æxlisfrumum, að meðtöldum

margvíslegum verkunarháttum, svo sem virkjun t-frumna, mótefnaháðri frumumiðlaðri

frumueiturvirkni (ADCC), þáttaháðri frumueiturvirkni (CDC) og agnaáti. Þetta veldur eyðingu

æxlisfrumna.

Tafla 2

Tjáning EpCAM í flestum viðkomandi tegundum krabbameina sem valda skinuholsvökva

Útgefin gögn

Afturskyggn gögn úr

rannsókn

IP-CAT-AC-03

Tegund krabbameins

Hlutfall æxla sem tjá

EpCAM

Hlutfall jákvæðs

EpCAM útflæðis

Hlutfall jákvæðs

EpCAM útflæðis

Eggjastokka-

90-92

79-100

Maga-

75-100

Ristil-

87-100

Bris-

83-100

Brjósta-

45*-81

71-100

Legslímu-

*= bleðilkrabbamein (lobular breast cancer)

Lyfhrif

Sýnt hefur verið fram á virkni catumaxomab gegn æxlum, bæði

in vitro

in vivo

. Catumaxomab

reyndist árangursríkt við eyðingu æxlisfrumna

in vitro,

bæði hvað varðar markfrumur með lága og háa

tjáningu EpCAM mótefnavakans, óháð tegund upphaflegs æxlis. Virkni catumaxomab gegn æxlum

in

vivo

var staðfest í ónæmisfræðilega veiku músarlíkani með æxli í eggjastokkum, þar sem

æxlisþróuninni var seinkað með catumaxomab meðferð í kviðarhol og útlægum einkjarna blóðfrumum

úr mönnum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Verkun

Sýnt var fram á virkni catumaxomab í tveimur III-fasa klínískum rannsóknum. Ekki hafa aðrir

sjúklingar en hvítir einstaklingar verið teknir með í klínískum rannsóknum.

IP-REM-AC-01

Tveggja arma, slembiröðuð, opin klínísk II/III-fasa lykilrannsókn á 258 sjúklingum sem voru með

illkynja skinuholsvökva ásamt einkennum vegna EpCAM jákvæðs krabbameins og af þeim voru 170

valdir af handahófi til catumaxomab meðferðar í slembiraðaða hluta rannsóknarinnar. Í þessari

rannsókn var ástunga að viðbættu catumaxomab borin saman við ástungu eina sér

(samanburðarhópur).

Catumaxomab var notað handa sjúklingum þar sem hefðbundin meðferð var ekki í boði eða ekki

lengur ákvjósanleg og þátttaka bundin þeim sem voru að lágmarki með Karlofsky hæfnisstöðuna 60.

Catumaxomab var gefið sem fjögur innrennsli í kviðarhol í stækkuðum skömmtum sem nam 10, 20,

50 og 150 míkrógrömmum á dögum 0, 3, 7 og 10 (sjá kafla 4.2). Í meginrannsókninni IP-REM-AC-01

voru 98,1 % sjúklinganna lagðir inn í 11 daga að miðgildi.

Í þessari rannsókn var megin endapunktur til að sýna virkni lifun án ástungu, sem var samþættur

endapunktur skilgreindur sem tíminn þegar fyrsta þörf fyrir ástungumeðferð vegna skinuholsvökva

kom fram eða dauði, hvort sem kom fyrr. Niðurstöður hvað varðar lifun án ástungu og tímann fram að

fyrstu þörf fyrir ástungumeðferð vegna skinuholsvökva, með tilliti til miðgildis og áhættuhlutfalls,

koma fram á töflu 3. Kaplan Meier mat á tíma fram að fyrstu þörf fyrir ástungu vegna skinuholsvökva

koma fram á mynd 1.

Tafla 3

Verkunarniðurstöður (lifun án ástungu og tími fram að fyrstu þörf fyrir

ástungumeðferð

vegna skinuholsvökva) úr IP-REM-AC-01 rannsókninni

Breyta

Ástunga + catumaxomab

(N=170)

Ástunga (samanburður)

(N=88)

Lifun án ástungu

Miðgildi lifunar án ástungu (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[31; 49]

[9; 16]

p-gildi

(log-rank próf)

< 0,0001

Áhættuhlutfall (HR)

0,310

95% CI fyrir HR

[0,228; 0,423]

Tími fram að fyristu þörf fyrir ástungumeðferð vegna skinuholsvökva

Miðgildi tíma fram að fyrstu þörf fyrir

ástungumeðferð vegna skinuholsvökva

(dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[62;104]

[9; 17]

p-gildi

(log-rank próf)

< 0,0001

Áhættuhlutfall (HR)

0,169

95% CI fyrir HR

[0,114; 0,251]

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Mynd 1

Kaplan-Meier mat á tíma fram að fyrstu þörf fyrir ástungumeðferð vegna

skinuholsvökva úr rannsókn IP-REM-AC-01

Metnar líkur á lifun án ástungu (%)

Tími (dagar) fram að atviki

Meðferð:

Catumaxomab (N=170)

samanburður (N=88)

N: fjöldi sjúklinga í meðferðarhóp.

Verkun meðferðar við illkynja skinuholsvökva af völdum EpCAM jákvæðs krabbameins með ástungu

og catumaxomab skilaði tölfræðilega marktækt meiri árangri en meðferðin með ástungu einni saman,

þegar átt er við lifun án ástungu og tímann þegar fyrst kemur fram þörf á læknismeðferð með ástungu

vegna skinuholsvökva.

Eftir að rannsókn lauk var áfram haft eftirlit með sjúklingum til dánardags til að meta heildarlifun

(Tafla 4).

Tafla 4

Heildarlifun úr IP-REM-AC-01 rannsókninni í fasa að lokinni rannsókn

Ástunga + catumaxomab

(N=170)

Ástunga (samanburður)

(N=88)

Áhættuhlutfall (HR)

0,798

95% CI fyrir HR

[0,606; 1,051]

6 mánaða lifunarhlutfall

27,5%

17,1%

1 árs lifunarhlutfall

11,4%

2,6%

Miðgildi heildarlifunar (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[61; 98]

[54; 89]

p-gildi (log-rank próf)

0,1064

Alls 45 af 88 (51%) sjúklingum í samanburðararminum skiptu um hóp til þess að fá virka meðferð

með catumaxomab.

IP-CAT-AC-03

Þessi tveggja arma, slembiraðaða, opna IIIb-fasa rannsókn á 219 sjúklingum með krabbamein í

þekjuvef með illkynja skinuholsvökva með einkennum sem meðhöndla þurfti með ástungu, bar saman

þá sem fengu catumaxomab auk 25 mg prednísólóns sem lyfjaforgjöf og þá sem fengu catumaxomab

eitt og sér. Catumaxomab var gefið sem fjögur þriggja klukkustunda stöðug innrennsli í kviðarhol í

skömmtunum 10, 20, 50 og 150 míkrógrömm á dögum 0, 3, 7 og 10, í þessari röð, í báðum hópum.

Sjúklingahópurinn var sambærilegur við lykilrannsóknina.

Til þess að meta áhrif prednisólons lyfjaforgjafar á öryggi og verkun voru aðalendapunktur fyrir

öryggi „samanlögð öryggisstig“ (composite safety score) og aðalendapunktur fyrir verkun „lifun án

ástungu“ (puncture-fee survival) rannsakaðir.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Samanlögð öryggisstig lögðu mat á tíðni og alvarleika helstu þekktu aukaverkananna hita, ógleði,

uppkasta og kviðverkja í báðum meðferðahópum. Lyfjaforgjöf með prednisóloni dró ekki úr þessum

aukaverkunum.

Aðalendapunktur fyrir verkun, lifun án ástungu, var samsettur lokapunktur, skilgreindur sem tími fram

að þörf á meðferð með ástungu á skinuholsvökva eða andlát, hvort heldur bar fyrst að höndum

(jafngilt því sem fram kom í lykilrannsókninni).

Tafla 5

Verkunarniðurstöður (lifun án ástungu

-

og tíminn fram að fyrstu þörf á ástungu á

skinuholsvökva) í rannsókn IP-CAT-AC03

Breyta

Catumaxomab +

prednísóln

(N=111)

Catumaxomab

(N=108)

Samansafnaður

sjúklingahópur

(N=219)

Lifun án ástungu

Miðgildi lifunar án ástungu (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[23; 67]

[24; 61]

[26; 59]

p-gildi

(log-rank próf)

0,402

Áhættuhlutfall (HR) (catumaxomab

miðað við catumaxomab +

prednisólon)

1,130

95% CI fyrir HR

[0,845; 1,511]

Tíminn fram að fyrstu þörf á ástungu á skinuholsvökva

Miðgildi tíma fram að fyrstu þörf á

ástungu á skinuholsvökva (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[30; 223]

[69; 159]

[67; 155]

p-gildi

(log-rank próf)

0,599

Áhættuhlutfall (HR) (catumaxomab

miðað við catumaxomab +

prednisólon)

0,901

95% CI fyrir HR

[0,608; 1,335]

Heildarlifun (tafla 6) var metin sem aukaendapunktur fyrir verkun.

Tafla 6

Heildarlifun úr IP

-

CAT

-

AC

-

03 rannsókninni að lokinni rannsókn

Catumaxomab +

prednísóln

(N=111)

Catumaxomab

(N=108)

Samansafnaður

sjúklingahópur

(N=219)

Miðgildi heildarlifunar (dagar)

95% CI fyrir miðgildi (dagar)

[97,0; 169,0]

[72,0; 126,0]

[82; 133]

p-gildi (log-rank próf)

0,186

Áhættuhlutfall (HR)

(catumaxomab miðað við

catumaxomab + prednísólon)

1,221

95% CI fyrir HR

[0,907; 1,645]

Mótefnamyndun

Íleiðsla músa- og rottumótefna úr mönnum (HAMAs/HARAs) er eðlislæg afleiðing einklóna músa- og

rottumótefna. Nýjustu upplýsingar um catumaxomab, fengnar úr meginrannsókninni sýna að aðeins

5,6% sjúklinga (7/124 sjúklinga) voru HAMA jákvæðir fyrir fjórða innrennslið. HAMA var til staðar

hjá 94% sjúklinga einum mánuði eftir síðasta innrennsli. Engar ofnæmissvaranir komu fram.

Sjúklingar sem fengu HAMA 8 dögum eftir catumaxomab meðferð fengu betri klíníska útkomu,

mælda með lifun án ástungu, tíma fram að næstu ástungu og heildarlifun, en HAMA-neikvæðir

sjúklingar.

Í frumathugun (feasibility study) þar sem lagt var mat á gjöf annarrar innrennslislotu í kviðarhol með

10, 20, 50 og 150 míkrógrömmum af catumaxomab hjá 8 sjúklingum með illkynja skinuholsvökva af

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

völdum krabbameins (IP-CAT-AC-04) greindist mótefni gegn lyfinu í öllum fáanlegum vökvasýnum

og blóðvökvasýnum við skimun. Sjúklingarnir voru áfram mótefna-jákvæðir meðan á meðferð og

eftirfylgni stóð. Þrátt fyrir að mótefni hafi verið fyrir hendi fengu allir sjúklingarnir öll 4

catumaxomab innrennslin. Miðgildi lifunartíma án ástungu var 47,5 dagar, miðgildi tíma fram að

fyrstu ástungu í meðferðarskyni 60,0 dagar og miðgildi heildarlifunar 406,5 dagar. Allir sjúklingarnir

fengu einkenni sem tengjast verkun catumaxomab og aukaverkanir voru í eðli sínu sambærilegar við

fyrstu meðferðarlotu í kviðarhol. Engin ofnæmisviðbrögð sáust.

5.2

Lyfjahvörf

Lyfjahvörf catumaxomab, meðan innrennsli stóðu yfir og eftir fjögur 10, 20, 50 og 150 míkrógramma

catumaxomab innrennsli, voru rannsökuð hjá 13 sjúklingum með einkenni illkynja skinuholsvökva af

völdum EpCAM jákvæðra krabbameina.

Breytileikinn milli sjúklinga var mikill. Margfeldismeðaltal C

í blóðvökva var um það bil 0,5 ng/ml

(á bilinu 0 til 2,3) og margfeldismeðaltal AUC í blóðvökva var um það bil 1,7 daga*ng/ml (á bilinu <

LLOQ (lægri magngreiningarmörk) til 13,5). Margfeldismeðaltal helmingunartíma brottfalls (t

) í

blóðvökva var u.þ.b. 2,5 dagar (á bilinu 0,7 til 17).

Catumaxomab kom fram í skinuholsvökva og í blóðvökva. Styrkurinn jókst í hlutfalli við fjölda skipta

innrennslis og þeirra skammta sem notaðir voru fyrir flesta sjúklinga. Styrkur í blóðvökva höfðu

tilhneigingu til að dvína eftir að þeir fengu hámarksskammt.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Lyfjagjöf með catumaxomab kallaði ekki fram nein merki um óeðlilega eða lyfjatengda bráðaeitrun né

heldur staðbundið óþol á stungu-/innrennslisstað í dýralíkönum. Þessar niðurstöður hafa samt sem

áður takmarkað gildi vegna hinnar miklu tegundartengdu sérhæfni catumaxomab.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni,

krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska hafa enn ekki verið framkvæmdar.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Natríumsítrat

Sítrínsýrueinhýdrat

Pólýsorbat 80

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3

Geymsluþol

2 ár

Eftir þynningu

Tilbúin lausn fyrir innrennsli er eðlis- og efnafræðilega stöðug í 48 klst. við 2 til 8°C og í 24 klst. við

hita sem er ekki hærri en 25°C. Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið tafarlaust. Ef lyfið er

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

ekki notað tafarlaust er geymslutími við notkun og skilyrði fyrir notkun á ábyrgð notanda og yfirleitt

ekki ekki lengri en 24 klst. við 2 til 8°C, nema þynning hafi farið fram undir ströngu eftirliti og í

sæfðu umhverfi.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C

8°C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5

Gerð íláts og innihald

0,5 ml af innrennslisþykkni, lausn í áfylltri sprautu (gler af gerð I, sílikonhúðað) með bullutappa

(brómóbútýlgúmmí) og luer-læsingu (sílikonhúðað polýprópýlen og pólýkarbonat) totuloki

(stýren-bútadíngúmmí) með dælu; pakkning með 1 einingu.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

Nauðsynleg efni og áhöld

Eftirfarandi hlutir eru nauðsynlegir fyrir þynningu og lyfjagjöf Removab þar sem Removab

samræmist aðeins þessum hlutum:

50 ml pólýprópýlen sprautur

pólýetýlen gegnflæðisslöngubúnaður, 1 mm að innra þvermáli og 150 cm að lengd

pólýkarbónat innrennslislokar/Y-tengingar

pólýúretan leggir, með eða án sílikonhúðar

Auk þess er þörf á eftirfarandi:

9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfi, lausn

gegnflæðismælingardæla

Leiðbeiningar um þynningu fyrir lyfjagjöf.

Removab skal undirbúið af heilbrigðisstarfmanni og með viðeigandi smitgátartækni.

Ytra borð áfylltrar sprautu er ekki sæft.

Í samræmi við skammtinn skal ná viðeigandi magni af natríumklóríð stungulyfi, lausn 9 mg/ml

(0,9%) upp í 50 ml sprautu (Tafla 7).

Hafa skal að minnsta kosti 3 ml loftstuðpúða til viðbótar í 50 ml sprautunni.

Fjarlægja skal totulokið af áfylltri Removab sprautunni og láta sprautuoddinn snúa upp.

Meðfylgjandi dælu skal festa við áfyllta Removab sprautuna. Nota skal nýja dælu fyrir hverja

sprautu.

Setja skal dælu áfylltu sprautunnar inn í opið á 50 ml gegnflæðissprautunni svo að nálin baðist í

natríumklóríð stungulyfi, lausn 9 mg/ml (0,9%) (Mynd 2).

Öllu innihaldi sprautunnar (Removab þykkni auk loftstuðpúða) úr áfylltri sprautunni skal

sprauta beint í natríumklóríð stungulyfi, lausn 9 mg/ml (0,9%).

EKKI SKAL draga bulluteininn til baka til að hreinsa áfyllta sprautu, svo að komast megi hjá

mengun og tryggja að réttu magni sé sprautað.

Loka skal 50 ml sprautunni með loki og hrista varlega til að blanda lausnina. Losa skal allar

loftbólur úr 50 ml sprautunni.

Límmiðann sem er á innri hlið Removab öskjunnar og á stendur „Þynnt Removab. Aðeins til

notkunar í kviðarhol.“ skal festa við 50 ml sprautuna sem hefur að geyma þynntu Removab

lausnina til innrennslis í kviðarhol. Þetta eru varúðarráðstafanir til að tryggja að Removab sé

aðeins gefið með innrennsli í kviðarhol.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Setja skal 50 ml sprautuna inn í innrennslisdæluna.

Tafla 7

Undirbúningur Removab lausnar fyrir innrennsli í kviðarhol

Fjöldi innrennsla

Skammtur

Fjöldi Removab áfylltra sprauta

Heildar-

rúmmál

Removab

innrennslis-

þykknis,

lausnar

9 mg/ml

(0,9%)

Natríum

klóríðlausn til

inndælingar

Endanlegt

rúmmál fyrir

lyfjagjöf

10 míkrógrömm,

áfyllt sprauta

50 míkrógrömm,

áfyllt sprauta

1. innrennsli

10 míkrógrömm

0,1 ml

10 ml

10,1 ml

2. innrennsli

20 míkrógrömm

0,2 ml

20 ml

20,2 ml

3. innrennsli

50 míkrógrömm

0,5 ml

49,5 ml

50 ml

4. innrennsli

150 míkrógrömm

1,5 ml

48,5 ml

50 ml

Mynd 2

Skýringarmynd af flutningi Removab úr áfylltri sprautu í 50 ml sprautuna

Áfyllt sprauta

Loftstuðpúði

Removab lausn

Loftstuðpúði

Natríum klóríð 9 mg/ml (0,9%)

50 ml sprauta

Lyfjagjöf

Legg fyrir lyfjagjöf í kviðarhol á að setja inn með aðstoð ómtækis í umsjón læknis með reynslu af

framkvæmd lyfjagjafar í kviðarhol. Leggurinn er notaður fyrir frárennsli skinuholsvökva og innrennsli

þynnts Removab og natríumklóríðlausnar 9 mg/ml (0,9%) lausnar. Mælt er með því að leggurinn sé

kyrr í kviðarholinu meðan á meðferðartímanum í heild stendur. Hann má fjarlægja daginn eftir síðasta

innrennsli.

Fyrir hverja Removab lyfjagjöf verður að láta skinuholsvökvann renna burt, í það minnsta þar til

vökvinn hættir að renna af sjálfsdáðum eða einkennin hætta (sjá kafla 4.4). Eftir það skal gefa

innrennsli með 500 ml af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir hverja lyfjagjöf með Removab til

að hjálpa til við dreifingu mótefnisins í kviðarholi.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Removab skal gefa í kviðarhol með innrennslistíma sem nemur minnst 3 klst. með stöðugu

innrennslisdælingarkerfi eins og hér segir:

Setjið 50 ml sprautuna með þynntri Removab innrennslislausninni í mælingardæluna.

Fyllið á tengdan gegnflæðisslöngubúnað á mælingardælunni með þynntri Removab

innrennslislausninni. Nota verður gegnflæðisslöngu með innra þvermál 1 mm og af lengdinni

150 cm.

Tengið gegnflæðisslönguna við Y-tengið.

Samtímis hverri notkun Removab skal gefa innrennsli með 250 ml af 9 mg/ml (0,9%)

natríumklóríðlausn með innrennslisventli/Y-tengi í gegnflæðisleiðslu leggjarins.

Stillið dæluhraðann til samræmis við það rúmmál lyfs sem gefa á og tilætlaðan innrennslistíma.

Þegar 50 ml sprautan með þynntu Removab innrennslislausninni er tóm skal skipta henni út

fyrir 50 ml sprautu með 20 ml af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð, stungulyf, lausn, þar til

tilætluðum innrennslistíma er lokið til að hreinsa út það sem eftir er í gegnflæðisleiðslunni

(u.þ.b. 2 ml) við óbreyttar aðstæður. Fleygja má því 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfi,

lausn sem eftir er.

Haldið leggnum lokuðum fram að næsta innrennsli.

Daginn eftir að síðasta innrennslið hefur farið fram þarf að framkalla frárennsli þar til vökvinn

hættir að renna af sjálfsdáðum. Að því loknu má fjarlægja legginn.

Mynd 3

Skýringaryfirlit um innrennsliskerfið

1

250 ml Natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%)

2

Removab lausn fyrir innrennsli í kviðarhol

3

Gegnflæðisslöngur (1 mm að innra þvermáli, 150 cm að lengd)

4

Innrennslisventill

5

Gegnflæðisleiðsla

6

Leggur

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/512/002

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20 apríl 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18 desember 2013

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI II

A.

FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG

FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

B.

FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG

NOTKUN

C.

AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

D.

FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG

VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

A.

FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG FRAMLEIÐENDUR

SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

Heiti og heimilisfang framleiðenda líffræðilegra virkra efna

Trion Pharma GmbH

Frankfurter Ring 193a

DE-80807 Munich

Þýskaland

Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

B.

FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN

Ávísun lyfsins er háð sérstökum takmörkunum (sjá viðauka I: Samantekt á eiginleikum lyfs,

kafla 4.2).

C

AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

Samantektir um öryggi lyfsins (PSUR)

Markaðsleyfishafi skal leggja fram samantektir um öryggi lyfsins í samræmi við skilyrði sem koma

fram í lista yfir viðmiðunardagsetningar Evrópusambandsins (EURD lista) sem gerð er krafa um í

grein 107c(7) í tilskipun 2001/83 og er birtur í vefgátt fyrir evrópsk lyf.

D.

FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ

NOTKUN LYFSINS

Áætlun um áhættustjórnun

Markaðsleyfishafi skal sinna lyfjagátaraðgerðum sem krafist er, sem og öðrum ráðstöfunum eins og

fram kemur í áætlun um áhættustjórnun í kafla 1.8.2 í markaðsleyfinu og öllum uppfærslum á áætlun

um áhættustjórnun sem ákveðnar verða.

Leggja skal fram uppfærða áætlun um áhættustjórnun:

Að beiðni Lyfjastofnunar Evrópu.

Þegar áhættustjórnunarkerfinu er breytt, sérstaklega ef það gerist í kjölfar þess að nýjar

upplýsingar berast sem geta leitt til mikilvægra breytinga á hlutfalli ávinnings/áhættu eða

vegna þess að mikilvægur áfangi (tengdur lyfjagát eða lágmörkun áhættu) næst.

Ef skil á samantekt um öryggi lyfsins og uppfærsla á áætlun um áhættustjórnun er áætluð á svipuðum

tíma má skila þeim saman.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI III

ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

A. ÁLETRANIR

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

Askja: Removab 10 míkrógrömm

1.

HEITI LYFS

Removab 10 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

catumaxomab

2.

VIRK(T) EFNI

Ein áfyllt sprauta inniheldur 10 míkrógrömm catumaxomab í 0,1 ml lausn, sem samsvarar 0,1 mg/ml.

3.

HJÁLPAREFNI

Natríumsítrat, sítrínsýrueinhýdrat, pólýsorbat 80, vatn fyrir stungulyf

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Innrennslisþykkni, lausn.

1 áfyllt sprauta.

1 sæfð dæla

5.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Aðeins til notkunar í kviðarhol, eftir þynningu.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN

HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA

ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/512/001

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf.

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

Fallist hefur verið á rök fyrir undanþágu frá kröfu um blindraletur.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM EÐA STRIMLUM

Þynna: Removab 10 míkrógrömm

1.

HEITI LYFS

Removab 10 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

catumaxomab

2.

NAFN MARKAÐSLEYFISHAFA

Neovii Biotech GmbH

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

ANNAÐ

1 áfyllt sprauta.

Aðeins til notkunar í kviðarhol, eftir þynningu. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Geymið í kæli. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA

EININGA

Áfyllt sprauta: Removab 10 míkrógrömm

1.

HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Removab 10 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

catumaxomab

Aðeins til notkunar í kviðarhol, eftir þynningu.

2.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

0,1 ml

6.

ANNAÐ

Neovii Biotech GmbH

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

Askja: Removab 50 míkrógrömm

1.

HEITI LYFS

Removab 50 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

catumaxomab

2.

VIRK(T) EFNI

Ein áfyllt sprauta inniheldur 50 míkrógrömm catumaxomab í 0,5 ml lausn, sem samsvarar 0,1 mg/ml.

3.

HJÁLPAREFNI

Natríumsítrat, sítrínsýrueinhýdrat, pólýsorbat 80, vatn fyrir stungulyf

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Innrennslisþykkni, lausn.

1 áfyllt sprauta.

1 sæfð dæla

5.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Aðeins til notkunar í kviðarhol, eftir þynningu.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN

HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA

ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/512/002

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf.

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

Fallist hefur verið á rök fyrir undanþágu frá kröfu um blindraletur.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM EÐA STRIMLUM

Þynna: Removab 50 míkrógrömm

1.

HEITI LYFS

Removab 50 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

catumaxomab

2.

NAFN MARKAÐSLEYFISHAFA

Neovii Biotech GmbH

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

ANNAÐ

1 áfyllt sprauta.

Aðeins til notkunar í kviðarhol, eftir þynningu. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Geymið í kæli. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA

EININGA

Áfyllt sprauta: Removab 50 míkrógrömm

1.

HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Removab 50 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

catumaxomab

Aðeins til notkunar í kviðarhol, eftir þynningu.

2.

AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

0,5 ml

6.

ANNAÐ

Neovii Biotech GmbH

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VARNAÐARORÐ LÍMMIÐA SEM FESTA SKAL VIÐ 50 ml SPRAUTU SEM INNIHELDUR

ÞYNNTA REMOVAB LAUSN TIL NOTKUNAR Í KVIÐARHOL

(Hluti af ytri öskju)

Þynnt Removab.

Aðeins til notkunar í kviðarhol.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

B. FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Removab 10 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

Catumaxomab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Removab og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Removab

Hvernig nota á Removab

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Removab

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Removab og við hverju það er notað

Removab inniheldur virka innihaldsefnið catumaxomab sem er einstofna mótefni. Það greinir prótein

á yfirborði krabbameinsfrumna og fær ónæmisfrumur til liðs við sig til að eyða þeim.

Removab er notað til að meðhöndla illkynja skinuholsvökva þegar engin stöðluð meðferð er tiltæk eða

ef hún er ekki lengur möguleg.

Illkynja skinuholsvökvi vökvasöfnun í kvið (kviðarholi) af völdum tiltekinna gerða krabbameins.

2.

Áður en byrjað er að nota Removab

Ekki má nota Removab

ef um er að ræða ofnæmi fyrir catumaxomab eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

ef þú ert með ofnæmi fyrir músa- eða rottupróteinum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Removab er notað. Mikilvægt er að þú

segir lækninum ef þú hefur eitthvað af eftirfarandi:

uppsafnaður vökvi í kviðarholi

hendur ásamt fótum eru kaldar, þú hefur yfirliðstilfinningu, átt í erfiðleikum með þvaglát, hefur

aukinn hjartslátt og finnur fyrir slappleika (einkenni um lítið blóð)

þyngdaraukning, máttleysi, mæði og vökvauppsöfnun (einkenni um lítið prótín í blóði)

svima- og yfirliðstilfinning (einkenni um lágan blóðþrýsting)

hjarta- og blóðrásarvandamál

nýrna- eða lifrarvandamál

sýking.

Áður en þú hefur Removab meðferð mun læknirinn athuga hjá þér:

Líkamsmassastuðul (Body Mass Index (BMI)), sem fer eftir hæð þinni og þyngd

Kornofsky stuðul (Karnofsky Index), sem mælir almenna getu þína

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Líkamsmassastuðull þinn þarf að vera yfir 17 (eftir frárennsli skinuholsvökva) og Karnofsky

stuðullinn yfir 60 til að þú getir notað lyfið.

Innrennslistengdar aukaverkanir og kviðverkur eru mjög algengar aukaverkanir (sjá kafla 4). Þú munt

fá önnur lyf til að draga úr hita, verkjum eða bólgu sem Removab veldur (sjá kafla 3).

Börn og unglingar

Removab á ekki að nota fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða Removab

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið eða kynnu að

verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað. Notaðu ekki Removab á meðgöngu nema á því sé brýn þörf.

Akstur og notkun véla

Ef þú finnur fyrir aukaverkunum svo sem svima eða kuldahrolli meðan á lyfjagjöf stendur eða í kjölfar

hennar, þá ættirðu hvorki að aka né stjórna vélum fyrr en þau hverfa.

3.

Hvernig nota á Removab

Þú færð Removab í umsjá læknis með reynslu af meðhöndlun krabbameins. Í kjölfar Removab

innrennslis verður haft eftirlit með þér samkvæmt ákvörðun læknisins.

Áður en meðferð hefst og meðan á henni stendur kanntu að fá önnur lyf til að draga úr hita eða

bólgum af völdum Removab.

Removab er gefið sem 4 innrennsli í kviðarhol með stigaukandi skömmtum (10, 20, 50 og 150

míkrógrömm), aðskildum með minnst 2 almanaksdögum án innrennslis (þú færð til að mynda

innrennsli á degi 0, 3, 7 og 10). Innrennslið verður að gefa með jöfnum hraða í minnst 3

klukkustundir. Heildarmeðferðartíminn skal ekki vera lengri en 20 dagar.

Leggur verður staðsettur í kviðarholinu allan meðferðartímann, þar til daginn eftir síðasta innrennslið.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengustu alvarlegu aukaverkanir Removab eru innrennslistengdar aukaverkanir og aukaverkanir

sem tengjast meltingarfærum (magi og þarmar).

Innrennslistengdar aukaverkanir

Meðan á innrennsli Removab stendur og á eftir innrennsli Removab er líklegt að 1 af hverjum 10

sjúklingum (mjög algengar) finni fyrir innrennslistengdum aukaverkunum. Algengustu

innrennslistengdu aukaverkanirnar, sem eru yfirleitt vægar til miðlungi miklar, eru hiti, hrollur, ógleði

og uppköst.

Ef slíkar aukaverkanir koma fram skal láta lækninn vita eins fljótt og auðið er.

Læknirinn getur

íhugað að draga úr innrennslishraða Removab eða veita viðbótarmeðferð til að draga úr þessum

einkennum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Samspil einkenna svo sem mjög hraður hjartsláttur, hiti og andnauð getur orðið hjá allt að 4 af

hverjum 100 sjúklingum. Þessi einkenni koma einkum fyrir innan sólarhrings frá innrennsli Removab

og geta orðið lífshættuleg en vel má ráða bót á þeim með viðbótarmeðferð.

Ef slík einkenni koma fyrir skal hafa samband við lækni tafarlaust

, því bregðast þarf við þessum

aukaverkunum og meðhöndla þær tafarlaust.

Aukaverkanir sem tengjast meltingarfærum

Viðbrögð frá meltingarvegi svo sem kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur koma fyrir hjá fleiri

en 1 af hverjum 10 sjúklingum (mjög algengar) en eru yfirleitt væg eða miðlungsmikil og svara vel

viðbótarmeðferð.

Ef slíkar aukaverkanir koma fram skal láta lækninn vita eins fljótt og auðið er.

Læknirinn getur

íhugað að draga úr innrennslishraða Removab eða veita viðbótarmeðferð til að draga úr þessum

einkennum.

Aðrar alvarlegar aukaverkanir

Mjög algengar alvarlegar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10

einstaklingum):

Þreyta

Algengar alvarlegar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Lystarleysi

Vökvaskortur

Fækkun rauðra blóðfrumna (blóðleysi)

Lækkað magn kalsíums og natríums í blóði

Mjög hraður hjartsláttur

Hár eða lágur blóðþrýstingur

Kviðverkur samfara erfiðleikum við hægðalosun eða hægðastíflu, hægðatregða

Mæði

Vökvasöfnun kringum lungu sem veldur brjóstverk og andnauð

Bólga í gallrásum

Húðroði, útbrot

Mjög hraður hjartsláttur, hiti, mæði, yfirliðs- eða vönkunartilfinning

Samsett einkenni vegna losunar bólgumiðlandi efna

Heilsufari hrakar almennt, almenn vanlíðan og slappleiki

Vökvasöfnun

Ofnæmi

Sjaldgæfar alvarlegar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Hnútar undir húðinni aftan á fótleggjunum sem kunna að breytast í sár og skilja ör eftir sig.

Bólga og verkur eða brunatilfinning og stingir á svæðinu kringum legginn

Fækkun blóðflagna, blóðstorknunarvandamál

Blæðing í maga eða iðrum, kom fram í blóði í uppköstum eða sem rauðar eða svartar hægðir

Húðviðbrögð, alvarleg húðofnæmisviðbrögð (húðbólga)

Köst

Lungnavandamál, að meðtöldum blóðtappa í lungum

Lítið súrefnismagn í blóði

Alvarleg nýrnavandamál

Lyf fer utan æðar (ótilætlaður leki lyfsins úr holleggskerfi í kviðarholi inn í nærliggjandi

vefi).

Ef slíkar aukaverkanir koma fyrir skal láta lækninn vita eins fljótt og auðið er

. Hugsanlega þarf

að meðhöndla þessar aukaverkanir.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Verkur

Fækkun eða fjölgun hvítra blóðkorna

Lækkað magn kalíums í blóði

Lækkað magn próteina í blóði

Aukning gallrauða í blóði

Snúningstilfinning

Meltingartruflanir, magavandamál, brjóstsviði, uppþemba, vindgangur, munnþurrkur

Inflúensulík einkenni

Svimi eða höfuðverkur

Brjóstverkur

Svitaaukning

Sýkingar

Aukið magn próteina í þvagi

Bakverkur, verkir í vöðvum og liðum

Kvíði og svefnvandamál

Kláðaútbrot eða ofsakláði

Roði húðarinnar kringum legginn

Roðnun

Hósti

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Removab

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2

C - 8

C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Nota skal tilbúna lausn tafarlaust.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Removab inniheldur

Virka innihaldsefnið er catumaxomab (10 míkrógrömm í 0,1 ml, samsvarar 0,1 mg/ml).

Önnur innihaldsefni eru natríumsítrat, sítrínsýrueinhýdrat, pólýsorbat 80 og vatn fyrir

stungulyf.

Lýsing á útliti Removab og pakkningastærðir

Removab kemur fyrir sem tært og litlaust innrennslisþykkni, lausn í áfylltri sprautu með dælu.

Pakkningastærð með 1 einingu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

{MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Sjá upplýsingar um þynningu og lyfjagjöf Removab í kafla 6.6 í Samantekt á eiginleikum lyfs sem

fylgir hverri pakkningu af Removab 10 míkrógrömmum og Removab 50 míkrógrömmum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Removab 50 míkrógrömm innrennslisþykkni, lausn

Catumaxomab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Removab og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Removab

Hvernig nota á Removab

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Removab

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Removab og við hverju það er notað

Removab inniheldur virka innihaldsefnið catumaxomab sem er einstofna mótefni. Það greinir prótein

á yfirborði krabbameinsfrumna og fær ónæmisfrumur til liðs við sig til að eyða þeim.

Removab er notað til að meðhöndla illkynja skinuholsvökva þegar engin stöðluð meðferð er tiltæk eða

ef hún er ekki lengur möguleg.

Illkynja skinuholsvökvi vökvasöfnun í kvið (kviðarholi) af völdum tiltekinna gerða krabbameins.

2.

Áður en byrjað er að nota Removab

Ekki má nota Removab

ef um er að ræða ofnæmi fyrir catumaxomab eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

ef þú ert með ofnæmi fyrir músa- eða rottupróteinum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Removab er notað. Mikilvægt er að þú

segir lækninum ef þú hefur eitthvað af eftirfarandi:

uppsafnaður vökvi í kviðarholi

hendur ásamt fótum eru kaldar, þú hefur yfirliðstilfinningu, átt í erfiðleikum með þvaglát, hefur

aukinn hjartslátt og finnur fyrir slappleika (einkenni um lítið blóð)

þyngdaraukning, máttleysi, mæði og vökvauppsöfnun (einkenni um lítið prótín í blóði)

svima- og yfirliðstilfinning (einkenni um lágan blóðþrýsting)

hjarta- og blóðrásarvandamál

nýrna- eða lifrarvandamál

sýking.

Áður en þú hefur Removab meðferð mun læknirinn athuga hjá þér:

Líkamsmassastuðul (Body Mass Index (BMI)), sem fer eftir hæð þinni og þyngd

Kornofsky stuðul (Karnofsky Index), sem mælir almenna getu þína

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Líkamsmassastuðull þinn þarf að vera yfir 17 (eftir frárennsli skinuholsvökva) og Karnofsky

stuðullinn yfir 60 til að þú getir notað lyfið.

Innrennslistengdar aukaverkanir og kviðverkur eru mjög algengar aukaverkanir (sjá kafla 4). Þú munt

fá önnur lyf til að draga úr hita, verkjum eða bólgu sem Removab veldur (sjá kafla 3).

Börn og unglingar

Removab á ekki að nota fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða Removab

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið eða kynnu að

verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað. Notaðu ekki Removab á meðgöngu nema á því sé brýn þörf.

Akstur og notkun véla

Ef þú finnur fyrir aukaverkunum svo sem svima eða kuldahrolli meðan á lyfjagjöf stendur eða í kjölfar

hennar, þá ættirðu hvorki að aka né stjórna vélum fyrr en þau hverfa.

3.

Hvernig nota á Removab

Þú færð Removab í umsjá læknis með reynslu af meðhöndlun krabbameins. Í kjölfar Removab

innrennslis verður haft eftirlit með þér samkvæmt ákvörðun læknisins.

Áður en meðferð hefst og meðan á henni stendur kanntu að fá önnur lyf til að draga úr hita eða

bólgum af völdum Removab.

Removab er gefið sem 4 innrennsli í kviðarhol með stigaukandi skömmtum (10, 20, 50 og 150

míkrógrömm), aðskildum með minnst 2 almanaksdögum án innrennslis (þú færð til að mynda

innrennsli á degi 0, 3, 7 og 10). Innrennslið verður að gefa með jöfnum hraða í minnst 3

klukkustundir. Heildarmeðferðartíminn skal ekki vera lengri en 20 dagar.

Leggur verður staðsettur í kviðarholinu allan meðferðartímann, þar til daginn eftir síðasta innrennslið.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengustu alvarlegu aukaverkanir Removab eru innrennslistengdar aukaverkanir og aukaverkanir

sem tengjast meltingarfærum (magi og þarmar).

Innrennslistengdar aukaverkanir

Meðan á innrennsli Removab stendur og á eftir innrennsli Removab er líklegt að 1 af hverjum 10

sjúklingum (mjög algengar) finni fyrir innrennslistengdum aukaverkunum. Algengustu

innrennslistengdu aukaverkanirnar, sem eru yfirleitt vægar til miðlungi miklar, eru hiti, hrollur, ógleði

og uppköst.

Ef slíkar aukaverkanir koma fram skal láta lækninn vita eins fljótt og auðið er.

Læknirinn getur

íhugað að draga úr innrennslishraða Removab eða veita viðbótarmeðferð til að draga úr þessum

einkennum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Samspil einkenna svo sem mjög hraður hjartsláttur, hiti og andnauð getur orðið hjá allt að 4 af

hverjum 100 sjúklingum. Þessi einkenni koma einkum fyrir innan sólarhrings frá innrennsli Removab

og geta orðið lífshættuleg en vel má ráða bót á þeim með viðbótarmeðferð.

Ef slík einkenni koma fyrir skal hafa samband við lækni tafarlaust

, því bregðast þarf við þessum

aukaverkunum og meðhöndla þær tafarlaust.

Aukaverkanir sem tengjast meltingarfærum

Viðbrögð frá meltingarvegi svo sem kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur koma fyrir hjá fleiri

en 1 af hverjum 10 sjúklingum (mjög algengar) en eru yfirleitt væg eða miðlungsmikil og svara vel

viðbótarmeðferð.

Ef slíkar aukaverkanir koma fram skal láta lækninn vita eins fljótt og auðið er.

Læknirinn getur

íhugað að draga úr innrennslishraða Removab eða veita viðbótarmeðferð til að draga úr þessum

einkennum.

Aðrar alvarlegar aukaverkanir

Mjög algengar alvarlegar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10

einstaklingum):

Þreyta

Algengar alvarlegar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Lystarleysi

Vökvaskortur

Fækkun rauðra blóðfrumna (blóðleysi)

Lækkað magn kalsíums og natríums í blóði

Mjög hraður hjartsláttur

Hár eða lágur blóðþrýstingur

Kviðverkur samfara erfiðleikum við hægðalosun eða hægðastíflu, hægðatregða

Mæði

Vökvasöfnun kringum lungu sem veldur brjóstverk og andnauð

Bólga í gallrásum

Húðroði, útbrot

Mjög hraður hjartsláttur, hiti, mæði, yfirliðs- eða vönkunartilfinning

Samsett einkenni vegna losunar bólgumiðlandi efna

Heilsufari hrakar almennt, almenn vanlíðan og slappleiki

Vökvasöfnun

Ofnæmi

Sjaldgæfar alvarlegar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Hnútar undir húðinni aftan á fótleggjunum sem kunna að breytast í sár og skilja ör eftir sig.

Bólga og verkur eða brunatilfinning og stingir á svæðinu kringum legginn

Fækkun blóðflagna, blóðstorknunarvandamál

Blæðing í maga eða iðrum, kom fram í blóði í uppköstum eða sem rauðar eða svartar hægðir

Húðviðbrögð, alvarleg húðofnæmisviðbrögð (húðbólga)

Köst

Lungnavandamál, að meðtöldum blóðtappa í lungum

Lítið súrefnismagn í blóði

Alvarleg nýrnavandamál

Lyf fer utan æðar (ótilætlaður leki lyfsins úr holleggskerfi í kviðarholi inn í nærliggjandi

vefi).

Ef slíkar aukaverkanir koma fyrir skal láta lækninn vita eins fljótt og auðið er

. Hugsanlega þarf

að meðhöndla þessar aukaverkanir.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Verkur

Fækkun eða fjölgun hvítra blóðkorna

Lækkað magn kalíums í blóði

Lækkað magn próteina í blóði

Aukning gallrauða í blóði

Snúningstilfinning

Meltingartruflanir, magavandamál, brjóstsviði, uppþemba, vindgangur, munnþurrkur

Inflúensulík einkenni

Svimi eða höfuðverkur

Brjóstverkur

Svitaaukning

Sýkingar

Aukið magn próteina í þvagi

Bakverkur, verkir í vöðvum og liðum

Kvíði og svefnvandamál

Kláðaútbrot eða ofsakláði

Roði húðarinnar kringum legginn

Roðnun

Hósti

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Removab

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2

C - 8

C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Nota skal tilbúna lausn tafarlaust.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Removab inniheldur

Virka innihaldsefnið er catumaxomab (50 míkrógrömm í 0,5 ml, samsvarar 0,1 mg/ml).

Önnur innihaldsefni eru natríumsítrat, sítrínsýrueinhýdrat, pólýsorbat 80 og vatn fyrir

stungulyf.

Lýsing á útliti Removab og pakkningastærðir

Removab kemur fyrir sem tært og litlaust innrennslisþykkni, lausn í áfylltri sprautu með dælu.

Pakkningastærð með 1 einingu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Neovii Biotech GmbH

Am Haag 6-7

82166 Graefelfing

Þýskaland

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

{MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Sjá upplýsingar um þynningu og lyfjagjöf Removab í kafla 6.6 í Samantekt á eiginleikum lyfs sem

fylgir hverri pakkningu af Removab 10 míkrógrömmum og Removab 50 míkrógrömmum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI IV

FORSENDUR FYRIR EINNI VIÐBÓTARENDURNÝJUN

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Forsendur fyrir einni viðbótarendurnýjun

Á grundvelli gagna sem fram hafa komið síðan upphaflegt markaðsleyfi var veitt telur sérfræðinefnd

Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) að ávinnings-áhættujafnvægi Removab sé enn

jákvætt, en telur að fylgjast beri náið með öryggi lyfsins af eftirfarandi ástæðum:

Óvissa er um vitneskju um sjaldgæf óæskileg áhrif Removab því að öryggismatið er afar

takmarkað enn sem komið er, sökum þess hve fáir sjúklingar hafa fengið meðferð með lyfinu.

Af þessum sökum hefur sérfræðinefndin ákveðið, á grundvelli öryggismats Removab, sem kveður á

um að skila þurfi árlegri samantekt um öryggi lyfsins (PSUR), að markaðsleyfishafi skuli leggja fram

umsókn um eina endurnýjun til viðbótar að 5 árum liðnum.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi