Relifex

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Relifex Filmuhúðuð tafla 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Relifex Filmuhúðuð tafla 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 0e5e2759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Relifex 500 mg filmuhúðaðar töflur

Nabúmetón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Relifex og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Relifex

Hvernig nota á Relifex

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Relifex

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Relifex og við hverju það er notað

Relifex tilheyrir flokki lyfja sem nefnast bólgueyðandi verkjalyf (NSAID).

Relifex er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Það verkar með því að hamla myndun

prostaglandína, sem er efnaflokkur í líkamanum og myndast meðal annars í auknu magni við bólgu.

Relifex er notað til meðferðar við langvinnri liðagigt (iktsýki) og slitgigt.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Relifex

Ekki má nota Relifex

ef um er að ræða ofnæmi fyrir nabúmetóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

ef þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð eins og astma, útbrot eða aðra tegund ofnæmisviðbragða eftir

meðferð með acetýlsalicýlsýru eða öðrum verkjastillandi eða bólgueyðandi lyfjum í flokki

bólgueyðandi verkjalyfja

ef þú hefur tilhneigingu til að fá blæðingar

ef þú ert með magasár eða skeifugarnarsár

ef þú hefur fengið magasár eða skeifugarnarsár við meðferð með nabúmetóni eða svipuðum lyfjum

ef þú hefur endurtekið fengið magasár, skeifugarnarsár eða sjúkdóm í meltingarvegi

ef þú ert með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, alvarlega hjartabilun eða alvarlegan nýrnasjúkdóm

á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar

ef kona er með barn á brjósti

ef þú ert með virka blæðingu í heila eða aðra blæðingu

Varnaðarorð og varúðarreglur

Notið aldrei mörg mismunandi verkjalyf samtímis án þess að leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Leitast skal við að nota eins lítinn skammt og mögulegt er og í sem skemmstan tíma til að minnka hættuna

á aukaverkunum. Almennt gildir um verkjalyf að því fylgir alvarleg hætta að nota stærri skammta en mælt

er með.

Leitð ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Relifex er notað ef þú ert með eða hefur verið með

eftirfarandi sjúkdóma:

bandvefssjúkdóma (rauða úlfa eða blandaðan bandvefssjúkdóm)

skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

hjartabilun

háþrýsting

astma

bólgusjúkdóm í þörmum (eins og sáraristilbólgu, Crohns-sjúkdóm)

magasár eða skeifugarnarsár

sjúkdóma sem fylgir aukin blæðingartilhneiging

vökvasöfnun í líkama

Aldraðir ættu að vera vakandi fyrir hættu á aukaverkunum sem fylgja hærri aldri.

Sjúklingar sem hafa áður verið með óþægindi í meltingarvegi, einkum aldraðir sjúklingar, skulu leita til

læknisins ef þeir fá einkenni frá kvið. Þetta á sérstaklega við í upphafi meðferðar.

Hætta skal notkun Relifex og hafa strax samband við lækninn ef vart verður við þrota, meðal annars í

andliti, tungu og/eða koki og/eða kyngingarörðugleika eða ofsakláða sem kemur fram ásamt

öndunarerfiðleikum (ofnæmisbjúgur).

Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið tilkynnt um alvarleg viðbrögð í húð í tengslum við notkun

bólgueyðandi verkjalyfja. Hættu töku Relifex og hafðu samband við lækninn ef þú færð húðútbrot eða

skemmdir í slímhúð.

Ekki má nota lyfið ef sjúklingur er með hlaupabólu.

Eins og á við um önnur bólgueyðandi verkjalyf getur Relifex dulið merki eða einkenni sýkingar.

Lyf eins og Relifex geta haft í för með sér örlítið aukna hættu á hjartadrepi eða heilaslagi. Aukin hætta er

líklegri við notkun stórra skammta og við langtímanotkun. Ekki má taka stærri skammt eða nota lyfið í

lengri tíma en mælt er með.

Láttu lækninn vita ef þú færð þokusýn eða skerta sjón við notkun Relifex.

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi um meðferð þína ef þú ert með hjartasjúkdóm, ef þú hefur

einhvern tíma fengið heilaslag eða ef þú heldur að þú sért í aukinni hættu á að fá þessa sjúkdóma (til

dæmis ef þú ert með háþrýsting, sykursýki, há kólesterólgildi eða ef þú reykir).

Notkun annarra lyfja samhliða Relifex

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils og náttúruefni og náttúrulyf. Meðferð

með Relifex getur haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum annarra lyfja:

blóðtappa (t.d. warfarín, tíklópídín)

krabbameini og truflunum í ónæmiskerfinu (methótrexat)

þunglyndi (svokallaðir sértækir serótónín-endurupptökuhemlar (SSRI-lyf))

háþrýstingi og hjartasjúkdómum (t.d. svokallaðir betablokkar, þvagræsilyf, ACE-hemlar,

angíótensín II-blokkarar)

bólgusjúkdómum og ofnæmisviðbrögðum (barksterar)

geðhvarfasjúkdómi (litíum)

verkjum (bólgueyðandi verkjalyf (NSAID))

höfnun líffæris eftir líffæraígræðslu (cíklósporín, takrólímus)

flogaveiki (t.d. fenýtóín)

hjartsláttartruflunum (hjartaglýkósíðar)

sýkingar (súlfónamíð, kínólónar)

sykursýki (súlfónurea-lyf)

þungun stöðvuð (mifepriston)

gigt (probenecid)

Samhliða notkun með áfengi, bisfosfónötum, oxpentífýllíni (pentoxífýllíni) og súlfínpýrazóni geta aukið

hættuna á blæðingu eða sáramyndun í magaslímhúð.

Notkun Relifex með mat eða drykk

Relifex má taka með eða án matar. Fyrir notkun áfengis, sjá kaflann Notkun annarra lyfja samhliða

Relifex.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Barnshafandi konur mega ekki nota Relifex síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar. Konur sem ráðgera

þungun eða eru barnshafandi skulu forðast notkun Relifex. Notkun hvenær sem er á meðgöngu má aðeins

eiga sér stað samkvæmt læknisráði.

Ekki er vitað hvort nabúmetón berst í brjóstamjólk. Þú mátt ekki nota Relifex ef þú ert með barn á brjósti.

Læknirinn metur hvort hætta á meðferð með Relifex eða hvort brjóstagjöf skal hætt. Leitaðu alltaf ráða hjá

lækninum.

Relifex getur, eins og öll lyf sem hamla cýclóoxýgenasa/prostaglandínmyndun, minnkað möguleika á

þungun. Hafðu samband við lækninn ef þú ráðgerir þungun eða átt erfitt með að verða þunguð.

Akstur og notkun véla

Við notkun Relifex getur sundl, ringlun og þreyta komið fram. Ef slík eða svipuð einkenni koma fram skal

taka tilllit til þess við aðstæður sem krefjast óskiptrar athygli, t.d. við akstur bifreiða.

Hver og einn verður að leggja mat á hæfni sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lestu því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta

við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Relifex

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig á að nota

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður skammtinn eftir þörfum þínum.

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna:

Relifex 500 mg filmuhúðaðar töflur:

2 töflur einu sinni á dag.

Skammtinn má hugsanlega auka í 1,5-2 g daglega, í einum skammti eða fleirum.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu umbúðirnar meðferðis.

Ef gleymist að taka Relifex

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Relifex valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

niðurgangur, meltingartruflanir

(m.a. súrt bakflæði), magaverkir, magabólga, ógleði, vindgangur, hægðatregða, blóð í hægðum, bjúgur

(vökvasöfnun í vefjum), svefnhöfgi, kláði, útbrot, þokusýn, eyrnasuð, áhrif á eyru, háþrýstingur.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

andnauð, kvíði, þunglyndi,

magasár, skeifugarnarsár, ljósnæmi, ofsakláði, aukin svitamyndun, ringlun, taugaóstyrkur, syfja, þreyta,

máttleysi, sundl, höfuðverkur, náladofi, svefnleysi, sjóntruflanir, áhrif á augu, lungnasjúkdómur,

blóðnasir, blæðing frá maga og þörmum, kvillar í meltingarvegi, svartar hægðir, uppköst, hækkuð

lifrarpróf, vöðvasjúkdómar, kvillar í þvagfærum, bólga í munni, munnþurrkur. Ef munnþurrkur verður er

góð munnhirða mikilvæg (tannburstun með flúortannkremi tvisvar á dag).

Koma örsjaldan fyrir

(geta

komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Fækkun

blóðflagna, ofnæmisviðbrögð, lungnabólga, lifrarbilun, gula, ofnæmisviðbrögð sem lýsa sér með þrota,

m.a. í andliti, vörum, tungu og/eða koki (ofnæmisbjúgur, sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“),

hárlos, alvarleg áhrif á húð eins og flögnun húðþekju, fjölbreyttur húðroði auk viðbragða í húð með bólgu

og háum hita, húðbreytingar með blöðrumyndun (sýndarporfýría), nýrnabilun, áhrif á nýru, miklar

tíðablæðingar.

Einnig hefur verið tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir (koma fram hjá óþekktum fjölda einstaklinga)

háþrýstingur, hjartabilun, bjúgur (vökvasöfnun í vefjum), blóðuppköst, svartar hægðir, bólga í slímhúð

magans, bólga með sáramyndun í munni, versnun ristilbólgu og Crohns-sjúkdóms, ýmsar gerðir af

blóðleysi, ofskynjanir og heilahimnubólga.

Í mjög sjaldgæfun tilvikum hafa komið fram alvarlegar sýkingar í húð í tengslum við hlaupabólu.

Lyf eins og Relifex geta leitt af sér örlítið aukna hættu á hjartabilun og heilaslagi, sérstaklega í stórum

skömmtum og við langtímameðferð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Relifex

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Relifex inniheldu

Relifex 500 mg filmuhúðaðar töflur

Virkt efni:

Nabúmetón 500 mg.

Önnur innihaldsefni:

Natríumsterkjuglýkolat, natríumlárýlsúlfat, hýprómellósi, örkristallaður

sellulósi, sakkarínnatríum, makrógól, títantvíoxíð (litarefni E 171) og karamellubragðefni.

Lýsing á útliti Relifex og pakkningastærðir

Relifex 500 mg filmuhúðaðar töflur

Hvít, hylkislaga tafla.

Þynnupakkning: 20 og 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Meda AB

Box 906

SE-170 09 Solna

Svíþjóð

Framleiðandi:

Haupt Pharma Wülfing GmbH

Bethelner Landstrasse 18

DE-31028 Gronau

Þýskaland

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.