Ramipril ratiopharm

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ramipril ratiopharm Tafla 10 mg
 • Skammtar:
 • 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ramipril ratiopharm Tafla 10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d4265627-c997-e311-9c1a-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ramipril ratiopharm 2,5 mg töflur

Ramipril ratiopharm 5 mg töflur

Ramipril ratiopharm 10 mg töflur

Ramipril

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Ramipril ratiopharm og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ramipril ratiopharm

Hvernig nota á Ramipril ratiopharm

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ramipril ratiopharm

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ramipril ratiopharm og við hverju það er notað

Ramipril ratiopharm inniheldur lyf sem kallast ramipril. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast

ACE-hemlar.

Ramipril ratiopharm verkar með því að:

Minnka framleiðslu efna í líkamanum sem geta hækkað blóðþrýstinginn.

Slaka á æðum og víkka þær.

Auðvelda hjartanu að dæla blóði um líkamann.

Ramipril ratiopharm er hægt að nota:

Til meðferðar við háum blóðþrýstingi (háþrýstingi).

Til að minnka hættuna á að þú fáir hjartaáfall eða heilablóðfall.

Til að minnka hættuna á eða tefja versnun nýrnavandamála (hvort sem þú ert með sykursýki eða

ekki).

Til að meðhöndla hjartað þegar það getur ekki dælt nægilega miklu blóði um líkamann

(hjartabilun).

Sem meðferð í kjölfar hjartaáfalls (hjartadreps) með hjartabilun sem fylgikvilla.

2.

Áður en byrjað er að nota Ramipril ratiopharm

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Ramipril ratiopharm

Ef þú ert með ofnæmi fyrir ramiprili, einhverjum öðrum ACE-hemli eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Einkenni ofnæmisviðbragða geta m.a. verið útbrot, kyngingar- eða öndunarerfiðleikar, þroti á

vörum, andliti, hálsi eða tungu.

Ef þú hefur einhvern tíma fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð sem kallast „ofnæmisbjúgur“.

Einkenni eru m.a. kláði, ofsakláði, rauðir blettir á höndum, fótum og hálsi, þroti í hálsi og tungu,

þroti umhverfis augu og varir, öndunar- og kyngingarerfiðleikar.

Ef þú ert í skilun eða einhverri annarri tegund blóðsíunar. Það fer eftir því hvaða vél er notuð

hvort Ramipril ratiopharm hentar þér.

Ef þú ert með nýrnavandamál þar sem blóðflæði til nýrna er skert (þrengingar í

nýrnaslagæðum).

Á síðustu 6 mánuðum meðgöngu (sjá kaflann „Meðganga og brjóstagjöf“).

Ef blóðþrýstingurinn hjá þér er óeðlilega lágur eða óstöðugur. Læknirinn þarf að meta þetta.

Ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og ert á meðferð með blóðþrýstingslækkandi

lyfi sem inniheldur aliskiren.

Ekki nota Ramipril ratiopharm ef eitthvað af framagreindu á við um þig. Ræddu við lækninn áður en

þú notar Ramipril ratiopharm ef þú ert ekki viss.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Ramipril ratiopharm er notað:

Ef þú ert með hjarta-, lifrar- eða nýrnavandamál.

Ef þú hefur tapað miklu af söltum eða vökva úr líkamanum (vegna uppkasta, niðurgangs, hefur

svitnað óeðlilega mikið, ert á saltsnauðu fæði, notað þvagræsilyf (vatnslosandi töflur) í langan

tíma eða verið í blóðskilun).

Ef þú ætlar í meðferð til að minnka hjá þér ofnæmi fyrir býflugna- eða geitungastungum

(afnæmingu).

Ef þú notar eitthvert af eftirtöldum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla háan blóðþrýsting:

angíótensín II viðtakablokka (einnig þekkt sem sartanlyf – t.d. valsartan, telmisartan,

irbesartan), sérstaklega ef þú ert með nýrnavandamál tengt sykursýki.

aliskiren.

Hugsanlegt er að læknirinn rannsaki nýrnastarfsemi, mæli blóðþrýsting og magn blóðsalta (t.d.

kalíums) með reglulegu millibili.

Sjá einnig upplýsingar í kaflanum „Ekki má nota Ramipril ratiopharm“.

Ef þú ert að fara í svæfingu. Hún gæti verið vegna aðgerðar eða tannlækninga. Þú getur þurft að

hætta meðferðinni með Ramipril ratiopharm einum degi áður, leitaðu ráða hjá lækninum.

Ef þú ert með mikið magn af kalíumi í blóði (kemur fram í blóðprufum).

Ef þú notar lyf sem kallast mTOR hemlar (t.d. temsirolimus, everolimus, sirolimus; notuð til að

forðast höfnun á ígræddu líffæri) eða vildagliptin þar sem þau geta aukið hættu á ofnæmisbjúgi,

alvarleg ofnæmisviðbrögð (hröð bólga undir húð á svæðum eins og á hálsi).

Ef þú ert með bandvefsæðasjúkdóm, svo sem herslishúð eða rauða úlfa.

Þú verður að láta lækninn vita ef þú heldur að þú sért (eða gætir orðið) þunguð. Notkun

Ramipril ratiopharm er ekki ráðlögð fyrstu þrjá mánuði meðgöngu og getur valdið barninu

alvarlegum skaða ef það er notað eftir fyrstu þrjá mánuði meðgöngu (sjá kaflann hér aftar

„Meðganga og brjóstagjöf“).

Börn og unglingar

Notkun Ramipril ratiopharm er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum, 18 ára og yngri, vegna þess að

ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Ramipril ratiopharm hjá börnum.

Ef eitthvað af framangreindu á við um þig (eða ef þú ert ekki viss) skalt þú ræða við lækninn áður en

þú notar Ramipril ratiopharm.

Notkun annarra lyfja samhliða Ramipril ratiopharm

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð. Þetta er vegna þess að Ramipril ratiopharm getur haft áhrif á hvernig sum önnur lyf

verka. Auk þess geta sum lyf haft áhrif á hvernig Ramipril ratiopharm verkar.

Láttu lækninn vita ef þú notar eitthvert eftirfarandi lyfja. Þau geta minnkað verkun Ramipril

ratiopharm:

Lyf við verkjum og bólgu (t.d. bólgueyðandi gigtarlyf, svo sem ibuprofen eða indometacin og

aspirin).

Lyf notuð til meðferðar við lágum blóðþrýstingi, losti, hjartabilun, astma eða ofnæmi, svo sem

efedrin, noradrenalin eða adrenalin. Læknirinn mun þurfa að fylgjast með blóðþrýstingnum.

Láttu lækninn vita ef þú notar eitthvert eftirtalinna lyfja. Þau geta aukið líkur á að þú fáir aukaverkanir

ef þú notar þau með Ramipril ratiopharm:

Lyf við verkjum og bólgu (t.d. bólgueyðandi gigtarlyf, svo sem ibuprofen eða indometacin og

aspirin).

Lyf við krabbameini (krabbameinslyfjameðferð).

Lyf til að hindra höfnun líffæra eftir ígræðslu, svo sem ciclosporin.

Þvagræsilyf (vatnslosandi töflur), svo sem furosemid.

Lyf sem auka magn kalíums í blóðinu, svo sem spironolacton, triamteren, amilorid, kalíumsölt

og heparin (til blóðþynningar).

Steralyf við bólgu, svo sem prednisolon.

Allopurinol (notað til að minnka þvagsýru í blóðinu).

Procainamid (við hjartsláttartruflunum).

Co-trimoxazol, einnig þekkt sem trimethoprim/sulfamethoxazol (við bakteríusýkingum).

Lyf sem oftast eru notuð til að koma í veg fyrir höfnun ígræddra líffæra (sirolimus, everolimus

og önnur lyf sem tilheyra flokki mTOR hemla). Sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“.

Vildagliptin (við meðferð á sykursýki af tegund 2).

Vera má að læknirinn þurfi að breyta skömmtum þessara lyfja og/eða gera aðrar varúðarráðstafanir::

Ef þú notar angíótensín II viðtakablokka eða aliskiren (sjá einnig upplýsingar undir „Ekki má

nota Ramipril ratiopharm“ og „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

Láttu lækninn vita ef þú notar eitthvert eftirtalinna lyfja. Þau geta orðið fyrir áhrifum af Ramipril

ratiopharm:

Lyf við sykursýki, svo sem blóðsykurslækkandi lyf til inntöku og insúlín. Ramipril ratiopharm

getur minnkað magn blóðsykurs. Þú skalt fylgjast nákvæmlega með blóðsykrinum á meðan þú

notar Ramipril ratiopharm.

Lithium (við geðrænum vandamálum). Ramipril ratiopharm getur aukið magn lithiums í

blóðinu. Læknirinn þarf að fylgjast nákvæmlega með magni lithiums hjá þér.

Ef eitthvað af framangreindu á við um þig (eða ef þú ert ekki viss) skalt þú ræða við lækninn áður en

þú notar Ramipril ratiopharm.

Notkun Ramipril ratiopharm með mat og áfengi

Ef þú drekkur áfengi með Ramipril ratiopharm getur það valdið sundli eða aðsvifi. Ef þú vilt

vita hve mikið þú getur drukkið á meðan þú notar Ramipril ratiopharm skalt þú ræða það við

lækninn. Lyf notuð til að lækka blóðsykur og áfengi geta haft samleggjandi áhrif sem geta

valdið óhóflegri lækkun á blóðþrýstingnum.

Ramipril ratiopharm má taka með eða án matar.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Láttu lækninn vita ef þig grunar að þú sért þunguð (eða gætir hugsanlega orðið þunguð). Þú átt ekki að

nota Ramipril ratiopharm á fyrstu 12 vikum meðgöngu og þú mátt alls ekki nota lyfið eftir 13. viku

meðgöngu þar sem notkun þess getur hugsanlega haft skaðleg áhrif á barnið. Ef þú verður þunguð á

meðan þú notar Ramipril ratiopharm skaltu strax láta lækninn vita. Ef þungun er fyrirhuguð á að skipta

yfir á aðra meðferð.

Brjóstagjöf

Þú átt ekki að nota Ramipril ratiopharm ef þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Þú getur fundið fyrir sundli á meðan þú notar Ramipril ratiopharm. Meiri líkur eru á þessu þegar þú

byrjar að nota Rampril ratiopharm eða byrjar að nota stærri skammt. Ef þetta gerist skalt þú hvorki aka

né nota tæki eða vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Ramipril ratiopharm inniheldur laktósa (mjólkursykur)

Ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum gerðum sykurs, skaltu hafa samband við

lækninn áður en þú notar þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Ramipril ratiopharm

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Notkun lyfsins

Takið lyfið inn á sama tíma á hverjum degi.

Gleypið töflurnar heilar með vökva.

Ekki mylja eða tyggja töflurnar.

Hve mikið á að nota

Meðferð við háum blóðþrýstingi

Venjulegur upphafsskammtur er 1,25 mg eða 2,5 mg einu sinni á dag.

Læknirinn mun aðlaga magnið sem þú notar þar til stjórn hefur náðst á blóðþrýstingnum.

Hámarksskammtur er 10 mg einu sinni á dag.

Ef þú ert að nota þvagræsilyf (vatnslosandi töflur), getur læknirinn viljað hætta eða minnka

magnið af þvagræsilyfinu sem þú notar áður en þú byrjar á meðferð með Ramipril ratiopharm.

Til að minnka líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli

Venjulegur upphafsskammtur er 2,5 mg einu sinni á dag.

Læknirinn getur síðan ákveðið að auka magnið sem þú notar.

Venjulegur skammtur er 10 mg einu sinni á dag.

Meðferð til að draga úr eða tefja versnun nýrnavandamála

Þú getur byrjað á skammti sem er 1,25 mg eða 2,5 mg einu sinni á dag.

Læknirinn mun aðlaga magnið sem þú notar.

Venjulegur skammtur er 5 mg eða 10 mg einu sinni á dag.

Meðferð við hjartabilun

Venjulegur upphafsskammtur er 1,25 mg einu sinni á dag.

Læknirinn mun aðlaga magnið sem þú notar.

Hámarksskammtur er 10 mg á dag. Æskilegt er að taka skammtinn í tvennu lagi.

Meðferð eftir hjartaáfall

Venjulegur upphafsskammtur er 1,25 mg einu sinni á dag til 2,5 mg tvisvar á dag.

Læknirinn mun aðlaga magnið sem þú notar.

Ráðlagður skammtur er 10 mg á dag. Æskilegt er að taka skammtinn í tvennu lagi.

Aldraðir

Læknirinn mun minnka upphafsskammtinn og aðlaga meðferðina hægar.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Láttu lækni vita eða farðu strax á bráðamóttöku næsta sjúkrahúss. Ekki aka á sjúkrahúsið, fáðu

einhvern til að keyra þig eða hringdu á sjúkrabíl. Taktu umbúðir lyfsins með þér. Það er til þess að

læknirinn viti hvað það er sem þú hefur tekið inn.

Ef gleymist að nota Ramipril ratiopharm

Ef þú gleymir skammti, taktu venjulegan skammt næst þegar komið er að honum.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættu að nota Ramipril ratiopharm og farðu strax til læknis ef þú verður var/vör við einhverja

af eftirtöldum alvarlegum aukaverkunum – þú gætir þarfnast bráðrar læknismeðferðar:

Þrota í andliti, vörum eða hálsi sem veldur kyngingar- eða öndunarerfiðleikum, auk kláða og

útbrota. Þetta geta verið einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða fyrir Ramipril ratiopharm.

Alvarleg viðbrögð í húð, þar með talið útbrot, sár í munni, versnun húðsjúkdóms, roða,

blöðrumyndun eða los í húð (svo sem Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardrep í húðþekju eða

regnbogaroða).

Láttu lækninn vita strax ef þú finnur fyrir:

Hraðari hjartslætti, ójöfnum eða öflugum hjartslætti (hjartsláttarónotum), brjóstverk, þyngslum

fyrir brjósti eða alvarlegri vandamálum, þar með talið hjartaáfalli og heilablæðingu.

Mæði eða hósta. Þetta geta verið einkenni lungnavandamála.

Marblettum af litlu tilefni, lengingu blæðingartíma, einkennum blæðinga (t.d. blæðingum í

tannholdi), fjólubláum blettum á húð eða sýkingum af minna tilefni en venjulega, særindum í

hálsi og hita, þreytu, yfirliði, sundli eða fölva á húð. Þetta geta verið einkenni vandamála í blóði

og beinmerg.

Miklum magaverkjum sem geta náð aftur í bak. Þetta geta verið einkenni brisbólgu.

Hita, kuldahrolli, þreytu, lystarleysi, magaverk, ógleði, gulnun húðar eða augna (gula). Þetta

geta verið einkenni lifrarvandamála, svo sem lifrarbólgu eða lifrarskemmda.

Aðrar aukaverkanir eru m.a.:

Láttu lækninn vita ef einhverjar eftirtalinna aukaverkana verða alvarlegar eða vara í meira en nokkra

daga.

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Höfuðverkur eða þreyta.

Sundl. Meiri líkur eru á þessu þegar þú byrjar að nota Ramipril ratiopharm eða byrjar að nota

stærri skammt.

Yfirlið, lágþrýstingur (óeðlilega lágur blóðþrýstingur), einkum þegar þú stendur upp eða sest

upp snögglega.

Þurr ertandi hósti, bólga í skútum eða berkjubólga, mæði.

Verkur í maga eða þörmum, niðurgangur, meltingartruflanir, ógleði eða uppköst.

Húðútbrot, með eða án upphleyptra svæða.

Brjóstverkur.

Krampar eða verkir í vöðvum.

Meira kalíum en venjulega kemur fram í blóðprufum.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Jafnvægisvandamál (svimi).

Kláði og óvenjuleg tilfinning í húð, svo sem dofi, náladofi, stingir, sviði eða eins og eitthvað

skríði á húðinni (tilfinningaglöp/náladofi).

Breyting eða tap á bragðskyni.

Svefnvandamál.

Þunglyndistilfinning, kvíði, meiri taugaóstyrkur en venjulega eða eirðarleysi.

Stíflað nef, erfiðleikar við öndun eða astmi versnar.

Þroti í þörmum (ofnæmisbjúgur í þörmum) sem einkennist af kviðverk, uppköstum og

niðurgangi.

Brjóstsviði, hægðatregða eða munnþurrkur.

Meiri þvaglát en venjulega yfir daginn.

Meiri svitamyndun en venjulega.

Matarlyst minnkar eða hverfur (lystarleysi).

Aukinn eða óreglulegur hjartsláttur, þroti á hand- og fótleggjum. Þetta getur verið vísbending

um uppsöfnun vatns í líkamanum.

Andlitsroði.

Þokusýn.

Verkir í liðum.

Hiti.

Getuleysi hjá karlmönnum, skert kynhvöt hjá báðum kynjum.

Aukinn fjöldi vissra tegunda hvítra blóðkorna (fjölgun rauðkyrninga) sést í blóðprufum.

Breyting á starfsemi lifrar, briss eða nýrna sjást í blóðprufum.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Skjálfti eða rugl.

Rauð og þrútin tunga.

Alvarleg flögnun á húð, upphleypt útbrot með kláða.

Naglavandamál (neglur t.d. losna eða detta af).

Húðútbrot eða mar.

Flekkir á húð og kaldir útlimir.

Roði, kláði eða vökvi í augum.

Heyrnartruflanir eða eyrnasuð.

Máttleysi.

Fækkun rauðra blóðkorna, hvítra blóðkorna eða blóðflagna eða minnkun á blóðrauða sést í

blóðprufum.

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Aukið næmi fyrir sólarljósi.

Tíðni ekki þekkt:

Ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Dökkt þvag (dökkt að lit), ógleði eða uppköst, vöðvakrampar, ringlun og flog sem getur verið

vegna óeðlilegrar seytingar á þvagstemmuvaka. Ef þú færð þessi einkenni skaltu hafa samband

við lækninn eins fljótt og hægt er.

Aðrar aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um:

Láttu lækninn vita ef einhver eftirtalinna aukaverkana verður alvarlegri eða varir í meira en nokkra

daga.

Erfiðleikar með einbeitingu.

Þroti í munni.

Blóðprufur sýna of fáar blóðfrumur í blóðinu.

Minna natríum en venjulega kemur fram í blóðprufum.

Fingur og tær breyta um lit ef þér er kalt og þú finnur fyrir náladofa eða verkjum þegar þér

hlýnar (Raynaud´s heilkenni).

Brjóstastækkun hjá karlmönnum.

Hæg eða skert viðbrögð.

Sviðatilfinning.

Breytt lyktarskyn.

Hárlos.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunnar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ramipril ratiopharm

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Ramipril ratiopharm

Virka innihaldsefnið er ramipril.

Ramipril ratiopharm 2,5 mg töflur

Hver tafla inniheldur 2,5 mg af ramiprili.

Ramipril ratiopharm 5 mg töflur

Hver tafla inniheldur 5 mg af ramiprili.

Ramipril ratiopharm 10 mg töflur

Hver tafla inniheldur 10 mg af ramiprili.

Önnur innihaldsefni eru:

Ramipril ratiopharm 2,5 mg töflur

laktós einhýdrat, natríumhýdrógenkarbónat, natríumkroskarmellósa, forhleypt sterkja og natríum-

sterýlfúmarat, gult járnoxíð.

Ramipril ratiopharm 5 mg töflur

laktósaeinhýdrat, natríumhýdrógenkarbónat, natríumkroskarmellósa, forhleypt sterkja og natríum-

sterýlfúmarat, rautt járnoxíð.

Ramipril ratiopharm 10 mg töflur

laktósaeinhýdrat, natríumhýdrógenkarbónat, natríumkroskarmellósa, forhleypt sterkja og natríum-

sterýlfúmarat.

Útlit Ramipril ratiopharm og pakkningastærðir

Ramipril ratiopharm 2,5 mg töflur

Gul, hylkislaga, óhúðuð, flöt tafla, 10,0 x 5,0 mm í þvermál, með deiliskoru á annarri hliðinni og á

brúnum, merkt með R2.

Ramipril ratiopharm 5 mg töflur

Bleik, hylkislaga, óhúðuð, flöt tafla, 8,8 x 4,4 mm í þvermál, með deiliskoru á annarri hliðinni og á

brúnum, merkt með R3.

Ramipril ratiopharm 10 mg töflur

Hvít, hylkislaga, óhúðuð, flöt tafla, þvermál 11,0 x 5,5 mm, með deiliskoru á annarri hliðinni og á

brúnum, merkt með R4.

Töflunni má skipta í jafna skammta.

Þynnupakkningar (Ál/ál).

Pakkningar með 10, 14, 20, 28, 30, 42, 50, 98 og 100 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH, Ulm, Þýskaland

Framleiðandi

Merckle GmbH, Blaubeuren, Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk:

Mertabyl

Finnland:

Ramipril ratiopharm 2,5 mg/5 mg/10 mg tabletti

Ísland:

Ramipril ratiopharm 2,5 mg/5 mg/10 mg töflur

Ítalía:

Ramipril ratiopharm 2,5 mg/5 mg compressi

Svíþjóð:

Ramipril ratiopharm 2,5 mg/5 mg/10 mg tabletter

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í desember 2017.