Rabeprazol Krka

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Rabeprazol Krka Magasýruþolin tafla 20 mg
 • Skammtar:
 • 20 mg
 • Lyfjaform:
 • Magasýruþolin tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Rabeprazol Krka Magasýruþolin tafla 20 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 79795745-87f2-e111-876a-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Rabeprazol Krka 10 mg magasýruþolnar töflur.

Rabeprazol Krka 20 mg magasýruþolnar töflur.

2.

INNIHALDSLÝSING

Rabeprazol Krka 10 mg magasýruþolnar töflur

Hver magasýruþolin tafla inniheldur 10 mg af rabeprazolnatríum, sem jafngildir 9,42 mg af

rabeprazoli.

Rabeprazol Krka 20 mg magasýruþolnar töflur

Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af rabeprazolnatríum, sem jafngildir 18,85 mg af

rabeprazoli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Magasýruþolin tafla.

10 mg

magasýruþolin tafla er appelsínugul-bleik, tvíkúpt, kringlótt tafla með skálaga brúnum, þvermál

töflu er u.þ.b. 5,7 mm.

20 mg

magasýruþolin tafla er ljósgulbrún, tvíkúpt, kringlótt tafla, þvermál töflu er u.þ.b. 7,2 mm.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Rabeprazol Krka magasýruþolnar töflur eru ætlaðar til meðferðar við:

Virku skeifugarnarsári.

Virku góðkynja magasári.

Einkenni bakflæðissjúkdóms í vélinda, með fleiðrum eða sárum.

Langtíma meðferð við bakflæðissjúkdómi í vélinda (viðhaldsmeðferð).

Meðferð við einkennum miðlungi mikils til alvarlegs bakflæðissjúkdóms í vélinda.

Zollinger-Ellison heilkenni.

Til að uppræta

Helicobacter pylori

hjá sjúklingum með ætisár ásamt viðeigandi

sýklalyfjameðferð. Sjá kafla 4.2.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir/aldraðir:

Virkt skeifugarnarsár og virkt góðkynja magasár

: Ráðlagður skammtur til inntöku við bæði virku

skeifugarnarsári og virku góðkynja magasári er 20 mg sem taka skal inn einu sinni á dag, að morgni.

Flestir sjúklingar með virkt skeifugarnarsár ná bata innan fjögurra vikna. Sumir sjúklingar geta hins

vegar þurft meðferð í fjórar vikur til viðbótar til að ná bata. Flestir sjúklingar með virkt góðkynja

magasár ná bata innan sex vikna. Sumir sjúklingar geta hins vegar þurft sex vikna meðferð til viðbótar

til að ná bata.

Einkenni bakflæðissjúkdóms í vélinda með fleiðrum eða sárum

: Ráðlagður skammtur til inntöku við

þessum sjúkdómi er 20 mg, sem taka skal einu sinni á dag í fjórar til átta vikur.

Langtíma meðferð við bakflæðissjúkdómi í vélinda (viðhaldsmeðferð)

: Við langtíma meðferð má nota

viðhaldsskammt af Rabeprazol Krka 20 mg eða 10 mg einu sinni á dag í samræmi við svörun

sjúklings.

Meðferð við einkennum miðlungi mikils til alvarlegs bakflæðissjúkdóms í vélinda

: 10 mg einu sinni á

dag hjá sjúklingum sem ekki eru með vélindabólgu. Ef ekki næst stjórn á einkennum á fjórum vikum

skal rannsaka sjúklinginn nánar. Þegar einkennin hafa gengið til baka má meðhöndla einkenni sem

koma fram að nýju með notkun 10 mg á dag eftir þörfum.

Zollinger-Ellison heilkenni

: Ráðlagður upphafsskammtur hjá fullorðnum er 60 mg einu sinni á dag.

Skammtinn má auka smám saman upp í 120 mg/dag samkvæmt þörfum hvers sjúklings. Gefa má

stakan dagsskammt allt að 100 mg/dag. 120 mg skammti getur þurft að skipta niður í 60 mg tvisvar á

dag. Meðferð skal halda áfram svo lengi sem klínísk þörf er á.

Uppræting á H. pylori

: Sjúklinga með

H. pylori

sýkingu skal meðhöndla með upprætingarmeðferð.

Mælt er með eftirfarandi samsetningu sem gefin er í 7 daga.

Rabeprazol Krka 20 mg tvisvar á dag + clarithromycin 500 mg tvisvar á dag og amoxicillin 1 g tvisvar

á dag.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi:

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með skerta

nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Sjá kafla 4.4 „Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun“ varðandi notkun Rabeprazol Krka hjá

sjúklingum með verulega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki er mælt með notkun Rabeprazol Krka hjá börnum, þar sem engin reynsla er af notkun þess hjá

þessum hópi.

Lyfjagjöf

Fyrir ábendingar þar sem lyfið er tekið einu sinni á dag skal taka Rabeprazol Krka töflur að morgni,

fyrir mat; og þó að hvorki hafi verið sýnt fram á að það hvenær dagsins lyfið er tekið inn eða

fæðuneysla hafi áhrif á virkni rabeprazolnatríums, auðveldar þessi meðferðaráætlun meðferðarheldni.

Sjúklinga skal vara við því að tyggja eða mylja Rabeprazol Krka töflur, heldur skal gleypa þær í heilu

lagi.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, benzimidazólafleiðum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í

kafla 6.1.

Meðganga og brjóstagjöf.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þó einkenni svari meðferð með rabeprazolnatríum útilokar það ekki að um illkynja sjúkdóm í maga

eða vélinda sé að ræða. Því skal útiloka möguleika á illkynja sjúkdómi áður en meðferð með

Rabeprazol Krka er hafin.

Sjúklingar í langtíma meðferð (sérstaklega þeir sem eru í meðferð í meira en eitt ár) skulu vera undir

reglulegu eftirliti.

Ekki er hægt að útiloka hættu á krossofnæmisviðbrögðum við afleiður benzimidazola.

Sjúklinga skal vara við því að tyggja hvorki né mylja Rabeprazol Krka töflur, heldur skulu gleypa þær

í heilu lagi.

Börn

Ekki er mælt með notkun Rabeprazol Krka hjá börnum, þar sem engin reynsla er af notkun þess hjá

þessum hópi.

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um blóðmein (blóðflagnafæð og daufkyrningafæð).

Í flestum tilvikum, þar sem ekki var hægt að skilgreina annan orsakavald, voru aukaverkanirnar án

fylgikvilla og gengu til baka þegar meðferð með rabeprazoli var hætt.

Frávik í lifrarensímum hafa komið fram í klínískum rannsóknum og einnig hefur verið tilkynnt um

slíkt eftir markaðssetningu. Í flestum tilvikum, þar sem ekki var hægt að greina annan orsakavald, voru

aukaverkanirnar án fylgikvilla og gengu til baka þegar meðferð með rabeprazoli var hætt.

Engar vísbendingar um veruleg vandamál tengd öryggi lyfsins komu fram í rannsókn hjá sjúklingum

með væga til miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi samanborið við heilbrigða einstaklinga á sama

aldri og af sama kyni. Þar sem engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með verulega

skerðingu á lifrarstarfsemi er læknum hins vegar ráðlagt að gæta varúðar þegar meðferð með

Rabeprazol Krka er hafin í fyrsta skipti.

Ekki er mælt með samtímis notkun atazanavirs og Rabeprazol Krka (sjá kafla 4.5).

Meðferð með prótónpumpuhemlum, þ.m.t. Rabeprazol Krka, getur hugsanlega aukið hættu á

sýkingum í meltingarvegi s.s. vegna

Salmonella

Campylobacter

Clostridium difficile

(sjá

kafla 5.1).

Tilkynnt hefur verið um verulega blóðmagnesíumlækkun hjá sjúklingum sem fengið hafa meðferð

með prótónpumpuhemlum, eins og rabeprazoli, í a.m.k. þrjá mánuði og í flestum tilvikum eitt ár.

Alvarleg einkenni blóðmagnesíumlækkunar, s.s. þreyta, kalkstjarfi (tetany), óráð, krampar, sundl og

takttruflanir í sleglum geta komið fram, en í upphafi er hætta á að þau greinist ekki þar sem þau geta

verið falin. Hjá flestum sjúklingum, sem hafa orðið fyrir áhrifum, gekk blóðmagnesíumlækkunin til

baka eftir að magnesíumuppbót var gefin og meðferð með prótónpumpuhemlinum hætt.

Hjá sjúklingum sem búist er við að verði á langvinnri meðferð eða sem nota prótónpumpuhemla með

digoxini eða lyfjum sem geta valdið blóðmagnesíumlækkun (t.d. þvagræsilyfjum), skal

heilbrigðisstarfsfólk íhuga að mæla þéttni magnesíums áður en meðferð með prótónpumpuhemli er

hafin og reglulega á meðan á henni stendur.

Prótónpumpuhemlar, einkum ef þeir eru notaðir í stórum skömmtum og í langan tíma (>1 ár), geta

aukið hættu á mjaðmar-, úlnliðs-, og hryggbrotum lítils háttar, aðallega hjá öldruðum eða ef aðrir

þekktir áhættuþættir eru til staðar. Áhorfsrannsóknir benda til þess að prótónpumpuhemlar geti aukið

heildaráhættu á broti um 10-40%. Hluti þessarar auknu áhættu getur verið vegna annarra áhættuþátta.

Sjúklingar sem eru í hættu á að fá beinþynningu ættu að fá meðhöndlun í samræmi við núverandi

klínískar leiðbeiningar og taka inn fullnægjandi magn af D-vítamíni og kalsíum.

Samhliða notkun rabeprazols með methotrexati

Þær rannsóknaniðurstöður sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum benda til að samhliða notkun

prótónpumpuhemla með methotrexati (einkum í stórum skömmtum; sjá upplýsingar um ávísun

methotrexats) geti aukið þéttni og lengt tíma aukinnar þéttni methotrexats í sermi og/eða umbrotsefnis

þess, sem hugsanlega getur leitt til methotrexat eitrunar. Við gjöf stórra skammta af methotrexati

mætti íhuga að hætta meðferð með prótónpumpuhemlinum tímabundið hjá sumum sjúklingum.

Áhrif á frásog B12 vítamíns

Eins og á við um öll sýruhamlandi getur rabeprazolnatríum skert frásog B12 vítamíns

(cyanocobalamins) vegna saltsýruskorts eða saltsýruleysis. Þetta skal hafa í huga hjá sjúklingum með

skertan líkamsforða eða áhættuþætti tengdu skertu frásogsi B12 vítamíns við langtímameðferð eða ef

viðkomandi klínísk einkenni koma fram.

Meðalbráður húðhelluroði (subacute cutaneous lupus erythematosus (SCLE)

Prótónpumpuhemlar tengjast mjög sjaldgæfum tilvikum um meðalbráðan húðhelluroða (SCLE). Komi

meinsemd fram, einkum á svæðum sem eru útsett fyrir sólarljósi, og ef henni fylgja liðverkir, skal

sjúklingurinn tafarlaust leita læknisaðstoðar og skal heilbrigðisstarfsmaðurinn íhuga að hætta meðferð

með Rabeprazol Krka. Hafi meðalbráður húðhelluroði komið fram við fyrri meðferð með

prótónpumpuhemli getur verið aukin hætta á að meðalbráður húðhelluroði komi fram við meðferð

með öðrum prótónpumpuhemlum.

Áhrif á niðurstöður rannsókna

Hækkuð gildi Chromogranins A (CgA) getur haft áhrif á rannsóknir á taugainnkirtlaæxlum. Til að

koma í veg fyrir þessi áhrif skal stöðva meðferð með Rabeprazol Krka að minnsta kosti fimm dögum

fyrir CgA mælingar (sjá kafla 5.1). Ef gildi CgA og gastríns hafa ekki lækkað aftur þannig að þau séu

innan viðmiðunarbils við upphafsmælingu skal endurtaka mælingar 14 dögum eftir að meðferð með

prótónpumpuhemlum er hætt.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rabeprazolnatríum veldur mikilli og langvarandi hömlun á seytingu magasýru. Fram geta komið

milliverkanir við lyf sem eru háð sýrustigi varðandi frásog. Samhliða gjöf rabeprazolnatríums og

ketoconazols eða itraconazols getur valdið verulegri lækkun á plasmaþéttni þessara sveppalyfja.

Því þarf að hafa eftirlit með hverjum sjúklingi til að meta hvort skammtaaðlögun sé nauðsynleg þegar

ketoconazol eða itraconazol eru tekin samhliða Rabeprazol Krka.

Sýrubindandi lyf voru notuð samhliða rabeprazoli í klínískum rannsóknum og í sértækri rannsókn á

lyfjamilliverkunum komu engar milliverkanir fram við sýrubindandi lyf í fljótandi formi.

Samtímis notkun atazanavirs 300 mg/ritonavirs 10 mg og omeprazols (40 mg einu sinni á dag) eða

atazanvirs 400 mg og lansoprazols (60 mg einu sinni á dag) hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum minnkaði

útsetningu fyrir atazanaviri verulega. Frásog atazanavirs er háð sýrustigi. Þó það hafi ekki verið

rannsakað er búist við sömu niðurstöðu fyrir aðra prótónpumpuhemla. Því skal ekki gefa

prótónpumpuhemla, þ.m.t. rabeprazol, samtímis atazanaviri (sjá kafla 4.4).

Methotrexat

Skýrslur um sjúkdómstilfelli, birtar lyfjahvarfarannsóknir gerðar á mönnum og afturvirkar greiningar

benda til að samhliða gjöf prótónpumpuhemla og methotrexats (aðallega í stórum skömmtum; sjá

upplýsingar um ávísun methotrexats) geti aukið þéttni og lengt tíma aukinnar þéttni methotrexats í

sermi og/eða umbrotsefnis þess, hydroxymethotrexats. Þó hafa engar beinar rannsóknir á

lyfjamilliverkunum prótónpumpuhemla og methotrexats verið gerðar.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi við notkun rabeprazols hjá þunguðum konum.

Rannsóknir á æxlun, gerðar á rottum og kanínum, hafa hvorki leitt í ljós röskun á frjósemi né

fósturskaða af völdum rabeprazolnatríums, en lítið eitt af lyfinu berst yfir fylgju hjá rottum.

Ekki má nota Rabeprazol Krka á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort rabeprazolnatríum berst í brjóstamjólk. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá

konum með barn á brjósti. Rabeprazol natríum er þó skilið út í mjólk hjá rottum. Því eiga konur með

barn á brjósti ekki að nota Rabeprazol Krka.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Á grundvelli lyfhrifa og aukaverkanamynsturs er ólíklegt að Rabeprazol Krka skerði hæfni til aksturs

eða notkunar véla. Ef árvekni er skert vegna syfju er þó ráðlagt að forðast akstur og stjórnun flókinna

véla.

4.8

Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá í klínískum samanburðarrannsóknum með rabeprazoli

voru höfuðverkur, niðurgangur, kviðverkur, þróttleysi, vindgangur, útbrot og munnþurrkur. Flestar

aukaverkana sem komu fram í klínískum rannsóknum voru vægar eða miðlungi alvarlegar og

skammvinnar.

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum í klínískum rannsóknum og eftir að lyfið kom á

markað.

Tíðni er skilgreind sem:

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (≤1/10.000)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma

örsjaldan fyrir

Tíðni ekki

þekkt

Sýkingar af

völdum sýkla og

sníkjudýra

sýking

Blóð og eitlar

daufkyrningafæð,

hvítkornafæð,

blóðflagnafæð,

hvítfrumnafjölgun

Ónæmiskerfi

ofnæmi

Efnaskipti og

næring

lystarleysi

blóðnatríum-

lækkun, blóð-

magnesíum-

lækkun (

sjá

kafla 4.4

Geðræn

vandamál

svefnleysi

taugaóstyrkur

þunglyndi

rugl

Taugakerfi

höfuðverkur,

sundl

svefnhöfgi

Augu

sjóntruflanir

Æðar

bjúgur á

útlimum

Öndunarfæri,

brjósthol og

miðmæti

hósti,

kokbólga,

nefslímu-

bólga

berkjubólga,

skútabólga

Meltingarfæri

niðurgangur,

meltingar-

magabólga,

smásæ

uppköst,

ógleði,

kviðverkur,

hægðatregða,

vindgangur,

kirtilsepar

(góðkynja) í

magabotni

truflanir,

munnþurrkur,

ropar

munnbólga,

bragðskyns-

truflun

ristilbólga

Lifur og gall

lifrarbólga, gula,

lifrarheilakvilli

Húð og

undirhúð

útbrot,

roðaþot

kláði, sviti,

blöðruviðbrögð

regnbogaroði,

eitrunardrep í

húðþekju,

Stevens-Johnson

heilkenni

meðalbráður

húðhelluroði

(sjá

kafla 4.4)

Stoðkerfi og

stoðvefur

ósértækur

verkur,

bakverkur

vöðvaverkir,

sinadráttur í

fótum, liðverkir,

mjaðmar-,

úlnliðs- eða

hryggbrot (

sjá

kafla 4.4

Nýru og

þvagfæri

þvagfæra-

sýking

millivefs-

nýrnabólga

Æxlunarfæri og

brjóst

brjósta-

stækkun hjá

körlum

Almennar

aukaverkanir

og

aukaverkanir á

íkomustað

þróttleysi,

inflúensu-

líkur

sjúkdómur

brjóstverkur,

kuldahrollur,

hiti

Rannsókna-

niðurstöður

hækkun

lifrarensíma

þyngdaraukning

Þ.m.t. þroti í andliti, lágþrýstingur og mæði

Roðaþot, blöðruviðbrögð og ofnæmisviðbrögð hafa yfirleitt gengið til baka eftir að meðferð er hætt.

Mjög sjaldan hefur verið greint frá lifrarheilakvilla hjá sjúklingum með undirliggjandi skorpulifur.

Þegar meðferð með Rabeprazol Krka er hafin hjá sjúklingum með verulega skerta í lifrarstarfsemi er

ráðlagt að gæta varúðar (sjá kafa 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu til Lyfjastofnunnar, www.lyfjastofnun.is.

4.9

Ofskömmtun

Takmörkuð reynsla liggur fyrir varðandi ofskömmtun af ásettu ráði eða fyrir slysni. Stærsti skammtur

sem vitað er að sjúklingur hafi fengið hefur ekki verið stærri en 60 mg tvisvar á dag, eða 160 mg einu

sinni á dag. Áhrifin eru almennt óveruleg, koma fram sem dæmigerðar aukaverkanir og ganga til baka

án frekari læknisfræðilegra inngripa. Ekkert sértækt mótefni er þekkt. Rabeprazolnatríum mjög mikið

próteinbundið og því ekki hægt að fjarlægja það með skilun. Eins og við alla ofskömmtun skal

meðferð vera einkennabundin og beita skal almennri stuðningsmeðferð.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við maga- og skeifugarnarsári og vélindabakflæði, prótónpumpuhemlar,

ATC flokkur: A02BC04

Verkunarháttur

Rabeprazolnatríum tilheyrir flokki andseytandi efna, benzimidazólafleiða, sem hafa hvorki

andkólínvirka né H

histamínblokkandi eiginleika, en bæla seytingu magasýru með sértækri hömlun á

-ATPasa ensíminu (sýru- eða prótónpumpunni). Áhrifin eru skammtaháð og leiða til hömlunnar

á bæði grunn- og örvaðri sýrulosun, óháð áreiti. Dýrarannsóknir benda til þess að eftir lyfjagjöf hverfi

rabeprazolnatríum hratt úr bæði plasma og slímhúð í maga. Rabeprazol er veikur basi og frásogast því

hratt eftir alla skammta og safnast upp í súru umhverfi saltsýrufrumna (parietal cells). Rabeprazol er

umbreytt í virkt súlfónamíðform með tengingu við prótónu og hvarfast síðan við aðgengilegt cýstein á

prótónpumpunni.

Lyfhrif

Hömlun á sýrulosun

: Eftir inntöku 20 mg skammts af rabeprazolnatríum hefst hömlun á sýrulosun

innan einnar klst. og hámarksáhrif koma fram innan 2-4 klst. Hömlun á grunnlosun sýru 23 klst. eftir

fyrsta skammt af rabeprazolnatríum er 69% og 82% á fæðuörvaðri sýrulosun og hömlun varir í allt að

48 klst. Hamlandi áhrif rabeprazolnatríums á sýrulosun aukast svolítið við endurtekna skömmtun einu

sinni á dag og nær jafnvægi eftir þrjá daga. Þegar notkun lyfsins er hætt verður sýruseyting eðlileg á

2 til 3 dögum.

Minnkað sýrustig í maga af hvaða orsök sem er, þ.m.t. vegna prótónpumpuhemla eins og rabeprazols,

eykur fjölda baktería sem venjulega eru til staðar í meltingarvegi. Meðferð með prótónpumpuhemlum

getur hugsanlega aukið hættu á sýkingum í meltingarvegi, s.s. vegna

Salmonella

Campylobacter

Clostridium difficile

Áhrif á gastrín í sermi

: Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar meðhöndlaðir með 10 eða 20 mg af

rabeprazolnatríum einu sinni á dag í allt að 43 mánuði. Þéttni gastríns í sermi jókst fyrstu 2 til

8 vikurnar, sem endurspeglar hamlandi áhrif á sýrulosun, og hélst stöðug á meðan á meðferð stóð.

Þéttni gastríns varð aftur eins og fyrir meðferð, yfirleitt innan 1-2 vikna eftir að meðferð var hætt.

Í vefjasýnum úr hliðum (antrum) og botni (fundus) maga hjá 500 sjúklingum sem fengu rabeprazol

eða sambærilega meðferð í allt að 8 vikur hafa ekki greinst vefjafræðilegar breytingar á ECL frumum,

breyting á stigi magabólgu, tíðni magavisnunar (atropic gastritis), vefjaummyndun í þörmum

(intestinal metaplasia) eða dreifingu

H. pylori

sýkingar. Hjá fleiri en 250 sjúklingum þar sem fylgst

var með 36 mánaða stöðugri meðferð fundust engar marktækar breytingar samanborið við

upphafsgildi.

Meðan á meðferð stendur með lyfjum sem hindra seytingu eykst magn gastríns í sermi sem viðbrögð

við minnkaðri seytingu á magasýrum. Gildi CgA hækkar einnig vegna minnkaðrar magasýru. Hækkað

gildi CgA getur haft áhrif á rannsóknir á taugainnkirtlaæxlum.

Aðgengileg birt sönnunargögn benda til þess að hætta skuli notkun prótónpumpuhemla fimm dögum

til tveimur vikum fyrir CgA mælingar. Það er til þess að gefa CgA gildum, sem getur verið hækkuð

vegna meðferðar með prótónupumpuhemlum, tíma til að lækka aftur svo það verði innan

viðmiðunarbils.

Önnur áhrif

: Hingað til hafa ekki sést altæk (systemic) áhrif rabeprazolnatríums í miðtaugakerfi,

hjarta- og æðakerfi eða í öndunarfærum. Rabeprazolnatríum sem gefið var í 20 mg skömmtum til

inntöku í 2 vikur hafði engin áhrif á starfsemi skjaldkirtils, kolvetnaefnaskipti eða blóðþéttni

kalkkirtilshormóns, cortisols, estrogens, testosterons, prolaktins, colecystokinins, secretins, glucagons,

eggbúsörvandi hormóns (FSH), gulbúsörvandi hormóns (LH), renins, aldosterons eða vaxtarhormóns.

Klínísk verkun og öryggi

Í rannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum hefur rabeprazolnatríum ekki reynst hafa klínískt

marktækar milliverkanir við amoxicillin. Rabeprazol lækkar hvorki þéttni amoxicillins né

clarithromycins í plasma þegar þessi lyf eru notuð samtímis í þeim tilgangi að uppræta sýkingu af

völdum

H. pylori

í efri hluta meltingarfæra.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog: Rabeprazol Krka er sýruþolið (magasýruþolið) töfluform af rabeprazolnatríum. Þetta form er

nauðsynlegt því rabeprazol er óstöðugt í sýru. Frásog rabeprazols hefst því ekki fyrr en eftir að taflan

fer úr maga. Frásog er hratt, hámarksþéttni rabeprazols í plasma næst u.þ.b. 3,5 klst. eftir töku 20 mg

skammts. Hámarksþéttni (C

) rabeprazols í plasma og flatarmál undir þéttniferli (AUC) eru línuleg á

skammtabilinu 10 mg til 40 mg. Heildaraðgengi 20 mg skammts til inntöku (samanborið við gjöf í æð)

er um 52%, aðallega vegna umbrots áður en lyfið dreifist um líkamann. Auk þess virðist aðgengi ekki

aukast við endurtekna lyfjagjöf. Helmingunartími í plasma er u.þ.b. ein klukkustund hjá heilbrigðum

einstaklingum (á bilinu 0,7 til 1,5 klst.) og heildarúthreinsun úr líkamanum er áætluð 283± 98 ml/mín.

Engin klínísk milliverkun við fæðu sem skiptir máli kom fram. Hvorki matur né sá tími dags sem lyfið

er gefið hefur áhrif á frásog rabeprazolnatríums.

Dreifing: Rabeprazol er um 97% bundið plasmapróteinum hjá mönnum.

Umbrot og brotthvarf: Eins og við á um aðra prótónpumpuhemla er rabeprazolnatríum umbrotið fyrir

tilstilli cytochrom P450 (CYP450) umbrotskerfisins í lifur.

In vitro

rannsóknir með lifrarfrymisögnum

úr mönnum benda til þess að rabeprazolnatríum sé umbrotið af CYP450 ísóensímum (CYP2C19 og

CYP3A4). Í þessum rannsóknum virkjaði rabeprazol hvorki né hindraði CYP3A4 við plasmaþéttni

sem gera má ráð fyrir hjá mönnum og jafnvel þó

in vitro

rannsóknir hafi ekki alltaf forspárgildi fyrir

ástand

in vivo

benda þessar niðurstöður til þess að ekki sé að vænta milliverkana á milli rabeprazols og

ciclosporins. Hjá mönnum eru thioether (M1) og karboxýlsýra (M6) aðalumbrotsefnin í plasma auk

súlfóns (M2), desmetýlthioethers (M4) og merkaptúrsýru afleiðu (M5), sem eru lítilvæg umbrotsefni

sem greinast í minna mæli. Einungis desmetýl umbrotsefnið (M3) hefur lítilsháttar virkni gegn

sýrulosun, en er ekki til staðar í plasma.

Eftir inntöku á stökum 20 mg

C merktum skammti af rabeprazolnatríum til inntöku var ekkert af

lyfinu skilið út í þvagi á óbreyttu formi. Brothvarf u.þ.b. 90% af skammtinum í þvagi var aðallega sem

umbrotsefnin tvö: merkaptúrsýru afleiða (M5) og karboxýlsýra (M6) auk tveggja óþekktra

umbrotsefna. Það sem eftir var af skammtinum fannst í hægðum.

Kyn

: Enginn marktækur munur var á lyfjahvarfabreytum á milli kynja eftir töku 20 mg skammts af

rabeprazoli þegar leiðrétt hafði verið miðað við líkamsþyngd og hæð.

Skert nýrnastarfsemi: Hjá sjúklingum með stöðuga nýrnabilun á lokastigi sem reglulega þurfa

blóðskilun (kreatínínúthreinsun ≤5 ml/mín./1,73 m

) var dreifing rabeprazols mjög svipuð og hjá

heilbrigðum sjálfboðaliðum. Gildi AUC og C

hjá þessum sjúklingum voru u.þ.b. 35% lægri en

samsvarandi gildi hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Helmingunartími rabeprazols var að meðaltali

0,82 klst. hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, 0,95 klst. hjá sjúklingum á meðan á blóðskilun stóð og

3,6 klst. eftir skilun. Úthreinsun lyfsins hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm sem þurftu reglulega

blóðskilun var u.þ.b. tvöfalt meiri en hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum.

Skert lifrarstarfsemi: Hjá sjúklingum með langvinna væga til miðlungi mikla skerðingu á

lifrarstarfsemi tvöfaldaðist AUC og helmingunartími 2-3 faldaðist eftir stakan 20 mg skammt af

rabeprazoli samanborið við heilbrigða sjálfboðaliða. Þó hafði AUG einungis aukist 1,5 falt eftir 20 mg

dagskammt í 7 daga og C

einungis 1,2 falt. Helmingunartími rabeprazols hjá sjúklingum með skerta

lifrarstarfsemi var 12,3 klst. samanborið við 2,1 klst. hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Lyfhrifin

(stjórnun sýrustigs í maga) voru klínískt sambærileg í hópunum tveimur.

Aldraðir: Brotthvarf rabeprazols var svolítið minnkað hjá öldruðum. Eftir inntöku 20 mg skammts á

dag af rabeprazolnatríum í 7 daga hafði AUC u.þ.b. tvöfaldast, C

hækkað um 60% og t

lengst um

u.þ.b. 30% samanborið við heilbrigða unga sjálfboðaliða. Engar vísbendingar voru hins vegar um

uppsöfnun rabeprazols.

Aðrir sérstakir hópar

CYP2C19 fjölbreytni

: Eftir inntöku 20 mg af rabeprazoli á dag í 7 daga höfðu þeir sem voru með hæg

CYP2C19 umbrot AUC og t

sem var u.þ.b. 1,9 sinnum og 1,6 sinnum hærra samanborið við þá sem

eru með hröð umbrot, en C

hafði aðeins hækkað um 40%.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínísk áhrif komu aðeins fram við útsetningu sem var nægilega mikið yfir hámarksútsetningu hjá

mönnum að á grundvelli upplýsinga úr dýratilraunum eru áhyggjur af öryggi notkunar hjá mönnum

hverfandi.

Niðurstöður úr rannsóknum á stökkbreytingarvaldandi áhrifum voru tvíræðar. Prófanir á eitilfrumulínu

hjá músum voru jákvæðar, en örkjarnaprófanir

in vivo

og DNA viðgerðarpróf

in vitro

voru neikvæð.

Engin sérstök áhætta fyrir menn kom fram í rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum.

Rannsóknir á krabbameinsáhrifum sýndu enga sérstaka áhættu fyrir menn.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Töflukjarni

Mannitol (E421)

Magnesíumoxíð, létt (E530)

Hýdroxýprópýlsellulósi (E463)

Hýdroxýprópýlsellulósi, lítið útskiptur (E463)

Magnesíumsterat (E470b)

Húð

Etýlsellulósi (E462)

Magnesíumoxíð, létt (E530)

Hýprómellósaþalat

Tvíacýltengd einglýseríð (E472a)

Talkúm (E553b)

Títantvíoxíð (E171)

Rautt járnoxíð (E172) -

aðeins 10 mg

Gult járnoxíð (E172) -

aðeins 20 mg

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

Pakkningastærðir (þynnuspjöld með OPA/ál/PVC filmu og álþynnu): 7, 10, 14, 15, 28, 30, 56, 60, 90,

98 og 100 magasýruþolnar töflur í öskju.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

KRKA Sverige AB, Göta Ark 175, 118 72 Stockholm, Svíþjóð

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

IS/1/13/078/01-02

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 24. september 2013.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 28. október 2015.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

19. febrúar 2018.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here