Quinine Sulfate Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Quinine Sulfate Actavis Filmuhúðuð tafla 200 mg
 • Skammtar:
 • 200 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Quinine Sulfate Actavis Filmuhúðuð tafla 200 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 855d2759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur

Kínín súlfat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast

alvarlegar. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Quinine Sulfate Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Quinine Sulfate Actavis

Hvernig nota á Quinine Sulfate Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Quinine Sulfate Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Quinine Sulfate Actavis og við hverju það er notað

Quinine Sulfate Actavis tilheyrir flokki lyfja gegn frumdýrum sem notuð eru:

til meðferðar við malaríu

til meðferðar við og til að fyrirbyggja nætursinadrætti hjá fullorðnum og öldruðum þegar

sinadráttur veldur reglulega truflunum á svefni.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Quinine Sulfate Actavis

Ekki má nota Quinine Sulfate Actavis ef:

um er að ræða

ofnæmi

fyrir kíníni (þar á meðal því sem er í tónik drykk eða öðrum

drykkjarföngum), kínólíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

þú ert með

blóð í þvagi

þú ert með

eyrnasuð

þú þjáist af

vöðvaslensfári

(myasthenia gravis)

þú ert með

augnvandamál

eða sjóntruflanir

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Quinine Sulfate Actavis er

notað.

ef þú ert með

óreglulegan hjartslátt

eða aðra

hjartasjúkdóma

ef þú hefur verið með

malaríu

í langan tíma

ef þú þjáist af alvarlegum glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa skorti (

G6PD

) þar sem það getur

valdið blóðleysi eftir neyslu vissra fæðutegunda eins og hestabauna (fava bauna) og notkun

sumra lyfja, þ.m.t. annarra lyfja við malaríu og dapsóns.

Þú skalt ekki að taka stærri skammt en ráðlagður er þar sem sjúkleiki, sem kallaður er

kínabarkareitrun, getur komið fyrir jafnvel eftir ráðlagðan skammt. Lestu kafla 4 „Hugsanlegar

aukaverkanir“ til að fræðast um einkenni kínabarkareitrunar og láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir

einhverju þeirra.

Notkun annarra lyfjasamhliða Quinine Sulfate Actavis

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á sérstaklega við um:

segavarnarlyf (sem hindra kekkjun blóðs)

hjartaglýkósíða (s.s. dígoxín)

chloroquín, mefloquín, artemether með lumefantríni, primaquín, halófantrín (einnig við malaríu)

címetidín (við magasári, súru bakflæði og meltingartruflunum)

amantadín (við Parkinsons veiki og sumum veirusýkingum)

ciclosporín (til að hindra að líkaminn hafni líffæraígræðslu)

flecainíð, kínidín og amiodarón (við hjartsláttartruflunum)

terfenadín (við ofnæmi)

pimozíð og thioridazín (við sumum geðröskunum)

moxifloxacín, rifampicín eða sveppalyf (við sýkingum)

sykursýkislyf

suxamethoníum (vöðvaslakandi)

HIV lyf

barbitúrsýrur, carbamazepín eða fenýtoín (notað við flogaveiki)

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Þú skalt ekki taka Quinine Sulfate Actavis töflur ef þú ert þunguð, ráðgerir að verða þunguð eða ert

með barn á brjósti nema læknirinn ráðleggi það.

Quinine Sulfate Actavis skal ekki nota á meðgöngu við næturkrömpum.

Akstur og notkun véla

Quinine Sulfate Actavis töflur geta haft áhrif á sjón þína og valdið svima. Vertu viss um að lyfið hafi

ekki þau áhrif á þig áður en þú ekur eða stjórnar vélum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Quinine Sulfate Actavis

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleypið töflurnar með vatni.

Ráðlagður skammtur er:

Malaría

(hugsanlega verður þér gefið annað lyf við malaríu ásamt þessu eða eftir meðferðarlotu

með þessu lyfi):

Fullorðnir (þ.m.t. aldraðir) og börn eldri en 12 ára

- 600 mg á 8 klst. fresti í 5-7 sólarhringa.

Börn yngri en 12 ára

- 10 mg/kg líkamsþunga á 8 klst. fresti í 7 sólarhringa.

Ef þú ert með nýrna- eða lifrarsjúkdóm verða þér etv. gefnir aðrir skammtar.

Sinadráttur að næturlagi:

Fullorðnir (þ.m.t. aldraðir)

- 200 mg fyrir svefn. Liðið geta allt að 4 vikur áður en sinadráttur

hverfur.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

tafarlaust hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni eru m.a.

meðvitundarmissir, dá, öndunarerfiðleikar, breytingar á hjartslætti og hjartastarfsemi, nýrnabilun,

flogakast, suð í eyrunum, heyrnarmissir, höfuðverkur, ógleði eða uppköst, breytingar á sjón, lág

kalíumþéttni í blóði (sem veldur vöðvakippum/máttleysi eða óeðlilegri hjartsláttartíðni) og lágur

blóðsykur og svitamyndun. Sumar þessara aukaverkana geta verið lífshættulegar. Stórir skammtar af

kíníni geta einnig valdið fósturlátum hjá þunguðum konum.

Ef gleymist að taka Quinine Sulfate Actavis

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef þú gleymir að taka

skammt skalt þú taka hann strax og þú manst eftir því og taka síðan næsta skammt á réttum tíma.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu strax samband við lækninn

ef eftirfarandi aukaverkanir koma fram:

Ofnæmisviðbrögð

- útbrot með kláða, þroti í vörum, andliti, hálsi eða tungu, roði í húð, hiti,

astmi eða viðkvæmni fyrir ljósi.

Sár í munni, nefi og augum, útbrot og blöðrur (Stevens-Johnsons heilkenni).

Kínabarkareitrun

- kviðverkir, niðurgangur, sjóntruflanir (óskýr sjón, breytingar á litaskyni

eða

sjónsviði,

blinda),

höfuðverkur,

ógleði,

uppköst,

eyrnasuð

eða

skert

heyrn,

útbrot,

meðvitundarleysi, flogaköst, hjartaáfall, hjartsláttartruflanir, dauði. Ef einhver þessara einkenna

koma fram þegar Quinine Sulfate Actavis er tekið við sinadrætti skal hætta meðferð og hafa

strax samband við lækni.

Breytingar á blóðfrumum sem koma fram í blóð- eða þvagprófum, ef þú tekur eftir að þú merst

auðveldlega eða þér blæðir auðveldlega, færð oft blóðnasir, eða þú færð oftar særindi í hálsi og

sýkingar en venjulega segðu lækninum frá því þar sem hann gæti viljað gera blóðrannsókn.

Látið lækninn vita ef vart verður við eftirtaldar aukaverkanir eða aðrar aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli:

Niðurgang, ógleði eða uppköst, kviðverki, lágan blóðsykur.

Vöðvaslappleika, æsing, uppnám, tilfinningu fyrir að allt sé á hreyfingu, rugl, meðvitundarleysi,

dá, dauða.

Höfuðverk, breytingar á sjón, suð í eyrum, heyrnartap.

Bólgu, kláða, flögnun, roða eða upphleypta bletti á húð, útbrot, ljósnæmi.

Versnun vöðvaslensfárs (sjúkdóms sem einkennist af máttleysi í vöðvum, erfiðleikum við að

tyggja og kyngja og þvoglumæli).

Nýrnaskemmdir, nýrnabilun, litla þvagmyndun, uppsöfnun vatns, hægan hjartslátt, breytingar á

hjartslætti, blóðþrýstingsfall og veikan púls, exem, fósturlát (við stóra skammta),

öndunarerfiðleika.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Quinine Sulfate Actavis

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25

C á þurrum stað.

Ekki skal nota Quinine Sulfate Actavis eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á

umbúðunum/öskjunni/glasinu á eftir „Fyrnist“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem

þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Quinine Sulfate Actavis inniheldur

Virka innihaldsefnið er 200 mg kínín súlfat.

Önnur innihaldsefni eru natríumlaurýlsúlfat, póvidón, örkristallaður sellulósi (E460),

natríumkroskarmellósi, magnesíumstearat, hert jurtaolía.

Töfluhúðin inniheldur: hýprómellósa, hýdroxýprópýl sellulósa, miðlungs löng þríglýseríð,

makrógól 3350, títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Quinine Sulfate Actavis og pakkningastærðir

Quinine Sulfate Actavis eru hvítar, hringlaga, filmuhúðaðar töflur.

Pakkningastærðir: 28, 30, 56, 60, 84, 90, 100, 112, 120, 168, 180, 250, 500, 1.000 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Actavis UK Limited, Barnstaple, N Devon EX32 8NS, Bretlandi

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.