Pulmicort Turbuhaler

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pulmicort Turbuhaler Innöndunarduft 400 míkróg/ skammt
 • Skammtar:
 • 400 míkróg/ skammt
 • Lyfjaform:
 • Innöndunarduft
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pulmicort Turbuhaler Innöndunarduft 400 míkróg/skammt
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 435d2759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Pulmicort

®

Turbuhaler

®

100 míkróg/skammt,

innöndunarduft

Pulmicort

®

Turbuhaler

®

200 míkróg/skammt,

innöndunarduft

Pulmicort

®

Turbuhaler

®

400 míkróg/skammt, innöndunarduft

búdesóníð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Pulmicort Turbuhaler og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Pulmicort Turbuhaler

Hvernig nota á Pulmicort Turbuhaler

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Pulmicort Turbuhaler

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Pulmicort Turbuhaler og við hverju það er notað

Pulmicort er barksteri til innöndunar við astma. Það inniheldur virka efnið búdesóníð.

Pulmicort dregur úr slímmyndun og bólgu í öndunarvegi. Þannig verður auðveldara að anda og ef lyfið

er notað reglulega dregur úr astmaeinkennum.

Notað við astma. Pulmicort er notað sem regluleg fyrirbyggjandi meðferð við astmakasti þegar ekki

næst stjórn á astmanum með öðrum stuttverkandi astmalyfjum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Pulmicort Turbuhaler

Pulmicort er fyrirbyggjandi meðferð og skal ekki nota til þess að lina bráða andnauð. Mikilvægt er að

taka lyfið reglulega á hverjum morgni og á kvöldin – einnig þegar engin astmaeinkenni eru til staðar.

Áhrifin koma ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Full verkun er háð því að lyfið sé notað reglulega í

langan tíma. Hafa skal samband við lækninn ef engin áhrif koma fram.

Ekki má nota Pulmicort Turbuhaler:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir búdesóníði sem er eina innihaldsefni Pulmicort Turbuhaler.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Pulmicort Turbuhaler er notað.

Hafðu samband við lækni ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Gætið varúðar við notkun Pulmicort Turbuhaler

ef þú hefur fengið berkla, eða hefur nýlega fengið aðrar sýkingar.

Börn og unglingar

Læknirinn mun hafa reglulegt eftirlit með hæðarvexti barns sem fær meðferð með Pulmicort í lengri

tíma. Ef hægist á hæðarvexti þarf að endurskoða meðferðina.

Notkun annarra lyfja samhliða Pulmicort Turbuhaler

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Takmörkuð reynsla er af notkun Pulmicort á meðgöngu.

Pulmicort skilst út í brjóstamjólk. Þegar notaðir eru ráðlagðir skammtar er þó ekki talin hætta á að það

hafi áhrif á barnið. Konur með barn á brjósti mega nota Pulmicort Turbuhaler.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Pulmicort hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Pulmicort Turbuhaler

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Áður en þú byrjar að nota Pulmicort Turbuhaler í fyrsta skiptið er mikilvægt að lesa upplýsingarnar í

„Hvernig nota á Turbuhaler“ og fylgja leiðbeiningunum vandlega. Erfitt getur verið fyrir barn að nota

Turbuhaler. Því er mikilvægt að ganga úr skugga um að barnið kunni að nota tækið.

Mikilvægt er að skola munninn með vatni eftir hverja lyfjagjöf.

HVERNIG NOTA Á TURBUHALER

Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki og er mjög lítið magn af lyfinu í hverjum skammti. Þegar

andað er að sér í gegnum innöndunartækið berst duftið til lungna. Þess vegna er mjög mikilvægt að

anda djúpt og kröftuglega að sér í gegnum munnstykkið.

Auðvelt er að nota Turbuhaler. Fylgið leiðbeiningum hér að neðan.

Nýtt Pulmicort Turbuhaler innöndunartæki undirbúið

Áður en þú notar

nýtt

Pulmicort Turbuhaler innöndunartæki

í fyrsta sinn

, verður að undirbúa það

fyrir notkun samkvæmt eftirfarandi:

Skrúfið hlífðarhettuna af.

Haldið Pulmicort Turbuhaler innöndunartækinu uppréttu þannig að botnstykkið vísi niður.

Munnstykki

Skammtamælir

Botnstykki

Snúið botnstykkinu í aðra áttina eins langt og hægt er. Snúið botnstykkinu svo í hina áttina eins

langt og hægt er (ekki skiptir máli í hvora áttina er fyrst snúið). Þú átt að heyra smell.

Gerðu þetta aftur, þ.e. snúðu botnstykkinu í báðar áttir.

Pulmicort Turbuhaler innöndunartækið er nú tilbúið til notkunar.

Hvernig nota á tækið

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum í hvert skipti sem þú þarft að nota tækið.

Skrúfið hlífðarhettuna af.

Haldið tækinu uppréttu

þannig að botnstykkið vísi niður. Ekki halda í munnstykkið meðan þú

hleður innöndunartækið. Til þess að hlaða skammti í tækið á að snúa botnstykkinu í aðra áttina

eins langt og hægt er

og svo aftur til baka í hina áttina. Ekki skiptir máli í hvora áttina er fyrst

snúið. Þú munt heyra smell. Innöndunartækið er nú tilbúið til notkunar.

Smellur heyrist

Næst á að anda frá sér.

Þó ekki í gegnum tækið

Setjið munnstykkið á milli tannanna og leggið varirnar þétt að því.

Anda á djúpt og kröftuglega

að sér í gegnum munninn. Hvorki má bíta í munnstykkið né naga það.

Fjarlægja á tækið frá munninum áður en andað er frá sér. Ef læknir hefur gefið fyrirmæli um fleiri

en einn skammt skal endurtaka liði 2-5.

Skrúfið hlífðarhettuna á eftir notkun.

Skolið munninn með vatni eftir notkun og spýtið því út.

Athugið!

Aldrei má anda frá sér í gegnum munnstykkið.

Hlífðarhettuna á að skrúfa á eftir hverja notkun.

Ekki reyna að fjarlægja eða snúa munnstykkinu, það á að vera fast á innöndunartækinu.

Ekki nota Turbuhaler innöndunartækið ef það hefur eyðilagst eða ef munnstykkið hefur

verið tekið af.

Þar sem hver skammtur er mjög lítill er ekki víst að nokkuð finnist við innöndun. Ef leiðbeiningum um

notkun er fylgt er öruggt að lyfjaskammtinum hafi verið andað að sér.

Hreinsun

Þurrkið munnstykkið að utanverðu reglulega (vikulega) með þurrum mjúkum pappír.

Notið aldrei vatn, spritt eða annan vökva til að hreinsa munnstykkið.

Hvenær er tækið tómt?

Þegar u.þ.b. 20 skammtar eru eftir birtist rauð rönd á skammtamælinum. Þegar rauða röndin er komin

að neðri hluta skammtamælisins er tækið tómt. Athugið að hljóðið sem heyrist þegar tækið er hrist, er

ekki frá lyfinu heldur frá þurrkefni sem er í tækinu.

20 skammtar

eftir

Ekkert af

lyfinu eftir

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef of stór skammtur af Pulmicort Turbuhaler hefur verið notaður í einstaka tilviki er ólíklegt að vart

verði óþæginda.

Ef of stórir skammtar af Pulmicort Turbuhaler eru notaðir í langan tíma (mánuði) er hætta á

óæskilegum verkunum. Ef þig grunar að svo sé, leitið þá til læknis.

Mikilvægt er að lyfið sé notað samkvæmt leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð eða samkvæmt

fyrirmælum læknisins. Ekki stækka eða minnka skammta nema að höfðu samráði við lækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ræddu við lækninn ef eftirfarandi einkenni koma fram meðan þú notar búdesoníð. Þetta geta verið

einkenni lungnasýkingar:

Hiti eða kuldahrollur

Aukin slímframleiðsla, litur á slími breytist

Aukinn hósti eða meiri öndunarerfiðleikar

Algengar aukaverkanir (koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 100 og færri en 1 af hverjum 10)

Erting í hálsi, hósti, hæsi, lungnabólga hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu, sveppasýking í

munni og hálsi.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 1.000 og færri en 1 af hverjum 100):

Kvíði, þunglyndi, skjálfti, drer (ský á augasteini), vöðvakrampar, þokusýn.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma venjulega fram hjá færri en 1 af hverjum 1.000 en fleiri en 1 af

hverjum 10.000):

Ofnæmisviðbrögð, t.d. útbrot og þroti (bjúgur), hegðunartruflanir (sérstaklega hjá börnum),

eirðarleysi, taugaveiklun, raddtruflanir, marblettir, berkjukrampi (krampi í öndunarvegi).

Einnig hefur verið greint frá eftirfarandi aukaverkunum, en ekki er hægt að áætla tíðni út frá

fyrirliggjandi gögnum (tíðni ekki þekkt):

Svefntruflanir, árásargirni, aukinn þrýstingur innan augans (gláka), verulegt eirðarleysi.

Barksterar til innöndunar geta haft áhrif á eðlilega framleiðslu sterahormóna í líkamanum, sérstaklega

ef þeir eru notaðir í stórum skömmtum í langan tíma. Áhrif geta verið:

Breytingar á steinefnaþéttni í beinum (minnkuð beinþéttni)

Drer (ský á augasteini)

Gláka (hækkaður þrýstingur í auga)

Hægist á vexti hjá börnum og unglingum

Áhrif á starfsemi nýrnahettubarkar (lítill kirtill við nýrun)

Mun minni líkur eru á að þessi áhrif komi fram við innöndun barkstera en við notkun barkstera-taflna.

Ath: Þegar meðferð með Pulmicort Turbuhaler er hafin í stað barkstera í töfluformi (t.d. prednisolons)

geta sumir sjúklingar fundið tímabundið aftur fyrir einkennum eins og nefrennsli, roða og vöðva- og

liðverkjum. Leita skal til læknis ef einhver þessara einkenna verður vart eða einkenni eins og

höfuðverkur, þreyta, ógleði og uppköst koma fram.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Pulmicort Turbuhaler

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Hlífðarhettuna á að skrúfa á eftir hverja notkun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Pulmicort Turbuhaler inniheldur

Virka innihaldsefnið er búdesóníð.

Engin önnur innihaldsefni eru í lyfinu.

Lýsing á útliti Pulmicort Turbuhaler og pakkningastærðir

Turbuhaler er úr plasti, og er fjölskammta innöndunartæki og er mjög lítið magn af lyfinu í hverjum

skammti (sjá „Hvernig nota á Turbuhaler“).

Hvert innöndunartæki inniheldur 200 skammta.

Markaðsleyfishafi

Astra Zeneca A/S

2300 København S

Danmörk

Framleiðandi

: AstraZeneca Pharmaceutical Production AB, Svíþjóð eða AstraZeneca Dunkerque

Production.

Umboð á Íslandi

: Vistor hf., sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar: http://www.serlyfjaskra.is