Profender

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Profender
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Profender
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Hundar, kettir
 • Lækningarsvæði:
 • Vörn gegn krabbameinslyfjum, skordýraeitum og repellents
 • Ábendingar:
 • CatsFor kettir þjáist af, eða í hættu, í bland sníkjudýra af völdum roundworms og bandorma eftirfarandi tegundir:Roundworms (Pöddurnar)Toxocara cati (þroskaður fullorðinn, óþroskaður fullorðinn, L4 og L3);Toxocara cati (L3 lirfur) – meðferð queens seint á meðgöngu til að koma í veg fyrir lactogenic sending til afkvæmi;Toxascaris andreoletti (þroskaður fullorðinn, óþroskaður fullorðinn og L4);Ancylostoma tubaeforme (þroskaður fullorðinn, óþroskaður fullorðinn og L4). Bandorma (Cestodes)Dipylidium caninum (þroskaður fullorðinn og óþroskaður fullorðinn);Taenia taeniaeformis (fullorðinn);Echinococcus multilocularis (fullorðinn). LungwormsAelurostrongylus abstrusus (fullorðinn). DogsFor hundar þjáist af, eða í hættu, í bland sníkjudýra af völdum roundworms og bandorma eftirfarandi tegundir:Roundworms (pöddurnar):Toxocara canis (þroskaður fullorðinn, óþroskaður fullorðinn, L4 og L3);Toxascaris andreoletti (þroskaður fullorðinn, óþroskaður fullorðinn og L4);Ancylostoma caninum (þroskaður fullorðinn og óþroskaður ful
 • Vörulýsing:
 • Revision: 18

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/V/C/000097
 • Leyfisdagur:
 • 27-07-2005
 • EMEA númer:
 • EMEA/V/C/000097
 • Síðasta uppfærsla:
 • 13-04-2020

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

[stakskammtapípettur]

FYLGISEÐILL

Profender 30 mg / 7,5 mg blettunarlausn handa litlum köttum.

Profender 60 mg / 15 mg blettunarlausn handa meðalstórum köttum.

Profender 96 mg / 24 mg blettunarlausn handa stórum köttum.

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Bayer Animal Health GmbH

51368 Leverkusen

Þýskaland.

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

24106 Kiel

Þýskaland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Profender 30 mg / 7,5 mg blettunarlausn handa litlum köttum.

Profender 60 mg / 15 mg blettunarlausn handa meðalstórum köttum.

Profender 96 mg / 24 mg blettunarlausn handa stórum köttum.

Praziquantel / Emodepsid

3.

VIRK INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virk innihaldsefni:

Profender inniheldur emodepsid 21,4 mg/ml og praziquantel 85,8 mg/ml.

Hver stakskammtur (pípetta) af Profender inniheldur:

Rúmmál

Emodepsid

Praziquantel

Profender handa litlum köttum

(≥ 0,5 - 2,5 kg)

0,35 ml

7,5 mg

30 mg

Profender handa meðalstórum köttum

(> 2,5 - 5 kg)

0,70 ml

15 mg

60 mg

Profender handa stórum köttum

(> 5 - 8 kg)

1,12 ml

24 mg

96 mg

Hjálparefni:

5,4 mg/ml bútýlhýdroxýanisol (E320, sem andoxunarefni).

4.

ÁBENDINGAR

Handa köttum sem eru með eða eru í hættu á að fá blandaðar sníkjudýrasýkingar af völdum eftirtalinna

tegunda spóluorma, bandorma og lungnaorma:

Spóluormar (Nematoda)

Toxocara cati

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir, L4 og L3)

Toxocara cati

(L3 lirfur) til meðferðar á læðum seint á meðgöngu til að fyrirbyggja smit til kettlinga

við mjólkurgjöf.

Toxascaris leonina

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir og L4)

Ancylostoma tubaeforme

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir og L4)

Bandormar (Cestoda)

Dipylidium caninum

(fullþroska fullorðnir og ófullþroska fullorðnir)

Taenia taeniaeformis

(fullorðnir)

Echinococcus multilocularis

(fullorðnir)

Lungnaormar

Aelurostrongylus abstrusus

(fullorðnir)

5.

FRÁBENDINGAR

Ekki má nota lyfið handa kettlingum sem eru yngri en 8 vikna eða vega innan við 0,5 kg.

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.

6.

AUKAVERKANIR

Örsjaldan geta aukin munnvatnsmyndun og uppköst komið fyrir. Örsjaldan geta komið fyrir væg og

skammvinn taugafræðileg einkenni svo sem ósamhæfðar hreyfingar eða skjáfti.

Talið er að þessi áhrif

verði ef kötturinn nær, strax eftir meðferð, að sleikja sig þar sem lyfið er borið á. Eftir meðferð með

Profender hafa sést örfá tilvik um tímabundið hárlos, kláða og/eða bólgu þar sem lyfið er borið á.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð )

- algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá

meðferð)

- koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik)

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND

Kettir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Aðeins til útvortis notkunar.

Skömmtun og meðferðaráætlun:

Ráðlagðir lágmarksskammtar eru emodepsid 3 mg/kg líkamsþunga og praziquantel 12 mg/kg

líkamsþunga, sem jafngildir Profender 0,14 ml/kg líkamsþunga.

Líkamsþyng

d kattar(kg)

Stærð pípettu sem nota á

Rúmmál

(ml)

Emodepsid

(mg/kg

líkamsþ.)

Praziquantel

(mg/kg

líkamsþ.)

≥ 0,5 - 2,5

Profender handa litlum köttum

0,35 (1 pípetta)

3 - 15

12 - 60

> 2,5 - 5

Profender handa meðalstórum köttum

0,70 (1 pípetta)

3 - 6

12 - 24

> 5 - 8

Profender handa stórum köttum

1,12 (1 pípetta)

3 - 4,8

12 - 19,2

> 8

Velja skal saman þær pípettur sem við á.

Til meðferðar við spóluormum og bandormum er nægilegt að nota lyfið einu sinni í hverri meðferð.

Einn skammtur í hverri meðferð, u.þ.b. sjö dögum fyrir ætlað got, er virk meðferð hjá læðum til að

fyrirbyggja smit

Toxocara cati

lirfa) til kettlinga við mjólkurgjöf.

Tvær meðferðarlotur með tveggja vikna millibili er virk meðferð gegn lungnaorminum

Aelurostrongylus abstrusus

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Takið eina pípettu úr pakkningunni. Haldið pípettunni uppréttri, snúið tappann af henni og notið hinn

enda tappans til að rjúfa innsiglið.

Skiljið að feldinn á aftanverðum hálsi kattarins, neðst við höfuðkúpuna, þar til húðin er sýnileg. Færið

sprota pípettunnar að húðinni og kreistið hana ákveðið nokkrum sinnum þannig að allt innihaldið

berist beint á húðina. Með því að bera lyfið á neðst við höfuðkúpuna er svo sem kostur er dregið úr

hættunni á að kötturinn geti sleikt lyfið af sér. Aðeins má bera lyfið á húð og einungis ef húðin er

ósködduð.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða og öskju.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund:

Sápuþvottur eða vatnsbað strax eftir að lyfið er borið á getur dregið úr verkun lyfsins. Því skal ekki

þvo meðhöndluð dýr fyrr en lausnin hefur þornað.

Þol sníkla gegn sérhverjum flokki ormalyfja getur myndast eftir tíða, endurtekna notkun ormalyfja í

þeim flokki.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Aðeins má bera lyfið á húð og einungis ef húðin er ósködduð. Hvorki má gefa lyfið með inntöku né

inndælingu.

Forðist að kötturinn sem verið er að meðhöndla, eða aðrir kettir, nái að sleikja húðina þar sem lyfið er

borið á, áður en hún þornar.

Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins handa sjúkum og veikluðum dýrum og því skal ekki nota lyfið

handa þessum dýrum nema að undangengnu mati á áhættu gegn ávinningi.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Hvorki má reykja né neyta matar eða drykkjar á meðan lyfið er borið á.

Forðist að snerta svæðið sem lyfið er borið á, þar til það hefur þornað. Þangað til skal halda börnum

frá meðhöndluðum dýrum.

Þvoið hendur eftir notkun.

Berist lyfið fyrir slysni á húð skal tafarlaust þvo það af með sápu og vatni.

Berist lyfið fyrir slysni í augu skal skola þau vandlega með miklu af vatni.

Ef húð- eða augneinkenni eru viðvarandi eða ef lyfið er fyrir slysni tekið inn skal tafarlaust leita til

læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Þess skal gætt að börn séu ekki í langvarandi og mikilli snertingu (t.d. í svefni) við ketti fyrstu 24 klst.

eftir að lyfið hefur verið borið á þá.

Leysirinn í lyfinu getur litað sum efni, þar á meðal leður, vefnað, plast og lakkaða/málaða fleti. Látið

því lyfið þorna áður en dýrið kemst í snertingu við þessi efni.

Sullaveiki (echinococcosis) hefur í för með sér hættu fyrir menn. Vegna þess að sullaveiki er

skráningarskyldur sjúkdómur til alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) skal leita til þar til bærra

yfirvalda eftir sértækum leiðbeiningum um meðferð og eftirlit og hvað varðar öryggi einstaklinga.

Meðganga og mjólkurgjöf:

Nota má Profender á meðgöngu og við mjólkurgjöf.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Emodepsid er hvarfefni P-glýkópróteins. Samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem eru hvarfefni/

hemlar P-glýkópróteins (t.d. ivermectin og önnur sníklalyf af flokki stórhringslaktóna, erýtrómycín,

prednisolon og ciklosporín) gæti leitt til lyfjahvarfamilliverkana. Hugsanlegar klínískar afleiðingar

slíkra milliverkana hafa ekki verið rannsakaðar.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Slefa, uppköst og skjálfti sást stöku sinnum þegar lyfið var gefið í allt að 10 földum ráðlögðum

skammti handa fullorðnum köttum og allt að 5 földum ráðlögðum skammti handa kettlingum.

Talið er að þessi einkenni séu vegna þess að kötturinn nær að sleikja sig þar sem lyfið er borið á.

Einkennin gengu að fullu til baka.

Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni.

Ósamrýmanleiki:

Enginn þekktur

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS

Profender má ekki berast í vötn, ár eða læki vegna þess að emodepsid hefur sýnt skaðleg áhrif á

vatnalífverur.

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

(http://www.ema.europa.eu

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

[Fjölskammta flaska]

FYLGISEÐILL

Profender 85,8 mg/ml / 21,4 mg/ml blettunarlausn handa köttum.

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Bayer Animal Health GmbH

51368 Leverkusen

Þýskaland.

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

24106 Kiel

Þýskaland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Profender 85,8 mg/ml / 21,4 mg/ml blettunarlausn handa köttum.

Praziquantel/Emodepsid

3.

VIRK INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virk innihaldsefni:

Profender inniheldur emodepsid 21,4 mg/ml og praziquantel 85,8 mg/ml.

Hjálparefni:

5,4 mg/ml bútýlhýdroxýanisol (E 320, sem andoxunarefni).

4.

ÁBENDINGAR

Handa köttum sem eru með eða eru í hættu á að fá blandaðar sníkjudýrasýkingar af völdum eftirtalinna

tegunda spóluorma, bandorma og lungnaorma:

Spóluormar (Nematoda)

Toxocara cati

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir, L4 og L3)

Toxocara cati

(L3 lirfur) til meðferðar á læðum seint á meðgöngu til að fyrirbyggja smit til kettlinga

við mjólkurgjöf.

Toxascaris leonina

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir og L4)

Ancylostoma tubaeforme

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir og L4)

Bandormar (Cestoda)

Dipylidium caninum

(fullþroska fullorðnir og ófullþroska fullorðnir)

Taenia taeniaeformis

(fullorðnir)

Echinococcus multilocularis

(fullorðnir)

Lungnaormar

Aelurostrongylus abstrusus

(fullorðnir)

5.

FRÁBENDINGAR

Ekki má nota lyfið handa kettlingum sem eru yngri en 8 vikna eða vega innan við 0,5 kg.

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.

6.

AUKAVERKANIR

Örsjaldan geta aukin munnvatnsmyndun og uppköst komið fyrir. Örsjaldan geta komið fyrir væg og

skammvinn taugafræðileg einkenni svo sem ósamhæfðar hreyfingar eða skjáfti.

Talið er að þessi áhrif

verði ef kötturinn nær, strax eftir meðferð, að sleikja sig þar sem lyfið er borið á. Eftir meðferð með

Profender hafa sést örfá tilvik um tímabundið hárlos, kláða og/eða bólgu þar sem lyfið er borið á.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

- algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá

meðferð)

- koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik)

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND

Kettir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Aðeins til útvortis notkunar.

Skömmtun og meðferðaráætlun:

Ráðlagðir lágmarksskammtar eru emodepsid 3 mg/kg líkamsþunga og praziquantel 12 mg/kg

líkamsþunga, sem jafngildir Profender 0,14 ml/kg líkamsþunga.

Annað hvort skal reikna út þann skammt sem við á, byggt á líkamsþyngd dýrsins, eða nota eftirfarandi

skammtarúmmál sem mælt er með fyrir mismunandi líkamsþyngdarbil:

Líkamsþyngd

kattar

(kg)

Rúmmál

(ml)

Emodepsid

Praziquantel

(mg)

(mg/kg

líkamsþ.)

(mg)

(mg/kg

líkamsþ.)

≥ 0,5 - 2,5

0,35

3 - 15

12 - 60

> 2,5 - 5

0,70

3 - 6

12 - 24

> 5 - 8

1,12

3 - 4,8

12 – 19,2

> 8

Velja skal saman það rúmmál sem við á.

Til meðferðar við spóluormum og bandormum er nægilegt að nota lyfið einu sinni í hverri meðferð.

Einn skammtur í hverri meðferð, u.þ.b. sjö dögum fyrir ætlað got, er virk meðferð hjá læðum til að

fyrirbyggja smit

Toxocara cati

lirfa) til kettlinga við mjólkurgjöf.

Tvær meðferðarlotur með tveggja vikna millibili er virk meðferð gegn lungnaorminum

Aelurostrongylus abstrusus

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Takið millistykkið, fjarlægið nálarhlífina og stingið nálinni í gegnum miðju tappans (1). Skrúfið

tappann af (2). Notið venjulega einnota 1 ml sprautu með luer-sprota og stingið henni í millistykkið

(3). Hvolfið síðan flöskunni og dragið upp það rúmmál sem við á (4). Skrúfið tappann á að nýju.

Skiljið að feldinn á aftanverðum hálsi kattarins, neðst við höfuðkúpuna, þar til húðin er sýnileg. Færið

sprota sprautunnar að húðinni og tæmið hana þannig að allt innihaldið berist beint á húðina (5).

Með því að bera lyfið á neðst við höfuðkúpuna er svo sem kostur er dregið úr hættunni á að kötturinn

geti sleikt lyfið af sér. Aðeins má bera lyfið á húð og einungis ef húðin er ósködduð.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða og öskju.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymsluþol eftir að innri umbúðir hafa verið rofnar: 3 mánuðir.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund:

Sápuþvottur eða vatnsbað strax eftir að lyfið er borið á getur dregið úr verkun lyfsins. Því skal ekki

þvo meðhöndluð dýr fyrr en lausnin hefur þornað.

Þol sníkla gegn sérhverjum flokki ormalyfja getur myndast eftir tíða, endurtekna notkun ormalyfja í

þeim flokki.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Aðeins má bera lyfið á húð og einungis ef húðin er ósködduð. Hvorki má gefa lyfið með inntöku né

inndælingu.

Forðist að kötturinn sem verið er að meðhöndla, eða aðrir kettir, nái að sleikja húðina þar sem lyfið er

borið á, áður en hún þornar.

Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins handa sjúkum og veikluðum dýrum og því skal ekki nota lyfið

handa þessum dýrum nema að undangengnu mati á áhættu gegn ávinningi.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Hvorki má reykja né neyta matar eða drykkjar á meðan lyfið er borið á.

Forðist að snerta svæðið sem lyfið er borið á, þar til það hefur þornað. Þangað til skal halda börnum

frá meðhöndluðum dýrum.

Þvoið hendur eftir notkun.

Berist lyfið fyrir slysni á húð skal tafarlaust þvo það af með sápu og vatni.

Berist lyfið fyrir slysni í augu skal skola þau vandlega með miklu af vatni.

Ef húð- eða augneinkenni eru viðvarandi eða ef lyfið er fyrir slysni tekið inn skal tafarlaust leita til

læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Þess skal gætt að börn séu ekki í langvarandi og mikilli snertingu (t.d. í svefni) við ketti fyrstu 24 klst.

eftir að lyfið hefur verið borið á þá.

Leysirinn í lyfinu getur litað sum efni, þar á meðal leður, vefnað, plast og lakkaða/málaða fleti. Látið

því lyfið þorna áður en dýrið kemst í snertingu við þessi efni.

Sullaveiki (echinococcosis) hefur í för með sér hættu fyrir menn. Vegna þess að sullaveiki er

skráningarskyldur sjúkdómur til alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) skal leita til þar til bærra

yfirvalda eftir sértækum leiðbeiningum um meðferð og eftirlit og hvað varðar öryggi manna.

Meðganga og mjólkurgjöf:

Nota má Profender á meðgöngu og við mjólkurgjöf.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Emodepsid er hvarfefni P-glýkópróteins. Samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem eru hvarfefni/

hemlar P-glýkópróteins (t.d. ivermectin og önnur sníklalyf af flokki stórhringslaktóna, erýtrómycín,

prednisolon og ciklosporín) gæti leitt til lyfjahvarfamilliverkana. Hugsanlegar klínískar afleiðingar

slíkra milliverkana hafa ekki verið rannsakaðar.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Slefa, uppköst og skjálfti sást stöku sinnum þegar lyfið var gefið í allt að 10 földum ráðlögðum

skammti handa fullorðnum köttum og allt að 5 földum ráðlögðum skammti handa kettlingum.

Talið er að þessi einkenni séu vegna þess að kötturinn nær að sleikja sig þar sem lyfið er borið á.

Einkennin gengu að fullu til baka.

Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni.

Ósamrýmanleiki:

Enginn þekktur.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS

Profender má ekki berast í vötn, ár eða læki vegna þess að emodepsid hefur sýnt skaðleg áhrif á

vatnalífverur.

Farga skal ónotuðum dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

(http://www.ema.europa.eu

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

FYLGISEÐILL

Profender 15 mg/3 mg töflur með breyttan losunarhraða handa litlum hundum

Profender 50 mg/10 mg töflur með breyttan losunarhraða handa meðalstórum hundum

Profender 150 mg/30 mg töflur með breyttan losunarhraða handa stórum hundum

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Bayer Animal Health GmbH

51368 Leverkusen

Þýskaland.

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

24106 Kiel

Þýskaland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Profender 15 mg/3 mg töflur með breyttan losunarhraða handa litlum hundum

Profender 50 mg/10 mg töflur með breyttan losunarhraða handa meðalstórum hundum

Profender 150 mg/30 mg

töflur með breyttan losunarhraða handa stórum hundum

Praziquantel / Emodepsid

3.

VIRK INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver tafla af Profender inniheldur:

Emodepsid

Praziquantel

Profender töflur handa litlum hundum

3 mg

15 mg

Profender töflur handa meðalstórum hundum

10 mg

50 mg

Profender töflur handa stórum hundum

30 mg

150 mg

4.

ÁBENDINGAR

Handa hundum sem eru með eða eru í hættu á að fá blandaðar sníkjudýrasýkingar af völdum

eftirtalinna tegunda spóluorma og bandorma:

Spóluormar (Nematoda):

Toxocara canis

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir, L4 og L3)

Toxascaris leonina

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir og L4)

Ancylostoma caninum

(fullþroska fullorðnir og ófullþroska fullorðnir)

Uncinaria stenocephala

(fullþroska fullorðnir og ófullþroska fullorðnir)

Trichuris vulpis

(fullþroska fullorðnir, ófullþroska fullorðnir og L4)

Bandormar (Cestoda):

Dipylidium caninum

Taenia

spp.

Echinococcus multilocularis

(fullþroska fullorðnir og ófullþroska)

Echinococcus granulosus

(fullþroska fullorðnir og ófullþroska)

5.

FRÁBENDINGAR

Ekki má nota lyfið handa hvolpum sem eru yngri en 12 vikna eða vega innan við 1 kg.

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.

6.

AUKAVERKANIR

Örsjaldan hefur verið tekið eftir skammvinnum og vægum meltingarfæratruflunum (t.d. aukið

munnvatnsrennsli, uppköst).

Örsjaldan hefur verið tekið eftir skammvinnum og vægum truflunum á taugakerfi (t.d. skjálfti,

ósamhæfðar hreyfingar). Einkenni þessara tilfella virðist vera að ráðleggingum um föstu var ekki fylgt.

Að auki, geta einkenni truflana á taugakerfi verið alvarlegri (t.d. krampar) hjá collie hundum, shelties

og áströlskum fjárhundum (Australian Sheperds) með mdr1 stökkbrigði (-/-).

Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

- algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá

meðferð)

- koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik)

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana,jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND

Hundar.

8.

SKAMMTAR, FYRIR HVERJA DÝRATEGUND ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku hjá hundum frá 12 vikna aldri sem eru a.m.k. 1 kg þungir.

Gefa skal Profender í lágmarksskammtinum 1 mg/kg líkamsþunga af emodepsidi og 5 mg/kg

líkamsþunga af praziquanteli í samræmi við eftirfarandi skömmtunartöflu.

Nægilegt er að nota lyfið einu sinni í hverri meðferð.

Líkams-

þyngd (kg)

Fjöldi Profender taflna handa

litlum hundum

1 = 3 kg

meðalstórum

hundum

1 = 10 kg

stórum hundum

1 = 30 kg

– 1,5

> 1,5

– 3

> 3

– 4,5

> 4,5

– 6

> 6

– 10

> 10

– 15

> 15

– 20

> 20

– 30

> 30

– 45

> 45

– 60

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Profender töflur eru með kjötbragði og hundar taka þær yfirleitt án nokkurrar fæðu.

Gefið aðeins hundum sem eru fastandi. T.d.: Látið hundinn fasta yfir nótt ef gefa á lyfið að morgni.

Ekki má gefa hundinum mat fyrr en 4 klst. eftir lyfjagjöf.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskju eða þynnu.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund:

Þol sníkla gegn sérhverjum flokki ormalyfja getur myndast eftir tíða, endurtekna notkun ormalyfja í

þeim flokki.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Gefið aðeins hundum sem eru fastandi. T.d.: Látið hundinn fasta yfir nótt ef gefa á lyfið að morgni.

Ekki má gefa hundinum mat fyrr en 4 klst. eftir lyfjagjöf.

Þegar um er að ræða

D. caninum

sýkingu skal hugleiða samhliða meðferð gegn millihýslum eins og

flóm og lúsum til að koma í veg fyrir endursmit.

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á verulega veikburða hundum eða einstaklingum með mikið skerta

nýrna- eða lifrarstarfsemi. Því skal aðeins nota dýralyfið handa þessum dýrum að undangengnu mati

dýralæknisins á áhættu gegn ávinningi.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Til að viðhalda hreinlæti skal þvo hendur eftir að hundinum hafa verið gefnar töflurnar. Ef sá sem

annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni eða einkum ef barn tekur dýralyfið inn fyrir slysni, skal

leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Sullaveiki (echinococcosis) hefur í för með sér hættu fyrir menn. Vegna þess að sullaveiki er

skráningarskyldur sjúkdómur til alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) skal leita til þar til bærra

yfirvalda eftir sértækum leiðbeiningum um meðferð og eftirlit og hvað varðar öryggi manna.

Meðganga og mjólkurgjöf:

Nota má Profender á meðgöngu og við mjólkurgjöf.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Emodepsid er hvarfefni P-glýkópróteins. Samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem eru hvarfefni/

hemlar P-glýkópróteins (t.d. ivermectin og önnur sníklalyf af flokki stórhringslaktóna, erýtrómycín,

prednisolon og ciklosporín) gæti leitt til lyfjahvarfamilliverkana. Hugsanlegar klínískar afleiðingar

slíkra milliverkana hafa ekki verið rannsakaðar.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Skammvinnur vöðvaskjálfti, ósamhæfðar hreyfingar og depurð komu einstaka sinnum fram þegar

dýralyfið var gefið í allt að 5 földum ráðlögðum skammti. Öryggisbilið virðist vera lægra hjá collie

hundum með mdr 1 stökkbrigði (-/-) en hjá venjulegum hundum og einstaka sinnum kom fram

skammvinnur skjálfti og/eða hreyfiglöp eftir tvöfaldan ráðlagðan skammt, hjá hundum sem hafa fastað

skv. ráðleggingum.

Einkennin gengu algjörlega til baka af sjálfu sér án nokkurrar meðferðar. Fóðrun getur aukið tíðni og

alvarleika þessara einkenna ofskömmtunar og getur einstaka sinnum valdið uppköstum. Ekki er þekkt

neitt sértækt mótefni.

Ósamrýmanleiki:

Enginn þekktur.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má geyma ónotaða töfluhelminga til seinni tíma notkunar og skal farga þeim í samræmi við

gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

(http://www.ema.europa.eu

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Pakkningastærðir:

Profender 15 mg/3 mg töflur með breyttan losunarhraða handa litlum hundum

2 töflur

(1 þynnuspjald)

4 töflur

(1 þynnuspjald)

10 töflur

(1 þynnuspjald)

24 töflur

(3 þynnuspjöld með 8 töflum hvort)

50 töflur

(5 þynnuspjöld með 10 töflum hvert)

Profender 50 mg/10 mg töflur með breyttan losunarhraða handa meðalstórum hundum

2 töflur

(1 þynnuspjald)

4 töflur

(1 þynnuspjald)

6 töflur

(1 þynnuspjald)

24 töflur

(4 þynnuspjöld með 6 töflum hvert)

102 töflur

(17 þynnuspjöld með 6 töflum hvert)

Profender 150 mg/30 mg

töflur með breyttan losunarhraða handa stórum hundum

2 töflur

(1 þynnuspjald)

4 töflur

(1 þynnuspjald)

24 töflur

(6 þynnuspjöld með 4 töflum hvert)

52 töflur

(13 þynnuspjöld með 4 töflum hvert)

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.