Primolut N

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Primolut N Tafla 5 mg
 • Skammtar:
 • 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Primolut N Tafla 5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 02631a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Primolut N 5 mg töflur

Noretísterón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Primolut N og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Primolut N

Hvernig nota á Primolut N

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Primolut N

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Primolut N og við hverju það er notað

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Primolut N er tilbúið hormónalyf með svipaða eiginleika og kvenhormónið prógesterón.

Primolut N er notað við óreglulegum blæðingum eða til að seinka blæðingum. Primolut N er einnig

notað til að komast að því hvað veldur því að blæðingar verða ekki (tíðateppa).

2.

Áður en byrjað er að nota Primolut N

Ekki má nota Primolut N:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir noretísteróni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

ef þú ert með (eða hefur fengið) hjartaáfall eða heilablóðfall (vegna blóðtappa eða skemmdar á

æð í heila)

ef þú ert með (eða hefur fengið) kvilla sem getur verið fyrirboði um (i) hjartaáfall (t.d.

hjartaöng sem getur valdið miklum brjóstverk sem leiðir út í vinstri handlegg) eða (ii)

heilablóðfall (t.d. minni háttar heilablóðfall án eftirkasta, svonefnda tímabundna blóðþurrð í

heila)

ef þú ert með einn alvarlegan eða fleiri en einn áhættuþátt fyrir myndun blóðtappa

ef þú ert með (eða hefur fengið) tiltekna gerð af mígreni (með svonefndum staðbundnum

einkennum frá taugakerfi, svo sem sjóntruflunum, taltruflunum eða máttleysi eða dofa í

einhverjum líkamshlutum)

ef þú ert með eða hefur fengið góðkynja eða illkynja æxli í lifur

ef þú ert með eða hefur fengið alvarlegan lifrarsjúkdóm og læknir þinn hefur sagt þér að

mæligildi fyrir lifrarstarfsemi þína séu ekki orðin eðlileg á ný

ef þú ert með eða grunar að þú sért með illkynja, kynhormónaháðan sjúkdóm, t.d.

brjóstakrabbamein eða krabbamein í kynfærum.

ef um þungun eða grun um þungun er að ræða

ef þú ert með sykursýki með æðakvillum

samhliða fóstureyðingu

Ef eitthvað af ofangreindu kemur fram við notkun Primolut N skal hætta meðferð strax og hafa

samband við lækni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Áður en meðferð hefst verður að fara fram ítarleg læknisskoðun og brjóstaskoðun. Finna skal hvað

veldur óútskýrðri blæðingu frá leggöngum og útiloka þungun áður en meðferð hefst. Ef áætlaðar

tíðablæðingar láta á sér standa, verður að útiloka þungun áður en ný meðferðarlota hefst.

Kynhormónið (prógesterón) sem er að finna í þessu lyfi breytist að hluta til í estrógen. Því ber að

íhuga almenn varnaðarorð sem gilda um samsettar getnaðarvarnatöflur við notkun Primolut N.

Í nokkrum tilvikum þarf að gæta sérstakrar varúðar við notkun Primolut N og læknir þinn þarf að

skoða þig reglulega. Leitaðu ráða hjá lækni áður en þú byrjar að nota Primolut N eða ef eitthvað af

neðangreindu á við um þig eða kemur fram eða versnar meðan á notkun Primolut N stendur:

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með háan blóðþrýsting

ef þú ert með hjartalokukvilla eða tiltekna gerð hjartsláttartruflana

ef þú hefur fengið blóðtappa/segarek

ef einhver í nánustu fjölskyldu þinni hefur fengið blóðtappa (blóðtappa í bláæð hjá systkinum

eða foreldrum meðan þau voru tiltölulega ung), hjartaáfall eða heilablóðfall meðan þau voru

ef þú ert með æðabólgu (yfirborðsbláæðabólgu)

ef þú ert með æðahnúta

ef einhver í nánustu fjölskyldu þinni hefur fengið brjóstakrabbamein

ef þú ert með eða hefur fengið meðgöngufreknur (gulbrúnir litarflekkir í húðinni, oftast í

andliti); ef svo er átt þú að forðast mikil sólböð og útfjólublátt ljós

ef þú hefur átt við þunglyndi að stríða

ef þú ert með mígreni

ef þú ert með flogaveiki (sjá „Notkun annarra lyfja samhliða Primolut N)

ef þú eða einhver í nánustu fjölskyldu þinni hefur verið með há gildi kólesteróls eða

þríglýseríða (fituefni) í blóðinu

ef þú ert með kvilla í lifur eða gallblöðru

ef þú ert með Crohns sjúkdóm eða langvinna bólgu í ristli (sáraristilbólgu)

ef þú ert með svokallaða rauða úlfa (systemic lupus erythematosus (SLE), sem er kvilli í

ónæmiskerfinu)

ef þú ert með svokallað blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (röskun á blóðstorknun sem getur leitt til

nýrnabilunar)

ef þú ert með sigðfrumublóðleysi

ef þú ert með kvilla sem kom fyrst fram eða versnaði á meðgöngu eða við fyrri notkun

kynhormónalyfja (t.d. heyrnartap, efnaskiptasjúkdóm sem nefnist porfýría, húðkvilla með

áblástursblöðrum (meðgöngublöðrubóla, herpes gestationis) eða taugakvilla sem nefnist

rykkjadans (Sydenham‘s chorea)

ef þú ert með svokallaðan arfgengan ofsabjúg. Leitaðu tafarlaust ráða hjá lækni ef fram koma

einkenni ofsabjúgs, t.d. þroti í andliti, tungu eða koki og/eða kyngingarvandamál, eða ofsakláði

ásamt öndunarerfiðleikum. Lyf sem innihalda estrógen geta framkallað einkenni ofsabjúgs eða

valdið versnun þeirra.

Ef eitthvað af ofangreindu kemur upp í fyrsta skipti, kemur upp á ný eða versnar meðan á meðferð

með Primolut N stendur átt þú að hafa samband við lækni.

Primolut N og blóðtappi

Ef blóðið storknar í æð myndast blóðtappi, sem getur stíflað æðina.

Staðfest hefur verið með faraldsfræðilegum rannsóknum að notkun á getnaðarvarnartöflum sem

innihalda estrógen/prógestógen eykur áhættu á blóðtappa hjá konum, borið saman við konur sem ekki

nota getnaðarvarnartöflur. Ekki er hægt að útiloka að notkun Primolut N valdi aukinni hættu á

blóðtappa í bláæð, sem samsvarar þeirri hættu sem tengist samsettum getnaðarvarnatöflum.

Blóðtappi getur stundum myndast í einhverjum stóru bláæðanna í fótleggjum (segamyndun í

djúpbláæðum). Blóðtappi í bláæð getur myndast hvort sem þú notar getnaðarvarnatöflur eða ekki.

Hættan á því eykst einnig við þungun. Ef blóðtappinn losnar frá æðaveggnum þar sem hann myndaðist

getur hann færst til og stíflað slagæðar í lungum og valdið svonefndu lungnasegareki. Blóðtappar geta

í mjög sjaldgæfum tilvikum myndast í æðum í hjartanu (og valdið hjartaáfalli). Blóðtappar eða

skemmd á æðum í heila geta valdið heilablóðfalli.

Hætta á blóðtappa er einnig aukin fyrst eftir fæðingu.

HVENÆR Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ LÆKNI?

Reglulegar læknisheimsóknir

Meðan þú notar Primolut N mun læknir þinn kalla þig inn í reglulegar læknisheimsóknir.

Hafðu samband við lækni svo fljótt sem auðið er ef þú:

Finnur fyrir breytingum á heilsufari þínu, einkum á þeim sviðum sem nefnd eru í þessum

fylgiseðli (sjá einnig kaflann „

Ekki má nota Primolut N

“ og „

Varnaðarorð og

varúðarreglur“

.;Gleymið ekki þeim atriðum sem varða nánustu fjölskyldu);

Finnur fyrir hnút í brjósti;

Þarft að byrja að taka önnur lyf (sjá einnig

„Notkun annarra lyfja samhliða Primolut N“

Sérð fram á langvarandi hreyfingarleysi eða þarft að gangast undir skurðaðgerð (ræddu við

lækni þinn a.m.k. 6 vikum áður);

Færð óvenjumiklar blæðingar frá leggöngum.

Hættu að nota Primolut N og hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einkennum

blóðtappa, t.d.:

Hósta af óþekktum orsökum;

Verk og þyngslum fyrir brjósti, sem leiðir út í vinstri handlegg;

Andþyngslum;

Tíðari eða langvinnari og miklum höfuðverk eða fyrsta mígrenikasti;

Sjóntapi að hluta eða öllu leyti eða tvísýni;

Drafi eða talvandamálum;

Skyndilegum breytingum á heyrn, lyktarskyni eða bragðskyni;

Svima eða yfirliði;

Þróttleysi eða dofa í hluta líkamans;

Miklum verkjum eða þrota í fótleggjum.

Við eftirtaldar aðstæður á einnig að hætta að nota Primolut N og hafa tafarlaust samband við

lækni:

gulu (gulleit húð, gulleit augnhvíta; getur verið merki um lifrarbólgu)

almennur og mikill kláði

hár blóðþrýstingur

þungun

Nánari lýsingar og útskýringar á þessum aðstæðum og einkennum eru annars staðar í þessum

fylgiseðli.

Hættan á blóðtappa í bláæð eða slagæð (t.d. blóðtappa í einhverri stóru bláæðanna í fótleggjum,

blóðtappa í lungum eða hjartaáfalli) eða heilablóðfalli eykst:

með hækkandi aldri.

ef þú ert í yfirþyngd.

ef einhver í nánustu fjölskyldu þinni hefur fengið blóðtappa (í fótlegg, lungum (lungnasegarek)

eða annars staðar), hjartaáfall eða heilablóðfall snemma á ævinni, eða ef þú eða ættingi þinn er

með arfgengan blóðstorkukvilla eða grun um slíkt, eykur það hættu á að þú fáir blóðtappa. Í

slíkum tilvikum á að leita til sérfræðings áður en ákvörðun er tekin um notkun Primolut N.

Meðal þátta í blóði sem geta bent til þess að þú hafir tilhneigingu til að fá blóðtappa í bláæð eða

slagæð eru mótstaða gegn virkjuðu C-próteini (APC-mótstaða), of mikið hómósystein í blóði,

skortur á andtrombíni-III, skortur á C-próteini, skortur á S-próteini og mótefni gegn

fosfólípíðum (mótefni gegn kardíólípíni, lúpus-andstorknunarefni).

við langvarandi hreyfingarleysi (t.d. ef þú þarft að vera með gips eða spelku á öðrum eða

báðum fótleggjum), stórar aðgerðir, aðgerð á fæti eða meiriháttar áverka. Í slíkum tilvikum er

best að hætta notkun Primolut N (a.m.k. fjórum vikum fyrir fyrirhugaða skurðaðgerð) og byrja

ekki aftur að nota lyfið fyrr en tveimur vikum eftir að þú ert komin á fulla hreyfingu aftur.

ef þú reykir (áhættan eykst eftir því sem þú reykir meira og með hækkandi aldri, einkum hjá

konum yfir 35 ára aldri). Ef þú notar Primolut N ættir þú að hætta að reykja, einkum ef þú ert

eldri en 35 ára.

ef þú eða einhver í nánustu fjölskyldu þinni er með eða hefur verið með há gildi kólesteróls eða

þríglýseríða (fituefni) í blóðinu.

ef þú ert með háan blóðþrýsting. Ef þú færð háan blóðþrýsting meðan þú notar Primolut N gætir

þú þurft að hætta notkun lyfsins.

ef þú ert með mígreni.

ef þú ert með hjartalokukvilla eða tiltekna gerð hjartsláttatruflana.

Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur blóðtappi valdið alvarlegum skaða eða leitt til dauða.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn og hættu að taka Primolut N ef þú færð hugsanleg

merki um blóðtappa

(sjá einnig kaflann „

Hvenær á að hafa samband við lækni?

“).

Primolut N og krabbamein

Mismunandi gerðir krabbameins sem eru nefndar hér fyrir neðan hafa sést við notkun samsettra

getnaðarvarnataflna og gætu því tengst notkun Primolut N.

Brjóstakrabbamein er heldur algengara hjá konum sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur, en ekki er

vitað hvort meðferðinni er um að kenna. Það getur t.d. verið að fleiri æxli komi í ljós hjá konum sem

nota samsettar getnaðarvarnartöflur af því að þær fara oftar í læknisskoðun. Tíðni æxla í brjóstum

lækkar smám saman eftir að notkun samsettra hormónagetnaðarvarnataflna er hætt. Áríðandi er að þú

skoðir brjóstin reglulega og hafir samband við lækninn ef vart verður við ber í brjósti.

Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið tilkynnt um góðkynja lifraræxli og enn sjaldnar um illkynja

lifraræxli hjá þeim sem nota hormónalyf á borð við samsettar getnaðarvarnatöflur og Primolut N. Slík

æxli geta leitt til innvortis blæðinga.

Mikilvægasti áhættuþáttur leghálskrabbameins er viðvarandi vörtuveirusýking (HPV). Í nokkrum

rannsóknum hefur verið sýnt fram á að langtímanotkun samsettra getnaðarvarnartaflna getur aukið

þessa áhættu frekar, en enn er ágreiningur um að hve miklu leyti þessi niðurstaða sé háð öðrum

þáttum, svo sem leghálsskoðun og kynlífshegðun, þar með talið notkun sæðishindrandi getnaðarvarna.

Æxlin sem nefnd eru hér fyrir ofan geta verið lífshættuleg eða valdið dauða.

Hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú færð mikla kviðverki.

Notkun annarra lyfja samhliða Primolut N

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Sum lyf geta dregið úr áhrifum Primolut N. Það á við um lyf sem örva niðurbrot Primolut N, t.d. lyf

við flogaveiki (prímidón, fenýtóín, barbitúröt, karbamazepín) og berklum (t.d. rífampicín, rifabútín)

eða sýklalyf við sýkingum og Jóhannesarjurt (jurtalyf sem notað er við þunglyndi).

Primolut N getur haft áhrif á verkun annarra lyfja, t.d. lyfja sem innihalda ciklósporín.

Við sykursýki á ekki að nota Primolut N nema undir ströngu eftirliti læknis þar sem skammt af

insúlíni eða sykursýkitöflum getur þurft að stilla.

Rannsóknarstofupróf

Ef taka þarf blóðsýni hjá þér verður þú að upplýsa lækninn eða starfsfólk rannsóknarstofunnar um að

þú notir Primolut N, þar sem það getur haft áhrif á sumar rannsóknaniðurstöður.

Notkun Primolut N með mat eða drykk

Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með lítils háttar vökva.

Meðganga og brjóstagjöf

Primolut N skal ekki að nota á meðgöngu. Ef þungun verður meðan á töku Primolut N stendur, á strax

að hætta meðferð og hafa samband við lækni.

Konur sem hafa börn á brjósti eiga ekki nota Primolut N.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Engin þekkt áhrif. Ekki er talið að lyfið hafi áhrif á hæfni til að aka bíl eða nota vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Primolut N inniheldur laktósa

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Primolut N

Læknirinn ákveður skammt miðað við þarfir hvers og eins. Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur

sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef þú hefur samfarir verður þú að nota sæðishindrandi getnaðarvarnir (t.d. smokk) í stað

getnaðarvarnataflna. Ef þig grunar að þú sért þunguð þrátt fyrir getnaðarvarnir verður að hætta

meðferð þar til þú hefur rætt við lækni þinn og gengið úr skugga um það.

Ráðlagðir skammtar:

Við óreglulegar blæðingar: 1 tafla af Primolut N þrisvar á dag í 10 daga. Með þessu stöðvast

blæðingar frá legi á 1-3 dögum. Til þess að meðferðin heppnist, verður að halda henni áfram í 10 daga

þótt blæðing hafi stöðvast fyrr. 2-4 dögum eftir að síðasta taflan hefur verið tekin verður

hreinsunarblæðing sem líkist venjulegum tíðablæðingum.

Einstaka sinnum geta orðið lítilsháttar blæðingar eftir að tíðablæðingum lýkur. Halda á áfram að taka

töflurnar þó það gerist.

Við rannsóknir á tíðateppu:

Aðeins má beita hormónameðferð við tíðateppu ef þungun hefur verið útilokuð.

Læknir þinn mun ávísa estrógenlyfi fyrir þig (t.d. í 14 daga) áður en meðferð með Primolut N hefst.

Að þeim tíma liðnum tekur þú 1 töflu af Primolut N einu sinni til tvisvar á dag í 10 daga.

Hreinsunarblæðingar hefjast innan fárra daga eftir að síðasta tafla hefur verið tekin.

Tíðablæðingar færðar til:

Hægt er að fresta tíðablæðingum með Primolut N. Þetta má þó einungis gera ef þú hefur notað varnir

gegn þungun í tíðahringnum sem meðhöndlun á sér stað á.

1 tafla 2-3 sinnum á dag, þó ekki lengur en í 10-14 daga. Meðferðin hefst 3 dögum fyrir áætlaðar

tíðablæðingar. Um 2-3 dögum eftir síðustu töflu verður hreinsunarblæðing sem líkist venjulegum

tíðablæðingum.

Ef talið er að áhrifin af Primolut N séu of mikil eða of lítil, skal leita til læknisins eða lyfjafræðings.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Leitið til læknisins eða

lyfjafræðings ef aðrar spurningar vakna um notkun lyfsins.

Ef gleymist að taka Primolut N

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Primolut N

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafið samband við lækni eða lyfjafræðing ef aukaverkanir verða þrálátar eða ef fram koma

aukaverkanir sem ekki eru nefndar í þessum fylgiseðli. Aukaverkanir eru algengastar fyrstu mánuðina

eftir að meðferð með Primolut N hefst og þær ganga til baka eftir því sem á meðferðina líður. Tilkynnt

hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir hjá notendum Primolut N, þó tengsl við lyfið hafi ekki verið

staðfest í öllum tilvikum: Upplýsingar um aukaverkanir eru byggðar á tilkynningum eftir

markaðssetningu og úr birtum heimildum. Ekki er hægt að áætla tíðni þeirra út frá fyrirliggjandi

gögnum.

Blæðingar úr legi/leggöngum, þ.m.t. blettablæðingar*

Óvenjulega litlar blæðingar*

Tíðateppa*

Ógleði

Almennur þroti (bjúgur)

Höfuðverkur, mígreni

Ofsakláði

Útbrot

Sjóntruflanir

Mæði

* þegar lyfið er notað við legslímuvillu

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Primolut N

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Primolut N inniheldur

Virka innihaldsefnið er noretísterón. Hver tafla inniheldur 5 mg noretísterón.

Önnur innihaldsefni eru laktósi, maíssterkja og magnesíumsterat

Lýsing á útliti Primolut N og pakkningastærðir

Primolut N eru hvítar, kringlóttar, flatar töflur merktar AN inni í sexhyrningi á annarri hliðinni, 7 mm

í þvermál.

Primolut N fæst í þynnupakkningu/glasi.

Markaðsleyfishafi

Bayer AB

Box 606

SE-169 26 Solna

Framleiðandi

Bayer AG

13353 Berlin

Þýskaland

eða

Bayer Weimar GmbH und Co. KG

99427 Weimar

Þýskaland

Umboðsaðili á Íslandi

Icepharma hf

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

s. 540 8000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2017.