Pranolol

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pranolol Tafla 80 mg
 • Skammtar:
 • 80 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pranolol Tafla 80 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 3f3869a8-15e8-df11-9134-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Pranolol 20 mg töflur

Pranolol 40 mg töflur

Pranolol 80 mg töflur

própranólólhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum

Upplýsingar um Pranolol og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Pranolol

Hvernig nota á Pranolol

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Pranolol

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM PRANOLOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Lyf (beta-blokki) sem hefur áhrif á hjartað þannig að þær slær hægar og dælir minna blóði á mínútu og

blóðþrýstingurinn lækkar. Þetta dregur úr álagi á hjartað og súrefnisþörf minnkar. Minna álag á hjartað

leiðir til færri tilvika af hjartakrampa sem orsakast af of miklu álagi á hjartavöðvann. Við meðferð við

mígreni fækkar köstum og þau verða styttri og ekki eins slæm.

Til meðferðar við háum blóðþrýstingi, hjartaöng (krömpum í hjarta), til að fyrirbyggja ný

hjartavandamál eftir hjartadrep, við óreglulegri starfsemi hjartans, sem varnandi meðferð gegn mígreni

og ósjálfráðum skjálfta. Einnig notað við ofstarfsemi skjaldkirtils.

Undir vissum kringumstæðum er hægt að nota Pranolol til meðhöndlunar á hjartsláttartruflunum hjá

börnum. Læknir ákveður skammtana eftir aldri og þyngd barnsins.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PRANOLOL

Ekki má nota Pranolol

ef þú ert með ofnæmi fyrir própranólóli eða einhverju öðru innihaldsefni Pranolol.

ef þú ert með astma eða annan lungnasjúkdóm.

ef þú ert með ómeðhöndlaða hjartabilun.

ef þú ert með hjartastækkun.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Pranolol

ef þú færð beta-blokka, þarftu að vera undir nákvæmu eftirliti þar sem hjartbilun

getur komið fram, einkum hjá öldruðum sjúklingum.

ef þú ert með sykursýki.

ef þú átt að hætta að nota beta-blokka þarf það að gerast smám saman á 1-2 vikum.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Virkni meðferðarinnar getur orðið fyrir áhrifum ef Pranolol og ákveðin önnur lyf eru tekin á sama

tíma. Þetta á m.a. við um sum lyf gegn flogaveiki (fenóbarbital), gegn háum blóðþrýstingi og

hjartabilun (verapamíl). Sum önnur lyf og áfengi geta einnig haft áhrif eða orðið fyrir áhrifum af

Pranolol.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Það er hætta á að fóstrið geti skaðast. Pranolol skal því ekki notað á meðgöngu nema samkvæmt

ákvörðun læknis.

Berst yfir í brjóstamjólk, en áhrif á brjóstmylking eru ekki líkleg. Leitaðu samt ráða hjá lækni áður en

þú notar lyfið samhliða brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Pranolol hefur yfirleitt ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Sumir geta þó fundið fyrir

sundl og þreytu, einkum í upphafi meðferðar. Það er því mikilvægt að þú lærir að þekkja viðbrögð þín

við lyfinu áður en þú ekur bíl eða vinnur störf sem krefjast óskertrar árvekni.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

HVERNIG NOTA Á PRANOLOL

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Læknirinn ákveður skammtinn sem hentar þér. Ef

þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú mátt aldrei sjálf/ur breyta skammtinum sem læknirinn hefur ávísað. Yfirleitt er byrjað með litlum

upphafsskammti og hann aukinn smám saman upp í viðhaldsskammt.

Töflurnar má taka heilar eða hálfar á sama tíma dag hvern, helst með máltíðum. Ef þú gleymir að taka

skammt, skalt þú bíða og taka næsta skammt á venjulegum tíma. Þú skalt aldrei taka 2 skammta á

sama tíma.

Ef stærri skammtur af Pranolol en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið samband við lækni eða

lyfjafræðing varðandi aðrar upplýsingar um lyfið.

Ef gleymist að taka Pranolol

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Pranolol

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Pranolol valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar

: Þreyta, máttleysi í vöðvum, kaldar hendur og fætur, hægur hjartsláttur, svefntruflanir,

martröð og mæði.

Sjaldgæfar

: Niðurgangur, ógleði og uppköst.

Mjög sjaldgæfar

: Svimi, höfuðverkur, versnun hjartabilunar, veruleg fækkun eða önnur áhrif á fjölda

hvítra blóðkorna, ásamt fækkun blóðflagna sem getur m.a. komið fram sem smáblæðingar í húð og

slímhimnum. Lágur blóðsykur hjá börnum. Ofskynjanir, rugl og þunglyndi, hárlos, viðbrögð í húð

(útbrot og versnun psóríasis), náladofi og berkjukrampar hjá astmasjúklingum. Augnþurrkur og

sjóntruflanir. Mikil svitamyndun.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

HVERNIG GEYMA Á PRANOLOL

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Pranolol eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Pranolol

Virka innihaldsefnið er própranólólhýdróklóríð 20 mg, 40 mg eða 80 mg í hverri töflu.

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi (E460), laktósaeinhýdrat, kalíumkarragenat

(E407), hýprómellósi (E464), talkúm (E553b) og magnesíumsterat (E470b).

Útlit Pranolol og pakkningastærðir

Pranolol eru flatar, kringlóttar, hvítar töflur með deilistriki og P öðrum megin við það og 20, 40 eða 80

hinum megin. Má skipta í tvennt.

Töflunum er pakkað í töfluílát úr pólýetýleni.

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður.

Framleiðandi:

Inpac AS

Gjellebekkstubben 10, 3420 Lierskogen, Noregi.

Balkanpharma – Dubnitza AD

3 Samokovsko Shosse Str.

Dubnitza 2600

Búlgaría

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í desember 2017.