Postinor

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Postinor Tafla 1, 5 mg
 • Skammtar:
 • 1, 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Postinor Tafla 1,5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ab621a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Postinor 1,5 mg töflur

Levónorgestrel

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur hefur

mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Postinor og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Postinor

Hvernig nota á Postinor

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Postinor

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Postinor og við hverju það er notað

Postinor er neyðargetnaðarvörn sem nota á innan 72 klst. (3 daga) eftir óvarðar samfarir eða ef

getnaðarvarnir hafa brugðist.

Það á við í eftirfarandi tilfellum:

Þegar engin getnaðarvörn var notuð við samfarir.

Þegar getnaðarvörnin var rangt notuð, t.d. ef verja rifnaði, rann af eða var notuð á rangan hátt,

ef leghringur eða hetta færðist úr stað, rifnaði, var ónýt fyrir eða tekin út of snemma, ef ekki

tókst að rjúfa samfarir (t.d. sæði sprautast inn í leggöng eða á ytri kynfæri).

Postinor inniheldur samtengt efni, levonorgestrel, sem líkir eftir hormóni í líkamanum.

Það kemur í veg fyrir um 85% væntanlegra þungana þegar það er tekið innan 72 klst. eftir óvarðar

samfarir. Það mun ekki koma í veg fyrir þungun í öllum tilfellum og er áhrifaríkara ef það er tekið eins

fljótt og hægt er eftir óvarðar samfarir. Betra er að taka það innan 12 klst. frekar en að bíða þangað til

á þriðja degi.

Postinor er talið verka með því að:

hindra egglos;

hindra að sæðisfruma frjóvgi egg sem þegar hefur verið losað.

Postinor getur aðeins komið í veg fyrir þungun ef það er tekið innan 72 klst frá óvörðum samförum.

Það virkar ekki ef að þungun hefur þegar átt sér stað. Ef að óvarðar samfarir eiga sér stað eftir að

Postinor er tekið (einnig ef þetta á sér stað í sama tíðahring) mun lyfið ekki koma í veg fyrir þungun

eftir seinni samfarir.

Postinor er ekki ætlað til notkunar fyrir fyrstu tíðablæðingar.

2.

Áður en byrjað er að nota Postinor

Ekki má nota Postinor

ef um er að ræða ofnæmi fyrir levónorgestreli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ef eitthvert eftirfarandi atriða eiga við um þig skaltu ræða við lækninn áður en þú tekur Postinor sem

neyðargetnaðarvörn, þar sem hugsanlegt er að neyðargetnaðarvörn henti þér ekki. Læknirinn mun

hugsanlega ávísa þér annarri gerð af neyðargetnaðarvörn.

Ef þú ert þunguð eða hefur grun um að þú sért þunguð. Lyfið mun ekki virka ef þú ert þunguð.

Ef þú ert þunguð getur Postinor ekki rofið þungunina. Postinor er því ekki „fóstureyðingarpilla“.

Þú gætir nú verið þunguð ef:

blæðingar eru meira en 5 dögum á eftir áætlun eða þú hefur óeðlilegar blæðingar þegar næstu

reglulegu blæðingar eru væntanlegar

þú hefur haft óvarðar samfarir fyrir meira en 72 klst.og eftir síðustu blæðingar.

Notkun Postinor er ekki ráðlögð ef:

þú ert með sjúkdóm í smáþörmum (s.s. Crohns sjúkdóm) sem truflar frásog lyfsins

þú ert með alvarleg lifrarvandamál

þú hefur fyrri sögu um utanlegsþungun

þú hefur fyrri sögu af legpípubólgu (eggjaleiðarabólgu).

Fyrri utanlegsþungun eða sýking í eggjaleiðurum eykur hættuna á utanlegsþungun.

Allar konur skulu nota neyðargetnaðarvörn eins fljótt og hægt er eftir óvarðar samfarir. Einhverjar

vísbendingar eru um að verkun Postinor kunni að skerðast með aukinni þyngd eða hærri

líkamsþyngdarstuðli en þessar upplýsingar eru takmarkaðar og ófullnægjandi. Þar af leiðandi er enn

mælt með Postinor fyrir allar konur, óháð þyngd þeirra eða líkamsþyngdarstuðli.

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af vandamálum sem tengjast notkun neyðargetnaðarvarnar skaltu hafa

samband við heilbrigðisstarfsmann.

Börn og unglingar

Postinor er ekki ætlað til notkunar fyrir fyrstu tíðablæðingar.

Ef þú hefur áhyggjur af kynsjúkdómum

Ef ekki var notaður smokkur (eða ef hann rifnaði eða féll af) við samfarir, er hugsanlegt að þú hafir

smitast af kynsjúkdómi eða HIV (eyðni) veirunni.

Þetta lyf mun ekki verja þig gegn kynsjúkdómum, aðeins smokkar geta gert það.

Leitaðu ráða hjá lækni, hjúkrunarfræðingi, heilsugæslu eða lyfjafræðingi ef þú hefur áhyggjur af

þessu.

Notkun annarra lyfja samhliða Postinor

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Sum lyf geta komið í veg fyrir að Postinor virki nógu vel. Ef þú hefur notað eitthvert neðangreindra

lyfja á síðastliðnum 4 vikum er ekki víst að Postinor henti þér eins vel. Læknirinn gæti ávísað annarri

tegund af neyðargetnaðarvörn (án hormóna), þ.e. koparlykkju. Ef þetta er ekki möguleiki fyrir þig eða

ef þú kemst ekki strax til læknis, getur þú tekið tvöfaldan skammt af Postinor:

barbítúröt og önnur lyf sem notuð eru við flogaveiki (t.d. prímidon, fenýtóín og karbamasepín)

lyf sem notuð eru til meðferðar á berklum (t.d. rífampícin, rífabútín)

meðferð við HIV (ritonavir, efavírenz)

lyf sem notuð eru við sveppasýkingu (griseofulvin)

náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

Leitið ráða hjá lyfjafræðingi eða lækni ef þörf er á frekari ráðleggingum varðandi rétta skömmtun.

Leitið til lækniss eins fljótt og hægt er eftir að töflurnar eru teknar til að fá nánari ráðleggingar

varðandi örugga tegund getnaðarvarna til að nota reglulega og til að útiloka þungun. (Sjá einnig

kafla 3 „Hvernig nota á Postinor“).

Postinor getur einnig haft áhrif á hversu vel önnur lyf virka

lyf sem kallast ciklósporín (ónæmisbælandi lyf).

Hversu oft má nota Postinor?

Einungis á að nota Postinor í neyðartilfellum og ekki sem reglulega getnaðarvörn. Ef Postinor er notað

oftar en einu sinni á tíðahring er virkni þess síður áreiðanleg og líklegra er að það raski tíðahringnum

(blæðingum).

Postinor er ekki jafn áhrifaríkt og venjulegar getnaðarvarnir. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða

heilsugæslan geta skýrt fyrir þér langtíma getnaðarvarnir sem eru áhrifaríkari til þess að koma í veg

fyrir þungun.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú átt ekki að taka þetta lyf ef þú ert þunguð. Ef þú verður þunguð jafnvel eftir töku þessa lyfs er

áríðandi að þú farir til læknis. Engar upplýsingar liggja fyrir um að notkun Postinor skaði fóstur sé það

notað samkvæmt leiðbeiningum. Engu að síður kann læknirinn að vilja ganga úr skugga um að ekki sé

um að ræða utanlegsþungun. Þetta er sérstaklega áríðandi ef þú færð alvarlega kviðverki eftir að hafa

tekið Postinor eða ef þú hefur sögu um utanlegsþungun, uppskurð á eggjaleiðara eða grindarholsbólgu

(e. pelvic inflammatory diseasea).

Brjóstagjöf

Virkt innihaldsefni lyfsins skilst út í brjóstamjólk. Því er mælt með því að þú takir töfluna strax eftir

brjóstagjöf og forðist brjóstagjöf í a.m.k. 8 klst. eftir töku levónorgestrels og tæmir brjóstin með

brjóstapumpu í 8 klst. eftir töku töflunnar. Með þessum hætti er taflan tekin löngu fyrir næstu gjöf og

magn virks efnis sem barnið getur fengið með brjóstamjólkinni minnkað.

Frjósemi

Postinor eykur líkur á truflunum á tíðahring sem geta stundum flýtt eða seinkað egglosi og þannig

breytt frjósemisdögum. Þó engar langtímaupplýsingar liggi fyrir um frjósemi í kjölfar meðferðar með

Postinor er búist við að frjósemi komi fljótt fram aftur og því skal halda áfram reglulegri notkun

getnaðarvarna eða hefja hana eins fljótt og hægt er eftir notkun Postinor.

Akstur og notkun véla

Notkun Postinor er ekki talin líkleg til að hafa áhrif á getu þína til aksturs eða stjórnunar véla.

Ef þú finnur fyrir þreytu eða þig svimar skaltu hins vegar ekki aka eða nota vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Postinor inniheldur laktósa

Ef um óþol fyrir mjólkursykri (laktósa) er að ræða skal hafa í huga að hver tafla af Postinor inniheldur

einnig 142,5 mg af laktósaeinhýdrati.

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Postinor

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Takið töfluna eins fljótt og auðið er, helst innan 12

klst. og eigi síðar en 72 klst. (3 dögum) eftir

samfarir án getnaðarvarna. Postinor má taka hvenær sem er á tíðahringnum að því gefnu að þú

sért ekki þunguð eða haldir að þú getir verið þunguð.

Ekki má tyggja töfluna heldur skal gleypa

hana í heilu lagi með vatni. Ekki fresta töku töflunnar. Taflan virkar best því fyrr sem þú tekur

hana eftir óvarðar samfarir.

Ef þú notar eitthvert lyfjanna sem geta hindrað næga verkun Postinor (sjá kaflann hér að framan

„Notkun annarra lyfja samhliða Postinor“) eða ef þú hefur notað eitthvert þessara lyfja á

síðastliðnum 4 vikum er ekki víst að Postinor virki eins vel hjá þér. Læknirinn gæti ávísað

annarri tegund af neyðargetnaðarvörn (án hormóna), þ.e. koparlykkju. Ef þetta er ekki

möguleiki hjá þér eða ef þú kemst ekki strax til læknisins getur þú tekið tvöfaldan skammt af

Postinor (þ.e. 2 töflur samtímis).

Ef þú notar venjulega tegund af getnaðarvörn svo sem getnaðarvarnapilluna getur þú haldið

áfram að taka hana á venjulegum tíma.

Ef um er að ræða annað tilfelli þar sem óvarðar samfarir eiga sér stað eftir að Postinor hefur verið

notað (einnig ef gerist í sama tíðahring), mun taflan ekki virka sem getnaðarvörn og aftur verður hætta

á þungun.

Hvað skal gera ef þú færð uppköst

Ef þú kastar upp innan 3 klst. eftir að hafa tekið töfluna átt þú umsvifalaust að taka aðra töflu.

Eftir að þú hefur tekið Postinor

Ef þú vilt hafa samfarir eftir að þú hefur tekið Postinor og ert ekki á pillunni átt þú að nota smokk eða

hettu ásamt sæðisdrepandi kremi fram að næstu tíðablæðingum. Þetta er vegna þess að Postinor verkar

ekki ef þú hefur óvarðar samfarir aftur áður en næstu blæðingar eru væntanlegar.

Ef þú hefur tekið Postinor er þér ráðlagt að panta viðtal hjá lækninum þínum u.þ.b. þremur vikum

síðar, til að ganga úr skugga um að Postinor hafi verið áhrifaríkt. Ef blæðingum hefur seinkað um

meira en 5 daga eða voru óvenjulega miklar eða litlar átt þú að ræða við lækni eins fljótt og hægt er. Ef

þú verður þunguð þrátt fyrir töku þessa lyfs er áríðandi að þú farir til læknis.

Læknirinn getur einnig frætt þig um langtíma getnaðarvarnir sem eru áhrifaríkari til þess að koma í

veg fyrir þungun.

Ef þú heldur áfram að nota venjulega hormónagetnaðarvörn s.s. pilluna og þú hefur ekki blæðingar á

pillufría tímabilinu, skaltu tala við lækninn þinn til að ganga úr skugga um að þú sért ekki þunguð.

Næstu tíðablæðingar eftir notkun Postinor

Eftir töku Postinor eru blæðingarnar venjulega eðlilegar og munu hefjast á réttum degi; hins vegar geta

þær stundum verið nokkrum dögum fyrr eða seinna á ferðinni. Ef að blæðingar hefjast seinna en

5 dögum eftir að búist var við, óeðlilegar blæðingar eiga sér þá stað eða að þú heldur að þú getir verið

þunguð, átt þú að taka þungunarprófi.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Þótt ekkert hafi komið fram um alvarlegar aukaverkanir af því að taka of margar töflur í einu, getur

komið fram ógleði, uppköst, eða blæðing frá leggöngum. Þú átt að leita ráða hjá lyfjafræðingi, lækni,

hjúkrunarfræðingi eða heilsugæslunni sérstaklega ef þú hefur kastað upp, þar sem taflan gæti

hugsanlega ekki hafa verkað með réttum hætti.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum, en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Flökurleiki (ógleði)

Óreglulegar blæðingar fram að næstu blæðingum

Verkir í neðra kviðarholi

Þreyta

Höfuðverkur

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Ógleði (uppköst) Ef um ógleði er að ræða skal lesa hlutann „Hvað skal gera ef þú færð

uppköst."

Blæðingarnar gætu verið öðruvísi. Flestar konur munu hafa eðlilegar tíðablæðingar á réttum

tíma, en sumar gætu haft blæðingar fyrr eða seinna en venjulega. Þú gætir haft óreglulegar

blæðingar eða blettablæðingar fram að næstu blæðingum Ef blæðingar eru meira en 5 dögum of

seinar eða voru óvenjulega miklar eða litlar átt þú að ræða við lækninn þinn eins fljótt og hægt

Þú getur fundið fyrir eymslum í brjóstum, fengið niðurgang eða svima eftir töku lyfsins.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Útbrot, ofsakláði, kláði, bjúgur í andliti, verkur í grindarholi, sársaukafullar tíðir.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Postinor

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Postinor eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymist í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Postinor inniheldur

Virka innihaldsefnið er levónorgestrel. Hver tafla inniheldur 1,5 mg af levónorgestreli.

Önnur innihaldsefni eru:

Kartöflusterkja,

Maíssterkja,

Vatnsfrí kísilkvoða,

Magnesíumsterat (E572),

Talkúm (E533b),

Laktósaeinhýdrat.

Lýsing á útliti Postinor og pakkningastærðir

Tafla: Nærri hvít, flöt tafla sem er um 8 mm í þvermál greypt með áletruninni „G00” á annarri

hliðinni.

Pakkning: Ein tafla í PVC-/álþynnu og pappaöskjum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Gedeon Richter Plc.

Gyömrői út 19-21.

1103 Budapest

Ungverjalandi

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við:

Gedeon Richter Nordics AB

Norra Stationsgatan 61

113 34 Stokkhólmi

Svíþjóð

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki: Postinor

Belgía: Postinor 1500

Tékkland: Escapelle

Frakkland: Levonorgestrel Biogaran

Þýskaland: Postinor

Grikkland: Postinor 1500

Ísland: Postinor

Írland: Prevenelle

Ítalía: Escapelle

Litháen: Escapelle

Lúxembúrg: Postinor

Holland: Postinor

Noregur: Postinor

Pólland: Escapelle

Portúgal: Postinor

Spánn: Postinor

Svíþjóð: Postinor

Bretland: Levonelle 1500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.