Pinex Junior

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pinex Junior Endaþarmsstíll 125 mg
 • Skammtar:
 • 125 mg
 • Lyfjaform:
 • Endaþarmsstíll
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pinex Junior Endaþarmsstíll 125 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 81621a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Pinex Junior 125 mg og 250 mg endaþarmsstílar

parasetamól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun

lyfsins.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Pinex Junior á réttan hátt til að

ná sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki eftir 2-3 daga.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum

Hvað er Pinex Junior og við hverju er það notað

Áður en byrjað er að nota Pinex Junior

Hvernig á að nota Pinex Junior

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig á að geyma Pinex Junior

Aðrar upplýsingar

1.

HVAÐ ER PINEX JUNIOR OG VIÐ HVERJU ER ÞAÐ NOTAÐ

Pinex Junior er verkjastillandi og hitalækkandi lyf.

Þú getur notað Pinex Junior við vægum verkjum, t.d. höfuðverk, tíðaverkjum, tannpínu, vöðva- og

liðverkjum og til að lækka hita.

Verið getur að læknirinn hafi látið þig fá Pinex Junior af öðrum ástæðum. Fylgdu alltaf ráðleggingum

læknisins.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PINEX JUNIOR

Ekki má nota Pinex Junior

ef þú ert með ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni Pinex Junior.

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Pinex Junior

Hafðu samband við lækninn ef:

þú hefur skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

næringarástand þitt er lélegt, t.d. vegna misnotkunar áfengis, lystarleysis eða vannæringar. Þú

ættir e.t.v. að nota minni skammt vegna þess að annars gæti það valdið skaða á lifur.

þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða verkirnir vara lengur en í 3 daga.

Varnaðarorð

Ef þú notar stærri skammt en fram kemur í þessum fylgiseðli, eða læknirinn ráðlagði, getur það

valdið lífshættulega eitrun og alvarlegum lifrarskemmdum. Ef þú telur að þú hafir notað of

mikið af Pinex Junior skaltu strax fara á bráðamóttöku sjúkrahúss eða til læknis.

Ef þú tekur samtímis annað lyf sem inniheldur líka parasetamól, er hætta á ofskömmtun.

Ef þú notar fleiri verkjalyf á sama tíma getur það valdið nýrnaskemmdum með hættu á nýrnabilun.

Ef þú notar Pinex Junior í langan tíma við höfuðverk, getur höfuðverkurinn versnað og komið oftar.

Hafðu samband við lækninn ef þú færð oft eða daglega höfuðverkjaköst.

Láttu alltaf vita við blóð- og þvagprufur að þú notir Pinex Junior. Það getur haft áhrif á niðurstöðurnar.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils, náttúrulyf og vítamín eða steinefni í stórum skömmtum.

Láttu lækninn vita ef þú notar:

flogaveikilyf (t.d. fenýtóín og karbamazepín).

lyf við þvagsýrugigt (próbenesíð). Það getur þurft að breyta skömmtunum.

blóðþynningarlyf (t.d. warfarín). Þú getur fengið blæðingar ef þú tekur Pinex Junior reglulega og

til langs tíma.

Ef þú notar lyf við háu kólesteróli (kólestýramín) skaltu nota Pinex Junior a.m.k. 1 klst. fyrir eða

4-6 klst. á eftir hinu lyfinu. Ráðfærðu þig við lækninn.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Þú mátt nota Pinex Junior á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Þú mátt hafa barn á brjósti þó að þú notir Pinex Junior.

Akstur og notkun véla

Pinex Junior hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

HVERNIG Á AÐ NOTA PINEX JUNIOR

Notaðu lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú skalt stinga breiðari enda stílsins fyrst upp í endaþarminn.

Venjulegur skammtur er:

Börn

Skammturinn fer eftir þyngd barnsins.

Börn mega fá 50 mg/kg/dag skipt niður í 3-4 skammta.

Dæmi:

10 kg barn má að hámarki fá 500 mg á sólarhring, þ.e. einn 125 mg endaþarmsstíl mest 4 sinnum á

sólarhring.

20 kg barn má að hámarki fá 1.000 mg á sólarhring, þ.e. einn 250 mg endaþarmsstíl mest 4 sinnum á

sólarhring.

30 kg barn má að hámarki fá 1.500 mg á sólarhring, þ.e. tvo 250 mg endaþarmsstíla mest 3 sinnum á

sólarhring.

Ekki má nota Pinex Junior endaþarmsstíla fyrir börn yngri en 2 ára nema samkvæmt ráði læknis.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Hafðu samband við lækni, bráðamóttöku sjúkrahúss eða apótek ef stærri skammtur af Pinex Junior

endaþarmsstílum, en tilgreint er í þessum fylgiseðli eða læknirinn hefur ráðlagt, hefur verið notaður.

Taktu pakkninguna með.

Einkenni ofskömmtunar eru ógleði, uppköst, eymsli/verkir í maga, slappleiki og mislitun á þvagi og

hægðum. Lifrarbilun með gulum lit á húð og augum.

Ef gleymist að nota Pinex Junior

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Halda á áfram að nota

venjulegan skammt.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Pinex Junior valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fram hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sem fá meðferð):

Blæðing frá húð og slímhimnum og marblettir, almennt slen, hætta á sýkingum, einkum

hálsbólgu og hita vegna breytinga í blóðinu (of fá hvít blóðkorn og blóðflögur). Hafðu strax

samband við lækni.

Alvarlegir öndunarerfiðleikar með mási og hvæsi. Hafðu strax samband við lækni eða

bráðamóttöku sjúkrahúss. Hringdu e.t.v. í 112.

Alvarlegur nýrnaskaði með minnkandi þvagmyndun. Hafðu samband við lækni.

Bólga í tungu, vörum og andliti. Getur leitt til þess að öndunarvegurinn lokast. Hringdu í 112.

Fölvi, þreyta og gula vegna alvarlegs blóðleysis. Hafðu strax samband við lækni.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Algengar aukaverkanir (koma fram hjá á milli 1 og 10 af hverjum 100 sem fá meðferð):

Erting við endaþarm.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fram hjá 1-10 af hverjum 10.000 sem fá meðferð):

Ofsakláði.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fram hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sem fá meðferð):

Útbrot.

Örsjaldan hefur verið tilkynnt um alvarleg viðbrögð í húð.

Pinex Junior getur líka valdið aukaverkunum sem þú tekur venjulega ekki eftir. Það varðar breytingar á

ákveðnum blóðprufum, t.d. vegna áhrifa á lifrina.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

HVERNIG Á AÐ GEYMA PINEX JUNIOR

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Pinex Junior endaþarmsstíla ekki við hærra hitastig en 25ºC.

Ekki skal nota Pinex Junior eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki á að fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Spyrðu lyfjafræðing hvernig heppilegast er að

losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þessar aðgerðir eru til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað innihalda Pinex Junior 125 mg og 250 mg endaþarmsstílar

Virka innihaldsefnið er parasetamól.

Annað innihaldsefni er hörð fita.

Útlit Pinex Junior og pakkningastærðir

Pinex Junior eru

hvítir eða beinhvítir endaþarmsstílar.

Pakkningastærð: Þynnupakkningar með 10 endaþarmsstílum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf, Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfjörður.

Framleiðandi

Bene-Arzneimittel GmbH, Herterichstr. 1-3, 81479 München, Þýskaland.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í desember 2017.