Pevaryl Depot

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pevaryl Depot Skeiðarstíll 150 mg + 1% krem
 • Skammtar:
 • 150 mg + 1% krem
 • Lyfjaform:
 • Skeiðarstíll
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pevaryl Depot Skeiðarstíll 150 mg + 1% krem
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 61621a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Pevaryl Depot samsett pakkning: Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll, Pevaryl 1% krem

Econazolnítrat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Pevaryl Depot samsetta pakkningu og við hverju hún er notuð

Áður en byrjað er að nota Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Hvernig nota á Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Pevaryl Depot samsetta pakkningu og við hverju hún er notuð

Pevaryl Depot samsett pakkning er notuð við sveppasýkingum í leggöngum.

Til sjálfsmeðhöndlunar við sveppasýkingum fæst Pevaryl Depot samsett pakkning án lyfseðils fyrir

konur, sem hafa áður fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu í leggöngum og fá sömu

einkenni að nýju.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Ekki má nota Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir econazolnítrati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Pevaryl Depot inniheldur efni í olíugrunni sem getur haft áhrif á latexhettur og latexverjur og dregið úr

öryggi við notkun þeirra. Því skal ekki nota Pevaryl Depot samtímis latexhettum eða latexverjum.

Pevaryl Depot getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt, ráðfærðu þig við lækninn um notkun sæðisdrepandi

lyfja.

Pevaryl Depot má ekki nota samhliða annarri meðferð í eða á kynfærum.

Ef fram koma merki um ertingu eða ofnæmi skal hætta meðferðinni.

Hættu að nota Pevaryl Depot og hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einhverju

eftirfarandi einkenna (ofnæmisbjúg)

þrota í andliti, tungu eða hálsi

kyngingarerfiðleika

ofnæmisútbrot og öndunarerfiðleika

Leitið ráða hjá lækni ef:

enginn bati hefur komið fram eða ef einkenni versna innan 3 daga frá því að meðferð hófst.

einkennin eru ekki að fullu horfin innan 7 daga frá því að meðferð hófst.

einkennin koma fram að nýju oftar en 2 sinnum á 6 mánaða tímabili.

Notkun annarra lyfja samhliða Pevaryl Depot

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ef Pevaryl Depot er notað samhliða sumum öðrum lyfjum getur það haft áhrif á verkunina. Því skal

ekki nota Pevaryl Depot samhliða eftirfarandi lyfjum án þess að tala við lækninn eða lyfjafræðing

fyrst:

blóðþynnandi lyf (warfarin, acenokumarol).

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Pevaryl Depot má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Pevaryl Depot

má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móðurina vegur

þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort Pevaryl Depot eða Pevaryl krem berast í brjóstamjólk. Ráðfærðu þig við lækni

áður en þú notar Pevaryl Depot eða Pevaryl krem meðan þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Pevaryl Depot eða Pevaryl krem hafa engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða starfa sem krefjast

óskertrar árvekni.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Pevaryl Depot samsettrar pakkningar

Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúðir og

bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið staðbundnum aukaverkunum í húð (t.d. snertiexemi) eða haft

ertandi áhrif á augu og slímhúð.

3.

Hvernig nota á Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið

skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Venjuleg notkun við sýkingum í leggöngum:

Skeiðarstíll 150 mg

: Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng (með oddmjóa hlutann á undan) að kvöldi fyrir

svefn. Eftir að stílagrunnurinn í Pevaryl Depot hefur bráðnað myndar hann hlaup og úr því losnar

virka efnið síðan.

Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega áður en notkun skeiðarstíla hefst (sjá kafla um

meðgöngu, fyrir frekari leiðbeiningar, þar á meðal takmarkanir vegna notkunar á meðgöngu).

Krem 1%

: Sama kvöld og stíllinn er notaður skal bera kremið á í kringum leggangaop og/eða á

skapabarmana. Þaðan í frá skal bera kremið á 2-3 sinnum á dag. Halda skal meðferðinni áfram þar til

óþægindin eru horfin og í 3 daga til viðbótar.

Hugsanleg meðhöndlun maka:

Þvoið reður og forhúð með volgu vatni og berið Pevaryl krem á 2 sinnum á dag. Halda skal

meðferðinni áfram þar til óþægindin eru horfin og í 3 daga til viðbótar.

Pevaryl litar ekki föt og það má þvo af með sápu og vatni.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að meta áhættuna og fá ráðgjöf.

Ef notaður er stærri skammtur af Pevaryl en mælt er fyrir um getur það valdið sömu aukaverkunum og

taldar eru upp í kafla 4. Ef Pevaryl berst í augu skal þvo þau með hreinu vatni eða saltlausn og leita til

læknis ef einkennin hverfa ekki.

Ef gleymist að nota Pevaryl krem

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Pevaryl Depot samsett pakkning valdið aukaverkunum en það gerist þó

ekki hjá öllum.

Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 sem nota lyfið):

Kláði, sviði.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 100 sem nota lyfið)

: Útbrot, sviði í húð og slímhúð á

íkomustað.

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 1.000 sem nota lyfið):

Húðroði.

Hefur verið greint frá (koma fyrir hjá óþekktum fjölda notenda):

Bólga í andliti, tungu eða hálsi,

erfiðleikar við að kyngja eða ofsakláði og öndunarerfiðleikar (ofnæmisbjúgur). Ofnæmi, ofsakláði,

snertiexem, húðflögnun. Staðbundin áhrif á húð og slímhúð á íkomustað, svo sem verkir, erting og

þroti.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins

5.

Hvernig geyma á Pevaryl Depot samsetta pakkningu

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Lokið túpunni vel.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Pevaryl Depot samsett pakkning inniheldur

Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll:

Virka innihaldsefnið er econazolnítrat.

Önnur innihaldsefni eru pólýgel, kísiltvíoxíð, harðfeiti, stearýlheptanóat.

Pevaryl 1% krem:

Virka innihaldsefnið er econazolnítrat.

Önnur innihaldsefni eru bensósýra (E 210), bútýlhýdroxýanisól, Pegoxol-7-stearat, oleoyl-

makrogolglýceríð, paraffínolía, hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Pevaryl og pakkningastærðir

Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstílar

eru gulhvítir með daufri lykt.

Pevaryl 1% krem

er hvítt með daufri lykt.

Samsetta pakkningin inniheldur 1 Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíl og túpu með 15 g af Pevaryl 1%

kremi.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Trimb Healthcare AB

Östermalmsgatan 19

114 26 Stockholm

Svíþjóð

Framleiðandi

Lusomedicamenta, Sociedade Técnica Farmacêutica, S.A.

Estrada Consiglieri Pedroso 69 B, Queluz de Baixo, 2730-055 Barcarena, Portúgal.

Umboð á Íslandi

Vistor hf. Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.