Persantin Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Persantin Retard Hart forðahylki 200 mg
 • Skammtar:
 • 200 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart forðahylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Persantin Retard Hart forðahylki 200 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 57621a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Persantin Retard 200 mg forðahylki, hörð

Dípýridamól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Persantin Retard og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Persantin Retard

Hvernig nota á Persantin Retard

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Persantin Retard

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Persantin Retard og við hverju það er notað

Persantin Retard minnkar eiginleika blóðflagna til að loða saman og kemur þannig í veg fyrir myndun

blóðtappa.

Persantin Retard er notað til að fyrirbyggja myndun blóðtappa í heila ef þú hefur áður fengið

blóðtappa í heila eða tímabundna lömun, talörðugleika eða skyntruflanir (slag eða skammvinn

blóðþurrð í heila).

Taka má forðahylkin samhliða öðru fyrirbyggjandi lyfi (asetýlsalicýlsýru) eða eitt og sér ef þú þolir

ekki asetýlsalicýlsýru.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Persantin Retard

Ekki má nota Persantin Retard

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Persantin Retard er notað ef þú hefur:

Alvarlegan hjarta- eða æðasjúkdóm.

Sjaldgæfa vöðvasjúkdóminn vöðvaslensfár (myastenia gravis).

Ef þú átt að fara í próf á hjartastarfsemi þinni skaltu láta lækninn vita fyrir rannsóknina að þú takir

Persantin Retard. Nauðsynlegt getur verið að gera hlé á notkun Persantin Retard áður en prófið er

framkvæmt til að fá réttar niðurstöður.

Notkun annarra lyfja samhliða Persantin Retard

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert á meðferð með:

lyfjum gegn vöðvasjúkdómnum vöðvaslensfári (myastenia gravis).

lyfjum gegn of háum blóðþrýstingi.

lyfjum sem innihalda adenósín (lyf notað gegn hjartsláttartruflunum). Nauðsynlegt getur verið

að breyta skömmtum.

lyfjum sem innihalda teofyllín eða xantín (við astma eða langvinnri lungnateppu)

öðrum blóðþynningarlyfjum (t.d. warfarín eða asetýlsalisýlsýru).

Notkun Persantin Retard með mat eða drykk

Persantin Retard má taka með eða án matar.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Barnshafandi konur eiga yfirleitt ekki að taka Persantin Retard. Ráðfærðu þig við lækninn.

Konur með barn á brjósti mega ekki taka Persantin Retard, því að dípýridamól berst í brjóstamjólkina.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Akstur og notkun véla

Persantin Retard getur valdið aukaverkunum eins og höfuðverk, sundli, ógleði og uppköstum sem geta

haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Persantin Retard

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir

1 forðahylki tvisvar sinnum á sólarhring (1 hylki að morgni og 1 hylki að kvöldi).

Forðahylkin skal gleypa heil með glasi af vatni.

Við óbærilegan höfuðverk

Ef þú færð óbærilegan höfuðverk í upphafi meðferðar með Persantin Retard þarftu ef til vill að taka

aðra skammta. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Taktu umbúðirnar með.

Einkenni eins og hitatilfinning, roði, aukin svitamyndun, óróleiki, máttleysistilfinning, sundl og

höfuðverkur geta komið fram ef þú hefur tekið of mikið af Persantin Retard. Þú getur einnig fengið

hraðan hjartslátt, hraða öndun, lágan blóðþrýsting, hjartakrampa, meðvitundarleysi, magaóþægindi,

tilhneigingu til blæðinga frá húð og slímhúð og erfiðleika með öndun.

Ef gleymist að taka Persantin Retard

Ef þú gleymir skammti skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef komið er nálægt næsta

skammti skaltu sleppa þeim sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Persantin Retard

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengustu aukaverkanirnar eru ógleði og höfuðverkur. Í flestum tilvikum hverfa þessar aukaverkanir

við áframhaldandi notkun.

Alvarlegar aukaverkanir sem þú eða aðstandendur þínir þurfa að bregðast tafarlaust við eru

merktar með

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Höfuðverkur, sundl, niðurgangur, ógleði

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Hjartaöng: Brjóstverkur, sem gæti leitt út í handlegg eða háls og andnauð vegna lélegrar blóðrásar

til hjartavöðvans. Hafðu samband við lækni eða bráðamóttöku.

Að auki: Uppköst, útbrot, vöðvaverkir

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Blæðing frá húð og slímhúð og marblettir vegna breytinga á blóði (fækkun blóðflagna). Hafðu

samband við lækni eða bráðamóttöku.

Útbrot (ofsakláði og bólga). Geta verið alvarleg. Ráðfærðu þig við lækninn. Ef kemur fram bólga

í andliti, vörum og tungu getur það verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Hraðtaktur (takykardi). Getur orðið alvarlegur. Ef þú færð mjög hraðan og óreglulegan hjartslátt

eða líður illa eða fellur í yfirlið skal hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Jafnvel skal

hringja í 112.

Að auki: Ofnæmisviðbrögð, sundl og jafnvel yfirlið vegna of lágs blóðþrýstings, hitakóf, ofsakláði,

aukin blæðingarhætta í og eftir aðgerð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Persantin retard

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið ílátið vel lokað til varnar gegn raka.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Persantin Retard inniheldur

Virka innihaldsefnið er dípýrídamól 200 mg

Önnur innihaldsefni eru: Vínsýra, póvídón, talkúm, akasíugúmmí, hýprómellósutalat,

hýprómellósa, metakrýlsýra-metýlmetakrýlat fjölliða (1:2), tríacetín, dímetíkon 350 og

stearínsýra.

Hylkið sjálft: gelatína, títantvíoxíð (E171), rautt og gult járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Persantin Retard og pakkningastærðir

Útlit:

Persantin Retard forðahylki eru gelatínuhylki sem innihalda lítil gul korn.

Litur hylkjanna eru rauðbrúnn og appelsínugulur.

Pakkningastærðir:

Persantin Retard fæst í hvítum plastílátum með 60 hylkjum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Umboðsaðili á Íslandi:

Markaðsleyfishafi:

Vistor hf

Boehringer Ingelheim International GmbH

Sími: 535 7000

55216-Ingelheim am Rhein, Þýskaland

Framleiðandi:

Boehringer Ingelheim Pharma GmbH & Co. KG

Ingelheim, Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.