Penomax

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Penomax Filmuhúðuð tafla 200 mg
 • Skammtar:
 • 200 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Penomax Filmuhúðuð tafla 200 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8d794276-975c-e111-b50c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Penomax 200 mg filmuhúðaðar töflur

pivmecillinamhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Penomax og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Penomax

Hvernig nota á Penomax

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Penomax

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Penomax og við hverju það er notað

Virka innihaldsefnið í Penomax, pivmecillinam, er sýklalyf sem tilheyrir lyfjaflokki sem kallast

penicillín. Penomax verkar með því að drepa bakteríur sem valda sýkingu. Ef sýkingin er ekki

meðhöndluð getur bakterían haldið áfram að fjölga sér í líkama þínum.

Penomax er notað við þvagfærasýkingum.

2.

Áður en byrjað er að nota Penomax

Ekki má nota Penomax

ef um er að ræða ofnæmi fyrir pivmecillinami eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6)

ef um er að ræða ofnæmi fyrir penicillíni eða cefalósporín sýklalyfjum

ef um er að ræða þekkt þrengsli í vélinda og/eða teppusjúkdóm í meltingarveginum.

ef um er að ræða þekktan meðfæddan efnaskiptasjúkdóm svo sem sjúkdóm sem getur valdið

skorti á efni sem kallast karnitín í líkamanum.

ef um er að ræða meðfædda efnaskiptasjúkdóma sem valda of miklu magni sýru í blóði

(blóðsýringu) eða þvagi (þvagsýringu).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Penomax er notað:

ef um er að ræða þekkta porfyríu (mjög sjaldgæfur efnaskiptasjúkdómur)

ef um er að ræða þekktan skort á karnitíni (amínósýra)

ef um er að ræða sykursýki sem erfitt er að ná stjórn á eða óeðlilega lítinn vöðvamassa

ef upp kemur langvarandi niðurgangur meðan á meðferð með Penomax stendur.

Notkun annarra lyfja samhliða Penomax

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Verkun sumra lyfja getur breyst eða verkun Penomax getur breyst vegna samhliða-

notkunar.

Það er sérstaklega mikilvægt að upplýsa læknirinn ef verið er að nota eftirtalin lyf:

metótrexat (notað við gigt, krabbameini og psoriasis)

próbenesíð (notað við þvagsýrugigt)

valpróínsýra eða valpróat (til meðferðar á flogaveiki)

einhver önnur sýklalyf (til meðferðar á sýkingum eins og erythromycin eða tetracyclin)

Notkun Penomax með mat eða drykk

Gleypa skal Penomax töflur heilar með að minnsta kosti hálfu glasi af vökva, á meðan setið er eða

staðið (sjá kafla 3 Hvernig nota á Penomax).

Mikilvægt er að taka lyfið með miklum vökva. Það mun koma í veg fyrir að þú fáir bólgu í vélinda.

Vinsamlegast lesið kafla 4 í þessum fylgiseðli svo þú getir greint einkenni um að þetta sé að koma

fyrir þig.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga:

Nota má Penomax á meðgöngu ef læknirinn telur það nauðsynlegt.

Brjóstagjöf:

Konur sem hafa barn á brjósti mega nota Penomax.

Frjósemi:

Ekki hafa verið framkvæmdar klínískar rannsóknir á frjósemi.

Akstur og notkun véla

Penomax hefur engin eða hverfandi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ráðfærðu þig við

lækninn ef þú finnur fyrir einhverjum aukaverkunum sem gætu hindrað þig við akstur eða notkun véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Penomax

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Notkun handa börnum og unglingum

Ráðlagður skammtur fyrir

fullorðna og unglinga

200-400 mg 3 sinnum á sólarhring.

Ráðlagður skammtur fyrir

börn eldri en 5 ára

200 mg 3 sinnum á sólarhring.

Taka skal töflurnar inn annaðhvort sitjandi í uppréttri stöðu eða standandi. Drekka skal að minnsta

kosti hálft glas af vatni eða öðrum vökva, þegar taflan er tekin inn. Mælt er með því að taka töflurnar

með mat til þess að minnka líkurnar á magaóþægindum.

Leiðbeiningar um notkun taflanna, sem pakkað er í þynnur.

Ekki þrýsta töflunni úr hólfinu (mynd 1).

Beygið þynnuna og rífið eitt töfluhólf af henni eftir rifgataðri línunni (mynd 2).

Fjarlægið filmuna sem lokar töfluhólfinu varlega með því að fletta henni af frá horninu sem

pílan vísar á (mynd 3).

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafa skal tafarlaust samband við lækninn, heilsugæslustöð eða bráðamóttöku ef þú (eða einhver annar)

tekur inn stærri skammt af lyfinu en mælt er fyrir um.

Of stór skammtur er líklegur til að valda ógleði, uppköstum og magabólgu.

Ef gleymist að taka Penomax

Taka skal þann skammt sem gleymdist eins fljótt og hægt er. Taka skal næsta skammt a.m.k.

4 klukkustundum síðar, svo að jafnt magn lyfsins sé til staðar í líkamanum. Eftir þetta skal byrja taka

lyfið aftur eins og leiðbeiningarnar segja til um. Mikilvægt er að muna að taka lyfið reglulega.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Penomax

Taka skal lyfið í eins langan tíma og læknirinn segir til um. Mjög mikilvægt er að ljúka meðferðinni

jafnvel þó þér líði betur eftir nokkra daga. Ef töku lyfsins er hætt of snemma geta einkenninn komið

aftur.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mikilvægar aukaverkanir sem þarf að hafa í huga

Ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum verður þú að leita þér læknisaðstoðar tafarlaust. Þú gætir

verið með ofnæmisviðbrögð (koma örsjaldan fyrir, getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 000

einstaklingum:

þú átt erfitt með öndun

bólga í andliti eða hálsi

alvarleg útbrot á húð eða skyndilegur þroti á ákveðnum svæðum

Þú verður að leita þér læknisaðstoðar tafarlaust ef þú færð eftirtalið einkenni:

alvarlegur niðurgangur. Þetta getur orsakast af bólgum í ristli.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

ógleði

uppköst

niðurgangur.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

útbrot

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

ofsakláði

minnkaður styrkur amínósýrunnar karnitíns í líkamanum (sem getur valdið þreytu eða

vöðvaslappleika).

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum10.000

einstaklingum):

breytingar á blóðfrumnafjölda (fækkun á hvítkornum og blóðflögum, aukning á eosínfíklum)

bólga í vélinda

truflanir á lifrarstarfsemi

lyfjahiti

ofanísýking af völdum hvítsveppa.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Penomax

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu (EXP:) sem tilgreind er á þynnunni, öskjunni og ílátinu.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ílátið: Geymið ílátið vel lokað til varnar gegn raka.

Þynnupakkningar: Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn

raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Penomax inniheldur

Virka innihaldsefnið er pivmecillinamhýdróklóríð. Hver filmuhúðu tafla inniheldur 200 mg.

Önnur innihaldsefni í töflukjarnanum eru örkristallaður sellulósi og magnesíumsterat.

Önnur innihaldsefni í filmuhúðinni eru hyprómellósi og tríacetín.

Lýsing á útliti Penomax og pakkningastærðir

Hvítar til beinhvítar kringlóttar, kúptar, filmuhúðaðar töflur

merktar með „F“

á annarri hliðinni og

„48“ á hinni.

Pakkningastærðir:

Þynnur: 9, 14, 15, 20, 30 og 40 töflur

Ílát: 9, 14, 15, 20, 30, 40 og 100 töflur. Ílátið inniheldur þurrkefni (poka með kísilhlaupi).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Orion Corporation

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finnland

Framleiðandi

Orion Corporation Orion Pharma

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finnland

Umboð á Íslandi:

Vistor hf.

Hörgatúni 2

210 Garðabæ

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Ísland: Penomax

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.