Penicillin Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Penicillin Actavis Stungulyfs-/ innrennslisstofn, lausn 600 mg
 • Skammtar:
 • 600 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Penicillin Actavis Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 600 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 1d682759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Penicillin Actavis 600 mg (1 millj. a.e.) stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Penicillin Actavis 1,2 g (2 millj. a.e.) stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Penicillin Actavis 3 g (5 millj. a.e.) stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

benzýlpenicillínnatríum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Penicillin Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Penicillin Actavis

Hvernig nota á Penicillin Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Penicillin Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Penicillin Actavis og við hverju það er notað

Penicillin Actavis er sýklalyf sem er notað við sýkingum af völdum penicillínnæmra baktería.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Penicillin Actavis

Ekki má nota Penicillin Actavis

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum penicillínum eða cefalósporínum (annars konar betalaktam

sýklalyfjum).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Penicillin Actavis er notað.

ef um er að ræða skerta nýrnastarfsemi

ef dagsskammtar fara yfir 18 grömm hjá fullorðnum

ef þú ert eldri en 60 ára

Gæta skal varúðar við notkun Penicillin Actavis hjá nýburum

Krampar geta komið fram vegna áhrifa á miðtaugakerfið.

Ef styrkur penicillíns í innrennslisvökvanum er hár getur verið hætta á bólgum í æðum

(segabláæðabólgu).

Við skerta nýrnastarfsemi og við hjartabilun skal gæta varúðar við notkun lyfsins þar sem hætta er á

háum styrk af natríum í blóðinu.

Sjúklingar sem eru í sýklalyfjameðferð við sárasótt geta í upphafi meðferðar fengið viðbrögð svo sem

hita, kuldahroll, hraðan hjartslátt, höfuðverk, vöðva- og liðverki, háan blóðþrýsting, síðan lágan

blóðþrýsting (svokölluð Jarisch-Herxheimer viðbrögð).

Notkun annarra lyfja samhliða Penicillin Actavis

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ef þú notar penicillín samhliða próbenecíði (við þvagsýrugigt) getur það dregið úr nýrnastarfseminni

og valdið því að útskilnaður penicillíns úr líkamanum verður hægari.

Ef þú notar penicillín samhliða metótrexati (við liðagigt) getur það aukið áhrif metótrexats og valdið

því að aukaverkanir þess verði fleiri/öflugri.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Löng reynsla bendir til að lítil hætta sé á skaðlegum áhrifum á fóstur eða nýbura.

Ólíklegt er að barn á brjósti verði fyrir áhrifum.

Akstur og notkun véla

Penicillin Actavis er ekki talið hafa áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Penicillin Actavis inniheldur natríum

Lyfið inniheldur 16,8 mmól (eða 389 mg) af natríum í hverjum 6 g skammti af benzýlpenicillín

(10 milljón a.e.). Hjá sjúklingum sem fylgst er með natríum í mataræði skal natríuminnihald lyfsins

haft í huga.

3.

Hvernig nota á Penicillin Actavis

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Penicillin Actavis er gefið af heilbrigðisstarfsfólki í bláæð (sem dreypi) eða í vöðva.

Læknirinn ákveður skammta af Penicillin Actavis sem henta þér.

Venjulegir skammtar fyrir fullorðna eru 0,6 -6 grömm tvisvar til sex sinnum á sólarhring eftir tegund

sýkingarinnar og hversu alvarleg hún er.

Skammtar fyrir börn eru ákveðnir af lækni með tilliti til aldurs, tegundar og alvarleika sýkingarinnar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Leitið til læknisins eða

lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Þar sem að læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér Penicillin Actavis er ólíklegt að þú fáir rangan

skammt. Fáir þú miklar aukaverkanir eða heldur að þú hafir fengið of mikið af lyfinu skaltu strax hafa

samband við lækninn.

Ef gleymist að nota Penicillin Actavis

Ef þú heldur að þú hafir ekki fengið skammt af Penicillin Actavis skaltu strax hafa samband við

lækninn.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 en færri en 1 af hverjum 10):

Ofnæmisviðbrögð svo sem útbrot á húð og viðbrögð á innrennslisstað (æðabólga).

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 1.000 en færri en 1 af hverjum 100):

Breytt blóðgildi (aukning á ákveðinni gerð af hvítum blóðkornum, eósínfíklafjöld), ofsakláði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10.000 en færri en 1 af hverjum

1.000):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (sem geta valdið skyndilegum önghljóðum, öndunarörðugleikum

eða sundli, bólgu í augnlokum, andliti, vörum eða hálsi), breytt blóðgildi (skortur á hvítum og

rauðum blóðkornum, blóðleysi), niðurgangur.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000):

Nýrnabólga.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Penicillin Actavis

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Lausnina skal ekki að geyma.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Penicillin Actavis inniheldur

Virka innihaldsefnið er benzýlpenicillínnatríum.

Önnur innihaldsefni eru ekki í lyfinu.

Lýsing á útliti Penicillin Actavis og pakkningastærðir

Hettuglös sem innihalda stungulyfs-/innrennslisstofn.

Pakkningastærðir: 10 hettuglös með 600 mg (1 millj. a.e.), 10 hettuglös með 1,2 g (2 millj. a.e.) eða

10 hettuglös með 3 g (5 millj. a.e.)

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi:

Sandoz GmbH- PHP Kundl

Biochemiestrasse 10, 6250 Kundl

Austurríki

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Lausnina skal útbúa rétt fyrir notkun og hana á ekki að geyma.