Pektólín

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pektólín Mixtúra, lausn 3 mg/ml
 • Skammtar:
 • 3 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Mixtúra, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pektólín Mixtúra, lausn 3 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2a621a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Pektólín

3 mg/ml mixtúra, lausn

Dífenhýdramínhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki eftir 5 daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Pektólín og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Pektólín

Hvernig nota á Pektólín

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Pektólín

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Pektólín og við hverju það er notað

Pektólín tilheyrir flokki lyfja sem kallast andhistamínlyf.

Virka efnið, dífenhýdramín, hefur róandi og hóstastillandi áhrif. Dífenhýdramín verkar einnig gegn

áhrifum histamíns, sem losnar í líkamanum við ofnæmi.

Pektólín er notað við hósta og ofnæmi.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Pektólín

Ekki má nota Pektólín:

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir dífenhýdramínhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum andhistamínlyfjum.

Ef þú hefur alvarlega ofnæmistilhneigingu eða bráðan astma.

Ef þú ert með gláku, stækkaðan blöðruhálskirtil, þvagtregðu eða þrengingu í þvagrás.

Ef þú hefur maga- og/eða skeifugarnarsár eða þrengingu í meltingarvegi.

Ef þú ert með flogaveiki eða krómfíklaæxli.

Ef þú notar eða hefur notað lyf af flokki MAO hemla á síðustu 14 dögum.

Pektólín mixtúra er ekki ætluð börnum yngri en sex ára án samráðs við lækni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Pektólín er notað.

Munnþurrkur getur komið fram, einkum við langvarandi notkun. Því er nauðsynlegt að huga vel að

almennri munn- og tannhirðu.

Leitaðu ráða læknis ef þú þjáist af langvarandi eða þrálátum hósta, astma eða öðrum

öndunarfærasjúkdómum, bráðu astmakasti eða ef mikill uppgangur fylgir hóstanum.

Sjúklingar sem hafa hjartsláttartruflanir, portvarðarþröng (þrengingu í opinu á milli maga og

skeifugarnar) eða skerta lifrarstarfsemi skulu ráðfæra sig við lækni áður en þeir nota lyfið.

Þol getur myndast við samfellda notkun.

Notkun annarra lyfja samhliða Pektólín

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Lyfið getur haft áhrif á verkun annarra lyfja (aukið aukaverkanir vissra lyfja), eins geta önnur lyf haft

áhrif á verkun lyfsins. Þetta á einkum við um önnur lyf sem verka á miðtaugakerfið (t.d. geðlyf, róandi

lyf/svefnlyf, ávanalyf, verkjastillandi lyf),önnur andkólínvirk lyf (t.d. atrópín, biperiden, lyf við

Parkinsons sjúkdómi, þríhringlaga þunglyndislyf), MAO-hemla, sum lyf við háum blóðþrýstingi

(guanabenz, klónidín, alfa-metýldópa).

Pektólín dregur úr áhrifum kólínesterasahemla (notaðir gegn heilabilun).

Notkun Pektólín með mat, drykk eða áfengi

Forðast skal neyslu áfengis samtímis notkun Pektólín, því lyfið eykur slævandi verkun etanóls

(alkóhóls).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga:

Ekki er mælt með notkun lyfsins fyrir barnshafandi konur.

Brjóstagjöf:

Lyfið berst í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið.

Akstur og notkun véla

Akið ekki vegna þess að Pektólín hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Pektólín

inniheldur einnig etanól (alkóhól) og getur dregið úr viðbragðsflýti.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Pektólín inniheldur etanól og sorbitól

Pektólín inniheldur 4,4% etanól (alkóhól), þ.e. allt að 346 mg/skammt, einn skammtur af Pektólín

samsvarar allt að 9 ml af bjór eða 4 ml af léttvíni. Lyfið er skaðlegt fyrir áfengissjúklinga. Þungaðar

konur, konur með barn á brjósti, börn og áhættuhópar t.d. sjúklingar með lifrarsjúkdóma eða

flogaveiki skulu hafa í huga að lyfið inniheldur etanól (alkóhól).

Pektólín inniheldur sorbitól. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni

áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Pektólín

Notið lyfið allaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir:

5-10 ml (1-2 teskeiðar) 3-5 sinnum á sólarhring.

Börn 6-12 ára:

5 ml (ein teskeið) 3-5 sinnum á sólarhring.

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en sex ára án samráðs við lækni.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar:

Einkenni frá miðtaugakerfi s.s. eirðarleysi, kvíði, aukin vöðvaviðbrögð,

æsingur, meðvitundarleysi, öndunarbæling. Hjarta- og æðakvillar, ljósopsvíkkun, hraðtaktur, hiti, roði

í húð, þurrkur í slímhúð, blóðþrýstingsfall.

Ef gleymist að taka Pektólín

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef gleymist að taka

lyfið skal bætt úr því strax og hægt er. Ef komið er að næsta skammti skal þeim sem gleymdist sleppt

úr.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 notanda af hverjum 10)

Syfja, sundl, svimi, einbeitingarörðugleiki, skynhreyfitruflanir

Þokusýn, sjónskerðing

Nefstífla, þykkara slím í öndunarvegi

Meltingartruflanir, ógleði, uppköst, niðurgangur, munnþurrkur, hægðatregða, vélindabakflæði

Þvagtregða

Máttleysi í vöðvum

Höfuðverkur.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 notanda af hverjum 100)

Áhrif á hjartslátt (QT bil).

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 notanda af hverjum 1.000)

Lágþrýstingur, hjartsláttarónot, hjartsláttartruflanir

Breytingar á blóðhag

Þunglyndi, svefntruflanir

Eirðarleysi, taugaveiklun, æsingur, kvíði, skjálfti. Utanstrýtueinkenni (t.d. hreyfitregða eða

hvíldaróþol), rugl, krampar

Aukinn þrýstingur í auga

Ofnæmisviðbrögð, aukið ljósnæmi húðar

Starfstruflun í lifur, lifrargallteppa með gulu.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Dofi/doði

Þurrkur í nefi og hálsi.

Svefntruflanir geta versnað ef meðferð er hætt skyndilega eftir langvarandi daglega notkun.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Pektólín

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25ºC.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Pektólín inniheldur

Virka innihaldsefnið er dífenhýdramínhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru: Ammóníumklóríð, natríumsítrat, etanól, levómentól, eucalyptus olía,

sorbitól, sítrónusýra, glýseról, hindberjabragðefni og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Pektólín

og pakkningastærð

Tær, litlaus, nokkuð þykkur vökvi. Lykt af hindberjum, mentóli og eucalyptus.

Pakkningastærð: 150 ml brún glerflaska með plasttappa og innsigli.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfirði

sími: 550 3300

fax: 550 3301.

Framleiðandi

Pharbil Waltrop GmbH

Im Wirrigen 25

D-45731 Waltrop

Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.