Parkódín

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Parkódín Filmuhúðuð tafla 500 mg/ 10 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg/ 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Parkódín Filmuhúðuð tafla 500 mg/10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 4e19b4c6-65dc-e511-80cd-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Parkódín 500 mg/10 mg filmuhúðaðar töflur

parasetamól og kódeinfosfathemihýdrat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Parkódín og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Parkódín

Hvernig nota á Parkódín

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Parkódín

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Parkódín og við hverju það er notað

Lyfið heitir Parkódín.

Parkódín inniheldur tvær mismunandi tegundir verkjalyfja sem kallast parasetamól og kódein (sem

kódeinfosfathemihýdrat). Kódein tilheyrir flokki lyfja sem kallast ópíóíð verkjalyf. Parkódín má nota

hjá börnum eldri en 12 ára gegn tímabundnum miðlungsalvarlegum til alvarlegum verkjum sem önnur

verkjalyf svo sem parasetamól eða íbúprófen duga ekki gegn ein sér.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Parkódín

Ekki má nota Parkódín:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir kódeini, parasetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6). Einkenni ofnæmisviðbragða eru m.a. útbrot og öndunarvandamál. Einnig

getur komið fram þroti í fótleggjum, handleggjum, andliti, hálsi eða tungu

ef um er að ræða ofnæmi fyrir soja eða jarðhnetum

ef þú færð alvarleg astmaköst eða ert með alvarleg öndunarvandamál

ef þú hefur nýlega fengið höfuðáverka

ef þú ert með alvarleg lifrarvandamál

ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með hækkaðan þrýsting í höfðinu. Einkenni þessa eru

m.a.: höfuðverkur, ógleði og þokusýn

ef þú hefur nýlega farið í aðgerð á lifur, gallblöðru eða gallrás

ef þú tekur lyf við þunglyndi sem kallast MAO-hemlar eða hefur tekið þau á síðastliðnum

2 vikum. MAO-hemlar eru lyf svo sem móklóbemíð, fenelzín eða tranýlkýpramín (sjá „Notkun

annarra lyfja samhliða Parkódín“)

ef þú ert með bráða áfengissýki

ef þú ert kona með barn á brjósti

ef þú veist að þú umbrýtur kódein mjög hratt yfir í morfín.

Ekki taka Parkódín í lengri tíma en læknirinn segir þér að gera.

Ekki nota þetta lyf til verkjastillingar hjá börnum og unglingum (0-18 ára) eftir háls- eða nefkirtlatöku

vegna kæfisvefnsheilkennis.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Parkódín er notað:

ef þú ert með alvarleg nýrnavandamál

ef þú ert með lifrarvandamál eða neytir áfengis

ef þú ert með þvaglátsvandamál eða vandamál tengd blöðruhálskirtli

ef um er að ræða vanstarfsemi í skjaldkirtli

ef þú ert með ópíóíðávana

ef þú ert með vandamál í nýrnahettum

ef þú ert með vandamál í þörmum svo sem ristilbólgu eða Crohns sjúkdóm eða þarmastíflu

ef þú ert aldraður/öldruð

ef þú ert blóðlaus (of fá rauð blóðkorn)

ef þú ert vannærð/ur eða þjáist af vökvaskorti

ef sá sem á að taka töfluna er yngri en 18 ára og er með öndunarvandamál

Að taka kódein reglulega í langan tíma getur valdið ávanabindingu, sem getur valdið eirðarleysi og

pirringi þegar þú hættir að taka töflurnar.

Ef verkjalyf eru tekin of oft og í of langan tíma við höfuðverkjum geta þeir versnað.

Aldrei skal taka meira af Parkódín en ráðlagt er. Stærri skammtar auka ekki verkjastillinguna; þeir geta

hins vegar valdið alvarlegum lifrarskemmdum. Einkenni lifrarskemmda koma ekki fram fyrr en eftir

nokkra daga. Því er mjög mikilvægt að þú hafir samband við lækninn eins fljótt og unnt er ef þú hefur

tekið meira af Parkódín en ráðlagt er í þessum fylgiseðli.

Ensím í lifur breytir kódeini í morfín. Morfín er verkjastillandi efni. Sumir hafa afbrigði af þessu

ensími og þau geta haft mismunandi áhrif hjá fólki. Hjá sumum myndast morfín ekki eða í mjög litlu

magni og hefur ekki nægileg verkjastillandi áhrif. Aðrir eru líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir

því mjög mikið myndast af morfíni. Ef einhver eftirtalinna aukaverkana kemur fram verður þú að

hætta að taka lyfið og leita strax ráða hjá lækni: hæg eða grunn öndun, rugl, syfja, lítil sjáöldur, ógleði

eða uppköst, hægðatregða, lystarleysi.

Börn og unglingar

Börn yngri en 12 ára skulu ekki taka Parkódín.

Notkun hjá börnum og unglingum eftir skurðaðgerðir

Ekki má nota kódein til verkjastillingar hjá börnum og unglingum eftir háls- og nefkirtlatöku vegna

kæfisvefnsheilkennis.

Notkun hjá börnum og unglingum með öndunarvandamál

Notkun kódeins er ekki ráðlögð hjá börnum eða unglingum með öndunarvandamál, þar sem einkenni

morfíneitrunar geta verið verri hjá þessum börnum.

Notkun annarra lyfja samhliða Parkódín

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Þetta er sérlega mikilvægt er um er að ræða:

Lyf við þunglyndi

Lyf sem valda svefnhöfga eða syfju (lyf sem bæla miðtaugakerfið) svo sem svefntöflur,

kvíðastillandi lyf eða svæfingarlyf

Lyf sem notuð er til að þynna blóðið svo sem warfarín

Lyf við óreglulegum hjartslætti svo sem kínidín

Sýklalyf (t.d. klóramfenikól, rífampicín)

Metóklópramíð eða domperidón - notuð við ógleði eða uppköstum

Kólestýramín - til að lækka þéttni kólesteróls

Próbenecíð - notað við þvagsýrugigt

Náttúrulyfið jóhannesarjurt

Önnur verkjalyf

Barbitúröt (t.d. fenóbarbital)

Lyf við flogaveiki (t.d. fenýtóín, karbamazepín)

Ekki skal taka nein önnur lyf sem innihalda parasetamól á meðan Parkódín er notað

Þetta á við um sum verkjalyf og lyf við hósta og kvefi. Þetta á einnig við um ýmis önnur lyf sem

læknar ávísa og lyf sem fást í lausasölu í apótekum.

Notkun Parkódín með mat, drykk eða áfengi

Þú skalt ekki drekka áfengi á meðan þú tekur þessar töflur. Þetta er vegna þess að áfengi getur aukið

hættu á alvarlegum aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki skal nota Parkódín á meðgöngu nema samkvæmt ráðleggingum læknisins. Regluleg notkun á

meðgöngu getur valdið fráhvarfseinkennum hjá nýburanum. Ef lyfið er notað skal nota minnsta

mögulegan skammt til að draga úr verknum og/eða hitanum og nota það í eins stuttan tíma og hægt er.

Ekki taka Parkódín samhliða brjóstagjöf, þar sem það berst í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Þú gætir fundið fyrir sundli eða syfju á meðan þú tekur Parkódín. Ef þetta gerist skalt þú ekki aka eða

nota önnur tæki eða vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Parkódín inniheldur sojalesitín

Ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja skalt þú ekki taka lyfið.

3.

Hvernig nota á Parkódín

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

-

Ekki taka meira en ráðlagðan skammt

-

Ekki taka lyfið í meira en 3 daga. Ef verkurinn hefur ekki lagast eftir 3 daga skalt þú leita

ráða hjá lækninum

Takið lyfið inn um munn.

Kyngið töflunum heilum með vatni. Ef þörf krefur má brjóta töfluna í tvennt til að auðveldara sé að

kyngja henni.

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af Parkódín er 1 eða 2 töflur

Bíðið í a.m.k. 4 klst. áður en annar skammtur er tekinn

Ekki taka meira en 8 töflur á neinu 24 klst. tímabili

Aldraðir fá hugsanlega ávísað minni skammti

Sjúklingar með nýrnavanamál gætu þurft að láta líða lengra á milli skammta

Börn yngri en 12 ára

Börnum yngri en 12 ára skal ekki gefa Parkódín vegna hættu á alvarlegum öndunarvandamálum.

Börn og unglingar 12 til 15 ára

Ráðlagður skammtur af Parkódín er 1 tafla

Bíðið í a.m.k. 6 klst. áður en annar skammtur er tekinn

Ekki taka meira en 4 töflur á neinu 24 klst. tímabili

Unglingar 16 ára og eldri og eru yfir 50 kg að þyngd

Ráðlagður skammtur af Parkódín er 1 eða 2 töflur

Bíðið í a.m.k. 6 klst. áður en annar skammtur er tekinn

Ekki taka meira en 8 töflur á neinu 24 klst. tímabili

[Aðeins fyrir glös með barnaöryggi:]

Leiðbeiningar um notkun glasa með barnaöryggi:

Þrýstið lokinu niður og snúið til að opna

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) - jafnvel þó ekki sé um

að ræða óþægindi.

Mundu að hafa það sem eftir er af töflunum og umbúðirnar meðferðis. Þetta er svo læknirinn

viti hvað þú hefur tekið.

Ef gleymist að taka Parkódín

Ef þú gleymir að taka skammt á réttum tíma skalt þú taka hann um leið og þú manst eftir því.

Ef hins vegar er næstum komið að næsta skammti skal sleppa skammtinum sem gleymdist.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Mundu að láta a.m.k.

4 klst. líða á milli skammta fyrir fullorðna og 6 klst. á milli skammta hjá börnum og unglingum.

Ef hætt er að nota Parkódín

Að breyta eða hætta meðferð

Notkun Parkódín í langan tíma getur valdið þoli og ávanabindingu. Ef þú hefur tekið reglulega

dagsskammta af Parkódín í langan tíma gætir þú fundið fyrir fráhvarfseinkennum ef meðferð er hætt

skyndilega. Hafðu samband við lækninn og fáðu ráðleggingar um hvernig hætta skal notkun taflnanna

smám saman til að forðast fráhvarfseinkenni.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mikilvægar aukaverkanir sem þú þarft að vita um

Ef verkjalyf eru tekin við höfuðverkjum of oft í of langan tíma geta þeir versnað.

Ef kódein er tekið reglulega í langan tíma getur það valdið ávanabindingu, sem getur valdið

eirðarleysi og pirringi þegar hætt er að taka töflurnar

Hættu að taka Parkódín og leitaðu til læknis eða farðu á sjúkrahús án tafar ef:

Þú átt erfitt með öndun eða sundlar

Hendur, fætur, ökklar, andlit, varir eða háls þrútna, sem getur valdið kyngingar- eða

öndunarerfiðleikum. Þú gætir einnig fengið upphleypt útbrot með kláða (ofsakláða). Þetta geta

verið einkenni

ofnæmisviðbragða

við Parkódín.

Þú færð alvarleg húðviðbrögð. Greint hefur verið frá örfáum tilvikum.

Láttu lækninn strax vita ef þú færð neðangreinda alvarlega aukaverkun:

Alvarlegan magaverk, sem getur náð aftur í bak. Þetta getur verið einkenni brisbólgu. Þetta er

aukaverkun sem kemur örsjaldan fyrir.

Aðrar aukaverkanir:

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

Svefnhöfgi, höfuðverkur, óeðlileg svitamyndun, ógleði, uppköst, hægðatregða, þreyta.

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:

Sundl, sjóntruflanir, munnþurrkur.

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum:

Sýkingar eða mar af minna tilefni en venjulega. Þetta getur verið vegna blóðvandamála (svo kem

kyrningahraps, daufkyrningafæðar, blóðfrumnafæðar, blóðleysis eða blóðflagnafæðar).

Svefnvandamál, mæði, gulnun húðar eða hvítu augna (einkenni lifrarskemmda), húðútbrot.

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá færri en 10.000 einstaklingum

Nýrnaskemmdir hafa komið örsjaldan fyrir hjá sjúklingum á langtímameðferð með Parkódín.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Parkódín

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða miðanum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

<

Aðeins fyrir töfluílát:

Geymsluþol eftir að töfluílátið hefur verið opnað: 100 dagar>

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Parkódín inniheldur

Virku innihaldsefnin eru paracetamól og kódeinfosfathemihýdrat. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur

500 mg af parasetamóli og 10 mg af kódeinfosfati.

Önnur innihaldsefni eru póvidón (K29/32), magnesíumsterat, vatnsfrí kísilkvoða, talkúm,

natríumkroskarmellósi, kópóvídón (25,2-30,8), örkristallaður sellulósi, hýdroxýprópýlsterkja (E1440),

mannitól, sojalesitín (E322), gult járnoxíð (E172) og títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Parkódín og pakkningastærðir

Parkódín filmuhúðaðar töflur eru gular, sporöskjulaga, 8,5 x 17 mm, tvíkúptar töflur, merktar „5 1“

og með deiliskoru á annarri hliðinni.

Pakkningastærðir:

Hvítar PVC/álþynnur eða hvítar PVC/ál/PE/pappírsþynnur með barnaöryggi: 8, 10, 16, 20, 24, 30, 40,

50 og 100 filmuhúðaðar töflur.

Hvít töfluílát með hvítu smelltu loki eða hvít töfluílát úr plasti með barnaöryggi: 50, 100 og

200 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Balkanpharma-Dupnitsa AD

3 Samokovsko Shosse Str.,

Dupnitsa 2600

Búlgaría

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2017.