Pariet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pariet Magasýruþolin tafla 20 mg
 • Skammtar:
 • 20 mg
 • Lyfjaform:
 • Magasýruþolin tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pariet Magasýruþolin tafla 20 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 03621a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Pariet 10 mg magasýruþolnar töflur

Pariet 20 mg magasýruþolnar töflur

rabeprazolnatríum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Pariet og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Pariet

Hvernig nota á Pariet

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Pariet

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Pariet og við hverju það er notað

Pariet töflur innihalda virka efnið rabeprazolnatríum. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem nefnast

prótónpumpuhemlar. Það verkar með því að minnka magn sýru sem myndast í maganum.

Pariet töflur eru notaðar við eftirtöldum sjúkdómum:

Vélindabakflæði, sem getur innifalið brjóstsviða. Vélindabakflæði verður þegar sýra og matur

sleppur úr maga í vélinda.

Sár í maga eða efri hluta þarma. Þú færð einnig sýklalyf ef sárin eru sýkt af bakteríu sem nefnist

Helicobacter pylori

(H. Pylori). Samhliðanotkun Pariet og sýklalyfja upprætir sýkinguna og

græðir sárin. Það stöðvar einnig endurkomu sýkingarinnar og sára.

Zollinger-Ellison heilkenni þegar of mikil sýra myndast í maga.

2.

Áður en byrjað er að nota Pariet

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Pariet

ef um er að ræða ofnæmi fyrir rabeprazolnatríum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

ef þú ert þunguð eða grunar að þú sért þunguð.

ef þú ert með barn á brjósti.

Ekki má nota Pariet ef eitthvað af ofantöldu á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en þú notar Pariet.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Pariet er notað ef:

þú ert með ofnæmi fyrir öðrum prótónpumpuhemlum eða útskiptum (substituted)

benzimidazólum.

blóð- og lifrarvandamál hafa komið fram hjá sumum sjúklingum en þau verða oft betri þegar

notkun Pariet er hætt.

þú ert með æxli í maga.

þú hefur einhvern tímann fengið lifrarvandarmál.

þú ert að taka atazanavir við HIV-sýkingu.

þú ert með skerta geymslugetu eða hefur áhættuþætti skorts á B12 vítamíni og ert á

langtímameðferð með rabeprazolnatríum. Eins og á við um öll lyf sem minnka sýru getur

rabeprazolnatríum leitt til minnkaðs frásogs á B12 vítamíni.

ef húðviðbrögð hafa einhvern tímann komið fram eftir meðferð með skyldum lyfjum og Pariet

sem draga úr myndun magasýru.

ef húðbreytingar (útbrot) koma fram einkum á svæðum sem eru útsett fyrir sólarljósi skal haft

samband við lækninn eins fljótt og unnt er því verið getur að hætta þurfi meðferð með Pariet.

Látið einnig vita af öllum öðrum meinsemdum svo sem liðverkjum.

þú átt að fara í ákveðna blóðrannsókn (Chromogranin A).

Ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofantöldu eigi við um þig, skaltu leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en þú notar Pariet.

Ef þú færð verulegan (vatnskenndan eða blóðlitaðan) niðurgang með einkennum eins og hita, kviðverk

eða viðkvæmni skaltu hætta að nota Pariet og hafa samband við lækni strax.

Notkun prótónpumpuhemla eins og Pariet, sérstaklega til lengri tíma en eins árs, getur lítillega aukið

hættuna á mjaðmar-, úlnliðs- eða hryggbrotum. Láttu lækninn vita ef þú ert með beinþynningu eða ef

þú tekur barkstera (sem getur aukið hættu á beinþynningu).

Börn

Ekki skal nota Pariet handa börnum.

Notkun annarra lyfja samhliða Pariet

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við lyf sem fengin eru án lyfseðils, þ.m.t. jurtalyf.

Sérstaklega skaltu láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú notar einhver af eftirtöldum lyfjum:

Ketoconazol eða itraconazol, sem notuð eru við sveppasýkingum. Pariet gæti lækkað magn

þessara lyfja í blóði. Læknirinn gæti þurft að aðlaga skammtinn.

Atazanavir, sem notað er við HIV-sýkingu. Pariet gæti lækkað magn lyfsins í blóði og þau á

ekki að nota samhliða.

Metótrexat (krabbameinslyf notað í stórum skömmtum við meðferð krabbameins) – ef þú notar

stóra skammta af metótrexati gæti læknirinn stöðvað Pariet meðferðina tímabundið.

Ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofantöldu á við um þig, skaltu leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en þú notar Pariet.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ekki nota Pariet ef þú ert þunguð eða grunar að þú sért þunguð

Ekki nota Pariet ef þú ert með barn á brjóst eða hyggst hafa barn á brjósti

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Þú getur fundið fyrir syfju á meðan þú notar Pariet. Ef það gerist skaltu ekki aka eða nota einhver tæki

eða vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Pariet

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Notkun lyfsins

Ekki taka töflu úr þynnupakkningunni fyrr en tími er kominn fyrir næstu inntöku.

Gleypið töflurnar í heilu lagi með vatni. Ekki tyggja eða mylja töflurnar.

Læknirinn mun segja til um fjölda taflna sem skal nota og hve lengi. Það fer eftir ástandi þínu.

Ef þú notar lyfið í langan tíma mun læknirinn vilja fylgjast með ástandi þínu.

Fullorðnir og aldraðir

Við vélindabakflæði

Meðferð við miðlungsmiklum og alvarlegum einkennum (vélindabakflæði með einkennum)

Venjulegur skammtur er ein tafla af Pariet 10 mg einu sinni á sólarhring í mest 4 vikur.

Takið töfluna að morgni áður en borðað er.

Ef ástandið versnar aftur eftir 4 vikna meðferð gæti læknirinn sagt þér að taka eina töflu af

Pariet 10 mg eftir þörfum.

Við alvarlegri einkennum (ætandi eða sáramyndandi vélindabakflæði)

Venjulegur skammtur er ein tafla af Pariet 20 mg einu sinni á sólarhring í 4 til 8 vikur.

Takið töfluna að morgni áður en borðað er.

Langtímameðferð einkenna (viðhaldsmeðferð vélindabakflæðis)

Venjulegur skammtur er ein tafla af Pariet 10 mg eða 20 mg einu sinni á sólarhring eins lengi og

læknirinn hefur sagt til um.

Takið töfluna að morgni áður en borðað er.

Læknirinn mun vilja fylgjast með þér reglulega til að athuga einkenni og skammt.

Við magasári

Venjulegur skammtur er ein tafla af Pariet 20 mg einu sinni á sólarhring í 6 vikur.

Takið töfluna að morgni áður en borðað er.

Læknirinn gæti sagt þér að taka Pariet í aðrar 6 vikur ef ástand þitt batnar ekki.

Við skeifugarnarsári

Venjulegur skammtur er ein tafla af Pariet 20 mg einu sinni á sólarhring í 4 vikur.

Takið töfluna að morgni áður en borðað er.

Læknirinn gæti sagt þér að taka Pariet í aðrar 4 vikur ef ástand þitt batnar ekki.

Við sári af völdum H. Pylori sýkingar og til að hindra endurkomu

Venjulegur skammtur er ein tafla af Pariet 20 mg tvisvar á sólarhring í sjö daga.

Læknirinn mun einnig segja þér að taka sýklalyf sem nefnast amoxicillin og claritromycin.

Fyrir frekari upplýsingar um hin lyfin sem notuð eru við upprætingu á H. Pylori, sjá fylgiseðla þeirra

lyfja.

Við Zollinger-Ellison heilkenni þegar of mikil sýra myndast í maga

Í upphafi meðferðar er venjulegur skammtur þrjár töflur af Pariet 20 mg einu sinni á sólarhring.

Síðan gæti læknirinn aðlagað skammtinn eftir því hvernig meðferð er svarað.

Við langtímameðferð þarftu að hitta lækninn með reglulegu millibili vegna endurmats á skammti og

einkennum.

Sjúklingar með lifrarvandarmál.

Þú skalt ráðfæra þig við lækninn sem mun sýna sérstaka varúð við

upphaf meðferðar með Pariet og á meðan þú færð meðferð með Pariet.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Taktu umbúðirnar með þér.

Ef gleymist að nota Pariet

Ef gleymist að taka skammt skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef tími er u.þ.b.

kominn fyrir næsta skammt skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist og halda áfram eins og

venjulega.

Ef gleymist að nota lyfið í meira en 5 daga skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú tekur

meira af lyfinu.

Ekki á að tvöfalda skammt (tvo skammta á sama tíma) til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að nota.

Ef hætt er að nota Pariet

Vanalega munu einkenni hverfa áður en sár gróa alveg.

Mikilvægt er að þú hættir ekki að taka

töflurnar fyrr en læknirinn segir þér að gera það.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanirnar eru vanalega vægar og batna án þess að stöðva þurfi notkun lyfsins.

Hættu notkun Pariet og leitaðu tafarlaust til læknis ef þú finnur fyrir einhverri af eftirfarandi

aukaverkunum – þú gætir þurft brýna læknisfræðilega meðferð:

Ofnæmisviðbrögð – einkenni geta verið: skyndilegur þroti í andliti, öndunarerfiðleikar eða lágur

blóðþrýstingur sem gæti valdið yfirliði eða falli.

Tíðar sýkingar svo sem særindi í hálsi eða hár hiti (sótthiti) eða sár í munni eða hálsi.

Merst eða blæðir auðveldlega.

Þessar aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum).

Alvarleg blöðrumyndun eða særindi eða sár í munni og hálsi.

Þessar aukaverkanir koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum).

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir:

Algengar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Sýkingar

Svefnörðugleikar

Höfuðverkur og sundl

Hósti, nefrennsli eða særindi í hálsi (hálsbólga)

Verkun á maga eða þarma svo sem magaverkir, niðurgangur, vindgangur, ógleði, uppköst eða

hægðatregða

Verkir eða bakverkir

Þróttleysi eða flensulík einkenni

Góðkynja separ í maganum.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Taugaóstyrkur eða syfja

Lungnakvef (berkjubólga)

Sárar og stíflaðar kinnholur (skútabólga)

Munnþurrkur

Meltingartruflanir eða ropi

Útbrot eða roði í húð

Verkur í vöðvum, fótleggjum eða liðamótum

Beinbrot í mjöðm, úlnlið og hrygg

Þvagfærasýking

Brjóstverkur

Kuldahrollur eða hiti

Breytingar á lifrarstarfsemi (koma fram í blóðprófi).

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Lystarleysi

Þunglyndi

Ofurnæmni (felur í sér ofnæmisviðbrögð)

Sjóntruflanir

Særindi í munni (munnholsbólga) eða truflun á bragðskyni

Uppþemba eða magaverkur

Lifrarvandamál, þ.m.t. gulur litur á húð og hvítu augnanna (gula)

Kláðaútbrot eða blöðrumyndun á húð

Aukin svitamyndun

Nýrnavandamál

Þyngdaraukning

Breytingar á hvítum blóðkornum (kemur fram í blóðprófi) sem getur valdið tíðum sýkingum

Blóðflagnafækkun sem veldur blæðingu eða mari auðveldar en eðlilegt getur talist.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir (tíðni ekki þekkt)

Brjóstastækkun hjá karlmönnum

Vökvasöfnun

Bólga í meltingarvegi (veldur niðurgangi)

Blóðnatríumlækkun sem getur valdið þreytu og ruglástandi, vöðvakippum, flogi og dái.

Sjúklingar sem hafa áður haft lifrarsjúkdóma geta örsjaldan fengið heilakvilla (encephalopathy)

Útbrot, hugsanlega með liðverkjum.

Ef Pariet er notað lengur en í þrjá mánuði getur magn magnesíums í blóði lækkað.

Blóðmagnesíumlækkun getur birst sem þreyta, ósjálfráður vöðvasamdráttur, áttunarvilla, krampar,

sundl, aukinn hjartsláttur. Ef þú færð einhver þessara einkenna skaltu tafarlaust hafa samband við

lækninn. Lítið magn magnesíums í blóði getur einnig leitt til lítils magns af kalíum og kalsíum í blóði.

Læknirinn getur ákveðið að gera blóðpróf reglulega til að fylgjast með magni magnesíums í blóði.

Hafðu ekki áhyggjur af þessari upptalningu á aukaverkunum. Vera kann að þú fáir engar þeirra.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is.

Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Pariet

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Má ekki geyma í kæli.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Pariet inniheldur

Hver 10 mg Pariet tafla inniheldur 10 mg af virka efninu rabeprazolnatríum.

Önnur innihaldsefni eru:

mannitól, magnesíumoxíð, lítið útskiptur hýdroxýprópýlsellulósi, hýdroxýprópýlsellulósi,

magnesíumsterat, etýlsellulósi, hýprómellósaþalat, tvíacetýltengt einglýseríð, talkúm,

títantvíoxíð (E171), rautt járnoxíð (E172), carnaubavax og merkiblek (hvítt flögulakk, svart

járnoxíð (E172)), vatnsfrítt etanól, 1-bútanól.

Hver 20 mg Pariet tafla inniheldur 20 mg af virka efninu rabeprazolnatríum.

Önnur innihaldsefni eru:

mannitól, magnesíumoxíð, lítið útskiptur hýdroxýprópýlsellulósi, hýdroxýprópýlsellulósi,

magnesíumsterat, etýlsellulósi, hýprómellósaþalat, tvíacetýltengt einglýseríð, talkúm,

títantvíoxíð (E171), gult járnoxíð (E172), carnaubavax og merkiblek (hvítt flögulakk, rautt

járnoxíð (E172)), glýserín fitusýruester, vatnsfrítt etanól, 1-bútanól.

Lýsing á útliti Pariet og pakkningastærðir

Pariet 10 mg magasýruþolnar töflur eru bleikar, filmuhúðaðar, kúptar á báðum hliðum, auðkenndar

með áletruninni „E241“ á annarri hliðinni.

Pariet 20 mg magasýruþolnar töflur eru gular, filmuhúðaðar, kúptar á báðum hliðum, auðkenndar með

áletruninni „E243“ á annarri hliðinni.

Töflunum er pakkað í þynnur.

Pakkningastærðir:

10 mg: 28, 56, 98 eða 112 töflur.

20 mg: 14, 28, 56, 98, 112 eða 120 töflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Eisai AB, Svärdvägen 3A, 182 33 Danderyd, Svíþjóð.

Framleiðandi

Eisai Manufacturing Limited, European Knowledge Centre, Mosquito Way, Hatfield, Hertfordshire,

AL10 9SN, Bretland.

Umboð á Íslandi:

Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.