Paracetamol Sandoz

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Paracetamol Sandoz Filmuhúðuð tafla 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Paracetamol Sandoz Filmuhúðuð tafla 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a4886a8f-37ef-e411-92e2-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Paracetamol Sandoz 500 mg filmuhúðaðar töflur

paracetamol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Paracetamol Sandoz og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Paracetamol Sandoz

Hvernig nota á Paracetamol Sandoz

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Paracetamol Sandoz

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Paracetamol Sandoz og við hverju það er notað

Paracetamol Sandoz er verkjastillandi og hitalækkandi.

Hægt er að nota Paracetamol Sandoz við vægum verkjum t.d. höfuðverk, tíðaverk, tannverk, lið- og

vöðvaverkjum og til að lækka hita.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Paracetamol Sandoz

Ekki má nota Paracetamol Sandoz

ef þú ert með ofnæmi fyrir paracetamoli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hætta er á ofskömmtun ef önnur lyf sem innihalda paracetamol eru einnig notuð.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Paracetamol Sandoz er notað

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

ef næringarástand þitt er lélegt t.d. vegna of mikillar áfengisneyslu, lystarleysis eða vannæringar.

Þú gætir þurft að taka minni skammta til að koma í veg fyrir lifrarskemmdir.

ef þú ert með háan hita, merki um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í

3 daga.

ef þú ert með alvarlega sýkingu þar sem hún getur aukið hættuna á efnaskiptablóðsýringu.

Einkenni efnaskiptablóðsýringar eru m.a.:

djúpur, hraður og erfiður andardráttur.

ógleði og uppköst.

lystarleysi.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú færð einhver þessara einkenna samtímis.

Varnaðarorð:

Inntaka hærri skammta en ráðlagðir eru felur í sér hættu á alvarlegum lifrarskemmdum.

Því má

ekki

taka meira af paracsetamoóli en ráðlagðan hámarksdagsskammt. Einnig skal gæta varúðar

við samhliða notkun annarra lyfja sem einnig innihalda paracsetamoól. Sjá einnig kafla 3 „Ef tekinn er

stærri skammtur en mælt er fyrir um“.

Hafið eftirfarandi í huga

Nýrnaskemmdir með hættu á nýrnabilun geta komið fram ef mismunandi verkjalyf eru tekin

samtímis í langan tíma.

Höfuðverkur getur versnað og orðið algengari ef Paracetamol Sandoz er tekið við höfuðverk í

langan tíma. Hafið samband við lækninn ef höfuðverkur kemur oft fram eða daglega.

Þegar blóð- eða þvagsýni eru tekin á alltaf að upplýsa um töku Paracetamol Sandoz. Það getur haft

áhrif á niðurstöðurnar.

Notkun annarra lyfja samhliða Paracetamol Sandoz

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Látið lækninn vita ef eftirfarandi lyf eru notuð:

flogaveikilyf (t.d. fenytoin og carbamazepin)

lyf við þvagsýrugigt (probenecid). Nauðsynlegt getur verið að breyta skammtinum

blóðþynningarlyf (t.d. warfarin). Blæðingar geta komið fram ef Paracetamol Sandoz er tekið

reglulega í langan tíma

lyf við ógleði (metoclopramid, domperidon)

sýklalyf (chloramphenicol). Yfirleitt skiptir þetta ekki máli við staðbundna notkun

chloramphenicols.

Athugið

Ef lyf við of háu kólesteróli er notað (cholestyramin) á að taka Paracetamol Sandoz að minnsta kosti

einni klst. fyrir eða 4-6 klst. eftir töku þess lyfs. Leitið ráða hjá lækninum.

Notkun Paracetamol Sandoz með mat og drykk

Paracetamol Sandoz má taka með mat en það er ekki nauðsynlegt. Paracetamol Sandoz á að taka með

glasi af vatni.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Paracetamol Sandoz má taka á meðgöngu. Nota skal minnsta mögulega skammt sem minnkar verki

og/eða lækkar hita í eins skamman tíma og mögulegt er. Hafðu samband við lækninn ef verkir og/eða

hita lagast ekki eða ef þú þarft að nota lyfið oftar.

Brjóstagjöf

Paracetamol Sandoz má taka meðan á brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Paracetamol Sandoz hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Paracetamol Sandoz

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í fylgiseðlinum eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur:

Fullorðnir (einnig aldraðir og börn 12 ára og eldri (að lágmarki 40 kg)

Tvær 500 mg töflur (alls 1.000 mg) 3-4 sinnum á sólarhring. Hámarksskammtur er 8 töflur (4.000 mg)

á sólarhring. Í sumum tilvikum nægir að taka eina 500 mg töflu 3-4 sinnum á sólarhring.

Lágmarkstími á milli skammta: 4 klst.

Notkun handa börnum

Börn 2-11 ára

Skammturinn fer eftir þyngd barnsins. Skammtur handa börnum er 50 mg/kg/sólarhring skipt í

3-4 skammta þó aldrei meira en 8 töflur (4.000 mg) á sólarhring.

Dæmi: Hjá barni sem er 30 kg er hámarksskammtur 1.500 mg á sólarhring sem er skipt í eina 500 mg

töflu þrisvar á sólarhring.

Lágmarkstími á milli skammta: 6 klst.

Börn yngri en 2 ára

Lyfið á ekki að nota nema að læknisráði.

Skert lifrarstarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammtinn. Spyrjið lækninn.

Skert nýrnastarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammtinn. Spyrjið lækninn.

Töflunni má skipta í jafna skammta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu pakkninguna meðferðis.

Hættulegt er að taka stærri skammta af Paracetamol Sandoz en ráðlagt er og getur það valdið

varanlegum skaða. Það getur haft áhrif á heila, skaðað lifur og í sumum tilvikum einnig nýru, bris og

beinmerg.

Einkennin koma yfirleitt ekki fram strax heldur fyrst eftir 1-2 daga (og getur stundum seinkað í allt að

4 til 6 daga eftir inntöku). Jafnvel þótt ekki finnist fyrir einkennum er hætta á alvarlegum

lifrarskemmdum. Mikilvægt er að leita tafarlaust læknisaðstoðar ef grunur er um ofskömmtun (helst

innan 10 klst. frá inntöku).

Einkenni ofskömmtunar geta verið fölvi, ógleði, uppköst, lystarleysi, magaeymsli/verkur, lasleiki,

gula, hjartsláttartruflun og mislitun þvags og hægða. Síðan getur gulnun húðar og augnhvítu komið

fram. Í versta falli meðvitundarleysi og dauðsfall.

Ef gleymist að taka Paracetamol Sandoz

Ekki á að taka tvöfaldan skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Taka á næsta

skammt eins og venjulega.

Ef hætt er að nota

Paracetamol Sandoz

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum

Skyndileg húðútbrot, öndunarvandamál og yfirlið (innan nokkurra mínútna eða klukkustunda)

vegna ofnæmisviðbragða (bráðaofnæmi).

Öndunarvandamál hjá þeim sem hafa tilhneigingu til öndunarvandamála.

Blæðing í húð og slímhúð og mar vegna breytinga á blóði (of fáar blóðflögur).

Almennur lasleiki, tilhneiging til að fá sýkingar, einkum í háls og hiti vegna breytinga á blóði (of

fá hvít blóðkorn).

Blóðleysi með gulu vegna niðurbrots blóðkorna (rauðalosblóðleysi).

Alvarleg útbrot, hiti og bólga í húð einkum á höndum og fótum, í og kringum munn (Steven

Johnson heilkenni).

Við langtímameðferð er ekki hægt að útiloka nýrnaskemmdir.

Ekki alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum

Ofsakláði.

Aukin lifrarensím í blóði.

Aukið kreatínín í sermi (mælikvarði á nýrnastarfsemi).

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum

Ofnæmisexem (ofnæmisviðbrögð meðal annars útbrot (ofsakláði) og þroti).

Minnkuð lifrarstarfsemi hugsanlega ásamt gulu.

Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum alvarlegra húðviðbragða.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Paracetamol Sandoz

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Paracetamol Sandoz inniheldur

Virka innihaldsefnið er:

paracetamol.

Önnur innihaldsefni eru:

forhleypt sterkja, maíssterkja, povidon, sterinsýra, talkúm.

hýprómellósi, macrogol, títandíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Paracetamol Sandoz og pakkningastærðir

Paracetamol Sandoz eru hvítar, filmuhúðar sporöskjulaga töflur með skoru og merktar „P 500“ á

annarri hliðinni.

Pakkningastærðir:

10, 20, 30 filmuhúðaðar töflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Sandoz A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk

Paracetamol Sandoz

Ísland

Paracetamol Sandoz

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2016.