Paracet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Paracet Endaþarmsstíll 60 mg
 • Skammtar:
 • 60 mg
 • Lyfjaform:
 • Endaþarmsstíll
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Paracet Endaþarmsstíll 60 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b21dad8b-cd7f-e011-b077-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Paracet 60 mg endaþarmsstílar

parasetamól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Paracet og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Paracet

Hvernig nota á Paracet

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Paracet

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Paracet og við hverju það er notað

Paracet er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paracet inniheldur virka efnið parasetamól sem hefur

verkjastillandi áhrif, sennilega vegna þess að það vinnur gegn myndun efna (prostaglandína) sem

orsaka verki. Auk þess getur parasetamól tengst sumum sterkum vefjaertandi efnum og gert þau

óskaðleg. Hitalækkandi áhrifin koma fram vegna áhrifa á hitastillandi stöðvar í heilanum.

Paracet er verkjastillandi og hitalækkandi lyf til skammtíma notkunar.

Hafa skal samband við lækni ef um háan hita er að ræða.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Paracet

Ekki má nota Paracet

ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með lifrarbólgu.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Paracet er notað.

ef þú ert með eða hefur verið með lifrar- eða nýrnavandamál.

ef næringarástand þitt er skert vegna misnotkunar áfengis, lystarleysis eða vannæringar. Ekki

skal nota hæstu ráðlögðu skammta af Paracet í langan tíma, þar sem það getur aukið hættuna á

áhrifum á lifur.

við hita hjá börnum. Meðferðin skal vera skammvinn.

við hita og verkjum af óþekktri orsök.

Við langtímameðferð (>3 mánuði) þegar Paracet er notað annan hvern dag eða oftar, getur

höfuðverkur komið fram eða hann versnað, sem skal ekki meðhöndla með skammtahækkun. Ef talið er

að höfuðverkur stafi af Paracet skal hafa samband við lækni.

Fylgið skammtaleiðbeiningum í þessum fylgiseðli eða fyrirmælum læknis. Of stór skammtur af

Paracet getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum.

Langtímanotkun getur valdið nýrnaskemmdum.

Notkun annarra lyfja samhliða Paracet

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Við langvarandi notkun hárra skammta af Paracet geta áhrif einstakra blóðþynningarlyfja (lyfja gegn

blóðtappa svo sem warfaríns) aukist og þar með aukið hættu á blæðingum. Ræddu við lækninn um

skömmtun Paracet ef þú notar einnig blóðþynningarlyf.

Paracet má ekki nota á sama tíma og önnur verkjalyf sem einnig innihalda virka efnið parasetamól.

Verkun parasetamóls getur einnig haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum af flogaveikilyfjum eða lyfjum

svo sem klóramfenikóli (sýklalyfi) og próbenecíði (lyf gegn þvagsýrugigt).

Notkun Paracet með mat eða drykk

Gæta skal varúðar við notkun Paracet hjá einstaklingum sem neyta mikils áfengis vegna hættu á

lifrarskemmdum.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Engin skaðleg áhrif hafa komið fram við langa reynslu af notkun Paracet á meðgöngu. Leitaðu samt

ráða hjá lækni áður en þú notar Paracet ef þú ert þunguð.

Berst yfir í brjóstamjólk, en áhrif á brjóstmylking eru ólíkleg. Leitaðu samt ráða hjá lækni varðandi

notkun Paracet samhliða brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Lyfið er ekki talið hafa áhrif á hæfnina til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Paracet

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hjá börnum er almennt mælt með stökum skammti u.þ.b. 15 mg/kg líkamsþyngdar, venjulegur

ráðlagður sólarhringsskammtur er 45 mg/kg líkamsþyngdar og hámarksskammtur á sólarhring er

60-75 mg/kg líkamsþyngdar. Það eiga að líða a.m.k. 4-5 klst. á milli skammta.

Ráðlagður skammtur er:

Börn 3-6 kg (0-4 mánaða):

Einn 60 mg endaþarmsstíll 3 sinnum á sólarhring.

Endaþarmsstílum skal stinga í endaþarm.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Við ofskömmtun Paracet geta komið fram lifrarskemmdir. Skammtar hærri en 10-12 g af parasetamóli

hjá fullorðnum valda verulegri hættu á alvarlegum lifrarskemmdum, sem geta verið banvænar.

Einkenni ofskömmtunar geta byrjað að koma fram eftir að liðið hefur einn og hálfur sólarhringur eða

meira. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

því ekki bíða, heldur hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

þannig að hægt sé að gefa mótefni. Hafið samband við lækni eða lyfjafræðing varðandi aðrar

upplýsingar um lyfið.

Ef gleymist að nota Paracet

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Nota skal næsta

skammt á venjulegum tíma.

Ef hætt er að nota Paracet

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10.000 en en færri en 1 af

hverjum 1.000 sjúklingum): Ofnæmisviðbrögð, ofnæmisviðbrögð í húð svo sem útbrot, fækkun hvítra

blóðkorna og blóðflagna, blóðleysi, áhrif á lifrarstarfsemi.

Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum húðviðbrögðum.

Áhrif parasetamóls á lifur hafa komið fram við misnotkun áfengis.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Paracet

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Paracet inniheldur

Virka innihaldsefnið er: Parasetamól 60 mg.

Önnur innihaldsefni eru: Hörð fita.

Lýsing á útliti Paracet og pakkningastærðir

Hvítir tundurskeytalaga endaþarmsstílar.

10 stk. í hverri pakkningu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Weifa AS

Østensjøveien 27

Pósthólf 6733 Etterstad

0609 Osló

Noregur

Umboðsaðili á Íslandi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2014.