Palladia

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Palladia
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Palladia
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Hundar
 • Lækningarsvæði:
 • ANTINEOPLASTIC LYFJUM
 • Ábendingar:
 • Meðferð við lifrarfrumukrabbamein í hundum sem ekki eru tilbúnir til endurtekninga (II).
 • Vörulýsing:
 • Revision: 8

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/V/C/000150
 • Leyfisdagur:
 • 22-09-2009
 • EMEA númer:
 • EMEA/V/C/000150
 • Síðasta uppfærsla:
 • 24-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

FYLGISEÐILL:

Palladia 10 mg filmuhúðaðar töflur fyrir hunda.

Palladia 15 mg filmuhúðaðar töflur fyrir hunda.

Palladia 50 mg filmuhúðaðar töflur fyrir hunda.

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Zoetis Belgium SA

Rue Laid Burniat 1

1348 Louvain-la-Neuve

BELGÍA

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

Pfizer Italia s.r.l.

Località Marino del Tronto

63100 Ascoli Piceno (AP)

ÍTALÍA

2.

HEITI DÝRALYFS

Palladia 10 mg filmuhúðaðar töflur fyrir hunda.

Palladia 15 mg filmuhúðaðar töflur fyrir hunda.

Palladia 50 mg filmuhúðaðar töflur fyrir hunda.

tóceraníb.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur tóceraníbfosfat sem jafngildir 10 mg, 15 mg eða 50 mg af tóceraníbi.

Hver tafla inniheldur jafnframt laktósaeinhýdrat, örkristallaðan sellulósa, magnesíumsterat, vatnsfría

kísilkvoðu og krospóvídón.

Palladia eru kringlóttar töflur með litaðri filmuhúð til að lágmarka hættu á snertingu við virka efnið og

stuðla að því að greina megi réttan töflustyrkleika:

Palladia 10 mg: bláar

Palladia 15 mg: appelsínugular

Palladia 50 mg: rauðar

4.

ÁBENDING(AR)

Meðferð við endurkomnum, óskurðtækum mastfrumuæxlum í húð skv. II. (millistig) eða III. (hástig)

stigi á Patnaik-skala.

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki hvolpafullum tíkum eða hundum sem ætlaðir eru til undaneldis.

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefna Palladia.

Gefið ekki hundum undir 2 ára aldri eða undir 3 kg að þyngd.

Gefið ekki hundum með blæðingu í meltingarvegi. Dýralæknirinn lætur vita ef það á við um þennan

hund.

6.

AUKAVERKANIR

Niðurstöður úr klínískri rannsókn þar sem hundarnir voru meðhöndlaðir heima fyrir sem tók til 151

hunds sem fékk lyfið eða lyfleysu sýndu að einkenni sjúkdómsins (mastfrumuæxli) og

meðferðartengdar aukaverkanir eru í eðli sínu mjög svipuð.

Nokkrar mjög algengar aukaverkanir sem tengjast Palladia töflum (koma fram hjá fleiri en 1 af

hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) eru þyngdartap, niðurgangur, daufkyrningafæð (lítill fjöldi hvítra

blóðkorna), blóð í saur, blæðandi niðurgangur, blæðing og sár í meltingarvegi, lystarleysi, svefnhöfgi,

uppköst; helti/stoðkerfisröskun, vessaþurrð, húðbólga, kláði, hækkaður alanín amínótransferasi,

blóðflagnafæð, lækkað albúmín, lækkuð blóðkornaskil.

Aðrar aukaverkanir sem eru algengar (koma fram hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum

sem fá meðferð) hafa alvarleg áhrif. Þær eru uppköst, niðurgangur, lystarleysi, svefnhöfgi, vessaþurrð,

húðdrep, sótthiti, blóð í saur/blæðandi niðurgangur, blæðing og sár í meltingarvegi, ógleði, blóðeitrun,

þyngdartap, hækkaður alanín amínótransferasi, lækkuð blóðkornaskil.

Algengar, en ekki eins alvarlegar aukaverkanir voru einnig staðbundinn eða útbreiddur verkur, ógleði,

hraðöndun, ofþorsti (polydipsia), sótthiti, þvagfærasýking, hækkað bílírúbín, hækkað kreatínín. Hjá

sumum hundum kemur einnig fram aflitun á trýni, hjá sumum hundum verða breytingar á feldlit svo

hann verður ljósari, og sumir hundar fara úr hárum.

Eftirfarandi aukaverkanir voru sjaldgæfar (koma fram hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum

1.000 dýrum sem fá meðferð):

Alvarlegt helti/stoðkerfisröskun.

Alvarlegt blóðrásarlost.

Tvö dauðsföll voru hugsanlega meðferðartengd. Hjá öðrum hundinum leiddu meinafræðilegar

niðurstöður í ljós blóðstorkusótt (DIC) og brisbólgu. Hinn hundurinn dó eftir magaraufun.

Um tvö önnur dauðsföll var að ræða; þó var ekki hægt að staðfesta tengsl við meðferðina.

Tveir hundar fengu blóðnasir sem tengdist ekki blóðflagnafæð. Annar hundur fékk blóðnasir

með blóðstorkusótt.

Þrír hundar fengu eins konar flog; þó var ekki hægt að staðfesta tengsl við meðferðina.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Hundar

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku.

Upphafsskammtur er um 3,25 mg af tóceraníbi/kg líkamsþyngdar, gefinn annan hvorn dag (sjá nánar í

skammtatöflu).

Verið getur að dýralæknirinn breyti fjölda taflna sem hundinum er gefinn til að vinna bug á

aukaverkunum. Því á sá skammtur sem gefinn er að vera í samræmi við það sem dýralæknirinn

ávísaði, jafnvel þótt það sé frábrugðið því sem stendur í skammtatöflunni.

Skammturinn sem gefinn er á að byggjast á mati dýralæknis og það á að fara fram vikulega fyrstu sex

vikurnar og síðan á sex vikna fresti.

Meðferðarlengd fer eftir meðferðarsvörun. Meðferð á að halda áfram ef sjúkdómur er í jafnvægi eða

við svörun að einhverju eða öllu leyti, að því tilskildu að lyfið þolist nægilega vel. Ef æxlið vex er

ólíklegt að meðferð beri árangur og skal þá endurskoða hana.

SKAMMTATAFLA:

PALLADIA TÖFLUR: 3,25 mg/kg LÍKAMSÞYNGDAR

Líkamsþyngd

hunds

(kg)

Fjöldi taflna

10 mg

(bláar)

15 mg

(appelsínugular)

50 mg

(rauðar)

5,0* – 5,3

1

5,4 – 6,9

2

7,0 – 8,4

1

plús

1

8,5 – 10,0

2

10,1 – 11,5

2

plús

1

11,6 – 13,0

1

plús

2

13,1 – 14,6

3

14,7 – 16,1

1

16,2 – 17,6

1

plús

3

17,7 – 19,2

1

plús

1

19,3 – 20,7

1

plús

1

20,8 – 23,0

2

plús

1

23,1 – 26,9

2

plús

1

27,0 – 29,9

3

plús

1

30,0 – 32,3

2

32,4 – 34,6

1

plús

2

34,7 – 36,1

1

plús

2

36,2 – 38,4

2

plús

2

38,5 – 43,0

2

plús

2

43,1 – 47,6

3

47,7 – 49,9

1

plús

3

50,0 – 51,5

1

plús

3

51,6 – 53,8

2

plús

3

53,9 – 58,4

2

plús

3

58,5 – 63,0*

4

* fjölda taflna sem þarf fyrir hunda undir 5,0 kg eða yfir 63 kg líkamsþyngdar á að reikna út á

grundvelli skammtaáætlunarinnar 3,25 mg/kg.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Töflurnar má gefa með eða án matar.

Töflurnar verður að gefa í heilu lagi og ekki á að skipta þeim, brjóta þær eða mylja. Ef hundur skilur

eftir brot úr töflu eftir að hann hefur tuggið hana, á að farga henni. Til þess að ná fram réttri skömmtun

getur þurft að blanda saman töflum af mismunandi styrkleikum („litum“) eins og lýst er í

skammtatöflunni.

Ef skammtur gleymist á að gefa næsta skammt samkvæmt skammtaáætlun. Ekki á að auka eða

tvöfalda skammt. Hafi verið gefnar fleiri töflur en ávísað var, skal hafa samband við dýralækninn.

Fylgjast á vel með hundum eftir gjöf til að tryggja að hver tafla sé gleypt.

Sum lyf á ekki að gefa hundinum meðan á meðferð stendur þar sem þau geta valdið alvarlegum

aukaverkunum, séu þau gefin samhliða. Látið dýralækninn vita um öll lyf, þar með talin lausasölulyf,

sem ráðgert er að gefa hundinum.

Engar upplýsingar eru um hugsanlegt krossofnæmi við önnur frumuhemjandi lyf.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir „EXP“.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarráðstafanir fyrir hverja dýrategund:

Þegar hægt er að meðhöndla mastfrumuæxli með skurðaðgerð, á skurðaðgerð að vera fyrsta

meðferðarval.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Fylgjast á vel með hundunum. Verið getur að minnka þurfi skammta og/eða rjúfa skammtagjöf til að

ná stjórn á aukaverkunum. Endurskoða á meðferð vikulega fyrstu sex vikurnar og á sex vikna fresti

eftir það eða með því millibili sem dýralækni þykir við hæfi. Verið getur að dýralæknirinn þurfi að

taka blóð- og þvagsýni úr hundinum til að sinna þessu eftirliti.

Stöðva skal gjöf Palladia strax og hafa samband við dýralækninn ef þú verður var/vör við

eitthvað af eftirfarandi hjá hundinum:

Hann neitar að borða

Uppköst eða vatnskenndar hægðir (niðurgangur), sérstaklega ef þær eiga sér stað oftar

en tvisvar á síðustu 24 klst.

Svartar tjörulíkar hægðir

Rautt blóð í uppköstum eða hægðum

Óútskýranlegir marblettir eða blæðingar

Ef hundurinn þinn sýnir einhverjar breytingar sem þú hefur áhyggjur af

Stöðva á meðferð til frambúðar ef alvarlegar aukaverkanir koma fram aftur eða eru þrálátar þrátt fyrir

viðeigandi stuðningsmeðferð og skammtaminnkun.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Börn eiga ekki að snerta Palladia. Haldið börnum frá saur, þvagi eða ælu meðhöndlaðra hunda.

Ef þú ert þunguð áttu alla jafna ekki að gefa Palladia; ef þú velur samt sem áður að gefa

hundinum þessar töflur, áttu að sýna sérstaka aðgæslu og fylgja þeim verklagsreglum um

meðhöndlun sem lýst er aftar.

Ef þú eða einhver í fjölskyldunni tekur Palladia óvart inn (gleypir það eða borðar), á strax að

leita ráða hjá lækni. Áríðandi er að sýna lækninum eintak af þessum fylgiseðli. Ef Palladia er

tekið inn í ógáti geta komið fram óþægindi í maga, að meðtöldum uppköstum eða niðurgangi.

Eftirfarandi verklagsreglur við meðhöndlun stuðla að því að lágmarka áhrif virka innihaldsefnisins í

Palladia á þig og aðra á heimilinu:

Hver sá á heimilinu sem gefur hundinum Palladia á ávallt að þvo hendur eftir að hafa

meðhöndlað töflurnar.

Þegar verið er að meðhöndla töflurnar:

Ekki á að brjóta eða mylja töflurnar.

Palladia töflur á að gefa hundinum tafarlaust eftir að þær eru teknar af þynnuspjaldinu.

Þær á ekki að skilja eftir þar sem börn geta handfjatlað/gleypt þær.

Þynnuspjaldið á alltaf að setja aftur í pappaöskjuna þegar búið er að taka töflur, eina

eða fleiri, af því.

Sé Palladia taflan „falin“ í matnum á að ganga úr skugga um að hundurinn hafi étið

allan skammtinn. Það dregur úr hættu á að börn eða aðrir á heimilinu komist óvart í

snertingu við Palladia.

Meðgöngu, við mjólkurgjöf og frjósemi:

Dýralyfið má ekki nota handa hvolpafullum eða mjólkandi tíkum eða hundum sem ætlaðir eru til

undaneldis (sjá kafla 5). Vitað er að önnur æxlishemjandi lyf sem hamla æðamyndun valda auknum

fósturvísadauða og fósturfrávikum. Þar sem æðamyndun er snar þáttur í fósturvísa- og fósturþroska,

má búast við að hömlun á æðamyndun eftir gjöf Palladia hafi óæskileg áhrif á meðgöngu hjá tíkum.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Engar milliverkanarannsóknir hafa verið gerðar á tóceraníbi. Engar upplýsingar eru um hugsanlegt

krossónæmi við önnur frumuhemjandi lyf.

Þar sem brotthvarf tóceraníbs verður líklega að miklu leyti með umbrotum í lifur, á að fara varlega í að

nota dýralyfið með öðrum lyfjum sem geta virkjað eða hamlað lifrarensímum.

Ekki er vitað að hve miklu leyti tóceraníb gæti haft áhrif á brotthvarf annarra efna.

Notið bólgueyðandi gigtarlyf með varúð á sama tíma og Palladia vegna aukinnar hættu á sáramyndun

eða raufun í meltingarvegi.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Vart varð við merki um ofskömmtun í rannsókn á eiturverkunum sem gerð var á heilbrigðum,

fullorðnum Beagle hundum sem fengu 2 mg/kg, 4 mg/kg eða 6 mg af tóceraníbi/kg einu sinni á dag

annan hvorn dag í 13 vikur samfellt án skammtarofa. Tóceraníb þoldist vel í 2 mg/kg, en vart varð við

aukaverkanir hjá sumum hundum sem fengu 4 mg/kg og því var ekki hægt að ákvarða mörk sýnilegra

aukaverkana (NOAEL).

Hundarnir í hópnum sem fékk 6 mg/kg annan hvorn dag fundu fyrir flestum aukaverkunum sem voru

m.a. minnkuð fæðuneysla og þyngdartap. Slitrótt skammtaháð helti, stirðleiki, þróttleysi og verkur í

útlimum hurfu án meðferðar. Blóðleysi og daufkyrningafæð og eósínfíklaþurrð (eosinopenia) voru

skammtaháðar aukaverkanir. Tveir hundar (6 mg/kg) voru aflífaðir eftir um 3 vikur vegna

meðferðarháðra, klínískra eiturverkana sem hófust með minni fæðuneyslu og sortusaur, en náðu

hámarki með lystarleysi, þyngdartapi og fersku, rauðu blóði í hægðum (hematochezia).

Helstu marklíffæri eiturverkana eru meltingarvegur, beinmergur, kynkirtlar og stoðkerfi.

Komi til aukaverkana eftir ofskömmtun á að stöðva meðferð þar til þær hafa lagast og hefja hana síðan

aftur í ráðlögðum meðferðarskammti.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er

að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

(http://www.ema.europa.eu/).

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Pappaaskja með fjórum ál-PVC þynnuspjöldum með barnaöryggislokun.

Hvert þynnuspjald inniheldur 5 töflur.

Töflurnar fást í þremur mismunandi styrkleikum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Sérstakar upplýsingar fyrir dýralækninn

Fylgjast á vel með hundunum. Verið getur að minnka þurfi skammta og/eða rjúfa skammtagjöf til að

ná stjórn á aukaverkunum. Endurskoða á meðferð vikulega fyrstu sex vikurnar og á sex vikna fresti

eftir það eða með því millibili sem dýralækni þykir við hæfi. Við mat á að taka tillit til einkenna sem

eigandi gæludýrsins tilkynnir um.

Til að nota skammtaaðlögunartöfluna á réttan hátt er ráðlegt að fram fari heildarblóðkornatalning,

rannsókn á efnum í sermi og þvaggreining áður en meðferð hefst og um það bil einum mánuði eftir að

meðferð er hafin; eftir það á um sex vikna fresti eða samkvæmt ákvörðun dýralæknis. Hafa á

reglubundið eftirlit með rannsóknastofubreytum ef einkenni og ástand dýrsins jafnt sem niðurstöður úr

rannsóknum við fyrri komur gefa tilefni til.

Öryggi Palladia var metið hjá hundum með mastfrumuæxli með eftirfarandi blóðgildi:

Heildardaufkyrningafjöldi >1500/míkrólítra

Blóðkornaskil >25%

Blóðflagnafjöldi >75.000/míkrólítra

ALT eða AST <3 x efri eðlileg mörk

Bílírúbín <1,25 x efri eðlileg mörk

Kreatínín <2,5 mg/dl

Úrea (BUN) <1,5 x efri eðlileg mörk

Palladia getur valdið skertri æðastarfsemi sem getur leitt til bjúgs og segareks, að meðtöldu segareki í

lungum. Stöðvið meðferð þar til einkenni og meinafræðilegar breytur eru komin í samt lag. Áður en til

skurðaðgerðar kemur á að stöðva meðferð í a.m.k. 3 daga til þess að tryggja að jafnvægi sé komið á

æðar.

Ef almennt mastfrumnager (mastocytosis) er til staðar á að beita hefðbundinni forvarnarmeðferð (t.d.

H-1 og H-2 blokkum) áður en farið er að nota Palladia til að koma í veg fyrir eða lágmarka klínískt

mikilvæga úrkornun mastfrumuæxlis og almennar aukaverkanir sem af því leiða og geta verið

alvarlegar.

Palladia hefur valdið niðurgangi eða blæðingu í meltingarvegi sem getur verið alvarleg og kallað á

tafarlausa meðferð. Nauðsynlegt getur verið að rjúfa skömmtun og minnka skammta og fer það eftir

því hve alvarleg einkennin eru.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa komið fram alvarlegir og stundum banvænir fylgikvillar í

meltingarvegi, að meðtalinni raufun í meltingarvegi hjá hundum sem fá Palladia. Ef grunur leikur á

sáramyndun í meltingarvegi, hvort sem hún er af völdum Palladia eða úrkornunar mastfrumuæxlis, á

að stöðva gjöf Palladia og veita viðeigandi meðferð.

Tóceraníb umbrotnar í lifur og þar sem rannsóknir á áhrifum skertrar nýrna- eða lifrarstarfsemi hafa

ekki farið fram, á að fara varlega í að nota það hjá hundum með lifrarsjúkdóma.

Stöðva á meðferð til frambúðar ef alvarlegar aukaverkanir koma fram aftur eða eru þrálátar þrátt fyrir

viðeigandi stuðningsmeðferð og skammtaminnkun eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

Skammtaaðlögun byggð á einkennum/meinafræði

Einkenni/meinafræði

Skammtaaðlögun*

Lystarleysi

<50% fæðuneysla ≥2 daga

Stöðva meðferð og gera breytingar á mataræði ±

stuðningsmeðferð þar til fæðuneysla hefur batnað. Þá á að

minnka skammt um 0,5 mg/kg

Niðurgangur

<4 vatnskenndar hægðir/dag í < 2

daga eða linar hægðir

Halda óbreyttum skammti og koma á stuðningsmeðferð

>4 vatnskenndar hægðir/dag eða

vatnskenndar hægðir ≥2 daga

Stöðva meðferð þar til hægðir eru mótaðar og koma á

stuðningsmeðferð. Þá á að minnka skammt um 0,5 mg/kg

Blæðing frá meltingarvegi

Ferskt blóð í hægðum eða svartar,

tjörukenndar hægðir > 2 daga eða

greinileg blæðing eða blóðkekkir í

hægðum

Stöðva meðferð og koma á stuðningsmeðferð þar til öll

klínísk merki um blóð í hægðum eru horfin. Þá á að minnka

skammt um 0,5 mg/kg

Albúmínbrestur (albúmín)

Albúmín <1,5 g/dl

Stöðva meðferð þar til gildi eru >1,5 g/dl og einkenni eru

eðlileg. Þá á að minnka skammt um 0,5 mg/kg

Daufkyrningafæð (daufkyrningafjöldi)

>1.000/µl

Halda óbreyttum skammti

≤1.000/ µl eða hiti eða sýking af

völdum daufkyrningafæðar

Stöðva meðferð þar til gildi eru >1.000/ µl og einkenni eru

eðlileg. Þá á að minnka skammt um 0,5 mg/kg

Blóðleysi (blóðkornaskil)

>26%

Halda óbreyttum skammti

≤26%

Stöðva meðferð þar til gildi eru >26%. Þá á að minnka

skammt um 0,5 mg/kg

Eiturverkanir á lifur (ALT, AST)

>1x – 3 x efri eðlileg mörk

Halda óbreyttum skammti; ef lyf sem haft geta eituráhrif á

lifur eru notuð skal hætta notkun þeirra

>3 x efri eðlileg mörk

Stöðva meðferð þar til gildi eru ≤3 x efri eðlileg mörk. Ef lyf

sem haft geta eituráhrif á lifur eru notuð skal hætta notkun

þeirra. Þá á að minnka skammt um 0,5 mg/kg

Eiturverkanir á nýru (kreatínín)

<1,25 x efri eðlileg mörk

Halda óbreyttum skammti

≥1,25 x efri eðlileg mörk

Stöðva meðferð þar til gildi eru <1,25 x efri eðlileg mörk. Þá

á að minnka skammt um 0,5 mg/kg

Samhliða blóðleysi, blóðnituraukning (azotemia), albúmínbrestur og blóðfosfatsóhóf

Stöðva meðferð í 1 til 2 vikur þar til gildi hafa batnað og albúmín er >2,5 g/dl. Þá á að minnka skammt

um 0,5 mg/kg.

*0,5 mg/kg skammtaminnkun er minnkun úr 3,25 mg/kg í 2,75 mg/kg eða úr 2,75 mg/kg í 2,25 mg/kg.

Skammturinn á ekki að vera <2,2 mg/kg.