OxyContin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • OxyContin Forðatafla 80 mg
 • Skammtar:
 • 80 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • OxyContin Forðatafla 80 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8c611a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

OxyContin 5 mg forðatöflur

OxyContin 10 mg forðatöflur

OxyContin 20 mg forðatöflur

OxyContin 40 mg forðatöflur

OxyContin 80 mg forðatöflur

Oxýkódonhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota OxyContin. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um OxyContin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota OxyContin

Hvernig nota á OxyContin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á OxyContin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um OxyContin og við hverju það er notað

OxyContin er sterkt verkjalyf sem tilheyrir flokki ópíóíða.

OxyContin hefur verið ávísað til að draga úr miklum verkjum sem ekki næst nægileg stjórn á nema

með ópíóíð-verkjalyfjum.

OxyContin er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára.

2.

Áður en byrjað er að nota OxyContin

Ekki má nota OxyContin:

- ef um er að ræða ofnæmi fyrir oxýkódonhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6)

- ef öndun þín er ekki fullnægjandi, þ.e. er verulega grunn og hæg (alvarleg öndunarbæling)

- ef þú ert með alvarlegan, langvarandi lungnasjúkdóm og honum fylgir teppa í öndunarvegi

(alvarlegur, langvarandi lungnateppusjúkdómur einnig kallaður COPD)

- ef þú ert með hjartasjúkdóm eftir langvinnan lungnasjúkdóm (cor pulmonale)

- ef þú ert með alvarlegan astma,

- ef þú ert með sjúkdóm þar sem þarmar starfa ekki (þarmalömun).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en OxyContin er notað:

- handa öldruðum eða veikburða sjúklingum

- ef þú ert með alvarlega lungnakvilla

- ef þú ert með nýrna- eða lifrarkvilla

- ef þú ert með skjaldkirtilsröskun með þurri, kaldri og þrútinni húð, sem kemur fram í andliti og

útlimum

- ef skjaldkirtill þinn framleiðir ekki nóg hormón

- ef þú ert með Addisonsveiki

- ef þú átt í erfiðleikum við þvaglát vegna stækkunar blöðruhálskirtils

- ef þú ert með geðsjúkdóm vegna eitrunar af völdum áfengis eða annarra efna

- ef þú ert með áfengissýki

- ef þú ert með fráhvarfseinkenni sem tengjast áfengi eða lyfjum

- ef þú ert með eða hefur verið með þekktan ópíóíðfíkn

- ef þú ert með kvilla í gallblöðru eða gallgangi eða gallsteina

- ef þú ert með brisbólgu, sem getur valdið miklum verk í kvið eða baki

- ef þú ert með teppu- eða bólgusjúkdóma í þörmum

- ef lækninn grunar að þarmar þínir starfi ekki

- ef þú ert með svæsinn höfuðverk eða ógleði, þar sem það getur gefið til kynna að þrýstingur innan

höfuðkúpu sé aukinn

- ef þú átt í vandræðum með að viðhalda nægum blóðþrýstingi

- ef þú ert með flogaveiki eða tilhneigingu til krampa

- ef þú tekur lyf úr flokki mónóamínoxídasahemla við þunglyndi eða hefur tekið slík lyf á síðustu

tveimur vikum (t.d. tranýlcýprómíð, phenelzín, ísókarboxazíð, móklóbemíð og linezólíð).

Ef þessar upplýsingar eiga við eða hafa átt við þig skaltu tala við lækninn.

Aðalhættan af ofskömmtun ópíóíða er grunn og hæg öndun (öndunarbæling). Hún kemur einkum fram

hjá öldruðum eða veikburða sjúklingum og getur einnig valdið því að súrefnismettun í blóði minnkar.

Það getur t.d. valdið yfirliði.

Eingöngu fyrir OxyContin 80 mg forðatöflur:

Þeir sem ekki hafa áður tekið ópíóíðlyf eiga ekki að nota OxyContin 80 mg forðatöflur. Það er vegna

þess að mikil áhrif þeirra geta leitt til lífshættulega grunnrar og hægrar öndunar (öndunarbælingar) hjá

slíkum sjúklingum.

Lyfið er hannað til að losa virka efnið hægt á 12 klukkustundum. Ef töflurnar eru brotnar, muldar eða

tuggnar gætir þú fengið lyfið hraðar og í meiri mæli en þú þarf á að halda, sem er hættulegt (sjá „Ef

notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um“).

Við langvarandi notkun geta sjúklingar myndað þol fyrir OxyContin þannig að þeir þurfi stærri

skammta af OxyContin til að ná æskilegri stjórn á verkjum. Ekki breyta skömmtum nema ræða

fyrst við lækninn.

Langvarandi notkun OxyContin getur valdið líkamlegri ávanabindingu. Sé meðferð hætt

skyndilega geta fráhvarfseinkenni komið fram, svo sem geispi, ljósopsvíkkun í auga, tárakvilli,

nefrennsli, skjálfti, svitamyndun, kvíði, eirðarleysi, krampar, svefnvandamál eða vöðvaverkir.

Þegar ekki er lengur þörf á meðferð með OxyContin mun læknirinn minnka dagsskammtinn smám

saman til að koma í veg fyrir að þetta gerist.

Misnotkun oxýkódons og fíkn í lyfið eru með svipuðum hætti og við á um önnur sterk ópíóíð verkjalyf

og á að gæta sérstakrar varúðar við notkun lyfsins handa sjúklingum sem misnota áfengi eða lyf eða

eru með sögu um slíkt.

Þú gætir fundið fyrir auknu verkjanæmi, þrátt fyrir að taka stóra skammta af lyfinu (ofurverkjanæmi).

Læknirinn mun ákveða hvort breyta þurfi skammti þínum eða skipta yfir í annað sterkt verkjalyf.

OxyContin er eingöngu ætlað til inntöku (gleypa á töflurnar heilar). Ekki má leysa töflurnar upp og

gefa með inndælingu, þar sem það getur haft alvarlegar og hugsanlega banvænar afleiðingar.

Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð skaltu láta lækninn vita að þú takir OxyContin.

Hugsanlegt er að leifar af töflunni komi fram í hægðum. Ef slíkt gerist, þarf það ekki að valda

áhyggjum þar sem virka efnið oxýkódonhýdróklóríð hefur þegar losnað þegar taflan fer um

meltingarveginn og er farið að hafa áhrif á líkamann.

Börn

Öryggi og verkun OxyContin hefur ekki verið rannsakað nægilega hjá börnum undir 12 ára aldri. Því

er ekki mælt með notkun OxyContin hjá börnum undir 12 ára aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða OxyContin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Aukaverkanir OxyContin geta verið tíðari eða alvarlegri ef OxyContin er notað samhliða lyfjum sem

geta haft áhrif á heilastarfsemi eða lyfjum við ofnæmi, ferðaveiki eða uppköstum. Dæmi um

aukaverkanir sem fram geta komið eru grunn og hæg öndun (öndunarbæling), hægðatregða,

munnþurrkur eða vandkvæði við þvaglát.

Láttu lækni þinn eða lyfjafræðing vita ef þú notar:

svefnlyf eða róandi lyf,

þunglyndislyf (svo sem paroxetín), þ.m.t. lyf úr flokki mónóamínoxídasahemla (svo sem

tranýlcýprómíð, phenelzín, ísókarboxazíð, móklóbemíð og linezólíð),

lyf við ofnæmi, ferðaveiki eða uppköstum (andhistamín, ógleðilyf),

lyf við geðkvillum eða sálrænum kvillum (svo sem skynhrifalyf (psychotropic drugs), fenótíazín eða

sefandi lyf),

lyf við Parkinsons-sjúkdómi,

önnur sterk verkjalyf,

cimetidín (lyf við magasári, meltingartruflunum og brjóstsviða),

lyf við sveppasýkingum (svo sem ketokónazól, vorikónazól, itrakónazól eða posakónazól),

sýklalyf (svo sem klaritrómycín, erytrómycín eða telitrómycín),

lyf úr flokki próteasahemla, sem notuð eru við HIV (t.d. boceprevír, ritonavír, indinavír, nelfinavír

eða sakvínavír),

rifampicín, sem notað er við berklum,

karbamazepín (lyf við flogum, köstum eða krömpum og tilteknum verkjum),

fenýtóín (lyf við flogum, köstum eða krömpum),

náttúrulyf sem nefnist jóhannesarjurt (einnig þekkt sem

Hypericum perforatum

kínidín (lyf við óreglulegum hjartslætti),

lyf úr flokki kúmarína sem hindra blóðstorknun (blóðþynningarlyf), svo sem fenprókúmon

Notkun OxyContin með drykk eða áfengi

Áfengisdrykkja meðan OxyContin er tekið getur aukið syfju eða magnað hættuna á alvarlegum

aukaverkunum á borð við grunna öndun með hættu á öndunarstöðvun og meðvitundarleysi.

Mælt er með að drekka ekki áfengi meðan OxyContin er tekið.

Forðast á að drekka greipaldinsafa meðan á meðferð með OxyContin stendur.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ekki á að nota OxyContin á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Ekki liggja fyrir fullnægjandi

upplýsingar um notkun virka efnisins oxýkódonhýdróklóríðs hjá þunguðum konum.

Virka efnið oxýkódonhýdróklóríð fer yfir fylgju inn í líkama barnsins. Langvarandi notkun OxyContin

á meðgöngu getur valdið fráhvarfseinkennum hjá nýburanum. Ef lyfið er notað í fæðingu, getur komið

fram grunn og hæg öndun (öndunarbæling) hjá nýburanum.

Brjóstagjöf

OxyContin má ekki taka meðan á brjóstagjöf stendur. Virka efnið oxýkódonhýdróklóríð getur skilist út

í brjóstamjólk og getur valdið slævingu og grunnri og hægri öndun (öndunarbælingu) hjá barninu.

Akstur og notkun véla

OxyContin getur skert hæfni til aksturs eða stjórnunar véla. Líklegra er að það gerist við upphaf

meðferðar með OxyContin, eftir aukningu skammts eða eftir breytingar á lyfjameðferð og ef

OxyContin er notað ásamt lyfjum sem geta haft áhrif á heilastarfsemi.

Ekki er víst að almennar takmarkanir á akstri eigi við þegar regla er komin á meðferðina. Það er

læknisins að meta aðstæður hjá hverjum sjúklingi fyrir sig. Leitið ráða hjá lækninum um hvort og

hvenær leyfilegt er að aka eða nota vélar.

Oxycontin inniheldur mjólkursykur

Ef læknirinn hefur sagt að þú hafir óþol fyrir sykrum, skaltu hafa samband við lækninn áður en lyfið er

tekið inn.

3.

Hvernig nota á OxyContin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtur

Læknirinn ákveður hve mikið af OxyContin þú átt að taka og hvernig dreifa á skammtinum yfir

daginn. Læknirinn stillir skammtinn eftir því hve miklir verkirnir eru og hve næmnin er mikil hjá

hverjum og einum. Aldrei má breyta skammti nema ráðfæra sig við lækninn.

Nota á minnsta skammt sem dugar til verkjastillingar.

Ef þú hefur áður fengið ópíóíða gæti læknirinn hafið meðferðina með stærri skammti.

Nauðsynlegt getur verið að auka skammtinn smám saman ef verkjastilling er ekki næg eða ef verkir

versna.

Ræddu við lækninn ef þú færð tímabundna bráðaverki þrátt fyrir verkjameðferðina. Læknirinn gæti

ávísað þér öðru verkjastillandi lyfi við bráðaverkjunum (skjótverkandi verkjalyfi) eða stillt skammtinn

af forðatöflunum. Ekki á að nota forðatöflurnar til meðferðar við bráðaverkjum.

OxyContin er fáanlegt í styrkleikunum 5 mg, 10 mg, 20 mg, 40 mg og 80 mg.

Venjulegur upphafsskammtur er 10 mg af oxýkódonhýdróklóríði á 12 klukkustunda fresti.

Skammtar eru stilltir með tilliti til verkja og geta mest orðið 400 mg.

Aldraðir sjúklingar

Aldraðir sjúklingar með eðlilega lifrar- og/eða nýrnastarfsemi þurfa vanalega enga skammtaaðlögun.

Sjúklingar með nýrna- eða lifrarkvilla

Læknirinn gæti ráðlagt að sjúklingar með nýrna- eða lifrarkvilla, sem hafa ekki fengið ópíóíðmeðferð

áður, byrji á að taka helming ráðlagðs skammts fyrir fullorðna.

Aðrir sjúklingar í áhættu

Læknirinn gæti ráðlagt að sjúklingar með litla líkamsþyngd og sjúklingar þar sem umbrot lyfja er

hægara fái upphafsskammt sem nemur helmingi þess skammts sem er ráðlagður hjá fullorðnum.

Aðferð við lyfjagjöf

Til inntöku.

Forðatöflurnar á að gleypa

án þess að tyggja þær

með nægum vökva (hálfu glasi af vatni) á

ákveðnum tímum kvölds og morgna (t.d. kl. 8 á morgnana og kl. 20 á kvöldin). OxyContin má taka

með mat eða milli mála.

Forðatöfluna á að gleypa í heilu lagi til að skerða ekki sérstaka losun virka efnisins yfir lengri tíma.

Meðferðarlengd

Læknirinn mun segja þér hve lengi þú þarft að taka OxyContin.

Ekki hætta að taka OxyContin án þess að ráðfæra þig við lækninn (sjá „Ef hætt er að taka

OxyContin“).

Ef OxyContin er tekið í langan tíma þarf að meta hvernig meðferðinni er svarað og ræða reglulega

við lækninn. Það er nauðsynlegt til að ná megi bestu verkjastillingarmeðferð sem völ er á, þ.e.

meðhöndla fljótt þær aukaverkanir sem fram kunna að koma og ákveða hvort breyta þurfi skammti

og hvort halda eigi meðferðinni áfram.

Sé grunur um að áhrif OxyContin séu of mikil eða of lítil, skal hafa samband við lækninn eða

lyfjafræðing.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um eða ef einhver tekur lyfið fyrir slysni

Ef þú hefur tekið meira af OxyContin en ávísað var eða ef einhver hefur tekið OxyContin fyrir slysni

áttu strax að láta lækninn vita.

Of stór skammtur getur valdið:

sjáaldursþrengingu

grunnri og hægri öndun (öndunarbælingu)

svefndrunga sem getur orðið að hálfdvala

minnkaðri spennu í beinagrindarvöðvum

hægum hjartslætti

blóðþrýstingsfalli.

Í alvarlegri tilvikum getur komið fram meðvitundarleysi (dauðadá), vökvasöfnun í lungum og

blóðrásarbilun og getur það leitt til dauða.

Komdu þér aldrei í aðstæður þar sem mikillar einbeitingar er krafist, svo sem við akstur.

Ef gleymist að taka OxyContin

Ef tekinn hefur verið minni skammtur af OxyContin en ávísað hefur verið eða skammtur hefur

einfaldlega gleymst, getur verkjastilling orðið árangurslaus.

Hafi einn skammtur gleymst má taka hann þegar munað er eftir honum ef meira en 8 klukkustundir

eru þar til taka á næsta reglulega skammt. Ef minna en 8 klukkustundir eru í næsta skammt, má taka

skammtinn sem gleymdist og taka næsta skammt 8 klukkustundum síðar. Eftir það má fylgja

venjulegri skammtaáætlun.

Hafa á sem reglu að lágmarksbil milli tveggja skammta af OxyContin sé aldrei minna en 8

klukkustundir.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef vafi leikur á þessu.

Aldrei má taka tvöfaldan, stakan skammt.

Ef hætt er að nota OxyContin

Ekki á að hætta að taka OxyContin án samráðs við lækninn.

Ef meðferð er hætt geta fráhvarfseinkenni komið fram (t.d. geispi, ljósopsvíkkun, tárakvilli, nefrennsli,

skjálfti, ofsvitnun, kvíði, æsingur, krampar, svefnleysi og vöðvaverkir). Því gæti verið ráðlegt að

læknirinn minnki skammtinn smám saman.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Eins og

við á um önnur sterk verkjalyf er hætta á líkamlegri ávanabindingu eða fíkn í þessar töflur.

Aukaverkanir eða einkenni sem mjög mikilvægt er að þú sért á varðbergi gagnvart og til hvaða

ráðstafana eigi að grípa ef þær koma fram:

Ef einhver eftirfarandi aukaverkana kemur fram á tafarlaust að hafa samband við næsta lækni.

skyndilegir öndunarerfiðleikar, þroti í augnlokum, andliti eða vörum, útbrot eða kláði,

einkum ef það er um allan líkamann – þetta eru merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð

grunn og hæg öndun – þetta kemur einkum fram hjá öldruðum og veikluðum einstaklingum

og ef of stór skammtur er tekinn

alvarlegt blóðþrýstingsfall – þig gæti sundlað eða liðið yfir þig ef það gerist

minnkuð ljósop í augum, krampar í berkjuvöðvum (sem valda andnauð), skert geta til að

hósta ef á þarf að halda

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

Mjög algengar (geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10):

Hægðatregða – hægt er að vinna gegn henni með fyrirbyggjandi aðgerðum svo sem mikilli

vökvaneyslu og trefjaríku fæði

Uppköst, ógleði – einkum í upphafi meðferðar, ef vart verður við ógleði eða uppköst getur

læknirinn ávísað lyfjum við því

Óvenjulega mikil syfjutilfinning (allt að því slæving), sundl, höfuðverkur

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10):

Kviðverkir, niðurgangur, munnþurrkur, hiksti, meltingartruflanir

Minnkuð matarlyst eða jafnvel lystarleysi

Kvíði, rugl, depurð, minnkuð virkni, eirðarleysi, aukin virkni, taugaspenna, svefnvandamál,

óeðlilegar hugsanir

Skjálfti, svefndrungatilfinning

Húðviðbrögð/útbrot á húð, svitamyndun

Verkur við þvaglát, aukin þvaglátsþörf

Óvenjuleg máttleysistilfinning, þreyta

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100):

Fráhvarfseinkenni og þörf fyrir sífellt stærri skammta af OxyContin til að ná sömu verkjastillingu

(þol)

Áverkar fyrir slysni

Ofnæmisviðbrögð

Ofþornun

Æsingur, geðsveiflur, mikil sælutilfinning, truflanir á skynjun (t.d. ofskynjanir,

raunveruleikafirring)

Minnkuð kynhvöt

Flogaköst (einkum hjá einstaklingum með flogakvilla eða sem hafa tilhneigingu til að fá krampa)

Minnistap, einbeitingarleysi, mígreni

Óeðlileg vöðvaspenna, ósjálfráðir vöðvakippir, skert snertiskyn eða sársaukanæmi,

samhæfingartruflanir

Talörðugleikar, náladofi, breytingar á bragðskyni

Skert sjón

Skert heyrn, svimatilfinning eða að allt hringsnúist

Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot

Hitaþot í húð

Raddbreyting, hósti

Sár í munni, eymsli í munni, kyngingarörðugleikar

Vindgangur, ropi, kvilli sem veldur óeðlilegri þarmastarfsemi

Versnandi gildi lifrarprófa (sést á niðurstöðum blóðprófa)

Húðþurrkur

Vandamál við að tæma þvagblöðru algerlega

Getuleysi, minnkuð þéttni kynhormóna

Kuldahrollur

Verkir (t.d. brjóstverkir), almenn vanlíðan

Þroti á höndum, ökklum og fótum, þorsti

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000)

Yfirliðstilfinning, einkum þegar staðið er upp

Dökkar og tjörukenndar hægðir, tannkvillar, blæðing úr tannholdi

Sýkingar svo sem frunsur eða kynfæraherpes, sem geta valdið blöðrum kringum munn eða kynfæri

Aukin matarlyst

Ofsakláði

Þyngdaraukning, þyngdartap

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Árásarhneigð

Aukið verkjanæmi

Tannskemmdir

Kveisuverkir eða óþægindi í kvið, vandamál við flæði galls frá lifrinni

Tíðateppa

Fráhvarfseinkenni ungbarna mæðra sem hafa notað OxyContin

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á OxyContin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnuspjaldi/öskju eða

töfluumbúðum á eftir „Fyrnist“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

OxyContin 5 mg forðatöflur:

Geymið við lægri hita en 30°C.

OxyContin 10 mg forðatöflur:

OxyContin 20 mg forðatöflur:

OxyContin 40 mg forðatöflur:

OxyContin 80 mg forðatöflur:

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

OxyContin 5 mg forðatöflur:

OxyContin 5 mg inniheldur

Virka efnið er oxýkódonhýdróklóríð. 1 forðatafla inniheldur 5 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem

jafngildir 4,5 mg af oxýkódoni.

OxyContin 10 mg forðatöflur:

OxyContin 10 mg inniheldur

Virka efnið er oxýkódonhýdróklóríð. 1 forðatafla inniheldur 10 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem

jafngildir 9 mg af oxýkódoni.

OxyContin 20 mg forðatöflur:

OxyContin 20 mg inniheldur

Virka efnið er oxýkódonhýdróklóríð. 1 forðatafla inniheldur 20 mg af Oxýkódonhýdróklóríði sem

jafngildir 17,9 mg af oxýkódoni.

OxyContin 40 mg forðatöflur:

OxyContin 40 mg inniheldur

Virka efnið er oxýkódonhýdróklóríð. 1 forðatafla inniheldur 40 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem

jafngildir 35,9 mg af oxýkódoni.

OxyContin 80 mg forðatöflur:

OxyContin 80 mg inniheldur

Virka efnið er oxýkódonhýdróklóríð. 1 forðatafla inniheldur 80 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem

jafngildir 71,7 mg af oxýkódoni.

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni:

Laktósaeinhýdrat, magnesíumsterat, ammóníummetakrýlat blandfjölliða (tegund B), sterýlalkóhól,

póvídón K30, talkúm, tríacetín, sorbínsýra (E200).

OxyContin 5 mg forðatöflur:

Töfluhúð:

Hýprómellósi (E464), títantvíoxíð (E171), skærblár (E133) , makrógól 400.

OxyContin 10 mg forðatöflur:

Töfluhúð:

Hýprómellósi (E464), hýdroxýprópýlsellulósi, makrógól 400, títantvíoxíð (E171).

OxyContin 20 mg forðatöflur:

Töfluhúð:

Hýprómellósi (E464), makrógól 400, pólýsorbat 80, títantvíoxíð (E171), rautt járnoxíð (E172).

OxyContin 40 mg forðatöflur:

Töfluhúð:

Hýprómellósi (E464), makrógól 400, pólýsorbat 80, títantvíoxíð (E171), gult járnoxíð (E172).

OxyContin 80 mg forðatöflur:

Töfluhúð:

Hýprómellósi (E464), hýdroxýprópýlsellulósi, makrógól 400, títantvíoxíð (E171), gult járnoxíð

(E172), indígókarmín (E132).

OxyContin 5 mg forðatöflur:

Lýsing á útliti OxyContin 5 mg og pakkningastærðir

Oxycontin 5 mg forðatöflur eru kringlóttar, án deiliskoru, ljósbláar, kúptar forðatöflur, u.þ.b. 7 mm í

þvermál, merktar „OC“ og „5“.

OxyContin 5 mg eru fáanlegar í pakkningastærðum með 10, 20, 28, 30, 50, 56, 98 og 100 forðatöflum.

OxyContin 10 mg forðatöflur:

Lýsing á útliti OxyContin 10 mg og pakkningastærðir

Oxycontin 10 mg forðatöflur eru kringlóttar, án deiliskoru, hvítar, kúptar forðatöflur, u.þ.b. 7 mm í

þvermál, merktar „OC“ og „10“.

OxyContin 10 mg eru fáanlegar í pakkningastærðum með 10, 20, 25, 28, 30, 50, 56, 98 og 100

forðatöflum.

OxyContin 20 mg forðatöflur:

Lýsing á útliti OxyContin 20 mg og pakkningastærðir

Oxycontin 20 mg forðatöflur eru kringlóttar, án deiliskoru, bleikar, kúptar forðatöflur, u.þ.b. 7 mm í

þvermál, merktar „OC“ og „20“.

OxyContin 20 mg eru fáanlegar í pakkningastærðum með 10, 20, 25, 28, 30, 50, 56, 98 og 100

forðatöflum.

OxyContin 40 mg forðatöflur:

Lýsing á útliti OxyContin 40 mg og pakkningastærðir

Oxycontin 40 mg forðatöflur eru kringlóttar, án deiliskoru, gular, kúptar forðatöflur, u.þ.b. 7 mm í

þvermál, merktar „OC“ og „40“.

OxyContin 40 mg eru fáanlegar í pakkningastærðum með 10, 20, 25, 28, 30, 50, 56, 98 og 100

forðatöflum.

OxyContin 80 mg forðatöflur:

Lýsing á útliti OxyContin 80 mg og pakkningastærðir

Oxycontin 80 mg forðatöflur eru kringlóttar, án deiliskoru, grænar, kúptar forðatöflur, u.þ.b. 9 mm í

þvermál, merktar „OC“ og „80“.

OxyContin 80 mg eru fáanlegar í pakkningastærðum með 10, 20, 25, 28, 30, 50, 56, 98 og 100

forðatöflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Mundipharma A/S

Frydenlundsvej 30

DK-2950 Vedbæk

Framleiðandi

Bard Pharmaceuticals

Cambridge Science Park

Milton Road, Cambridge CB4 0GW

England

Umboð á Íslandi

Icepharma

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júlí 2017.