Otrivin ukonserveret

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Otrivin ukonserveret Nefúði, lausn 1 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 1 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Otrivin ukonserveret Nefúði, lausn 1 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 6e611a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Otrivin ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn

Xýlómetazólínhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur eða

hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Otrivin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Otrivin

Hvernig nota á Otrivin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Otrivin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Otrivin og við hverju það er notað

Otrivin er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára.

Otrivin er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Otrivin er notað við nefstíflu vegna kvefs og bólgu í ennis- og kinnholum.

Otrivin verkar þannig að það dregur saman háræðarnar í bólginni slímhúð nefsins. Við það minnkar

stíflan í nefinu og loftstreymið um nefið batnar. Verkun hefst eftir fáeinar mínútur og varir í allt að

12 klukkustundir.

Otrivin þolist venjulega vel, einnig hjá sjúklingum með viðkvæma slímhúð.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Otrivin

Ekki má nota Otrivin

ef þú ert með ofnæmi fyrir xýlómetazólíni eða einhverju öðru innihaldsefni Otrivin (talin upp í

kafla 6)

ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn

ef þú ert með þrönghornsgláku (bráða gláku)

ef þú ert með langvinna bólgu í nefi og mjög þurra nefslímhúð (nefslímubólgu með óeðlilega

þurri nefslímhúð (rhinitis sicca) eða með slímhúðarvisnun (atrophic rhinitis)).

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Otrivin

lengur en í 10 sólarhringa þar sem tíð og langvarandi notkun getur leitt til bólgu í nefslímhúð

Otrivin má ekki nota handa börnum yngri en 2 ára, vegna hættu á ofskömmtun sem getur leitt til

bælingar miðtaugakerfis.

Leitið ráða hjá lækninum áður en Otrivin er notað ef þú ert

með aukna virkni skjaldkirtilsins (skjaldvakaóhóf)

með sykursýki

með of háan blóðþrýsting (háþrýsting)

með hjarta- og æðasjúkdóma

með erfiðleika við þvaglát vegna stækkunar blöðruhálskirtils

með þunglyndi og ert á lyfjameðferð með MAO-hemlum eða hefur verið á slíkri lyfjameðferð

síðustu 2 vikurnar

með æxli í nýrnahettum (krómfíklaæxli).

Notkun annarra lyfja samhliða Otrivin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á einnig við um lyf sem keypt eru erlendis, náttúrulyf, sterk

vítamín og steinefni sem og fæðubótarefni.

Otrivin má ekki nota með ákveðnum tegundum þunglyndislyfja án samráðs við lækni.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Ekki er mælt með notkun Otrivin á meðgöngu. Hafðu samband við lækninn.

Otrivin má aðeins nota samkvæmt læknisráði þegar barn er haft á brjósti.

Akstur og notkun véla

Otrivin hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Otrivin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, að hámarki í 10 sólarhringa. Ekki úða oftar en að

hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring.

Fylgið ráðlögðum skammti, sérstaklega hjá börnum og öldruðum.

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki er mælt með notkun Otrivin hjá börnum yngri en 12 ára.

Otrivin á að nota á eftirfarandi hátt

Fyrir fyrstu notkun á að ýta 4 sinnum á úðarann til að undirbúa dæluna. Nú er dælan tilbúin til

notkunar. Ef hún gefur ekki frá sér lausn þegar þrýst er á hana þarf að undirbúa dæluna að nýju eins

og lýst er hér að ofan. Ekki má klippa stútinn.

1. Snýttu þér áður en þú notar nefúðann.

2. Fjarlægðu glæru plasthettuna af úðaflöskunni.

3. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna eins og sýnt er á myndinni. Úðað er með því að þrýsta

kraganum niður að flöskunni.

4. Hallaðu höfðinu örlítið fram.

5. Settu stútinn á úðaflöskunni í aðra nösina. Úðað er um leið og andað er að sér um nefið.

6. Endurtaktu liði 4-5 í hina nösina.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður af Otrivin

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef þú notar of mikið af Otrivin getur þú fengið hraðan og óreglulegan hjartslátt, of háan blóðþrýsting,

lækkaðan líkamshita, höfuðverk, aukna svitamyndun, öndunarerfiðleika og sundl. Ungum börnum er

hættara við ofskömmtun en fullorðnum.

Ef gleymist að nota Otrivin

Ef þú hefur gleymt skammti skaltu nota hann um leið og þú manst eftir því. Ef komið er nálægt næsta

skammti skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt

sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Otrivin valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum

10.000 meðhöndluðum): Ofnæmisviðbrögð eins og húðútbrot, öndunarerfiðleikar, hraður eða

óreglulegur hjartsláttur, þroti í andliti og koki. Ef þú færð alvarlegar aukaverkanir skaltu tafarlaust

hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 meðhöndluðum): Höfuðverkur, sviði

í nefi og hálsi, þurrkur og erting í nefslímhúð, hnerri, brunatilfinning í nefi, nefrennsli vegna aukinnar

slímmyndunar, brunatilfinning á íkomustað, ógleði.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 meðhöndluðum): Stíflað nef,

einkum eftir langvarandi eða tíða notkun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 meðhöndluðum):

Óþægindi í maga og þörmum.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000

meðhöndluðum): Eirðarleysi, svefnleysi, þreyta, sjóntruflanir, óreglulegur púls eða hraður hjartsláttur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Otrivin

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Otrivin eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Otrivin 1 mg/ml inniheldur:

Virkt efni: Xýlómetazólínhýdróklóríð (

1 úði inniheldur 0,14 mg).

Önnur innihaldsefni: Natríumdíhýdrógenfosfat-díhýdrat, dínatríumfosfat-dódekahýdrat,

natríumklóríð, natríumedetat og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Otrivin og pakkningastærðir

Útlit: Tær,

litlaus og næstum lyktarlaus

lausn.

Pakkningastærðir:

10 ml og 2 x 10 ml.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

DK-2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

NovartisHealtcare A/S

Edvard Thomsens vej 14,

DK-2300 København S

Danmörk

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Umboð á Íslandi

Artasan ehf

Suðurhrauni 12a

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í júní 2016.