Oftaquix

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Oftaquix Augndropar, lausn í stakskammtaíláti 5 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 5 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, lausn í stakskammtaíláti
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Oftaquix Augndropar, lausn í stakskammtaíláti 5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 5c601a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Oftaquix 5 mg/ml augndropar, lausn stakskammtaílát

Levofloxacín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Oftaquix og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Oftaquix

Hvernig nota á Oftaquix

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Oftaquix

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Oftaquix og við hverju það er notað

Levofloxaxín er sýkingalyf í flokki sem kallast flúorókínólónar (stundum stytt í kínólónar). Það verkar

með því að drepa vissar tegundir af bakteríum, sem valda sýkingum.

Levofloxacín í augndropum er gefið börnum yfir eins árs aldri og fullorðnum, til að meðhöndla

bakteríusýkingar á yfirborði augans.

Ein tegund sýkingar á þessu svæði er kölluð tárubólga, það er sýking í ysta lagi augans.

Oftaquix er ekki ráðlagt til notkunar hjá börnum undir eins árs aldri.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 5 daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Oftaquix

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Oftaquix

ef um er að ræða ofnæmi fyrir levofloxacíni eða öðrum kínólónum eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Byrjaðu á því að spyrja lækninn þinn eða lyfjafræðing ef þú ert í vafa.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Oftaquix er notað.

ef þú færð ofnæmisviðbrögð, jafnvel eftir einn skammt, skaltu hætta að nota lyfið

ef þú tekur eftir því að einkennin í augunum versna á meðan meðferð stendur skaltu hafa

samband við lækninn svo fljótt sem auðið er

ef þú verður ekki var/vör við að þér batni innan þess tíma sem læknirinn gefur, skaltu hafa

samband við lækninn svo fljótt sem auðið er

Almennt skal ekki nota neina tegund af augnlinsum þegar sýking er í augum.

Börn og unglingar

Sömu varnaðarorð og varúðarreglur vegna notkunar lyfsins eiga við fullorðna, unglinga og börn 1 árs

og eldri.

Notkun annarra lyfja samhliða Oftaquix

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Sérstaklega er ástæða til að láta lækni eða lyfjafræðing vita áður en þú byrjar að nota Oftaquix ef þú

notar einhverja aðra augndropa eða augnsmyrsl.

Ef þú notar aðra augndropa skal láta að minnsta kosti 15 mínútur líða á milli þess sem Oftaquix og

öðrum dropum er dreypt í augað.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Oftaquix augndropa skal eingöngu nota á meðgöngu ef mögulegur ávinningur réttlætir mögulega

hættu fyrir barnið.

Enda þótt ofurlítið af levofloxacíni berist í blóðrás og brjóstamjólk eftir ídreypingu augndropa er mjög

ólíklegt að augndroparnir geri fóstri eða barni mein.

Læknirinn hefur upplýsingar um hugsanlega áhættu og gefur ráð um hvort nota eigi Oftaquix

augndropa í þessu tilviki.

Frjósemi (geta til að verða þunguð eða geta barn) er ekki skert ef Oftaquix er notað samkvæmt

leiðbeiningum.

Akstur og notkun véla

Oftaquix hefur smávægileg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Ef augndroparnir valda þokusýn við notkun skal bíða með akstur eða notkun véla þar til sjónin skýrist

á ný.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Oftaquix

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Oftaquix augndropar eru ætlaðir til notkunar í auga og skal dreypa þeim í augað.

Ráðlagðir skammtar fyrir sjúklinga eldri en eins árs eru eftirfarandi:

DAGUR 1 – 2

Dreypið einum til tveimur dropum í sýkt auga/augu á tveggja stunda fresti.

Notið dropana í mesta lagi 8 sinnum á dag.

DAGUR 3-5

Dreypið einum til tveimur dropum í sýkt auga/augu.

Notið dropana í mesta lagi 4 sinnum á dag.

Ekki þarf að breyta ráðlögðum skammti þegar aldraðir sjúklingar eiga í hlut.

Venjulega tekur meðferðin fimm daga. Læknirinn ráðleggur þér um hve lengi þú notar dropana. Ef þú

notar önnur lyf í augu skaltu láta að minnsta kosti 15 mínútur líða á milli þess sem þú notar

mismunandi tegundir augndropa.

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá börnum ≥ 1 árs eða unglingum. Ekki er ráðlagt að nota Oftaquix

hjá börnum sem eru yngri en 1 árs gömul.

Áður en droparnir eru notaðir:

Ef sá möguleiki er fyrir hendi skaltu biðja einhvern um að setja augndropana í augun á þér fyrir þig.

Biðjið aðstoðarmanninn um að lesa þessar leiðbeiningar áður en droparnir eru notaðir.

Þvoið hendur.

Opnið pokann eftir strikalínunni.

Takið eitt stakskammtaílát úr lengjunni.

Komið hinum stakskammtaílátunum aftur fyrir inni í pokanum og lokið pokanum með því að

brjóta upp á endann.

5) Gangið úr skugga um að lausnin hvíli í

neðri hluta stakskammtaílátsins.

6) Opnið ítlátið með því að snúa upp á

flipann.

7) Setjist niður og hallið höfðinu aftur á bak

eða leggist á bakið.

8) Leggið oddinn á ílátinu upp að auganu.

9) Dragið neðra augnlokið niður og horfið

upp.

10) Þrýstið létt á ílátið og látið einn dropa falla

í bilið á milli neðra augnloks og augans.

11) Lokið augunum stundarkorn. Þrýstið með

vísifingri á innri augnkrók í um það bil

eina mínútu. Þannig getur þú komið í veg

fyrir að augndroparinr renni niður í

táragöngin.

Ef setja þarf annan dropa í augað eða ef meðhöndla á bæði augun, endurtakið skref 8 til 11.

Oftaquix augndropum skal ekki sprauta í innri hluta augans.

Til notkunar í eitt skipti. Augndropana skal nota strax eftir að stakskammtaílátin hafa verið opnuð.

Innihald eins stakskammtaíláts nægir í bæði augu.

Fargið ílátinu ásamt leifum ef einhverjar eru að notkun lokinni.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú notar meira af Oftaquix en mælt er með, skolaðu augað/augun með vatni og látið lækninn eða

lyfjafræðing vita.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Oftaquix

Ef þú gleymir að nota skammt skaltu dreypa honum í augað um leið og þú manst eftir því.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef þú kyngir Oftaquix fyrir slysni

Magn levofloxacíns í einu stakskammtaíláti er of lítið til að valda aukaverkunum. Samt sem áður

skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur áhyggjur og hann/hún upplýsir þig

um hvað er til ráða.

Ef hætt er að nota Oftaquix fyrr en mælt var fyrir um

getur það hægt á batanum.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum, en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hér um bil einn af hverjum tíu notendum fær aukaverkanir af notkun Oftaquix. Flestar verka þær

eingöngu á augun og þær vara ekki lengi. Ef þú færð alvarlegar eða viðvarandi aukaverkanir skaltu

hætta að nota augndropana og hið bráðasta leita þér aðstoðar hjá lækni.

Sá möguleiki er fyrir hendi, þótt sjaldgæfur sé, að ofnæmis verði vart eftir einungis einn skammt. Þetta

finnurðu á því að augun í þér verða rauð og þú færð kláða í þau eða augnlokin bólgna upp. Ef þetta

gerist skaltu hætta að nota Oftaquix og hafa samband við lækni tafarlaust.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum)

Brunatilfinning í augum

Minnkuð sjón eða slím í auga

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum)

Sviði og erting í augum

Sársauki í augum

Þurr og aum augu

Þroti og roði í táru (blóðhlaupin augu)

Ljósnæmi

Kláði í augum

Klístruð augnlok

Höfuðverkur

Útbrot í kringum augu

Stíflað nef og nefrennsli

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum)

Ofnæmisviðbrögð á borð við húðútbrot

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000

notendum)

Bólga og þrengsli í hálsi

Öndunarerfiðleikar

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum og unglingum

Gert er ráð fyrir að tíðni, eðli og alvarleiki aukaverkana hjá börnum og unglingum sé eins og hjá

fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Oftaquix

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á stakskammtaílátinu, pokanum og

öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur þess mánaðar.

Oftaquix ílát verður að geyma í upprunalegum poka til varnar gegn ljósi.

Þú getur notað Oftaquix í 3 mánuði eftir að pokinn hefur verið opnaður.

Fargið öllum ónotuðum stakskammtaílátum að þeim tíma liðnum.

Fargið opnuðum stakskammtaílátum ásamt leifum af lausn strax að notkun lokinni.

Ekki skal nota lyfið ef þú tekur eftir að lausnin inniheldur óleysanlegar agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Oftaquix inniheldur

Virka innihaldsefnið er levofloxacín.

1 ml inniheldur 5,12 mg af levofloxacín hemihýdrati samsvarandi 5 mg af levofloxacín.

Eitt stakskammtaílát (0,3 ml) inniheldur 1,5 mg af levofloxacíni.

Önnur innihaldsefni eru natríumklóríð, þynnt natríumhýdroxíðlausn eða þynnt saltsýra og vatn

fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Oftaquix og pakkningastærðir

-

Oftaquix er tær, ljósgul til ljósgulgræn lausn, laus við sýnilegar agnir.

-

Stakskammtaílátum í 10 eininga lengjum er pakkað í pappírshúðaða ál-pólýetýlen poka.

-

Eitt stakskammtaílát inniheldur 0,3 ml af lausn.

-

Pakkningastærð: 10 x 0,3 ml, 20 x 0,3 ml, 30 x 0,3 ml og 60 x 0,3 ml.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Santen Oy

Niittyhaankatu 20

33720 Tampere

Finnland

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Oftaquix: Danmörk, Finnland, Ísland, Ítalía og Svíþjóð

Oftaquix sine: Þýskaland

Oftaquix Unit Dose: Bretland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.