Oculac

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Oculac Augndropar, lausn 5 %
 • Skammtar:
 • 5 %
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Oculac Augndropar, lausn 5 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 58601a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Oculac 50 mg/ml augndropar, lausn

Povidon K25

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Oculac og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Oculac

Hvernig nota á Oculac

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Oculac

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Oculac og við hverju það er notað

Oculac inniheldur virka efnið povidon K25. Oculac augndropar eru rakagefandi og smyrja augun. Þeir eru

notaðir til að draga úr einkennum augnþurrks.

2.

Áður en byrjað er að nota Oculac

Ekki má nota Oculac:

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir povidon K25 eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ráðfærðu þig við lækni áður en þetta lyf er notað ef þú heldur að þú getir verið með ofnæmi.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Oculac augndropar eru notaðir.

Ef þú finnur fyrir höfuðverk, verk í auga, sjónbreytingum, ertingu í augum, þrálátum roða eða ef einkenni

hverfa ekki eða versna, skal hætta að nota Oculac augndropa og leita ráða hjá lækni.

Notkun annarra lyfja samhliða Oculac

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Ef einhver önnur augnlyf eru notuð samhliða Oculac skulu að minnsta kosti 5 mínútur líða milli þess sem

lyfin eru notuð og ávallt skal nota Oculac síðast.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Nota má Oculac á meðgöngu og við brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Oculac getur valdið þokusýn. Ef þú finnur fyrir þessu skaltu bíða þar til ástandið hefur lagast áður en þú

ekur bíl eða notar vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því

sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum

er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða

lyfjafræðing.

Oculac inniheldur benzalkónklóríð

Oculac inniheldur benzalkonklóríð sem rotvarnarefni en það getur valdið ertingu í augum. Ef notaðar eru

mjúkar augnlinsur skal fjarlægja þær áður en Oculac er notað, því það getur mislitað mjúkar augnlinsur.

Bíða skal í 15 mínútur eftir að Oculac er notað áður en augnlinsur eru settar aftur í augun.

3.

Hvernig nota á Oculac

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum

eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er einn dropi í hvort auga fjórum sinnum á dag, eða eins oft og þörf krefur.

Ef dropinn lendir ekki í auganu,

skaltu reyna aftur.

Ef notaður er stærri skammtur af Oculac augndropum en mælt er fyrir um

, er ekki búist við

aukaverkunum.

Ef notaðir eru aðrir augndropar eða augnsmyrsli,

skal láta að minnsta kosti 5 mínútur líða milli þess sem

lyfin eru notuð. Oculac á að nota síðast.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Notkunarleiðbeiningar

Þvoðu þér um hendurnar.

Opnaðu augndropaglasið. Ekki snerta oddinn eftir að þú hefur opnað glasið, það getur mengað

lausnina.

Hallaðu höfðinu aftur (Mynd 1).

Dragðu neðra augnlokið niður með einum fingri og haltu á glasinu með hinni hendinni. Oddurinn á

augndropaglasinu má ekki snerta augað því hann getur sært augað. Kreistu glasið þannig að einn dropi

falli í augað (Mynd 2).

Lokaðu augunum og þrýstu með fingurgómnum á innri augnkrókinn í um 1-2 mínútur. Þetta kemur í

veg fyrir að dropinn renni um táragöngin niður í kok. Stærsti hluti dropans verður þá eftir í auganu

(Mynd 3). Endurtaktu skref 3 til 5 fyrir hitt augað, ef þarf.

Lokaðu augndropaglasinu eftir notkun.

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Oculac valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum.

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum:

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

vægur, tímabundinn sviði eða klísturstilfinning í augum.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

erting.

ofnæmisviðbrögð.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

þokusýn, verkur í auga, kláði í auga, roði í auga.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Oculac

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið ílátið í ytri umbúðunum til varnar gegn ljósi.

Glasið sjálft er ekki sæft, en innihaldið helst hins vegar sæft þar til pakkningin er rofin.

Eftir að glasið er opnað geymast augndroparnir aðeins í 4 vikur.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og glasinu. Fyrningardagsetning

er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Oculac inniheldur

Virka efnið er povidon K25. Hver ml inniheldur 50 mg povidon K25.

Önnur innihaldsefni eru benzalkonklóríð sem rotvarnarefni, bórsýra, kalsíumklóríð, kalíumklóríð,

magnesíumklóríð, natríumklóríð, natríumlaktat, natríumhýdroxíð til að stilla pH gildi og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Oculac og pakkningastærðir

Oculac augndropar eru nánast litlaus til lítið eitt gulleit, tær vatnslausn. Þeir eru í 10 ml augndropaglösum.

Markaðsleyfishafi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk

Framleiðandi

EXCELVISION

29 rue de la Lombardière

07100 Annonay

Frakkland

eða

S.A. Alcon-Couvreur N.V.

Rijksweg 14

B-2870 Puurs

Belgía

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk

Oculac

Finnland

Oculac

Portúgal

Oculotect (fluid)

Spánn

Oculitect 50 mg/ml colirio en solución

Svíþjóð

Oculac

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.