Nuwiq

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nuwiq
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nuwiq
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Blóðstorkunarþættir
 • Lækningarsvæði:
 • Hemophilia A
 • Ábendingar:
 • Meðferð og fyrirbyggjandi blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddan storkuþætti VIII skortur). Nuwiq getur verið notað fyrir öllum aldri tekur.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 7

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/002813
 • Leyfisdagur:
 • 22-07-2014
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/002813
 • Síðasta uppfærsla:
 • 10-05-2020

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Nuwiq 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nuwiq 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nuwiq 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nuwiq 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nuwiq 2500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nuwiq 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nuwiq 4000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

simoctocog alfa (raðbrigðastorkuþáttur VIII úr mönnum)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Nuwiq og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Nuwiq

Hvernig nota á Nuwiq

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Nuwiq

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Nuwiq og við hverju það er notað

Nuwiq inniheldur virka innihaldsefnið raðbrigðastorkuþátt VIII úr mönnum (simoctocog alfa).

Storkuþáttur VIII er nauðsynlegur til að blóðið myndi kekki og blæðing stöðvist. Hjá sjúklingum með

dreyrasýki A (meðfæddan skort á storkuþætti VIII) vantar storkuþátt VIII eða þá að hann starfar ekki

eðlilega.

Nuwiq kemur í staðinn fyrir storkuþátt VIII sem vantar og er notað til að meðhöndla og fyrirbyggja

blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki A og má nota í öllum aldurshópum.

2.

Áður en byrjað er að nota Nuwiq

Ekki má nota Nuwiq:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu simoctocog alfa eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef þú ert ekki viss skaltu spyrja lækninn þinn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Nuwiq er notað.

Mjög sjaldgæfur möguleiki er fyrir hendi á að þú fáir bráðaofnæmi (alvarleg, skyndileg

ofnæmisviðbrögð) fyrir Nuwiq. Þú verður að vera meðvituð/meðvitaður um fyrstu einkenni

ofnæmisviðbragða eins og þau eru talin upp í kafla 4 „Ofnæmisviðbrögð“.

Ef vart verður við einhver þessara einkenna skaltu samstundis hætta inndælingu og hafa samband við

lækni.

Myndun hemla (mótefna) er þekktur fylgikvilli sem getur komið fram við meðferð með öllum lyfjum

sem innihalda storkuþátt VIII. Þessi mótefni, sérstaklega í miklu magni, verða til þess að meðferðin

virkar ekki nægilega vel og fylgst verður náið með þér eða barninu þínu með tilliti til myndunar

þessara mótefna. Ef ekki hefur náðst stjórn á blæðingum hjá þér eða barninu með Nuwiq, skaltu

tafarlaust láta lækninn vita.

Hjarta- og æðakvillar

Hjá sjúklingum með sögu um áhættuþætti í hjarta og æðum kann uppbótarmeðferð með storkuþætti

VIII að auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fylgikvillar tengdir notkun holleggs

Ef þú þarft miðlægan bláæðalegg (e. central venous access device, CVAD) skal íhuga aukna hættu á

fylgikvillum honum tengdum, þ.m.t. staðbundnar sýkingar, blóðsýkingu og segamyndun á íkomustað.

Sterklega er mælt með því að í hvert sinn sem sjúklingi er gefið Nuwiq sé nafn og lotunúmer lyfsins

skráð til að tryggja að hægt sé að tengja sjúkling og framleiðslulotu lyfsins.

Notkun annarra lyfja samhliða Nuwiq

Látið lækninn um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Nuwiq hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Nuwiq inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverju hettuglasi, þ.e.a.s. er sem næst

natríumlaust.

Samt sem áður gæti þér verið gefið meira en eitt hettuglas en það fer eftir líkamsþyngd og skömmtum.

Þetta skal hafa í huga ef þú ert á natríumskertu fæði.

3.

Hvernig nota á Nuwiq

Meðferð með Nuwiq verður hafin af lækni með reynslu af umönnun sjúklinga með dreyrasýki A.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum.

Nuwiq er yfirleitt gefið með inndælingu í bláæð af lækni eða hjúkrunarfræðingi með reynslu af

umönnun sjúklinga með dreyrasýki A. Þú eða einhver annar getur einnig gefið þér Nuwiq með

inndælingu en aðeins eftir að hafa fengið viðeigandi þjálfun.

Læknirinn mun reikna út skammtinn af Nuwiq (í alþjóðlegum einingum = a.e.) samkvæmt ástandi

þínu og líkamsþyngd og því hvort verið er að nota það til varnar gegn blæðingum eða til að meðhöndla

þær. Hversu oft þú þarft að fá inndælingu ræðst af því hve vel Nuwiq verkar hjá þér. Yfirleitt þarf að

nota meðferð við dreyrasýki A alla ævi.

Til að hindra blæðingar

Venjulegur skammtur af Nuwiq er 20-40 a.e. á hvert kíló líkamsþyngdar, gefinn á 2-3 daga fresti. Í

vissum tilfellum, sérstaklega hjá yngri sjúklingum, getur hins vegar þurft að gefa lyfið oftar eða í

stærri skömmtum.

Meðhöndlun blæðingar

Skammturinn af Nuwiq er reiknaður út samkvæmt líkamsþyngd þinni og því hvaða gildum

storkuþáttar VIII á að ná. Markgildin fyrir storkuþátt VIII ráðast af því hversu alvarleg blæðingin er og

staðsetningu hennar.

Ef þér finnst þú ekki fá fulla verkun af Nuwiq skaltu hafa samband við lækninn. Læknirinn gerir

viðeigandi próf á rannsóknarstofu til að ganga úr skugga um að náðst hafi fullnægjandi gildi

storkuþáttar VIII. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú átt að gangast undir stóra skurðaðgerð.

Sjúklingar sem mynda mótefni gegn storkuþætti VIII

Ef storkuþáttur VIII í plasma nær ekki þeim gildum sem búist er við með Nuwiq, eða ef ekki tekst að

ná viðeigandi stjórn á blæðingu, gæti það verið vegna myndunar mótefna gegn storkuþætti VIII.

Læknirinn mun kanna þetta. Þú gætir þurft að nota stærri skammt af Nuwiq, eða annað lyf, til að

stjórna blæðingum. Þú skalt ekki auka heildarskammtinn af Nuwiq til að stjórna blæðingum, nema

ráðfæra þig fyrst við lækninn.

Notkun handa börnum og unglingum

Notkun Nuwiq hjá börnum er sams konar og hjá unglingum. Þar sem lyf sem innihalda storkuþátt VIII

þarf mögulega að gefa oftar hjá börnum og unglingum, gæti þurft að setja upp miðlægan bláæðalegg

(e. central venous access device, CVAD). CVAD er utanáliggjandi tengill sem veitir aðgang að

blóðrásinni í gegnum hollegg, án þess að sprauta þurfi í gegnum húðina.

Ef notaður er stærri skammtur af Nuwiq en mælt er fyrir um

Ekki hefur verið tilkynnt um nein einkenni ofskömmtunar. Láttu lækninn vita ef þú hefur sprautað inn

meira af Nuwiq en mælt er fyrir um.

Ef gleymist að nota Nuwiq

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Haltu strax áfram með

næsta skammt og haltu áfram eins og læknirinn hefur mælt fyrir um.

Ef hætt er að nota Nuwiq

Ekki má hætta að nota Nuwiq án samráðs við lækninn.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð

Þú verður að vera meðvituð/meðvitaður um fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða. Ef skyndileg, alvarleg

ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) koma fram (koma örsjaldan fyrir: geta komið fram hjá allt að 1 af

hverjum 10.000 einstaklingum), verður strax að hætta inndælingu. Láttu lækninn umsvifalaust vita ef

þú finnur fyrir einhverjum af eftirfarandi einkennum:

útbrotum, ofsakláða, rauðkláðaþoti, útbreiddum kláða,

bólgu í vörum og tungu,

öndunarerfiðleikum, blísturshljóði við öndun, þyngslum fyrir brjósti,

almennri vanlíðan,

sundli og minnkaðri meðvitund.

Þetta geta verið fyrstu einkenni ofnæmislosts. Ef vart verður við einhver þessara einkenna skal

samstundis hætta inndælingu og hafa samband við lækni. Alvarleg einkenni þarfnast tafarlausrar

bráðameðferðar.

Mjög algengar aukaverkanir geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

Mótefni gegn storkuþætti VIII hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður.

Mjög algengt (hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum) er að mótefni (sjá kafla 2) myndist hjá börnum

og unglingum sem ekki hafa áður fengið meðferð með lyfjum sem innihalda storkuþátt VIII.

Hins vegar er þetta sjaldgæft (hjá færri en 1 af hverjum 100 sjúklingum) hjá sjúklingum sem hafa áður

fengið meðferð með storkuþætti VIII (fleiri en 150 meðferðardagar). Ef þetta gerist, gæti lyfið þitt eða

barnsins hætt að virka sem skyldi og þú eða barnið þitt gætuð fengið viðvarandi blæðingu. Ef þetta

gerist skaltu strax hafa samband við lækninn.

Algengar aukaverkanir geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Ofnæmi, sótthiti.

Sjaldgæfar aukaverkanir geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Stingir eða doði (náladofi), höfuðverkur, bólga á stungustað, verkur á stungustað, bakverkur, svimi,

munnþurrkur, sundl, óljós tilfinning um líkamleg óþægindi, mæði, blóðleysi vegna blæðingar, myndun

mótefna sem ekki eru hlutleysandi (hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð áður).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í

hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Nuwiq

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiða hettuglassins

á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2° C – 8° C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið í upprunalegum umbúðum til varnar

gegn ljósi.

Áður en Nuwiq stungulyfsstofninn er blandaður, má geyma hann við stofuhita (allt að 25°C) einu sinni

í allt að 1 mánuð. Skrifið á öskjuna dagsetninguna þegar byrjað er að geyma Nuwiq við stofuhita. Ekki

setja Nuwiq aftur í kæli eftir að það hefur verið geymt við stofuhita.

Notið blönduðu lausnina þegar í stað eftir blöndun.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við sýnilegar skemmdir á innsigli umbúðanna, einkum sprautunnar

og/eða hettuglassins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nuwiq inniheldur

Stungulyfsstofn:

Virka innihaldsefnið er raðbrigðastorkuþáttur VIII úr mönnum (simoctocog alfa).

Hvert hettuglas með stungulyfsstofni inniheldur 250, 500, 1000, 2000, 2500, 3000 eða 4000 a.e.

af simoctocog alfa.

Hver blönduð lausn inniheldur u.þ.b. 100, 200, 400, 800, 1000, 1200 eða 1600 a.e./ml af

simoctocog alfa.

Önnur innihaldsefni eru súkrósi, natríumklóríð, kalsíumklóríðdíhýdrat, arginínhýdróklóríð,

natríumsítratdíhýdrat og póloxamer 188. Sjá kafla 2, "Nuwiq inniheldur natríum".

Leysir:

Vatn fyrir stungulyf

Lýsing á útliti Nuwiq og pakkningastærðir

Nuwiq er afhent sem stungulyfsstofn og leysir, lausn. Stofninn er hvítt til beinhvítt duft í hettuglasi úr

gleri. Leysirinn er vatn fyrir stungulyf í áfylltri sprautu úr gleri.

Eftir blöndun er lausnin tær, litlaus og laus við aðskotaagnir.

Hver pakkning af Nuwiq inniheldur:

1 hettuglas með 250, 500, 1000, 2000, 2500, 3000 eða 4000 a.e. af simoctocog alfa

1 áfyllta sprautu með 2,5 ml af vatni fyrir stungulyf

1 millistykki fyrir hettuglas

1 fiðrildanál

2 sprittþurrkur

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Octapharma AB, Lars Forssells gata 23, 112 75 Stockholm, Svíþjóð

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Octapharma Benelux (Belgium)

Tél/Tel: +32 2 3730890

Lietuva

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

България

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Teл.: +46 8 56643000

Luxembourg/Luxemburg

Octapharma Benelux (Belgium)

Tél/Tel: +32 2 3730890

Česká republika

Octapharma CZ s.r.o.

Tel: +420 266 793 510

Magyarország

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

Danmark

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tlf: +46 8 56643000

Malta

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

Deutschland

Octapharma GmbH

Tel: +49 2173 9170

Nederland

Octapharma Benelux (Belgium)

Tel: +32 2 3730890

Eesti

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

Norge

Octapharma AS

Tlf: +47 63988860

Ελλάδα

Octapharma Hellas SA

Τηλ: +30 210 8986500

Österreich

Octapharma Handelsgesellschaft m.b.H.

Tel: +43 1 610321222

España

Octapharma S.A.

Tel: +34 91 6487298

Polska

Octapharma Poland Sp. z o.o.

Tel: +48 22 2082734

France

Octapharma France

Tél: +33 1 41318000

Portugal

Octapharma Produtos Farmacêuticos Lda.

Tel: +351 21 8160820

Hrvatska

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

România

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

Ireland

Octapharma AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

Slovenija

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

Ísland

Octapharma AS (Norway)

Sími: +47 63988860

Slovenská republika

Octapharma AG, o.z.z.o.

Tel: +421 2 54646701

Italia

Kedrion S.p.A.

Tel: +39 0583 767507

Suomi/Finland

Octapharma Nordic AB

Puh/Tel: +358 9 85202710

Κύπρος

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Τηλ: +46 8 56643000

Sverige

Octapharma Nordic AB

Tel: +46 8 56643000

Latvija

Octapharma Nordic AB (Sweden)

Tel: +46 8 56643000

United Kingdom

Octapharma Limited

Tel: +44 161 8373770

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Meðferð eftir þörfum

Magnið sem er gefið og tíðni gjafa á alltaf að taka mið af klínískri virkni hjá viðkomandi sjúklingi.

Í eftirfarandi blæðingartilfellum skal virkni storkuþáttar VIII ekki vera minni en uppgefin virknigildi í

plasma (í % af eðlilegu gildi eða a.e./dl) á viðkomandi tímabili. Eftirfarandi töflu má nota til

leiðbeininga varðandi skömmtun í blæðingartilfellum og við skurðaðgerðir.

Stig blæðingar/tegund

skurðaðgerðar

Nauðsynlegt gildi

storkuþáttar VIII

(%) (a.e./dl)

Skammtatíðni

(klst.)/meðferðarlengd (dagar)

Blæðing

Snemmkomnar liðblæðingar,

blæðingar í vöðva eða í munni

20–40

Endurtakið á 12–24 klst. fresti. Að

minnsta kosti í 1 dag þar til sársauki

vegna blæðinga minnkar eða bata er

náð.

Umfangsmeiri liðblæðingar,

blæðingar í vöðva eða margúll

30–60

Endurtakið innrennsli á 12–24 klst.

fresti í 3–4 daga eða lengur þar til

sársauki minnkar og bráð fötlun er

gengin til baka.

Lífshættulegar blæðingar

60–100

Endurtakið innrennsli á 8–24 klst.

fresti þar til hættan er liðin hjá.

Skurðaðgerð

Minniháttar skurðaðgerð,

þar

með talinn tanndráttur

30–60

Á 24 klst. fresti í a.m.k. 1 dag, þar til

bata er náð.

Stór skurðaðgerð

80–100

(fyrir og eftir aðgerð)

Endurtakið innrennsli á 8–24 klst.

fresti þar til sár hafa gróið nægilega.

Meðferð skal síðan haldið áfram í

a.m.k. 7 daga í viðbót til að halda

virkni storkuþáttar VIII í 30% –

60% (a.e./dl).

LEIÐBEININGAR FYRIR BLÖNDUN OG LYFJAGJÖF

Látið sprautuna með leysinum (vatn fyrir stungulyf) og duftið í lokaða hettuglasinu ná

stofuhita. Þetta má gera með því að halda þeim milli handanna þar til þau eru jafnheit viðkomu

og hendurnar. Ekki nota neina aðra aðferð til að hita hettuglasið og áfylltu sprautuna. Halda

skal þessu hitastigi meðan á blöndun stendur.

Fjarlægið plastsmellhettuna af hettuglasinu með duftinu þannig að miðhluti gúmmítappans

sjáist. Ekki fjarlægja gráa tappann eða málmhringinn utan um stút hettuglassins.

Þurrkið stútinn á hettuglasinu með sprittþurrku. Látið sprittið þorna.

Dragið pappírslokið af umbúðunum utan um millistykki hettuglassins. Ekki taka millistykkið

úr umbúðunum.

Setjið hettuglasið með duftinu á slétt yfirborð og haldið því. Takið pakkann með millistykkinu

og setjið millistykki hettuglassins ofan á miðju gúmmítappans á hettuglasinu sem inniheldur

duftið. Ýtið pakkanum með millistykkinu þéttingsfast niður þar til oddurinn á millistykkinu

stingst í gegnum gúmmítappann. Þá smellur millistykkið á hettuglasið.

Dragið pappírslokið af umbúðunum utan um áfylltu sprautuna. Takið í enda

stimpilstangarinnar, snertið ekki stöngina. Festið snittaða endann (með skrúfganginum) á

stimpilstönginni við stimpil sprautunnar með leysinum. Snúið stimpilstönginni réttsælis þar til

vart verður við örlitla fyrirstöðu.

Brjótið innsiglaða plastendann af sprautunni með leysinum með því að smella rifgötunum á

hettunni. Snertið ekki hettuna að innanverðu eða enda sprautunnar. Ef ekki á að nota lausnina

tafarlaust skal loka fylltu sprautunni með innsiglaða plastendanum og geyma.

Takið millistykkið úr umbúðunum og hendið þeim.

Tengið sprautuna með leysinum og millistykki hettuglassins fast saman með því að snúa

réttsælis þar til fyrirstaða finnst.

Ýtið stimpilstönginni hægt niður til að dæla öllum leysinum í hettuglasið með duftinu.

Leysið upp duftið með því að hreyfa eða snúa hettuglasinu nokkrum sinnum varlega í hringi

án þess að fjarlægja sprautuna. Má ekki hrista. Bíðið þar til allt duftið er leyst upp að fullu.

Skoðið endanlegu lausnina gaumgæfilega í leit að ögnum áður en hún er gefin. Lausnin á að

vera tær, litlaus og svo gott sem laus við sýnilegar agnir. Ekki má nota lausnir sem eru

skýjaðar eða innihalda agnir.

Hvolfið hettuglasinu sem er fest við sprautuna og dragið endanlegu lausnina hægt upp í

sprautuna. Tryggið að allt innihald hettuglassins fari inn í sprautuna.

Takið fylltu sprautuna af millistykki hettuglassins með því að snúa því rangsælis og fargið

tóma hettuglasinu.

Þá er lausnin tilbúin til notkunar þegar í stað. Má ekki geyma í kæli.

Hreinsið valda stungustaðinn með einni af meðfylgjandi þurrkum, vættri í alkóhóli.

Festið meðfylgjandi innrennslissett við sprautuna. Stingið nálinni á innrennslisbúnaðinum í

bláæðina sem búið var að undirbúa. Ef stasi hefur verið notaður til að gera æðina sýnilegri ætti

að losa um hann fyrir inndælingu lausnarinnar. Ekkert blóð má renna inn í sprautuna þar sem

það getur leitt til myndunar fíbrínkekkja.

Dælið lausninni hægt inn í bláæðina, ekki hraðar en 4 ml á mínútu.

Ef notuð eru fleiri en eitt hettuglas með stungulyfsstofni í einni meðferð má nota sömu nálina aftur.

Millistykki hettuglassins og sprautan eru eingöngu einnota.