NuvaRing

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • NuvaRing Skeiðarinnlegg 0,120 mg/0,015 mg/24 klst.
 • Skammtar:
 • 0,120 mg/0,015 mg/24 klst.
 • Lyfjaform:
 • Skeiðarinnlegg
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • NuvaRing Skeiðarinnlegg 0,120 mg/0,015 mg/24 klst.
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 4c601a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

NuvaRing, 0,120 mg/0,015 mg/24 klst., skeiðarinnlegg

etonogestrel og etinylestradíól

Mikilvægar upplýsingar um samsettar hormónagetnaðarvarnir:

Þær eru ein áreiðanlegasta afturkræfa getnaðarvörnin ef notuð rétt.

Þær auka lítillega hættuna á blóðtappa í bláæðum og slagæðum, einkum á fyrsta ári notkunar

eða þegar byrjað er að nota samsetta hormónagetnaðarvörn aftur eftir a.m.k. 4 vikna hlé.

Vinsamlega sýndu aðgát og leitaðu til læknisins ef þú telur að þú gætir haft einkenni blóðtappa

(sjá kafla 2 „Blóðtappar“).

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um NuvaRing og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota NuvaRing

Hvernig nota á NuvaRing

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á NuvaRing

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um NuvaRing og við hverju það er notað

NuvaRing er skeiðarinnlegg til getnaðarvarnar til notkunar í leggöng. Hver hringur inniheldur lítið

magn af tveimur kvenhormónum, etonogestreli og etinylestradíóli. Örlítið magn þessara hormóna

losnar smám saman úr hringnum inn í blóðrásina. Vegna þess litla magns sem losnar dag hvern er litið

á NuvaRing sem lágskammta hormónagetnaðarvörn.

Vegna þess að tvö mismunandi hormón losna úr NuvaRing kallast það samsett hormónagetnaðarvörn.

NuvaRing hefur sömu áhrif og getnaðarvarnartöflur (pillan) sem innihalda tvö hormón (samsett gerð).

Kostur við NuvaRing er að ekki þarf að muna eftir að taka töflu hvern dag heldur er hringurinn

notaður í 3 vikur í senn. Úr NuvaRing losna tvö kvenhormón sem koma í veg fyrir egglos.

Ef ekkert egglos verður er þungun útilokuð.

2.

Áður en byrjað er að nota NuvaRing

Almennt

Áður en þú byrjar að nota NuvaRing skaltu lesa upplýsingarnar um blóðtappa (segamyndun) í kafla 2.

Einkum er mikilvægt að lesa um einkenni blóðtappa, sjá kafla 2 „Blóðtappar“.

Í fylgiseðlinum er minnst á ýmsar aðstæður þar sem hætta ber notkun NuvaRing eða þar sem öryggi

NuvaRing kann að vera ábótavant. Við þær aðstæður skaltu ekki hafa samfarir eða nota aðra

getnaðarvörn án hormóna, t.d. karlsmokk eða aðra vörn án hormóna.

Ekki

á að treysta á „örugg

tímabil“ eða mælingu líkamshita. Þessar aðferðir eru óöruggar því NuvaRing hefur áhrif á

mánaðarlegar breytingar á líkamshita og slímhúð legs.

NuvaRing veitir ekki vörn gegn HIV-smiti (alnæmi (AIDS)) eða öðrum sjúkdómum sem geta

smitast við kynmök frekar en aðrar hormónagetnaðarvarnir.

Ekki má nota NuvaRing:

Þú skalt ekki nota NuvaRing ef þú ert með einhvern þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp hér fyrir

neðan. Ef þú hefur einhvern þessara sjúkdóma verður þú að segja lækninum frá því. Læknirinn mun

ræða við þig hvaða getnaðarvörn henti þér betur.

ef þú ert með (eða hefur fengið) blóðtappa í æð í fótlegg (segamyndun í djúpum bláæðum),

lungum (lungnasegarek) eða öðrum líffærum;

ef þú veist að þú ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorknun – t.d. skort á C-próteini, skort

á S-próteini, skort á andtrombíni III, Factor V Leiden eða andfosfólípíðmótefni;

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð eða við langvarandi hreyfingarleysi (sjá kaflann „Blóðtappar“);

ef þú hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag;

ef þú ert með (eða hefur fengið) hjartaöng (sjúkdóm sem veldur verulegum brjóstverk og getur

verið fyrstu einkenni um hjartaáfall) eða skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA – skammvinn

einkenni heilaslags);

ef þú ert með einhvern af eftirfarandi sjúkdómum sem kunna að auka hættuna á blóðtappa í

slagæð:

alvarleg sykursýki ásamt æðaskemmdum

mjög háan blóðþrýsting

mjög hátt fitumagn í blóði (kólesteról eða þríglýseríð);

ástand sem nefnist aukning hómósysteins í blóði

ef þú ert með (eða hefur fengið) mígreni sem nefnist „mígreni með fyrirboðaeinkennum“;

ef þú ert með eða hefur fengið brisbólgu samhliða hækkun á gildum fituefna í blóði;

ef þú ert með eða hefur fengið alvarlegan lifrarsjúkdóm og lifrarstarfsemin er enn ekki komin í

eðlilegt horf;

ef þú ert með eða hefur verið með góðkynja eða illkynja æxli í lifur;

ef þú ert með, hefur verið með eða grunur er um brjóstakrabbamein eða krabbamein í

kynfærum;

ef þú ert með blæðingar frá leggöngum af óþekktum orsökum;

ef um er að ræða ofnæmi fyrir etinylestradíóli eða etonogestreli eða einhverju öðru

innihaldsefni NuvaRing (talin upp í kafla 6).

Ef eitthvert af ofangreindum atriðum kemur fram í fyrsta skipti meðan á notkun NuvaRing stendur

skal hætta notkun hringsins strax og hafa samband við lækninn. Í millitíðinni skal nota annars konar

getnaðarvörn án hormóna.

Ekki nota NuvaRing ef þú ert með lifrarbólgu C og ert að taka lyf sem innihalda

ombitasvír/paritaprevír/ritónavír og dasabuvír (sjá einnig kaflann „

Notkun annarra lyfja samhliða

NuvaRing“

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hvenær skal hafa samband við lækninn?

Leita skal tafarlaust til læknis

ef vart verður við hugsanleg einkenni blóðtappa sem gætu gefið til kynna að þú sért með

blóðtappa í fótlegg (t.d. segamyndun í djúpum bláæðum), blóðtappa í lunga (t.d.

lungnasegarek), hjartaáfall eða heilaslag (sjá kaflann „Blóðtappar“ hér á eftir).

Finna má lýsingu á einkennum þessara alvarlegu aukaverkana í „Hvernig má bera kennsl á

blóðtappa“.

Láttu lækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig.

Einnig á að hafa samband við lækninn ef einhver þessara sjúkdóma kemur fram eða versnar meðan á

notkun NuvaRing stendur:

ef náinn ættingi er með eða hefur fengið brjóstakrabbamein;

ef þú ert með flogaveiki (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða NuvaRing“);

ef þú ert með lifrarsjúkdóm (t.d. gulu) eða gallblöðrusjúkdóm (t.d. gallsteina);

ef þú ert með Crohns sjúkdóm eða sáraristilbólgu (langvinn þarmabólga);

ef þú ert með rauða úlfa (SLE - sjúkdómur sem hefur áhrif á náttúrulegt varnarkerfi líkamans);

ef þú ert með blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (HUS - blóðstorkuröskun sem veldur nýrnabilun);

ef þú ert með sigðkornablóðleysi (arfgengur sjúkdómur í rauðum blóðkornum);

ef þú ert með hækkað fitumagn í blóðinu (of mikið þríglýseríð í blóði) eða fjölskyldusögu um

þennan sjúkdóm. Of mikið þríglýseríð í blóði hefur verið tengt aukinni hættu á myndun

brisbólgu;

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð eða við langtíma hreyfingarleysi (sjá kafla 2 „Blóðtappar“);

þegar þú hefur átt barn nýlega ertu í aukinni hættu á að fá blóðtappa. Spurðu lækninn hve fljótt

eftir barnsburð þú megir hefja notkun NuvaRing;

ef þú ert með bólgu í bláæðum undir húðinni (grunn segabláæðabólga);

ef þú ert með æðahnúta;

ef þú ert með kvilla sem komið hefur fram eða versnað við þungun eða fyrri notkun

kvenhormóna (eins og heyrnartap, blóðsjúkdóm sem kallast porfýría, meðgöngublöðrubólu

(húðútbrot með blöðrum á meðgöngu), Sydenhams rykkjadans (taugasjúkdóm með

skyndilegum rykkjum í líkamanum), arfgengan ofnæmisbjúg (hafðu tafarlaust samband við

lækni ef þú færð einkenni ofnæmisbjúgs svo sem bólgu í andliti, tungu og/eða hálsi, og/eða

kyngingarerfiðleika eða kláðaútbrot samtímis öndunarerfiðleikum);

ef þú ert með eða hefur verið með þungunarfreknur (gulbrúnir blettir á húð, sérstaklega í

andliti). Ef svo er skal forðast að vera of lengi í sól eða útfjólubláu ljósi;

ef þú ert með einhvern kvilla sem gerir það að verkum að erfitt er að nota NuvaRing, t.d. slæma

hægðatregðu, legsig eða sársauka við samfarir;

ef þú ert með knýjandi eða tíða þvaglátsþörf, sviða og/eða verk við þvaglát og getur ekki fundið

fyrir hringnum í leggöngunum. Þessi einkenni geta bent til að NuvaRing hafi fyrir slysni verið

komið fyrir í þvagblöðru.

BLÓÐTAPPAR

Notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar á borð við NuvaRing eykur hættuna á að fá blóðtappa

samanborið við enga notkun. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur blóðtappi stíflað æðar og valdið

alvarlegum vandamálum.

Blóðtappar geta myndast

í bláæðum (nefnist „segamyndun í bláæðum“, „bláæðasegarek“);

í slagæðum (kallað „segamyndun í slagæðum“, „slagæðasegarek“).

Ekki næst alltaf fullur bati eftir blóðtappa. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta komið fram alvarleg

varanleg áhrif sem örsjaldan eru banvæn.

Mikilvægt er að muna að heildaráhætta skaðlegra blóðtappa vegna NuvaRing er lítil.

HVERNIG MÁ BERA KENNSL Á BLÓÐTAPPA

Leita skal tafarlaust til læknis ef vart verður við eftirfarandi einkenni.

Hefur orðið vart við eitthvað af þessum einkennum?

Hvað getur það

hugsanlega verið?

þroti í öðrum fótlegg eða eftir bláæð fótleggjar, sérstaklega ef

fylgir;

verkur eða eymsli í fótlegg sem aðeins kemur fram þegar

staðið er eða gengið

aukin hitatilfinning í fótleggnum

breyting á húðlit fótleggjar, t.d. fölvi, roði eða blámi.

Segamyndun í djúpum

bláæðum

skyndileg óútskýrð andnauð eða hraður andardráttur;

skyndilegur hósti án augljósrar ástæðu sem blóð gæti fylgt;

nístandi brjóstverkur sem kann að aukast við djúpa öndun;

svimi eða sundl;

hraður eða óreglulegur hjartsláttur;

mikill kviðverkur;

Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn þar sem sum af þessum

einkennum, eins og hósti eða mæði, gætu verið mistúlkuð sem vægara

ástand svo sem sýking í öndunarvegi (t.d. kvef).

Lungnasegarek

Einkenni sem vanalega koma fram í öðru auga;

skyndilegt sjóntap eða

þokusýn án verkja sem getur þróast í sjóntap.

Segamyndun í bláæð í

sjónhimnu (blóðtappi í

auga)

brjóstverkur, óþægindi, þrýstingur eða þyngsli;

tilfinning um herping eða þrengsli fyrir brjósti, handlegg eða undir

bringubeini;

seddutilfinning, meltingarónot eða köfnunartilfinning;

óþægindi í efri hluta líkamans sem leiða út í bak, kjálka, háls,

handlegg og kvið;

aukin svitamyndun, ógleði, uppköst eða sundl;

verulegt máttleysi, kvíði eða andnauð;

hraður eða óreglulegur hjartsláttur.

Hjartaáfall

skyndilegt máttleysi eða doði í andliti, handlegg eða fótlegg,

einkum öðrum megin í líkamanum;

skyndilegt ringl, erfiðleikar við tal og skilning;

skyndilegar sjóntruflanir í öðru eða báðum augum;

skyndilegir erfiðleikar við gang, sundl, jafnvægisskortur eða truflun

á samhæfingu;

skyndilegur, alvarlegur eða langvarandi höfuðverkur án þekktrar

ástæðu;

meðvitundartap eða yfirlið með eða án krampa.

Stundum geta einkenni heilaslags staðið stutt yfir og gengið nánast strax

til baka, en þú ættir samt að leita læknishjálpar tafarlaust þar sem þú gætir

verið í hættu á að fá annað heilaslag.

Heilaslag

þroti og örlítill blámi í útlim;

verulegur magaverkur (bráðir kviðverkir).

Blóðtappar sem stífla

aðrar æðar

BLÓÐTAPPI Í BLÁÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í bláæð?

Notkun samsettra hormónagetnaðarvarna tengist aukinni hættu á blóðtöppum í bláæð

(segamyndun í bláæð). Hins vegar eru þetta mjög sjaldgæfar aukaverkanir. Algengast er að þær

komi fram á fyrsta ári notkunar samsettrar hormónagetnaðarvarnar.

Ef blóðtappi myndast í æð í fótlegg eða fæti getur hann valdið segamyndun í djúpum bláæðum.

Ef blóðtappi berst frá fótlegg yfir í lunga getur hann valdið lungnasegareki.

Örsjaldan kemur fyrir að blóðtappi myndist í bláæð í öðru líffæri, svo sem í auga (segamyndun í

bláæð sjónhimnu).

Hvenær er hættan á myndun blóðtappa í bláæð mest?

Hættan á myndun blóðtappa í bláæð er mest á fyrsta ári sem samsett hormónagetnaðarvörn er tekin í

fyrsta skipti. Hættan getur einnig verið meiri ef þú byrjar aftur að nota samsetta hormónagetnaðarvörn

(sama lyfið eða annað lyf) eftir hlé í a.m.k. 4 vikur.

Að fyrsta árinu liðnu minnkar hættan en hún er alltaf örlítið meiri en ef engin samsett

hormónagetnaðarvörn er notuð.

Þegar notkun NuvaRing er hætt verður hættan á blóðtappa aftur eins og áður innan nokkurra vikna.

Hver er hættan á myndun blóðtappa?

Hættan fer eftir eðlislægri hættu á bláæðasegareki og tegund samsettrar hormónagetnaðarvarnar sem

notuð er.

Heildarhættan á blóðtappa í fótlegg eða lunga með NuvaRing er lítil.

Af hverjum 10.000 konum sem ekki nota samsetta hormónagetnaðarvörn og eru ekki þungaðar

munu u.þ.b. 2 fá blóðtappa á ári.

Af hverjum 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur

levónorgestrel, norethisterón eða norgestimat munu u.þ.b. 5-7 fá blóðtappa á ári.

Af hverjum 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur

etónógestrel, á borð við NuvaRing eða norelgestrómín, munu á milli 6 og 12 fá blóðtappa á ári.

Hættan á því að fá blóðtappa er háð sjúkrasögu konunnar (sjá „Þættir sem auka hættu á

blóðtappa“ hér fyrir neðan).

Hætta á myndun blóðtappa á

ári

Konur sem

ekki nota

samsettar hormónatöflur/-plástur/-hring og

eru ekki þungaðar

Um 2 af hverjum 10.000 konum

Konur sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnartöflur sem

innihalda

levónorgestrel, norethísterón eða

norgestimat

Um 5-7 af hverjum

10.000 konum

Konur sem nota NuvaRing

Um 6-12 af hverjum

10.000 konum

Þættir sem auka hættuna á blóðtappa í bláæð

Hættan á blóðtappa með NuvaRing er lítil en sumar aðstæður auka hættuna. Áhættan er meiri:

ef þú ert í mikilli yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull eða BMI yfir 30 kg/m

ef einhver nákominn ættingi hefur fengið blóðtappa í fótlegg, lunga eða annað líffæri á unga

aldri (t.d. yngri en u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért með arfgenga

blóðstorkutruflun;

ef þú þarft að fara í skurðaðgerð eða við langvarandi hreyfingarleysi vegna meiðsla eða

sjúkdóms, eða ef þú ert með fótlegg í gifsi. Nauðsynlegt getur verið að hætta notkun NuvaRing

nokkrum vikum fyrir skurðaðgerð eða meðan þú getur lítið hreyft þig. Ef þú þarft að hætta

notkun NuvaRing skaltu spyrja lækninn hvenær þú megir byrja að nota það aftur;

með hækkandi aldri (sérstaklega eftir 35 ára aldur);

ef þú fæddir barn á síðustu vikum.

Hættan á að fá blóðtappa eykst eftir því sem fleiri af þessum aðstæðum eru fyrir hendi.

Flugferð (>4 klst.) getur tímabundið aukið hættuna á að fá blóðtappa, einkum ef fleiri þættir sem taldir

eru upp eiga við þig.

Mikilvægt er að láta lækninn vita ef eitthvað af þessu á við um þig, jafnvel þó að þú sért ekki viss.

Læknirinn kann að ákveða að hætta verði notkun NuvaRing.

Segðu lækninum ef einhverjar af ofantöldum aðstæðum breytast meðan á notkun NuvaRing stendur,

t.d. ef náinn fjölskyldumeðlimur fær segamyndun af óþekktum ástæðum; eða ef þú þyngist mikið.

BLÓÐTAPPAR Í SLAGÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í slagæð?

Rétt eins og blóðtappi í bláæð getur blóðtappi í slagæð valdið alvarlegum vandamálum. Hann getur til

dæmis valdið hjartaáfalli eða heilaslagi.

Þættir sem auka hættu á blóðtappa í slagæð

Mikilvægt er að vita að hættan á hjartaáfalli eða heilaslagivegna notkunar NuvaRing er mjög lítil en

getur aukist:

með hækkandi aldri (eftir u.þ.b. 35 ára aldur);

ef þú reykir.

Ef þú notar samsetta hormónagetnaðarvörn á borð við NuvaRing er þér ráðlagt að

hætta að reykja. Ef þú getur ekki hætt að reykja og ert eldri en 35 ára er hugsanlegt að læknirinn

ráðleggi þér að nota aðra tegund getnaðarvarnar;

ef þú ert í yfirþyngd;

ef þú ert með háan blóðþrýsting;

ef einhver þér mjög nákominn hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag snemma á ævinni (innan við

u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért í meiri hættu á að fá hjartaáfall eða heilaslag;

ef þú eða einhver þér mjög nákominn er með hátt fitumagn í blóðinu (kólesteról eða

þríglýseríð);

ef þú færð mígreni, einkum mígreni með fyrirboðaeinkennum;

ef þú átt við hjartakvilla að stríða (lokukvilla, truflun í hjartslætti sem nefnist gáttatif);

ef þú ert með sykursýki.

Ef fleiri en einn af þessum þáttum á við um þig eða ef einhver þeirra er mjög alvarlegur getur hættan á

blóðtappa jafnvel aukist enn frekar.

Ef einhver af ofantöldum þáttum breytist meðan á notkun NuvaRing stendur, til dæmis ef þú byrjar að

reykja, einhver þér nákominn fær segamyndun af óþekktum ástæðum; eða þú þyngist mikið skaltu

segja lækninum frá því.

Krabbamein

Eftirfarandi upplýsingar fengust úr rannsóknum á samsettum getnaðarvarnartöflum og þær gætu

hugsanlega einnig átt við um NuvaRing. Ekki liggja fyrir upplýsingar um getnaðarvarnarhormón sem

gefin eru í leggöng (eins og t.d. NuvaRing).

Brjóstakrabbamein kemur heldur oftar fyrir hjá konum sem taka samsettar getnaðarvarnartöflur, en

ekki er vitað hvort það er af völdum meðferðarinnar sjálfrar. Munurinn getur einnig legið í því að

konur sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur eru oftar skoðaðar og að þannig finnist

brjóstakrabbamein fyrr. Þessi aukna tíðni brjóstakrabbameins lækkar smám saman eftir að meðferð

með samsettum getnaðavarnartöflum lýkur.

Áríðandi er að þú skoðir sjálf brjóstin reglulega og hafir samband við lækninn ef þú verður vör við

hnúta. Þú skalt jafnframt segja lækninum frá því ef einhver náinn ættingi er með eða hefur fengið

brjóstakrabbamein. Sjá kaflann „Hvenær sérstakrar aðgæslu er þörf með NuvaRing“.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um góðkynja lifraræxli hjá konum sem nota

getnaðarvarnartöflur og örsjaldan hafa greinst illkynja lifraræxli. Hafa skal samband við lækninn

tafarlaust ef um mikla kviðverki er að ræða.

Hjá konum sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur hefur verið skýrt frá því að krabbamein í slímhúð

legs og eggjastokkum sé fátíðara. Þetta getur hugsanlega einnig átt við um NuvaRing, en það hefur

ekki verið staðfest.

Börn og unglingar

Öryggi og verkun NuvaRing hefur ekki verið rannsökuð hjá unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða NuvaRing

Látið lækninn vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa verið notuð nýverið, einnig þau sem fengin

eru án lyfseðils og náttúrulyf. Láttu líka aðra lækna eða tannlækna sem ávísa lyfjum handa þér (eða

lyfjafræðing) vita að þú notir NuvaRing. Þeir geta sagt til um hvort þú eigir að nota frekari

getnaðarvörn (t.d. karlsmokk) og þá hve lengi eða hvort breyta þarf notkun annarra lyfja sem þú

þarfnast.

Sum lyf

geta haft áhrif á blóðþéttni NuvaRing;

geta

dregið úr getnaðarvarnaráhrifum;

geta valdið óvæntum blæðingum.

Þetta á við um lyf til meðferðar við:

flogaveiki (t.d. primidon, fenytóín, barbitúröt, karbamazepín, oxkarbazepín, topiramat,

felbamat)

berklum (t.d. rifampicín)

HIV sýkingum (t.d. ritonavír, nelfinavír, nevirapín, efavírenz)

lifrarbólgu C sýkingum (t.d. boceprevír, telaprevír)

öðrum sýkingum (t.d. griseofulvín)

háum blóðþrýstingi í lungnaæðum (bosentan)

þunglyndi (náttúrulyfið Jóhannesarjurt (St. John’s wort, Hypericum perforatum))

Ef þú ert að nota lyf eða náttúruefni sem geta dregið úr virkni NuvaRing, þarf einnig að nota

getnaðarvörn án hormóna. Þar sem áhrif annarra lyfja á NuvaRing geta varað í allt að 28 daga eftir að

notkun þeirra er hætt, er nauðsynlegt að nota einnig getnaðarvörn án hormóna allan þann tíma.

Athugið: NuvaRing skal ekki nota með hettu, leghálshúfu eða kvensmokk.

NuvaRing getur einnig haft áhrif á verkun annarra lyfja, t.d.

lyf sem innihalda ciklosporín

flogaveikilyfið lamotrigín (þetta getur leitt til aukinnar tíðni floga)

Ekki nota NuvaRing ef þú ert með lifrarbólgu C og tekur lyf sem innihalda

ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og dasabuvir því að það getur leitt til hækkunar á niðurstöðum

lifrarprófa (hækkun á ALT lifrarensími).

Læknirinn mun ávísa annarri tegund getnaðarvarna áður en meðferð með þessum lyfjum hefst.

Notkun NuvaRing má hefja u.þ.b. 2 vikum eftir að þessari meðferð er lokið. Sjá kaflann

„Ekki má

nota NuvaRing“.

Leita skal ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en einhver lyf eru notuð.

Nota má tíðatappa samtímis notkun NuvaRing. Setja á NuvaRing upp áður en tíðatappanum er komið

fyrir. Þegar tíðatappinn er fjarlægður verður að gæta þess að hringurinn dragist ekki út fyrir slysni.

Ef það gerist á að skola hringinn í köldu/volgu vatni og koma honum strax fyrir aftur.

Notkun sæðisdrepandi krems eða sveppalyfja í leggöng dregur ekki úr getnaðarvarnaráhrifum

NuvaRing.

Rannsóknastofupróf

Láttu alltaf vita við blóð- eða þvagrannsókn að þú notir NuvaRing því það getur haft áhrif á sumar

rannsóknaniðurstöður.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki má nota NuvaRing ef um þungun eða grun um þungun er að ræða. Verðir þú þunguð meðan á

notkun NuvaRing stendur áttu að fjarlægja hringinn og hafa samband við lækninn.

Ef þú vilt hætta notkun NuvaRing vegna þess að þú óskar eftir því að verða þunguð, sjá kaflann „Ef

hætta á notkun NuvaRing“.

Almennt er ekki mælt með notkun NuvaRing meðan á brjóstagjöf stendur.

Ef óskað er eftir að nota NuvaRing meðan á brjóstagjöf stendur á að leita ráða hjá lækni.

Akstur og notkun véla

NuvaRing hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

Hvernig nota á NuvaRing

Þú getur sjálf sett NuvaRing í leggöng og fjarlægt. Læknirinn mun segja þér hvenær þú átt að hefja

notkun NuvaRing í fyrsta sinn. Setja á hringinn í leggöng á ákveðnum degi í tíðahringnum, þar sem

hann er látinn vera samfellt í þrjár vikur (sjá kaflann „Þannig er byrjað að nota fyrsta hringinn:“). Þú

skalt athuga reglulega hvort NuvaRing sé í leggöngunum (t.d. fyrir og eftir samfarir) til að tryggja að

þú sért varin gegn þungun. Að þremur vikum liðnum er NuvaRing tekinn út og gert vikuhlé.

Venjulega verða tíðablæðingar í hringlausa hléinu.

Meðan á notkun NuvaRing stendur má ekki nota ákveðnar getnaðarvarnir án hormóna t.d. hettu,

leghálshúfu eða kvensmokk. Þessar getnaðarvarnir skal ekki nota sem vara getnaðarvörn þar sem

NuvaRing getur komið í veg fyrir að hettu, leghálshúfu og kvensmokki sé komið rétt fyrir eða sé í

réttri stöðu.

Hvernig setja á NuvaRing upp eða fjarlægja

Áður en þú setur hringinn í leggöngin skaltu athuga fyrningadagsetninguna (sjá kafla 5,

„Hvernig geyma á NuvaRing“).

Þvoðu hendurnar áður en þú setur hringinn í leggöngin eða fjarlægir hann.

Þú getur valið þá stellingu sem þér finnst þægilegust, svo sem að standa með annan fótinn á

lofti, sitja á hækjum þér eða liggja.

Taktu NuvaRing úr skammtapokanum.

Haltu hringnum milli þumalfingurs og vísifingurs, þrýstu hringnum saman og settu hann í

leggöngin (sjá myndir 1-4). Einnig er hægt að nota NuvaRing stjöku (fylgir ekki með

NuvaRing) við uppsettningu hringsins. Ekki er víst að NuvaRing stjaka sé fáanleg í öllum

löndum. Þegar NuvaRing hefur verið komið rétt fyrir finnurðu ekki fyrir honum. Ef þú finnur

fyrir óþægindum skaltu ýta NuvaRing varlega enn lengra upp í leggöngin. Það skiptir ekki

höfuðmáli hvar í leggöngum hringnum er komið fyrir.

Hringinn á að fjarlægja þremur vikum síðar. Það er gert með því að krækja vísifingri undir

hringinn eða með því að grípa um hringinn með vísifingri og löngutöng og draga hann út (sjá

mynd 5). Hafðu samband við lækninn ef þú finnur fyrir hringnum í leggöngunum en getur ekki

fjarlægt hann.

Notuðum hring á að farga með venjulegu heimilissorpi, helst í skammtapokanum.

Ekki má skola NuvaRing niður í salernið.

Mynd 1. Taktu NuvaRing úr

skammtapokanum.

Mynd 3. Veldu þægilega stellingu til að

setja hringinn upp.

Mynd 2. Þrýstu hringnum

saman.

Mynd 4A

Mynd 4B

Mynd 4C

Settu hringinn í leggöngin með annarri hendinni (mynd 4A). Ef nauðsyn krefur er hægt að

aðskilja skapabarmana með hinni hendinni. Þrýstu hringnum varlega hátt upp í leggöngin

(mynd 4B). Hringurinn á að vera þar í þrjár vikur (mynd 4C).

Mynd 5: Hringinn á að fjarlægja með því að krækja undir

hann með vísifingri (eins og krók) eða með því grípa um

hringinn með vísifingri og löngutöng og draga hann út

Nota á NuvaRing í þrjár vikur og gera síðan hlé í eina viku

Eftir að NuvaRing hefur verið komið fyrir á hann að vera í leggöngum

samfellt

í þrjár vikur.

Eftir þrjár vikur á að fjarlægja hringinn á sama vikudegi og hann var settur í og á um það bil

sama tíma. Ef NuvaRing er t.d. settur í leggöng á miðvikudegi um kl. 22.00 á að fjarlægja

hringinn þremur vikum seinna á miðvikudegi um kl. 22.00.

Þegar hringurinn hefur verið fjarlægður á ekki að nota hring í eina viku. Í þessari viku eiga

blæðingar að hefjast. Blæðingar byrja venjulega tveimur til þremur dögum eftir að hringurinn

hefur verið fjarlægður.

Nýjan hring á að setja í leggöng eftir eina viku (aftur á sama vikudegi og um það bil á sama

tíma), jafnvel þó að blæðingum sé ekki lokið. Ef hringur er settur í leggöng meira en þremur

klukkustundum of seint geta getnaðarvarnaráhrif hans minnkað. Í þeim tilvikum þarf að fylgja

leiðbeiningum sem eru í kaflanum „Ef gleymst hefur að setja nýjan hring upp eftir hringlaust

hlé“.

Ef NuvaRing er notaður samkvæmt leiðbeiningum eiga blæðingar að hefjast um það bil á sama degi

hvers mánaðar.

Þannig er byrjað að nota fyrsta hringinn

Þú hefur ekki notað hormóna getnaðarvörn síðasta mánuð

Fyrsta NuvaRing á að setja í leggöng á fyrsta degi eðlilegra tíðablæðinga (þ.e. á fyrsta

blæðingardegi). NuvaRing fer strax að verka. Ekki þarf að nota neina aðra getnaðarvörn.

Ef byrjað er að nota NuvaRing milli 2. og 5. dags tíðahrings þarf líka að nota aðra getnaðarvörn

(t.d. karlsmokk) ef hafðar eru samfarir fyrstu sjö dagana eftir að NuvaRing hefur verið settur

upp. Aðeins þarf að fylgja þessum leiðbeiningum við notkun fyrsta hringsins.

Þú hefur notað samsettar getnaðarvarnartöflur (pilluna) síðasta mánuð

Byrja á að nota NuvaRing í síðasta lagi daginn eftir venjulegt töfluhlé.

Ef getnaðarvarnartöflurnar innihalda einnig lyfleysutöflur, þ.e. 28 stykkja pakkning, á að byrja

að nota NuvaRing í síðasta lagi daginn eftir að síðasta lyfleysutaflan var tekin (ef þú ert í vafa

hvaða tafla það er skaltu spyrja lækninn eða lyfjafræðing). Aldrei má lengja töfluhlé

getnaðarvarnartaflnanna umfram þann tíma sem ráðlagður er.

Ef getnaðarvarnartöflurnar hafa verið notaðar stöðugt og á réttan hátt og ef þú ert viss um að þú

sért ekki þunguð má einnig hætta að taka getnaðarvarnartöflurnar á töfluspjaldinu sem verið er

að nota á hvaða degi sem er og hefja notkun NuvaRing tafarlaust.

Þú hefur notað getnaðarvarnarplástur síðasta mánuð

Hefja á notkun NuvaRing í síðasta lagi daginn eftir venjulega plásturslausa tímabilið. Aldrei má

lengja plásturslausa tímabilið umfram þann tíma sem ráðlagður er.

Ef plásturinn hefur verið notaður stöðugt og á réttan hátt og ef þú ert viss um að þú sért ekki

þunguð má einnig hætta að nota plásturinn á hvaða degi sem er og hefja notkun NuvaRing

tafarlaust.

Þú hefur notað mínipillu (getnaðarvarnartöflu sem aðeins inniheldur gestagen) síðasta mánuð

Mínipillu má hætta að taka hvaða dag sem er og setja NuvaRing upp á sama tíma og þú hefðir

tekið pilluna næsta dag. En mundu að alltaf á að tryggja að önnur getnaðarvörn (t.d.

karlsmokkur) sé einnig notuð fyrstu sjö dagana sem hringurinn er notaður.

Þú hefur notað stungulyf eða vefjalyf eða leginnlegg með gestageni síðasta mánuð

Hefja skal notkun NuvaRing þegar gefa á stungulyfið næst eða þann dag sem vefjalyfið eða

leginnleggið er fjarlægt. En mundu að nota ávallt aðra getnaðarvörn (t.d. karlsmokk) fyrstu sjö

dagana sem hringurinn er notaður.

Eftir barnsburð

Rétt eftir barnsburð getur verið að læknirinn ráðleggi að beðið verði eftir fyrstu eðlilegu

tíðablæðingunum áður en farið er að nota NuvaRing. Stundum er hægt að hefja notkun fyrr.

Spyrðu lækninn. Sé óskað eftir að nota NuvaRing meðan á brjóstagjöf stendur, skal leita ráða

hjá lækninum fyrst.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu

Læknirinn mun veita ráðgjöf.

Hvað skal gera...

Ef NuvaRing rennur út úr leggöngunum fyrir slysni

NuvaRing getur runnið út úr leggöngunum fyrir slysni, t.d. þegar honum hefur ekki verið komið rétt

fyrir, þegar tíðatappi er fjarlægður, við samfarir, vegna hægðatregðu eða legsigs. Því á að fylgjast

reglulega með því að hringurinn sé enn í leggöngunum (t.d. fyrir og eftir samfarir).

Ef hringurinn er utan legganga í innan við 3 klukkustundir er getnaðarvörnin enn virk.

Hægt er að skola hann með köldu eða ylvolgu vatni (aldrei heitu vatni) og setja hann þegar í stað aftur

í leggöngin. Ef hringurinn hefur ekki verið í leggöngunum lengur en í þrjár klukkustundir getur verið

að getnaðarvarnaráhrifin hafi minnkað, sjá leiðbeiningarnar í kaflanum „Hvað skal gera ef hringurinn

hefur verið utan legganga um stund?“

Ef hringurinn hefur verið utan legganga um stund

NuvaRing losar hormón, sem koma í veg fyrir þungun, smám saman út í líkamann. Ef hringurinn

hefur verið tekinn úr leggöngum lengur en í þrjár klst. geta getnaðarvarnaráhrif hafa minnkað.

Af þessari ástæðu má ekki fjarlægja hringinn úr leggöngum lengur en þrjár klst. á sólarhring.

Hafi hringur verið utan legganga

skemur en í þrjár klst.

hafa getnaðarvarnaráhrif ekki

minnkað. Setja á hringinn í leggöng eins fljótt og hægt er og eigi síðar en innan þriggja klst.

Hafi hringurinn verið fjarlægður eða grunur leikur á að hann hafi verið utan legganga

lengur en

í þrjár klst. í fyrstu eða annarri viku

tíðahrings geta getnaðarvarnaráhrif hafa minnkað.

Setja á hringinn í leggöng strax og munað er eftir því og hafa hann þar samfellt í sjö daga án

þess að gera hlé. Ef þú hefur samfarir þessa sjö daga áttu að nota karlsmokk eða aðra

getnaðarvörn án hormóna. Ef um er að ræða fyrstu viku tíðahrings og samfarir hafa verið hafðar

á þessum sjö dögum er hætta á að þungun hafi orðið. Því á að hafa samband við lækninn.

Ef hringurinn hefur verið fjarlægður eða grunur leikur á að hann hafi verið utan legganga

lengur en í þrjár klst. í þriðju vikunni

geta getnaðarvarnaráhrif hafa minnkað.

Því skal velja aðra hvora af eftirtöldum aðferðum:

Koma strax fyrir nýjum hring.

Við þetta hefst næsta 3 vikna hringtímabil. Blæðingar verða ef til vill ekki en

milliblæðingar og blettablæðingar geta komið.

Ekki setja hringinn upp aftur. Bíða á þangað til blæðingar verða eða setja upp nýjan hring

eigi síðar en sjö dögum eftir að fyrri hringur var fjarlægður eða rann út.

Aðeins má velja þessa aðferð ef NuvaRing hefur verið notaður samfellt síðustu sjö daga.

Ef NuvaRing hefur verið utan legganga í óþekktan tíma getur verið að þú sért ekki varin gegn

þungun. Gerðu þungunarpróf og leitaðu ráða hjá lækninum áður en nýr hringur er settur í

leggöng.

Ef NuvaRing brotnar:

Örsjaldan kemur fyrir að NuvaRing brotnar. Ef kemur í ljós að NuvaRing hefur brotnað á að koma

fyrir nýjum hring eins fljótt og auðið er. Ráðlagt er að nota viðbótargetnaðarvörn (t.d. karlsmokk)

næstu 7 daga. Hafðu samband við lækninn ef samfarir voru hafðar áður en í ljós kom að hringurinn

var brotinn.

Ef fleiri en einn hringur hefur verið settur upp:

Ekki er vitað um nein dæmi um alvarleg skaðleg áhrif sem fylgja ofskömmtun hormónanna frá

NuvaRing. Ef óvart hafa verið settir upp í leggöngin fleiri en einn hringur getur komið fram ógleði,

uppköst eða blæðingar frá leggöngum. Fjarlægðu annan hringinn og hafðu samband við lækninn ef

einkennin eru viðvarandi.

Ef gleymst hefur að setja nýjan hring upp eftir hringlaust hlé

hringlaust hlé hefur verið lengra en sjö dagar

á að

setja

nýjan hring í leggöng strax og munað er

eftir því. Nota á annars konar getnaðarvörn til viðbótar (t.d. karlsmokk) ef samfarir verða hafðar næstu

sjö daga.

Ef hafðar voru samfarir í hringlausa hléinu er þungun hugsanleg.

Því skal hafa

samband við lækninn. Því lengra sem hringlausa hléið hefur verið því meiri líkur eru á þungun.

Ef gleymst hefur að fjarlægja hringinn:

Ef hringurinn hefur verið í leggöngum

í 3-4 vikur

hafa getnaðarvarnaráhrif ekki minnkað.

Gera á venjulegt hringlaust hlé í eina viku og setja síðan upp nýjan hring.

Ef hringurinn hefur verið í leggöngunum

lengur en 4 vikur

er hætta á þungun. Hafa skal

samband við lækninn áður en nýr hringur er settur upp.

Ef tíðablæðingar koma ekki:

Ef ráðleggingum um notkun NuvaRing hefur verið fylgt

Ef tíðablæðingar koma ekki en NuvaRing hefur verið notaður samkvæmt leiðbeiningum og

önnur lyf hafa ekki verið notuð er mjög ólíklegt að um þungun sé að ræða.

Halda á venjulegri notkun NuvaRing áfram. Ef tíðablæðingar koma ekki tvisvar í röð gæti verið

um þungun að ræða. Hafa skal strax samband við lækninn. Ekki má setja upp nýjan NuvaRing

fyrr en læknir hefur gengið úr skugga um að ekki sé um þungun að ræða.

Ef ráðleggingum um notkun NuvaRing hefur ekki verið fylgt

Ef þú hefur ekki notað NuvaRing samkvæmt ráðleggingum og blæðingar hefjast ekki eins og

ráð er fyrir gert í fyrsta hringlausa hléinu, getur verið um þungun að ræða. Hafa skal samband

við lækninn áður en nýr NuvaRing er settur upp.

Ef óvæntar blæðingar verða:

Við notkun NuvaRing fá sumar konur bletta- eða milliblæðingar frá leggöngum milli tíðablæðinga.

Notkun binda getur verið nauðsynleg. Láttu hringinn vera áfram í leggöngum og haltu áfram að nota

hann eins og venjulega. Ef blæðingarnar halda áfram, verða meiri eða byrja aftur skaltu hafa samband

við lækninn.

Ef óskað er eftir að breyta upphafsdegi blæðinga:

Ef NuvaRing er notaður eins og ráðlagt er verða tíðablæðingar í hringlausri viku. Ef óskað er eftir að

skipta um byrjunardag tíðablæðinga er næsta hringlausa hléið stytt (en aldrei lengt).

Ef tíðablæðingar byrja t.d. á föstudegi og óskað er eftir að þær byrji framvegis á þriðjudegi (þremur

dögum fyrr) á að setja næsta hring í leggöng þremur dögum fyrr en venjulega. Ef hringlausa hléið er

stytt í þrjá daga eða minna getur verið að engar blæðingar verði. Einhverjar milliblæðingar eða

blettablæðingar geta orðið við notkun næsta hrings.

Ef eitthvað er óljóst á að spyrja lækninn.

Ef óskað er eftir að fresta blæðingum:

Hægt er að fresta blæðingum, þótt ekki sé mælt með því, með því að setja upp nýjan hring um leið og

fyrri hringurinn hefur verið fjarlægður. Nýja hringinn má hafa í hámark þrjár vikur. Meðan nýi

hringurinn er notaður geta orðið bletta- eða milliblæðingar. Þegar óskað er eftir að blæðingar byrji er

hringurinn einfaldlega fjarlægður. Hringlausa hléið er svo tekið og nýr hringur settur upp.

Hægt er að leita ráða hjá lækninum áður en ákveðið er að fresta blæðingum.

Ef óskað er eftir að hætta notkun NuvaRing:

Hvenær sem er má hætta að nota NuvaRing.

Ef ekki er óskað eftir þungun skal ráðfæra sig við lækninn um aðra getnaðarvörn.

Ef notkun NuvaRing er hætt, vegna þess að þungun er fyrirhuguð, er mælt með því að bíða með að

reyna að verða þunguð þar til eftir fyrstu eðlilegu tíðablæðingarnar. Þannig verður auðveldara að

áætla væntanlegan fæðingartíma.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur NuvaRing valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Hafðu

samband við lækninn ef þú færð einhverjar aukaverkanir, sérstaklega ef þær eru alvarlegar eða

þrálátar, eða ef breytingar verða á heilsunni sem þú telur að rekja megi til NuvaRing.

Aukin hætta á blóðtöppum í bláæðum (bláæðasegarek) eða blóðtöppum í slagæðum (slagæðasegarek)

er fyrir hendi hjá öllum konum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir. Sjá nánari upplýsingar um

mismunandi áhættu sem tengist notkun samsettra hormónagetnaðarvarna, kafla 2, „Áður en byrjað er

að nota NuvaRing“.

Ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum NuvaRing gætir þú fengið eftirfarandi

einkenni: Ofnæmisbjúg (bólga í andliti, tungu og/eða í hálsi og/eða erfiðleikar við að kyngja) eða

kláða og útbrot ásamt erfiðleikum við öndun. Ef þú færð þessi einkenni skaltu fjarlægja NuvaRing og

hafa tafarlaust samband við lækninn.

Konur sem hafa notað NuvaRing hafa greint frá eftirfarandi aukaverkunum.

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 konum):

Kviðverkir, ógleði.

Sveppasýking í leggöngum (t.d. þruska), óþægindi í leggöngum vegna hringsins, kláði í

kynfærum, útferð úr leggöngum.

Höfuðverkur eða mígreni, depurð, minnkuð kynlífslöngun.

Verkir í brjóstum, tíðaverkir.

Þrymlabólur.

Þyngdaraukning.

Hringur rennur úr leggöngum.

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 konum):

Sjóntruflanir, svimi.

Uppþemba, uppköst, niðurgangur eða hægðatregða.

Þreyta, skapstyggð, skapbreytingar, skapsveiflur.

Vökvasöfnun (bjúgur).

Þvagfærasýking og blöðrubólga.

Erfiðleikar eða verkir við þvaglát, sterk eða knýjandi þvaglátsþörf, tíð þvaglát.

Vandamál við samfarir, að meðtöldum verkjum, blæðingum eða að makinn finni fyrir

hringnum.

Hækkaður blóðþrýstingur.

Aukin matarlyst.

Verkir í baki, vöðvum og í hand- og fótleggjum.

Minnkað næmi í húð.

Eymsli í brjóstum eða stækkun á brjóstum, belgmein í brjóstum (blöðrur í brjósti sem geta

stækkað eða valdið verkjum).

Sýking í leghálsi, separ í leghálsi, úthverfing á leghálsinum (ectropion).

Breyting á tíðahring (t.d. geta blæðingar orðið kröftugri, lengri, óreglulegri eða stöðvast),

óþægindi í leggöngum, fyrirtíðaspenna, krampar í legi.

Sýking í leggöngum (sveppir eða bakteríur), sviðatilfinning, óþægileg lykt, verkir, óþægindi eða

þurrkur í leggöngum eða umhverfis ytri kynfæri.

Hárlos, exem, kláði, útbrot, hitatilfinning (roði).

Hringurinn brotnar.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 konum):

hættulegir blóðtappar í bláæð eða slagæð, til dæmis:

í fótlegg eða fæti (þ.e. segamyndun í djúpum bláæðum)

í lunga (þ.e. lungnasegarek)

hjartaáfall

heilaslag

minniháttar heilaslag eða tímabundin einkenni sem líkjast heilaslagi, sem nefnast

skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA)

blóðtappar í lifur, maga/þörmum, nýrum eða auga.

Hættan á að fá blóðtappa getur verið meiri ef aðrir þættir eru fyrir hendi sem auka áhættuna (sjá

frekari upplýsingar í kafla 2 um þær aðstæður sem auka hættu á blóðtöppum og um einkenni

blóðtappa).

Útferð úr brjóstum

Tíðni ekki þekkt (ekki er hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Þungunarfreknur (gulbrúnir flekkir á húð, sérstaklega í andliti)

Óþægindi í getnaðarlim maka (svo sem erting, útbrot, kláði)

Ekki hægt að fjarlægja hring án læknisaðstoðar (t.d. vegna þess að hringurinn festist við

leggangavegginn)

Greint hefur verið frá brjóstakrabbemeini og lifraræxlum hjá notendum samsettra

hormónagetnaðarvarna. Fyrir frekari upplýsingar, sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“,

„Krabbamein“.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á NuvaRing

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef þú verður þess vör að barn hafi komist í snertingu við hormónin í NuvaRing skaltu hafa samband

við lækninn.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

Ekki skal nota NuvaRing ef liðnir eru meira en fjórir mánuðir frá afhendingardagsetningu.

Afhendingardagsetningin kemur fram á öskjunni og skammtapokanum. Ekki skal nota NuvaRing eftir

fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og skammtapokanum.

Ekki má nota NuvaRing ef einhverjar litabreytingar eru á hringnum eða önnur merki um skemmdir.

Farga má notuðum hring með heimilissorpi, helst í skammtapokanum sem má loka aftur. Ekki má

sturta NuvaRing niður í salerni. Eins og á við um önnur ónotuð eða fyrnd lyf, má ekki skola þeim

niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá apóteki um hvernig

heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

NuvaRing inniheldur

Virku innihaldsefnin eru: etonogestrel (11,7 mg) og etinylestradíól (2,7 mg).

Önnur innihaldsefni eru: etylenvínýlasetat blandfjölliða (28% og 9% vínílasetat) (plasttegund

sem ekki leysist upp í líkamanum), magnesíumsterat.

Á hverjum degi losna 0,120 mg af etonogestreli og 0,015 mg af etinylestradíóli úr hringnum, samfellt

í þrjár vikur.

Lýsing á útliti NuvaRing og pakkningastærðir

NuvaRing er sveigjanlegur, gegnsær, litlaus eða nær litlaus hringur sem er 54 mm í þvermál.

Hver hringur er í skammtapoka sem hægt er að loka aftur. Skammtapokinn er í pappaöskju ásamt

fylgiseðli. Hver askja inniheldur 1 eða 3 hringi.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme B.V., Box 581, 2003 PC Haarlem, Holland.

Framleiðandi

NV Organon, Kloosterstraat 6, 5349 AB Oss, Holland

eða Organon Ireland Ltd., Drynam Road Swords, Co. Dublin, Írland.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.,

Sími: 535 7000.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

NuvaRing

0,120 mg/0,015 mg /24 klst, skeiðarinnlegg.

Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Eistland, Frakkland, Finnland, Grikkland, Holland,

Írland, Ísland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía,

Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Þýskaland, Ungverjaland og Stóra Bretland.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.

Þessir límmiðar geta hjálpað þér að muna að setja upp nýjan

hring og fjarlægja hring, ef þeir eru límdir á viðeigandi staði á

dagatalinu.

Setjið upp

hring

Fjarlægið

hring

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

NuvaRing, 0,120 mg/0,015 mg/24 klst., skeiðarinnlegg

etonogestrel og etinylestradíól

Mikilvægar upplýsingar um samsettar hormónagetnaðarvarnir:

Þær eru ein áreiðanlegasta afturkræfa getnaðarvörnin ef notuð rétt.

Þær auka lítillega hættuna á blóðtappa í bláæðum og slagæðum, einkum á fyrsta ári notkunar

eða þegar byrjað er að nota samsetta hormónagetnaðarvörn aftur eftir a.m.k. 4 vikna hlé.

Vinsamlega sýndu aðgát og leitaðu til læknisins ef þú telur að þú gætir haft einkenni blóðtappa

(sjá kafla 2 „Blóðtappar“).

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um NuvaRing og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota NuvaRing

Hvernig nota á NuvaRing

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á NuvaRing

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um NuvaRing og við hverju það er notað

NuvaRing er skeiðarinnlegg til getnaðarvarnar til notkunar í leggöng. Hver hringur inniheldur lítið

magn af tveimur kvenhormónum, etonogestreli og etinylestradíóli. Örlítið magn þessara hormóna

losnar smám saman úr hringnum inn í blóðrásina. Vegna þess litla magns sem losnar dag hvern er litið

á NuvaRing sem lágskammta hormónagetnaðarvörn.

Vegna þess að tvö mismunandi hormón losna úr NuvaRing kallast það samsett hormónagetnaðarvörn.

NuvaRing hefur sömu áhrif og getnaðarvarnartöflur (pillan) sem innihalda tvö hormón (samsett gerð).

Kostur við NuvaRing er að ekki þarf að muna eftir að taka töflu hvern dag heldur er hringurinn

notaður í 3 vikur í senn. Úr NuvaRing losna tvö kvenhormón sem koma í veg fyrir egglos.

Ef ekkert egglos verður er þungun útilokuð.

2.

Áður en byrjað er að nota NuvaRing

Almennt

Áður en þú byrjar að nota NuvaRing skaltu lesa upplýsingarnar um blóðtappa (segamyndun) í kafla 2.

Einkum er mikilvægt að lesa um einkenni blóðtappa, sjá kafla 2 „Blóðtappar“.

Í fylgiseðlinum er minnst á ýmsar aðstæður þar sem hætta ber notkun NuvaRing eða þar sem öryggi

NuvaRing kann að vera ábótavant. Við þær aðstæður skaltu ekki hafa samfarir eða nota aðra

getnaðarvörn án hormóna, t.d. karlsmokk eða aðra vörn án hormóna.

Ekki

á að treysta á „örugg

tímabil“ eða mælingu líkamshita. Þessar aðferðir eru óöruggar því NuvaRing hefur áhrif á

mánaðarlegar breytingar á líkamshita og slímhúð legs.

NuvaRing veitir ekki vörn gegn HIV-smiti (alnæmi (AIDS)) eða öðrum sjúkdómum sem geta

smitast við kynmök frekar en aðrar hormónagetnaðarvarnir.

Ekki má nota NuvaRing:

Þú skalt ekki nota NuvaRing ef þú ert með einhvern þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp hér fyrir

neðan. Ef þú hefur einhvern þessara sjúkdóma verður þú að segja lækninum frá því. Læknirinn mun

ræða við þig hvaða getnaðarvörn henti þér betur.

ef þú ert með (eða hefur fengið) blóðtappa í æð í fótlegg (segamyndun í djúpum bláæðum),

lungum (lungnasegarek) eða öðrum líffærum;

ef þú veist að þú ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorknun – t.d. skort á C-próteini, skort

á S-próteini, skort á andtrombíni III, Factor V Leiden eða andfosfólípíðmótefni;

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð eða við langvarandi hreyfingarleysi (sjá kaflann „Blóðtappar“);

ef þú hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag;

ef þú ert með (eða hefur fengið) hjartaöng (sjúkdóm sem veldur verulegum brjóstverk og getur

verið fyrstu einkenni um hjartaáfall) eða skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA – skammvinn

einkenni heilaslags);

ef þú ert með einhvern af eftirfarandi sjúkdómum sem kunna að auka hættuna á blóðtappa í

slagæð:

alvarleg sykursýki ásamt æðaskemmdum

mjög háan blóðþrýsting

mjög hátt fitumagn í blóði (kólesteról eða þríglýseríð);

ástand sem nefnist aukning hómósysteins í blóði

ef þú ert með (eða hefur fengið) mígreni sem nefnist „mígreni með fyrirboðaeinkennum“;

ef þú ert með eða hefur fengið brisbólgu samhliða hækkun á gildum fituefna í blóði;

ef þú ert með eða hefur fengið alvarlegan lifrarsjúkdóm og lifrarstarfsemin er enn ekki komin í

eðlilegt horf;

ef þú ert með eða hefur verið með góðkynja eða illkynja æxli í lifur;

ef þú ert með, hefur verið með eða grunur er um brjóstakrabbamein eða krabbamein í

kynfærum;

ef þú ert með blæðingar frá leggöngum af óþekktum orsökum;

ef um er að ræða ofnæmi fyrir etinylestradíóli eða etonogestreli eða einhverju öðru

innihaldsefni NuvaRing (talin upp í kafla 6).

Ef eitthvert af ofangreindum atriðum kemur fram í fyrsta skipti meðan á notkun NuvaRing stendur

skal hætta notkun hringsins strax og hafa samband við lækninn. Í millitíðinni skal nota annars konar

getnaðarvörn án hormóna.

Ekki nota NuvaRing ef þú ert með lifrarbólgu C og ert að taka lyf sem innihalda

ombitasvír/paritaprevír/ritónavír og dasabuvír (sjá einnig kaflann „

Notkun annarra lyfja samhliða

NuvaRing“

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hvenær skal hafa samband við lækninn?

Leita skal tafarlaust til læknis

ef vart verður við hugsanleg einkenni blóðtappa sem gætu gefið til kynna að þú sért með

blóðtappa í fótlegg (t.d. segamyndun í djúpum bláæðum), blóðtappa í lunga (t.d.

lungnasegarek), hjartaáfall eða heilaslag (sjá kaflann „Blóðtappar“ hér á eftir).

Finna má lýsingu á einkennum þessara alvarlegu aukaverkana í „Hvernig má bera kennsl á

blóðtappa“.

Láttu lækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig.

Einnig á að hafa samband við lækninn ef einhver þessara sjúkdóma kemur fram eða versnar meðan á

notkun NuvaRing stendur:

ef náinn ættingi er með eða hefur fengið brjóstakrabbamein;

ef þú ert með flogaveiki (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða NuvaRing“);

ef þú ert með lifrarsjúkdóm (t.d. gulu) eða gallblöðrusjúkdóm (t.d. gallsteina);

ef þú ert með Crohns sjúkdóm eða sáraristilbólgu (langvinn þarmabólga);

ef þú ert með rauða úlfa (SLE - sjúkdómur sem hefur áhrif á náttúrulegt varnarkerfi líkamans);

ef þú ert með blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (HUS - blóðstorkuröskun sem veldur nýrnabilun);

ef þú ert með sigðkornablóðleysi (arfgengur sjúkdómur í rauðum blóðkornum);

ef þú ert með hækkað fitumagn í blóðinu (of mikið þríglýseríð í blóði) eða fjölskyldusögu um

þennan sjúkdóm. Of mikið þríglýseríð í blóði hefur verið tengt aukinni hættu á myndun

brisbólgu;

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð eða við langtíma hreyfingarleysi (sjá kafla 2 „Blóðtappar“);

þegar þú hefur átt barn nýlega ertu í aukinni hættu á að fá blóðtappa. Spurðu lækninn hve fljótt

eftir barnsburð þú megir hefja notkun NuvaRing;

ef þú ert með bólgu í bláæðum undir húðinni (grunn segabláæðabólga);

ef þú ert með æðahnúta;

ef þú ert með kvilla sem komið hefur fram eða versnað við þungun eða fyrri notkun

kvenhormóna (eins og heyrnartap, blóðsjúkdóm sem kallast porfýría, meðgöngublöðrubólu

(húðútbrot með blöðrum á meðgöngu), Sydenhams rykkjadans (taugasjúkdóm með

skyndilegum rykkjum í líkamanum), arfgengan ofnæmisbjúg (hafðu tafarlaust samband við

lækni ef þú færð einkenni ofnæmisbjúgs svo sem bólgu í andliti, tungu og/eða hálsi, og/eða

kyngingarerfiðleika eða kláðaútbrot samtímis öndunarerfiðleikum);

ef þú ert með eða hefur verið með þungunarfreknur (gulbrúnir blettir á húð, sérstaklega í

andliti). Ef svo er skal forðast að vera of lengi í sól eða útfjólubláu ljósi;

ef þú ert með einhvern kvilla sem gerir það að verkum að erfitt er að nota NuvaRing, t.d. slæma

hægðatregðu, legsig eða sársauka við samfarir;

ef þú ert með knýjandi eða tíða þvaglátsþörf, sviða og/eða verk við þvaglát og getur ekki fundið

fyrir hringnum í leggöngunum. Þessi einkenni geta bent til að NuvaRing hafi fyrir slysni verið

komið fyrir í þvagblöðru.

BLÓÐTAPPAR

Notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar á borð við NuvaRing eykur hættuna á að fá blóðtappa

samanborið við enga notkun. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur blóðtappi stíflað æðar og valdið

alvarlegum vandamálum.

Blóðtappar geta myndast

í bláæðum (nefnist „segamyndun í bláæðum“, „bláæðasegarek“);

í slagæðum (kallað „segamyndun í slagæðum“, „slagæðasegarek“).

Ekki næst alltaf fullur bati eftir blóðtappa. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta komið fram alvarleg

varanleg áhrif sem örsjaldan eru banvæn.

Mikilvægt er að muna að heildaráhætta skaðlegra blóðtappa vegna NuvaRing er lítil.

HVERNIG MÁ BERA KENNSL Á BLÓÐTAPPA

Leita skal tafarlaust til læknis ef vart verður við eftirfarandi einkenni.

Hefur orðið vart við eitthvað af þessum einkennum?

Hvað getur það

hugsanlega verið?

þroti í öðrum fótlegg eða eftir bláæð fótleggjar, sérstaklega ef

fylgir;

verkur eða eymsli í fótlegg sem aðeins kemur fram þegar

staðið er eða gengið

aukin hitatilfinning í fótleggnum

breyting á húðlit fótleggjar, t.d. fölvi, roði eða blámi.

Segamyndun í djúpum

bláæðum

skyndileg óútskýrð andnauð eða hraður andardráttur;

skyndilegur hósti án augljósrar ástæðu sem blóð gæti fylgt;

nístandi brjóstverkur sem kann að aukast við djúpa öndun;

svimi eða sundl;

hraður eða óreglulegur hjartsláttur;

mikill kviðverkur;

Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn þar sem sum af þessum

einkennum, eins og hósti eða mæði, gætu verið mistúlkuð sem vægara

ástand svo sem sýking í öndunarvegi (t.d. kvef).

Lungnasegarek

Einkenni sem vanalega koma fram í öðru auga;

skyndilegt sjóntap eða

þokusýn án verkja sem getur þróast í sjóntap.

Segamyndun í bláæð í

sjónhimnu (blóðtappi í

auga)

brjóstverkur, óþægindi, þrýstingur eða þyngsli;

tilfinning um herping eða þrengsli fyrir brjósti, handlegg eða undir

bringubeini;

seddutilfinning, meltingarónot eða köfnunartilfinning;

óþægindi í efri hluta líkamans sem leiða út í bak, kjálka, háls,

handlegg og kvið;

aukin svitamyndun, ógleði, uppköst eða sundl;

verulegt máttleysi, kvíði eða andnauð;

hraður eða óreglulegur hjartsláttur.

Hjartaáfall

skyndilegt máttleysi eða doði í andliti, handlegg eða fótlegg,

einkum öðrum megin í líkamanum;

skyndilegt ringl, erfiðleikar við tal og skilning;

skyndilegar sjóntruflanir í öðru eða báðum augum;

skyndilegir erfiðleikar við gang, sundl, jafnvægisskortur eða truflun

á samhæfingu;

skyndilegur, alvarlegur eða langvarandi höfuðverkur án þekktrar

ástæðu;

meðvitundartap eða yfirlið með eða án krampa.

Stundum geta einkenni heilaslags staðið stutt yfir og gengið nánast strax

til baka, en þú ættir samt að leita læknishjálpar tafarlaust þar sem þú gætir

verið í hættu á að fá annað heilaslag.

Heilaslag

þroti og örlítill blámi í útlim;

verulegur magaverkur (bráðir kviðverkir).

Blóðtappar sem stífla

aðrar æðar

BLÓÐTAPPI Í BLÁÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í bláæð?

Notkun samsettra hormónagetnaðarvarna tengist aukinni hættu á blóðtöppum í bláæð

(segamyndun í bláæð). Hins vegar eru þetta mjög sjaldgæfar aukaverkanir. Algengast er að þær

komi fram á fyrsta ári notkunar samsettrar hormónagetnaðarvarnar.

Ef blóðtappi myndast í æð í fótlegg eða fæti getur hann valdið segamyndun í djúpum bláæðum.

Ef blóðtappi berst frá fótlegg yfir í lunga getur hann valdið lungnasegareki.

Örsjaldan kemur fyrir að blóðtappi myndist í bláæð í öðru líffæri, svo sem í auga (segamyndun í

bláæð sjónhimnu).

Hvenær er hættan á myndun blóðtappa í bláæð mest?

Hættan á myndun blóðtappa í bláæð er mest á fyrsta ári sem samsett hormónagetnaðarvörn er tekin í

fyrsta skipti. Hættan getur einnig verið meiri ef þú byrjar aftur að nota samsetta hormónagetnaðarvörn

(sama lyfið eða annað lyf) eftir hlé í a.m.k. 4 vikur.

Að fyrsta árinu liðnu minnkar hættan en hún er alltaf örlítið meiri en ef engin samsett

hormónagetnaðarvörn er notuð.

Þegar notkun NuvaRing er hætt verður hættan á blóðtappa aftur eins og áður innan nokkurra vikna.

Hver er hættan á myndun blóðtappa?

Hættan fer eftir eðlislægri hættu á bláæðasegareki og tegund samsettrar hormónagetnaðarvarnar sem

notuð er.

Heildarhættan á blóðtappa í fótlegg eða lunga með NuvaRing er lítil.

Af hverjum 10.000 konum sem ekki nota samsetta hormónagetnaðarvörn og eru ekki þungaðar

munu u.þ.b. 2 fá blóðtappa á ári.

Af hverjum 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur

levónorgestrel, norethisterón eða norgestimat munu u.þ.b. 5-7 fá blóðtappa á ári.

Af hverjum 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur

etónógestrel, á borð við NuvaRing eða norelgestrómín, munu á milli 6 og 12 fá blóðtappa á ári.

Hættan á því að fá blóðtappa er háð sjúkrasögu konunnar (sjá „Þættir sem auka hættu á

blóðtappa“ hér fyrir neðan).

Hætta á myndun blóðtappa á

ári

Konur sem

ekki nota

samsettar hormónatöflur/-plástur/-hring og

eru ekki þungaðar

Um 2 af hverjum 10.000 konum

Konur sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnartöflur sem

innihalda

levónorgestrel, norethísterón eða

norgestimat

Um 5-7 af hverjum

10.000 konum

Konur sem nota NuvaRing

Um 6-12 af hverjum

10.000 konum

Þættir sem auka hættuna á blóðtappa í bláæð

Hættan á blóðtappa með NuvaRing er lítil en sumar aðstæður auka hættuna. Áhættan er meiri:

ef þú ert í mikilli yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull eða BMI yfir 30 kg/m

ef einhver nákominn ættingi hefur fengið blóðtappa í fótlegg, lunga eða annað líffæri á unga

aldri (t.d. yngri en u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért með arfgenga

blóðstorkutruflun;

ef þú þarft að fara í skurðaðgerð eða við langvarandi hreyfingarleysi vegna meiðsla eða

sjúkdóms, eða ef þú ert með fótlegg í gifsi. Nauðsynlegt getur verið að hætta notkun NuvaRing

nokkrum vikum fyrir skurðaðgerð eða meðan þú getur lítið hreyft þig. Ef þú þarft að hætta

notkun NuvaRing skaltu spyrja lækninn hvenær þú megir byrja að nota það aftur;

með hækkandi aldri (sérstaklega eftir 35 ára aldur);

ef þú fæddir barn á síðustu vikum.

Hættan á að fá blóðtappa eykst eftir því sem fleiri af þessum aðstæðum eru fyrir hendi.

Flugferð (>4 klst.) getur tímabundið aukið hættuna á að fá blóðtappa, einkum ef fleiri þættir sem taldir

eru upp eiga við þig.

Mikilvægt er að láta lækninn vita ef eitthvað af þessu á við um þig, jafnvel þó að þú sért ekki viss.

Læknirinn kann að ákveða að hætta verði notkun NuvaRing.

Segðu lækninum ef einhverjar af ofantöldum aðstæðum breytast meðan á notkun NuvaRing stendur,

t.d. ef náinn fjölskyldumeðlimur fær segamyndun af óþekktum ástæðum; eða ef þú þyngist mikið.

BLÓÐTAPPAR Í SLAGÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í slagæð?

Rétt eins og blóðtappi í bláæð getur blóðtappi í slagæð valdið alvarlegum vandamálum. Hann getur til

dæmis valdið hjartaáfalli eða heilaslag.

Þættir sem auka hættu á blóðtappa í slagæð

Mikilvægt er að vita að hættan á hjartaáfalli eða heilaslagi vegna notkunar NuvaRing er mjög lítil en

getur aukist:

með hækkandi aldri (eftir u.þ.b. 35 ára aldur);

ef þú reykir.

Ef þú notar samsetta hormónagetnaðarvörn á borð við NuvaRing er þér ráðlagt að

hætta að reykja. Ef þú getur ekki hætt að reykja og ert eldri en 35 ára er hugsanlegt að læknirinn

ráðleggi þér að nota aðra tegund getnaðarvarnar;

ef þú ert í yfirþyngd;

ef þú ert með háan blóðþrýsting;

ef einhver þér mjög nákominn hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag snemma á ævinni (innan við

u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért í meiri hættu á að fá hjartaáfall eða heilaslag;

ef þú eða einhver þér mjög nákominn er með hátt fitumagn í blóðinu (kólesteról eða

þríglýseríð);

ef þú færð mígreni, einkum mígreni með fyrirboðaeinkennum;

ef þú átt við hjartakvilla að stríða (lokukvilla, truflun í hjartslætti sem nefnist gáttatif);

ef þú ert með sykursýki.

Ef fleiri en einn af þessum þáttum á við um þig eða ef einhver þeirra er mjög alvarlegur getur hættan á

blóðtappa jafnvel aukist enn frekar.

Ef einhver af ofantöldum þáttum breytist meðan á notkun NuvaRing stendur, til dæmis ef þú byrjar að

reykja, einhver þér nákominn fær segamyndun af óþekktum ástæðum; eða þú þyngist mikið skaltu

segja lækninum frá því.

Krabbamein

Eftirfarandi upplýsingar fengust úr rannsóknum á samsettum getnaðarvarnartöflum og þær gætu

hugsanlega einnig átt við um NuvaRing. Ekki liggja fyrir upplýsingar um getnaðarvarnarhormón sem

gefin eru í leggöng (eins og t.d. NuvaRing).

Brjóstakrabbamein kemur heldur oftar fyrir hjá konum sem taka samsettar getnaðarvarnartöflur, en

ekki er vitað hvort það er af völdum meðferðarinnar sjálfrar. Munurinn getur einnig legið í því að

konur sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur eru oftar skoðaðar og að þannig finnist

brjóstakrabbamein fyrr. Þessi aukna tíðni brjóstakrabbameins lækkar smám saman eftir að meðferð

með samsettum getnaðavarnartöflum lýkur.

Áríðandi er að þú skoðir sjálf brjóstin reglulega og hafir samband við lækninn ef þú verður vör við

hnúta. Þú skalt jafnframt segja lækninum frá því ef einhver náinn ættingi er með eða hefur fengið

brjóstakrabbamein. Sjá kaflann „Hvenær sérstakrar aðgæslu er þörf með NuvaRing“.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um góðkynja lifraræxli hjá konum sem nota

getnaðarvarnartöflur og örsjaldan hafa greinst illkynja lifraræxli. Hafa skal samband við lækninn

tafarlaust ef um mikla kviðverki er að ræða.

Hjá konum sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur hefur verið skýrt frá því að krabbamein í slímhúð

legs og eggjastokkum sé fátíðara. Þetta getur hugsanlega einnig átt við um NuvaRing, en það hefur

ekki verið staðfest.

Börn og unglingar

Öryggi og verkun NuvaRing hefur ekki verið rannsökuð hjá unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða NuvaRing

Látið lækninn vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa verið notuð nýverið, einnig þau sem fengin

eru án lyfseðils og náttúrulyf. Láttu líka aðra lækna eða tannlækna sem ávísa lyfjum handa þér (eða

lyfjafræðing) vita að þú notir NuvaRing. Þeir geta sagt til um hvort þú eigir að nota frekari

getnaðarvörn (t.d. karlsmokk) og þá hve lengi eða hvort breyta þarf notkun annarra lyfja sem þú

þarfnast.

Sum lyf

geta haft áhrif á blóðþéttni NuvaRing;

geta

dregið úr getnaðarvarnaráhrifum;

geta valdið óvæntum blæðingum.

Þetta á við um lyf til meðferðar við:

flogaveiki (t.d. primidon, fenytóín, barbitúröt, karbamazepín, oxkarbazepín, topiramat,

felbamat)

berklum (t.d. rifampicín)

HIV sýkingum (t.d. ritonavír, nelfinavír, nevirapín, efavírenz)

lifrarbólgu C sýkingum (t.d. boceprevír, telaprevír)

öðrum sýkingum (t.d. griseofulvín)

háum blóðþrýstingi í lungnaæðum (bosentan)

þunglyndi (náttúrulyfið Jóhannesarjurt (St. John’s wort, Hypericum perforatum))

Ef þú ert að nota lyf eða náttúruefni sem geta dregið úr virkni NuvaRing, þarf einnig að nota

getnaðarvörn án hormóna. Þar sem áhrif annarra lyfja á NuvaRing geta varað í allt að 28 daga eftir að

notkun þeirra er hætt, er nauðsynlegt að nota einnig getnaðarvörn án hormóna allan þann tíma.

Athugið: NuvaRing skal ekki nota með hettu, leghálshúfu eða kvensmokk.

NuvaRing getur einnig haft áhrif á verkun annarra lyfja, t.d.

lyf sem innihalda ciklosporín

flogaveikilyfið lamotrigín (þetta getur leitt til aukinnar tíðni floga)

Ekki nota NuvaRing ef þú ert með lifrarbólgu C og tekur lyf sem innihalda

ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og dasabuvir því að það getur leitt til hækkunar á niðurstöðum

lifrarprófa (hækkun á ALT lifrarensími).

Læknirinn mun ávísa annarri tegund getnaðarvarna áður en meðferð með þessum lyfjum hefst.

Notkun NuvaRing má hefja u.þ.b. 2 vikum eftir að þessari meðferð er lokið. Sjá kaflann

„Ekki má

nota NuvaRing“.

Leita skal ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en einhver lyf eru notuð.

Nota má tíðatappa samtímis notkun NuvaRing. Setja á NuvaRing upp áður en tíðatappanum er komið

fyrir. Þegar tíðatappinn er fjarlægður verður að gæta þess að hringurinn dragist ekki út fyrir slysni.

Ef það gerist á að skola hringinn í köldu/volgu vatni og koma honum strax fyrir aftur.

Notkun sæðisdrepandi krems eða sveppalyfja í leggöng dregur ekki úr getnaðarvarnaráhrifum

NuvaRing.

Rannsóknastofupróf

Láttu alltaf vita við blóð- eða þvagrannsókn að þú notir NuvaRing því það getur haft áhrif á sumar

rannsóknaniðurstöður.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki má nota NuvaRing ef um þungun eða grun um þungun er að ræða. Verðir þú þunguð meðan á

notkun NuvaRing stendur áttu að fjarlægja hringinn og hafa samband við lækninn.

Ef þú vilt hætta notkun NuvaRing vegna þess að þú óskar eftir því að verða þunguð, sjá kaflann „Ef

hætta á notkun NuvaRing“.

Almennt er ekki mælt með notkun NuvaRing meðan á brjóstagjöf stendur.

Ef óskað er eftir að nota NuvaRing meðan á brjóstagjöf stendur á að leita ráða hjá lækni.

Akstur og notkun véla

NuvaRing hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

Hvernig nota á NuvaRing

Þú getur sjálf sett NuvaRing í leggöng og fjarlægt. Læknirinn mun segja þér hvenær þú átt að hefja

notkun NuvaRing í fyrsta sinn. Setja á hringinn í leggöng á ákveðnum degi í tíðahringnum, þar sem

hann er látinn vera samfellt í þrjár vikur (sjá kaflann „Þannig er byrjað að nota fyrsta hringinn:“). Þú

skalt athuga reglulega hvort NuvaRing sé í leggöngunum (t.d. fyrir og eftir samfarir) til að tryggja að

þú sért varin gegn þungun. Að þremur vikum liðnum er NuvaRing tekinn út og gert vikuhlé.

Venjulega verða tíðablæðingar í hringlausa hléinu.

Meðan á notkun NuvaRing stendur má ekki nota ákveðnar getnaðarvarnir án hormóna t.d. hettu,

leghálshúfu eða kvensmokk. Þessar getnaðarvarnir skal ekki nota sem vara getnaðarvörn þar sem

NuvaRing getur komið í veg fyrir að hettu, leghálshúfu og kvensmokki sé komið rétt fyrir eða sé í

réttri stöðu.

Hvernig setja á NuvaRing upp eða fjarlægja

Áður en þú setur hringinn í leggöngin skaltu athuga fyrningadagsetninguna (sjá kafla 5,

„Hvernig geyma á NuvaRing og NuvaRing stjöku“).

Þvoðu hendurnar áður en þú setur hringinn í leggöngin eða fjarlægir hann.

Þú getur valið þá stellingu sem þér finnst þægilegust, svo sem að standa með annan fótinn á

lofti, sitja á hækjum þér eða liggja.

Taktu NuvaRing úr skammtapokanum.

Haltu hringnum milli þumalfingurs og vísifingurs, þrýstu hringnum saman og settu hann í

leggöngin (sjá myndir 1-4). Einnig er hægt að nota NuvaRing stjöku við uppsettningu hringsins

(sjá leiðbeiningar fyrir neðan). Þegar NuvaRing hefur verið komið rétt fyrir finnurðu ekki fyrir

honum. Ef þú finnur fyrir óþægindum skaltu ýta NuvaRing varlega enn lengra upp í leggöngin.

Það skiptir ekki höfuðmáli hvar í leggöngum hringnum er komið fyrir.

Hringinn á að fjarlægja þremur vikum síðar. Það er gert með því að krækja vísifingri undir

hringinn eða með því að grípa um hringinn með vísifingri og löngutöng og draga hann út (sjá

mynd 5). Hafðu samband við lækninn ef þú finnur fyrir hringnum í leggöngunum en getur ekki

fjarlægt hann.

Notuðum hring á að farga með venjulegu heimilissorpi, helst í skammtapokanum.

Ekki má skola NuvaRing niður í salernið.

NuvaRing komið fyrir með fingrunum:

Mynd

1

Takið NuvaRing úr skammtapokanum.

Mynd 3

Veljið þægilega stellingu til ísetningar hringsins.

Mynd 2

Þrýstið hringnum saman.

Mynd 4A

Mynd 4B

Mynd 4C

Setjið hringinn í leggöng með annarri hendinni (mynd 4A) og ef nauðsyn krefur er hægt að

aðskilja skapabarmana með hinni hendinni. Þrýstið hringnum upp í leggöng þar til hann er

kominn á þægilegan stað (mynd 4B). Hringurinn á að vera þar í 3 vikur (mynd 4C).

Mynd 5:

NuvaRing er fjarlægður með því að

krækja vísifingri undir hringinn eða

grípa um hann með vísifingri og

löngutöng og draga hann út.

Mikilvægar upplýsingar um NuvaRing stjöku:

Má nota við uppsetningu á NuvaRing.

EKKI MÁ endurnýta stjökuna; hún er hönnuð sem einnota.

EKKI MÁ deila stjökunni með öðrum.

Ef þú missir stjökuna skaltu þvo hana með köldu eða volgu (EKKI heitu) vatni.

Fleygið stjökunni með venjulegu heimilissorpi strax eftir notkun.

Ekki má sturta stjökunni niður í salerni.

NuvaRing komið fyrir með stjöku:

1: Undirbúningur

Þvoið hendurnar áður en pakkningin er opnuð. Pakkninguna á

AÐEINS að opna rétt fyrir notkun. NOTIÐ EKKI ef innihaldið eða

pakkningin er með greinilegum skemmdum.

Stjakan er EINGÖNGU ætluð til notkunar með NuvaRing, ekki

með öðrum lyfjum.

Skoðið mynd af stjökunni til þess að þekkja ólíka hluta hennar.

Stimpill

Grip

Bolur

Op bolsins

NuvaRing

2: Hleðsla og stelling

Togið gætilega í stimpilinn þar til hann stoppar.

Þrýstið hringnum saman og setjið hann inn um op bolsins.

Ýtið hringnum gætilega inn í bol stjökunnar. Hluti hringsins á að

standa örlítið út úr opi bolsins.

Veljið þægilega stellingu til ísetningar hringsins, liggjandi, sitjandi

á hækjum eða standandi og lyfta öðrum fótleggnum.

3: Innsetning og förgun

Haldið með þumalfingri og löngutöng um gripið.

Setjið bol stjökunnar gætilega í leggöng þar til fingurnir (á gripinu)

snerta líkamann.

Þrýstið gætilega með vísifingri á stimpillinn alveg niður að bol

stjökunnar.

Sumar konur hafa fundið fyrir vægri klemmutilfinningu í stuttan

tíma við notkun stjökunnar.

Hringnum er þrýst út úr stjökunni. Fjarlægið stjökuna gætilega

Gangið úr skugga um að hringurinn sé EKKI í stjökunni. Fleygið

notuðu stjökunni með heimilissorpi. EKKI MÁ sturta stjökunni

niður í salerni. Notaða stjöku á EKKI að nota aftur.

Nota á NuvaRing í þrjár vikur og gera síðan hlé í eina viku

Eftir að NuvaRing hefur verið komið fyrir á hann að vera í leggöngum

samfellt

í þrjár vikur.

Eftir þrjár vikur á að fjarlægja hringinn á sama vikudegi og hann var settur í og á um það bil

sama tíma. Ef NuvaRing er t.d. settur í leggöng á miðvikudegi um kl. 22.00 á að fjarlægja

hringinn þremur vikum seinna á miðvikudegi um kl. 22.00.

Þegar hringurinn hefur verið fjarlægður á ekki að nota hring í eina viku. Í þessari viku eiga

blæðingar að hefjast. Blæðingar byrja venjulega tveimur til þremur dögum eftir að hringurinn

hefur verið fjarlægður.

Nýjan hring á að setja í leggöng eftir eina viku (aftur á sama vikudegi og um það bil á sama

tíma), jafnvel þó að blæðingum sé ekki lokið. Ef hringur er settur í leggöng meira en þremur

klukkustundum of seint geta getnaðarvarnaráhrif hans minnkað. Í þeim tilvikum þarf að fylgja

leiðbeiningum sem eru í kaflanum „Ef gleymst hefur að setja nýjan hring upp eftir hringlaust

hlé“.

Ef NuvaRing er notaður samkvæmt leiðbeiningum eiga blæðingar að hefjast um það bil á sama degi

hvers mánaðar.

Þannig er byrjað að nota fyrsta hringinn

Þú hefur ekki notað hormóna getnaðarvörn síðasta mánuð

Fyrsta NuvaRing á að setja í leggöng á fyrsta degi eðlilegra tíðablæðinga (þ.e. á fyrsta

blæðingardegi). NuvaRing fer strax að verka. Ekki þarf að nota neina aðra getnaðarvörn.

Ef byrjað er að nota NuvaRing milli 2. og 5. dags tíðahrings þarf líka að nota aðra getnaðarvörn

(t.d. karlsmokk) ef hafðar eru samfarir fyrstu sjö dagana eftir að NuvaRing hefur verið settur

upp. Aðeins þarf að fylgja þessum leiðbeiningum við notkun fyrsta hringsins.

Þú hefur notað samsettar getnaðarvarnartöflur (pilluna) síðasta mánuð

Byrja á að nota NuvaRing í síðasta lagi daginn eftir venjulegt töfluhlé.

Ef getnaðarvarnartöflurnar innihalda einnig lyfleysutöflur, þ.e. 28 stykkja pakkning, á að byrja

að nota NuvaRing í síðasta lagi daginn eftir að síðasta lyfleysutaflan var tekin (ef þú ert í vafa

hvaða tafla það er skaltu spyrja lækninn eða lyfjafræðing). Aldrei má lengja töfluhlé

getnaðarvarnartaflnanna umfram þann tíma sem ráðlagður er.

Ef getnaðarvarnartöflurnar hafa verið notaðar stöðugt og á réttan hátt og ef þú ert viss um að þú

sért ekki þunguð má einnig hætta að taka getnaðarvarnartöflurnar á töfluspjaldinu sem verið er

að nota á hvaða degi sem er og hefja notkun NuvaRing tafarlaust.

Þú hefur notað getnaðarvarnarplástur síðasta mánuð

Hefja á notkun NuvaRing í síðasta lagi daginn eftir venjulega plásturslausa tímabilið. Aldrei má

lengja plásturslausa tímabilið umfram þann tíma sem ráðlagður er.

Ef plásturinn hefur verið notaður stöðugt og á réttan hátt og ef þú ert viss um að þú sért ekki

þunguð má einnig hætta að nota plásturinn á hvaða degi sem er og hefja notkun NuvaRing

tafarlaust.

Þú hefur notað mínipillu (getnaðarvarnartöflu sem aðeins inniheldur gestagen) síðasta mánuð

Mínipillu má hætta að taka hvaða dag sem er og setja NuvaRing upp á sama tíma og þú hefðir

tekið pilluna næsta dag. En mundu að alltaf á að tryggja að önnur getnaðarvörn (t.d.

karlsmokkur) sé einnig notuð fyrstu sjö dagana sem hringurinn er notaður.

Þú hefur notað stungulyf eða vefjalyf eða leginnlegg með gestageni síðasta mánuð

Hefja skal notkun NuvaRing þegar gefa á stungulyfið næst eða þann dag sem vefjalyfið eða

leginnleggið er fjarlægt. En mundu að nota ávallt aðra getnaðarvörn (t.d. karlsmokk) fyrstu sjö

dagana sem hringurinn er notaður.

Eftir barnsburð

Rétt eftir barnsburð getur verið að læknirinn ráðleggi að beðið verði eftir fyrstu eðlilegu

tíðablæðingunum áður en farið er að nota NuvaRing. Stundum er hægt að hefja notkun fyrr.

Spyrðu lækninn. Sé óskað eftir að nota NuvaRing meðan á brjóstagjöf stendur, skal leita ráða

hjá lækninum fyrst.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu

Læknirinn mun veita ráðgjöf.

Hvað skal gera...

Ef NuvaRing rennur út úr leggöngunum fyrir slysni

NuvaRing getur runnið út úr leggöngunum fyrir slysni, t.d. þegar honum hefur ekki verið komið rétt

fyrir, þegar tíðatappi er fjarlægður, við samfarir, vegna hægðatregðu eða legsigs. Því á að fylgjast

reglulega með því að hringurinn sé enn í leggöngunum (t.d. fyrir og eftir samfarir).

Ef hringurinn er utan legganga í innan við 3 klukkustundir er getnaðarvörnin enn virk.

Hægt er að skola hann með köldu eða ylvolgu vatni (aldrei heitu vatni) og setja hann þegar í stað aftur

í leggöngin. Ef hringurinn hefur ekki verið í leggöngunum lengur en í þrjár klukkustundir getur verið

að getnaðarvarnaráhrifin hafi minnkað, sjá leiðbeiningarnar í kaflanum „Hvað skal gera ef hringurinn

hefur verið utan legganga um stund?“

Ef hringurinn hefur verið utan legganga um stund

NuvaRing losar hormón, sem koma í veg fyrir þungun, smám saman út í líkamann. Ef hringurinn

hefur verið tekinn úr leggöngum lengur en í þrjár klst. geta getnaðarvarnaráhrif hafa minnkað.

Af þessari ástæðu má ekki fjarlægja hringinn úr leggöngum lengur en þrjár klst. á sólarhring.

Hafi hringur verið utan legganga

skemur en í þrjár klst.

hafa getnaðarvarnaráhrif ekki

minnkað. Setja á hringinn í leggöng eins fljótt og hægt er og eigi síðar en innan þriggja klst.

Hafi hringurinn verið fjarlægður eða grunur leikur á að hann hafi verið utan legganga

lengur en

í þrjár klst. í fyrstu eða annarri viku

tíðahrings geta getnaðarvarnaráhrif hafa minnkað.

Setja á hringinn í leggöng strax og munað er eftir því og hafa hann þar samfellt í sjö daga án

þess að gera hlé. Ef þú hefur samfarir þessa sjö daga áttu að nota karlsmokk eða aðra

getnaðarvörn án hormóna. Ef um er að ræða fyrstu viku tíðahrings og samfarir hafa verið hafðar

á þessum sjö dögum er hætta á að þungun hafi orðið. Því á að hafa samband við lækninn.

Ef hringurinn hefur verið fjarlægður eða grunur leikur á að hann hafi verið utan legganga

lengur en í þrjár klst. í þriðju vikunni

geta getnaðarvarnaráhrif hafa minnkað.

Því skal velja aðra hvora af eftirtöldum aðferðum:

Koma strax fyrir nýjum hring.

Við þetta hefst næsta 3 vikna hringtímabil. Blæðingar verða ef til vill ekki en

milliblæðingar og blettablæðingar geta komið.

Ekki setja hringinn upp aftur. Bíða á þangað til blæðingar verða eða setja upp nýjan hring

eigi síðar en sjö dögum eftir að fyrri hringur var fjarlægður eða rann út.

Aðeins má velja þessa aðferð ef NuvaRing hefur verið notaður samfellt síðustu sjö daga.

Ef NuvaRing hefur verið utan legganga í óþekktan tíma getur verið að þú sért ekki varin gegn

þungun. Gerðu þungunarpróf og leitaðu ráða hjá lækninum áður en nýr hringur er settur í

leggöng.

Ef NuvaRing brotnar:

Örsjaldan kemur fyrir að NuvaRing brotnar. Ef kemur í ljós að NuvaRing hefur brotnað á að koma

fyrir nýjum hring eins fljótt og auðið er. Ráðlagt er að nota viðbótargetnaðarvörn (t.d. karlsmokk)

næstu 7 daga. Hafðu samband við lækninn ef samfarir voru hafðar áður en í ljós kom að hringurinn

var brotinn.

Ef fleiri en einn hringur hefur verið settur upp:

Ekki er vitað um nein dæmi um alvarleg skaðleg áhrif sem fylgja ofskömmtun hormónanna frá

NuvaRing. Ef óvart hafa verið settir upp í leggöngin fleiri en einn hringur getur komið fram ógleði,

uppköst eða blæðingar frá leggöngum. Fjarlægðu annan hringinn og hafðu samband við lækninn ef

einkennin eru viðvarandi.

Ef gleymst hefur að setja nýjan hring upp eftir hringlaust hlé

hringlaust hlé hefur verið lengra en sjö dagar

á að

setja

nýjan hring í leggöng strax og munað er

eftir því. Nota á annars konar getnaðarvörn til viðbótar (t.d. karlsmokk) ef samfarir verða hafðar næstu

sjö daga.

Ef hafðar voru samfarir í hringlausa hléinu er þungun hugsanleg.

Því skal hafa

samband við lækninn. Því lengra sem hringlausa hléið hefur verið því meiri líkur eru á þungun.

Ef gleymst hefur að fjarlægja hringinn:

Ef hringurinn hefur verið í leggöngum

í 3-4 vikur

hafa getnaðarvarnaráhrif ekki minnkað.

Gera á venjulegt hringlaust hlé í eina viku og setja síðan upp nýjan hring.

Ef hringurinn hefur verið í leggöngunum

lengur en 4 vikur

er hætta á þungun. Hafa skal

samband við lækninn áður en nýr hringur er settur upp.

Ef tíðablæðingar koma ekki:

Ef ráðleggingum um notkun NuvaRing hefur verið fylgt

Ef tíðablæðingar koma ekki en NuvaRing hefur verið notaður samkvæmt leiðbeiningum og

önnur lyf hafa ekki verið notuð er mjög ólíklegt að um þungun sé að ræða.

Halda á venjulegri notkun NuvaRing áfram. Ef tíðablæðingar koma ekki tvisvar í röð gæti verið

um þungun að ræða. Hafa skal strax samband við lækninn. Ekki má setja upp nýjan NuvaRing

fyrr en læknir hefur gengið úr skugga um að ekki sé um þungun að ræða.

Ef ráðleggingum um notkun NuvaRing hefur ekki verið fylgt

Ef þú hefur ekki notað NuvaRing samkvæmt ráðleggingum og blæðingar hefjast ekki eins og

ráð er fyrir gert í fyrsta hringlausa hléinu, getur verið um þungun að ræða. Hafa skal samband

við lækninn áður en nýr NuvaRing er settur upp.

Ef óvæntar blæðingar verða:

Við notkun NuvaRing fá sumar konur bletta- eða milliblæðingar frá leggöngum milli tíðablæðinga.

Notkun binda getur verið nauðsynleg. Láttu hringinn vera áfram í leggöngum og haltu áfram að nota

hann eins og venjulega. Ef blæðingarnar halda áfram, verða meiri eða byrja aftur skaltu hafa samband

við lækninn.

Ef óskað er eftir að breyta upphafsdegi blæðinga:

Ef NuvaRing er notaður eins og ráðlagt er verða tíðablæðingar í hringlausri viku. Ef óskað er eftir að

skipta um byrjunardag tíðablæðinga er næsta hringlausa hléið stytt (en aldrei lengt).

Ef tíðablæðingar byrja t.d. á föstudegi og óskað er eftir að þær byrji framvegis á þriðjudegi (þremur

dögum fyrr) á að setja næsta hring í leggöng þremur dögum fyrr en venjulega. Ef hringlausa hléið er

stytt í þrjá daga eða minna getur verið að engar blæðingar verði. Einhverjar milliblæðingar eða

blettablæðingar geta orðið við notkun næsta hrings.

Ef eitthvað er óljóst á að spyrja lækninn.

Ef óskað er eftir að fresta blæðingum:

Hægt er að fresta blæðingum, þótt ekki sé mælt með því, með því að setja upp nýjan hring um leið og

fyrri hringurinn hefur verið fjarlægður. Nýja hringinn má hafa í hámark þrjár vikur. Meðan nýi

hringurinn er notaður geta orðið bletta- eða milliblæðingar. Þegar óskað er eftir að blæðingar byrji er

hringurinn einfaldlega fjarlægður. Hringlausa hléið er svo tekið og nýr hringur settur upp.

Hægt er að leita ráða hjá lækninum áður en ákveðið er að fresta blæðingum.

Ef óskað er eftir að hætta notkun NuvaRing:

Hvenær sem er má hætta að nota NuvaRing.

Ef ekki er óskað eftir þungun skal ráðfæra sig við lækninn um aðra getnaðarvörn.

Ef notkun NuvaRing er hætt, vegna þess að þungun er fyrirhuguð, er mælt með því að bíða með að

reyna að verða þunguð þar til eftir fyrstu eðlilegu tíðablæðingarnar. Þannig verður auðveldara að

áætla væntanlegan fæðingartíma.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur NuvaRing valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Hafðu

samband við lækninn ef þú færð einhverjar aukaverkanir, sérstaklega ef þær eru alvarlegar eða

þrálátar, eða ef breytingar verða á heilsunni sem þú telur að rekja megi til NuvaRing.

Aukin hætta á blóðtöppum í bláæðum (bláæðasegarek) eða blóðtöppum í slagæðum (slagæðasegarek)

er fyrir hendi hjá öllum konum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir. Sjá nánari upplýsingar um

mismunandi áhættu sem tengist notkun samsettra hormónagetnaðarvarna, kafla 2, „Áður en byrjað er

að nota NuvaRing“.

Ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum NuvaRing gætir þú fengið eftirfarandi

einkenni: Ofnæmisbjúg (bólga í andliti, tungu og/eða í hálsi og/eða erfiðleikar við að kyngja) eða

kláða og útbrot ásamt erfiðleikum við öndun. Ef þú færð þessi einkenni skaltu fjarlægja NuvaRing og

hafa tafarlaust samband við lækninn.

Konur sem hafa notað NuvaRing hafa greint frá eftirfarandi aukaverkunum.

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 konum):

Kviðverkir, ógleði.

Sveppasýking í leggöngum (t.d. þruska), óþægindi í leggöngum vegna hringsins, kláði í

kynfærum, útferð úr leggöngum.

Höfuðverkur eða mígreni, depurð, minnkuð kynlífslöngun.

Verkir í brjóstum, tíðaverkir.

Þrymlabólur.

Þyngdaraukning.

Hringur rennur úr leggöngum.

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 konum):

Sjóntruflanir, svimi.

Uppþemba, uppköst, niðurgangur eða hægðatregða.

Þreyta, skapstyggð, skapbreytingar, skapsveiflur.

Vökvasöfnun (bjúgur).

Þvagfærasýking og blöðrubólga.

Erfiðleikar eða verkir við þvaglát, sterk eða knýjandi þvaglátsþörf, tíð þvaglát.

Vandamál við samfarir, að meðtöldum verkjum, blæðingum eða að makinn finni fyrir

hringnum.

Hækkaður blóðþrýstingur.

Aukin matarlyst.

Verkir í baki, vöðvum og í hand- og fótleggjum.

Minnkað næmi í húð.

Eymsli í brjóstum eða stækkun á brjóstum, belgmein í brjóstum (blöðrur í brjósti sem geta

stækkað eða valdið verkjum).

Sýking í leghálsi, separ í leghálsi, úthverfing á leghálsinum (ectropion).

Breyting á tíðahring (t.d. geta blæðingar orðið kröftugri, lengri, óreglulegri eða stöðvast),

óþægindi í leggöngum, fyrirtíðaspenna, krampar í legi.

Sýking í leggöngum (sveppir eða bakteríur), sviðatilfinning, óþægileg lykt, verkir, óþægindi eða

þurrkur í leggöngum eða umhverfis ytri kynfæri.

Hárlos, exem, kláði, útbrot, hitatilfinning (roði).

Hringurinn brotnar.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 konum):

hættulegir blóðtappar í bláæð eða slagæð, til dæmis:

í fótlegg eða fæti (þ.e. segamyndun í djúpum bláæðum)

í lunga (þ.e. lungnasegarek)

hjartaáfall

heilaslag

minniháttar heilaslag eða tímabundin einkenni sem líkjast heilaslagi, sem nefnast

skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA)

blóðtappar í lifur, maga/þörmum, nýrum eða auga.

Hættan á að fá blóðtappa getur verið meiri ef aðrir þættir eru fyrir hendi sem auka áhættuna (sjá

frekari upplýsingar í kafla 2 um þær aðstæður sem auka hættu á blóðtöppum og um einkenni

blóðtappa).

Útferð úr brjóstum

Tíðni ekki þekkt (ekki er hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Þungunarfreknur (gulbrúnir flekkir á húð, sérstaklega í andliti)

Óþægindi í getnaðarlim maka (svo sem erting, útbrot, kláði)

Ekki hægt að fjarlægja hring án læknisaðstoðar (t.d. vegna þess að hringurinn festist við

leggangavegginn)

Greint hefur verið frá brjóstakrabbemeini og lifraræxlum hjá notendum samsettra

hormónagetnaðarvarna. Fyrir frekari upplýsingar, sjá kaflann Varnaðarorð og varúðarreglur,

Krabbamein.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á NuvaRing og NuvaRing stjöku

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef þú verður þess vör að barn hafi komist í snertingu við hormónin í NuvaRing skaltu hafa samband

við lækninn.

Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

Ekki skal nota NuvaRing ef liðnir eru meira en fjórir mánuðir frá afhendingardagsetningu.

Afhendingardagsetningin kemur fram á öskjunni og skammtapokanum utan um hringinn.

Ekki skal nota NuvaRing eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og skammtapokanum.

Ekki má nota NuvaRing ef einhverjar litabreytingar eru á hringnum eða önnur merki um skemmdir.

Farga má notuðum hring með heimilissorpi, helst í skammtapokanum sem má loka aftur. Farga má

notaðri stjöku með heimilissorpi. Ekki má sturta NuvaRing eða NuvaRing stjöku niður í salerni. Eins

og á við um önnur ónotuð eða fyrnd lyf, má ekki skola þeim niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim

með heimilissorpi. Leitið ráða hjá apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að

nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

NuvaRing inniheldur

Virku innihaldsefnin eru: etonogestrel (11,7 mg) og etinylestradíól (2,7 mg).

Önnur innihaldsefni eru: etylenvínýlasetat blandfjölliða (28% og 9% vínílasetat) (plasttegund

sem ekki leysist upp í líkamanum), magnesíumsterat.

Á hverjum degi losna 0,120 mg af etonogestreli og 0,015 mg af etinylestradíóli úr hringnum, samfellt

í þrjár vikur.

Lýsing á útliti NuvaRing og NuvaRing stjöku og pakkningastærðir

NuvaRing er sveigjanlegur, gegnsær, litlaus eða nær litlaus hringur sem er 54 mm í þvermál.

Hver hringur er í skammtapoka sem hægt er að loka aftur.

Stjakan er úr plasti, ekki dauðhreinsuð og er einnota. Hverri stjöku er pakkað sér. Stjakan er með CE

merki sem er upphleypt á stjökunni.

Hringnum og stjökunni er pakkað í pappaöskju ásamt fylgiseðli. Hver askja inniheldur 1 eða 3 hringi

og stjökur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme B.V., Box 581, 2003 PC Haarlem, Holland.

Framleiðandi

NV Organon, Kloosterstraat 6, 5349 AB Oss, Holland

eða Organon Ireland Ltd., Drynam Road Swords, Co. Dublin, Írland.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.,

Sími:535 7000.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

NuvaRing

0,120 mg/0,015 mg /24 klst, skeiðarinnlegg.

Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Eistland, Frakkland, Finnland, Grikkland, Holland,

Írland, Ísland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía,

Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Þýskaland, Ungverjaland og Stóra Bretland.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.

Þessir límmiðar geta hjálpað þér að muna að setja upp nýjan

hring og fjarlægja hring, ef þeir eru límdir á viðeigandi staði á

dagatalinu.

Setjið upp

hring

Fjarlægið

hring