Norspan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Norspan Forðaplástur 5 míkróg/ klst.
 • Skammtar:
 • 5 míkróg/ klst.
 • Lyfjaform:
 • Forðaplástur
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Norspan Forðaplástur 5 míkróg/klst.
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 14601a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Norspan 5 míkrógrömm/klst. forðaplástur

Norspan 10 míkrógrömm/klst. forðaplástur

Norspan 15 míkrógrömm/klst. forðaplástur

Norspan 20 míkrógrömm/klst. forðaplástur

Norspan 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur

Norspan 30 míkrógrömm/klst. forðaplástur

Norspan 40 míkrógrömm/klst. forðaplástur

búprenorfín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Norspan forðaplástur og við hverju hann er notaður

Áður en byrjað er að nota Norspan forðaplástur

Hvernig nota á Norspan forðaplástur

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Norspan forðaplástur

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Norspan forðaplástur og við hverju hann er notaður

Norspan forðaplástrar innihalda virka efnið búprenorfín sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnast sterk

kvalastillandi lyf eða verkjalyf. Læknirinn hefur ávísað þeim til að lina frekar mikla, langvinna verki

sem kalla á notkun sterks verkjalyfs.

Norspan forðaplástur á ekki að nota til að lina bráðaverki.

Norspan forðaplástur verkar gegnum húð. Eftir að hann hefur verið settur á fer búprenorfín gegnum

húðina inn í blóðið. Hver plástur endist í sjö daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Norspan forðaplástur

Ekki má nota Norspan forðaplástur

ef um er að ræða ofnæmi fyrir búprenorfíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6);

ef öndunarerfiðleikar eru til staðar;

ef lyfjamisnotkun er til staðar;

ef verið er að taka lyf sem nefnast MAO-hemlar (t.d. tranýlcýprómíð, fenelzín, ísókarboxazíð,

móklóbamíð og línezólíð) eða þeir hafa verið teknir á síðastliðnum tveimur vikum;

ef vöðvaslensfár (ástand sem lýsir sér með vöðvaslappleika) er til staðar;

ef fráhvarfseinkenni hafa verið til staðar, svo sem uppnám, kvíði, skjálfti eða svitaköst, þegar

áfengisneyslu var hætt.

Ekki má nota Norspan forðaplástur til meðferðar á fráhvarfseinkennum lyfjanotkunar.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Norspan forðaplástur er

notaður:

ef til staðar eru flog, köst eða rykkjakrampar,

ef þú ert með alvarlegan höfuðverk eða ógleði vegna höfuðáverka eða aukins þrýstings innan

höfuðkúpu (t.d. vegna heilasjúkdóms). Það er vegna þess að með plástrunum geta einkennin

versnað eða þeir dulið umfang höfuðáverka,

ef sundl eða yfirlið gera vart við sig,

ef lifrarstarfsemi er alvarlega skert,

ef þú hefur einhvern tímann misnotað lyf eða áfengi,

ef hiti er hár vegna þess að það getur valdið því að meira magn af virka efninu frásogast í blóðið en

vanalega.

Ef þú hefur nýlega gengist undir skurðaðgerð skaltu tala við lækninn áður en þú notar þessa plástra.

Börn og unglingar

Ekki má nota lyfið handa börnum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Norspan forðaplástri

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Norspan forðaplástur má ekki nota ásamt lyfjum sem kallast MAO-hemlar (t.d. tranýlcýprómíð,

fenelzín, ísókarboxazíð, móklóbamíð og línezólíð) eða ef slík lyf hafa verið tekin á síðastliðnum

tveimur vikum.

Ef tekin eru lyf á borð við fenóbarbítal eða fenýtóín (algeng lyf til meðferðar við flogum, köstum

eða rykkjakrömpum), karbamazepín (lyf við flogum, köstum eða rykkjakrömpum og ákveðnu

verkjaástandi) eða rífampicín (lyf til meðferðar á berklum) getur það dregið úr áhrifum Norspan

forðaplásturs.

Norspan forðaplástur getur valdið syfju, ógleði eða yfirliðum hjá ákveðnum einstaklingum eða

hægt á öndun eða gert hana veikari. Þessar aukaverkanir geta versnað ef önnur lyf sem valda sömu

áhrifum eru tekin samhliða. Meðal þeirra eru tiltekin lyf við verkjum, þunglyndi, kvíða, sálrænum

röskunum eða geðröskunum, lyf til að auðvelda svefn, lyf við háum blóðþrýstingi, svo sem

klónidín, aðrir ópíóíðar (en þá er að finna í verkjalyfjum eða tilteknum hóstamixtúrum, t.d.

morfíni, dextróprópoxýfeni, kódeini, dextrómetorfani, noskapíni), andhistamín sem valda syfju

eða svæfingarlyf á borð við halótan.

Gæta skal varúðar við notkun Norspan forðaplásturs samhliða benzódíazepínum (lyf sem notuð

eru til meðferðar við kvíða eða til að auðvelda svefn). Sú blanda getur valdið alvarlegum

öndunarerfiðleikum.

Notkun Norspan forðaplásturs með mat, drykk eða áfengi

Áfengi getur gert sumar aukaverkanir verri og áfengisdrykkja getur valdið vanlíðan meðan verið er að

nota Norspan forðaplástur. Ef áfengi er drukkið meðan verið er að nota Norspan forðaplástur getur það

jafnframt haft áhrif á viðbragðstíma.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ekki á að nota Norspan forðaplástur á meðgöngu, meðan á brjóstagjöf stendur, ef þú heldur að þú sért

þunguð eða áætlar að verða þunguð.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Norspan forðaplástur getur haft svo mikil áhrif á viðbrögð að þau verði ekki næg eða nógu snögg ef

eitthvað á sér stað óvænt eða skyndilega. Þetta á einkum við:

í upphafi meðferðar;

ef verið er að taka lyf til meðferðar við kvíða eða til að auðvelda svefn;

ef skammtur er aukinn.

Ef þetta á við (t.d. ef þú finnur fyrir sundli, svefnhöfga eða sérð óskýrt), skalt þú ekki aka bifreið eða

stjórna öðrum vélbúnaði meðan þú ert að nota Norspan forðaplástur eða í 24 klukkustundir eftir að

hann hefur verið fjarlægður.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Norspan forðaplástur

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Mismunandi styrkleikar af Norspan forðaplástri eru fáanlegir. Læknirinn ákveður hvaða styrkleiki

Norspan forðaplásturs hentar best.

Þegar byrjað er að nota Norspan verður oft vart við ógleði og uppköst (sjá kafla 4). Þetta gengur

yfirleitt yfir eftir fyrstu viku meðferðarinnar. Ráðlegt er að bóka annan tíma hjá lækninum einni til

tveimur vikum eftir að byrjað er að nota Norspan forðaplástur til að tryggja að þú notir réttan skammt

og bregðast við hugsanlegum aukaverkunum.

Meðan á meðferð stendur getur verið að læknirinn skipti út þeim plástri sem verið er að nota í veikari

eða sterkari plástur ef þurfa þykir eða segi þér að nota allt að tvo plástra samtímis. Ekki á að klippa

plástur eða skipta honum eða nota stærri skammt en ráðlagt er.

Ekki á að setja meira en tvo plástra á

í einu og á skammturinn ekki að vera stærri en 40 míkrógrömm/klst.

Fullorðnir og aldraðir sjúklingar

Ef læknirinn hefur ekki gefið önnur fyrirmæli ber að líma einn Norspan forðaplástur á húðina (líkt og

lýst er nákvæmlega í eftirfarandi texta) og skipta um plástur á sjö daga fresti helst á sama tíma dags.

Hugsanlega vill læknirinn aðlaga skammtinn eftir 3-7 daga þar til verkjastilling er orðin nægileg.

Ef læknirinn hefur ráðlagt þér að taka önnur verkjalyf ásamt því að nota plásturinn skalt þú fara

nákvæmlega eftir leiðbeiningum hans, annars nærð þú ekki hámarks ávinningi út úr meðferðinni með

Norspan forðaplástri.

Nota skal plásturinn í 3 heila daga áður en skammturinn er aukinn en þá fást hámarksáhrif.

Sjúklingar undir 18 ára aldri

Norspan forðaplástur er ekki ætlaður til notkunar fyrir sjúklinga undir 18 ára aldri.

Sjúklingar með nýrnasjúkdóm/sjúklingar í skilun

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm.

Sjúklingar með lifrarsjúkdóm

Ef sjúklingar eru með lifrarsjúkdóm getur verið að það hafi áhrif á verkun og verkunartíma Norspan

forðaplásturs og læknirinn fylgist því nánar með þér.

Áður en Norspan forðaplástur er settur á

Velja á óskaddaða húð án ertingar á upphandlegg, utanverðum handlegg, efri hluta bringu, efri

hluta baks eða utanverðri bringu (sjá eftirfarandi myndir). Biddu um aðstoð ef þú getur ekki sett

plásturinn á sjálf/ur.

Setja á Norspan forðaplástur á hárlitla eða nær hárlausa húð. Ef það er ekki hægt, á að klippa hárið

á staðnum með skærum, en ekki raka það.

Forðist að nota húðsvæði sem eru rauð, ert eða með öðrum lýtum, t.d. stórum örum.

Húðsvæðið sem valið er verður að vera þurrt og hreint. Ef hreinsa þarf plástursstaðinn, á einungis

að gera það með köldu eða volgu vatni. Ekki má nota sápur, alkóhól, olíur, áburði eða önnur

hreinsiefni. Bíðið þar til húðin er alveg þurr og köld eftir heitt bað eða sturtu. Berið engan áburð,

krem eða smyrsl á svæðið sem valið er. Það gæti komið í veg fyrir að plásturinn festist

almennilega.

Plásturinn settur á

1. skref: Hver plástur er innsiglaður í poka. Rétt fyrir notkun á að klippa eftir

punktalínunni með skærum. Gætið þess að skemma plásturinn ekki með

skærunum. Takið plásturinn út. Plásturinn á ekki að nota ef innsiglið á pokanum er

rofið.

2. skref: Límhlið plástursins er þakin silfurlitaðri hlífðarþynnu. Rífið varlega

hálfa

þynnuna af. Reynið að snerta ekki límhlið plástursins.

3. skref: Límið plásturinn á húðsvæðið sem valið hefur verið og fjarlægið þá

þynnu sem eftir er.

4. skref: Þrýstið plástrinum þétt að húðinni með lófanum og teljið hægt upp að 30.

Gangið úr skugga um að allur plásturinn liggi að húðinni, sérstaklega á köntunum.

Plásturinn á húðinni

Plásturinn á að vera á húðinni í 7 daga. Ef hann hefur verið settur rétt á er lítil hætta á að hann losni af.

Ef plásturskantarnir fara að losna af má líma þá fasta með húðlími við hæfi.

Það má fara í bað, sturtu og sund með plásturinn á.

Plástur má ekki verða fyrir miklum hita (t.d. hitabökstrum, rafmagnsteppum, hitalömpum, gufubaði,

heitum pottum, upphituðum vatnsrúmum, hitapokum o.s.frv.) vegna þess að það getur valdið því að

meira magn en vanalega af virka efninu frásogist í blóðið. Utanaðkomandi hiti getur líka komið í veg

fyrir að plásturinn festist almennilega. Hár sótthiti getur breytt áhrifum Norspan forðaplásturs (sjá

,,Gæta skal sérstakrar varúðar” hér að framan).

Ef svo ólíklega vildi til að plásturinn detti af áður en þarf að skipta honum út fyrir annan, á ekki að

nota sama plásturinn aftur. Setjið annan á tafarlaust (sjá ,,Skipt um plástur” hér að neðan).

Skipt um plástur

Takið gamla plásturinn af.

Brjótið hann í tvennt með límhliðina inn.

Opnið og takið út nýjan plástur. Setjið gamla plásturinn í tóman pokann til förgunar. Fargið síðan

pokanum á öruggan hátt.

Jafnvel notaðir plástrar innihalda eitthvað af virka efninu sem getur skaðað börn eða dýr þannig að

alltaf á að tryggja að notaðir plástrar séu þar sem börn og dýr hvorki ná til né sjá.

Límið nýjan plástur á annan viðeigandi stað (eins og lýst er hér að framan).

Ekki á að setja nýjan plástur á sama stað í 3-4 vikur.

Munið að skipta um plástur á sama tíma dags. Áríðandi er að hafa ákveðinn tíma dags í huga.

Meðferðarlengd

Læknirinn segir til um hve lengi meðferðin með Norspan forðaplástri á að standa.

Ekki á að stöðva meðferð án samráðs við lækni vegna þess að verkurinn getur komið aftur og vanlíðan

getur gert vart við sig (sjá jafnframt ”Ef hætt er að nota Norspan forðaplástur” hér að aftan).

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þér finnst áhrifin af Norspan forðaplástri vera of lítil

eða of mikil.

Ef meira af Norspan forðaplástri

en mælt er fyrir um er notað

Um leið og þú kemst að því að þú hefur notað fleiri plástra en til stóð skaltu taka alla plástra af þér og

hringja strax í lækninn eða sjúkrahús. Fólk sem hefur notað of stóran skammt getur fundið fyrir mikilli

syfju og ógleði. Það getur einnig verið með öndunarerfiðleika eða misst meðvitund og getur þurft

bráðameðferð á sjúkrahúsi. Þegar leitað er til læknis skal gæta þess að taka þennan fylgiseðil og alla

plástra sem eftir eru til að sýna lækninum.

Ef gleymist að nota Norspan forðaplástur

Límdu nýjan plástur á húðina um leið og þú manst eftir. Leggðu einnig dagsetninguna á minnið vegna

þess að verið getur að venjulegur skiptidagur hafi nú breyst. Ef langt er um liðið frá því að skipta átti

um plástur getur verið að verkurinn komi aftur. Þá skal hafa samband við lækninn.

Ekki á að nota aukaplástra til að bæta upp plástra sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Norspan forðaplástur

Ef hætt er að nota Norspan forðaplástur of snemma eða meðferðin er rofin, getur verið að verkurinn

komi aftur. Ef óskað er eftir að stöðva meðferðina á að leita ráða hjá lækninum. Hann lætur vita hvað

er til ráða og hvort hægt er að meðhöndla með öðrum lyfjum.

Sumir fá aukaverkanir þegar þeir hafa notað sterk verkjalyf í langan tíma og hætta notkun þeirra.

Hættan á aukaverkunum eftir að meðferð með Norspan forðaplástri er stöðvuð er mjög lítil. Þó skal

láta lækninn vita ef fram kemur geðshræring, kvíði, taugaveiklun eða skjálfti, ofvirkni, erfiðleikar með

svefn eða vandamál í meltingarvegi.

Verkjastillingaráhrif Norspan forðaplásturs haldast um hríð eftir að plásturinn er tekinn.

Ekki á að hefja notkun annars ópíóíð verkjastillandi lyfs (sterks verkjalyfs) fyrr en

24 klukkustundir eru liðnar frá því að plásturinn var tekinn af.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Norspan forðaplástur valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá

öllum.

Alvarlegar aukaverkanir sem geta tengst Norspan forðaplástri eru svipaðar þeim sem sjá má þegar

önnur sterk verkjalyf eru notuð og má þar telja öndunarerfiðleika og lágan blóðþrýsting.

Lyf þetta getur valdið ofnæmisviðbrögðum þótt alvarleg ofnæmisviðbrögð séu mjög sjaldgæf.

Fjarlægið plásturinn og látið lækninn tafarlaust vita ef skyndilega koma fram önghljóð við öndun,

öndunarerfiðleikar, bólga í augnlokum, andliti eða vörum, útbrot eða kláði, einkum ef það nær til

líkamans alls.

Eins og við á um öll sterk verkjalyf er hætta á að fíkn eða ávani komi fram þegar Norspan forðaplástur

er annars vegar.

Hjá sjúklingum sem fá Norspan forðaplástur hefur verið tilkynnt um eftirfarandi aðrar aukaverkanir:

Mjög algengar

(líklega hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum)

Höfuðverkur, svimi, syfja

Hægðatregða, ógleði eða uppköst

Kláði í húð

Útbrot, roði, kláði, bólga eða þroti í húð á plástursstað

Algengar

(líklega hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum)

Lystarleysi

Rugl, þunglyndi, kvíði, erfiðleikar með svefn, taugaveiklun, skjálftiMæði

Kviðverkir eða óþægindi í kviðarholi, niðurgangur, meltingartruflanir, munnþurrkur

Svitamyndun, útbrot, útþot á húð

Þreyta, óvenjulegt þróttleysi, bólga á höndum, ökklum eða fótum

Sjaldgæfar

(líklega hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Skapsveiflur, eirðarleysi, uppnám, óeðlileg vellíðan, ofskynjanir, martraðir, minnkuð kynhvöt,

árásarhneigð

Breytingar á bragðskyni, tormæli, minnkað sársauka- eða snertiskyn, náladofi eða doði

Minnisleysi, mígreni, yfirlið, erfiðleikar við einbeitingu eða samhæfingu

Augnþurrkur, þokusýn

Suð fyrir eyrum, sundl- eða svimatilfinning

Hár eða lágur blóðþrýstingur, verkur fyrir brjósti, hraður eða óreglulegur hjartsláttur

Hósti, hiksti, önghljóð við öndun

Vindgangur

Þyngdartap

Húðþurrkur

Vöðvakrampar, -verkir og -eymsli

Erfiðleikar við að hefja þvaglát

Hiti

Vangeta til að tæma þvagblöðru til fulls

Aukinn fjöldi áverka fyrir slysni (t.d. við fall)

Fráhvarfseinkenni svo sem uppnám, kvíði, svitamyndun eða skjálfti þegar hætt er að nota Norspan

forðaplástur

Ef þörf er á blóðrannsóknum þarft þú að minna lækninn á notkun Norspan forðaplásturs.

Þetta er áríðandi vegna þess að Norspan forðaplástur getur breytt lifrarstarfseminni og það getur haft

áhrif á niðurstöður sumra blóðrannsókna.

Mjög sjaldgæfar

(líklega hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Hjartaöng (verkur fyrir brjósti í tengslum við hjartasjúkdóm)

Geðröskun

Erfiðleikar með jafnvægi

Bólga í augnlokum eða andliti, sjáaldursþrenging augna

Öndunarerfiðleikar, versnun astma, oföndun

Yfirliðstilfinning, einkum þegar staðið er upp

Kyngingarörðugleikar

Staðbundin ofnæmisviðbrögð með greinilegum merkjum um þrota (í slíkum tilvikum á að stöðva

meðferð)

Þroti og erting í nefi

Minnkuð reðurstinning, skert kyngeta

veikindi sem líkjast inflúensu

Hörundsroði

Ofþornun

Koma örsjaldan fyrir

(líklega hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Vöðvakippir

Eyrnaverkur

Blöðrur

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Flogaköst, krampaköst eða krampar

Bólga í þarmavegg. Meðal einkenna geta verið hiti, uppköst og verkur eða óþægindi í maga

Kveisuverkur eða óþægindi í kviðarholi

Sjálfshvarf

Fráhvarfseinkenni hjá börnum mæðra sem hafa fengið Norspan á meðgöngu geta verið hár

skerandi grátur, viðkvæmni og óróleiki, skjálfti, erfiðleikar við fæðuinntöku, sviti og engin

þyngdaraukning.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Norspan forðaplástur

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Norspan forðaplástur eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskju og poka á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Eftir

fyrningardagsetningu á að fara með alla ónotaða plástra í apótek.

Geymið Norspan forðaplástur við lægri hita en 25°C.

Notið ekki plásturinn ef innsigli á poka hefur verið rofið.

Notaða plástra verður að brjóta saman með límlagið inn og farga þeim á öruggan hátt þar sem börn

hvorki ná til né sjá.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Norspan forðaplástur inniheldur

Virka innihaldsefnið er búprenorfín.

Norspan 5 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 5 mg af búprenorfíni í plástri sem er 6,25 cm

og losar um

5 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Norspan 10 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 10 mg af búprenorfíni í plástri sem er 12,5 cm

og losar um

10 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Norspan 15 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 15 mg af búprenorfíni í plástri sem er 18,75 cm

og losar um

15 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Norspan 20 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 20 mg af búprenorfíni í plástri sem er 25 cm

og losar um

20 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Norspan 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 25 mg af búprenorfíni í plástri sem er 31,25 cm

og losar um

25 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Norspan 30 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 30 mg af búprenorfíni í plástri sem er 37,5 cm

og losar um

30 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Norspan 40 míkrógrömm/klst. forðaplástur:

Hver forðaplástur inniheldur 40 mg af búprenorfíni í plástri sem er 50 cm

og losar um

40 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund (á 7 daga tímabili).

Önnur innihaldsefni eru:

Pólýakrýlat (Durotak 387-2051 & 387-2054)

Levúlínsýra

Óleýlóleat

Póvídón

Pólýetýlentereftalat.

Lýsing á útliti Norspan forðaplásturs og pakkningastærðir

Forðaplástur.

Mismunandi styrkleikar eru fáanlegar.

5 míkrógrömm/klst.: kringlóttur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

5 μg/klst.

10 míkrógrömm/klst.: rétthyrndur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

10 μg/klst.

15 míkrógrömm/klst.: rétthyrndur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

15 μg/klst.

20 míkrógrömm/klst.: kringlóttur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

20 μg/klst.

25 míkrógrömm/klst.: rétthyrndur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

25 μg/klst.

30 míkrógrömm/klst.: rétthyrndur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

30 μg/klst.

40 míkrógrömm/klst.: rétthyrndur, drapplitaður plástur með rúnnuðum hornum merktur Norspan

40 μg/klst.

Norspan forðaplástur er fáanlegur í öskjum með 1, 2, 3, 4, 5, 8, 10 eða 12 barnheldum pokum og er

einn plástur í hverjum þeirra.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Norpharma A/S

Frydenlundsvej 30

DK-2950 Vedbæk

Framleiðandi

Mundipharma DC B.V.

Leusderend 16

3832 RC Leusden

Holland

eða

Bard Pharmaceuticals Ltd.

Cambridge Science Park

Milton Road

Cambridge CB4 0GW

Bretland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Sími 540 8000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2018.