Norgesic 35 mg/450 mg

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Norgesic 35 mg/450 mg Tafla 35+450 mg
 • Skammtar:
 • 35+450 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Norgesic 35 mg/450 mg Tafla 35+450 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 01601a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Norgesic 35 mg/450 mg töflur

Orfenadrínsítrat og parasetamól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur

valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Norgesic og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Norgesic

Hvernig nota á Norgesic

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Norgesic

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Norgesic og við hverju það er notað

Norgesic er samsett lyf sem hefur vöðvaslakandi, verkjastillandi og hitalækkandi verkun.

Norgesic er notað til að draga úr vöðvaverkjum í tengslum við tognun, liðhlaup, vöðvaskaða,

ákveðnar sýkingar, bólgu í bandvef, þursabit, hálssveig, áverka á beinagrind og

streituhöfuðverk. Norgesic er einnig notað við tíðaverkjum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Norgesic

Ekki má nota Norgesic:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir orfenadrínsítrati eða parasetamóli eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Norgesic er notað.

ef þú ert með hjartsláttarónot

ef þú ert með blöðruhálskirtilsstækkun

ef þú ert með gláku.

Ef þú ert með grunnt fremra augnhólf og þröngt horn getur meðferðin valdið bráðri gláku,

sem orsakast af útvíkkun sjáaldra, en þetta ástand er mjög sjaldgæft.

Taktu aldrei meira af Norgesic en læknirinn hefur ráðlagt. Ef þú notar önnur verkjastillandi

lyf sem innihalda parasetamól skaltu ekki nota Norgesic án þess að ráðfæra þig fyrst við lækni

eða lyfjafræðing.

Stærri skammtar en ráðlagðir eru veita ekki betri verkjastillingu en hafa í för með sér hættu á

mjög alvarlegum lifrarskemmdum

. Einkenni lifrarskemmda koma venjulega ekki fram fyrr en

eftir nokkra daga. Þess vegna er mikilvægt að hafa samband við lækni eins fljótt og mögulegt

er ef of stór skammtur hefur verið tekinn.

Hættan á slíkum lifrarskemmdum eykst ef um er að ræða misnotkun áfengis. Láttu lækninn

alltaf vita ef þú átt við áfengisvandamál að stríða eða ef þú ert með lifrarskemmd. Vímuáhrif

áfengis aukast ekki við samhliða notkun Norgesic.

Notaðu ekki Norgesic, nema læknirinn hafi ávísað því, ef þú ert með áfengisvandamál eða

lifrarskemmd og notaðu ekki heldur Norgesic samtímis áfengi.

Notkun annarra lyfja samhliða Norgesic

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð

eða kynnu að verða notuð. Þetta gildir einnig um lyf sem fengin eru án lyfseðils og náttúrulyf.

Norgesic getur haft áhrif á verkun annarra lyfja og önnur lyf geta haft áhrif á verkun þess ef

þau eru notuð samhliða:

warfarín (blóðþynningarlyf). Ekki er talið að einstakir skammtar af Norgesic hafi

áhrif á verkun warfaríns

klóramfenikol (lyf við bakteríusýkingum)

próbenesíð (lyf við gigt)

fenýtóín, fenóbarbítal og karbamazepín (lyf við flogaveiki)

andhistamín (lyf við ofnæmi)

krampalosandi lyf (lyf við ákveðnum kvillum í þörmum)

þríhringlaga þunglyndislyf (lyf við þunglyndi)

MAO-hemlar (lyf við þunglyndi eða parkinsonsveiki)

fentíazín-lyf (lyf við geðsjúkdómum)

dópamínvirk lyf við parkinsonsveiki sem innihalda amantidín (lyf við

parkinsonsveiki)

lyf við hjartsláttartruflunum eins og dísópýramíð (lyf við óreglulegum hjartslætti).

áfengi getur dregið úr áhrifum Norgesic

Norgesic getur dregið úr hreyfanleika maga og þarma og þannig haft áhrif á frásog

annarra lyfja sem tekin eru inn

Ópíóíðar (morfínlík lyf) þar sem þeir geta valdið sljóleika og öndunarskerðingu.

Meðganga og brjóstagjöf

Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu og við brjóstagjöf.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Notkun Norgesic getur dregið úr viðbragðshæfni. Þetta ber að hafa í huga þegar þörf er á

óskertri athygli, t.d. við akstur.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar

árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan

fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Norgesic

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammturinn er ákveðinn af lækninum, sem aðlagar skammtinn einstaklingsbundið eftir því

hvað hentar hverjum og einum.

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna er 2 töflur 3 sinnum á sólarhring.

Ef þér finnst áhrifin af Norgesic of mikil eða of lítil skaltu leita til læknisins eða

lyfjafræðings.

Athugið! Stærri skammtar en ráðlagðir eru hafa í för með sér aukna hættu á alvarlegum

lifrarskemmdum.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222), til þess að fá metna

áhættu og fá ráðgjöf.

Einkenni lifrarskemmda koma venjulega ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Þess vegna er

mikilvægt að hafa samband við lækni eins fljótt og hægt er ef þú hefur tekið of stóran

skammt.

Ef gleymist að taka Norgesic

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættu töku Norgesic og hafðu samstundis samband við lækni ef þú færð eitthvert eftirtalinna

einkenna (ofnæmisbjúg):

þrota í andliti, tungu eða koki

erfiðleika með að kyngja

ofsakláða og öndunarerfiðleika.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Þreyta, svimi, ógleði,

þokusýn og munnþurrkur.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Ofsakláði, kláði,

ofnæmisbjúgur, lifrarskemmd, aukið magn kreatíníns (efni sem endurspeglar starfsemi

nýrna).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

Alvarleg

húðviðbrögð, ofskynjanir, ringlun, skjálfti, sjónstillingarerfiðleikar, hjartsláttarónot,

hægðatregða og erfiðleikar með þvaglát.

Lifrarskemmdir hafa komið fram við notkun parasetamóls í tengslum við misnotkun áfengis.

Við langvarandi notkun er ekki hægt að útiloka hættu á nýrnaskemmdum algjörlega.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix

V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi

lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Norgesic

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir „Fyrnist“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða

í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að

vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Norgesic inniheldur

Virku innihaldsefnin eru orfenadrínsítrat og parasetamól.

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi, forgelatíneruð maíssterkja,

magnesíumsterat og kísiltvíoxíðkvoða.

Lýsing á útliti Norgesic og pakkningastærðir

Töflurnar eru í 30 eða 100 stykkja þynnupakkningu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Meda AB,

Box 906,

170 09 Solna,

Svíþjóð

Framleiðandi:

3 M Health Care Ltd.,

Loughborough,

Leicestershire,

Le11 5SF

Bretland

Umboð á Íslandi:

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.