NOCDURNA

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • NOCDURNA Frostþurrkuð tafla 50 míkróg
 • Skammtar:
 • 50 míkróg
 • Lyfjaform:
 • Frostþurrkuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • NOCDURNA Frostþurrkuð tafla 50 míkróg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 6437b26c-fedd-e411-9a05-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Nocdurna 25 míkróg frostþurrkuð tafla

Nocdurna 50 míkróg frostþurrkuð tafla

desmópressín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Nocdurna og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Nocdurna

Hvernig nota á Nocdurna

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Nocdurna

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Nocdurna og við hverju það er notað

Nocdurna inniheldur desmópressín, þvagtemprandi lyf, sem dregur úr þvagmyndun.

Nocdurna er notað til meðferðar hjá fullorðnum við næturþvagátum (tíð þörf á því að fara framúr að

nóttu til að losa þvag) vegna ofsamigu að nóttu (offramleiðsla á þvagi að nóttu).

2.

Áður en byrjað er að nota Nocdurna

Ekki má nota Nocdurna:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir desmópressíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

ef um er að ræða ofþorsta (mikill þorsti og aukin vökvaneysla) eða ofþorsta af geðrænum

toga (aukinn þorsti og aukin vökvaneysla af geðrænum toga).

ef þú ert með eða grunur er um hjartasjúkdóm (hjartabilun, þegar hjartað getur ekki dælt

nægu blóði um líkamann).

ef þú ert með sjúkdóm sem þarf meðferð með þvagræsilyfjum.

ef þú ert með í meðallagi mikla eða alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi.

ef þú ert með eða hefur fengið blóðnatríumlækkun (lítið magn af natríumi í blóði).

ef þú hefur of mikið af hormóni sem minnkar þvagframleiðslu (SIADH, hormone secretion

disorder).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Nocdurna er notað.

Það er sérstaklega mikilvægt að þú leitir ráða hjá lækninum áður en þú notar Nocdurna:

ef þú hefur alvarleg vandamál tengd þvagblöðru og vandamál við þvaglosun.

ef þú ert 65 ára eða eldri því læknirinn mun þurfa að fylgjast með natríumgildum í blóði (sjá

kafla 3 „Hvernig nota á Nocdurna“ hér á eftir).

ef natríumgildi í blóði eru lág.

ef þú ert með sjúkdóm/sjúkdóma sem valda ójafnvægi í vökva- og/eða blóðsaltbúskap líkamans.

ef þú ert með sjúkdóm/sjúkdóma sem yrðu verri ef truflun yrði á vökva- og/eða blóðsaltbúskap

líkamans.

ef þú færð bráðan tilfallandi sjúkdóm (svo sem altæka sýkingu, hita eða magapest) vegna þess

að það getur verið nauðsynlegt fyrir lækninn að stöðva eða endurmeta meðferðina með

Nocdurna.

ef þú ert með slímseigjusjúkdóm, hjartasjúkdóm, háan blóðþrýsting, langvinnan nýrnasjúkdóm

eða meðgöngueitrun.

Hafa skal neyslu vökva í lágmarki frá því 1 klst. fyrir notkun Nocdurna þar til 8 klst. eftir notkun

Nocdurna. Meðferð án þess að minnka vökvaneyslu getur leitt til vökvasöfnunar og/eða ójafnvægis í

saltbúskap líkamans, með eða án vísbendinga og einkenna sem geta verið höfuðverkur,

ógleði/uppköst, þyngdaraukning og í alvarlegum tilvikum krampar.

Notkun annarra lyfja samhliða Nocdurna

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Það er sérstaklega mikilvægt að þú leitir ráða hjá lækninum ef þú notar:

þríhringlaga þunglyndislyf sem eru lyf notið t.d. við þunglyndi (svo sem klómipramín,

imipramín, desimipramín)

serótónínendurupptökuhemla (SSRI) sem eru lyf notuð t.d. við þunglyndi eða kvíða (svo sem

citalópram, praoxetín, sertalín)

klórprómazín sem er geðrofslyf notað við t.d. geðklofa

þvagræsilyf (bjúgtöflur svo sem thíazíð eða aðrar gerðir af þvagræsilyfjum)

karbamazepín sem er notað við t.d. geðhvarfasýki og flogaveiki

lyf við sykursýki af gerð II (lyf við sykursýki af flokki súlfónýlúrealyfja), sérstaklega

klórprópamíð

bólgueyðandi verkjalyf sem ekki eru af flokki stera (NSAID) sem eru lyf sem notuð eru við

verkjum og bólgu (t.d. asetylsalicylsýra og íbúprófen)

oxytocin sem er lyf notað í tengslum við fæðingar

litíum sem er notað við geðhvarfasýki

lóperamíð sem er lyf notað við niðurgangi

Notkun Nocdurna með mat eða drykk

Nocdurna skal ekki taka með mat vegna þess að verkunin getur minnkað.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Læknirinn ákveður hvort þú getur notað lyfið á meðgöngu eða ef þú hefur barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Nocdurna hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing

3.

Hvernig nota á Nocdurna

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er

Konur: 25 míkróg á sólarhring. Einni klukkustund fyrir svefn, notað undir tungu án vatns.

Karlar: 50 míkróg á sólarhring. Einni klukkustund fyrir svefn, notað undir tungu án vatns.

Nocdurna er látið undir tunguna þar sem lyfið leysist upp án þess að þörf sé fyrir vatn.

Notkunarleiðbeiningar

Fjarlægið alveg flipann á endanum á þynnuspjaldinu með því að rífa eftir rifgötunum og byrjið í

horninu þar sem er táknmynd handar.

Fjarlægið nú eina þynnupakkningu frá þynnuspjaldinu með því að rífa eftir rifgötunum.

Fjarlægið þynnuna með því að byrja í horninu þar sem ör er prentuð og dragið þynnuna af eins

og örin sýnir.

Ekki ýta töflunni út í gegnum þynnuna

Takið töfluna varlega úr þynnupakkningunni. Setjið töfluna undir tunguna og leyfið henni að

leysast upp. Ekki tyggja eða gleypa töfluna.

Ef taflan brotnar í fleiri en tvo hluta á meðan hún er tekin úr þynnupakkningunni á ekki að nota

brotin. Takið aðra töflu úr þynnupakkningunni.

Þú verður að hafa neyslu vökva í lágmarki frá því 1 klst. áður en Nocdurna er notað þar til 8 klst. eftir

að Nocdurna er notað. Ef þú finnur fyrir einhverjum eftirtalinna einkenna skal stöðva meðferðina og

hafa samband við lækninn: höfuðverkur, ógleði/uppköst, þyngdaraukning og í alvarlegum tilvikum

krampar (sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“ hér á undan). Læknirinn getur ákveðið að hefja

meðferð að nýju. Þegar meðferð er hafin að nýju verður að takmarka vökvaneyslu verulega. Auk þess

mun læknirinn fylgjast náið með natríummagni í blóðinu.

Notkun hjá öldruðum (65 ára og eldri)

Ef þú ert 65 ára eða eldri þarf læknirinn að fylgjast með natríummagni í blóði áður en meðferðin hefst,

í fyrstu viku meðferðar (4-8 dögum eftir upphaf meðferðar) og aftur um það bil mánuði eftir upphaf

meðferðar.

Skert nýrnastarfsemi

Ef þú ert með í meðallagi mikla eða alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi skaltu ekki nota Nocdurna.

Leitaðu ráða hjá lækninum.

Skert lifrarstarfsemi

Ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi skaltu leita ráða hjá lækninum áður en Nocdurna er notað.

Notkun handa börnum og unglingum

Lyfið er eingöngu ætlað fullorðnum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Það er mikilvægt að þú notir ekki meira en ávísaðan skammt hvern sólarhring. Veita skal

vísbendingum um vökvasöfnun í líkamanum (vatnseitrun) sérstaka athygli svo sem þyngdaraukningu,

höfuðverk, ógleði og í alvarlegum tilvikum krömpum.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur notað meira af Nocdurna en mælt var fyrir um.

Ef gleymist að nota Nocdurna

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Haltu áfram að nota

töflurnar eins og venjulega næsta dag.

Ef hætt er að nota Nocdurna

Einungis skal stöðva meðferð eða hætta henni samkvæmt læknisráði.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Of mikil vökvaneysla getur leitt til vökvasöfnunar sem í alvarlegum tilvikum þynnir söltin í

líkamanum. Þetta getur orðið alvarlegt vandamál og getur valdið krömpum.

Hættu notkun lyfsins og hafðu tafarlaust samband við lækni eða farðu á næstu bráðamóttöku ef þú

færð einhver af þessum einkennum;

óvanalega slæman eða langvarandi höfuðverk,

verður ringluð/ringlaður

óútskýrð þyngdaraukning,

ógleði eða uppköst.

Aukaverkanir eru meðal annars:

Mjög algengar; geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

Munnþurrkur

Algengar: geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Ógleði, lasleikatilfinning, máttleysi í vöðvum og ringlun vegna minnkaðs magns natríums í

blóði (blóðnatríumlækkun)

Höfuðverkur

Sundl

Ógleði

Niðurgangur

Sjaldgæfar: geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Hægðatregða

Magaóþægindi

Máttleysi (þreyta)

Þroti í vefjum á fótleggjum (útlægur bjúgur)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Nocdurna

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

Notist strax eftir að þynnuhólf fyrir hverja töflu hefur verið opnað.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnuspjaldinu á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nocdurna inniheldur

Virka innihaldsefnið er desmópressín sem desmópressínasetat.

Hver frostþurrkuð tafla inniheldur 25 míkróg desmópressín.

Hver frostþurrkuð tafla inniheldur 50 míkróg desmópressín.

Önnur innihaldsefni eru gelatína, mannitól (E 421) og vatnsfrí sítrónusýra.

Lýsing á útliti Nocdurna og pakkningastærðir

Nocdurna 25 míkróg:

Hvít, kringlótt frostþurrkuð tafla, u.þ.b. 12 mm, merkt með 25 á annarri hliðinni.

Nocdurna 50 míkróg:

Hvít, kringlótt frostþurrkuð tafla, u.þ.b. 12 mm, merkt með 50 á annarri hliðinni.

Lagskiptar álþynnur, pakkað í öskju. Hver rifgötuð stakskammtaþynna inniheldur 10 frostþurrkaðar

töflur.

Pakkningastærðir:

10x1, 30x1, 90x1 eða 100x1 frostþurrkaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Ferring Lægemidler A/S,

Kay Fiskers Plads 11,

2300 København S,

Danmörk

Framleiðandi:

Ferring GmbH, Wittland 11, 24109 Kiel, Þýskaland.

Umboð á Íslandi:

Vistor hf. Sími: 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2016.