Nobligan Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nobligan Retard Forðatafla 200 mg
 • Skammtar:
 • 200 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nobligan Retard Forðatafla 200 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ec5f1a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Nobligan Retard 100 mg forðatöflur

Nobligan Retard 150 mg forðatöflur

Nobligan Retard 200 mg forðatöflur

2.

INNIHALDSLÝSING

Virkt innihaldsefni: Tramadolhýdróklóríð

Nobligan Retard 100 mg forðatöflur

Hver forðatafla inniheldur 100 mg tramadolhýdróklóríð.

Nobligan Retard 150 mg forðatöflur

Hver forðatafla inniheldur 150 mg tramadolhýdróklóríð.

Nobligan Retard 200 mg forðatöflur

Hver forðatafla inniheldur 200 mg tramadolhýdróklóríð.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver forðatafla inniheldur 2,5 mg af mjólkursykri (sjá kafla 4.4).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Forðatafla.

Kringlótt, filmuhúðuð tafla, kúpt á báðum hliðum, auðkennd merki framleiðanda

á annarri hliðinni:

100 mg: Hvít forðatafla, auðkennd T1 á hinni hliðinni.

150 mg: Ljósappelsínugul forðatafla, auðkennd T2 á hinni hliðinni.

200 mg: Ljósappelsínugulbrún forðatafla, auðkennd T3 á hinni hliðinni.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Meðferð á í meðallagi miklum eða miklum verkjum.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Skammta skal stilla eftir því hve miklir verkirnir eru og eftir næmi hvers sjúklings. Almennt skal nota

minnsta skammt sem gefur verkjastillingu. Sólarhringsskammtur ætti ekki vera stærri en 400 mg af

tramadolhýdróklóríði nema við sérstakar klínískar aðstæður.

Eigi annað ekki við skal nota Nobligan Retard á eftirfarandi hátt:

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

Venjulegur skammtur er 50-100 mg af tramadolhýdróklóríði tvisvar sinnum á sólarhring, kvölds og

morgna. Náist ekki nægileg verkjastilling má auka skammta smám saman í 150 mg eða 200 mg af

tramadolhýdróklóríði tvisvar sinnum á sólarhring (sjá kafla 5.1).

Ekki á undir nokkrum kringumstæðum að nota Nobligan Retard lengur en brýna nauðsyn ber til. Ef

sjúkdómurinn er þess eðlis og það slæmur að þörf er á langvarandi verkjameðferð með Nobligan

Retard, á að fylgjast nákvæmlega og reglulega með meðferðinni (gera hlé á meðferðinni ef þarf) til að

sjá hvort og að hve miklu leyti frekari meðferð er nauðsynleg.

Börn

Ekki er mælt með notkun Nobligan Retard fyrir börn yngri en 12 ára.

Aldraðir

Venjulega þarf ekki að breyta skömmtum hjá sjúklingum allt að 75 ára nema hjá þeim sem hafa

klínísk einkenni um skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hjá öldruðum sjúklingum, eldri en 75 ára, getur

hægt á brotthvarfi. Ef nauðsyn krefur skal því íhuga vandlega að lengja tímabil milli skammta í

samræmi við þarfir sjúklingsins.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi/himnuskilun og skerta lifrarstarfsemi

Brotthvarfi tramadols er hægara hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Hjá þessum

sjúklingum skal því íhuga vandlega að lengja tímann á milli skammta í samræmi við þarfir

sjúklingsins.

Notkun Nobligan Retard er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi

og/eða lifrarstarfsemi.

Lyfjagjöf

Töflurnar á að gleypa heilar og þeim má hvorki skipta né tyggja. Taka á töflurnar með nægilegum

vökva, óháð máltíðum.

4.3

Frábendingar

Ekki má nota Nobligan Retard:

ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í

kafla 6.1.

við bráða eitrun af völdum áfengis, svefnlyfja, verkjalyfja, ópíóíða eða annarra geðlyfja.

handa sjúklingum sem nota MAO-hemla eða hafa notað þá síðustu 14 dagana (sjá kafla 4.5).

hjá sjúklingum með flogaveiki, sem meðferð heldur ekki nægilega í skefjum.

til að venja af notkun ávana- og fíkniefna.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Því aðeins má nota Nobligan Retard handa sjúklingum sem eru háðir ópíóíðum, með höfuðáverka, í

losti, með skerta meðvitund af óþekktum orsökum, með raskanir í öndunarstöð heilans eða öndunar-

truflanir og með hækkaðan innankúpuþrýsting, að fyllstu varúðar sé gætt.

Lyfið á því aðeins að nota handa sjúklingum sem eru með ofnæmi fyrir ópíóíðum að varúðar sé gætt.

Gæta á varúðar þegar Nobligan Retard er gefið sjúklingum með öndunarbælingu eða við samhliða

meðferð með róandi efnum (sjá kafla 4.5) eða þegar farið er yfir ráðlagðan skammt (sjá kafla 4.9), þar

sem ekki er hægt að útiloka öndunarbælingu í þessum tilvikum.

Greint hefur verið frá krömpum hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með tramadoli innan ráðlagðs

skammtabils. Áhættan getur aukist ef skammtur tramadols fer yfir ráðlagðan hámarksskammt á

sólarhring (400 mg). Tramadol getur einnig aukið hættu á krömpum hjá sjúklingum sem nota önnur lyf

sem lækka krampaþröskuldinn, sjá kafla 4.5.

Sjúklinga með flogaveiki eða tilhneigingu til krampafloga á ekki að meðhöndla með tramadoli nema

brýna nauðsyn beri til.

Ávanabindandi áhrif tramadols eru mjög lítil. Þol, líkamleg og sálræn ávanabinding getur komið fram

við langvarandi notkun. Einungis skal nota Nobligan Retard í skamman tíma og undir nákvæmu

lækniseftirliti handa sjúklingum með tilhneigingu til lyfjamisnotkunar eða lyfjaávanabindingar.

Tramadol kemur ekki í stað ópíóíða hjá sjúklingum sem eru háðir slíkum lyfjum. Þó að tramadol sé

ópíóíðviðtakaörvi getur það ekki komið í veg fyrir fráhvarfseinkenni morfíns.

Nobligan Retard inniheldur mjólkursykur. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog

glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki að nota lyfið.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Nobligan Retard má ekki nota samhliða MAO-hemlum, sjá kafla 4.3.

Greint hefur verið frá lífshættulegum milliverkunum á miðtaugakerfið sem og á virkni öndunarfæra og

blóðrásarkerfis, hjá sjúklingum sem notuðu ópíóíðann pethidín innan 14 daga frá töku MAO-hemils.

Ekki er hægt að útiloka sams konar milliverkanir MAO-hemla og Nobligan Retard.

Samtímis notkun Nobligan Retard og annarra lyfja sem einnig verka á miðtaugakerfið, þ.á m. áfengi,

eykur áhrif á miðtaugakerfið (sjá kafla 4.8).

Niðurstöður lyfjahvarfarannsókna hafa hingað til sýnt, að ekki þarf að búast við klínískt mikilvægum

milliverkunum við samtímis eða fyrri notkun cimetidins (ensímhemill). Samtímis eða fyrri notkun

carbamazepins (ensímörvi) getur dregið úr verkjastillandi áhrifum og stytt verkunartímann.

Tramadol getur valdið krömpum og aukið hættu á að sértækir serotonin endurupptökuhemlar (SSRI’s),

serotonin-noradrenalín endurupptökuhemlar (SNRI’s), þríhringlaga þunglyndislyf, geðrofslyf og

önnur lyf sem lækka krampaþröskuldinn (svo sem búprópíon, mirtazapín, tetrahýdrókannabínól) valdi

krömpum.

Lækningaleg notkun tramadols samtímis serotoninvirkum lyfjum, t.d. sértækum serotonin

endurupptökuhemlum (SSRI’s), serotonin-noradrenalín endurupptökuhemlum (SNRI’s), eða MAO-

hemlum (sjá kafla 4.3), þríhringlaga þunglyndislyfjum og mirtazapíni getur valdið serótónín eitrun.

Serotoninheilkenni er líklegt ef vart verður við eitthvað af eftirtöldu:

Sjálfvakta vöðvakippi (spontaneous clonus)

Örvanlega vöðvakippi (inducible clonus) eða vöðvakippi í augnvöðrum (ocular clonus) með

æsingi eða mikilli svitamyndun

Skjálfta og ofviðbrögð (hyperreflexia)

Ofstælingu og líkamshita >38°C ásamt örvanlegum vöðvakippum eða vöðvakippum í

augnvöðvum.

Þegar notkun serotoninvirkra lyfja er hætt fæst yfirleitt skjótur bati. Meðferð er háð því hvers eðlis og

hve alvarleg einkennin eru.

Gæta skal varúðar við samtímis notkun tramadols og coumarinafleiða (t.d. warfarins) vegna þess að

greint hefur verið frá lengri INR (international normalised ratio) með mikilli blæðingu og

húðblæðingum hjá nokkrum sjúklingum.

Önnur lyf sem vitað er að hamla CYP3A4 ensíminu, eins og ketoconazol og erytromycin, geta

hugsanlega hamlað umbrotum tramadols (N-metýlsvipting) og líklega einnig umbrotum virka

O-metýlsvipta umbrotsefnisins.

Klínískt mikilvægi þessarar milliverkunar hefur ekki verið rannsakað (sjá kafla 4.8).

Í nokkrum rannsóknum hefur komið fram aukin þörf fyrir tramadol hjá sjúklingum með verki eftir

aðgerð sem fengu uppsölulyfið 5-HT3 hemilinn ondansetron fyrir eða eftir aðgerð.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Í dýrarannsóknum á tramadoli, þar sem notaðir hafa verið mjög stórir skammtar, hafa komið fram

áhrif á þroska líffæra, beinmyndun og dauðsföll hjá nýfæddum. Ekki hafa sést nein vansköpunar-

valdandi áhrif. Tramadol fer yfir fylgju. Þekking á öryggi við notkun tramadols á meðgöngu er

takmörkuð og því á ekki að nota Nobligan Retard á meðgöngu.

Tramadol, gefið fyrir fæðingu eða meðan á fæðingu stendur, hefur ekki áhrif á samdráttarhæfni

legsins. Það getur valdið breytingum á öndunartíðni hjá nýburum en þetta skiptir yfirleitt ekki klínísku

máli. Langtímanotkun lyfsins á meðgöngu getur valdið fráhvarfseinkennum hjá nýburum.

Brjóstagjöf

Hjá mjólkandi konum skilst tramadol út í brjóstamjólk sem svarar til um 0,1% af plasmaþéttni

móðurinnar. Ekki er mælt með notkun Nobligan Retard þann tíma sem barn er haft á brjósti. Yfirleitt

þarf ekki að hætta brjóstagjöf þótt notaður sé stakur skammtur af tramadoli.

Frjósemi

Reynsla eftir markaðssetningu lyfsins bendir ekki til þess að tramadol hafi áhrif á frjósemi.

Dýrarannsóknir hafa ekki sýnt að tramadol hafi áhrif á frjósemi.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Jafnvel við rétta notkun getur Nobligan Retard valdið svefnhöfga og sundli og dregið úr viðbragðsflýti

þannig að hæfni til aksturs og notkunar véla er skert. Þetta á einkum við þegar samtímis eru notuð

alkóhól og önnur geðvirk efni.

4.8

Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir sem greint er frá eru ógleði og sundl, sem koma fyrir hjá yfir 10% sjúklinga.

Tíðniflokkar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar: ≥1/10

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (≤1/10.000)

Tíðni ekki þekkt: (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi:

Mjög sjaldgæfar:

Ofnæmisviðbrögð (t.d. mæði, berkjukrampar, sogkenndur andardráttur, ofsabjúgur)

og bráðaofnæmi.

Hjarta:

Sjaldgæfar:

Áhrif á stjórn hjarta og æða (hjartsláttarónot, hraðsláttur).

Þessar aukaverkanir koma einkum fram þegar lyfið er gefið í bláæð og hjá

sjúklingum sem eru undir líkamlegu álagi.

Mjög sjaldgæfar:

Hægsláttur.

Rannsóknaniðurstöður:

Mjög sjaldgæfar:

Blóðþrýstingshækkun.

Æðar:

Sjaldgæfar:

Áhrif á stjórn hjarta og æða (réttstöðulágþrýstingur, blóðrásarbilun).

Þessar aukaverkanir koma einkum fram þegar lyfið er gefið í bláæð og hjá

sjúklingum sem eru undir líkamlegu álagi.

Taugakerfi:

Mjög algengar:

Sundl.

Algengar:

Höfuðverkur, sljóleiki.

Mjög sjaldgæfar:

Náladofi (paraesthesia), skjálfti, krampar, ósjálfráðir vöðvakippir, óeðlileg

samhæfing, yfirlið, talfruflanir.

Krampar komu einkum fram ef notaðir voru stórir skammtar af tramadoli eða ef tramadol var notað

samtímis öðrum lyfjum sem geta lækkað krampaþröskuldinn (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Efnaskipti og næring:

Mjög sjaldgæfar:

Breytingar á matarlyst.

Tíðni ekki þekkt:

Blóðsykurlækkun.

Geðræn vandamál:

Mjög sjaldgæfar:

Ofskynjanir, rugl, svefntruflanir, óráð, kvíði og martraðir.

Eftir notkun Nobligan Retard geta komið fram ýmsar sálrænar aukaverkanir sem eru breytilegar milli

einstaklinga hvað varðar eðli og alvarleika (háð persónuleika og meðferðarlengd). Um getur verið að

ræða skapbreytingar (yfirleitt vellíðan, stundum vanlíðan), breytt athafnasemi (yfirleitt minnkuð,

stundum aukin) og breytingar á skilvitlegri hæfni og skynjun (t.d. atferli við ákvarðanatöku og trufluð

eftirtekt).

Ávanabinding getur komið fyrir.

Þegar meðferð er hætt geta einnig komið fram fráhvarfseinkenni sem líkjast þeim einkennum sem

koma fram eftir að meðferð með ópíóíðefnum hefur verið hætt, þ.e. æsingur, kvíði, taugaveiklun,

svefnleysi, ofhreyfni, skjálfti og einkenni frá meltingarvegi.

Önnur einkenni sem örsjaldan koma fyrir þegar meðferð með tramadoli er hætt eru: Ofsahræðsla,

mikill kvíði, ofskynjanir, náladofi, suð fyrir eyrum og óvenjuleg miðtaugakerfiseinkenni (svo sem

rugl, ranghugmyndir, afsjálfgun (depersonalisation), skert raunveruleikaskyn, vænisýki).

Augu:

Mjög sjaldgæfar:

Ljósopsþrenging, þokusýn, ljósopsstæring.

Öndunarfæri brjósthol og miðmæti:

Mjög sjaldgæfar:

Mæði.

Ef notaðir eru skammtar af lyfinu verulega umfram það sem ráðlagt er og samtímis

eru notuð önnur lyf sem hafa bælandi verkun á miðtaugakerfið (sjá kafla 4.5), getur

komið fram öndunarbæling.

Greint hefur verið frá versnun astma en ekki hefur verið sýnt fram á

orsakasamhengi.

Meltingarfæri:

Mjög algengar:

Ógleði.

Algengar:

Hægðatregða, munnþurrkur, uppköst.

Sjaldgæfar:

Sjúklingur kúgast, meltingaróþægindi (uppþemba og þaninn kviður) og

niðurgangur.

Húð og undirhúð:

Algengar:

Aukin svitamyndun.

Sjaldgæfar:

Viðbrögð á húð (t.d. kláði, útbrot og ofsakláði).

Stoðkerfi og stoðvefur:

Mjög sjaldgæfar:

Máttleysi í vöðvum.

Lifur og gall:

Í einstökum tilvikum hefur sést aukning lifrarensíma í samhengi við notkun tramadols.

Nýru og þvagfæri:

Mjög sjaldgæfar:

Þvaglátaraskanir (þvaglátstregða (dysuria) og ónóg tæming blöðru).

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað:

Algengar:

Þreyta

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Einkenni:

Við eitrun af völdum tramadols má yfirleitt vænta svipaðra einkenna og við eitrun af völdum annarra

verkjalyfja sem verka á miðtaugakerfið (ópíóíðar). Einkum er um að ræða ljósopsþrengingu, uppköst,

blóðrásarbilun, meðvitundarraskanir allt upp í dá, krampa og öndunarbælingu allt upp í öndunarlömun.

Meðferð:

Almennar reglur um skyndihjálp gilda: Halda skal öndunarvegum opnum (ásvelging [aspiration]), eftir

einkennum skal viðhalda öndun og blóðrás. Mótefni gegn öndunarbælingu er naloxon. Í dýra-

rannsóknum hafði naloxon engin áhrif á krampa. Í slíkum tilvikum á að gefa diazepam í bláæð.

Ef eiturverkun kemur fram vegna lyfjaforma til inntöku er magatæming með lyfjakolum eða

magaskolun ráðlögð innan 2 klst. frá inntöku tramadols. Magatæming á síðari stigum gæti komið að

gagni ef um er að ræða eiturverkun vegna óvenju mikils magns eða lyfjaforma með forðaverkun.

Brotthvarf tramadols úr sermi er óverulegt við blóðskilun eða blóðsíun. Þess vegna nægir ekki

blóðskilun eða blóðsíun ein og sér við meðhöndlun bráðrar eitrunar af völdum Nobligan Retard.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Aðrir ópíóíðar, ATC flokkur: N02AX02.

Tramadol er verkjastillandi lyf af flokki ópíóíða og hefur áhrif á miðtaugakerfið. Lyfið er ósértækur,

hreinn

- og

-ópíóíðviðtakaörvi með meiri sækni í

-viðtaka. Önnur verkun, sem stuðlar að

verkjastillandi áhrifum, er hömlun á endurupptöku noradrenalins í taugar og aukin losun serotonins.

Tramadol hefur hóstastillandi verkun. Gagnstætt morfíni hafa verkjastillandi skammtar af tramadoli, á

víðu skammtabili, engin öndunarbælandi áhrif. Áhrif á iðrahreyfingar eru heldur ekki fyrir hendi.

Áhrif á hjarta og æðar eru óveruleg. Verkun tramadols er 1/10 til 1/6 af verkun morfíns.

Börn

Áhrif gjafar tramadols utan meltingarvegar eða um meltingarveg hafa verið rannsökuð í klínískum

rannsóknum hjá yfir 2000 börnum á aldrinum frá nýfæddum til 17 ára aldurs. Í rannsóknunum voru

könnuð áhrif samkvæmt ábendingu um meðferð á verkjum eftir skurðaðgerð (einkum á kvið), eftir

tanndrátt, vegna beinbrota, bruna eða áverka en einnig vegna annars sársaukafulls ástands sem var

líklegt til að kalla á verkjameðferð í a.m.k. 7 daga.

Fram kom að stakur skammtur uppá allt að 2 mg/kg af tramadoli eða fjölskammtar uppá allt að

8 mg/kg á dag (allt að 400 mg á dag að hámarki) sýndu betri verkun miðað við lyfleysu og betri eða

jafngóða verkun og parasetamól, nalbúfín, petidín eða lágskammta morfín. Rannsóknirnar staðfestu

verkun tramadols. Öryggissnið tramadols var svipað hjá fullorðnum og börnum eldri en 1 árs gömlum

(sjá kafla 4.2).

5.2

Lyfjahvörf

Yfir 90% af Nobligan Retard frásogast eftir inntöku. Nýting (absolute bioavailability) er um 70% og er

óháð samhliða fæðuneyslu. Munurinn á milli frásogaðs tramadols og þess tramadols sem er á

nýtanlegu, óumbrotnu formi skýrist að öllum líkindum af litlum umbrotum við fyrstu umferð um lifur.

Eftir inntöku umbrotna í mesta lagi 30% við fyrstu umferð um lifur.

Tramadol hefur mikla vefjasækni (V

= 203

40 l). Plasmapróteinbinding er um 20%.

Eftir notkun Nobligan Retard 100 mg næst hámarks plasmaþéttni C

= 141

40 ng/ml eftir 4,9 klst.

Eftir notkun Nobligan Retard 200 mg næst C

= 260

62 ng/ml, eftir 4,8 klst.

Tramadol fer yfir blóð-heilaþröskuld og fylgju. Mjög lítið af efninu og O-desmetýlafleiðu þess finnst í

brjóstamjólk (0,1% og 0,02% af gefnum skammti, talið í sömu röð).

Helmingunartími brotthvarfs t

½,β

er um 6 klst. og er óháður íkomuleið. Hjá sjúklingum eldri en 75 ára

getur hann lengst um það bil 40%.

Hjá mönnum umbrotnar tramadol aðallega með N- og O-metýlsviptingu svo og með samtengingu

O-metýlsviptu efnanna við glúkúrónsýru. Einungis O-desmetýltramadol er lyfjafræðilega virkt.

Mikill einstaklingsbundinn munur er á magni annarra umbrotsefna. Hingað til hafa fundist

11 umbrotsefni í þvagi. Niðurstöður úr dýratilraunum hafa sýnt að O-desmetýltramadol er 2-4 sinnum

öflugra en móðurefnið. Helmingunartími afleiðunnar, t

½,β

(6 heilbrigðir sjálfboðaliðar), er um 7,9 klst.

(frá 5,4 til 9,6 klst.) og næstum því sá sami og fyrir tramadol.

Hömlun á öðru eða báðum isoensímunum CYP3A4 og CYP2D6, sem koma að umbrotum tramadols,

getur hugsanlega haft áhrif á plasmaþéttni tramadols eða virkra umbrotsefna þess. Fram til þessa hefur

ekki verið greint frá klínískt marktækum milliverkunum.

Tramadol og umbrotsefni þess skiljast nánast að fullu út um nýru. Uppsafnaður útskilnaður með þvagi

nemur 90% af heildargeislavirkni gefins skammts. Við skerta lifrar- og nýrnastarfsemi má gera ráð

fyrir að helmingunartímarnir lengist lítið eitt. Hjá sjúklingum með skorpulifur hafa verið staðfestir

helmingunartímar brotthvarfs 13,3

4,9 klst. (tramadol) og 18,5

9,4 klst. (O-desmetýltramadol).

Í öfgakenndu tilviki komu fram helmingunartímarnir 22,3 klst. og 36 klst., talið í sömu röð.

Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 5 ml/mín.) voru gildin 11

3,2 klst.

og 16,9

3 klst. í þeirri röð sem áður var getið. Í öfgakenndu tilviki 19,5 klst. og 43,2 klst.

Lyfjahvörf tramadols eru línuleg innan (ráðlagðs) lækningarlegs skammtabils.

Samhengi milli sermisþéttni og verkjastillandi áhrifa er skammtaháð en getur í einstaka tilviki verið

mjög frábrugðið. Verkjastilling næst yfirleitt við 100-300 ng/ml sermisþéttni.

Börn

Lyfjahvörf tramadols og O-desmetýltramadols eftir stakan skammt og fjölskammta til inntöku hjá

1 árs til 16 ára einstaklingum voru almennt svipuð og hjá fullorðnum einstaklingum þegar skammtur

var stilltur samkvæmt líkamsþunga, en breytileikinn milli einstaklinga var meiri hjá 8 ára börnum og

yngri.

Lyfjahvörf tramadols og O-desmetýltramadols hafa verið rannsökuð hjá börnum yngri en 1 árs

gömlum, en ekki hefur fyllilega verið greint hvað einkennir þau. Upplýsingar úr rannsóknum sem

innifólu þennan aldurshóp benda til að myndunarhraði O-desmetýltramadols um CYP2D6 aukist

stöðugt hjá nýburum og er áætlað að virkni CYP2D6 hafi náð fullorðinsgildum um 1 árs aldurinn. Auk

þess, geta óþroskað glúkúróneringarkerfi og vanþroska nýrnastarfsemi valdið hægu brotthvarfi og

uppsöfnun O-desmetýltramadols hjá börnum yngri en 1 árs gömlum.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Við endurtekna gjöf tramadols til inntöku og með inndælingu hjá rottum og hundum í 6-26 vikur og

gjöf til inntöku í 12 mánuði hjá hundum sýndu blóðrannsóknir, klínískar/efnafræðilegar rannsóknir og

vefjafræðilegar rannsóknir engin merki um lyfjatengdar breytingar. Einkenni frá miðtaugakerfi, þ.e.

eirðarleysi, aukin munnvatnsmyndun, krampar og hægari þyngdaraukning, komu fyrst fram eftir

skammta sem voru mun stærri en meðferðarskammtar. Rottur þoldu inntöku skammta sem námu

20 mg/kg líkamsþyngdar og hundar þoldu inntöku skammta sem námu 10 mg/kg líkamsþyngdar og

20 mg/kg líkamsþyngdar í endaþarm, án nokkurra viðbragða.

Tramadol í skömmtum frá 50 mg/kg/sólarhring ollu eiturverkunum hjá ungafullum rottum og fleiri

nýfædd afkvæmi drápust. Hjá afkvæmum kom fram seinþroski sem lýsir sér sem truflanir í

beinmyndun og seinkun á opnun fæðingarvegar og augna. Ekki komu fram nein áhrif á frjósemi

karldýra eða kvendýra. Hjá kanínum komu fram eiturverkanir hjá ungafullum dýrum við 125 mg/kg

og þar yfir, svo og stoðkerfisfrávik hjá afkvæmum.

Í sumum

in vitro

prófunum komu fram merki um stökkbreytingar.

In vivo

rannsóknir sýndu engin slík

áhrif. Á grundvelli fyrirliggjandi þekkingar er hægt að flokka tramadol sem efni sem ekki veldur

stökkbreytingum.

Rannsóknir á hugsanlegri æxlismyndun af völdum tramadolhýdróklóríðs voru gerðar á rottum og

músum. Rannsóknin á rottum sýndi engin merki um lyfjatengda aukningu á tíðni æxla. Í rannsóknum á

músum komu lifrarfrumukirtilæxli oftar fram hjá karldýrum (skammtaháð, ómarktæk aukning frá

15 mg/kg og þar yfir) og lungnaæxli jukust hjá kvendýrum í öllum skömmtum (marktækt en ekki

skammtaháð).

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Nobligan Retard 100 mg:

Töflukjarni:

-örkristallaður sellulósi

- hýprómellósi 100.000 mPa’s

- magnesíumsterat

- vatnsfrí kísilkvoða

Filmuhúð:

- hýprómellósi 6 mPa’s,

- mjólkursykureinhýdrat

- makrógól 6000

- própýlenglýkól

- talkúm

- títantvíoxíð (E171)

Nobligan Retard 150 mg:

Töflukjarni:

- örkristallaður sellulósi

- hýprómellósi 100.000 mPa’s

- magnesíumsterat

- vatnsfrí kísilkvoða

Filmuhúð:

- hýprómellósi 6 mPa’s,

- mjólkursykureinhýdrat

- makrógól 6000

- própýlenglýkól

- talkúm

- títantvíoxíð (E171)

- kínólíngult (E104)

- rautt járnoxíð (E172)

Nobligan Retard 200 mg:

Töflukjarni:

- örkristallaður sellulósi

- hýprómellósi 100.000 mPa’s

- magnesíumsterat

- vatnsfrí kísilkvoða

Filmuhúð:

- hýprómellósi 6 mPa’s,

- mjólkursykureinhýdrat

- makrógól 6000

- própýlenglýkól

- talkúm

- títantvíoxíð (E171)

- kínólíngult (E104)

- rautt járnoxíð (E172)

- brúnt járnoxíð (E172)

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

5 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5

Gerð íláts og innihald

Al/PP eða Al/PVC/PVDC þynnupakkningar.

Pakkningar með 20 og 100 forðatöflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Grünenthal GmbH

Zieglerstrasse 6

D-52078 Aachen

Þýskaland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

100 mg: MTnr 980423 (IS)

150 mg: MTnr 980424 (IS)

200 mg: MTnr 980425 (IS)

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 29. desember 1999.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 27. nóvember 2013.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

4. maí 2017.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here