Niontix

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Niontix Lyfjagas, fljótandi 100%
 • Skammtar:
 • 100%
 • Lyfjaform:
 • Lyfjagas, fljótandi
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Niontix Lyfjagas, fljótandi 100%
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c45f1a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Niontix 100% lyfjagas, fljótandi

Tvínituroxíð (glaðloft)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknis eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækni eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Niontix og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Niontix

Hvernig nota á Niontix

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Niontix

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Niontix og við hverju það er notað

Niontix er gas (tvínituroxíð – glaðloft) sem notað er með innöndun. Það bragðast og lyktar örlítið sætt

og er litlaust. Það er fáanlegt í gashylki með loka til að stjórna gasflæði.

Gashylkið inniheldur hreint Niontix undir svo háum þrýstingi að gasið er fljótandi.

Áhrif Niontix

Niontix er svæfandi – og þegar þú andar því inn munt þú slaka á og þreytast en það gerir það að

verkum að þú sofnar. Niontix hefur verkjastillandi áhrif, dregur úr sársauka og hækkar

sársaukaþröskuldinn. Niontix hefur einnig slakandi og lítið eitt róandi áhrif.

Þessu valda áhrif tvínituroxíðs á boðefni í taugakerfinu.

Við hverju er Niontix notað?

Niontix er notað fyrir alla aldurshópa sem einn þáttur í svæfingu fyrir skurðaðgerð eða þegar þörf er á

verkjastillandi/róandi áhrifum sem eru fljótvirk og skammvinn og þegar verkur sem meðferð er veitt

við er vægur til miðlungi alvarlegur og varir í takmarkaðan tíma.

2.

Áður en byrjað er að nota Niontix

Niontix er aðeins gefið á sjúkrahúsi eða á heilbrigðisstofnun undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanns.

Gætið þess að heilbrigðistarfsfólki sé kunnugt um heilsufarslegt ástand þitt.

Ekki má nota Niontix:

Innöndun á tvínituroxíði (Niontix) getur valdið loftbólum og loftfylltar blöðrur geta þanist

út og þannig valdið skaða. Því skal ekki nota Niontix ef þú:

ert með loft í brjósthimnu- eða hjartapoka, t.d. vegna sjúkdóms eða áverka, alvarlega

tegund af lungnaþembu t.d. vegna reykinga, loft eða loftbólur í líkamanum.

hefur nýlega kafað með köfunarbúnaði og gætir verið í hættu að fá kafaraveiki

hefur nýlega verið í hjarta-lungnavél.

hefur nýlega fengið alvarlega höfuðáverka.

Ef þú hefur nýlega fengið meðferð með inndælingu lofttegunda í auga vegna

augnsjúkdóms. Aukinn þrýstingur í augum getur valdið blindu.

Ef þú hefur áberandi þenslu kviðarholi vegna lofts.

Ef þú ert með hjartabilun eða alvarlega skerta hjartavirkni (t.d. eftir hjartaskurðaðgerð).

Tvínituroxíð gæti valdið frekari skerðingu á hjartavirkni.

Ef þú hefur aukinn þrýsting í heila, sem gæti valdið ringlun eða breyttri meðvitund.

Tvínituroxíð gæti aukið þrýstinginn frekar.

Ef þú ert með skerta meðvitund eða hæfni til samvinnu og að fylgja leiðbeiningum þegar

þú færð tvínituroxíð. Tvínituroxíð gæti hamlað varnarviðbrögðum.

Ef þú hefur greindan en ómeðhöndlaðan B

-vítamínskort eða fólínsýruskort eða hefur

erfðakvilla í ensímkerfinu sem tekur þátt í umbrotum þessara vítamína, vegna þess að

notkun á tvínituroxíði getur aukið skortinn. enn frekar.

Varnaðarorð og varúðarreglur :

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Niontix er notað ef þú ert með

eftirfarandi sjúkdóma/einkenni/ástand.

Vítamínskortur

Ef grunur leikur á að þú sért með B

-vítamínskort eða fólínsýruskort, eftir notkun.

Niontix getur leitt til versnandi einkenna af völdum skorts á B

-vítamíni eða fólínsýru.

Óþægindi í eyra

T.d. eyrnabólgu, þar sem Niontix getur valdið auknum þrýstingi í miðeyra.

Hjartakvilli

Vegna þess að lítillega slakandi áhrif tvínituroxíðs á hjartavöðvann geta dregið enn frekar úr

hjartavirkni.

Læknirinn ákveður hvort meðferð með Niontix henti þér.

Notkun annarra lyfja samhliða Niontix

Látið lækni eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Methotrexat við meðferð liðagigtar: Ef Niontix er tekið með methotraxati getur það haft

áhrif á fjölda blóðkorna.

Ef þú tekur önnur lyf sem hafa áhrif á heila eða heilastarfsemi, t.d. benzódíazepín (róandi)

eða morfín-skyld lyf, skaltu láta lækninn vita. Niontix getur aukið áhrif þessara lyfja.

Niontix með öðrum róandi lyfjum eða með öðrum lyfjum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið,

eykur áhrif þessara lyfja.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða hjúkrunarfræðingi áður en lyfið er notað.

Niontix má nota á meðgöngu ef læknirinn telur það nauðsynlegt. Það má einnig nota það við

fæðingu ef það er notað nálægt fæðingu skal fylgjast með hvort barnið verði fyrir einhverjum

aukaverkunum.

Gefa má konum með barn á brjósti tvínituroxíð, en ekki skal nota það meðan á brjóstagjöf

stendur.

Akstur og notkun véla

Ef þér hefur verið gefið Niontix með súrefnisgjöf, án annarra lyfja, skaltu til öryggis forðast akstur og

notkun véla eða flókin viðfangsefni þar til þú hefur náð þér að fullu (minnst 30 mínútur).

Ávallt skal ganga úr skugga um hjá heilbrigðisstarfsmanni hvort óhætt sé fyrir þig að aka.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Niontix

Niontix er ávallt gefið að viðstöddu heilbrigðisstarfsfólki sem ákvarðar skammtinn sem þér er gefinn.

Þú skalt ávallt fylgja leiðbeiningum heilbrigðisstarfsfólks þegar þú andar inn gasinu.

Á meðan Niontix er gefið, þarf að fylgjast með þér og innöndun lyfsins, til að tryggja að það sé

gefið/notað á réttan hátt. Eftir að innöndun er lokið þarf þjálfað starfsfólk að fylgjast með þér þar til

þú hefur náð þér.

Niontix er yfirleitt andað inn með andlitsgrímu eða nefgrímu. Því er annað hvort andað inn sjálfkrafa

eða með aðstoð öndunarvélareins og í svæfingu. Það er gefið í blöndu með súrefni og læknirinn

tryggir að styrkur súrefnis sé nógu hár til að koma í veg fyrir súrefnisskort.

Almenn svæfing

Þegar Niontix er notað í svæfingu er það notað með öðrum svæfingarlyfjum og læknir ákveður hvaða

styrkleika þarf fyrir svæfingu.

Verkjameðferð og róun

Þegar Niontix er notað í verkjameðferð eða til róunar, til að fá skjóta verkun og skjótan útskilnað,

Niontix er andað inn meðan á aðgerðinni stendur eða eins lengi og verkjastillingar er óskað.

Notkun handa börnum

Læknirinn mun ganga úr skugga um að hæfilegur skammtur sé notaður og að fylgst sé náið með

barninu þínu vegna hugsanlegrar hættu á skertri meðvitund og minnkaðra varnarviðbragða (eins og

kúgunarviðbragð) við háa skammta.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Þú skalt ávallt fylgja leiðbeiningum heilbrigðisstarfsfólks þegar þú andar inn Niontix.

Ef þú hefur notað of mikið Niontix og finnur fyrir mæði (of lítið súrefni í blóði) eða skertri svörun

skaltu hætta að nota Niontix og láta starfsfólk vita. Allt eftir aðstæðum getur verið að þú þurfir að

anda að þér fersku lofti eða þér verður gefið viðbótarsúrefni. Stöðugt verður fylgst með súrefnismagni

í blóði þínu með hjálp púlssúrefnismælis.

Öryggisráðstafanir

Reykingar og opinn eldur eru stranglega bönnuð í herbergjum þar sem fram fer meðferð með

Niontix (glaðlofti).

Niontix (glaðloft) er aðeins ætlað til lækninga.

Leitið til læknis eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Svimi, ringl.

Ógleði og uppköst.

Sjaldgæfar:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Hella fyrir eyrum. Þetta er vegna þess að Niontix eykur þrýsting í miðeyra..

Uppþemba vegna þess að Niontix eykur smám saman rúmmál gass í þörmum.

Koma örsjaldan fyrir

:

geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000

einstaklingum

Eftirfarandi einkenni koma fyrir þar sem Niontix hefur áhrif á magn B

vítamíns í líkamanum:

Áhrif á taugavirkni, doðatilfinning og þróttleysi, venjulega í fótleggjum

Náladofi

Ef lækni grunar B

-vítamínskort, gæti þér verið veitt B-vítamínmeðferð til að minnka hættu á að fá

þessa aukaverkun.

Ekki þekktar

: ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Öndunarerfiðleikar (grunn og hæg öndun)

Geðræn áhrif, svo sem geðrof.

Eftirfarandi einkenni koma fyrir þar sem Niontix hefur áhrif á magn B

-vítamíns í

líkamanum:

Fækkun hvítra blóðkorna

Sérstök tegund blóðleysis sem kallast stórkjarna blóðleysi.

Ef lækni grunar B

-vítamínskort, færðu hugsanlega B-vítamínmeðferð til að minnka hættu á að fá

þessa aukaverkun.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Niontix

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði en þeim sem eiga við um gashylki og gas undir

þrýstingi.

Ekki reykja eða nota opinn loga þar sem lyfjalofttegundir eru geymdar.

Geymið hylkin á læstum og vel loftræstum stað fyrir lyfjalofttegundir.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið hylkin í skjóli, þurr og hrein, laus við olíu og feiti, og fjarri brennanlegum efnum.

Mega ekki vera í miklum hita.

Flytjið á öruggan stað ef upp kemur eldhætta.

Gætið þess að hylkin verði ekki fyrir höggi eða detti.

Hylki sem innihalda mismunandi lofttegundir skal geyma aðskilin.

Full og tóm hylki skal geyma aðskilin.

Hylkin skal geyma og flytja upprétt með skrúfað fyrir loka og þar sem þau eru til staðar þurfa

öryggislok og hlífar að vera á réttum stað.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum á hylkinu.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram..

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Niontix inniheldur

Virka innihaldsefnið er tvínituroxíð (glaðloft) 100% (efnafræðitákn N

Niontix inniheldur engin önnur efni.

Lýsing á útliti Niontix og pakkningastærðir

Öxl gashylkisins er merkt með blárri málningu (tvínituroxíð). Meginhluti gashylkisins er hvítur

(lyfjagas).

Pakkningastærðir í

lítrum

12x27

9x50

12x40

12x50

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi:

AGA AB

SE-181 81 Lidingö

Svíþjóð

Framleiðendur

AGA Gas AB

ISAGA ehf

Rotevägen 2

Breiðhöfða 11

SE-192 78 Sollentuna

IS-110 Reykjavík

Svíþjóð

Upplýsingar frá

ÍSAGA ehf

Breiðhöfða 11

110 Reykjavík

Sími: 577 3030

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar um þetta lyf eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Öryggisleiðbeiningar

Sérstakar varúðarráðstafanir skulu viðhafðar þegar unnið er með tvínituroxíð. Tvínituroxíð skal

gefið samkvæmt staðbundnum leiðbeiningum.

Aðeins má nota Niontix þar sem er góð loftræsting og/eða sérstakur búnaður er til staðar til að

taka við umframgasi/ glaðlofti sem andað er frá sér. Það er til að koma í veg fyrir of mikinn styrk

glaðlofts í andrúmslofti sem gæti haft áhrif á starfsfólk eða aðra nærstadda. Til eru leiðbeiningar í

hverju landi um hámarksstyrk glaðlofts („hollustuviðmið“).

Meðganga: ekki hefur fundist nein hætta á neikvæðum áhrifum á fóstur hjá konum sem eru

útsettar fyrir langvinnri innöndun á tvínituroxíði á meðgöngu, starfs sinna vegna, þegar viðeigandi

frásogs- eða loftræstibúnaður er til staðar. Frekari upplýsingar er að finna í samantekt á

eiginleikum lyfs.

Meðhöndlun hylkja

Niontix gashylkið skal alltaf vera upprétt þannig að lokinn snúi upp. Þó að Niontix sé gas þegar

það kemur úr hylkinu er það fljótandi í hylkinu vegna mikils þrýstings. Ef hylkið er notað þegar

það liggur á hlið getur vökvi lekið úr því og valdið meiðslum eins og kali.

Opna skal lokann hægt og rólega til að koma í veg fyrir að fljótandi gas sleppi út.

Slökkvið á búnaðinum ef upp kemur eldur eða þegar hann er ekki í notkun.

Þegar það er í notkun skal hylkið vera fest á viðeigandi uppistöðu.

Lokinn á hylkinu skal vera lokaður þegar lítið magn gass er eftir í hylkinu. Það mikilvægt að skilja

eftir svolítinn þrýsting í hylkinu til að koma í veg fyrir ífarandi smit.

Eftir notkun skal skrúfa fyrir lokann með handafli. Takið þrýsting af þrýstijafnaranum eða

tengingunni.