Nicotinell Fruit

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nicotinell Fruit Lyfjatyggigúmmí 4 mg
 • Skammtar:
 • 4 mg
 • Lyfjaform:
 • Lyfjatyggigúmmí
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nicotinell Fruit Lyfjatyggigúmmí 4 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 995f1a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg

Nikótín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun

lyfsins.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Nicotinell

Classic/Fruit/Lakrids/Mint á réttan hátt til að ná sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki eftir 12 mánaða notkun.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí og við hverju það er

notað

Áður en byrjað er að nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí

Hvernig nota á Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM NICOTINELL CLASSIC/FRUIT/LAKRIDS/MINT

LYFJATYGGIGÚMMÍ OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí tilheyrir flokki lyfja sem notaður er sem

hjálpartæki þegar reykingum er hætt.

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí inniheldur nikótín .

Þegar þú tyggur Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí losnar nikótínið hægt og

frásogast í gegnum slímhúðina í munninum.

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og

fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það:

Auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta.

Auðveldað reykingafólki, sem ekki getur eða er tregt til að hætta að reykja, að draga úr

reykingum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NICOTINELL CLASSIC/FRUIT/LAKRIDS/MINT

LYFJATYGGIGÚMMÍ

Ekki má nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí

ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni Nicotinell

Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmís

ef þú reykir ekki.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint

lyfjatyggigúmmís

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell ef þú:

hefur nýlega fengið hjartabilun, hjartastopp

ert með hjartasjúkdóma

ert með of háan blóðþrýsting

ert með sykursýki

ert með ofvirkan skjaldkirtil

ert með ofvirkar nýrnahettur

ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi

ert með magasár.

Ekki er víst að þú megir nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint ef þú ert með einhvern af

ofangreindum sjúkdómum.

Einstaklingar með gervitennur geta átt í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí. Þeim er því ráðlagt að

nota önnur lyfjaform nikótínlyfja.

Þú mátt ekki reykja samhliða notkun Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint þar sem þú getur fengið það

mikið magn af nikótíni í líkamann að þú verður veik/-ur.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Þetta á

einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru í útlöndum, náttúrulyf, sterk vítamín

og steinefni auk fæðubótarefna.

Engar upplýsingar liggja fyrir um verkun Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmís

þegar það er notað samhliða öðrum lyfjum. En verkun sumra lyfja getur breyst ef þú hættir að reykja.

Það á einkum við ef þú notar lyf sem innihalda:

teófýllín (lyf notað til að meðhöndla astma)

takrín (lyf notað til að meðhöndla Alzheimers sjúkdóm)

olanzapín og clozapín (lyf notuð til að meðhöndla geðklofa og/eða þunglyndi)

Ef Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí er notað með mat eða drykk

Þú skalt forðast að drekka súra drykki, eins og t.d. kaffi og svaladrykki, í allt að 15 mínútum fyrir

notkun lyfjatyggigúmmísins, þar sem þessir drykkir geta dregið úr upptöku nikótíns úr munni.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Nikótín getur haft áhrif á fóstrið. Ef þú ert barnshafandi máttu einungis nota Nicotinell

Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí í samráði við lækninn.

Brjóstagjöf

Nikótín skilst út í brjóstamjólk í þeim mæli að gera má ráð fyrir áhrifum á börn sem eru á brjósti. Ef

þú ert með barn á brjósti máttu einungis nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí í

samráði við lækninn.

Akstur og notkun véla

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða

umferðaröryggi. Þú skalt hafa í huga að reykbindindi getur valdið atferlisbreytingum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint

lyfjatyggigúmmís

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí inniheldur sorbitól. Ef óþol fyrir sykrum hefur

verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí inniheldur bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem

getur valdið staðbundinni ertingu í munnslímhúð.

Hvert lyfjatyggigúmmí inniheldur 0,1 g af sorbitóli sem að þýðir að hvert stykki gefur 0,02 g af

frúktósa. Fjöldi hitaeininga í hverju lyfjatyggigúmmíi er 1,2 kkal.

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí inniheldur 11,4 mg af natríumi í hverju

tyggigúmmíi. Þetta þarf að hafa í huga hjá sjúklingum sem eru á saltsnauðu fæði.

3.

HVERNIG NOTA Á NICOTINELL CLASSIC/FRUIT/LAKRIDS/MINT

LYFJATYGGIGÚMMÍ

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður sólarhringsskammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell

Classic/Fruit/Lakrids/Mint 4 mg lyfjatyggigúmmí:

Ef þú ert reykingamanneskja með mikla nikótínþörf.

Ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís.

Annars skaltu nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint 2 mg.

Eftirfarandi tafla getur hjálpað þér að finna viðeigandi meðferð fyrir þig:

Lítil eða miðlungi mikil

ávanabinding

Miðlungi mikil eða mikil

ávanabinding

Mikil eða mjög mikil

ávanabinding

Færri en 20

sígarettur/sólarhring

20-30 sígarettur/sólarhring

Fleiri en 30 sígarettur/sólarhring

Æskilegt er að nota lægri

styrkleikann

(2 mg lyfjatyggigúmmí)

Nota má lægri styrkleikann

(2 mg lyfjatyggigúmmí)

eða hærri styrkleikann

(4 mg lyfjatyggigúmmí)

eftir einkennum sjúklingsins og vali

Æskilegt er að nota hærri

styrkleikann

(4 mg lyfjatyggigúmmí)

Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni

skammt (2 mg lyfjatyggigúmmí) í staðinn.

Mikilvægt er að tyggja lyfjatyggigúmmíið rétt til að forðast óþægindi (t.d. hiksta eða brjóstsviða)

Tuggutækni

Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð

Látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds

Tyggið aftur þegar bragðið dofnar

Endurtakið í u.þ.b. 30 mínútur.

Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu.

Nota á lágskammta nikótínlyf

Nota á háskammta nikótínlyf

Fullorðnir eldri en 18 ára

Notaðu tyggigúmmíið þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota

eitt tyggigúmmí á 1-2 klst. fresti. Í flestum tilfellum nægir að nota 8-12 tyggigúmmí á sólarhring, óháð

hvaða styrkleika þú notar. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint 2 mg

lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint 4 mg lyfjatyggigúmmí á

sólarhring.

Þegar hætta á reykingum

Lengd meðferðar er einstaklingsbundin. Í flestum tilfellum varir meðferðin í minnst 3 mánuði. Eftir

3 mánuði skal draga úr fjölda nikótíntyggigúmmía smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er

komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring.

Ekki er mælt með notkun lyfjatyggigúmmís lengur en í 12 mánuði. Sumt reykingafólk gæti þó þurft

lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða

lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí eftir

eitt ár.

Þegar dregið er úr reykingum

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí er notað milli reykinga til að lengja reyklaus

tímabil og þannig draga úr reykingum eins og mögulegt er. Ef þú hefur ekki dregið úr fjölda sígaretta á

sólarhring eftir 6 vikur skaltu leita faglegrar ráðgjafar. Hætta skal reykingum um leið og

reykingamanneskjan er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar

ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð.

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí á að nota samhliða stuðningi og ráðgjöf í

reykbindindi, ef mögulegt er, þar sem það auðveldar fólki yfirleitt að hætta að reykja.

Börn og unglingar yngri en 18 ára

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en

18 ára nema í samráði við lækni.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið, skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu pakkninguna meðferðis.

Ef þú notar of mörg lyfjatyggigúmmí getur þú fengið sömu einkenni og af of miklum reykingum.

Einkenni ofskömmtunar eru vanlíðan, svitamyndun, aukin munnvatnsmyndun, sviðatilfinning í koki,

ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir, truflanir á heyrn og sjón, höfuðverkur, hjartsláttarónot,

óreglulegur hjartsláttur og andnauð.

Ef grunur leikur á eitrun hjá barni skal hafa strax samband við lækni. Lítið magn af nikótíni er

hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða.

Ef gleymist að nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Haltu áfram með

venjulegan skammt.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí valdið

aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir sem þú gætir fundið fyrir fyrstu dagana eru sundl, höfuðverkur og svefntruflanir. Þessi

einkenni kunna að vera afleiðing þess að reykingum er hætt og vegna of lítils nikótíns.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 100 meðhöndluðum):

Sundl, höfuðverkur og svefntruflanir.

Hiksti, magaóþægindi, ógleði, , uppköst aukin munnvatnsmyndun, bólga í slímhúð í munni,

Eymsli í munni hálsi og kjálkum geta komið fram, einkum ef þú tyggur lyfjatyggigúmmíið of

hratt. Slík einkenni hverfa yfirleitt ef tuggið er hægar.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 1.000 meðhöndluðum):

Hjartsláttarónot.

Húðútbrot og ofsakláði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 10.000 meðhöndluðum):

Óreglulegur hjartsláttur og ofnæmisviðbrögð, t.d. þroti í andliti, munni eða hálsi (ofsabjúgur).

Hættu notkun Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint og hafðu strax samband við lækni eða

bráðamóttöku ef þú finnur fyrir þrota í andlit, tungu og/eða hálsi, og/eða vart verður

kyngingarerfiðleika eða náladofa samtímis öndunarerfiðleika (ofsabjúgur).

Sár í munni geta tengst því að reykingum er hætt en tengjast ekki endilega meðferðinni.

Lyfjatyggigúmmíið getur fest við gervitennur og í mjög sjaldgæfum tilfellum skemmt þær.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þar með er hægt að tilkynna

aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is.

5.

HVERNIG GEYMA Á NICOTINELL CLASSIC/FRUIT/LAKRIDS/MINT

LYFJATYGGIGÚMMÍ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí eftir fyrningardagsetningu

sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „Fyrnist“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur

mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí við hærri hita en 25°C.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg:

Virka innihaldsefnið: nikótín. Hvert stykki lyfjatyggigúmmís inniheldur annaðhvort 2 mg eða 4

mg af nikótíni (sem 10 mg eða 20 mg nikótín polacrilin (1:4)).

Virka innihaldsefnið: nikótín. Hvert stykki lyfjatyggigúmmís inniheldur annaðhvort 2 mg eða 4 mg af

nikótíni (sem 10 mg eða 20 mg nikótín polacrilin (1:4)).

Önnur innihaldsefni: Lyfjatyggigúmmígrunnur (inniheldur bútýlhýdroxýtólúen (E321)).

Amberlít. Kalsíumkarbónat . Sorbitól (E420). Natríumhýdrógenkarbónat . Vatnsfrítt

natríumkarbónat. Glýceról (E422). Hreinsað vatn. Levómentól. Xylitol. Mannitól. Gelatína.

Títantvíoxíð (E171). Karnaubavax. Talkúm.

Önnur innihaldsefni í Nicotinell Classic: Fljótandi maltítól (E965). Túttí bragðefni.

Önnur innihaldsefni í Nicotinell Fruit: Túttí bragðefni. Asesúlfamkalíum. Sakkarín (E954).

Sakkarínnatríum.

Önnur innihaldsefni í Nicotinell Lakrids: Anísolía. Eucalyptusolía. Lakkrísþykkni.

Acesúlfamkalíum. Sakkarín (E954). Sakkarínnatríum.

Önnur innihaldsefni í Nicotinell Mint: Eucalyptusolía. Piparmyntuolía. Acesúlfamkalíum

Sakkarín (E954). Sakkarínnatríum.

Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí er sykurlaust.

Útlit Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmís 2 mg og 4 mg, og pakkningastærðir

Útlit: Nicotinell Classic/Fruit/Lakrids/Mint lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg er beinhvítt, aflangt og

rétthyrnt.

Pakkningastærðir: Nicotinell er fáanlegt í eftirtöldum pakkningastærðum: 2, 12, 24, 36, 48, 60, 72, 84,

96 og 204 stykki lyfjatyggigúmmís. Nicotinell Mint 2 mg fæst einnig í 288, 300, 312 og 900 stykkja

pakkningum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

DK-2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

NovartisHealtcare A/S

Edvard Thomsens vej 14,

DK-2300 København S

Danmörk

eða

FAMAR S.A.,

km National Road Athens-Lamia,

19011, Avlonas,

Attiki,

Grikkland.

Umboð á Íslandi

Artasan ehf

Suðurhrauni 12a

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í febrúar 2016.