Nicorette

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nicorette Innöndunargufa, vökvi 10 mg
 • Skammtar:
 • 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Innöndunargufa, vökvi
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nicorette Innöndunargufa, vökvi 10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 81662759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Nicorette

®

10 mg innsogslyf

Nikótín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota Nicorette innsogslyf nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og

læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Nicorette innsogslyf og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Nicorette innsogslyf

Hvernig nota á Nicorette innsogslyf

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Nicorette innsogslyf

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Nicorette innsogslyf og við hverju það er notað

Nicorette innsogslyf er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það dregur úr nikótínþörf og

fráhvarfseinkennum. Úr Nicorette færðu það nikótín sem þú venjulega færð úr tóbakinu.

Reykingarþörfin minnkar við notkun Nicorette innsogslyfs vegna þess að þú færð nikótín úr

innsogslyfinu þegar þú andar því að þér. Meðferðin er ætluð þeim sem reykja, 15 ára og eldri.

Þú getur notað Nicorette ef þú vilt:

hætta að reykja

tímabundið hætta að reykja

draga úr reykingunum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki. Verið getur að læknirinn hafi ávísað

lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja

fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Nicorette innsogslyf

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins.

Ekki má nota Nicorette innsogslyf:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfæðingnum áður en Nicorette innsogslyf er

notað.

Ráðfærðu þig við lækni ef:

þú reykir og ert með hjarta- og/eða æðasjúkdóma. Þú skalt hætta að reykja með ráðgjöf. Ef það

tekst ekki skaltu ráðfæra þig við lækni.

þú ert með of háan blóðþrýsting.

þú ert með brjóstverki eða hjartabilun og andþyngsli.

þú ert með æðakölkun í heila, hefur fengið heilablæðingu eða blóðtappa í heila.

þú ert með teppusjúkdóm í slagæðum útlima.

þú hefur farið í kransæðahjáveituaðgerð, belgvíkkun á kransæðum eða annars konar

hjartaaðgerð.

þú ert með sykursýki. Þú getur þurft minni insúlínskammta eða færri töflur við sykursýki þegar

reykingum er hætt. Mundu að mæla blóðsykur til að forðast sykurfall.

þú ert með of hröð efnaskipti sem ekki eru meðhöndluð.

þú ert með æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli).

þú ert með skerta lifrarstarfsemi.

þú ert með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

þú ert með magasár og skeifugarnarsár.

þú ert með langvinnan sjúkdóm í hálsi.

þú ert með astma eða langvinna berkjubólgu.

Athugið að

nikótínskammtar, sem fullorðið reykingarfólk þolir, geta valdið banvænni eitrun hjá ungum

börnum. Notaðir tappar geta innihaldið það mikið nikótín að þeir geta verið hættulegir ungum

börnum. Geymið því innsogslyfið og tappana þar sem börn hvorki ná til né sjá og fargið þeim

þar sem börn ná ekki til.

þú getur haft þörf fyrir að nota Nicorette umfram ráðlagðan meðferðartíma. Hugsanleg áhætta

við langtímanotkun Nicorette er mun minni en hættan sem fylgir því að byrja aftur að reykja.

Nicorette inniheldur eingöngu nikótín. Tóbak inniheldur aftur á móti nikótín og mörg önnur

skaðleg efni, sem berast niður í lungun við reykingar, t.d. tjöru og kolsýring.

Börn og unglingar

Börn yngri en 15 ára eiga ekki að nota Nicorette.

Athugið að nikótínskammtar, sem fullorðið reykingafólk þolir, geta valdið banvænni eitrun hjá ungum

börnum.

Notkun annarra lyfja samhliða Nicorette innsogslyfi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Þetta

á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, keypt í útlöndum, náttúrulyf sem og vítamín og

steinefni í stórum skömmtum.

Segðu lækninum frá því ef þú notar lyf gegn:

Astma og langvinnri lungnateppu (reykingalungu) (t.d. teofyllín).

Geðklofa eða öðrum geðsjúkdómum (t.d. clozapín og olanzapín).

Parkinsonssjúkdómi eða fótaóeirð (t.d. ropiníról)

Óreglulegum hjartslætti (t.d. flecainíd).

Þunglyndi (t.d. imipramín, clomipramín, fluvoxamín).

Hafðu samband við lækni þar sem nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum.

Nicorette

getur haft áhrif á verkun annarra lyfja líkt og önnur lyf geta haft áhrif á verkun Nicorette.

Ef Nicorette innsogslyf er notað með mat eða drykk

Þú skalt forðast að drekka um leið og Nicorette innsogslyfið er notað svo það virki sem best.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þú skalt hætta að reykja ef þú verður þunguð þar sem áframhaldandi reykingar geta skaðað fóstrið og

nýburann alvarlega.

Meðganga:

Ef þú ert þunguð máttu aðeins nota Nicorette í samráði við lækni eða heilbrigðisstarfsfólk. Ef þú

reykir og verður þunguð skaltu hætta reykingum án þess að nota uppbótarmeðferð með nikótínlyfjum.

Ef þú getur ekki hætt reykingum án þess að nota uppbótarmeðferð með nikótínlyfjum er minni áhætta

að nota uppbótarmeðferð með nikótínlyfjum en að halda áfram reykingum.

Nikótín hefur áhrif á hjarta og öndun fóstursins og nýburans. Ráðfærðu þig við lækni.

Brjóstagjöf:

Ef þú ert með barn á brjósti máttu einungis nota Nicorette samkvæmt samkomulagi við lækninn eða

heilbrigðisstarfsmann vegna þess að nikótín berst í brjóstamjólk. Ef þú notar Nicorette skaltu nota það

strax eftir brjóstagjöf eða í síðasta lagi 2 klst. áður en þú gefur brjóst. Þannig berst minnst af nikótíni

til barnsins.

Akstur og notkun véla

Nicorette hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Nicorette innsogslyf

Leitaðu ráðgjafar og leiðsagnar samtímis notkun Nicorette. Það auðveldar fólki yfirleitt að hætta

reykingum. Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Nikótínið frásogast í gegnum slímhúð munnsins. Þegar þú andar að þér innsogslyfinu færðu það

nikótín sem losnar úr tappanum.

Þú skalt nota Nicorette innsogslyfið þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Nicorette innsogslyf kemur í

stað hönd-til-munns hreyfingarinnar við reykingar og á að nota á sama hátt og sígarettu. Þar sem

magnið af nikótíni úr innsogslyfinu er mun minna en úr einni sígarettu þarf 8-10 sinnum fleiri sog en

þegar ein sígaretta er reykt.

Hver tappi inniheldur nikótínmagn fyrir u.þ.b. 20 mínútna stöðuga innöndun og er sambærilegur við

3-4 sígarettur. Nikótínið í tappanum endist lengur ef þú tekur hlé á milli. Þú getur notað tappann

nokkrum sinn með hléum t.d. í nokkur 5 mínútna tímabil með hléum á milli.

Þú getur notað Nicorette innsogslyf eitt og sér eða samtímis Nicorette Invisi forðaplástri.

Skammtastærðin fer eftir því hversu háður þú ert nikótíni. Það er einstaklingsbundið hversu lengi fólk

þarf að nota Nicorette.

Venjulega á ekki að nota Nicorette lengur en í 12 mánuði. Þú gætir þó haft þörf fyrir að nota Nicorette

í lengri tíma til að koma í veg fyrir að byrja að reykja aftur. Ráðfærðu þig við lækninn eða

heilbrigðisstarfsfólk.

Notkunarleiðbeiningar fyrir Nicorette innsogslyf:

Nicorette innsogslyf samanstendur af einu munnstykki, einu endastykki og einum nikótíntappa, sem

sett er saman á eftirfarandi hátt:

Taktu munnstykkið (vinstri hlutann) og endastykkið (hægri hlutann) úr öskjunni. Taktu

munnstykkið og endastykkið í sundur með því að stilla merkin saman og skilja þau í sundur, sjá

mynd 1.

Mynd 1.

Taktu þynnuspjaldið úr öskjunni. Þrýstu tappanum úr þynnuspjaldinu með því að þrýsta á

tappann þeim megin sem sést í hann.

Settu þynnuspjaldið með afgangs töppum aftur í öskjuna og geymdu þar sem börn hvorki ná til

né sjá.

Settu tappann í munnstykkið. Settu munnstykkið, nikótíntappann og endastykkið saman með

því að þrýsta endastykkinu inn í munnstykkið þannig að merkin standist á eins og mynd 2 sýnir.

Innsiglin á endum tappans rofna þegar munnstykkinu og endastykkinu er þrýst saman.

Mynd 2.

Snúðu munnstykkinu og endastykkinu sitt í hvora áttina eins og sýnt er á mynd 3 þannig að

merkingarnar standist ekki lengur á. Nú er samsetta stykkið læst.

Mynd 3

Fjarlægðu tappann eftir notkun. Fargaðu honum þannig að börn nái ekki til. Geymdu munnstykkið og

endastykkið í hulstrinu til síðari notkunar.

Athugið að

Minna nikótín losnar úr Nicorette innsogslyfi í kulda.

Best er að nota tappann innan 12 klukkustunda eftir að innsiglið hefur verið rofið.

Venjulegur skammtur:

Fullorðnir:

Þegar reykingum er hætt með Nicorette innsogslyfi:

Til að hámarka líkurnar á árangursríkri stöðvun reykinga er mikilvægt að nota nægjanlegan

fjölda tappa dag hvern.

Þú skalt anda að þér Nicorette innsogslyfi þegar þú finnur fyrir reykingaþörf.

Þú skalt nota a.m.k. 6 tappa á sólarhring.

Þú mátt hámark nota 12 tappa á sólarhring.

Þú skalt alltaf hafa Nicorette við höndina þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp.

Þú skalt nota innsogslyfið í a.m.k. 3 mánuði áður en þú dregur smám saman úr notkuninni.

Þú skalt reyna að hætta um leið og þú ert reiðubúin/n til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða

meðferð.

Þegar dregið er úr reykingum eða þegar reykingum er tímabundið hætt með Nicorette

innsogslyfi:

Þú skalt nota Nicorette innsogslyf

þegar þú finnur fyrir reykingaþörf til að lengja reyklaus

tímabil eins og mögulegt er. Þannig dregurðu úr daglegum reykingum og auðveldara verður að

vera reyklaus.

Þú skalt nota nægilegan fjölda tappa af Nicorette innsogslyfi.

Þú getur notað Nicorette

innsogslyf á reyklausum tímabilum eða við aðstæður þar sem þú óskar

eftir að reykja ekki t.d. á reyklausum svæðum.

Þú skalt leita faglegrar ráðgjafar

ef þér hefur ekki tekist að draga úr daglegum reykingum eftir 6 mánaða meðferð.

ef þú hefur ekki gert heiðarlega tilraun til að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð.

Þegar reykingum er hætt með Nicorette Invisi forðaplástri samtímis Nicorette innsogslyfi:

Þú getur notað innsogslyf og forðaplástur samtímis

ef þú getur ekki hætt reykingum með Nicorette innsogslyfi eða

ef þú vilt draga úr daglegri notkun Nicorette innsogslyfs.

Þú skalt hætta alveg reykingum þegar þú byrjar á meðferð með Nicorette.

Lestu fylgiseðilinn fyrir Nicorette Invisi forðaplástur áður en þú byrjar í samsettri meðferð.

Meðferð:

Fyrstu 6-12 vikurnar skaltu nota

einn 25 mg/16 klst. Nicorette Invisi forðaplástur daglega.

4-5 tappa með Nicorette innsogslyfi, eftir þörfum.

Þú mátt nota hámark 12 tappa með Nicorette innsogslyfi á sólarhring.

Notkun hætt smám saman

Eftir 6-12 vikna meðferð skaltu draga smám saman úr meðferðinni samkvæmt annarri af eftirfarandi

leiðum:

Notaðu lægri styrkleika af Nicorette Invisi forðaplástri.

Fyrst skaltu nota 15 mg/16 klst. Nicorette Invisi forðaplástur í 3-6 vikur samtímis Nicorette

innsogslyfi eftir þörfum, eins og þú gerðir fyrstu 6-12 vikurnar.

Eftir 3-6 vikur skiptir þú yfir í 10 mg/16 klst. Nicorette Invisi forðaplástur í 3-6 vikur samtímis

Nicorette innsogslyfi eftir þörfum, eins og þú gerðir fyrstu 6-12 vikurnar.

Að lokum skaltu hætta notkun Nicorette Invisi forðaplásturs og draga úr notkun Nicorette

innsogslyfs.

Eða

Hættu notkun 25 mg/16 klst. Nicorette Invisi forðaplásturs og

dragðu úr notkun Nicorette innsogslyfsins á 12 mánuðum eða þar til þú hefur ekki lengur þörf

fyrir það.

Aldraðir:

Ekki er nauðsynlegt að minnka skammta.

Börn og unglingar:

Börn yngri en 15 ára eiga ekki að nota Nicorette.

Athugið að nikótínskammtar, sem fullorðið reykingarfólk þolir, geta valdið banvænni eitrun hjá

ungum börnum.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt er að minnka skammta. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn, bráðamóttöku eða Eitrunarmiðstöð (543-2222) ef þú hefur notað fleiri

tappa með Nicorette innsogslyfi en ráðlagt er í þessum fylgiseðli eða fleiri en læknirinn hefur ráðlagt,

og þér líður illa. Hafðu umbúðirnar meðferðis.

Ef þú hefur fengið of mikið nikótín

hvort sem er úr nikótínlyfjum til að hætta að reykja og/eða

vegna reykinga, getur það valdið einkennum ofskömmtunar. Þú getur fengið ógleði, aukna

munnvatnsmyndun, kviðverki, niðurgang, svitaköst, höfuðverk, sundl, heyrnartruflanir, máttleysi og

uppköst. Eftir stóra skammta getur þú einnig fengið lágþrýsting og þ.a.l. yfirlið, veikan eða

óreglulegan hjartslátt, mjög hraðan hjartslátt, öndunarerfiðleika, líkamlega og andlega örmögnun og

krampa. Hafðu samband við lækninn, bráðamóttöku eða hringdu e.t.v. í 112 ef þú færð þessi einkenni.

Meðhöndlun: Hætta skal gjöf nikótíns tafarlaust og gefa meðferð eftir einkennum. Ef mikið magn af

nikótíni hefur verið gleypt skal íhuga að gefa lyfjakol og framkalla magatæmingu eins fljótt og

mögulegt er (innan 1 klst. eftir inntöku).

Athugið að nikótínskammtar, sem fullorðið reykingafólk þolir, geta valdið banvænni eitrun hjá ungum

börnum.

Ef gleymist að nota Nicorette

Ef þú hefur gleymt að nota Nicorette skaltu nota einn tappa næst þegar þú finnur fyrir reykingarþörf.

Ekki má tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Nicorette

Þú skalt draga úr notkun Nicorette smám saman áður en þú hættir meðferð. Þú getur fundið fyrir

reykingaþörf ef þú hættir að nota Nicorette

án þess að draga úr notkuninni smám saman.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir af notkun Nicorette eru skammtaháðar. Aukaverkanirnar eru samsvarandi þeim sem þú

getur fengið af reykingum.

Hjá flestum sem finna fyrir aukaverkunum við notkun Nicorette innsogslyfs koma aukaverkanirnar

fram á fyrstu vikum meðferðarinnar. Um 4 af hverjum 10 notendum finna fyrir vægum aukaverkunum

eins og hósta og ertingu í munni og hálsi.

Alvarlegar aukaverkanir:

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum):

Mæði / Andnauð / Astmalík einkenni / Öndunarerfiðleikar. Hafðu strax samband við lækni eða

bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum):

Hraður og mjög óreglulegur hjartsláttur. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið

e.t.v. í 112.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt (vanalega mjög sjaldgæfar):

Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan fárra mínútna eða klukkustunda) vegna

ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar:

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 notendum):

Höfuðverkur, ógleði, meltingartruflanir, hiksti, hósti, eymsli og erting í hálsi.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum):

Ofnæmi, svíðandi, stingandi tilfinning, náladofi eða tilfinningaleysi í húð, breytingar á bragðskyni,

magaverkir, brjóstsviði, uppköst, aukin munnvatnsmyndun, munnbólga, vindgangur, niðurgangur,

munnþurrkur, þreyta.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum):

Hraður púls. Getur verið alvarlegt. Ef þú færð mjög hraðan og óreglulegan púls eða líður illa eða það

líður yfir þig skaltu hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Of hár blóðþrýstingur. Hafðu samband við lækninn. Of háan blóðþrýsting skal meðhöndla. Mjög hár

blóðþrýstingur er alvarlegur.

Hjartsláttarónot, talörðugleikar, spenna í hálsi, hnerri, nefstífla, roði í húð, ofsakláði, mikil

svitamyndun, kláði, ropi, flögnun húðar og blöðrur í munnholi, svíðandi, stingandi tilfinning, náladofi

eða tilfinningaleysi í munni, tungubólga, verkir í kjálkavöðvum, þróttleysi og máttleysi, óþægindi og

þreyta, brjóstverkir og óþægindi fyrir brjósti, óeðlilegir draumar (hafa einungis komið fram með

lyfjaformum sem notuð eru að nóttu til).

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum):

Ofnæmisviðbrögð, útbrot og þroti meðtalinn. Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn. Ef

þroti er í andliti, vörum og tungu getur það verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Kyngingarerfiðleikar, minnkað snertiskyn, kúgunartilfinning.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt (vanalega mjög sjaldgæfar):

Þokusýn, aukin táramyndun, hálsþurrkur, verkur í vörum, óþægindi í maga, útbrot, roði í húð,

vöðvaspenna.

Athugið að

Þú getur fengið fráhvarfseinkenni, svo sem sundl, höfuðverk og svefnleysi eftir að reykingum er hætt.

Þú getur einnig fengið munnangur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til

við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Nicorette innsogslyf

Geymið Nicorette þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður Nicorette innsogslyfs.

Ekki skal nota Nicorette eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

Það er ekki hægt að tæma tappann alveg og því skaltu farga notuðum töppum þar sem börn hvorki ná

til né sjá.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nicorette innsogslyf inniheldur:

Virka innihaldsefnið: Nikótín

Einn tappi með Nicorette innsogslyfi inniheldur 10 mg nikótín og þar af losna 4 mg við innöndun.

Önnur innihaldsefni:

Hitt innihaldsefnið er levómentól.

Nikótín og levómentól er í tappanum.

Lýsing á útliti Nicorette innsogslyfs og pakkningastærðir

Nicorette innsogslyf samanstendur af einu munnstykki, einu endastykki og einum tappa sem sett er

saman, sjá skref 3 í leiðbeiningum. Nikótínið gufar upp úr tappanum þegar hann er settur í stykkið.

Nicorette innsogslyf fæst í eftirfarandi pakkningastærðum:

18 tappar og 42 tappar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

McNeil Denmark ApS, Bregnerødvej 133, 3460 Birkerød, Danmörk.

Framleiðandi

McNeil AB, Norrbroplatsen 2, Helsingborg, Svíþjóð.

Umboð á Íslandi

Vistor hf. Sími: 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2016.