Nezeril

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nezeril Nefúði, lausn 0,5 mg/ml
 • Skammtar:
 • 0,5 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nezeril Nefúði, lausn 0,5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 3c5f1a4a-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Nezeril 0,25 mg/ml nefúði, lausn

Nezeril 0,5 mg/ml

nefúði, lausn

oximetazolinhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Nezeril og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Nezeril

Hvernig nota á Nezeril

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Nezeril

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Nezeril og við hverju það er notað

Nezeril er notað til skammtímameðferðar við nefstíflu vegna kvefs.

Nezeril hefur skjótvirk bólgueyðandi áhrif sem draga úr nefstíflu og þar með léttir öndun. Áhrifin

koma fram innan nokkurra mínútna.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað Nezeril við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er

í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Nezeril

Ekki má nota Nezeril

ef um er að ræða ofnæmi fyrir oximetazolinhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Börn

Notist ekki fyrir börn yngri en 2 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Nezeril

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif á fóstur af völdum lyfsins.

Brjóstagjöf

Þar sem engar rannsóknir hafa farið fram er ekki vitað hvort Nezeril berst í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar en hingað til hefur ekkert komið í ljós sem bendir til að Nezeril

hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Nezeril

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Nefúði 0,25 mg/ml:

Börn 2 - 7 ára:

1 úðaskammtur í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring.

Börn 7 - 10 ára:

2 úðaskammtar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring.

Nefúði 0,5 mg/ml:

Fullorðnir og börn eldri en 10 ára:

2 úðaskammtar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring.

Ekki má nota Nezeril í fleiri en 10 daga samfleytt

. Við notkun í lengri tíma getur Nezeril valdið

nefstíflu.

Notkunarleiðbeiningar

Áður en nefúðinn er notaður í fyrsta sinn eða ef hann hefur ekki verið notaður lengi, þarf að hlaða

úðadæluna. Haldið flöskunni uppréttri og úðið nokkrum sinnum út í loftið, þar til jafn og fínn úði fæst.

1. Fyrst á að snýta sér.

Fjarlægðu hlífðarhettuna.

2. Haltu á úðaflöskunni eins og sýnt er á myndinni.

3. Settu nefstútinn í aðra nösina og úðaðu þeim fjölda skammta sem þú átt að taka (samkvæmt

skömmtunarleiðbeiningum hér að ofan). Endurtaktu þetta skref í hina nösina.

4. Settu hlífðarhettuna aftur á.

Það getur reynst erfitt að tæma úðaflöskuna en hún er fyllt með meira en 7,5 ml.

Þannig er tryggt að þú fáir tilgreint magn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef stærri skammtur af lyfinu en mælt er fyrir um er notaður skal ávallt hafa samband við lækni,

sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) þar sem lagt er mat á áhættuna og ráðgjöf veitt.

Ef gleymist að nota Nezeril

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Hnerri, þurrkur í munni og hálsi.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Órói, pirringur,

staðbundin erting í nefi, svefntruflanir hjá börnum.

Við notkun í lengri tíma getur Nezeril valdið nefstíflu.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Nezeril

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymist með hlífðarhettuna á.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og flöskunni á eftir Utg.dat.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nezeril inniheldur

Virka innihaldsefnið er oximetazolinhýdróklóríð

1 ml inniheldur:

Nezeril nefúði 0,25 mg/ml: 0,25 mg oximetazolinhýdróklóríð.

Nezeril nefúði 0,5 mg/ml: 0,5 mg oximetazolinhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru tvínatríumedetat, natríumtvíhýdrógenfosfattvíhýdrat,

tvínatríumfosfattvíhýdrat, natríumklóríð og hreinsað vatn.

Nezeril nefúði inniheldur ekki rotvarnarefni. Af tæknilegum ástæðum er úðaflaskan eingöngu fyllt til

hálfs.

Lýsing á útliti Nezeril og pakkningastærðir

Gler- eða plastflaska með nefstút úr plasti, 7,5 ml.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Omega Pharma Nordic AB

Box 7009

SE-164 07 Kista

Svíþjóð

Framleiðandi:

Farmaclair

440 Avenue du Général de Gaulle

14200 Hérouville-Saint-Clair

Frakkland

Umboð á Íslandi:

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2016.